Tíminn - 26.03.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.03.1930, Blaðsíða 1
©faíbfeti og afgrdftslumaður Cimans rr HannDtig J? o r s t e i n s 6ó tlir, Samianösijástnu. &eYfjapíf. ^.fgteiböía Cimans er i Sanibanösljúsinu. ©ptn öaglega 9—[2 f. i). Simi ^96. 4P ' XIV. ár. Reykjavík, 26. marz 1930. 15. blaS. Skýrsla rannsóknardómarans Þórdar Eyjólfssonar lögfræðings, tii dómsmálaráðuneytisins. Hérmeð leyfi ég mér, virðingar- fyilst, að senda hinu háa ráðu- neyti útskrift af prófum út af- skiftum manna af veitingu lækn- isembætta og öðru í sambandj við það, er ég hefi haldið samkv. kgl. umboðsskrá, útgefinni 10. febr. þ. á. Jafnframt vil ég leyfa mér að taka eftirfarandi fram. Framkvæmd rannsóknarinnar varð í aðalatriðum á þennan hátt. Hinn 13. febrúar tók ég réttar- skýrslu af þeim Guðmundi pró- fessor Ilannessyni og Níels Dung- al, docent. Er Guðmundur pró- fessor formaður Læknafélags ís- lands. Hann átti og sæti í nefnd þeirri, er kosin var á Læknaþing- inu 1929 í „embættaveitingamál- inu“ og sjálfkjörinn formaður í „embættanefnd“ lækna, er síðar verður getið. Níels Dungal átti og sæti 1 greindri nefnd læknaþings- ins og síðar í embættanefndinni. Laugardaginn 15. febrúar fór ég til Grindavíkur og tók skýrslu af Sigvalda Kaldalóns, héraðs- lækm, um afstöðu hans til veit- ingar Keflavíkurlæknishéraðs nú á síðastliðnu ári og afskipti lækna af honum 1 því efni. Á heimleið- inni fór ég til Keflavíkur og tók skýrslu af Helga Guðmundssyni, praktiserandi lækni þar. Hann hefir dvalið í Keflavík á 9. ár og var að nokkru aðstoðarlæknir fyrv. héraðslæknis, Þorgríms Þórðarsonar. Ég skal þegar taka það fram, að mér virtist Helgi, í þetta skipti, mjög tregur til þess, að skýra frá afskiptum lækna í þessu máli, er hann snertu, og minnislítill á samtöl sín við lækna um máhð og lék mér grunur á því, að hann leyndi einhverju. Er ég kom til Reykjavíkur frétti ég, að Kjartan augnlæknir Ólafsson hefði gert sér ferð til Keflavíkur snemma þennan sama dag (far- ið héðan kl. 6 að morgni), og átt tal við Helga, áður en ég kom þangað. Varð þetta til þess, að ég fór til Keflavíkur aftur á mánudag, 17. febrúar. Eftir að ég hafði ítarlega brýnt fyrir Helga hverju það gæti varðað hann, að segja rangt frá fyrir rétti eða leyna því, sem hann vissi og væri spurður um, gaf hann á ný skýrslu, sem að í ýmsu var ná- kvæmari en sú fyrri, auk þess sem hann mundi nú eftir atvik- um, er sérstaklega skiptu máli og hann hafði verið spurður um i fyrra réttarhaldinu, en ekki mun- að þá. Erindi Kjartans kvað hann hafa veríð það eitt, að láta sig Vita að hann myndi þurfa að mæta í rétti síðar um daginn, en ekki hafi hann reynt til þess að hafa áhrif á framburð sinn. Mér lék grunur á því, að för Kjartans hefði ekki verið farin í þeim tilgangi einum, að skýra Helga frá komu minni, bæði sök- um tregðu Helga í fyrra réttar- haldinu, að skýra frá málavöxt- um, og þess, að ekki virtist þörf fyrir Kjartan að takast langa ferð á hendur, á óvenjulegum tíma, til þess að tilkynna það, er auðvelt var að segja frá í síma, úr því honum þótti á annað borð ástæða til þess, a ðskipta sér af málinu. Kallaði ég Kjartan því fyrir rétt er ég kom til Reykjavíkur um kvöldið. Kvað hann för sína hafa verið ráðna kvöldið áður í viðtali við dr. Helga Tómasson (án þess þó að dr. Helgi hefði beint hvatt sig til fararinnar). Erindi kvaðst hann ekki hafa átt annað, en að láta þá Keflavíkurlæknana, Helga og Þorgrím, vita um komu mína og ræða við þá um málið. Hinsvegar neitaði hann því, að hann hafi reynt að hafa áhrif á væntanleg- an framburð þeirra fyrir