Tíminn - 29.03.1930, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.03.1930, Blaðsíða 4
02 Tí MINN Mest úrval. Lægst Yerö. ®m® SportíöruMs ReykjaYíkur (Einar Björnsson) Bankastræti 11. Box 384. Nemendum ber að tryggja sig! A N D V A K A Sími 1250 —..... in taki málið til meðferðar. Á Ás- laugu voru fjórir íslendingar. pjóðverjar og Pólverjar hafa ný- lega gert með sér verzlunarsamning, og var hann undirskrifaður af full- trúum beggja þjóðanna 17. þ. m. Yfirvöldin í Moskva og héruðunum uinhverfis borgina hafa ákveðið að loka 50 kirkjum til viðbótar við þær, sem áður hafði verið lokað. Ellefu af þessum kirkjum eru inni i Moskva. Söfnuðir kirkna þeirra, sem um er að ræða, hafa rétt til þess að áfrýja lokunarákvörðunum þessum til ráðstjórnarinnar. ----0--- Súr oglöng íhaldsandlit. íhaldið reynir nú í einu að af- saka sig af hlutdeild í skelmis- framkomu Kleppverja, og að nota róg þeirra sem pólitískar dylgjur. En kunnugir vita vel um sekt þeirra. 1 janúar, þegar þeir sátu á sífeldum fundum í húsi Helga Tómassonar við bombugerðina, Helgi, Þórður, Sigurður á Vífils- stöðum, Guðm. Hannesson, Dung- al og Valtýr Albertsson, þá urðu Framsóknarmenn í bænum varir við að liðsforingjar íhaldsins töl- uðu hátt og í hljóði um það, að dómsmálaráðherrann yrði að hverfa úr pólitíska lífinu. Meðart hann væri uppistandandi gæti íhaldið aldrei komið ár sinni fyrir borð eins og í gamla daga. Eina ráðið til að losna við þann mann væri ef hægt væri að fá Helga á Kleppi til að gefa vottorð um að ráðherrann væri geðveikur. Þessir ráðvöndu íhaldsmenn gjörðu Helga þannig rangt til, um stefnufestu gagnvart pólitísk- um kröfum samherjanna í bæn- um. Fyrst eftir að H. hafði gjört tilraun sína að ryðja J. J. úr ríkisstjóminni og farið sína frægu kvöldferð í hús ráðherrans, var mikið gleði á heimilum íhalds- leiðtoganna í Reykjavík og óspart símað út um land til fylgismann- anna. Nú væri Jónas orðinn brjál- aður. Á Sauðárkróki sögðu íhalds- menn hverjum sem hafa vildi þessa sögu og báru fyrir Jón á Reynistað og Jónas Kristjánsson. Til sannindamerkis var því bætt við, eftir sömu heimild, að Jónas Kristjánsson og Steinsen læknir fullyrtu að ráðherrann myndi verða bandóður ef hann kæmi í þingið. En þegar dómsmálaráðh. var að mestu batnað kvef og hálsbólga eftir þríggja vikna legu, þá fór gleðibrosið af íhalds- þingmönnunum. Hlutlausir menn, sem komu í þingið, sögðust sár- kenna í brjósti um íhaldsmennina. Þeir væru svo sneyptir og aum- ingjalegir á svipinn, andlitin svo löng og súr, alveg eins og ein- hver varanleg sorg hefði komið fyrir þá. Þ. B. Ritstjóri: Gísli Gu<Mnund»M», Hólatorgi 2. Sími 1245. Xxitex'zia. t±ona<l Deering diskaherfin eru komin. Samband isl. samvinnnfél. ern vöndudust og sterkust. Samband isl. samvinnufól. „Internationahdráttarvél&r hafa veríð notaðar í 23 ár á Norðurlöndum. — Reynslan er búin að sanna afburðanothæfi þeirra og yfirburði. Innlenda reynslan — sem fengin er — er í alla staði samhljóða þeirri erlendu. Af kostum Internationalvélanna má sérstaklega nefna: