Tíminn - 26.04.1930, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.04.1930, Blaðsíða 4
90 T í MI N N hefir altaf fjölbreytt úrval af allskonar húsgögnum Matborö úr eik, 65—95 kr. — Ðorðstofustólar, margar tegundir, allar með niðurfallssetu, frá 14—34 kr. Matborð og fjórir stólar kr. 120,00 meö betri stólum kr. 141,00. Stök buffe, ýmsar geröir, mismunandi verö. — Allsk. smáborð úr eik og póleruö. — Reykborð, grammófónborð, dívanborð o. fl. o. fl. Birkistólar, kr. 7,00, póleraðir. Svefnherbergishúsgögn, ýmsar geröir og litir. Boröstofuhúsgögn, margar tegundir. seld meö hagkvæmum greiösluskilmálum sendar gegn póstkröfu. ------------- húsgögn eru — Vörur Símnefni „Möbelhandelen l'eglögerSarinnar, heldur en fagnaðar- boðskap vísindalegra starfsaðferða. 1 gamla daga hefðu þessir piltar verið reknir, en það varð að ráði milli mín og' rektorsins að við ákváðum að hlífa þeim þótt þeir hefðu i hærra og betra skiln- ingi alveg á röngu að standa. En piltarn- ir voru börn hins gamla tima, voru bún- ir að vera 5—6 ár í skóla og höfðu vanizt á að hugsa eingöngu um prófin en alls eklti um vísindin. Við vildum ekki fara að dæmi Björns heitins Ólsens, sem dró piltana um skólann til að leita í vösum þeirra, heldur vildum við sýna piltunum dálitla linkind og lita á málsbætur þær er þeir höfðu, eins og áður hefir verið að þeim búið. Eg hefi nú rey.nt að sýna fram á hvað hér ber á inilli. Það er hinn gamli tími og hinn nýi, sem eigast við. Það, sem fyrir mér hefir vakað er það, að ég hefi viljað bæta skólann hið innra og ytra. Og nú er svo málum komið í þessu efni að þrált fyrir allan róginn, allar skammirnar og svívirðingarnar sem blöð og leiðtogar ihaldsins hafa borið út um núverandi stjórn fyrir umbæturnar á mentaskólanum er þjóðin ánægð og hall- ast að því, að hin nýja stefna sé rétt, en sú gamla röng. < Þá talaði hv. þm. (MJ) um þá hlut- drægni, sem ég hefði sýnt við ráðningu stöku manna á varðskipin. Þar átti ég sennilega, eftir hans skoðun að láta elzta manninn sitja fyrir eins og við setning- una í rektorsembættið. Er þá rétt að at- - huga einstök rök þess máls. Þegar átti að ráða í þessa: stöðu voru það tveir menn aðrir en sá sem var ráð- inn vai', sem gátu komið til greina; var annar skipstjóri á Óðni, en hinn á Þór. Eins og kunnugt er valdi ég hvorugan þeirra heldur stýrimanninn á Óðni. Einar Einarsson var mér kunnur að því að vera afburða sjómaður, og það var dugnaður hans, sem vakti athygli mína á honum. Meðan verið var að byrja á smiði Ægis veitti ég honum tækifæri til að kynna sér björgunarmál í Danmörku, Noregi, Þýzkalandi og Englandi til að kynnast öllum aðferðum, sem notaðar væru og öllum tækjum sem hægt væri að koma við til björgunar á varðskip- um landsins. Ég vildi að nýja skipið yrði í einu sem bezt fallið til landhelgisgæzlu og til björgunar. Þó að annarhvor skip- stjórinn, af Óðni eða Þór, hefðu tekið við stjórn Ægis, þá hefðu þeir á engan hátt verið betur settir fjárhagslega, eða að mannvirðingum. Báðir höfðu að laun- um til náð liámarki þvi, sem lög leyfðu. fyrir