rétti. Hinn 18. febrúar tók ég skýrslu í rétti af Bjarna Snæbjömssyni, praktiserandi lækni í Hafnarfirði. Er hann einn af þeim læknum, er á læknaþinginu 1929 var kosinn í nefnd í embættaveitingamálinu og síðar á þinginu einn ákveðn- asti fylgismaður tillagna þeirra, er nefndin bar fram. Þá tók ég hinn 10. marz s. 1. réttarskýrslu af dr. Helga Tómas- syni. Var hann og einn af nefnd- armönnum embættaveitinganefnd- ar læknaþingsins. Auk þess taldi ég,- svo sem síðar verður getið, ástæðu til þess að spyrja hann um atburði, er gjörðust eftir að læknarannsóknin hófst, en í sam- bandi við þá atburði hafði ég tek- ið vitnaskýrslu af dómsmálaráð- herra og frú hans. Sný ég mér þá að því að gera grein fyrir, í aðalatriðum, hvað rannsóknin hefir leitt 1 ljós. Á aðalfundi Læknafélags Is- lands, sem haldinn var í Reykja- vík 28.-—29. júní 1929 var svo- nefnt embættaveitingamál tekið á dagskrá. Kveður próf. G. H. það hafa verið vegna almennrar óánægju lækna út af embætta- veitingum. Lagði formaður (próf. G. H.) það til, að kosin yrði fimm manna nefnd í málið. Var það samþykkt og hlutu kosningu í nefndina Bjarni Snæbjömsson, próf. G. H., Níels Dungal, dr. Helgi Tómasson og Ingólfur hér- aðslæknir Gíslason. Skilaði nefnd- in- tillögum um það, að stofna skyldi embættanefnd, kosna skrif- lega til þiiggja ára. Um tilgang og starf hennar eru auk þess þessi ákvæði í tillögunum: „Allir félagsmenn í Læknafélagi íslands skulu skyldir til þess að senda allar umsóknir um stöður og embætti til nefndarinnar einn- ar, og skal henni heimilt að senda aðeins eina eða fleiri til veitinga- valdsins. Óheimilt er félagsmönnum að taka við setningu í embætti eða þiggja styrk til þess að starfa í héruðum, sem standa óveitt, nema með skriflegu samþykki nefndarinnar, svo framariega sem lagaskyldu ber ekki til þess. Hver, sem ekki hlítir ofan- greindum ákvæðum skal rækur úr Læknafélagi íslands, og er félags- mönnum óheimilt að gerast stað- göngumenn slíkra manna, svo og lækna, sem eru ekki félagar, nema landslög mæli svo fyrir“. Tillögnr þessar voru samþykkt- ar á læknaþinginu með öllum greiddum atkvæðum. Landlæknir greiddi ekki atkvæði, enda hafði hann lýst því yfir á þinginu, að liann myndi ekki geta verið áfram í Læknafélaginu, ef tillögumar yrðu samþykktar. Eftir að læknaþinginu sleit fóru fram kosningar meðal lækna, einnig utanfélagsmanna, í em- bættanefndina og hlutu kosningu — auk formanns Læknafélagsins, próf. G. H., er var sjálfkjörinn formaður nefndarinnar — þeir læknarnir Matthías Einarsson, Magnús Pétursson, Hannes Guð- mundsson og Níels Dungal. Áður en nefndin var kosin hafði Keflavíkurhérað losnað og verið auglýst til umsóknar af dóms- málaráðuneytinu. Lét nefndin sig þegar skipta umsóknir um hérað- ið. Ilöfðu fjórir læknar sent ráðu- neytinu umsóknir en nefndin fékk þá til þess að afturkalla umsókn- irnar og afhenda sér. Auk þess sendu 14 aðrir læknar umsóknir sínar til nefndai’innar, svo að þær urðu 18 alls, er hún tók við. Af umsækjendum tilnefndi nefndin aðeins einn, Jónas héraðslækní Kristjánsson, og sendi hún um- sókn hans til dómsmálaráðuneyt- isins, en hélt hinum eftir. Samkvæmt framburði Helga Guðmundssonar símaði nefndin skömmu síðar til Þorgríms fyrv. héraðslælmis í Keflavík og bað hann að leita álits hreppsnefnd- anna í læknishéraðinu á tilnefn- ingu Jónasar læknis, en um á- rangur af þeirri málaleitan vissi Helgi ekki neitt ákveðið. Um þetta leyti barst dóms- ráðuneytinu umsókn frá Sigvalda lækni Kaldalóns, eða mönnum fyr- ir hans hönd, en hann var þá staddur í Kaupmannahöfn. Er nefndin frétti um umsókn