Tíminn - 19.04.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.04.1930, Blaðsíða 1
©faíbfcr! 03 afgrei&sluma&ur Cimans er Hannaeig Jjorsteíns&óttir, / Samban&sljúsinu, Erffjapi!. JK.fgrclÖsía Cimans er i Samban&sþúsinu. (Dptn öa$lega 9—{2 f. 4. - Stmi $9«. XIT. ér. Eru Islendiugar sjálfstæð þjóð? Þau tíðindi urðu á Alþingi síð- astl. mánud., að þrír af foringjum stjórnarandstæðinga, þeir Sigurð- ur Eggerz, Ólafur Thors og Magn- ús Guðmundsson, kvöddu sér hljóðs, utan dagsskrár, og kröfð- ust þess af forseta, að hann hlut aðist til um það, að hætt yrði að nota orðin íhaldsmenn og íhalds- flokkur í umræðum á Alþingi. Töldu þeir hér um uppnefni að ræða, er ósæmilegt væri í sölum þingsins. Eins og sjálfsagt var, neitaði forseti að verða við kröfum stj ómarandstæðinga í þessu efni. Árangur þessarar fáránlegu mála- leitunar varð því eigi annar en sá að vekja góðlátlega glaðværð meðal áheyrenda, enda er það broslegt í meira lagi, að stjórnar- andstæðingar skuli nú hafa feng- ið svo megna óbeit á sínu gamla nafni, að þeir ekki telja það þinghæft. Eru þess raunar nokk- ur dæmi, að heiti, sem upphaf- lega höfðu meinlitla og jafnvel virðulega merkingu, hafa orðið að skammaryrðum. En orsökin er þá æfinlega sú, að þeir sem nafnið báru, hafa aðhafst eitthvað and- styggilegt, sem varð til þess að setja óafmáanlegan blett á nafnið. Minnisstæðust eru í þessu sam- bandi örlög hinnar stórmerku fræðimannastéttar í Gyðinga- landi, þar sem orðið Farisei, sem í gamla var virðulegt nafn og eftirsótt, er nú á tímum notað til að tákna einn hinn fyrirht- legasta af mannlegum löstum. Það er að vísu rétt, að stjómmála- starfsemi þess flokks, sem nú er í stjórnarandstöðu hlaut að kasta rýrð á nafn hans — að það orð í íslenzkri tungu, sem tengt var við það starf gat aldrei orðið neitt lofsyrði í máhnu. En þó að orðið íhald veki leiðinlegar endur- mmningar í hugum manna, getur tæplega komið til mála að telja það til ósæmilegs munnsafnaðar. Tíminn vill hinsvegar nota það kátlega atvik, sem kom fyrir á Alþingi á mánudaginn, til þess að gjöra grein fyrir því, hversvegna blaðið hingað til hefir kallað and- stæðinga núverandi stjórnar íhaldsmenn og hversvegna það telur rétt að halda þeirri venju áfram. Skulu þá jafnframt tekin til meðferðar ýms atriði, sem til greina koma í sambandi við nafn- breytingu íhaldsflokksins og eru alvarlegs eðlis. n. Heiti stjómmálaflokka eiga að vera sannnefni. í flokksheitinu á að felast stefnuskrá flokksins. Þeir menn, sem eru ánægðir með lífskjör þjóðanna eins og þau eru og ekki sjá ástæðu til breytinga, eiga að kalla sig „íhaldsmenn“ í þjóðmálum. Á erlendum málum eru slíkir stjórnmálaflokkar kall- aðir „konservativir". Islenzka þýðingin á erlenda orðinu „kon- servatism“ er íhald, alveg eins og íslenzka þýðingin á orðinu „so- cialism" er jafnaðarmennska. Það er ekki alveg óalgengt, að flokk- ar taki upp einhver öxmur sérheiti í einstökum löndum, en hafa þó ekkert á móti því að þeir séu nefndir þeim algengu heitum, ser.i bezt lýsa stefnu þeiira. Ensku jafnaðarmennirnir nefna sig t. d. „The Labour Party“ (verka- mannaflokkinn). Islenzku jafnað- armennirnir kalla sig Alþýðu- flokkinn. En bæði hér og í Eng- landi eru þessir flokkar kaliaðir jafnaðarmenn, af því að það orð táknar alþjóðahugtak, sem allir vita hvað þýðir. Á sama hátt er það eðlilegast að núverandi stjórnai-andstæðingar hér á Is- landi séu kallaðir íhaldsmenn, af því að allir