Tíminn - 15.03.1930, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.03.1930, Blaðsíða 4
50 TlMINN „lnternationaláidráttarvél&r hafa verið notaðar í 23 ár á Norðurlöndum. — Reynslan er búin að sanna afburðanothæfi þeirra og yfirburði. Innlenda reynslan — sem fengin er — er í alla staði samhljóða beirri erlendu. „INTERMATIONAL” Af kostum Internationalvélanna má sérstaklega nefna: Bolurinn smíðaður í einu lagi óslítandi, sterkur og öruggur. Algjörlega rykþéttur og velluktur mótor, sem þó er auðvelt að komast að til eftirlits og hreinsunar. Skiptanleg stálfjöður í sylindr- unum. Dýr og vönduð leg, og fullkomin smurning sparar núningsmót- stöðu og eykur aflið sem að notum kemur. í International-dráttarvél- inni eru 28 ásar og kúlnaleg af vönduðustu og beztu gerð. örugg hemla til notkunar á bröttu landi og í ferðalögum. Stillanleg dráttarbeizli sem gjöra það auðvelt að hafa fullt vald yfir verkfærunum, sem tengd eru við vjelina við hin mismunandi störf. Breið og sterk hjtjl með háum viðnámsjárnum. Hjólaukar bæði á aftur og framhjólum. ATH. Kveikjan á Internationalvélunum er af mjög vandaðri gerð. Ilenni er vel fyrir komið, hátt uppi, og þar er hún vel varin, gegn áföllum og óhreinindum, inni í lokuðu mótorhúsi. Aðgætið kosti International-dráttarvélanna áður en þér festið kaup á öðrum vélum. Samband ísl. samvinnufél. Frv. um bæjarstjóra á Siglufirði, fiá Eríingi Friðjónssyni. Frv. um Fiskiveiðasjóð íslands, frá Ásgeiri Ásgeirssyni og Sveini Ólafs- syni, flutt að tilhlutun ríkisstjómar- innar. Sjóðurinn skiptist, eftir frv. í tvau’ deildir: Skipakaupadeild og rekstrarlánádeild. Höfuðstóll sjóðsins á auk Fiskiveiðasjóðsins gamla, að veröa 1 milj. kr. tillag og þjj milj. kr. ián ór ríkissjóði, ennfremur hund- raðsgjald af útfluttum fiskafurðum. Eftir lögunum, sem nú hafa verið sainþykkt um Utvegsbanka, er stjóniinni heimilt að gjöra samning \ið bankann nm stjórn og starf- rtekslii sjóðsins. Með tilliti til þessa frv. flytja sömu menn einnig frv. um útflutningsgjald *4% af verði út- fiuttra sjávarafurða, er renni í Fiski- veiðasjóð. Frv. um breyting á jarðræktarlög- unum, frá Bjarna Ásgeirssyni. Frv. er um það að fella niður rétt Al- þirígis til að ráða meirahluta í stjóm Búnaðarfélagsins, en í þess stað er gjört ráð fyrir að þingið ráði vali á (iðrmn endurskoðanda félagsins Frv. er flutt eftir ósk nefndar, sem kosin var á síðasta Búnaðarþingi, til að athugá þetta mál. Nú um nokkur ár liefir atvinnumólaráðuneytið skipað 2 rnenn i Búnaðarféiagsstjórnina, eftir tillögum iandbúnaðarnefnda Al- þingis. Háraldur Guðmundsson flytur þrjú frúmvörp um breytingar á tolla- og skattalöggjöfinni: Frv. um tekju- skatt og eignaskatt, frv. um fast- eignaskatt og frv. um breyting á vörutollslögunum. Eftir tillögum H. G. á tekju- og eignaskatturinn að hrekka um 850 þús. og fasteigna- skatturinu um 600 þús.; en tollar að lækka að sama skapi. Frv. um breyting á 1. um slysa- tryggngar, frá .Tafnaðarmönnum í neðri deild, þannig, að þeir sem fyrir slysum verða fái dagpeninga fyr en eftir núgildandi lögum. Níu Framsóknamienn i neðri deild flytjft þingsályktunartillögu um að skora á ríkisstjómina að láta farn fram þjóðaratkvœðagreiðslu í sam- bartdi við landskjör á vori komanda, mri flutning Alþingis til þinnvalla. Tafnaðormenn flytja i sameinuðu þinei þingsályktunartiMögu nm cinkasölu á steinolíu. .Tafnaðarmenn í neðri deild flytja þál. um skipun miMiþinganeíndar, 1 i 1 þess að undirbúa og semja frv. til laga um alþýðntryggingar. Sex þingmenn i neðri deild flytja þál. um að „greiða PáM .T. Torfasyni það, sem honum reyndist vangoldið af þóknun þeirri, er umsamin var af ríkisstjórninni fyrir milligöngu Jians við enska lánið 1921“. Frv. um skráning skipa, frá