Tíminn - 03.05.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.05.1930, Blaðsíða 2
96 T í MI N N vanrækslu í þessu efni. Alraenningur við sjóinn misskilur ekki aðstöðu flokk- anna til landhelgismálsins. Þing cftir þing hefi ég beitt mér fvrir því að korna á eftirliti gegn misnotkun loftskeyta til að hjálpa íslenzkum togurum að sleppa úr landhelginni. En slíkt frv. fellir hv. þm. með glöðu geði til að þoknast eig- endum Kveldiilfs, Belgaum o. s. frv. Þetta er mál, sem vegur meira i sjávarþorþ- um kringum land heldur en þótt Óðinn eða Ægir sé sendur í ferð til Hornafjarð- ar mcð skólapilta eða mann vest- ur á Patreksfjörð, sem á að taka við af Einari Jónssyni. Hv. þm. Bf. má vera þess fullviss að með yfirhylmingu sinni með landhelgisbrotum ísl. togara, sem stýrt er inn í landhelgina með dulmálsloft- skeytum, hefir íhaldsflokkurinn sýnt heilindi sin i landhelgismálinu. IV. Fimmtudaglnn 27. marz. Blaðamennska íhaldsflokksins — Enska lánið Kúlu-Andersen — Áfengismállð og Spánarsamningurinn. Ég var ekki viðstaddur hér i deildinni í gær þcgar hv. þm. N.-ísf. (JAJ)1) mælti til inin nokkrum orðuin. Ég held samt að mér hafi tekizt að fá aðalatriðin úr ræðu hans svo að ég geti vikið að henni fyllilega. , Hv. þm. minntist á það að vinsældir mínar væru litlar hjá vissum mönnum i vissum stéttum! Þetta ætti að gleðja hv. þm. því það er í pólitík, eins og svo víða annarstaðar, að eins dauði er annars lít. Ef þetta væri rétt hjá hv. þm. get ég ekki skilið i þvi, að hann og aðrir skuli þurfa að eyða eins miklum tíma til þess að vinna móti mér, sem raun ber vitni um. Ég ætla að nota tækifærið og færa hér fram ýms rök, sem benda alveg í gagn- stæða átt við ræðu þessa hv. þm. Það eru nú nýlega afstaðnar bæjar- stjórnarkosningar hér í Reykjavík. Er það í fyrsta skifti, sem Framsóknar- flokkurinn hefir boðið fram lista við þær kosningar. Það var éklci spáð vel fyrir flokki okkar. Andstæðingar hans sögðu, að hann hefði ekkert fylgi. Hv. þm. Dal. (SE) reiknaðist það til, að listinn mundi fá 200 atkv. og því erigum fulltrúa koma að. Aðalmálgagn fhaldsins, Morgunblað- ið, var svo hlálegt að það gerði þessa kosningabaráttu alveg ranglega að bar- áttu íbaldsins við mig, í stað þess að hún var við Framsóknarflokkinn og fulltrúa hans. Ef þetta væri rétt hjá hv. þm. N.- isf., að ég væri illa liðinn í bænum, þá hefði spádómur hv. þm. Dal. átt að ræt- ast, ef sú skoðun Mbl. var rétt, sem ég vil þó ekki halda frain, að kosningin snerist um fylgi mitt. En hvernig fór? Menn furðaði ekki á því' hvað Sjáll- stæðisflokkurinn eða Jafnaðarmenn fengu, það vissu menn fyrir — heldur hvað Framsóknarflokkurinn fekk mörg atkv. Framsóknarflokkurinn fekk sjö- falt meiri atkv.fjölda en flokksbræður hv. þm. Dal. höfðu búizt við. Þetta er í rauninni litilfjörlegt atriði. Mér dettur ekki í hug að það liafi verið mín vegna, að F'ramsóknarflokkurinn hafði svo mik- ið fylgi. Ég verð að eins að geta þessa fyrst hv. þm. vék að þessu og aðalmál- gagn flokks hv. þm. túlkaði málið svo að ef Framsóknarflokkurinn tapaði væri það minn ósigur. En þá er það líka minn sigur að flokk- urinn sigraði. Ég held því að hv. þm. hafi reiknað rangt i þessu efni. Þá vil ég líka minna á annan voða, sem líka snertir hv. þm. og hans bardaga- aðferð. Hv. þm. var ekki ákaflega orðavandur. Orðalagið var