Tíminn - 26.04.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.04.1930, Blaðsíða 3
TlMINN 89 Ávinsluherfin góðkunnu, eru komin aftur. Samband ísl. samuinnufélaga. nefnir hann sig Ólaf Thors) fyrir háv- aða í bekknum í kennslustundum mín- um; hefi ég þráfaldlega talað um það við hann, að hann truflaði ekki kennsluna með hávaða og samtali, en það virðist ekki hafa dugað; auk þess hefir hann oft nokkuð sýnt mér ókurteisi á ýmsan hátt og óhlýðni, þrjózkast við að fara út í 10 mínútunum, stolizt inn í bekkina og upp á loft, þótt ég hafi bannað honurn það o. fi. þessháttar. Reykjavík 8. des. 1906“. Undirskrift kennara. Þetta er vitnisburður um íhaldsmann- inn og hans framferði. En tilvonandi socialisti fékk líka sina vinarkveðju frá sama kennaranum: „15. apríl. Þeir Héðinn Valdimarsson og Ól. Jensen (nú Thors) komu ekki í næsta tíma eftir morgunverð; Héðinn bar fyrir sig, að hann hefði snögglega verið kallaður til viðtals við Norðurland upp á símastöð, og það hefði dregizt lengur en hann hafði búizt við. Ól. hafði enga á- stæðu fyrir sig að bera. Þeir Kjartan Jensen og Einar Hjörleifsson hurfu úr * skólanum á sama tíma og komu alls ekki í skólann þann dag. Daginn eftir báru þeir það fyrir sig, að Kjartan hefði fengið blóðnasir og hefði Einar orðið að fylgja honum heim. Þeir voru allir á- minntir af kennara“. Ég vonast eftir að þetta geti haft þau áhrif á hv. 1. þm. Reykv., að hann sann- færist um, að þó að veröldin sé ekki góð nú, þá hefir hún ekki verið betri áður, úr því að þessir úrvalsdánumenn fengu ekki betri vitnisburð í sltólanum, og má segja að lýsingin á lundarfari hv. 2. þm. Guilbr. og Kjósarsýslu, sé mjög í sam- ræmi við það sem síðar hefir reynzt. Og þegar þessu er bætt við þann ribbalda- blæ, sem var á skólanum um 1880, 1890, 1900, 1903 og 1916 eins og ég hefi áður lýst, þá gæti ég hugsað, að hv. þm. sýnd- ist að skólinn ætti ekki alveg flekklausa fortíð. Eitt dæmi get ég enn nefnt frá síðast- liðnu vori, til þess að sýna að umhyggja kennaranna fyrir piltum er ekki nægi- lega góð eða mikil og að sá blær sem prófin gefa skólanum er óheppilegur, og prófkröfurnar óréttláíar gagnvart nem- endum. Þetta síðasta dæmi, er gott sýnishorn þess, hvérsu skólinn hefir, fram á síð- ustu ár, verið viðskila við þróunina í þjóð- félaginu, og alltaf á eftir þeim kröfum, sem sérhver skóli verður að gera til sín og kennaranna, að skólinn og kennarar gangi nemendum að svo miklu leyti sem unnt er í stað heimilis og vandamanna. Það sýnir að skólastjórnin hefir í raun og veru lítið breyzt til hins betra þó að minna beri á uppreistum og sprenging- um. — Þetta dæmi, sem ég ætla að skýra frá, á sér nokkra for-sögu. Fyrir nokkr- um árum var ég á ferð austur 1 Skafta- fellssýslu; til að heya á íhaldið eins og endranær. Þá vildi það til, að ég var sam- ferða drenghnokka dálítinn spöl úr Skaftafellssýslu, sem mér leist vel á. Faðir hans var smábóndi fyrir austan Mýrdalssand. Hann hafði misst konu sína fyrir nokkrum árum frá tveimur stálpuðum drengjum. Annar þeirra var sérstaklega námfús, og til þess að koma honum til menntunar, seldi faðirinn jörð sína og flutti til Reykjavikur til þess að eiga auðveldara með að ltoma drengnum gegnum Menntaskólann. Pilturinn tók próf inn í fyrsta bekk, og reyndist mjög vel í gagnfræðadeildinni, að gáfum og hegðun, var alltaf með þeim efstu í sínum bekk. Síðastliðið vor lauk hann gagnfræðaprófi við skólann, en varð afturreka úr menntadeild, hlaut elcki nógu háa