Tíminn - 15.03.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.03.1930, Blaðsíða 1
^ ©jaíbfeti <*} afgrd&slumaöur (Timans fr Hannreig f) o r s i e t n s í><51 íi r, Samban&styúsinu. SrvfjaDÍf. J2^fgrei0sía Cimans er i 5ambaní)sljúsinu. (Ðpin baglega 9—(2 f. ty. 5bni “i9ð. XIV. ár. r Avavp íil Jónasar Jónssonar dómsmálaráðherra. Afheni ráðherranum og fjölskyldu hans á heimili hans í Sambandshúsinu fimíudaginn 13. marz s.l. „ Vér, sem rítum nöfn vor a þetta skjal og öll viður- kennum hina miklu umbótastarfsemi yðar, herra dóms- mdlarúðherra, finnum sérstakt tilefni til}bess nú d }bess- um tímum að votta yður og nánustu vandamönnum yðar fulla samúð vora. Þetta sérstaka tilefni teljum vér árás þá. sem þér og vandamenn yðar hafa nýlega sætt. Vér óskum yður ásamt vandamönnum yðar alls velfarnaðar og væntum að fá að njóta yðar óvenjulegu krafta til heilla fósturjörðinni allt að hinsta degi, svo sem hingað til. Fullvissum vér yður jafnframt um, að traust vort og virðing á yður stendur óhögguð.“ (Biginhandar undirskriftir 3089 manna). Ofanritað ávarp lá frammi til undirskrifta hálfan þriðja dag í Reykjavík og álíka tíma í Hafn- arfirði. Aldrei hefir það komið fram glöggar en nú, hvílíkum vinsæld- um Jónas Jónsson ráðherra á að fagna meðal alþýðu manna í þessu landi — og að íslenzka þjóðin á ennþá drenglund til þess að meta og viðurkenna sína beztu menn. I tilefni af ávarpinu hefir Jón- as Jónsson ráðherra beðið Tím- ann fyrir eftirfarandi orðsend- ingu: Kveðja þökkuð. Fyrir nokkrum dögum komu fáeinir af vinum mínum heim til j mín og fæi’ðu mér stóra bók að gjöf. 1 þessari bók var vingjam- leg kveðja til mín og nánustu vandamanna minna undirrituð af rúmlega 3000 konum og körlum í Ilafnarfirði og Reykjavík. Ég hygg að það sé nálega eins- dæmi að svo margir menn hafi hér á landi á jafn skömmum tíma sameinast um kveðjusendingu út af pólitískum atburði. Líklega er nokkuð mikið sam- band á milli þessa almenna áhuga og þess mjög óvenjulega atburð- ar, sem fæddi af sér samúðar- kveðju mörg þúsund manna í höfuðstaðnum og nágrenninu. Vegna vandamanna minna og mín þakka ég þessa hlýju kveðju. En þar sem allur þorrinn af þeim, er sendu mér þetta hlýja skeyti eru mér persónulega ókunnur, nota ég tækifærið til að bæta við, litlum eftirmála. Þeir menn, sem í umboði kjós- enda hafa um lengri eða skemmri tíma forgöngu í framkvæmdum þjóðmálaefna verða yfirleitt litið varir við þakklætishug samborg- ara sinna. Pólitískt líf er stríð og barátta, og þeir sem vinna þar að hafa aðallega yl baráttunnar, og skammvinna gleði yfir hugsjón- um, sem verða að veruleika. En þegar einu marki er náð byrjar gangan í átt að hinu næsta. Vegna þess, að ég hefi um nokkurra ára skeið fremur vanist gný harðra árása, en kveðjum eins og þeirri, sem hér ræðir um, þá þótti mér máli skipta að skilja hverju sætti svo stórfelld vinar- kveðja í pólitísku máli. Tilefnið vildi ég kalla skipulags- bundna, og vel undirbúna tilraun til kviksetningar. 