Tíminn - 03.05.1930, Blaðsíða 4

Tíminn - 03.05.1930, Blaðsíða 4
98 TÍMINN Reykjavik fyrir 1200 kr. Síðan komu kosningar og stjórnarskipti. Þá verða til 5 breppar í Árnesþingi, sem vilja leysa málið. Ég hjálpaði þeim eftir því sem ég gat til þess, í trássi við íhaldið, í trássi við „Moggann“ og alla hans aðstandend- ur. Það var x-eynt að ófrægja okkur fyrir þetta eins og hægt var. En nú er svo komið, að hinir öflugustu íhaldsmenn í Reykjavík, svo sem þeir Knútur Zimsen og Eggert Claessen til að nefna menn, sem lítið hafa átt samleið með mér í al- mennum málum, hafa sagt um Lauga- vatnsskólann: Við erum á móti öllu því, sem Jónas hefir gert, nema þessu. Þarna hefir hann séð rétt. Og út af þessunx látlausa rógi og mótstöðu gegn þessum skóla hefir bygging þessa skóla meir ver- ið tengd við rnitt nafn heldur en ástæða er til og miklu meira en vera myndi ef íhaldið hefði ekki eyðilagt málið 1926. En ég finn, að rnargir skoða þetta sem merkilegan sigur á heimsku og sundrung og illvilja fáráðra manna. Þá eru það varðskipin. Hv. þm. hélt enn fram, að landhelgisgæzlan væri i ó- lagi af því að skipin tækju einstöku sinn- um farþega milli hafna. Hann varð nú samt sem áður að játa, að landhelgis- gæzlan væri betri af því að skipin væru orðin betri. Og líka hitt, að sá maður, sem ég hefi valið sem skipstjóra á „Ægi“, hafi unnið gott starf. Ég held hann sé fyrsti íhaldsmaðurinn, sem ég hefi lieyrt unna þessum manni sannmælis. Ægir er búinn að taka eitthvað 10—12 togara á hálfu ári, og sektir þeirra eru orðnar urn 150 þús. kr., ef ég man rétí. En leiðinlegt fannst mér, að hv. þm. skyldi þurfa að dylgja um það, að þessi skipstjóri hafi ekki allt af g'íett verks síns. En hann gæt- ir starfa síns áreiðanlega með allt öðrum hætti, en margur íhaldsembættismaður, sem sefur hálfan sólarhringinn, og vinn- ur eins lítið og hann getur þann tima sem hann er við verkið að nafni til. Þvi að áreiðanlega eru þeir dagarnir margir, þegar Einar Einarsson skipstjóri sefur ekki nema 3—4 stundir á sólarhring en stendur dyggilega á verði uppi á stjórn- palli við sitt karlmannlega starf. Nei, Ægir var ekki sendur austur í fljótaferð eins og hv. þm. sagði, heldur blátt áfram í eftirlitsferð. Hefðu hv. þm. því vel get- að sparað sér það mikla erfiði, sem þeir hafa lagt fram til þess að gera það hlægi- legt. Og ef íhaldið vill hera saman land- legudaga Ægis við það, sem gerðist með varðskipin í tíð ihaldsins, þá mun ekki halla á Einar Einarsson. Ég ætla þá að minnast á aðra hluti í sambandi við „Ægi“. Það vita allir, að „Þór“ var við Vest- mannaeyjar til þess að bjarga bátum þar, ef á lá. Og maður skyldi því halda, að þeir, sem stóðu fyrir þessum málum i Vestmannaeyjum, hefðu útbúið „Þór“ með þeim helztu tækjum, sem að liði gætu komið við björgun. Maður skyldi ennfremur halda, að þegar „Óðinn“ var smíðaður, hefði verið um þetta hugsað. En það var síður en svo. En þegar „Æg- ir“ var smíðaður í tíð núverandi stjórn- ar, þá lét ég tilvonandi skipstjóra kynna sér björgunarmál í Noregi, Þýzkalandi, Englandi og Danmörku. Hann er fyrsti íslendingurinn, sem þekkir af eigiix reynd öll björgunartæki, sem notuð eru -í næstu löndum. Ennfremur bað ég skip- stjórann að velja öll björgunartæki, línu- byssu „rakettur“, og þesslconar, sem gætu átt við hjá okkur. Þegar „Ægir“ kom