einkunn til þess að fá inngöngu í menntadeildina (4. bekk). Þetta voru afskapleg vonbrigði fyrir piltinn. Stærðfræðin varð honum að fótakefli, og hafði hann þó alls ekki ætlað í stærðfræðideildina heldur mála- deild skólans; þetta var því síðasta glíma hans við stærðfræðina. Pilturinn virðist vera ágætum námshæfileilcum gæddur og hlaut beztu einkunn í öllum greinum nema stærðfræði, en þar hlaut hann nálega lægstu einkunn. — Próf- einkunn Sigurbjarnar Einarssonar vor- ið 1929, er hann féll frá að komast inn í lærdómsdeild var sem hér segir: ísl. munnleg . 7,2 7,0 7,1 ísl. skrifleg • 7,1 7,1 7,1 Danska munnleg . • 7,1 7,1 7,2 Danska skrifleg . 5,0 5,2 6,1 Enska . 7,0 7,0 7,0 Saga • 7,1 7,1 7,1 Landafræði . 7,2 7,1 7,1 Náttúrufræði . 5,2 6,1 6,1 Eðlisfræði . 6,1 5,2 5,2 Stærðfræði . 3,0 h-17,2 4-12,1 Teiknun . 5,2 5,0 . 5,0 Ritleikni . 7,0 7,0 6,2 Eins og þessar einkunnir sýna, þá mundi þessi piltur hafa verið með þeim efstu við hvert venjulegt próf. Hann fær yfir 7 í aðaleinlcunn í mörgum greinum, og hvergi undir 5 í nokkurri grein nema stærðfræði. En sú eina grein dregur frá honum 12, eða jafnmikið og hann fekk í tveimur námsgreinum þar sem liann hafði staðið sig.mjög vel. Niðurstaðan verður því sú, að þessum unga manni er kastað út úr sltólanum, þrátt fyrir miklar námsgáfur, mikla reglusemi, milda ástundun og mikla löngun hans og föður hans til að geta haldið því námi áfram, sem hann og vandamenn hans höfðu stefnt að fyrir hans hönd með svo mikilli fórnfýsi. Ég ætla að segja það til lofs einum af yngri málakennurunum við Mennta- slcólann, að hann kom þvi til leiðar, að pilti þessum var hjargað út úr hinni heimskulegu og ranglátu prófvél Menntaskólans. Én munur er á kyn- slóðunum, að þar sein þeir af kennur- um skólans, sem Mbl. taldi sjálfsagða til skólaforustunnar, munu lítt liafa fundið til af örlögum þessa fátæka pilts, j)á var ýmsum af hinum yngri kennur- uin raun að því, vegna skólans, að Sig- urbjörn var felldur. Niðurstaðan varð sú, að með aðstoð eins af kennuruln skólans, tókst að hafa upp á piltinum. Höfðu þeir feðgar þá hrökklast burt úr bænum, austur í sveitir, sennilega gefið upp með öllu það áframhald á námi sem verið hafði áhugamál þeirra í mörg ár. Piltinum var gefin von um að hann myndi fá að taka upp aftur prófið í stærðfræði. Það varð. Hann hlaut betri stærðfræðiseink- unn n síðastl. vor; lcómst inn í skólann og er þar nú i heimavist. Lífið brosir nú aftur við honum. Af tilviljun var lífs- þráður hans ekki skorinn sundur í hinni sálarlausu prófvél skólans. — Þegar ég hafði unnið nokkra daga í Stjórriarráðinu haustið 1927, heimsótti ég fyrveranda rektor skólans, Geir Zoega. Hann var alveg hissa á komu minni og sagði að enginn ráðherra hefði áður heimsótt skólann. Ég hafði aldrei komið þangað fyrr og var þvi á engan hátt samdauna vanhirðunni á skólan- uin, og hafði enga tilhneigingu til að láta hana liggja í láginni, eða afskifta- lausa, eins og því miður virðist loða við flesta af þeim, sein þar hafa stundað nám. Ég gerði samanburð á Mennta- skólanum og samskonar skólum hjá nágrannaþjóðunum, og hefi sniðið um- bætur á skólanum í samræmi við það. Aftur munu allir fyrirrennarar mínir, kennslumálaráðhrerarnir íslenku, hafa vanrækt skólann af tveim ástæðum. Þeir hafa vanist ólaginu sem var þar í námstíð þeirra. Og þeir hafa aldrei reynt að kynna sér erlendar fyrirmyndir í þessu efni og þar af leiðandi ekkert haft til samanburðar. Þessi skýring ein getur að nokkru