1 suðlægum löndum, þar sem blóðið virðist streyma með meiri hraða í æðum manna heldur en hér við heim- skautabauginn, er ekki fjarska óalgengt að stjórnmálamönnum sé rutt úr vegi með vítisvél, bombu, morðkuta eða skammbyssu. Eitt af góðskáldum stóru landanna hefir sagt að hraustmennið drepi með sverði, en bleyðan með flærðarkossi. Ifér á íslandi hafa kviksetningar lifað í þjóðtrúnni. Lifandi menn voru taldir dauðir og lagðir í kistu og greftrunín undirbúin. Þeir, sem hraustastir voru spyrntu stundum gafli úr kistunum og lifðu lengi áfram í mannheimum. Islendingar eru svo mildir og friðsamir menn, að þeir bera ekki eiginleg morðvopn hver á annan. Þeir komist ekki lengra en að tala á líkingamáli um að stytta yfirmönnum sínum aldur með „stórum bombum". En á hinn bóginn virðast íslenzk heilbrigðis- vísindi vera komin á það stig, að sumir þeir menn, sem allra lengst telja sig komna upp á hátindana eru reiðubúnir að halda alvarlega Reykjavík, 15. marz 1930. fundi, hvað eftir annað til að undirbúa það lítilræði að grafa heilbrigt fólk lifandi. Ég hygg, að eftir hundrað eða hundruð ára muni sálar líf þeirra, sem undirbjuggu kviksetningu mína á fyrstu vikum ársins 1930 þykja furðu merkilegt. Hvaðan kom mönnunum sá fávísi kjarkur, sem með þurfti til að leggja út á svo hálar brautir? í hinum fjölmenna hóp kveðju- sendenda finn ég nöfn vina minna og fjölmargra samstarfsmanna er gleðjast yfir að endurheimta úr nýstárlegri hættu þann sem þeir vilja ógjaman missa fyrir örlög fram. Næst verður fyrir mér ann- ar hópur manna. Það eru flestir sjúklinganna á Vífilstöðum og Lauganesi. Ef til vill skilja engir betur heldur en þeir, sem berjast oft árum saman við hættulega sjúkdóma, og leita í þeirri bar- áttu til bjargar lífinu hjálpar þeirra manna, sem telja sig vita mikið um þau lögmál er aðskilja líf og dauða, hve fáránleg hugsun það er, að svokallaðir varðmenn lífs og heilsu, hugsi til enda þá hugsun, að gera þá heilbrigðu sjúka, til að ná annarlegum til- gangi. I þessum mikla fjölda nafna sé ég nemendur úr einum skóla, alla nema tvo, að því er mér er sagt af manni, er til þekkir. Ég þekki ekki persónulega nemn af þessum nemendum og aðeins laus- lega suma af kennurunum. Ég tek kveðjur þessara manna sem vott um, að sá hluti af starfi mínu, sem á undanfömum árum hefir gengið, til að bæta sumar af menntastofnunum landsins hafl borið þann árangur, að unga fólkið í landinu finni að í skjóli endurfæddra skóla á æska lands- ins að geta náð þroska, sem áður var torfenginn undir erfiðari skil- yrðum. En langstærstur er flokkur þeirra kveðjusendenda, sem ég ekki þekki persónulega og sem ég veit ekki til að ég hafi gert nokk- urn greiða beinlínis Þeir eru full- trúar borgaranna í landinu, sem mynda sér skoðanir um fram- komu stjórnmálamanna af verk- um þeirra, en ekki af kynningu. En vingjamlegur dómur slíkra manna hefir mér jafnan þótt mikils virði. Mér hefir oft verið legið á hálsi fyrir að lögsækja ekki andstæðinga mína út af ósönnum og illgjömum ummæl- um. Ég hefði vafalaust getað far- ið í 365 slík mál við ýmsa and- stæðinga mína á hverju ári nú um langt skeið og unnið þau öll, jafnvel fyrir lítið vingjarnlegum