Tíminn - 03.05.1930, Síða 2

Tíminn - 03.05.1930, Síða 2
100 TlMINN Nemandi Duglegur sveitapiltur, sem hefir lönéun til að læra mjólkurgerð, getur komist að sem nemandi, frá maí mánaðar lokum þ, á. Aldur 17-19 ára. Heilbrigðisvottorð og ef til eru önn- ur vottorð sendist fyrir 15. maí. Mjólkurbú Ölvesínéa Hveragerði Stundakennarafélag Reykjavíkur. Nýlega hefir verið stofnað félag hér í bænurn með því nafni. Tilgangur þess er að vinna að aukinni mennt- un stéttarinnar og beita sér fyrir hagsmunamálum hennar. Félagar geta þeir orðið, sem hafa að atvinnu stundakennslu við unglinga- og sér- skóla í Rvík, eru ekki í föstu kenn- araembætti og kenna minnst 10 stundir á viku. Er tilætlun félags- manna, að skólastjórar leiti ráða fé- lagsstjórnarinnar um val stunda- kennara og semji við hana um kaup- gjald fyrir þá. Hafa stundakennarar í huga að fara fram á hækkun á kaupi sínu á næsta hausti. Hefir stjórn Stundakennarafélagsins sótt til Alþingis um tatlsverða hækkun á fé því, sem veitt er til stundakennslu. Stjórn félagsins skipa: Einar Magnús- son eand. theol., Sveinbjörn Sigur- jónsson mag. art., Sigf. Sigurhjartar- son cand. theol. og Brynjólfur Bjarnason mag. art. Horfurnar á flotamálaráðstefnunni i London hafa skyndilega breyzt til hins betra, og gera menn sér nú vonir um, að árangur verði af ráð- stefnunni. Franskir og brezkir sér- fræðingar hafa liaft til athugunar til- lögur um aukið öryggi fyrir Frakk- land, án þess að þyngja hernaðar- byrðar Bretlands og leggja þeim meiri her-naðarlegar skyldur á herð- ar. Munu Frakkar nú hafa gefið í skyn, að þeir kynnu að fallast á til- lögur i þessa átt. Byggja menn vonir sinar á því, að þetta kunni að leiða til samkomulags. Fríríkisstjórain írska hefir beiðst lausnar sakir ósigurs er hún bcið við atkvæðagreiðslu í þinginu, um frumvarp um ellistyrk, sem fram var borið af De Valera flokknum, en frumvarpið hefir í för með sér auk- in útgjöld fyrir ríkið. Fiannafail- flokkurinn írski hefir beðið De Valera, sem nú er staddur i Bandaríkjunum, að taka að sér stjórnarmyndun. ----0---- Kvenfélagasamband Islands Umræður uxn lög Sambandsins tóku lengstan tíma. það var vandi 4ð gera lögin svo úr garði að öli félög, bæði í bæjum og sveitum, gæti gengið þar inn, hvaða mál sem þau kynnu að hafa á stefnuskrá sinni. — Niðurstaðan vai'ð sú, að það var dæmt fullnægjandi að samband það sem óskaði inntöku í Kvenfélagasam- band Islands hefði húsmæðrafræðslu og heimilisiðnað á stefnuskrá sinni, og héti þeim málum styrk sínum. Hvert einstakt félag innan sam- bandsins þarf ekki að hafa það ákvæði i iögum sínum. þess ber að gæta, að kvenfélaga- samböndum einum er ætluð inntaka samböndum einum er ætluð inntaka í It. I., en ekki einstökum félögum. Um fjárfi-amlag tii Kvenfélagasam- bands íslands frá félögum eða fé- lagasamböndum, sem í það ganga, er vitanlega ekki að tala, heldur þvert ó móti styrkir K. I. sambönd þau, sem i það ganga, ef fé fæst til starf- seminnar úr ríkissjóði. Sá styrkur veitist aðallega þannig að umferðar- kennarar i ýmsum vorklegum fræð- um verða sendir samböndunum. Enn- fremur gerir K. í. ráð fyrir að bera allan kostnað af Kvennaþingunum, sem verða haldin annað hvoi-t ár, þar með talinn fei’ðakostnaður full- trúanna. í þriðja lagi verður unnið að því af kappi að koma sem fyrst upp skóla fyrir kennslukonuefixi, fyi'ir þær stúlkur sem ætla að vei’ða umferða- kennarar, svo menntum þeirra vei'ði i fullu samræmi við íslenzka hætti í hvívetna. þetta munu verða ærin verkefni fyi’st um sinn, og mun engum dylj- ast, að þau yrðu íslenzkum heimilum til gagns og gengis, ef þau næðu fram að ganga en heimilin þarf að st.yðja og efla á allan hátt. Nú verður