leyti afsakað hið gengdarlausa hirðuleysi undangenginna landstjórna um allt er snertir hag skól- ans, ekki sízt mannbætandi uppeldis- áhrif.. Ég hefi nú nefnt ýms dæmi um liina miklu niðurlægingu Menntaskólans. Skólinn hefir að vísu haft á að skipa kennurum, sem hafa verið viðunanlega til þess fallnir að troða ýmiskonar fróð- leik í piltana og útskrifað stúdenta, sem reynst hafa hlutgengir samhliða stúd- entum frá öðrum skólum með betri aðr • húnað. En Menntaskólann hefir alltaf skort það, sem hverjum skóla er nauð- synlegast að hafa, en það er góð sam- búð á milli nemenda og kennara, og frjósamt samstarf beggja aðilja til að gera skólann að hressandi og styrkjandi heimili fyrir æskumenn. Allt of marga af nemendum skólans hefir kalið þar á hjarta, eins og ihaldsprófessorinn nafntogaði segir um æskuáhrifin þar, þegar hann var í skólanum. Hv. 1. þm. Reykv. (MJ) veit þáð mæta vel, að ég hefi barizt við að útvega peninga til þess að bæta skólann og ég hefi látið gera á honum hið innra og ytra margs konar umbætur, sem nauð- synlegar voru, þótt íhaldssfjórnin hefði trassað það meðan hún sat við völd. Ég byrjaði á því að láta dæla nýju lofti inn í skólann, 'og var það strax til stórmikilla bóta frá því, sem áður, en íhaldinu var meinilla við að fá óloftið út úr skólanum. Svo voru kvistirnir teknir af húsinu sem áður höfðu verið . látnir óhreifðir, þótt þeir væru skólan- um til stórra lýta og húsin sjálf mál- uð eins, en það hefði ekki verið gert þá um langa hríð. Dúkur hefir verið lagður á gólf í flestum kennslustofunum, vegg- ir víðast fóðraðir og málaðir, tekið sér- stakt herbergi fyrir vosklæði nemenda, í stað þess að þau voru áður hengd upp í yfirfylltum kennslustofum. Náttúru- gripasafninu hefir verið komið fyrir í nýviðgerðum sal, sem nú er uni leið kénnslustofa. Skuggamynda- og kvik- myndavélar hafa verið keyptar til skól- ans, en í tíð íhaldsins, einmitt þegar tekjur ríkissjóðs urðu 16 miljónir, neit- aði formaður íhaldsflokksins að láta nokkur hundruð krónur til kaupa á kvikmyndavél handa skólanum. Fé var ekki til, sagði hann. Ég get sagt hv. 1. þm. Reykv. (MJ) það, að ég kem stundum í skólann og fylgist með hverju er fram fer um með- ferð hússins. Mér var sagt af gömlum nemendum, að það þýddi ekkert að láta gera við stofurnar, því að piltar myndu strax eyðileggja það aftur. Ég lét samt sem áður gera við stofurnar og einn bekkinn lét ég þilja með fáguðum kross- viði. En í skólanum eru enn til 2—3 stofur, sem eru eins óvistlegar og frek- ast er unt. Hvað kemur svo á daginn? Sú stofan, sem þiljuð er með krossviðin- um lítur prýðilega út og er með öllu ó- skemmd og umgengnin með inestu sæmd og prýði af nemendum. En sama verður alls eigi sagt um umgengni pilta í gömlu stofunum, sem enn eru eins og íhaldið skildi við þær. Mín skoðun er sú um skóla yfirleitt, að því vandaðri sem allur útbúnaður er, þvi betur ganga nemendur um og því vænna þylcir þeim um skólann og því betra hafa þeir af að dvelja þar. Aðalmálgagn íhaldsins hefir dylgjað um, að ég hafi stolið 30 þús. kr. í pen- ingum frá hátíðanefnd, vegghellum frá Landsspitalanum og sementi frá inanni þeim, sem byggði Arnarhvál til að styðja með þessu þýfi héraðsskóla- byggingu Sunnlendinga. Þetta hefði að vísu verið fremur óeigingjarn þjófnaður, þar sem verið var að vinna fyrir al- manna heill, en ekki að stinga fé almenn- ings í einstaklingsvasa. Það versta fyrir íhaldið við þessi þjófnaðarmál var samt það, að dylgjurnar voru