Bolurinn smíðaður í einu lagi óslítandi, sterkur og öruggur. Algjörlega rykþéttur og velluktur mótor, sem þó er auðvelt að komast að til eftirlits og hreinsunar. Skiptanleg stálfóður i sylindr- unum. Dýr og vönduð leg, og fullkomin smurning sparar núningsmót- stöðu og eykur aflið sem að notum kemur. I International-dráttarvél- inni eru 28 ása- og kúlnaleg af vönduðustu og beztu gerð. örugg hemla til notkunar á bröttu landi og í ferðalögum. Stillanlegt dráttarbeizli sem gjörir það auðvelt að hafa fullt vald yfir verkfærunum, sem tengd eru við vjelina við hin mismunandi stöx-f. Bx-eið og sterk hjól með háum viðnámsjárnum. Hjólaukar bæði á aftur og framhjólum. ATH. Kveikjan á Intenxationalvélunum er af mjög vandaði’i gerð. Henni er vel fyrir komið, hátt uppi, og þar er hún vel varin, gegn áföllum og óhreinindum, inni í lokuðu mótorhúsi. Aðgætið kosti International-dráttarvélanna áður en þér festið kaup á öðrum vélum. Samband ísl samvinnuféL Þessa dráttarvél (Traetor sem er með venjulegri Ford-bílvél) get eg útvegað fyrir 1750 kr. Útvega sömuleiðis litla Tractora með sláttu- vélum. Athugið að pantanir sem eiga að koma hingað í mai verða að sendast bráðlega Haraldur Sveinbjarnarson Hafnarstæti 19 __ Pósthólf 301 Hátíðin nálgast Vegna þess hve mikið er að starfa á vinnustofu minni vil eg biðja þá sem ætla að panta hjá mér skartgripi fyrir hátiðina í sumar, að senda mér pantanir sínar sem allra fyrst. Þeir sem hafa gömlu verðskrána frá mér, geta pantað eftir henni. Á sumu hefir verð nokkuð lækkað. Biðjið uin verðskrá. Vönduð vinna, fljót af- greiðsla. í su m ar klæðastallar íslenskar konur íslenskum búngingi. Einar 0. Kristjánsson gullsmiður Sím 125 ísafirði Póstbox 125 Auglýsmg. Samkvæmt 6. gr. sbr. 12. og 14. gr. laga II. þ. m. um Utvegsbanka Islands h.f., og um Islandsbanka, verður fyrstl aðalfundur hlutafélagsins haldinn í Kaupþingssalnnm þriðjudaginn l.aprfl næst- komandi kl. P|3 e. h. Dagskrá fundarins: 1. Rannsókn á heimild til atkvæðisráttar hluthafa og umboðsmanna þeirra. 2. Settar samþyktir og reglugerð um starfsemi bankans. 3. Kosning 5 manna í fulltrúaráð. FJármálaráðherra Islands, Reykjavík 26. mars 1930. Einar Árnason Auglýsing um legukostnað berklasjúklinga á St. Jósefsspítölunum í Reykjavík og Hafnax-firði. Þareð stjórnarráðið hefir með bréfi, dags. 6. febrúar þ. á., úrskurðar að greiða aðeins 4—ií króna meðlag á dag með berkla- sjúklingum á sjúkrahúsum, tilkynnist hérmeð kaupstaða- og sveitastjómum ásamt öðrum, sem hlut eiga að máli, að St. Jósefs- spítalamir neyðast til að krefjast af nefndum hlutaðeigendum fullrar ábyrgðar á skilvísri greiðslu alls þess berklasjúklingakostn- aðar, er fer fram úr nefndu meðlagi ríkissjóðs. Gildir þessi krafa bæði viðvíkjandi berklasjúklingum þeim, sem nú dvelja á spítöl- unum og þeim, sem framvegis kunna að dvelja á þeim. Reykjavík og Hafnarfirði, 27. marz 1930. St. Jósefssystur. h«fir hlotið •inróma lof allra neyt«nd* Fæst í öllum veralun- um og veitingahÚBum Prentamiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.