vita, hvað það þýðir, og af því að ekkert orð í máhnu lýsir betur stefnu flokksins. Þaö hefir flokkurimi líka sjálfur við- urkennt. Árið 1924, þegar flokk- urinn myndaði stjórn, og þurfti þess vegna að gjöra sérstaklega grein fyrir stefnu sinni, tók hann einmitt upp nafnið Ihaldsflokkur. Og ekkert er líklegra en að haxm tæki aftur upp þetta sama nafn, ef það ætti aftur fyrir honum að liggja að mynda stjóm. HI. Rétt fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar í vetur átti ritstjóri Tímans tal við gamlan Sjálf- stæðismann hér í bænum, einn af þeim, sem fastast höfðu fylgt Birni Jónssyni og Skúla Thor- oddsen. Talið barst að nafnbreyt- ingu ílialdsflokksins. Ég er farinn að skammast mín fyrir að nefna orðið „Sjálfstæðismaður“ sagðx hann, og var raunablær í rödd- inni. Það er enginn vafi á því, að nafnbreyting íhaldsflokksins hef- ir hefir sært tilfinningar margra gamalla Sjálfstæðismanna á svip- aðan hátt og þessa manns. Og það er ekkert undarlegt. Ihalds- flokkinn skipa margir af harð- vítugustu andstæðingum Sjálf- stæðismannana gömlu. Um Jón Þorláksson er það t. d. kunnugt, að hann lét í ljós sérstaklega djúpa fyrirlitningu á sjálfstæðis- baráttunni 1908. Alhr þeir sem einhverja hugmynd hafa gjört sér um hversu hörð og hlífðar- laus baráttan var í sjálfstæðis- málinu ættu að geta skilið það, hversu ódrengilegt það er og illa viðeiganda af íhaldsmönnum að skreyta sig nú með nafni sinna fornu andstæðinga, sem nú eru flestii' fallnir í valinn og gátu ekki hindrað „líkránið“. IV. Jón Þorláksson og félagar hans hafa látið sér það sæma að taka upp handa sjálfum sér og nota sem kosningabeitu flokksheiti, sem þeir fyrir 2 tugum ára gjörðu allt, sem í þeirra valdi stóð til að hæða og óvirða. I augum hinna yngri stjórnmálamanna, sem ekki tók þátt í sjálfstæðis- bai’áttunni, er þetta tiltæki að vísu lítilmannlegt, en þó ekki per- sónulega móðgandi. En frá öðru sjónarmiði er „nafn“ íhalds- flokksins beinlínis móðgandi fyr- ir þjóðina alla. Og ekki nóg með Reykjavík, 19. apríl 1930 22. blað. það! íhaldsmenn hafa með sínum pólitíska skollaleik gjöxt mjög varhugaverða og jafnvel stór- hættulega tilraun — vitandi eða óvitandi — til þess að kasta rýrð á hið raunverulega sjálfstæði landsins og álit þess út á við. St j ómmálaflokkar eru aldrei stofnaðir án verkefnis. Og það er almennt viðurkeimd regla, um ah- an heim, að verkefnið eigi fyrst og fremst að felast í heiti flokks- ins. Verkamannaflokkui' berst fyrir liagsmunum verkamanna. Þjóðemisílokkur er stofnaður til þess að vera á verði um tungu og þjóðháttu gegn utanaðkomandi áhrifum. Katólsku flokkarnir í Mið Evrópu gæta hagsmuna róm- versku kirkjunnar. Þegar nýr flokkur er stofnaöur með nýju nafni, er almennt svo á htið í heiminum, að flokksmyndunin sé knúin fram af sérstakri þörf, og að heiti flokksins, fyrst og fremst, bendi á hver þessi þörf sé. Sjálfstæðis-heitið á stjórnmála- flokkum er til víðar en hér á Is- landi. Það er tiltölulega mjög al- gengt flokksheiti. En í öhum lönd- um, þai' sem til er stjómmála- flokkur með þessu heiti stendur eins á: Landið, sem flokkurinn starfar í, er undir yfii-ráðum ami- ars ríkis. Þjóðhi er stjómarfaxs- lega ósjálfstæð. Ósjálfstæði þjóð- arinnar skapar þörfina á sjálf- stæðisflokki, og sú þörf er til svo lengi sem landið er stjómaifars- lega ósjálfstætt — en ekki leng- ur. Nágrannar oldíar, Færeyingar, þurfa á sjálfstæðisflokki að halda í baráttunni