Ingvari fJálmasyni og Erlingi Friðjónssyni. Frv. um breyting á 1. um greiðslu verkakaups, frá sömu mönnum. Frv. um átta stunda vinnudag í verksmiðjum, frá Tafnaðarmönnum í neðri deild. Frv. um breyting á 1. um skipulag kauptúna og sjávarþorpa, frá Magn- úsi Tónssyni og Benedikt Sveinssyni. Frv. um breyting á 1. um atvinnu við vélgæzlu á íslenzkum mótorskip- um, frá Érlingi Friðjónssyni, svipað írv., sem sami þingmaður flutti í fyrra. Frv. um breyting á 1. um íiskveiða- samþykktir og lendingarsjóði, frá Pétri Ottesen, um það að samþykkt- ir um róðrartíma báta geti náð til liáta allt að 60 smál. að stærð. Frv. um viðauka við 1. um sóknar- gjöld, frá Haraldi Guðmundssyni, Bjarna Ásgeirssyni og Magnúsi Torfasyni. Frv. er um það, að þeir sem ekki teljast til neins kirkjufé- lags, skuli vera undanþegnir gjaldi þvi til háskólans, sem nú er ákveð- ið í lögum. Frv. um raiorkuvirki, frá Haraldi Guðmuridssyni og Gunnari Sigurðs- syni. Bœjar- og sveitarstjórnir getí sett hámarksverð á rafmagnstæki, sem notuð eru i sambandi við raf- orkuveitur til almenningsþarfa, og hámarksverð á rafmagn, sem eiristak- ir menn eða félög selja til almenn- ingsþarfa. Frv. um viðauka við hafnarlög Vestmannaeyja, frá Tóhanni Tósefs- syni. Ríkissjóður leggi fram alM, að 110 þús. kr. til nýrra framkvæmda við höfnina gegn tvöföldu ,framlagi úr hafnarsjóði. Frv. um breyting á 1. um almenn- an ellistyrk, frá ingibjörgu H. Bjarnason og Halldóri Steinssvni, svipað frv., sem flutt var í fyrra. Frv. uin breyting á 1. um sundhöll i Rvík, frá þingiríönnum Rvíkur. Frv. fer fram á að auka framlög ríkissjóðs úr 100 þús. upp í 250 þús. kr. Frv. um breyting á útvarpslögun- um, frá Bjarna Ásgeirssyni og Lár- usi Helgasyni, flutt eftir heiðni at- vinnumálaráðherra. Frv. er um að skilja starfsemi og fjárreiður útvarps- stöðvarinnar frá landssímanum og setja á stofn einkasölu á útvarpstækj- um, i því skyni að tryggja útvarps- notendum örugg og ódýr tæki. Hef- ir útvarpsráðið farið fram á, að sú ráðstöfun vrði gjörð. Frv. um stuðning ríkisins til aðal- framræsluskurða, frá Bjarna Ás- Málakunnátta er nauðsynleg. Linguaphonplöturnar eru aðferðin Ég mæli hiklaust með notkun þessara Linguaphon-platna við enskunám bæði í skólum og heims liúsum. Á þeim geta menn lært hárréttan framburð (einkum ef þeir æfa sig á þvi að lesa hátt með grammófóninum), og þeim fylgja fylgja brekur með orðunum prentuðum og myndum, sem sýna merkingu þeirra. Á þann hátt geta menn þegar frá upphafi fylgst með plötunum, lært hvernig orðin eru skrifuð og fest merkingu þeirra í minni sér. Á fyrstu plötunum er svo létt mál, að byrjendur geta vel fylgst með þeim, og svo þyngjast þær smátt og smátt, eftir því sem orðaforðinn vex. Anna Bjarnadóttir, B. A., kennari í ensku við gagnfræðadeild menntaskólans. Álit minn er, að Linguaphone satndi öllum málaplöðum framar, og þykist ég tala af nokkurri réynslu, þar sem ég hefi áður lieýrt og notað málaplötur frá öðrum verksmiðjum. — Á mjög stuttum tíma getur hver meðalgreindur maður lært undirstöðu málanna og jafnframt náð tökum á beztat fram- burðinum. Reykjavík, 21. nóv. 1929. Hendrik J. S. Ottóson. j Sími 656. Verð 145 krónur fyrir heilt námsskeið (nieð bókum) í e lendu máli. Serít ge^fn eftirkröfu burðargjaldsfritt sjóleiðis til 15. maí. Skriflð Itegar í stað. Flugrit okkar sent ókeypis. HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ Símnofni Hljóðfærahús. Áusturstræti 1 Reykjavík, Einkaumboð ó Islamli fyrir Linguanhou Institute. (5 Reyhjayík Sími 249 Niðursuðuvörur vorar: Kjöt.......11 kg. og t/2 kg. dóBum Knfa .... - 1 - - 1/2 — - Bajjarabjúgu 1 - - >/2 - Fiskabollnr - 1 - - 1/2 — Lax.......