eins og þegar ómenntaðir eða drukknir menn eru að tala. Svo vonskuþrungin var ræða hans. Ég gel ekki skilið hvernig hv. þm., sem ekki er talinn ógreindari en sumir aðrir félagar hans í íhaldinu, gat látið sér slíkt orð- bragð um munn fara. Ég vil segja hon- um það, að svona framkoma gagnvart mér og mínum sainherjum hefir ótvirætt orðið okkur til mikils gagns. Ég veit ekki hvort hv. þm. veit það, að það er einskonar gagnkvæmt leynisam- band milli mín og Morgunblaðsins. Ég hefi einu sinni heyrt sagt, það var vist Jakob Möller sem hélt því fram, að ég borgaði fyrir að skrifa vitlausar greinar í því blaði og skriði svo á heimsku Morg- unblaðsins. Þetta var vitanlega gaman- yrði. En sambandið sem er milli mín og Morgunblaðsins, er þannig að Morgun- blaðið flytur um mig 1—3 skammar- 'greinar á dag allan ársins hring. Þetta lítur á yfirborðinu út eins og það muni skaða mig og þannig er til þessara árása stofnað. Þar sem Mbl. er dagblað og kem- ur í flest hús í bænuin, en Tíminn sem leiðréttir villur Mbl. að eins vikublað, og kemur í miklu færri hús í bænum, mætti búast við að hér væri ójafn leikur, íhald- inu í vil.'En raunin er samt sú, að af þessum skömmum Morgunblaðsins hefi eg fengið mitt aðalfylgi því ekkert hefir sannfært fólk betur um að ég sé á réttri leið, en að það málgagn, sem þjóðiri veit að vinnur jafnan það ógagn sem það fram- ast getur hverju góðu máli, og er að máli og formi til eitt bögumæli, skuli vera mér 1) Jón Auðunn .íónsson. l'jandsamlegt. Um aðalmálgögn íhalds- ins má segja, að þau leggi jafnan til mála það heimskulegasta og illgirnislegasta og það á hinn ódrengilegasta hátt. Það er ekki lílils virði að liafa slíkt blað á móti sér. En hvað græðir svo Morgunblaðið á mér? Það græðir það að sorinn úr fólk- inu hér í Reykjavík, sérstaklega fólk, sem styður Storm og Framtíðina auk hinna viðurkenndu flokksblaða þjappar sér enn þá fastar utari um Morgunblaðið eins og t. d. Páll, sem ekki lokar. Slíkir menn verða enn þá meiri vinir Morgun- blaðsins en áður. Slíkir menn lieimta daglega ákveðið magn af ósannindum, rógi og níði um mig og nokkra aðra af andstæðingum kyrstöðuflokksins. Auk- ið fylgi þessa fólks er gróði Morgun- blaðsins. Það vill heldur hafa illa með sér en enga. Og til þess að nú í þessa menn notar það mig sem agn. Þegar ég er til lengdar burtu úr bænum, verður Mbl. dauft og bragðlaust, en við heim- komuna verður Mbl. eins og hálfskræln- aður eyðimerkurgróður, þegar regnið kemur og færir nýtt líf í hálfdauða leggi og blöð. Þannig útvega ég Mbl. sterkt og og öruggt fylgi hjá dreggjum þjóðfélags- ins, en það eykur aftur fylgi mitt hjá þeim hluta þjóðarinnar, sem er sæmd að þiggja frá stuðning í almennum málum. Þá kom hv. þm. að máli, sem nii er fyrir Ed., frv. um fimmtardóm. Það mál kemur væntanlega hingað áður langt um líður og er því ekki þörf að eyða mikl- um tíma í það, sem hv. þm. sagði. Hv. þm. vildi ekki breyta nafninu á aðal dómstól okkar. Hann vildi ekki nafn frá þjóðveldistímanum. Hann vildi ekki leggja niður nafn, sem er -sett á okkar kúgunartíma, nafn, sein er útlent og mál- fræðilega rangt. Það er eins og hann ótt- ist hið fagra nafn aðaldóms íslendinga frá þjóðvldistímanum, frá frelsisöld þjóðarinnar. Þessi Htilsigldi hugsunar- háttur er til hjá gömlum innlimunar- mönnum, sem aldrei liafa trúað þvi, að ísland gæti vcrið annað en iitkjálki aí Danmörku. Þegar hæstaréttarlögin voru gerð árið 1919* voru þeir, sem að þeim stóðu, að surriu leyti á líku stigi og hv. þm. N.