gegn yfiráðum Dana. Indverskir frelsisvinir hafa líka stofnað sjálfstæðisflokk, sem vinnur að því að losa þjóðina undan yfirráðum Breta. Og Is- lendingar áttu sjálfstæðisflokk, þangað til þeir urðu sjálfstæðir. V. Sjálfstæðis-heitið hefir verið vinsælt í landinu. Við nafn Sjálf- stæðisílokksins íslenzka eru tengdar margar af kærustu end- urminningum þeiiTa, sem fremstir stóðu fyrrum í baráttu núlifandi kynslóðar. Undir merld, þess flokks hafa verið færðar þung- ar fprnir í þjónustu réttláts málstaðar. Undir því merki hafa ýmsir þeir meim barizt, sem ís- lenzka þjóðin mun í heiðri hafa um aldur og æfi. En stofnendur Sjálfstæðis- flokksins hafa áreiðanlega aldrei til þess ætlast, að hið veglega nafn, sem þeir völdu frelsisbar- áttu sinni lenti í höndum óvand- aðra pólitískra braskara og yrði notað, sem kosningabeita í þágu eiginhagsmunastrits lítilsigldra fjárgróðamanna. Þakklætisskuld íslenzku þjóðarinnar við þá menn, sem færðu henni frelsið, ætti ein út af fyrir sig að vera nægileg ástæða til þess, að hún mótmælti því, að þetta nafn yrði verzlunar- vara pólitiskra hrossakaupmanna. Sú ástæða ein nægir til þess, að Tíminn mun aldrei viðurkexma þann verzlunarsamning, sem þeir Sigurður Eggerz og Jakob Möller gjörðu við Jón Þorláksson um ráðstöfun á nafni Sjálfstæðis- flokksins. VI. Þó er önnur ástæða, sem því veldur, að ekki ber að viðurkexma nafnfölsun þeirra íhaldsxnaxma, og lí tan úr lieimi. I. Margir kannast við Djöflaeyj- una, sem mikið var um talað þeg- ar Dreyfusmálið var á döfinni í Frakklandi. Þai‘ voru geymdir pólitískir fangar og áttu illa vist. ’ Það er ekki óalgengt fyrirbngði frá fyrri öldum, að harðráðir ein- valdar sendi andstæðinga sína í útiegð, þai’ sem svo var um búið að ekki væri mikii líkindi til aft- ui’komu. Rússakeisari sendi Níhil- istana til Síberíu, sem hlotið hef- ir sess við hhð Djöflaeyjunnar í endurnhnningu mannkynsins um það svívirðilegasta réttarfar, sem þekkst hefir á seinni öldum. Nú herma síðustu fregnir, að Mussolini himi ítalski, sem kapp- kostai' eftir megih að feta í fót- spor harðstjóranna á fyrri tímum, hafi nú emnig eignast sína „Djöflaeyju". Eyja þessi er í Mið- jai'ðaihafinu, skamt frá norður- odda Afríku. Þeir sem grunaðir eru um andúð gegn Fascista- stjórninni og álitnir eiga eitthvað undir sér, eru teknir fastir með leynd, sviftir frelsi án dóms 0g laga og fluttir svo að lítið ber á til þessa eyðistaðar, þar sem ekki búa aðrir en fangai'nir og gæzlu- menn þeirra. Ur prísund þessari er alveg ný- lega sloppinn ungur maður af kunnri ætt, ítalskri, bróðm’sonur stjórnmálamannsins Nitti, sem fyr var forsætisráðherra. Á þann hátt hefir komist upp um þessa aðferð, sem Fascistastjónhn beit- ir gegn andstæðingum sínum og hvernig vist útlagarnir eiga. Nitti yngri var að vísu ekki þekktur fyrir stjórnmálaafskifti en í kunnleikum við fjölskyldu Matteottis, jafnaðarmannaforingj- ans ítalska, sem Fascistar réðu af dögum fyrir nokkrum árum. Vakti morð þetta, sem sýnilega var framið að undirlagi sjálfrar flokks stj ómarinnar, megna gremju um víða veröld. Skömmu eftir morð sú ástæðan er ríkari hinni fyrri. Það er sú hlið málsins, sem veit út á við og snertir frelsi og sæmd þjóðarinnar. Hversvegna þurfum við Islend- ingar að eiga stjórnmálaflokk, sem ber sama nafn og flokkarnir í Færeyjum eða Indlandi, sem berjast fyrir því að losa þjóðir sínar undan yfirdrottnun erlendra ríkja? Svo framarlega sem nauðsyn slíks