Tíminn - 26.03.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.03.1930, Blaðsíða 2
56 TÍMINN angreindum tilgangi hennar, má og athuga heimild þá, er umget- ur í 69. gr. stjórnarskrárinnar um uppleysing ólögmæts félags- skapar. Þegar ég tókst á hendur rann- sókn máls þessa og meðan á henni hefir staðið, hefi eg eink- um haft fyrir augum 108. gr. hinna alm. hegningarlaga. („Hver sem tekur sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hefir, og sem þeir einir geta beitt, sem hafa eitthvert opinbert embætti, sýsl- un, eða umboð á hendi, skal sæta sektum eða einföldu fangelsi alt 'að einu ári, ef verk hans er ekki svo vaxið, að til þyngri hegn- ingar sé unnið“). Þegar skýra skal grein þessa, sérstaklega það, yfir hvaða svið hún nær, verður sem jafnan, er eins stendur á, að taka annars- vegar tiliit til nauðsynlegs at- hafnafrelsis einstaklinga þjóðfé- lagsins og hinsvegar til þeirra iiagsmuna í þessu tilfelli rík- isvaldsins, er þjóðfélagið vill vernda og athafnafrelsið tak- marka. Vil eg í þessu sambandi leyfa mér að benda á skýríngar fyrv. prófessors í refsirétti við Kaupmannahafnarháskóla, C. Goos, á greininni. Er bók sú, er skýringin er í (Den danske Strafferets specielle Del, Tredje Del, Kbh. 1896, sjá bls. 77—79), kennd bæði hér við háskólann og Kaupmannahafnarháskóla (108. gr. ísl. hegn.l. er samhljóða 107. gr. dönsku hegn.l.). Goos getur þess fyrst, að grein- in eigi við það, er óviðkomandi (uberettigede) taki í sínar hend- ur hina raunverulegu (faktisku) framkvæmd valds, er embættis- manni sé ætlað að framkvæma, því að embættisvaldið sjálft (í þessu tilfelli sjálfa skipun em- bættismannsins) geti enginn ó- viðkomandi tekið til sín svo gilt sé að lögum. („ „Myndigheden“, som en Beföjelse, Retsordenen giver, kan i denne Forstand slet ikke ensidig tilegnes af nogen Uberettiget ligesaa lidt som Ejendoms retten over en Ting. Kun den faktiske Udövelse af Ejerraadigheden kan tilegnes ... Paa samme Maade kan ogsaa kun den faktiske Udövelse af óffent- lige Iiandlinger tilegnes"). Þá tel- ur Goos það og skilyrði fyrír því, að greininni sé beitt, að sá, sem tekur sér valdið, hafi það fyrir augum að halda því fram- vegis („udöver den (Handlingen) med Prætension paa vedblivende Udövelse, som om han havde Ret til en saadan“). Loks segir Goos, að valdtakan samkvæmt grein- inni sé ekki bundin við það, að sá, sem fremur hana, komi fram sem embættismaður, er valdið hafi að lögum, eða látist vera það. Nái greinin því einnig til þeirra, er án nokkurra blekkinga taki hið raunverulega vald í sínar hendur. („Men ligesaa vel som Tilegnelse af Gods ikke mindre kan finde Sted aabenlyst end hemmeligt, jfr. f. Eks. Begreb- erne Ran og Tyverí, og uden nog- ensomhelst Sandhedsforvanskn- ing . .. saaledes vilde det være urimeligt her at forlange For- dölgelse eller Sandhedsforvanskn- ing som nödvendig til Tilegnels- en. Tilegnelsen foreligger ogsaa, naar Vedkommende, uden at ud- give sig for Indehaver af den offentlige Myndighed, udöver Handiingen med Prætension paa at have Ret og' altsaa Villie til varig Udövelse, navnlig fordi det ikke skulde være forbeholdt of- fentlige Embeds — eller Bestil- lingsmænd