staðlaus- ir stafir og vísvitandi ósannindi frá hálfu þeirra sem dreifðu þeim út. En nú skal ég játa annað, sem gæti kallast bráðabirgðahnupl til hagsbóta fyrir Menntaskólann. Þegar ráðsmannaskiftin urðu á Kleppi voru þar tveir lrilar til, sem not- aðir voru til flutninga, en ég tók annan þeirra og fekk Menntaskólanum hann til afnota. Þetta hneykslar auðvitað hv. 1. þm. Borgf. (POtt), en ég get huggað hann með því að hann skal fá að heyra meira af slíku allt hvað líður. Svo keypti ég tvo báta handa skólanum og hefi von um að borgarstjórinn leyfi mér uppsátur suður i Fossvogi. Á þessum bíl eiga piltarnir svo að fara suður í Fossvog og æfa þar róður, en þess á milli fer leikfimiskennarinn með þeim i sundlaugar og þannig fá þeir kost á að æfa íþróttir og þjálfa líkama sinn. Vel má vera að pilunum kunni að finn- ast bíllinn fátæklegur, en þá er því til að svara, að væntanlega fá þeir nýjan og betri bíl með nýrri stjórn. Menntaskólinn var eini skóli lands- ins sem leiðtogum íhaldsins var hlýtt til. Margir þeirra höfðu verið nemendur þar, þótt æfin slæm meðan þeir voru þar, en eftir á orðið drembnir af skólavist- inni. En þessi velvild til sltólans útilok- aði ekki að þeir sýndu honum gegnd- arlaust hirðuleysi. Þannig hafði bóka- safn skólans, sem ríkur Englendingur gaf, verið harðlokað, óupphitað og ná- lega þýðingarlaust, nema sem pakkhús fyrir ólesnar bækur, þar til í vetur, að ég lét gera við það, hita það, lýsa, setja þar borð og stóla, og gera úr þessu pakk- húsi góðan sal, þar sem 50 nemendur geta lesið undir beztu kringumstæðum, en háðir eftirliti kennara. Á lofti uppi yfir, sem erigin dauðleg vera hafði komið á í 70 ár, hefir nú verið gerð heimavistar- stofa fyrir 8—10 pilta. íhaldið sár- skammast sín fyrir að hafa týnt þessu húsi, og segir að einhver maður hafi einhvern tíma í tíð íhaldsins gert til- lögur um að gera húsið nothæft. En gallinn var sá, að enginn hlustaði á þær tillögur ,ef þær hafa annars verið gerð- ar, og engum datt í hug að framkvæma neitt í þessu efni, fyr en núverandi stjórn leysti málið. Annars get ég glatt hv. þm. með því, að þegar þeim umbótum er lokið, sem ég er nú að láta gera á Menntaskólan- um, þá mun ég bjóða þeim að koma þangað upp eftir til að líta yfir verkin, en það er dálítið einkennilegt, að það er eins og hv. 1. þm. Reykvík. (MJ) og aðrir andstæðingar minir vilji ógjarnan koma þangað upp eftir síðan skólinn var endurbættur, og íþaka opnuð fyrir piltum, — þessi Ameríka, sem fannst á eyðimörku íhaldsins. Ihaldið, liið raunverulega steinsof- andi íhald, hefir haft yfirumsjón Menntaskólans, síðan hann fluttist til Reykjavíkur frá Bessastöðum. Ávext- irnir af stjórn þess koma fram í fram- angreindri sambúð pilta og kennara. En ef Menntaskólinn fær að njóta þeirra umbóta sem starfað hefir verið að undangengin misseri, þó ekki væri nema i tiu ár, þá þætti inér gamaií að vita hvort nemendur bera skólanum sömu söguna og Héðinn Valdimarsson eða Þorgrímur Kristjánsson, Sigurður skóla- meistari Guðmundsson og fleiri gamlir stúdentar eftir því sem skilríki skólans herma. Það er hálfbroslegt, að þegar hinn nýi rektor, Pálmi Hannesson, kom að skólanum, þá átti svo sem að gera mik- ið til að eyðileggja starf hans. íhalds- broddarnir, ekki sízt hv. 2. þm. G.