Tíminn - 01.05.1930, Síða 3

Tíminn - 01.05.1930, Síða 3
TllMNN 8 Bækur og listir Halldór Kiljan Laxness: Alþýðubókin. Bækur H. K. L. eru, eins og höfundurinn sjálfur, einstætt fyr- irbrigði í íslenzku þjóðlífi. H. K. L. hefir, þótt hann sé enn ungur maður, innan við þrítugsaldur, farið víðar um heim og átt meiri kost þess að kynnast menningu erlendra þjóða en aðrir núlifandi íslendingar. í fullan áratug hefir hann verið svo að segja á sífelld- um ferðalögum fram og aftur um Vestur-Evrópu og Ameríku í þeim tilgangi, eftir því sem hann sjálfur segir, — að búa sig undir að verða rithöfundur á tslandi. Að þeim undirbúningi loknum hefir þessi víðföi'li maður í heirni bókmenntanna, kveðið upp eftir- faranda dóm, sem birtist í upp- hafi Alþýðubókarinnar og' hljóð- ar þannig: „Menn skyldu varast að halda, að þeir viti nú alla skapaða hluti, þótt þeir hafi lesið eitthvert slangur af bókum, því sannleikurinn er ekki í bókum, heldui' i mönnum, sem hafa gott iijartalag. Bækur eru í hæsta lagi vitnisburður um sálarlíf mann- anna, sem hafa ritað þær. Ég hofi mörgurn kynnst, sem kapp hafa lagt á bókvísi, en þeir hafa oftast verið fremur mannúðarlitlir í hugsjónum og nokkuð ofstopasamir hið innra með sér, en snauðir að þeirri menn- ingu lijartans, sem hún amma mín var gædd og lýsti sér í gamansemi, elju, afskiptaleysi í trúmálum, jafn- aðargeði í sorgum, kurteisi við bág- stadda, hugulsemi við ferðamenn, óbeit á leikaraskap, góðsemi við skepnur ... hinar beztu bækur koma frá óbreyttum mönnum, sem lifað hafa eitthvað merkilegt og fært það í letur af hálfgjörðri tilviljun". En hvað sem þessum dómi höf. um bæltur — og þá auðvitað um leið hans eigin bækur :— líður, þá er það víst, að Alþýðubókin gæti ekki hafa verið skrifuð af venju- legum íslenzkum alþýðumanni, sem eklti hefði komið út fyrir landsteinana, og að í henni er Vatnsleiðslan I Róm er eitt af stórkost- legustu mannvirltj- um fomaldarinnar. Leiðslan var ekki grafin í jörð, heldur hvíldi á steinbogum eins og þeim, sem sjást á myndinni. meiri og fjölbreyttari sannleikur en amma höf., sem átti heima á afskekktum dalabæ efst í Mos- fellssveit, getur hafa haft hug- mynd um, jafnvel þó að hún hefði „gott hjartalag“. Halldór Kiljan Laxness er fyrsti skáldritahöfundur á Is- landi, sem skrifar um viðfangs- efni heimsmenningarinnar út frá alþjóðasjónarmiði. Og þó að Al- þýðubókin sé ekki nema tæpar 370 bls. í litlu broti eru þai' tekin til meðfei'ðar flest algengustu umtalsefni nútímans. Höf. er hispurslaus í frásögnum og ákveðinn í dómum. Stíllinn er látlaus og alþýðlegur, stundum meira notað af vafasömum orð- um úr talmáli en góðu hófi gegnir. Tilgerð og hugsanaþoka, sem algengt er í íslenzkum nú- tímabókmentum, einkum margra þeirra, sem um andleg mál rita en lítið hafa til brunns að bera, er ekki til í Alþýðubókhmi. Fram setningin er skýr, einlæg og blátt áfram, eins og maður tali við mann á förnum vegi. Bókin er eiginlega safn rit- gjörða, sem samdar eru hér heima og vestan hafs, um bók- menntir og iistir, þjóðfélagsmál, siðfræði og trúmál. Efni bókar- innar verður bezt lýst í fám orð- um með því að birta fyrirsagn- ir ritgjörðanna, en þær eru þess- ar: 1. Bækur. 2. Þjóðerni. 3. Um Jónas Hallgrímsson (tví- mælalaust það bezta, sem skrifað hefir verið um „lista- skáldið góða“). 4. Hin komandi þjóðhátíð vor 1930. 5. Tannskemdir og fúlmennska (bráðskemtilegur kafli, sem raunar er meira í af fyndni en sannleika). 6. Kvef og klæðaburður. 7. Þjóðmenningarlegt hneyksli. (aðallega um íslenzku torf- bæina). 