Tíminn - 29.03.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 29.03.1930, Blaðsíða 1
©íaíbfcr! o$ afgrd6sluma&ur CEimaní tt Hannocig þ o r s 11 i n $ 6 ó 11 i r, Sambantefyteimi Srffjapit XIV. hc. Trúin á landið I síðasta tbl. Tímans birtist skýrsla Búnaðarfélagsins inn unn- ai' j arðræktarf ramkvæmdir í iandinu árið 1928 (mældar 1929) og styrk þann, sem ríkið hefir veitt til þessara framkvæmda, samkvæmt jarðræktaifögunum. Jafnframt skýrslunni birti Tím- inn samanburð, sem Sigurður Sig- urðsson búnaðai'málastjóri hefir gjört á jarðræktai’framkvæmd- um einstakra héraða og landsins í heild árin 1924—28, síðan jarð- ræktai-lögin gengu í gildi. Jarðabótastyrkurinn fyrir árið 1928 er fiitun himdruð og þrettán þúsundir króna, og er meiri nú en nokkru sinni áður — nál. 140 þús. kr. hærri en styrkurinn 1927. Til túnræktar og garðræktar hafa íslenzkir bændur fengið úr ríkissjóði nál. 430 þús., og til þess að byggja áburðai-hús nál. 80 þús. kr. á árinu 1928. Á þeim fimm árum, sem hðin eru, síðan ríkið fór að styrkja jarðabætur eftir jarðræktarlögun" um frá 1923, nemur styrkurinn alls fast að hálfri annarí miljón lcróna. Helmingur þeh-rar upp- hæðar er greiddur fyrir árin 1927 og 1928. í einu héraði, Þingeyjarsýslu, hafa bændurnir gjört 11 sinnum meiri jarðabætur árið 1928 held- ur en þeir gjörðu árið 1924. 1 öllum héröðum landsins hafa j arðabæturnar stórlega aukizt, minnst tvöfaldast. Alls hafa í landinu verið gjörðar 7 sinnum meiri jarðabætur árið 1928 held- ur en árið 1924. Þetta eru talandi tölur. íslenzku bændumir eru sjö sinnum athafnameiri í því að bæta jarðir sínar nú en þeir voru fyrir hálfum áratug. Hvað veldur? Ekkert annað en það, að mál- staður bændanna hefir nú loksins fengið áheyrn hjá þeim, sem ráða í landinu, ekkert annað en það, að augu meirahluta þjóðarinnar hafa opnast fyrir því að landið þarf að batna. Ríkið hefir lagt fram fé í rækt- un landsins, og á þann hátt tekið þátt í ræktunarkostnaði bænd- anna og örfað þá til framkvæmda. - Ríkið hefir gjört bændunum kleift að nota tilbúinn áburð, með því að koma á hagkvæmum innkaupum, sem lækkað hafa verð áburðarins um þriðjung. Ríkið hefir styrkt bænduma til verkfæra- og vélakaupa, og gjört þeim á þann hátt mögulegt að beita nýtízku vinnuaðferðum við jarðræktina. Bændurnir hafa fengið sína eigin peningastofnun. Og bændurnir hafa fengið sína eigin landsstjóm. Bændurnir ráða atkvæðum stærsta stjóm- málaflokksins á Alþingi. Vöxtur landbúnaðarframkvæmdanna á fyrst og fremst rót sína að rekja til þess, að vald bændanna yfir löggjöfinni hefir farið vaxandi. En það, sem mest er um vert og greinilegast kemur fram í hinum mikla jarðræktaráhuga, er það, að trúin á landið fer vax- andi. Trúin á landið, trúin á mátt ís- lenzkrar moldar til þess að skapa menningarþjóð lífsskilyrði, er það, sem úr sker um framtíð ís- lenzks landbúnaðar. Svo framar- Clmans er < Sambanbsþústnu. (Dpin baðlega 9—\2 f. 4. Shnt ^9«. lega, sem þjóðin trúir því, að landbúnaðurinn geti borið sig í samkeppni við önnur störf, er at- vinnuvegur bændanna tryggður. En sú trú getur ekki haldizt nema því aðeins, að landbúnað- urinn fái að reyna sig, að bænd- unum sé veitt aðstaða til þess, að reka búskap með nýtízku