var hann fyrsta slcipið hér við land, senx hafði öll venjuleg tæki til björgunar, sem unnt var að koma við á sliku skipi, siðan lét ég kaupa samskonar tæki á „Óðinn“ og nokkru minni tæki á „Hermóð", sem eiga þar við. Þegar ég tók við, var jafn- vel ekki til almennileg linubyssa á „Þór“. En slikar byssur, senx draga vel 250 metra, eru alþekktar i næstu löndum. Lenti oft í mestu vandræðum fyrir varð- skipunum áður fyrr að ná sambandi við báta, sem átti að draga, af því að slika linubyssu vantaði. Hættan var sú, að bát- ur og skip rækjust á, þegar verið var að kasta köðlum á milli. Svona var van- kunnáttan fáránleg frá hálfu ihaldsfoi-- kólfanna, sem höfðu yfirumsjón með skipum þessum, að okkar menn þekktu ekki einföldustu áhöld. Á „Óðni“ og „Ægi“ eru nú björgunar- stólar, sem hægt er að draga eftir köðl- um á milli skipa, allt að y2 kilómetra. Ef ekki er hægt að komast nær strönduðu skipi en 1 500 m. fjarlægð, þá reynir björgunarskipið að skjóta „rakettu“ yfir í hið strandaða skip eða bát. Fyrst er skotið grönnum þræði og þá dreginn sterkari lína og loks kaðall. Síðast er þessi björgunarstóll settur á kaðalinn og gengur eftir honum milli skipanna. í hann binda menn sig fasta, og stóllinn gengur fram og aftur meðan nokkur inaður er eftir, sem þarf að bjarga. Ég hefði nú ekki farið að minnast á þessa hluti, ef ekki væri allt af verið að núa mér því um nasir, að ég hirti ekkert um strandgæzlu og björgunarmálin. En vegna þess leyfi ég mér að benda á, að á svona einföldu máli var næsta lítil þekk- ing og lítil viðleitni sýnd til umbóta meðan íhaldið átti að sjá um þessi mál. En ég vona, að stjórnir þær, sem koma hér á eftir, haldi áfram í sömu átt, og allt af verði á okkar björgunarskipum þau skárstu tæki, sem hægt er að koma við. Nóg er samt áhætta sjómanna. Þá gerðist hv. þm. Borgf. svo djarfur, að fara að tala um loftskeytafi’v. Og hann reyndi að afsaka sig, en ásaka mig. Hann sagði hvorki minna né mjórra en það, að sljórnin hefði þegar heimild til alls þess, sem farið er fram á í frv. Ég hefði gam- an af að sjá framan í forstjórana í Kveld- úlfi, þegar þeirn væri skipað að gefa drengskaparvottorð um skeytin, og þeg- ar farið væri að segja yfirleitt við þau skip og félög, sem mest brjóta: Þið fáið ekki að ráða orðalagi á skeytunum, sein þið sendið. Fróðlegt yrði ennfremur að sjá hvað íhaldsmenn segðu þegar farið væri að dænxa togaraeigendur þá, senx ekki vildu hlýða reglum stjórnarinnar, eftir lögum, sem íhaldið hefir fellt á AI- þingi. Það eru einhver rnestu ósannindi, sem hafa sögð verið á Alþingi, þegar Jxessi hv. þm. segir, að þetta frv. hafi ver- ið borið fram án tilefnis. Enda vita allir, að það er Kveldúlfur, sem vill ekki hafa þetta eftirlit, og önnur félög, senx standa undir yfirunxsjón fornxaixns Félags ís- lenzkra botnvörpuskipaeigenda. Og hv. þm. Borgf. (PO) hefir viljandi látið ginna sig eins og þurs í þessu efni. Hann hefir með atkvæðagreiðslu sinni unx loft- skeytafrv. sannanlega gengið í félag ineð eigendum veiðiskipa, sem eru að svíkjast inn í landhelgina. Sá blettur verður aldrei af honum þveginn; höndin er svört orðin og hv. þm. sér það, og þjóð- in sér það líka. Hann getur verið viss um, að einhverjir sjóinenn á Akranesi muni þakka á viðeiganda hátt stuðning- ing við eigendur Belgaum, Egils Skallagrimssonar