stjórn á varðskipum landsins. Ann- ar þessara manna, sem reynzt hefir góð- um námsmaður, Friðrik Ólafsson, var sendur utan til að nema sjómælingar, og ég efast ekki um, að hann muni reynast vel í því starfi, og að það hafi verið rétt ráðstöfun. Jóhann Jónsson skipstjóri á Óðni hafði aldrei fengið frí eins og nauðsynlegt er fyrir sjómenn að fá, þótt það þykist bera hag hans mjög fyrir brjósti. Það var fyrst eftir stjórnarskiftin að þessi starfs- maður landsins féklc það frí, sem hann átti í raun og veru fullan rétt á, en undan- farnar stjórnir ekki haft nærgætni til að minna hann á. Hv. þm. G.-Ií. bar það á fundi á Akranesi á Jóhann Jónsson og Friðrik Ólafsson að þeir vildu að ég væri drepinn. Siðar reyndi þessi íhaldsmað- ur að draga úr ummælunum með því að segja að skipstjórarnir vildu að ég væri drepinn í pólitískum skilningi. Ef þing- inaður í næstu löndum hefði borið á menn í sömu stöðum og þessir skipstjór- ar ern slíkan áburð, þá hefðu þeir ann- að hvort tafarlaust verið reknir úr stöð- um sínum eða orðið að hreinsa sig með dómi af áburði þessum. Ég fyrirleit róg- beran of mikið til að hreyfa eitt hár á höfði skipstjóranna. Og þeir virðast hafa tekið sögusmettuna jafn óhátíðlega. En þegar hv. 1. þm. Rvk. (MJ) er að tala um það, að skipstjórinn á Ægi sé ófær í sinni stöðu þá er rétt að gera samanburð á starfsemi hans og skipstjórans á Óðni, sem ihaldsstjórnin dæmdi fyrir sitt leyti færastan til forustu i landhelgismálum. Ég álít Óðin og Ægi jafngóð skip til gæslunnar. Ég álít að Jóhannes Jónsson geri sitt itrasta til að standa vel í stöðu sinni og að hann sé að öllu samantöldu eins góður eins góður maður til starfsins eins og nokkur von var að Jón Magnús- son eða samherjar hans hefðu getað fundið til forustu á Óðni, En úr því í- haldsblöðin og íhaldsmenn eru sífelt að miðra Einari Einarssyni fyrir starf sitt á Ægi, og mig fyrir að fela honum land- helgisgæslu, þá verður ekki hjá því koni- ist að segja það sem satt er að hann hef- ír síðan um mitt sumar í fyrra tekið 10 —12 togara, en Óðin 3—4. Ég hefði ekki séð ástæðu til að minnast á þetta, nema fyrir það beina tilefni, sem ihaldsmenn gefa nálega daglega, með því að bregða hinum mikla hreysti- og dugnaðarmanni, Einari Einarssyni , um að hann standi ekki vel á verði í starfi sinu. Ég get sagt hv. þm. Borgf. (POtt) það, þótt það hryggi hann, sem stjórnarand- stæðing, en gleðji hann, þingmann sjáv- arútvegs kjördæmis, að nú eru sjómenn- irnir í sjávarþorpunum miklu ánægðari, en áður með landhelgisgæzluna. Ég get t. d. bent honum á það, að nii er togur- unum síður en áður mögulegt að veiða í landhelginni hjá Sandi og ólafsvík, þar sem nógur fiskur er, heldur eru þeir teknir umsvifalaust eins og t. d. Belgaum um daginn. Það er þetta sem ég legg aðal- áherzluna á, að lögin eiga að ganga jafnt yfir alla, og ég get í trúnaði sagt hv. þm. Bf. að i ýmsum kauptúnum á landinu sunnan og vestanverðu eru sjómennirnir farnir að athuga það, hvort það sé bein- línis heppilegt fyrir atvinnuveg þeirra að hafa á þingi fulltrúa sem hafa samúð