sniði, á sama hátt og sjávarútvegurinn er nú rekinn og hefir verið rek- inn í tvo áratugi. Fyrir tíu árum steðjaði að ís- lenzku þjóðinni sá regin voði, að bændurnir sjálfir voru að glata trúnni á landið. öllu því erlenda veltufé, sem inn í landið kom, hafði þá verið veitt í sjávarút- veginn. Útgerðarmennimir höfðu notað þessa erlendu peninga, til að kaupa gufu- og mótorskip í stað árabáta og nýtízku veiðitæki í stað handfæranna. Það sýndi sig, að fiskimiðin íslenzku gáfu í'íkulegan arð. Þá tók þjóðin nýja trú, trúna á sjóinn, sem í ýmsum tilfellum varð oftrú. Búskapur- inn, sem rekinn var með þúsund ára gömlum aðferðum, gat ekki gefið eins mikinn arð og hinn nýi atvinnuvegur. Þá kom upp van- trúin á landbúnaðinum, vantrúin á landið. Sú vantrú var á röng- um rökum byggð. Hún var sleggjudómur yfir atvinnuvegi, sem ekki gat neytt sín vegna fjárskorts. Villan var álíka og ef borin væru saman verk manns, sem hefir aðra hendina bundna á bak aftur, við verk annars manns, sem hefir báðar hendur lausar. Þar, sem nægilegt fjánnagn hefir verið fyrir hendi, t. d. á Korpúlfsstöðum í Mosfellssveit, hefir reynslan sýnt, að íslenzka mýrajörðin er miklu frjósamari en menn yfirleitt hefir grunað. Bændastéttin verður að stefna að því, og það verður að komast í kring sem allra fyrst, að hægt verði að afla allra heyja handa íslenzkum búpeningi á ræktuðu landi, túnum eða flæðiengjum. Því takmarki verður náð á tvennan hátt jafnhliða: Með því að brjóta óræktað land og með því að auka eftirtekjuna af því ræktarlandi, sem nú þegar er til. Það mun láta nærri, að hver hektari (3 dagsl.) í íslenzku túmmurn, eins og þau eru nú, gefi af sér 38 hesta að meðaltali á ári. Væru túnin hins- vegar öll slétt og fengju nægileg- an og hentugan áburð mun óhætt að áætla 50 hesta af hektara að meðaltali. Má af því ráða, hversu brýn nauðsyn er á að bæta úr áburðarþörfinni og hvílíka geysi þýðingu hentug innkaup á tilbún- um áburði hafa fyrir landbúnað- inn. Islenzka þjóðin verður að gjöra sér það ljóst, enda virðist hún vera að komast í skilning um það nú á síðustu árum, að bændastétt, sem býr á óræktuðu landi, getur ekki veitt sér þau lífsskilyrði, sem menningarþjóðir gjöra kröfur tll á tuttugustu öldinni. Eftir kosningarnar 1927 tók sá stjórnmálaflokkur við völdum á íslandi, sem byggir stefnu sína og starf á triinni á landið. Síðan -hefir landstjórn og meiri- hluti Alþingis gjört allt, sem hægt var til að útbreiða þá trú. Síðan hefir jarðabótamönnum á Islandi fjölgað um þriðjung. Og skýrslan um jarðabóta- styrkinn sýnir það, að þessi trú er að verða almenn í sveitum landsins. Reykjavík, 29. marz 1930. „Sérfrædin“ á ICJLeppi Morgnubl. og Vísir hafa undan- j iai'ið leitast við að verja málstað ; kviksetningannannanna á Kleppi gegn vaxandi ofurmagni almennr- ar andúðar og fyrh'htningar á stærsta hneyksli í stjórnmálasögu viðreisnartímabilsins. Og eina málsvörnin, sem þessi ringluðu og sektarhlöðnu áeggjimarfífl hafa fram að bera, er sú, að dæmalaust illmæli og níðingsverk Helga Tóm- assonar á heimili dómsmálaráð- herra sé framið í nafni sérfræð- innar. „Sérfræðin" er, í þeirra málsreifun, það dómsorð, sem enginn skyldi dirfast að andmæla, Þar ber ekki að krefjast fleiri