8. Bættur hýbýlákostur. 9. Um búskap á íslandi. 10. Myndir. 11. Kvikmyndin ameríska 1928. 12. Skemmtigarðamir í San Fran- sico. 13. Inngangur að rannsókn á or- sökum glæpa. 14. Siyndin. 15. Maður, kona, barn. 16. Um undirróður vestrænnar auðvaldsgræðgi í Austurlönd- um. 17. Spámemi og meistarar í Kali- fomíu. 18. Trú. 19. Afskifti höf. af trúarbrögð- um (að nokkru leyti þroska- saga höf. sjálfs). 20. Maðurinn. Það verður ekki dregið í efa, að skoðanir og fuilyrðingar höf. eins og þær koma fram í bók þessai'i, muni orka mjög tvímæl- I. “ Þegar litið er til baka yfir menn- ingarsögu íslenzku þjóðarinnar, verða jafnan fyrir manni ártöl, sem rísa eins og' fjallatindar á flatlendi, mismunandi háir, fagiir eða tignarlegir. Og séu þær minn- ingar, sem við þessi ártöl eru tengdar, hugstæðar og lýsi fram- sækni eða fremdarverkum for- feðra okkar, nemum við stað- ar og látum andann njóta útsýn- is af þeim tindum og veimum okkur um stund við yl þeirra minninga. Árið 1530 er eitt af þessum glæsilegustu tindum í menning- arsögu íslenzku þjóðarinnar, vegna þess, að á því ári er talið að til Islands hafi verið flutt sú iðn, sem mestu hefir orkað um efling og verndun menntunar og menningar þjóðarinnai', en jafn- framt verið henni sverð og skjöld ur í baráttunni fyrir frelsi henn- ar og framförum. Þessi iðn er prentlistin. II. Eins og’ allar uppgötvanir, á prentlistin — listin að prenta með lausum stöfum — sína for- sögu og hana langa. Svo langt aftur í fomeskju, sem sögur fara af mannkyninu, virðist löngunin og þörfin til að klæða hugsanirnar í sýnilegan búning vera vöknuð. Þá höfðu menn enn ekki fundið upp það is,margar hverjar. Fer svo jafn- an um þá menn, sem ómyrkir eru í máli og fremur kjósa að eiga það á hættu að kveða upp rangan dóm en að losa sig við ábyrgðina af því að láta uppi skoðanir sínai'. Því verður heldur eigi mótmælt, að smekkvísi höf. sé sumstaðar nokkuð ábótavant, en í því efni hefir þó orðið mikii framför frá því, sem hann • hefir áður ritað. En hitt er jafn víst, að H. K. L. er djarfastur og hrein skilnastur allra núlifandi rithöf- unda vorra, að bók hans vekur athygli á ýmsu því í lífi nútíma- manna, sem áður hefir verið lítið minnst á í íslenzkum bókmennt- um og er að öllu samanlögðu ein bezta bókin, sem út hefir komið hér á landi síðustu árin. kerfi, að setja orðin saman úr fáum bókstöfum, en til að full- nægja þessari þörf sinni, táknuðu Austurlandabúar þvi atburði með myndum. Síðar tókst þeim svo að kerfisbinda þennan frásagnarhátt meira, þannig, að orð og jafnvel einstakir stafir og sérhljóð voru táknuð með ákveðnum myndum, svo sem í táknmyndaskriftum fornegypta (Hieratisku skrift- inni og Hiei'oglyf unum), baby- lonisku fleigrúnunum og' kín- versku skriftinni, sem er notuð þar enn. En eins og gefur að skilja, var þessi táknmyndaskrift seinleg og þurfti auk þess að gjörast af mikilli list. Kom hún almenningi því að litlum notum og fyrir fárra augsýn það sem ritað var. Til að ráða bót á þessu fóru því menningai'þjóðir Austurlanda, Egyptar og Kínverjar, að reyna að finna möguleika til að gera fleiri en eitt eintak af sömu skriftinni, án þess þó að þurfa að skrifa nema einu sinni. Og ráðið sem þeir fundu, var að skera táknmyndimar í tré, oftast í kirsuberja- eða perutré, og þrykkja þær síðan með sérstök- um legi á vefnað eða pressaðan merg úr jurt þeirri er „Papyrus“ nefnist og óx á Nílárbökkum, og af nafni þeirrar jurW «3i’ urð- ið pappír komið. Engar sagnir eru til um