floklss hér á landi er viður- kennd, er aðeins um eitt svar að ræða. Og það er þetta: íslendingar eru ekki stjórnar- farslega sjálfstæð þjóð. Og þannig hljóta útlendir menn, sem mark taka á nafn- breytingu íhaldsflokksins, að líta á þetta mál. I sambandslögunum 1918 er lýst yfir því skýrt og ótvírætt, að Is- land sé „frjálst og; fullvalda ríki“. Það stjórnarfarslega sjálfstæði, sem Islendingar fengu þá, eftir heillar aldar bai’áttu, hefir verið tilkynnt um allan heim. Þekking- in á Islandi er að vísu harla bág- borin víða erlendis, en hefir þó farið vaxandi með ári hverju. Is- lenzki fáninn, sem þjóðin eignað- ist fyrir hálfum öðrum áratug, Matteottis var Nitti hnepptur í fangelsi. Engar sakir voru á hann bornar. Mál hans var aldrei dæmt. En einn góðan veðurdag var hann sóttur í fangelsið, færður í hlekki og fluttur ásamt heilum hóp póli- tískra fanga til áðumefudrar eyjar, sem honum nú hefir tekizt að sleppa frá fyrir örskömmu síðan. II. Frá Moskva hefir verið tilkynnt að ráðstjórnin rússneska sé nú að láta reisa fyrirmyndarbæ með kommunistisku sniði, á sléttunum austur við Úralfjöllin. I bænum verða um 50 þús. íbúa, og ætla kommúnistarnir rússnesku þessu fólki að sanna það, hvernig kenn- ingai’ þeirra reynist þegar þær séu útfærðar í virkileikanum. Bænum verður skift í 25 hverfi, og verða 2 þús. manns í hverju. I hverju hverfi verður sameigin- legt almemiingseldhús og borð- stofur, þar sem þessar 2 þue. maimeskjui’ matast við eitt borð eins og kristnir menn gjörðu á dögum postulanna. Húsfreyjum- ar eiga ekki að þurfa að gefa sig að matartilbúningi eða barnaupp- eldi, því að almenningseldhúsið sér um matreiðsluna og bömun- um verður komið fyrir á opinber- um barnaheimilum þar sem þau verða klædd, fædd og alin upp á kostnað hins opinbera. Á með þessu móti að veita konunni full skilyrði til þess að stunda sjálf- stæða atvinnu alveg á sama hétt og kaiimennimir. En eftir er að vita hvernig fer um hjónaböndin þegar fólkið hættir að hafa mat- arást á heimilunum! Vilja borg- arsmiðirnir sýnilega vera við öllu búnir, því að hverjum íbúa er ætlað sérstakt herbergi. Bærinn á að verða tilbúinn haustið 1932 og íbúamir eiga að lifa á verksmiðjuiðnaði. Sjálfsagt bíða margir með eftirvæntingu eftir því, að sjá hvemig þessari einkennilegu tilraun, sem ekki á sinn líka í veröldinni, muni reiða verandi sjálfstæðismanna“, hefir haft mikil álirif í þá átt, að gefa heiminum til kynna að hér byggi frjáls þjóð. Og eitt er víst að minnsta kosti. Síðan 1918 hefir þess ekki orðið vart, fram á síð- asta ;ár, að Islendingar sjálfir efuðust um, að þeir væru „full- valda ríki“. Vegna álits þjóðarinnar út á við verður nú ekki hjá því kom- izt að heimta af íhaldsflokknum skýlausa yfirlýsingu um skoðanir hans í þessu efni. Telur flokkurinn, að Islending- ar séu fullvalda þjóð eða telur hann, að hún sé það eklri? Og vegna álits þjóðarinnar út á við verður sömuleiðis að heimta það af flokknum, að hann leggi tafarlaust niður það falska heiti, sem hann hefir tekið sér, svo framarlega, sem h'ann ætlar sér ekki vitandi vits að breiða út vill- andi hugmyndir um stjórnarfars- lega afstöðu tslands gagnvart Danmörku. Við getum ekki sætt okkur við það, íslendingar, að stjómarfars- leg afstaða okkar sé erlendis álit- in hin sama og Færeyinga gagn- vart Dönum eða Indverja gagn- vart Englendingum. af. mjög að óvilja ýmsra hinna „nú-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.