hans sendi Læknafélagið honum þegar símskeyti (dags. 27. okt.), til- kynnti honum, að embættanefnd sé kosin, að 17 umsækjendur um héraðið uni því, að Jónas Krist- jánsson sitji fyrir og að félagið treysti Kaldalóns til þess að aft- urkalla umsóknina símleiðis. Skeyti þessu svaraði Kaldalóns ekki. Kveður hann sér hafa með öllu verið ókunnugt um lækna- samtökin unz hann fékk það, en hafa þá verið búinn, af öðrum á- stæðum, að senda af stað bréf með afturköllun. Lagði hann því aldrei samþykki sitt á embætta- nefndarkosninguna né valósvið hennar. Afturköllun Kaldalóns barst stjórnarráðinu fyrst eftir að um- sóknarfrestur var liðimi og em- bættið hafði verið veitt honum. (Veitingabréf hans er uadirritað af konungi 28. okt.). Er nefndin frétti það, að dómsmálaráðherra hefði sent til konungs tillögu um það, að veita Kaldalóns embætt- ið, sendi hún honum skeyti á ný (dags. 31. okt.), þar sem hún kveðst treysta honum „vegna lækna og yðar(Kaldalóns)sjálfs“, að stöðva veitingu eða sækja um lausn 0g halda Flateyjarhéraði. Einn nefndarmanna, Matthías Einarsson, hafði og hinn 29. okt. sent Kaldalóns skeyti, þar sem hann biður hann að hugsa sig um aftur, áður en hann gangi með umsókninni fram hjá lækna- nefndinni. Hinn 1. nóv. sendi Kaldalóns skeyti til stjómarráðs- ( ins um að hann hafni Keflavík- urhéraði og óski að halda Flat- eyjarhéi’aði. Jafnframt sendi hann Læknafélaginu skeyti um það, að hann hafi hafnað Kefla- víkurhéraði. Er Kaldalóns kom til Reykja- víkur, varð það úr, að hann héldi Keflavíkurhéraði, enda hafði hann, er honum var veitt það hér- að, mist Flateyjarhérað og hefði þess vegna þurft að sækja um það á ný til konungs, en það virðist embættanefndin ekki hafa athugað. Er Kaldalóns hafði tekið við Keflavíkurhéraði, var hann gerð- ur rækur úr Læknafélaginu. Jafnframt birti formaður em- bættanefndarinnar, próf. G. H., í Læknablaðinu (desemberblaðinu 1929) tilkynningu frá félaginu um það, að þeir, sem kynnu að vera beðnir um að gerast að- stoðar- eða staðgöngumenn í Keflavíkurhéraði, ráðfæri sig við stjórn félagsins. Lýsti próf. G. H. því og yfir í rétti, að sér- hverjum lækni í Læknafélaginu væri óheimilt að gerast aðstoðar- eða staðgöngumaður Kaldalóns, meðan samþykkt félagsins væri í gildi og myndu þeir, sem á móti því brytu, missa traust og aðstoð Læknafélagsins, og eftir atvikum verða rækir úr því. Læknar þeir, er yfirheyrðir voru, töldu þó lækna jafnan myndu gegna köll- un úr Keflavíkurhéraði í einstök- um tilfellum, ef hætta, sérstak- lega lífshætta, væri á ferðum. í þessu efni hafði þó Níels Dungal þá sérstöðu, að hann taldi bann Læknafélagsins einnig ná til ein- stakra tilfella nema lagaskyldu bæri til að gegna. Eftir að Kaldalóns var seztur að í héraðinu virðist svo, að læknar hafi haft í huga og gert nokkrar tilraunir til að fá Helga Guðmundsson brott frá Keflavík. Læknarnir Kjartan Ólafsson og Bjarni Snæbjömsson kváðust vita til þess, að umtal hefði ver- ið með læknum um þetta og — að því er Bjami hefir borið — hafi tilgangurinn með því verið sá, að séð yrði hvort Keflavíkur- hérað væri eins létt og ríkis- stjómin hefði álitið. En, eins og fyr segir, var Helgi að nokkru aðstoðarmaður fyrv. héraðslækn- is og kveðst hafa gegnt flestöll- um læknisstörfum í héraðinu undanfarin ár. Helgi hefir borið það, að eitt sinn er hann var á ferð í Reykjavík, nokkru eftir að Kaldalóns hafði verið veitt hér- aðið, hafi Matthías Einarsson, sem hann annars ekki hafi þekkt neitt persónulega, komið til hans og sungið upp á því, að hann sigldi og aflaði sér framhalds- menntunar í læknisfræði, en