með landhelgissvikum íslenzku togar- anna. Hér suður með sjó er farið að tala um það, að togari annars þm. kjördæm- isins var með breitt yfir nafn og tölu í náttmyrkri að stela fiski úr landhelg- inni. Og útgerðarstjórinn lét ekki skip- stjórann fara þótt sök væri sönnuð. Sami útgerðarstjóri berst fyrir því þing eftir þing að eigendur veiðiskipa geti eftirlits- laúst sent togurum sínum skeyti um hvernig þeir geti bezt athafnað sig í landhelginni. Sjómennirnir ‘suður með sjó, á Akranesi og' Snæfellsnesi taka líka eftir því, að blöð íhaldsflokksins, sem þeir hafa fram að þessu talið sér velvilj- uð, ofsækja beinlinis Einar Einarsson skipstjóra fyrir það eitt, að hann er vak- inn og sofinn í að elta veiðiþjófana allt i kringum land, með þeiin clugnaði og elju, að af skipi hans stendur veiðiþjóf- iinum hinn mesti ug'gur, bæði nótt og dag. Gremjuyrðin í garð Einars Einars- son eru prentuð andvörp íslenzkra land- helgisþjófa. Eg hverf nú enn að setningu Einars H. Einarssonar sem skipstóra á varð- skipið Ægi. Hafa íhaldsmenn mjög vítt þá ráðstöfun, og það einkum af því að Einar hafi ekki gengið í skóla fyrir sjó- liðsforingja í Danmörku eins og skip- stjórarnir á Óðni og Þór. En þessir menn láta um slíka hluti næsta fávís- lega, því að það er alkunna að mælt á erlendum mælikvarða er sjóliðsforingja- menntun Jóhanns P. Jónssonar og Frið- riks Ólafssonar í svipuðu hlutfalli við skólagöngu foringjanna á „Fylla“ til að taka það dæmið sem næst er, eins og smá- það dæmið sem næst er, eins og smá- skútuprófið íslenzka, við meira próf stýrimannaskólans. Nú vil ég spyrja hvort hv. þm. Borgf. álíti að betra væri að hafa sjóliðsforingja af „Fyllu“ fyrir skipstjóra á „Óðni“, heldur en Jóhann P. Jónsson. Nú hafa hv. þm. Dal. og fleiri ámælt „Fyllu“ fyrir slælega landhegis- gæzlu, þrátt fyrir það, að henni stýra menn sem hafa að baki margfalt meiri skólagöngu en Jóhann P. Jónsson. Ég skal ekki fara út í það hér, hve réttmæt- ar þær ásakanir eru, en þær sýna, að próf og skólaganga foringjanna á dönsku skipunum er, að dæmi íhalds- manna, ekki einhlit til góðrar landhelg- isgæzlu hér við land. Fyrir mér vakir hið sama um varð- skipin og um skólana: a'ð hinir dugleg- ustu og kröftugustu hafi þar forustu. Þeir skipstjórar, sem mestan dugnað og árvekni sýna í því að elta og' taka innlenda og erlenda togara, eiga að vera foringjar á þessum skipum. Óg reynsl- an er farin að sýna að mér hefir ekki að þessu leyti mistekizt val á manni til forustu á Ægi. Einar H. Jónsson er hinn mesti vikingur á sjónum, og er það mála sannast, að innlendir landhegisbrjótar fara ógjarnan í landhelgina nú orðið, nema þeir viti með loftskeytum frá eig- endum sínum, að Ægir sé ekki á næstu slóðum. Mér finnst það miðlungi heiðarlegt af hv. þm. Borgf. (PO), að vera að lepja liér slúðursöguna um reykháfinn í Firði. Einar Einarsson liggur ekki á liði sínu, og ef bornar eru saman dagbækur „Óð- ins“ og „Ægis“ fyrsta starfsár beggja, mun koma í ljós, að „Ægir“ hefir sízt legið meira i höfnum, heldur en „Óð- inn“ sem íhaldið lætur þó