það, hvemig prentun þessi var fram- kvæmd eða hverskonar áhöld voru notuð, enda mun hún hafa verið fátíð og í mjög smáum stíl, þar sem tréskurðurinn var vanda- samur og margbrotinn og ekki á annara færi en listamanna að framkvæma hann. Eftir því sem aldir liðu breytt- ist skriftin úr myndum í bókstafi og gerði það tréskurðinn nokkuð auðveldari, en annars fór prent- unin fram á sama hátt og áður. og því varð hún almenningi ekki að því gagni, sem skyldi og full- nægði ekki þeirri hugsjón, að gera ávexti andlegra afreka vís- inda- og fræðimanna sýnilega þeim, er fræðast vildu. Hér var því enn óleyst verkefni, sem beið úrlausnar hugvitsmannanna. Jóhann Gutenberg. Það vai' þó ekki fyr en laust fyrir miðja 15. öld að ungum þjóðverja, Jóhanni Gutenberg, tókst að finna upp aðferð til að steypa lausa stafi úr málmi, en þá var lausnin fengin. I stað þess áður að skera í tré hvert orð, sem málið hafði að geyma — og það mörg af hverju — þurfti nú ekki að móta nema einu sinni hvern staf og síðan steypa í því móti svo mikið af hverjum staf, sem þörf krafði til að geta prent- að ótakmarkaðan orðafjölda. Gutenberg var fæddur í klainz á Þýzkalandi unj 1397. Fór hann ungur til Strassborgar og nam þar gimsteinafágun og málm- steypu. Við þá iðn fekk hann hugmynd sína Um letursteypuvél- ina og lagði allar eigur sínar í tilraunirnar með hana, sem ýms- ir telja að hann hafi gert um 1436. Árið 1444 fer hann aftur til Mainz, snauður að fé en með eitt af mestu menningartækjum mannkynsins í fórum sínum. Ber engum heimildum saman um störf hans frá þeim tíma og fram til 1450, en það ár er hann með vissu búinn að setja á stofn íslenzk prentlist 400 ára Eftir Gruðbjörn Guðmundsson, prentsmiðjustjóra þungur á brúnina. Greifinn var hár vexti, renglulegur og frekn- óttur, með snoðklippt, rautt hár og illúðleg, beinabert andlit. Hend- urnar á honum voru eins stórar og steikarkjötstykki. Hnén á hon- um stóðu út í nærskornar bræk- urnar, eins og æxli. Hann lyfti valdsmannslegri, hærðri hendinni með rannsakandi glotti í litlu svínsaugunum. „Jæja, meistari!“ Meistarinn fór að riða á fótum og' ætlaði að setjast niður þar sem hann stóð. Hann saup hvelj- ur þurrum munni, náfölnaði og hvíslaði veikum rómi: „Jæja“, hvað þýðir þetta „Jæja“?“ „Það þýðir það, sem það þýð- ir“, sagði greifinn kuldalega. Þetta var hræðileg stund. Það gjörði útlitið enn geigvænlegra, að greifinn hafði brugðið venju sinni með því að fara svo snemma á fætur. Það var auð- séð, að honum var alvara með hótun sína. Dauðaþögn ríkti í herberginu. Það eina sem heyrð- ist til, var grasasamsuðan með einkennilegu lyktinni, sem vall og kraumaði, eins og ekkert hefði í skorizt. „Greifi“, sagði meistarinn að lokum, „það er ekkert gull til“. „Komdu þá með kampana“, æpti greifinn og stökk að meist- aranum, sem var fljótur á sér að vai-pa skegginu yfir vinsti öxl- ina, svo að það lafði niður bak- ið á honum. „Hættið, herra!“ hrópaði hann í örvæntingu. Greifanum varð hverft við. „Hvað er nú?“ „Það er ekkert gull til“, stundi meistarinn upp, en það er nokkuð sem betra er“. „IJvað þá“. Aftur saup meistari Super- pollingerianus feiknahveljur, en nú var hann ekki lengur þur í munninum. Það kom vatn í munn- inn á honum, þegar hann hugsaði um, hve sniðug lygi honum hefði dottið í hug. Hann fann, að sér var borgið. „Hvað þá“, endurtók greifinn harðneskjulega. „Nokkuð, sem er betra en gull —“. „Yizkusteinninn?“ Nei“ ’,Hvað þá?“ „Eilíf ástarsæla!