og annarra brotlegra togara. íhaldsmönnunx tókst íxieðan ég var veikur, að drepa frv. Landhelgis- þjófarnir hrósa ixii sigri, en brosa í laumi í kampinn að hv. þm. Borgf. senx á að vera málssvari sjómann- anna á Akranesi, en er í raun og veru viljalaust verkfæri í höndum togarafé- laganna í Rvík, eins og atkvæðagreiðsla hans sýnir. En slíkar aðfarir mættu gjarnan koma þeim í koll, sem eru að hjálpa togurum að ræna björginni frá fá- tækum fiskimönnum á friðuðu svæði. Áðúr en Einar Einarsson tók Belgaunx við Snæfellsnes nýlega, þá sögðu sjó- mennirnir vestra: Þessi stóri, grái togari er nú búinn að vera hér 4 daga og rífa netin okkar og eyðileggja aflann. Vestur á Snæfellsnesi verður það metið, að Bel- gaum var hremmdur í landhelgi. Og þar líta sjómennirnir allt öðrum augum á það, hver munur sé á landhelgisgæzlunni eins og hún var hjá íhaldinu, og eins og hún er nú, heldur en hv. þm. Borgf. Ég skal ekki segja, hvað langt líður þangað til hið ísl. þjóðfélag hefir komið lögum yfir landhelgissvikin. En ég veit það, að við þetta mál skilur þjóðin ekki fyrr en búið er að beygja íslenzku land- helgisþjófana undir íslenzk lög og réttar- framkvæmd. Það getur svo farið, að minna bros verði á vörum hv. þm. Borgf. og eigenda Kveldúlfs, þegar sjómenn eru búnir að greiða atkvæði um þetta mál við næstu kosningar. Því að það vita all- ir, sem eitthvað þekkja til þessa máls, að á hverjum degi fara þessi leyniskeyti út frá islenzkunx togarafélögum til skipa þeirra, einungis í því skyni að gefa fregn- ir unx varðskipin til að hægt sé að laumast í landhelgina, þegar skipin eru fjarri. Þetta er ástæðan til þess, að togarafélög- in hata allar hömlur á þessu sviði. Að endingu vil ég nefna það, að það hefir mi varla neitt ihaldsblað komið svo xit nú um langan tíma, að ekki sé ég ó- frægður fyrir það, ef einhver maður fær að fara milli hafna með varðskipi um leið og það fer í eftirlitsferð. En ég hýst nú naumast við, þó að íhaldið komi aft- ur til skjalanna, að þetta nxuni hætta. Hv. þm. Borgf. gat ekki neitað því, að það var vel byrjað, í tíð íhaldsins, þegar „óðinn“ var sendur í Borgai’nes til þess að sækja þáveranda forsætisráðherra, hv. 3. landskjörinn (JÞ) þegar hann kom úr pólitískum leiðangri vestan úr Dölum. Ég veit ekki annað en Þórarinn á Hjalta- bakka hafi unað þvi ágætlega að ferðast með varðskipi tvisvar eða þrisvar er hann var að fara til og frá nefndarstörf- um í Reykjavík. Hvernig mundi þetta verða eftir stjórnarskiptin? Ætli íhalds- menn yrðu harðari af sér en ég, þegar hv. þm. Barð. (HK) þarf að fara heiin. Ég var einmitt svo eftii’látssamur, að ég leyfði þessum hv. þm. að fara í kvöld áleiðis heim til sín, um leið og skipið fór í eftirlitsferð til Vesturlands. Hann veit, að ég tel þetta ekki eftir hvorki flokks- mönnum né andstæðingum. Mín hjálp nær til allra þeirra, sem ég álít, að nxaður geti meinfangalaust greitt götu fyrir, hvort sem það nú heldur eru Fram- sólcnarmenn eða íhaldsnxenn. V. Svar til Héðins Valdimarssonar. Hv. 2. þm. Reykv. (HV) hefur beint til mín nokkrum orðum. Að því leyti, sem hann minntist á áfengisverzlunina, mun ég draga lítið eitt að svara því, en koma að næsta lið um, hvað liði opnun Landsspítalans. Stjórnin hefir látið vinna í honunx alveg sleitulaust. Nú í vetur er verið að mála húsið innan og