-K. (ÓTh) og menn honum nákomnir, reyndu að koma af stað uppþoti og ég hefi heyrt eftir einum þeirra að hann hafi sagt við son sinn, að það gerði ekkert til þótt hann yrði rekinn úr skóla, því að hann teldi það miklu frek- ar heiður fyrir hann, úr því ekki væri A’iðurkenndur íhaldsmaður rektor við skólann. En hvað skeður! Eftir allan þennan undirróður við pilta og eftir að Morgunbl. er búið að hamast í viku með stórskömmum um rektor og lands- stjórnina, þá er allur þessi íhaldsvindur um garð genginn og málið klappað og klárt. Þetta má tela til lofs Reykvíking- um þeim, sem næst standa skólanum, og' ekki sízt nemendum. Eftir fáa daga var öllum óhlutdrægum mönnum orðið Ijóst, að breyting á forstöðumanni við hina vanræktu stofnun var a. m. k. jafn- nauðsynleg, eins og umbót á húsnæði og fatageymslu. I stuttu máli: Aðstand- endur skólans viðurltenndu með þögn- inni að Framsókn væri á réttri leið um meðferð og aðbúð við skólann, en íhaldið á rangri leið. Ósigur Mbl. varð enn meira áberandi við það ,að allir þrír ílialdsritstjórarnir: Jón Kjartansson, Árni Jónsson og Valtýr Stefánsson tóku aftur uppi í hegningarhúsi öll dig- urbarkaummæli sín um hinn nýja rektor, báðu velvirðingar á athæfi sínu, og borguðu stórsekt til skólans, heldur en að hætta á að dóinur þeirra um Pálma Hannesson yrði ómerktur af dómstólunum. Mér dettur ekki í hug að það hafi snögga hreytingu í för með sér þótt skólinn sé bættur á ýmsan hátt. Piltar finria nú samt, að það er hlýrri blær sem andar um þá, og að kennarar sitja ekki á eilífum svikráðum við þá, eða leitast við að fella þá með ranglátum prófum. Skólinn á fyrst og fremst að vera upp- eldisstofnun, sem hefir góð áhrif á nem- endurna um leið og hann uppfræðir þá í þeim greinum, sem að gagni mega koma í lífinu. Þá var því haldið fram að einn knnn- arinn hefði gefist upp við að kenna ein- um bekknum, og hefði þá annar kenn- ari verið fenginn í hans stað. Þetta er að visu hálfsatt og sltal mál það skýrt, því að það bregður ljósi yfir erfðagalla skólans. Þessi kennari, G.uðmundur Bárðarson, er mjög áhugasamur vís- indamaður. Honum er ekki nóg að hlýða nemendum yfir kennslubók í náttúrufræði, linu eftir línu. Hann vill kynna nemendum náttúruna sjálfa. Hann vill láta þá fá forsmekk vísinda- legra starfsaðferða. I vetur fór hann með nemendum sin- um út fyrir bæinn og sýndi þeim jarð- lög í nánd við Reykjavík, og vildi svo láta þá skrifa ritgerð um þær rann- sóknir er gerðar hefðu verið á ferðum þessum. Piltar þrjóskuðust við að gera ritgerðina og endirinn A’arð sá, að þeir skiluðu allir sömu frásögninni, sem var 2—3 línur fjölritaðar. Piltarnir munu hafa hugsað sein svo: „Við eigum ekki að rannsaka jarðlög eða gera stíl í jarð- fræði. Það er hvergi heimtað í reglu- gerðinni, og hún er okkar æðsta boð. Við eigum aðeins að læra það, sem reglugerð heimtar og standast próf“. Þarna mættust hinni gamli og hinn nýi tími, og báðir höfðu nokkuð fyrir sig. Nemendur eru vanir að fá í skólanum þurran fróðleik, tilvaldan til prófs. Ef þeim mistekst í einni grein, getur hún eyðilagt ágæta einkunn í þrem grein- um. En fyrir yfirburðaframmistöðu fá þeir enga aukauppbót. Nemendur líta á skólann sem stúdentaverksmiðju, og hafa fulla ástæðu til þess eins og skól- inn hefir starfað. En Guðm. Bárðar- son kemur með anda og starfsaðferðir hinna frjóu náttúruvísinda. Hann er sjálfur einn hinn fremsti vísindamað- ur landsins án þess að hafa tekið stúdents- eða háskólapróf. Hann vill innleiða sínar hærri og göfugri starfsað- ferðir í skólanum. En þá mæta honum gömlu, steinrunnu venjurnar. Nemend- urnir biðja um Barrabasar-aðferðir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.