vitna! Nú er það vitanlegt, að „sér- fræði“ er hugtak eitt, en enginn óskeikull veruleiki. Þessvegna getur hún ekki orðið við neinum ákveðnum kröfum. Eru og til þess ljós og fjölmörg dæmi, að hún bregzt vonum manna og niður- stöðum reynslunnar. Enda er sér- fræðin í sjálfu sér ekki annað en leit að ákveðnum sannleika, sem er í fæstum efnum kannaður til hlítar. Þegar nú svo er háttað um sér- fræði almennt talað, hvað verður þá um „sérfræði“ svonefndra „ sálsý kisf ræðinga* ‘ á Kleppi? Helgi Tómasson og Þórður Sveins- son hafa nýlega haldið því fram, í nafni sérfræðinnar, að dóms- inálaráðherrann væri geðveikur. Reyndar hefir sjálfur fiugumað- urinn, Helgi Tómasson, fallið frá þeirri staðhæfingu, og talið þetta vera aðeins g r u n þeirra „sér- fræðinganna“! Nú er það alveg víst, að þessi atburður er einstæður í sögu ís- lenzkra stjórnmála. Að almennu mati skipar hann samskonai’ sess í atburðum þessarar aldar,eins og heimsókn Vatnsfirðinga að Sauða- felli á Sturlungaöld, þar sem veg- ið var að konum og bömum. Það er því ekki ástæðulaust að gera lítilsháttar athuganir um „sér- fræðina“, sem stendur að baki þessu dæmalausa níðingsverki þeirra félaga á Kleppi. Þórður Sveinsson hefir um langt skeið verið einn svonefndur geðveikralæknir á Islandi. Skiln- ingur hans á geðveikinni og lækn- ingatilraunir er hvorttveggja reist á þeim „vísinda“-grundvelli, að öll geðveiki stafi af því, að sjúklingamir séu haldnir (besat) af illum öndum. Lækningaaðferð- ir hans þær, sem nefndar verða því nafni, hafa því hnigið í þá átt, að gera líkama sjúki- inganna óhæfilegan bú- stað fyrir djÖfla með margvíslegum pyndingum, eins og fáheyrilegum sveltum, kaffæring- um, rafmagnspínslum o. fl. Fer það orð af þessum lækni, að hann hafi með sveltum sínum teflt miklu djarfara en góðu hófi gegndi. Fyrir nokkrum árum hóf einn fyrverandi sjúklingm’ árás á hendur Þórði Sveinssyni fyrir ósæmilega framkomu gagnvart sjúklingum á Kleppi. Var vöm hans sú, að boða til almenns fyrirlestrar í Nýja bíó í Reykja- vík um vatnslækningar! Árásun- um svaraði hann engu. Hefir nú hér verið lýst „sér- fræði“ Þórðar Sveinssonar. Nú víkur sögunni að Helga Sendisveit Bandarikjanna Bandaríkin í Norður-Ameríku senda hingað í vor fimm fulltrúa, sem verða gestir íslenzku þjóð- arinnar á Alþingishátíðiimi. Hef- ir dr. Rögnvaldur Pétursson, sem Peter Norbeck. nýkominn er hingað til lands, góðfúslega gefið Tímanum eftir- farandi upplýsingar um sendi- sveitina. Foimaður sendisveitaiinnar er Peter Norbeck öldungadeildar- maður frá Suður-Dakota. Nor- beek er fæddur í Dakota 27. á- gúst 1870, af sænskum og norsk- um ættum. Missti föður sinn 7 ára gamall, en ólzt upp í ný- byggðinni nálægt Redfield í S. Dak., átti við þröngan kost að búa og brautzt fram til mennta af eigin ramleik. Átján ára gam- all innritaðist haim í ríkisháskól- ann í S. Dak. og lagði síðan stund á brunnbomn og veitir for- stöðu stóru félagi, sem það stai’f hefir með höndum. En svo hagar til á stóru svæði um þessar slóð- ir, að neyzluvatns verður að leita djúpt í jörðu og eigi fáan- legt að öðrum kosti. Hefir Nor- beck sagt í gamni, að hann hafi grafið fleiri brunna en nokkur maður annaj’ í veröldinni; mun tala þeirra bmmna, sem hann