eller Ombud at udöve den“*). Niðurstaðan af skýringum Goos, sem hér skiftir máli, verð- ur því sú, að greinin eigi við að óviðkomandi taki (geri til- í aun til að taka) í sínar hendur hið raunverulega (faktiska) vald,er lagt sé til embættismanna, að vald- takan sé gerð með það fyrir aug- um, að halda því framvegis, og að ekki sé skilyrði að sá, sem valdið tekur „gefi sig út fyrir“ embættismann eða beiti blekking- um í þá átt, heldur taki til þess að framkvæma hið raunverulega vald, sem lagt er til embættis- manna, eins og" hann hefði rétt til þess. Meðan- á rannsókn málsins stóð geiðist sá atburður, sem nú er kunnur orðinn: heimför dr. Helga Tómassonar til dómsmálaráðherra að kvöldi hins 19. febr. s. 1. I grein í Morgunblaðinu hinn 28. febr., með fyrírsögninni „At- hugasemdir við opið bréf dóms- málaráðherra", getur dr. Helgi þess, að förin eigi rót sína að rekja til samtals hans við nokkra lækna, skömmu áður, sbr. orð dr. Helga í greininni: „Nýlega vor- um við (þ. e. Helgi og nokkrir læknar) saman komnir vegna sér- stakra ástæðna og barst það þá í tal hvort ekki væri orðinn á- byrgðarhluti fyrir okkur, að þegja lengur um grun okkar“. Og síðar í sömu grein: „Rétt á eftir ræddum við þetta mál aft- ur nokkrir saman og komumst *) Undirstrikað hér. þá að þeirri niðurstöðu, að okk- ur bæri skylda til að gera réttum aðstandendum aðvart“. Þar eð rannsóknin var þá ný- lega byrjuð, en eg hafði rök- studdan grun um það, að læknar þeir sumir, er dr. Helgi vitnar til að verið hafi með sér í ráðum, séu hinir sömu og þeir, er fremst hafa staðið í læknaveitingamál- inu og jafnvel þeir, er þá höfðu nýlega ,mætt hjá mér fyrir rétti, þá taldi eg ekki ólíklegt, að sam- band nokkuð kynni að vera milli heimfararinnar og rannsóknar- innar. Á hið sama benti og tími sá er valinn var til heimfarar- innar og hversu henni var hrað- að, þrátt fyrir veikindi ráðherr- ans. Tók eg því vitnaskýrslu af ráðherranum og frú hans um það, hvað í för þeirri hefði gerst. Kom þar. ekki annað fram en það, sem áður var opinbert af blaða- greinum: að dr. Helgi kom án þess að hann væri kvaddur eða um það beðinn, enda hafði dóms- málaráðherrann aldrei verið und- ir hans hendi sem læknis, að hann gaf ekki upp ákveðið erindi við dómsmálaráðherra og skildi við hann án þess að deilur risu þeirra á milli, að hann, á útleið, tilkynnti frúnni, að ráðherrann væri geðbilaður eða geðveikur og að frúin tilkynnti ráðherranum þetta ekki fyrri en tveimur dög- um síðar, enda kvaðst hún hafa orðið allmikið lömuð við tilkynn- inguna, sem meðal annars hafi komið fram í' pví, að hún hafi lítt sem ekkert sofið næstu tvær nætur. Er eg síðar kallaði dr. Helga fyrir rétt og tók af honum skýrslu viðvíkjandi afskiftum hans af læknamálinu, krafði eg hann sagna um heimförina, en hann kvaðst neita að svara öllum spurningum, er snertu það mál, og kvað sér ekki vera það skylt, þar eð það væri embættismálinu óviðkomandi. Benti eg honum á að dómarinn ákvæði hvaða spum- ingar væru málinu viðkomandi og að honum væri skylt að svara og gat þess hvaða úrræðum væri unnt að beita, ef hann svaraði ekki. Neitaði hann engu að síður og kvaðst þurfa að tala við mála- flutningsmann. Þótti