dómstóli. En ég hefi ekki þreytt dómstólana með slíkum kærum. Ég- hefi skotið málum mínum við andstæðingana undir dómstól réttarmeðvitundarinnai’ í landinu. Og ég tek kveðjur hinna mörgu óþekktu borgara eins og vott þess að málskot mitt til þessa dóm- stóls hafi ekki verið með öllu árangurslaust. Merkur erlendur sagnfræðingur hefir sagt að lokatakmarki sigur- sællar umbótastarfsemi í stjóm- málum væri í því fólgið, að áhrif stjórnmálabaráttunnar gjörðu bjartara og hlýrra í fjarlægum óþekktum heimilum hvarvetna í landinu. Ég tek hinar mörgu kveðjur úr þeim hluta landsins, þar sem talið er að sá stjóm- málaflokkur er ég starfa með hafi lítið fylgi, eins og sönnum þess, Utan nr heimi. I Englandi hefir verið nokkuð viðburðaríkt í stjórnmálum síð- ustu mánuðina. Verkamanna- stjórnin, sem nú situr að völdum styðst við veikan meirahluta og á allt sitt ti'aust undir frjáls- lynda flokknum. Sá flokkur hef- ir verið mjög sundraður nú upp á síðkastið, og gengið skiftur til atkvæða um ýms hinna stærri mála. Fyrir skömmu síðan bjarg- aðist stjórnin frá falli með að- eins 9 atkvæða meirahluta í neðri málstofunni og fyrir fáum dögum beið hún algerðan ósígur um meiriháttar mál. Var jafnvel bú- ist við, að sá atburður mundi leiða til stjómarskifta en úr því varð þó eigi. Fyrir stuttu síðan leit út fyrir að sundmngin í frjálslynda flokknum mundi hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir framtíð þess flokks. Stór- blöð heimsins höfðu þau ummæli eftir Lloyd George, sem um um margra ára skeið hefir verið foringi flokksins, að hann mundi segja sig úr flokknum og draga sig út úr stjómmálum, ef flokk- urinn stæði ekki betur saman í þinginu, en hann hefði gert und- anfarið. Flokksfundur var kallað- ur saman og væntu menn mikilla tíðinda, en árangurinn varð sá, að allt situr við það sama og áð- ur, Lloyd George verður foringi flokksins áfram, og flokkurinn hefir vottað honum traust sitt og heitið betri samvinnu framvegis. Alveg um sama leyti hefir ris- ið upp nýr flokkur í enskum stjórnmálum. Stofnendur þessa nýja flokks og aðal formælendur eru blaðakongarnir Lord Rother- mere og Lord Beaverbrook. Þess- ir tveir menn ráða yfir aragrúa pólitískra blaða og tímarita víðs- vegar um England og hafa því beti’i aðstöðu en nokkrir menn aðrir til þess að koma skoðunum sínum á framfæri meðal þjóðar- innar. , Stefna þessa nýja flokks virð- ist í höfuðatriðum vera sú, að styrkja sem bezt brezka heims- veldið og efla samvinnu milli Englands og nýlendanna í öðr- um heimsálfum, að leggja háa verndartolla á erlendar vörur, sem fluttar eru inn í England eða nýlendurnar og koma þannig á einskonar viðskiftaeinangrun brezka heimsveldisins frá öðrum þjóðum. Tilgangurinn með þessari stefnu, er auðvitað fyrst og fremst sá, að tryggja enskri framleiðslu markað i nýlendunum og bjarga þannig enska iðnaðin- um út úr þeirri hörðu samkeppni sem hann nú verður að heyja við j iðnað þjóðanna á meginlandinu. i Það hefir komið fram, að foringj- ; að ég hafi fram að þessu, það sem kraftar mínir ná, stefnt i rétta átt. Fáráð „vísindi“ höfðu búið