hef- ir látið grafa nema nál. 40 þús. — Kvæntur er hann norskri Tómassyni. Mælt er að hann líti á orsakir geðveikinnar mjög á annan veg en Þórður Sveinsson og telji veikina sprotna af líkam- legum orsökum einvörðungu. Jafnvel fer orð af því, að hann telji þá menn ekki með öllum mjalla, sem hafa trú á sambandi við annan heim. Um það skal þó ósagt látið. Vísindaniðurstaða hans um líkamlegar orsakir geð- veiki er nægilega ótviræð mót- setning við niðurstöðu Þórðar Sveinssonar. Eins og að líkindum lætur hafa þessir tveir „sérfræðingar" djúpa fyrirlitningu hvor á annars „sér- fræði“. Mun eigi fjarri að ætla, að þeir hefðu, til skamms tíma, verið fáanlegir til, að gefa hvor öðrum geðveikisvottorð! Eigi að síður hefir sameiginlegt hatur þessara manna á dómsmálaráð- herranum, stutt og uppæst af samtökum og valdránstilburðum læknaklíkunnar, orkað því,að þeir hafa tekið höndum saman til þess illvirkis, sem kunnugt er orðið. Hvað segir nú heilbrigð skyn- semi um slíka „sérfræði“? Þórð- 16. blað. prestsdóttur. I 12 ár átti Norbeck sæti í öldungadeild ríkisþingsins í S.-Dak., en varð síðar ríkisstjóri í sama ríki. Árið 1920 varð hanri fulltrúi S.-Dak. á Sambandsþingi Bandaríkjanna*). Árið 1924 átti hann sæti í lagafrumvarpanefnd á allsherjarflokksþingi Republik- ana-flokksins, sem haldið var í Cleveland í Ohio. Einnig sat hann á flokksþinginu 1928, þegar Hoov- er var kjörinn forsetaefni. Telur hann sig til þess hluta Republik- ana, sem nefnir sig Framsóknar- flokk (Progressive) og á stuðn- ing sinn hjá bændum. Á hann miklu fylgi að fagna í átthögum sínum og hlaut t. d. við síðustu kosningar nærri helmingi fleiri atkvæði en sá frambjóðandi, sem næst komst. — Norbeck telur mjög til frænd- semi við Norðurlandabúa, talar norsku og sænsku prýðilega og hefir kynnt sér íslenzku talsvert. Olger B. Burtness, annar full- trúinn í sendisveitinni, er einnig Olger B. Burtness. Norðurlandabúi að ætt, fæddur í Grand Forks County í Norður- Dak. 14. marz 1884. Eru foreldr- ar hans báðir af norskum ættum. Kom faðir hans vestur 1865, þá unglingur, en móðir hans er fædd í Bandaríkjunum. Voru for- *) Hvert ríki velur 2 fulltrúa í öldungadeild Sambandsþingsins, en neðri deildin er lcosin eftir kjördæma- skipun, sem miðuð er við fólksfjölda alls landsins. ur Sveinsson og Helgi Tómasaon eru réttnefndir andfætlingar um grundvöllinn undir „sérfræði“ sinni. Þeir virðast báðir haldnir af fráleitum öfgum og vísinda- hroka. Og þó að þeir byggi þann- ig á gersamlega gagnstæðum niðurstöðum, þykjast þeir báðir vera sérfræðingai’, færir til þess að dæma menn frá vitinu, hvenær sem þeim býður við að horfa! Og forráðamenn Mbl. og Vísis telja að dómur þessara manna sé goðsögn; „sérfræði“ þeirra óyggj- andi! En er unnt að hugsa sér að „sérfræði" komist í heimskulegri ógöngur en orðið er í þessu máli. Almenningur sér í gegnum yfir- skyn vísindanna. Ósamhljóða menn um meginniðurstöður i vís- indagrein sinni verða ekki ein- ungis hlægilegir heldur fyrirlit- legir er þeir freista þess, í nafni vísinda og sérfræði, að búa and- stæðingi sínum gröf, til þess að ryðja honum úr vegi óréttmætra klíkusamtaka gegn ríkisvaldinu. J. Þ. ----o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.