“ sagði meist- arinn og kyngdi munnvatni aftur. Greifinn strauk um nefið. Það var merki um efablendni. „Á ég nú að gleypa við þessu?“ spurði hann. „Á ég nú líka að gleypa við þessari lygi, eins og ég hefi nú í hálft annað ár gleypt við öllum þeim blekkingum, sem þér hefir tekizt að beita, til að lengja dvöl þína hérna, þú, smán- arbletturinn á himni vísind- anna?“ Sá, sem er í efa, trúir að hálfu leyti, hugsaði meistarinn og fór nú að útlista ósannindi sín með hinni mestu rósemi. „Við tilraunir mínar og rann- sóknir hefi ég fundið aðferð til að sigra kvenleg hjörtu“. Greifinn sperrti upp augun. Hann var kunnur að því, að gang- ast meira en lítið fyrir kvenleg- um yndisleik, en hann hafði aldrei átt neinu gengi að fagna hjá tignum konum. Andlitið á honum ljómaði af gleði. „Ég hefi sorfið niður silfur“, hélt meistarinn áfram „og soðið það í safa úr A s p e r u 1 a Odorato og í safa úr Azar- um Europæum. Þetta eru nú efnin sjálf. En efnahlutföllin, sem töframir eru komnir undir, eru mitt einkamál. Ecce-----------“. Og hann lyfti lokinu af einum pottinum. Þar voru smá silfur- kom, sem suðu í einhverskonar vökva með ákaflega kynlegri lykt. Hann hafði soðið allan þenna hrærigraut nóttina áður. Það var síðasta úrræðið. „Og — „Og úr þessu silfursvarfi bý ég til silfurþynnu og þessa silfur- þynnu fellið þér síðan vel og vandlega utan um hjaltið á sverð- inu yðar, og þegar þér viljið vinna hylli kvenna, þá haldið þér vinstri hendinni á sverðshjaltinu. Engin hefðarkona, hvorki baróns- frú, greifafrú, hertogafrú né heldur drottning mun standast magn þeirra töfra. Með það sverð við hlið munuð þér vinna ástir hverrar konu í öllum heimi“. „Hm“, sagði greifinn, „má jeg þá treysta því fullkomlega?" „Það getur ekki skeikað, herra“. Silfurhjaltið var tilbúið sama daginn. „Frestur er á illu beztur“, sagði meistarinn við sjálfan sig, og til þess að spara sér það ómak, að beygja sig, lyfti hann. skegg- inu upp á handlegg sér og strauk það í djúpum hugsunum. Kvittur um þetta fór þegar að berast um héraðið. 1 köstulunum og virkjunum í grenndinni klædd- ust hefðarkonurnar í gullsaum- aða kjóla, hvísluðust á og litu íbyggnar hver til annarar, og alstaðar snerist talið um sverðið með silfurhjaltinu, sem Rauðfeld- ur greifi hafði eignast. Ekki vom þrír dagar liðnir, er meistari Konráð Superpollingerianus hafði fengið átján tilboð frá ýmsum öðrum höfðingjum, sem hétu honum ævilangri stöðu, gulli eins og hann vildi, ásamt fæði og húsnæði, ef hann vildi skýra þeim frá leyndarmálinu um efnasam- setningu silfurhjaltsins. En Rauðfeldur greifi bauð hærra en nokkur hinna, og gaf meistaran- um ekki leyfi til að fara út úr kastalanum. Á fjórða degi lagði hann af stað, til að sigra með silfurhjalt- inu. Fyrst var förinni heitið til næsta kastala. Lénsherrann var á ferðalagi í öðrum löndum. Hin fagra hallarfrú var ein heima ásamt 33 tignum meyjum er veittu henni þjónustu. Hér hafði Rauðfeldur greifi lengi keipað, án þess að bitið væri á öngulinn, en nú biðu konurnar hans með kynlegri óró og eftirvæntingu. Allar vildu þær 33 taka á móti greifanum og allar fullyrtu þær, að þær væru ekki hræddar við silfurhjaltið. En hallarfrúin sendi þær allar burt, og hún, sem var fyrirmynd í trúfesti og kvenleg- um dyggðum, tók alein á móti greifanum. Hún lá á stórum legubekk, þeg- ar Rauðalöpp (eins og þær köll- uðu greifann sín á milli) kom inn. Hún reis upp, gekk á móti honum og bauð honum sæti. Höfðinginn tók sér sæti á skemli og hélt sverðinu á milli hnjánna, eins

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.