-ísf. Þeir fóru sem sé til Danmerkur og ekkert nema til Danmerkur og fengu þar lánaða fyrirmynd og nafn að úrslitadómstól fyr- ir íslendinga. Engum þessara leiðtoga datt í hug Noregur, Svíþjóð, Sviss eða Þýzkaland, og reynsla þeirra þjóða. Þeir voru þessum löndum ókunnugir. Þeir, sem það frv. sömdu, þekktu t. d. ekki op- inbera atkv.gr. í dómstól. Þetta var kanske afsákanlegl á þeim tíma. Það liðu ekki nema 2 ár frá því að hæstaréttarlagafrv. var samþ. og þangað til að pólitiskir vinir hv. þm. höfðu for- ystuna í þvi að enska Iánið var tekið. Og það voru sömu menn, samherjar hv. þm., sem gerðu hvorttveggja. Það liggur nú fyrir fjárhagsnefnd Nd. skjal, sem sýnir tildrög enska lánsins og menningar- ástand þeir.ra manna, sem að því stóðu fyrir íslands hönd, og þetta skjal er ritað af eánum þeim manni, sem stóð að þessu verki. Eftir að fjármálaráðh. hv. þm. Skagf. (MG) hafði veitt viðnám i þinginu og lagt fast á móti, að tekið yrði stórlán, var hann kúgaður til þess af fjárglæfra- mönnum flokksins. Menn skyldu nú ætla, að fyrst fjármálaráðh. vildi ekki taka lánið, þá hefði forsrh. farið utan til þess. Nei, hvorugur þeirra fór til að taka láriið; en annarhvor eða báðir litveguðu landinu hæfilega umboðsmenn! til lántök- unnar. Þeir leituðu til aumustu braskara Kaupmannahafnar og fundu þar menn til þess að vera hjálparhellur og forverðir þess manns, sem endanlega fekk umboð til að undirrita veðsetningu tollteknanna árið 1921. í ýmsum skjölum þessa máls, sem hv. þm. hlýtur að hafa séð, er lýst mjög átakanlega þeim ræfilsskap, sem kom fram lijá forráðamönnum íslenzku þjóðarinnar í þessu máli. Jón heitinn Magnússon sagði að sér fyndist engir hafa áhuga fyrir þessari Jántöku, nema þeir, sein að því ynnu og vildi fá milliliðsgróða. Hin umrædda skýrsla ber þetta nokkuð með sér. Ein aðalsöguhetjan í þessum sorgarleik var danskur maður, oftast nefndur Kúlu- Andersen. Átti hann og annar maður til, ■ sem virðist hafa lagt til samböndin og viðskiptaþekkinguna i London að fá lánað á bónbjörgum, og helzt hjá okrur- um fé, til Lundúnaferðar. Gekk þeim erfiðlega að slá sér aura. Eitt sinn urðu þeir félagar að aflýsa farmiðum hjá Ilennett, vegna peningaleysis. Loks var ferðin afráðin eg segir ein af söguhetj- unum þannig frá í skýrslu sinni til þingsins ú bls. 6: „Fór ég svo til kunn- ingja iníns - kl. var þá orðin 12 — og bað hann um 8000 kr. strax. Hann átti aðeins 4000 kr. heima, en lofaði hinu fyrir kl. 4 heim til mín. Stóð það heima. Allir vita hvað slíkt kostar. (Auðséð að peningarnir hafa verið fengnir hjá okr- ara). Fór ég svo til Bennetts að fá far- seola. Var þá búið að sækja farseðla sendiherra og Andersens. Leitað var að Andersen á öllum vínstofum og hótelum og fannst hann loksins kl. 1 um nóttína, að því er sýndist dauðadrukkinn í Gauta- götu. Hann vissi ekkert iim hver hefði borgað farseðlana. Hann færi ekki fet nema hann fengi lánuð 100 sterlingspund til ferðarinnar. Lét ég hann eiga sig. Vissi að nr. á ferseðlum okkar voru í röð, þannig að við yrðum að sitja sainan. Hefi ég aldrei séð skemmtilagra „diplo- mat“-andlit, en á sendiherra, þegar ég rétt eftir að Esbjerglestin lagði af stað, settist milli hans og Andersens, sem svaf i horn- inu á klefa okkar". Áframhald ferðarinn- ar og vinnubrögðin í London voru eins og byrjunin. Eitt hundrað þús. kr. átti hv. þm. Skagf. að borga milliliðum eins og Kúlu-Andersen. Koma enn harðar kröfur á ríkissjóð til að bæta ofan a milliliðseyðsluna við enska lánið. Það var flokkur hv. þm. N.