mér, eins og sakir stóðu, ekki ástæða til þess að beita lögleyfðum meðul- um til þess að þvinga fram svör við spumingunum. Síðar hefir mér borist bréf frá dr. Helga, þar sem hann býðst til þess að mæta og skýra frá heimförinni, ef eg kveði upp úr- skurð. Því bréfi hefi eg ekki svarað, enda þekki eg þess ekki dæmi að menn, er yfirheyra skal í opinberu máli, standi í bréfa- skriftum við rannsóknardómar- ann um það, hvenær þeim þókn- ist að mæta og með hvaða skil- yrðum þeir skuli svara, eftir að þeir hafa ráðfært sig við mála- flutningsmenn um væntanlegan framburð sinn. Legg eg svo undir úrskurð ráðuneytisins hvað frekar verður gert í máli þessu. Reykjavík, 23. marz 1930. Þórður Eyjólfsson. Til dómsmálaráðuneytisins. Halldór Guttormsson á Arnheiðarstöðum. Hinn 19. febr. s. 1. andaðist bú- fræðingur og fyrrum bóndi Halldór Guttormsson að Arnheiðarstöðum í Fljótsdal. Hann var föðuibi'óðir Sölva hreppstjóra a Arnheiðarstöð- um og Guttorms alþm. í Geitagerði og þeirra systkina, sonur Guttorms stud. og alþm. á Amixeiðai'Stöðum af siðara hjónabandi. — Halldór var fæddur 1854 og var því halfátt ræður er hann létzt. Um tvítugsaldur sigldi Halidór til Nóx-egs til búíræðináms og narn bú- fræði á búnaðarskólanum á Steini (Stend) í liópi þeirra íslendinga Guttörms alþm. í Geitagerði, Hall- dórs bónda á Hafursá, Páls bónda á llalldófsstöðum og Franklíns Guð- mundssonar, er þar voru við bú- fræðinám árin 1874—1876. Að loknu búfræðinámi stundaði Halldórs búskap um nokkur ár, fyrst á Kolsstöðum og síðar að Strönd á Fljótsdalsliéraði. þegai' han lét af búskap lluttist hann að Arnheiðar- s*öðum, og átti þar heimili þaðan af. Eftir að Halldór kom að Arnheiðar- stöðum stundaði hann nær eingöngu smíðar allskonar, liúsasmíðar, hús- gagnasmiðar, málmsmíðar og hvers- konar tegundar smíðar. Var hann nær jafnvígur á allt smíði, og þjóð- hagi, þótt hann væri ekki lærður smiður. Halldór var áhugamaður og kapp- samur um framfara og umbótamál á öllum sviðum og fylgdi hann þeim með áhuga og kappi hins framgjarna æskumanns allt fram á síðustu ár. Hann var skapmaður og óvæginn við andstæðinga sína í skoðunum og á orðaþingi, en að hinu leytinu prúður og iiugþekkur í framgöngu og við- móti, vinsæll maður og vel metinn livervetna þar sem liann var. Halldór kvæntist eigi, en átti eina dóttur, frú Margréti konu þorleifs Eyjólfssonar húsgerðarmeistara. Minning lians mun lengi lifa á meðal vina og ættingja. 3. marz 1930. H. St. Eftir Sigurð Sigurðsson búnaðarmálast j óra. Árið 1923 voru jarðræktarlögin samþykkt á Alþingi. Ekkert sem gjört hefir verið íslenzkum bún- aði til veiðreisnar hefir haft eins víðtæk og þýðingarmikil áhrif á ræktunarmál vor, sem jarðræktar- lögin. Áhrif þeirra færast smátt og smátt næstum inn á hvert ein- asta býli á landinu. Allir þeir, sem hreyfa legg eða lið til að rækta fósturjörðina geta orðið þeirra hlunninda aðnjótandi, sem jarðræktarlögin veita. Þetta er almennt viðurkennt og þess vegna fjölgar þeim nú óðum, sem að jarðabótum vinna, bæði í sveitum og kringum þorp og bæi. Margir gjörast nú mjög stórvirk- ir. Það eru brautryðjendur rækt- unarmálanna, sem með miklum framkvæmdum sýna hverjir möguleikar séu fyrir höndum og hverj ar ræktunaraðferðir henti hér bezt. Áhuginn fyrir ræktunar- málunum hefir aldrei verið meiri en nú. Sú alda er hófst um 1923 fer sí og æ hækkandi og á von- andi eftir að hækka mikið enn. Þetta sést ljósast af nokkrum töl- um úr landshagsskýrslunum. Tala starfandi búnaðarfélaga var: 1923 .. . 