þar næst á að dúkleggja í vor. Verkinu er hagað með það fyrir augum, að standa við loforð, sem Vestur-íslendingum var gefið með ráði hátíðarnefndarinnar, að minnsta kosti annar flokkur þeirra búi þar, meðan þeir dvelja hér i vor. Verkið gengur því eins greiðlega og hægt er, bæði vegna spítalans sjálfs og til þess að bæta úr húsnæðiseklunni um hátiðiná. Jafnframt hefur nefnd manna setið að störfum við undirbúning starfrækslu spítalans. Það eru þeir þrír læknar sem þar eiga að starfa, landlæknir og ein hjúkrunarkona. Nefndin hefir haldið fundi vikulega, þegar nefndarmenn hafa verið hér í hænunx. Þeir þrír læknar, senx gert er ráð fyrir að vinni við spítalann, þeir Guðmundur Thoroddsen Jón Hjaltalín Sigurðsson og Gunnlaugur CÍaessen, hafa allir nxi nýverið farið ut- an til þess að búa sig undir væntanlega starfrækslu spítalans. Einn af þeim, Gunnlaugur Claessen, er nýkominn úr utanför sinni. Jón Hjaltalín hefir dvalið í Vínarborg í vetur og kemur ekki heim fyr en með vorinu. Ég hygg þá, að ekki sé að neinu sér- stöku að spyrja um spítalannn, og ekki heldur neinu sérstöku að svara frekar cn þessu. Enn er ekki hægt að segja, hvort spítalinn geti tekið til starfa í haust eða ekki fyri’ en um nýár eða seinna. Það fer eingöngu eftir kringumstæðuni. í raun og veru er ekkert við því að segja, því að það væri heimskulegt að flýta sér svo með að byrja starfrækslu, að það yrði spitalanum til skaða seinna meir, að hrapað hefði verið að einhverju í því máli. Hv. þnx. (HV), og ég held fleiri hv. þnx. minnast á að á fjárlögunx hefði ekki verið áætluð nein upphæð til rekstrar spítahxns. Þá er því til að svara, að þegar landið hefir lagt svo mikið fé til að reisa spítalann, verður það að starfrækja hann. En það er ekki alveg ákveðið og verður sjálfsagt ekki fyr en Alþingi sker úr því á sínum tínia, hvort eða að hve nxiklu leyti spítalinn eigi að verða tekjuhalla- stofnun. Um tvennt er að velja. Annað er að selja dagsvistina undir kostnaðarverði. Einstöku læknar hallast að því. En svo eru aðrir menn, sem segja : Það er nógu mikill velgerningur að byggja þetta vandaða hixs og fá góða lækna handa sjiiklingunum, ásamt góðum aðbúnaði, þó að það verði ekki gert landinu til skaða að nauðsynjalausu. Það er þess vegna möguleiki fyrir því, að spítalinn verði að nokkru leyti sjálfstæð stofnun. Það er því fremur hægt, sem til eru dá- litlir sjóðir, senx létta undir. Alþingi ræður því á sínunx tima, hvort vísvitandi á að stefna að því, að hafa svo ódýrt í landsspítalanum, að tekjuhalli verði, eða að því að spítalinn beri sig. Hv. þm. (HV) minntist á daglxók Þórs og að ég hygg má líta á þau um- mæli í sambandi við grein eftir sama hv. þnx. fyrir nokkrunx dögum út af rann- sókn á togaramáli, þar sem lögð var fram kæra á hendur skipstjóranunx á Belgaunx unx landhelgisbrot. Skipstjór- inn á Þór hafði fyrir alllöngu, í tíð ihaldsstjórnarinnar, haft þennan togara fyrir líkum sökum, án þess að kært væri eða málið lagt í dóm, en ni'i var skipstjór- inn á Belgaum dæmdur fyrir nýtt land- helgisbrot. Eg vil af ýmsum ástæðum ekki fara langt út í það nxál nú. Aðeins vildi ég taka fram að skipstjóri óðins, sem þá var skipstjóri á Þór, er þetta sem ég nefndi, gerðist, hitti mig í morg- un út af þessu ináli, og það varð að sanx- konxulagi með okkur, eftir hans ósk, að