-Isf.,1) sem tók enska lánið 1921. Þessi sami flokkur gerði hæstaréttarlögin 1919; Ég veit ekki hve langt verður þangað til að dómstól- unum verður breytt. Hitt veit ég að þjóð- in er á allt öðru menningarstigi nú, en fyrir 10 árum. Menn gera sig nú eklci á- nægða með Kúlu-Andersen sem leiðtoga lil fjármálaráðstafana fyrir ísland og menn gera sig heldur ekki lengur ánægða með útibústjóra eins og hv. þm. N.-ísf. Kem ég kanslce að því siðar hverja sögu hann á í íslenzkum fjármálum. Ég befi minnst á enska lánið 1921, og þann manndóm sem nánustu flokksbræð- ur og yfirmenn hv. þm. N.-ísf. sýndu þá. Sömu menn undirbjuggu hæstaréttarlög- in 1919, og sömu menn fjandskapast sem mest þeir mega gegn því, að formi og vinnubrögðum úrslitadómsstólsins sé breytt í samræmi við niðurstöðu og reynslu samtíðarinnar í hinum ágætustu menningarlöndum. En ef hv. þm. vill vita hver íslendingur hefir talað með mestri hörku um ófullkomleika núveranda aðal- dómstóls landsins, þá er það Lárus Jó- hannesson. Hann sagði fyrir undirrétti í Hafnarfirði, að ef nokkurt réttlæti væri til í landinu (í þessu tilfelli hjá þeim tveim dómstigum sem um málið áttu að fjalla) þá yrði Tervani-skipstjórinn sýknaður. Hæstiréttur sakleldi skipstjór- ann. Eftir orðuin þessa íhaldsforkólfs, og höfuðeiganda Mbl. hefir Hæstiréttur mjög undarlega afstöðu til réttíætisins í landinu. En hvorki þessi hv. þm. né aðr- ir hafa nokkurntima áfelltL. J. fyrir þessi orð. Líklega eru þeir honum sammála. Þá var hv. þm. eitthvað að dylgja uin framkomu mína í sambandi við héraðs- skóla Sunnlendinga að Laugarvatni. Það mun hafa verið úframhald af rógi ihalds- blaðanna undanfarna daga, sem hefir gengið í þá átt að ég liafi ætlað að taka með óleyfilegu móti vörur og peninga til þessarar húsbyggingar Er því rétt að kryfja sögur þessar til mergjar. Það er sagt að ég liafi stolið gólfplötum frá Landsspítalanum. Það er sagt að ég hafi stolið sementi frá skrifstofubyggingunni Arnarhvoli. Og peninga í Laugarvalns- skólann á ég að hafa tekið fra gjuldkera Alþingishátíðarnefndarinnar. Og hver er svo sannleikurinn? Að húsameistari sel- ur byggingarnefnd skólans, eitthvað af vegghellum frá Landsspítalanum, scm af gengu og þurfti að koma í verð. Að verzl. Jóns Þorl. varð sementslaus í haust, og ekki varð lokið við fjölda húsa, hér í Rvík í tæka tið, af þessari orsök. Þá fékk húsameistari lánaðar nokkrar tunnur af steinlími handa Laugarvatnsskóla, frá þeim manni, seiri hafði Arnarhyol i samningsvinnu og lagði til allt efnið sjálfur. Þetta eru hinar drengilegu að- farir íhaldsmanna og blaða þeirra. Þeir segja ekkert við því, þó að einn af þeirra samherjum eyði heilli milljón af fé Landsbankans handa óreiðumönnum í átthögum sínum, en þeir reyna að ó- frægja mig með algerlega ósönnum sög- um um eyðslu af almannafé, sem hvergi hefir átt sér stað. Hugsið ykkur hvað hefði mátt gera fyrir alla þá peninga, sem ríkið lapaði ú fjármálavesöld þessa hv. þm. þegar hann