115 1924 .. . 169 1925 .. . 176 1926 .. . 196 1927 .. . 204 1928 .. . 214 Fjölgunin sýnir að búnaðar- félagsskapurinn hefir mjög eflst þessi árin. Nú eru komin bún- aðarfélög í nær sveit á landinu. hverja einustu Jarðabótamenn. ir verið: Tala þeirra hef- 1923 .. . . 1997 1924 .. . . 2380 1925 .. . . 2797 1926 .. . . 3365 1927 .. . . 3939 1928 .. . . 5249 Samkvæmt jarðamatinu 1922 var tala býla á landinu 6430, en 1928 eru framteljendur taldir 12051. Margii' framteljendur eiga því enn eftir að leggja ’nönd á plóginn, en þeim fjölgar nú óð- um, og innan skamms væntum vér, að fleiri taki til starfa. Eftir Jónas Þorbergsson. -----— Nl. III. Alþýðuflokkurinn íslenzki er um uppruna og þjóðmálastefnu liliðstæður hægfara jafnaðar- mönnum í nágrannalöndunum. Þegar atvinnubyltingin hófst í landinu og stórútgerðin færðist í aukana fjölgaði öreigunum á mölinni, sem urðu gersamlega háðir stóratvinnurekendum, áttu sjálfir engin atvinnutæki og urðu að hlíta þeim úrræðum, er buð- ust frá hendi atvinnurekenda. En nú er það ófrávíkjanleg stefna allrar stóriðju að lækka tilkostnað sinn á öllum sviðum og kemur hún ekki sízt fram í viðleitni til þess að halda niðri verkkaupinu. Aftur á móti er það viðleitni allra manna, að bæta lífskjör sín eftir föngum. Hófust því snemma samtök íslenzkra verkamanna, að hætti stéttarbræðra þeirra í öðr- um löndum, um að gera kaup- skrúfur og beita valdi samtak- anna gegn atvinnurekendunum. — Þannig hófst kaupgjaldsstreit- an, sem hefir síðan geysað fram á þennan dag með sískiftilegu styrjaldargengi aðilanna, þar sem hafa skifst á verkbönn og' verkföll, stundarsigrar og ósigr- ar, en sem hefir, þegar allt kem- ur til alls, bakað aðilum tog- streitunnar og allri þjóðinni tjón með truflun atvinnurekstursins. Ilin yfirlýsta þjóðmálastefna jafnaðarmanna virðist í höfuð- dráttum vera fólgin í orðinu „þjóðnýting“. Hinsvegar eru um- mæli þeirra um þjóðnýtingar- stefnuna nokkuð loðin og liggur eigi ljóst fyrir, hversu víðtæka þjóðnýtingu þeir heimta. Þó má telja víst, að þeir krefjist þjóð- nýtingar togaraflotans og ann- arar stóriðju af líku tæi. I-Iöfuðdrættirnir í stefnu jafn- aðarmanna eru þá þeir, að fá með löggjafarumbótum til leiðar komið þeirri breytingu, að ríkið taki í sínar hendur og reki á eigin ábyrgð stóratvinnutæki landsins og að verkamönnum verði með þeim hætti tryggð þau lífskjör, sem þeir séu réttbornir til, eins og aðrir menn. IV. Framsóknarflokkurinn íslenzki á frumrætur sínar í verzlunar- samtökum bænda, sem eru nú orðin um hálfrar aldar göm- ul. Eftir að einokun Dana var að fullu hrundið, ríkti hér ein- völd í landi hin versta kúgunar- stefna í verzlunarefnum, sel- stöðuverzlun Dana, réttborinn af- springur einokunarinnar. — Selstöðukaupmennimir voru al- gerlega einráðir um vöruverð bæði á aðfluttri vöru og fram- leiðsluvöru landsmanna. Allur