óátalinn með vinnubrögð sin, eins og líka er rétt. En það sama réttlæti mætti gjarnan ná til „Ægis‘ líka. Sumir sjómenn setja það út á Einar H. Einarsson, að hann fari ekki inn á skemmtilegar hafnir, þar sem hægt er að koma upp dansskemmtunum. E. H. E. var eklci sendur til að skjóta niður reykháfinn og ef hann heí'ir gert það, hefir hann ekki að neinu leyti gert það á kostnað skyldustarfs síns, landhelgis- varnanna. (PO: Svo þetta var þá ekki slúðursaga!) SVO: Jú, að „Ægir“ hafi verið sendur til þess.) íhaldsmenn bjuggu til þá lygasögu, að „Ægir“ hefði ekki komizt til strandstaðar „Þórs“ í tæka tíð, af því að hann hefði verið að skjóta niður reykháfinn í Firði. En sann- leikurinn er sá, að „Ælgir" lá í ofviðri inn á Mjóafirði, er strandið bar að höndum. „Óðinn“ var undir Ingólfshöfða og greindi eigi skeyti þau, er honum voru send héðan um kveldið, og á Mjóafirði heyrðust skeytin ekki fyrr en undir dög- un. Var með öllu óhugsandi að fara á móti veðri þá nótt, en þó var farið af stað á vettvang strax um morguninn. Hv. 1. þm. Reykv. kom að læknamál- inu og talaði um veitingu Keflavíkurhér« aðs. Ég get verið stuttorður um það mál. Hér stendur deilan um hið sama og víða annars staðar: gömlu og ungu mennina. En fólkið er nú svona hlálegt, að það treystir ungu læknunum betur. Það er sama sagan og um prestana. Ungu prest- arnir bera nálega ávallt sigur af hólmi í baráttu við gömlu prestana. Læknarnir hafa ekki ennþá getað sætt sig við að hið sama gangi yfir þá. Þeir hafa ekki getað sætt sig við, að maður, sem er farinn að þreytast og stirðna í sinni mennt, verði að þoka fyrir öðrum með óslitnum kröftum og meiri menntun. En þetta er að verða liin almenna skoðun fólksins. Út af þessu hafa gömlu Iæknarnir orðið óánægðir og gert hin óliklegustu mann- skemmdaverk, sem reynslan er að visu þegar búin að sýna, að urðu þeim til lít- illar gleði. Gömlu læknarnir geta ekki hugsað sér þann möguleika, að fólkið hafi vaxandi áhrif á veitingu læknisem- bætta. Þeim ætti þó að vera ljóst, að hér í Reykjavík krefst ahnenningur þess, að ráða hváða lækni hann notar. Hér er stórt sjúkrasamlag, þar sem fólk fær læknishjálp fyrir borgun úr félagssjóði. Nii myndi náttúrlega verða ódýrast, að semja við einn lækni eða tvo um þessa hjálp. En það er þýðingarlaust; fólkið heimtar að ráða hvaða lækni það notar. Einn vill hafa þennan og annar hinn, og sjúkrasamlagið verður að borga hvaða lækni sem er, sem einhver félagsmaður vill nota. En þessir sömu læknar álíta þó, að fólk eigi engu að ráða um val á íækni, sem það verður ef til vill að sitja uppi með í mannsaldur. Framh. Alþingismenn eru nú flestir farnir heimleiðis, þeir sem heima eiga utan Reykjavíkur. Tóku nokkrir norðanþing- menn sér far með varðskipinu Ægi til> Borgarness í gær og fara landveg þaðan. Framsóknarfélag Borgfirðinga heldur almennan landsmálafund í Borgarnesi í dag, -og mætir Jónas Jónsson ráðherra þar af hálfu B-listans. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Hólatorgi 2. Sími 1245, Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.