var útibússtjóri Landsbankans á ísafirði. Fyrir það hefði mátt byggja t. d. fimm sinnum slíka byggingu sein Arnar- hvol, og þeir hefðu nægt i mestan hluta kostnaðarins við Landsspítalann. En þeir eru nú farnir fyrir bókstaflega ekki neitt. Það eina sem hægt væri að færa hv. þm. lil málsbóta er það, að hann hafi ekki ætlað sér að tapa þessu fé. En þú er ekki eftir önnur skýring en sú, að hann liafi alls ekki verið fær um að gegna starfi sínu sem útbússtjóri, sökuin gáfnasljó- leika; að hann hafi ekki séð það, að þessum mönnum var ekki óhætt að lána. En hvað gefur manni með slika fortíð hug til þess, að ætla að koma fram á Al- þingi sem fjármálamaður eftir slíka ó- sigra ? Þá sný ég mér að hv. 1. þm. Skagf. Hann byrjaði að tala um áfengisverzl- unina, get ég svarað honum og hv. þm. Bf. i einu því sem að henni laut. Það keniur illa við hv. 1. þm. Skagf. hvað áfengisverzlunin er miklu betur rekin nú en i hans stjórnartíð. Að þar er hætt að lána vínin, og þannig fyrirbyggt að nokkuð tapist af fé verzlunarinnar. Nú vildi hann halda því fram, að rekst- urskostnaður áféngisverlunarinnar hefði aukizt síðan núverandi forstjóri hennar tók við, og að hann liefði orðið meiri við áfengisverzlunina 1928, síðara missirið heldur en var hið fyrra missiri meðan Mogensen stýrði. Til að fá fulla vissu um þetta efni hafa þeir Jón Guðmundsson og Björn Stefenssen endurskoðendur áfeng- isverzlunarinnar verið beðnir um skýrslu og hafa þeir svarað sem hér segir: „Að gefnu tilefni vottum við undirrit- aðir, að þegar nákvæmur samanburður er gerður á reksturskostnaði Áfengis- verzlunar ríkisins fyrra og síðara miss- 1) Jón Au'ðunn Jónsson. irið 1928, þá verður raunin sú, að rekst- urskostnaðurinn er 15519,04 kr. lægri síðara missirið en hið fyrra. í skilagrein þeirri, sem endurskoðend- ur landsreikninganna fengu frá Áfengis- verzluninni mátti sjá, að síðara missirið höfðu verið greiddir skattar og fleira; sein ekki gerðu niðurstöðutölurnar einar sambærilegar". Bréf þetta sýnir það, að hv. 1. þm. Skagf. er ekki nógu varfærinn í fullyrð- ingum sínum, og að hann byggir á hálf- um röksemdum. Benda endurskoðendurnir á, af hverju misskilningur hans á landsreikningunum stafar. Það er hvorki meira né minna en 15519,04 kr. sem sparast hafa á rekstri Áfengisverzlunarinnar, einungis á fyrsta missirinu eftir forstjóraskiptin. Hv. þm. Borgf. og hv. þm. ísaf. hafa báðir komið ofurlítið inn á afkomu Áfengisverzl. í ræðum sínum. Þeir töldu mig liafa auglýst vínin svo vel og hvatt menn til að neyta þeirra ósleiti- lega, að ekki væri furða þó vínverzlunin blómgaðist. Þó skrif mín hafi nú mikil áhrif, þá skil ég' ekki í því, að þau hefðu nægt til að reisa við vínverzlunina, ef sama sleifarlagið hefði verið á henni og í stjórnartíð íhaldsins. Ef haldið hefði verið áfram að lána ótakmarkað, að hafa fleira starfsfólk en nauðsynlegt er, og að hrúga saman miklu meiri byrgðum en þörf er á, myndihafa orðiðönnur útkoma. Þá kem ég að þeirri blaðagrein rninni, sem íhaldsmenn hafa gert svo mjög I ræga, er ég skrifaði stuttu eftir stjórn- arskiptin um áfengismálið. Ég vildi sýna fram á í henni, hversvegna ekki var leggjandi í það fyrir minni hluta stjórn, eins og þá, sem nú starfar í landinu, að koma banninu á aftur, eða stofna til Jiess með stjórnarframkvæmdurn einum, þar sem ekki væri