lögreglustjóri skyldi kalla hann fyrir rétt, til þess að hann gæti upplýst þar, hvern- ig hann lítur á þetta atvik frá 1924. Ég hefi svo eftir lxeiðni skipstjórans mælzt til þess við lögreglustjóra að hann franx- kvæmi þetta réttarhald. Ég skildi skip- stjórann þannig, að það væri nauðsyn að athúga skipsbóldna frá Þór í sambandi við þetta mál. Það mun vera áhugamál bæði skipstjórnarmanna, snx þá voru á Þór, og landsstjórnaririnar, að sannindin konxi fram í þessu máli og ekkert annað. Annað atriði, sem beint var til mín, var hvers vegna ég hafði leyft nokkrunx fjölskyldunx að búa í því auða rúnxi, sem til var í spítalanum í Laugarnesi. Hv. þnx. (HV) áleit margt við þetta að. athuga. Ég tók eftir, að honum var ekki ókunnugt um, að þetta inál mundi eiga sína forsögu. Þegar spítalinn var reistur, var tveimur starfsmönnum ætlaður bú- staður þai’, lækni og ráðsmanni. Auk aðalinngangs, sem sjúklingar ganga allt- af um, eru tveir hliðarinngangar, sem ætlaðir voru þessuni starfsnxönnum og þannig vaf hægt að ganga inn til þeirra án þess að koma~í nokkra snertihættu við sjúklingana. Nú fór það svo, að spítalalæknirinn, Sæm. Bjarnhéðinsson, hætti að búa þarna, og fluttist í bæinn og hefir ibúð hans staðið auð, þar til í vor sem leið. Þegar sjúklingunum fækkaði þótti eklci taka þvi að hafa sérstakan ráðsmanns- biistað sem líka stæði auður, því að svo er nú guði fyrir að þakka að þessi sjúk- dómur, holdsveikin, er í rénun, svo að í vor þurfa sjúkingarnir ekki á að halda nema hálfum spítalanum. Hvað því viðvíkur, að það sé hættulegt fyrir aðra menn að umgangast þessa sjúklinga, þá er það að vísu rétt, en á hitt má benda að það hefir aldrei komið fyrir i sögu spítalans að neinn af starfs- mönnum hans hafi sýkst, hvorki læknir spítalans, ráðsmaður hans eða hjúkrun- arkonur hafa orðið fyrir smitun af þess- um sjúkdómi. Þetta stafar af þvi hversu sá sjúk- dónxur senx hér er um að ræða, holdsveik- in er treglega smitandi, sem betur fer. Ég hvgg að fyrsti áreksturinn af þessu hafi orðið þegar það konx til orða að séra Haraldur Níelsson, sem var prestur þessa spitala, skyldi flytja í ráðsrixanns- ibtiðina. Þá var það spítalalæknirinn sem var á móti þessu, en skoðanirnar skiftar meðal lækna í Reykjavík, en þó ekki skiftari en svo að meiri hluti lækn- anna áleit þetta ekki neina fjarstæðu og hugsaði sem svo, að fyrst ráðsmaður- inn hefir búið þai’na sér að skaðlausu, þá getur presturinn það einnig. Ég held að það hafi verið í skjóli þessa álits læknanna í Reykjavík, að Jón Magniisson leyfði séra Haraldi að húa þarna. * Eftir að séra Haraldur dó leyfði ég ekkju lians að búa þarna áfranx, sem auðvitað var ekki nema sjálfsögð sam- úð við hana og hennar ágæta dána mann. Það var jafnvél farið að verða að um- talsefni meðal lækna hér í þessum bæ hvernig fara ætti með spitalann í því inillibilsástandi sem hann væri í, þar sem hann væri að tæmast af sjúklingum. Voru um þetta nxargar ráðagerðir og vild-u sumir setja þarna á stofn gamal- nxennahæli og hafa þó sjúklinga á neðstu hæð hússins, og í því sainbandi var talað uin hérklasjúklinga. Þetta tal konxst svo að þegar Bayer, fornxaður Oddfellowareglunnar í Dan- mörku kom hingað fyrir nokkrum ár- uin; varð það að sanxkomulagi nxilli hans og landlæknis að hinum dönsku gefend- um væri það ekkert á móti skapi