því hafi hann samstundis neitað. Talið það fjarstæðu, enda þótt hann yrði styrktur, þar eð hann hefði fyrir konu og 6 ungum börnum að sjá. Guðmundur próf. Hannesson hafi og stungið upp á því, er hann um þessar mundir var á ferð í Keflavík, að Helgi skipti um bústaði við Pál Kolka, praktiserandi lækni í Vestmanna- eyjum, en því hafi hann einnig neitað þegar í stað. Kveðst Helgi hafa álitið hvorttvegg’ja tiíraunir til þess að fá sig burt úr hérað- inu. Bjarni Snæbjömsson kvað og það hafa komið til tals, en ekki í framkvæmd, með læknum, að Reykjavíkur- og Hafnarfj arðar- læknar vitjuðu að einhverju leyti sjúklinga í Keflavíkurhéraði til aðstoðar Helga Guðmundssyni 1 því skyni að héraðslæknirinn (Kaldalóns) kæmist í sem minnst kynni (contact) við fólkið í hér- aðinu. í fyrnefndu desemberblaði Læknablaðsins er brýnt fyrir læknum, að gæta þess að „allar umsóknir um embætti og stöður sendist Læknafél. íslands“ og mælst til þess, að læknar taki ekki við setningu í embætti án þess að ráðfæra sig við félags- stjórnina. Af því, sem að framan gi’einir, er það Ijóst, að Læknafélagið hef- ir gert ákveðna tilraun til þess að taka til fullnustu í sínar hendur ákvörðunarréttinn um það, hverj- ir hljóti héraðslæknisembætti hér á landi, þ. e. hið raunverulega (faktiska) vald í því efni. Til þess að ná tilgangi þessum hefir það beitt flestum eða öllum þeim viðurlögum, er í þess valdi stóðu. Og það hefir tilkynnt að læknum beri í framtíðinni að senda því umsóknir sínar um embætti. í stjórnarskránni er veitingar- vald embætta þessara lagt til kon- ungs og eru þau — sem önnur embætti, er konungur veitir — samkvæmt lögum og löghelgaðri venju, er tíðkast í öllum þingræð- islöndum, auglýst til umsóknar af ráðherra, er tekur við umsóknum og gerir síðan tillögu til konungs um veitingu embættisins. Fram- angreind samtök lækna ganga hinsvegar í þá átt, að ráðherrann skuli ekki eiga kost á að taka við, né velja úr, umsóknum, sérstak- lega þegar svo er, að aðeins ein umsókn er til hans send. Eftir verður af valdi hans það eitt, að gera tillögu til konungs um það, að embættið skuli veitt umsækj- anda þeim, er embættanefndin hefir útnefnt úr hópi þeirra, er til hennar hafa sent umsóknir. Ef aðrar embættismannastéttir sigldu í sama kjölfarið yrði með þessu móti allt veitingarvald kon- ungs og tillöguréttur ráðherra í reyndinni nafnið eitt illusoriskt). Er vart ætlandi, að óreyndu máli, að rikisvaldið hafi ekki tryggt rétt sinn betur en svo, að unnt sé að ganga fram hjá því á þenn- an hátt, enda er veitingavaldið að sjálfsögðu vemdað á sama hátt og annað opinbert vald. Því hefir verið haldið fram af próf. G. H. (júlí—ágústblað Læknabl. 1929, bls. 93), að em- bættanefndin væri neyðarúrræði meðan það ástand héldizt, sem nú er. En varði verknaður lækn- anna við lög á annað borð, helgar sá tilgangur ekki meðalið, sbr. 43. gr. hegn.l., enda myndi sú af- sökun að jafnaði verða til staðar ef árekstur(collision) verður milli stéttarfélags embættismanna og lögskipaðs ríkisvalds. Ég vil að síðustu sérstak- lega vekja athygli á því, að sérstök „institution“ hefir verið sett á laggimar til þess að taka við og velja úr öllum umsóknum um læknahéruð, að hún, (nefnd- in) hefir tekið í sínar hendur umsóknir, stílaðar til konungs og að hún hefir auglýst að læknum beri að senda henni umsóknir sín- ar í framtíðinni, 0g loks að við- urlögum læknafélagsins hefir verið beitt gegn lækni (Kalda- lóns), er aldrei hefir samþykkt embættisnefndina né valdsvið hexmar. Viðvíkjandi nefndinni og fram-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.