nægur sluðningur hjá • þjóðinni til að standa að baki slíkri á- kvörðun, og þar sem jafn stór stjórn- malaflokkur og íhaldið vildi ekker! ann- að en halda víninu í landinu. Flest allir þingmenn greiddu að síð- ristu atkv. með Spánarsamningnum. En samt var nrikill munur á afstöðu flokk- anna til þess máls. Nægir því til sönnun- ar að benda a aðalflokksblöðin frá þeim tima. Morgunblaðið lók kröfum Spán- verja með gleði, en Tíminn reyndi aftur á móti í lengstu lög að lialda upp kjarki þjóðarinnar til andstöðu. íhaldsflokkurinn sem heild, gekk glað- ur að leik, þegar samþykkja átti nauð- ungarsamninginn við Spánverja en Framsóknarmenn greiddu atkvæði með honum nauðugir. Þó segi ég ekki, að Ihaldsmenn liafi lekið kúgun Spánverja undantekiiingar- laust með glcði, því hv. þm. Borgf. er ó- neitanlega í hjarta sínu fylgjandi útrým- ingu áfengis í landinu, þó að hann sýni það ekki í vali flokksvina, þvl að megn- ið af ölluin drykkjulýð landsins eru nú pólitískir samherjar lians. Hv. þm. Borgf. er bannmaður þangað til konrið er nærri verðinu á þurkuðum saltfiski. Svo var það aftur 1927, að átök urðu milli flokkanna um það, hvort reyna skyldi að spyrjast fyrir um fiskmarkað a Spáni i sambandi við íslenzk bannlög. Þá neitaði allur íhaldsflokkurinn að láta hreyfa fyrirspurn um málið á Spáni. Eg hafði í þessu máli þá sérstöðu, að ég var annar af tveimur þm„ sem greiddu atkvæði á móti Spánarsamningnum, en ég lýsli yfir í nefndri grein, að þótt ég hefði sérstöðu í málinu, þá vildi ég ekki sem ráðherra gera neitt í málinu, sem væri í andstöðu við hinn yfirlýsta vilja þings og þjóðar. Vegna fiskmarkaðar á Spáni vilja Ihaldsmenn með engu móti Jialda til streytu bannmálinu. Þeir bera þessvegna að sjálfsögðu ábyrgðina á því, að Spánarsamningurinn heldur áfram ó- breyttur. Það verður ekki komið á banni, sem gagn er að, nema það sé vilji þjóð- arinnar, og hún treysti sér að leggja eitthvað í sölurnar. Þegar nú séð var, að við urðum að hafa \ínið, þá lá næst að athuga, hvernig ætti að fara með jiað, svo að sem minnst- l,r skaði væri að í landinu. Ef leiðir minar hefðu ekki legið víðar en hv. þin. Borgf., þá hefði ég líklega ekki séð fleiri hliðar á meðferð léttra vína en hann. Þó skoðun hans á vín- nautn sé að miklu leyti rétt, eins og ís- Iendingar hafa farið með vín, þá er hún mjög einhæf. Ég er ekki að ásaka hann fyrir það, en hann má ekki ætla sér þá dul, þó að hann þekki drykkjuskap flokksbræðra sinna, að hann þekki ofan í kjölinn meðferð þeirra þjóða á vínum, þar sem vinyrkja hefir verið stunduð frá fornöld. I hihni margumtöluðu grein minni gerði ég nokkurn samanburð á vínnautn norðurlandaþjóða og suðlægari þjóða.. Eg sýndi fram á, að ef menn hefðu vín rim hönd, þa ættu menn að gera það eins og siðaðir inenn. Ég sagði að gegn unn aldaraðir hefðu margar hinar suðlægarii þjóðir, t. d. þær, sem búa kringum Miff- jarðarhafið, notað hin léttu borðvín sem hressingu með hverri máltið, og þó þekktist varla ölvun í þessum löndum. I norðlægum löndum nota menn á sama liátt öl, te og kaffi. Við íslendingar höf- um um langa stund notað kaffi sem hressingardrykk með mat í stað þess að ítalir, Frakkar og Spánverjar nota létt vín. Það er dálitið eitur í kaffi, te og öli, eins og í léttu víni, og við erum sjálfsagt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.