þó þetta auða pláss væri notað. Landlæknir var á því að nota þetta auða pláss, þó komst aldrei neinn skrið- ur á málið af því að stjórnin tók í tauni með spítalalækninum á móti hinum stei’ku opinion margra hinna helztu lækna bæjarins, sem auk landlæknis of- bauð að þetta stóra hús væri látið grotna riiður tómt, að ríkið skyldi bera rekst- urskostnað af þessunx spítala senx lá uridir skemmdum af briikunarleysi. Þegar ég tók við unxsjón heilbrigðis- málanna og fór að kynna mér þetta hús duldist mér ekki að það lá undir skemindum. Ég konx inn í íbúð læknis- ins. Þar rigndi inn unx gluggana," regn- vatnið rann unx gólfið og feygði það, mörg lierbergin stóðu auð, eða svo ég dragi þetta sainaii í senx fæst orð, þó að reynt væri að halda þessu húsi við upp á ríkisins kostnað, var það í sömu hættu og auð hús alltaf eru. Ég hallaðist að skoðun landlæknis ’ og ýmsra hinna merkari lækna þessa bæjar, að ekki væri rétt að láta hiisið standa autt, þó ég hins- vegar ekki efaðist um það að spítala- lækninum gengi ekki nenxa gott til, og að barátta hans í þessum efnum væri meira af kappi en forsjá, eins og t. d. hefði komið franx í því að hann vildi ekki leyfa séra Haraldi að búa þarna áfram og annað svipað. Ég fól Sveini Björnssyni sendiherra að leitast fyrir hjá Oddfell- owum i Danmörku um það, hvað þeir segi um að liúsið sé notað að einhverju leyti. Bayer var nú dauður og eg veit ekki hvað hinn núverandi yfirmaður heitir, en niðurstaðan varð sú að Odd- fellowar inyndu sætta sig við hverja þá bráðabirgðanotkun á þessu húsi sem heilbrigðisstjórnin íslenzka vildi fallast á. — Nú var sú breyting á orðin siðan hv. þttx. Dalanxanna fór með þessi mál, að heilbrigðisstjórnin var orðin sammála um að nota þetta hús til einhvers. Fyrir ríkið var það vitaskuld hendi næst að nota það til berldavarna, en samt var það svo, að þó að tekið væri þarna heilt loft og notað í þessar þarfir þá skifti það ekki miku fjárhagslega og ég hall- að'«t að þvi að slá þessu á frest og sjá hverju fram færi. fin meðan mikill hluti af þessu húsi stóð tómur fannst mér rétt að nota hann að einhverju leyti til að bæta xxr mannleg- unx þörfunx og helst þá þörfum þeirra manna, sem ríkinu bæri óbein skylda til að sjá fyrir, manna, sem svo að segja voru úti á götunni. Fyrsti maðurinn sem ég varð að liðsinna í þessum efnunx var Guðmundur Bárðarson náttúrufræð- ingur; harin tilkynnti mér að eins og laununx sínum væri háttað gæti hann ekki búið hér i Reykjavík, því þegar hann væri búinn að greiða húsaleiguna hefði hann ekki nenxa 200 kr. til að fram- fleyta fjölskyldu sinni, 7—8 manns. Éf hann fengi ekki á einhvern hátt bætt úr tekjum sfnum sagðist Guðnxundur verða að fara frá skólanunx. Framh. Dráttarvél með tilheyrandi jarðrækt- aráhöldum hefir Búnaðarsamband Norð- ur-Þingeyinga nú keypt og er von á henni til Þórshafnar í vor. Ætlast er til að unn- ið verði í sumar á Langanesi og Þistil- firði, en næsta sumar vestan Öxarfjarð- arheiðar, og verði þannig vélin notuð sitt sumarið í hvorunx hluta sambandssvæð- isins þar til B.s. N.-Þ. hefir keypt aðra dráttaiwél sem það hefir mikinn hug á. Er irijög almennur áhugi á jarðræktar- framkvæmdunx þar nyrðra. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Húlatorgi 2. Sími 1245. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.