al- menningur var hnepptur í skuldafjötra, átti líf sitt og mat- björg komna undir náð drambs- fullra fjárdrottna í öðru landi. Þarf eigi að orðlengja það, að á þessu tímabili varð engin viðrétt- ing á hag þjóðarinnar og al- mennum framförum, heldur var soginn úr þjóðinni allur lífs- máttur, sjálfsvii'ðing hennai’ hnekkt, viðleitni hennar til sjálfsbjargar drepin niður og hún smánuð, hiakin og kúguð af okr- urunum dönsku og búðarlokum þeirra. Á þessu tímabili risu bændur landsins af knjám frá búðarborði okraranna og hófu sjálfsvarnar- og sjálfsbjargarsamtök. Gerðist þá í dögun nýri'ar aldar, einn hinn merkasti þáttur í menning- arsögu landsins fyr og síðar. Beindust samtökin í öndverðu í þá átt, að hnekkja okurvaldi kaupmanna og rísa gegn þeirri smán og þjáningum, sem þjóð- inni höfðu verið bakaðar öldum saman af lítilmótlegum fépúkum. Spruttu þá upp kaupfélög lands- ins, er hafa síðan þróast hægt og hægt, unnið stórvirki í bættn verzlun, bættum og auknum framleiðsluháttum og aukinrn vöruvöndun. Eins og hvarvetna annarsstaðar hefir viðleitnin beinst fyrst að umbótum á verzl- unarsviðinu. En nú þegar er hún tekin að beinast að sjálfum at- vinnubrögðunum og framleiðslu- háttum bænda og sjómanna. Enda er á því sviði næstum því allt óunnið, sem vinna þaiT, til var- anlegrar og réttláti’ar úrlausnar á mesta vandamáli nútímans, verkamálunum. Framsóknai’flokkui’inn setur samvinnustefnuna sem þjóðmála- stefnu efst á stefnuskrá sína. Samvinnustefnan viðurkennir ein- staklingsframtakið sem frumhvöt í eðli manna, sem ekki verði hnekkt með lagasetningum. En hún vill reisa rammar skorður gegn yfirtroðslum samkeppninn- ar og okurtökum auðvaldshring- anna og fjárdrottna veraldarinn- ar. Ilöfuðstefna flokksins er að styðja að atvinnusjálfstæði borg- aranna til sjávar og sveita þann- ig, að upp rísi öflugar félagsfylk- ingar sjálfbjarga manna, sem standi saman og styðji hverjir aðra í atvinnúreksti-i og verzlun og að hver beri úr býtum réttan skerf eftir atorku og manntaki, en heldur ekki meira. Þjóðmálaviðleitni Framsóknar- flokksins hefir nú um stund vei’- ið beint mjög í þá átt, að varna hruni sveitanna og hefja nýja ji sókn í ræktun, húsabyggingum, j' auknu landnámi, stofnun alþýðu- skóla og mörgu fleiru. Atvinnu- byltingin í landinu hafði ein- ■ göngu beinst að stórfelldum um- i bótum í sjávarútgerð, stóraukn- um veiðibrögðum og vexti bæj- anna, sem þeim hlaut að verða samfara. — Þessar miklu athafn- ir sugu til sín alt veltuféð og drógu til mikils misvægis í at- vinnuvegum landsins, þar sem | landbúnaðui’inn stóð í stað, en ! sveitirnar tæmdust af hinni lif- ; andi orku við burtstreymi unga ! fólksins, er tekið hafði þroska 1 sinn af uppeldi sveitanna, en, hvarf nú til sjávarins í leit að atvinnu- og eigin heimilum. Nábúaflokkar Framsóknar halda því sífellt fram, að honum séu bæjarmálefni Reykjavíkur og þá væntanlega allra annara bæja ó- i viðkomandi. Slíkar firrur eru reyndar stórfurðulegai’. Eða hvi skyldi þeim flokki, sem fer með völdin í landinu, vera nokkurt þjóðmál óviðkomandi? Því síður gæti slíkt komið til mála, sem flokkurinn hefir almenna þrosk-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.