mér gröf, þar sem átti að loka mlg inni, eins og dauðan allt mitt líf. „Vísindin“ komu og sögðu mig haldinn geigvænlegum sjúkdómi. Mér var tilkynntur þessi dauði og útför á hátíðlegan hátt. Heilsa mín var þó ekki veikari en það, að ég svaf 8 tírna í einum blund eins og vant var, eftir að sendiboði 13. blað. um nýja flokksins þykir enska stjórnin hafa sýnt of mikla und- anlátssemi í Indlandsmálunum, og þeim mun vera fjarri skapi að láta að kröfum Indverja, sem nú eru fram bornar. Því hefir ver- ið lýst yíir, að menn af öllum flokkum væru velkomnir til að taka þátt í hinum nýju samtök- um, þess eins væri krafist, að fylgismenn flokksins væri ein- huga um að koma í veg fyrir hrun brezka heimsveldisins. En mestur hluti þeirar manna, sem gengið hefir inn í heimsveldis- flokkinn, mun áður hafa verið í íhaldsflokknum, enda mundi hinn nýi flokkur vafalaust vinna með Ihaldsmönnum eftirleiðis, ef hann ætti á annað borð framtíð fyrir höndum. Nýlendnr Breta í öðrum heims- álfum eru nú allai’, að Indlandi undanskildu, sjálfstæð ríki í sam- bandi við England. Þær hafa eign- ast sjálfstæða atvinnuvegi og sjálfstætt stjómmálalíf, sem er móðurlandinu óháð að meira eða minna leyti. I Suður-Afríku stendur yfir ákaflega hörð og tvísýn barátta, milli kynflokkanna, sem landið byggja. Ilingað til hefir sú barátta aðallega verið milli ensku innflytjendanna og Hol- lendinganna, sem þar bjuggu þegar Englendingar fengu yfir- ráð landsins, en á síðustu árum hafa sjálf börn landsins, svert- ingjarnir, sem byggðu landið í öndverðu, einnig risið upp og heimtað rétt til jafns við hvítu mennina, og svertingjarnir eru mikill meirihluti þjóðarinnar. Kanada er stærst brezku ný- lendanna, og að miklu leyti ónum- ið land. Norður við íshafið eru víðlendar mýrar, sem líklega verða aldrei byggðar, því þær eru frosnar allt árið. En sunnan til er landið mjög frjósamt og það er auðugt af skógum, fossaafli og veiðivötnum. Við Hudsonflóann, norðan við Labrador er nú verið að gjöra höfn og þaðan á að flytja hveitið frá Kanada til N orðurálf unnar. Ástralía er að mörgu leyti ein- kennileg bæði að náttúruskilyrð- um og stjórnmálaþróun. Landið liggur allt á suðurhveli jai’ðar. Gróður og dýralíf er sérstætt. Aðalatvinnuvegur er sauðfjár- rækt og ógrynni af frosnu kinda- kjöti er flutt frá Ástralíu.til Eng- lands. Kenningar Jafnaðarmanna hafa fest dýpri rætur í Ástralíu en víðast hvar annarsstaðai’. Rík- ið ákveður sjálft kaup verka- manna og hefir haft með hönd- um ýmsan meira háttar atvinnu- fekstur m. a. átt stóran skipastól. Eftir síðustu kosningar, sem fóru : fram á árinu 1929 hafa Jafn- i aðarmenn hreinan meirihluta á I sambandsþingi Ástralíu. „vísindanna“ hafði heimsótt mig rétt fyrir háttatímann. Mér finnst að ég myndi hafa spymt gaflinum úr kistunni, að sið eldri kynslóða, þó að ég hefði verið eimi. En ég vil ekki neita, að það er töluvert léttara að stíga yfir grafna gröf inn á land- ið til þeirra, sem lifa, þegar nokk- ur þúsund hendur em réttar til bjargar. Jónas Jónsson frá Hriflu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.