- 1 - - 1/2 - bijóta alucnningglof Ef þér hafið okki reynt vörar þessar, þá gjöriö þaö nú. Notíö innlendar vörur freinur en erlendar, meö þvl stuðliö þér aö þvi, að íslendingar verði sjálfum sér nógir. Pantanir afgreiddar fljótt og vel hvert á land sem er. SALTFISKUR ávalt fyrirliggjandi. Margar teg- Hafliði Baldvinsson, Hverfisgötu 123. Sími 1456. mmm Mest úrval. Lægst verö. Sportvörntiús Reykjavíknr (Einar Björnssoo) Bankastræti 14. Box 384. geirssyni og Tóni Ólafssyni. Skai eft- ir frv. veita 150 þús. kr. árlega til að kaupa skurðgröfur og starfrækja. Frv. um breyting á lögum um lækningaieyii, frá Ingvari Pálmasyni og Páli Hermannssyni. Eftir frv. á réttur til lækningaleyfis að vera bundinn því skilyrði, að læknarnir liafi „svo framarlega, sem þess er óskað af heilbrigðisstjórn íslands, á fyrstu tveim árunum eftir prófið gegnt héraðslæknisembætti eða unn- ið fyrir heilbrigðisstjórnina, sem að- stoðarlæknar t. d. við sjúkrahús landsins eða á annan hátt, að minnsta kosti árlangt, gegn þeim launum, sem rikissjóður greiðir föst- um starfsmönnum fyrir samskonar vinnu“. Frv. um bókhald, frá Ingvari Pátmasyni og ErMngi Friðjónssyni, flutt að tilhlutun dómsináíaráðherra. Á frv. þetta að koma i stað laga uni verzlunarbækur, frá 1911, sem nú eru úrelt, sökum vaxandi viðskifta og fjölbreytni í atvinnurekstri, og er miðað við reynslu erlendra þjóða og umbætur í þessu efni, einkum Svia. Er með frv. gangskör að því gjörð að taka fyrir óreíðu þá í bókfærslu,' sem mjög hefir þótt hera á nú síð- ustú árin. Alþingi hefir nú samþykkt, að landskjör skuli fram fara sunnudag- inn 15. júni n. k. og verðúr því þá lokið áður en Alþingishótiðir. hefst. Annari umræðu fjárlaganna í neðri deild var lokið síðastliðna föstudagsnótt. ——O- ..... Iþróttaskólinn í Haukadal Eins og að Undanförnu held ég skóla að heimili mínu næsta vetur. Skólinn byrjar 1. nóv. n. k. og stendur til 15. febr. Þar verða kenndar allskonar íþróttir, svo sem glímur, leikfimi, Mullerskerfi, sund og útiíþróttir. Bókleg fræðsla: íslenzka, stærð- fræði, saga, heilsufræði, danska og landafræði (um Norðurlönd). Kostnaður: Kennslugjald kr. 70 fyrir allan tímann. Fæði, húsnæði og þjónusta kr. 2,00 á dag. Kennslugjald greiðist fyrirfram, en fæðispeningar mánaðar- lega. Þeir, sem hafa hug á því að sækja skólann næsta vetur, ættu að liraða umsókninni. Umsóknir ber að senda í síðasta lagi fyrir 1. sept. n. k. ti! undirritaðs. Sigurður Greipsson Haukadal. hefir hlntið einróma lof allra neytenda Fæst í öllum veralun- um og veitingahúsum USl Læknisvottorð fylgi umsókn. Umsókn má ekki slíta nema sannanleg forföll ráði, og verður að tilkynna það skólastjóra, svo fljótt sem unnt er. Nemendur verða að leggja sér til rúmföt, nema undirdýnu. Námsbækur og sundskýlur fást keyptar á staðnum. er tii kaups og ábúðar í næstkomandi fardögum. Jörðin er vel í sveit sett og bílveg’ur heim í hlað. Túnið gefur af sér 400 hesta. Miklar og góðar slægjur mjög nærri. Nýbyggt íbúöarhús 12X14- Útihús eru: hlaða fyrir 800 hesta af heyi, fjárhús fyrir 200 fjár, fjós fyrir 16 kýr, hesthús fyrir 14 hross og geymsluhús 4X16, allt undir járni. Ennfrem- ur steinsteypt hanghús og for. Jörðin er afgirt fjárheldri girðingu. Upplýsingar gefa: Guðm. J. Breiðfjörð, Laufásvegi 4 og Ólafur Finnbogason, Auðsholti. Nemendatryggingar! Ferðatryggingar! Líftryggingafélagið Andvaka Sími 1250 BliMcsmifilan MIC- MS* íllur og alt til upphluta sérlega ódýrt. Sent með póstkr. út um land ef óskað er. Jón Sigmondsson, ffulismiðiir Sími 383 — Laugaveg 8. á Grettisgötu 34 selur mjög ódýrar og vandaðar þakrennur og allt þeim tilheyr- andi. Einnig þakglugga. Pantanir afgreiddar út um land gegn eftir- kröfu. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Hólatorgi 2. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.