það verkefni stjórnar og fullti’úa að skýra mál þetta fyrir þeim samböndum, sem þegar eru til og hvetja þau til að ganga inn í Kvenfélagasamband íslands, og svo á hinn bóginn að leggja smiðshögg- ið á þau sambönd, sem þegar eru i stofnun, eins og Kv.enfélagasamband Vestfjarða og Breiðfirzka sambandið. í stjórn Kvenfélagasambands ís- lands voru þessar konur kosnar: Frú Ragnhildur Pétursdóttir, Ilá- tegii, formaður. Frú Guðrún J. Briem, Tjarnargötu 28. Frú Guðrún Pétursdóttir, Skóla- vöi’ðustíg 11. Varastjórn skipa: Ásta Jónsdóttir, Reykjum i Mos- fellssvcit. Halldóra Bjarnadóttirf, Háteigi. Marta Einarsdóttir, Laugavegi 20. Stjórnin sækir um 15 þús. kr. fjár- styrk frá Alþingi til að koma ætl- unarverkum sínum í framkvæmd, og væri óskandi að Alþingi sæi sér fært að verða við þessari beiðni. þingmenn eru oft i vanda staddii’, þegar skera þarf úr um veitingu smá- styrkja til ýmislegrar starfsemi: námsskeiða, umferðarkennslu, náms- stvrkja o. s. frv. — Væri oft þægilegt fyrir þá að geta vísað styrkbeiðnum þessum til Kvenfélagasambands, sem hefir fulltrúa um land allt, og því góð skilyrði til að þekkja ástæður og staðhætti það er og mjög mikils um vert að verklega kennslan komi jafnt niður og sé leidd eftir ákveðnu skipulagi — Kvennaþingið, sem er skipað full- fulitrúum fx’á öllu landinu, og miðl- ar styrk þeim, sem Alþingi veittv, hefir öll skilyrði til að sjá um að enginn verði út undan og að kennsl- an verði við hæfi á hverjum stað. Konurnar hafa sýnt það í félags- skap sínum, að þær kunna að fara með fé. það hefir orðið drjúgt í hönd- um þeirra. Mörg kvenfélög hafa afl- að mikils fjár og hafa sýnt með starfsemi sinni að þau kunna að gæta fengins fjár hyggilega. það er víst alveg óhætt að lofa konunum að hafa allan veg og vanda af um- ferðarkennslunni Búnaðarþingsnefndin, sem fjallaði um þctta mál, réð konunum til að sækja beint t.il Alþingis, fara þar engar krókaleiðir, konunum væri treystandi til að hafa sín fjármál sjálfar. Hafi nefndin þakkir fyri.r það' traust, sem hún sýndi konunum með þessu, þær munu ekki láta það til skammar vei’ða. Konur eru orðnar þó nokkuð æfð- ar í að vinna saman i félagsskap og hafa þegar unnið stónnikið gagn í íslenzku þjóðlífl. En þær finna æ bet- ur máttinn í samtökunum eftir því sem starfssviðið víkkar og félags- skapurinn getur meiru og fleiru áorkað til nytja fyrir land og þ.jóð. Hið nýstofnaða Samband hefir skil- yrði til að Ivfta þungum byrðum, og vér væntum mikils góðs af því, og vonum að það beri gæfu til að vinna landi og þjóð mikið gagn eins og for- göngukonur félagsskaparins hafa áhuga á. Halldóra Bjaraadóttir. ----0------ Sauðatólg í tunnum, kössum, skjöldum og V* kg*. bitum, seljum vér ódýrt. S. í. S. Simi 496. ' MbO hlnnl gömla, viOurkandu og ágsetu gæðavöru. Herkules þakpappa sem framkidd er á ▼wrkamlðja vorri „Dorthetsminde" frá J>vl 1896 — J>. e. í 80 ár — hefa nú verið þaktir í Danmörira og lalandi e. 80 mflj. fermetra JmkIsl Pœst Bktafiar á laiandL Hlntafúlagifi ]eiis iðds fðSrier Kalvebodbryggo B Köbenhavn V. •¥\J ♦8 ♦í n, ♦8 ♦8 Tryggið aðeins hjá islensku fjelagi Pósthólf: 718 Símnefni: Incuranoe BRUNATRY GGINGAR (hús, innbú, vörur o.fl.). Sími 254 JÓVATRYGGINGAR (skip, vörur, annar flutningur o.fl.). Sími 542 Framkræmdastjóri: Sími 309 Snúið yður til Sjóvátryggíngaíjelags Islands h.f. Eimskipafjelagshúsinu, Reykjavík n ijv vf jf. jf j-f vfi p a..--------- JiS, J{V J£* Sement - tímbur og aðrar byggingarvörur fæ ég til Eyrarbakka fyrri hluta maí- mánaðar. Allt til hússins á einum stað,sparar yður ómak. Girðingarefni: Sérlega ódýrir tréstólpar. Álaborgar rúgmjöl verður hvergi betra að kaupa. Annast flutninga svo langt sem bílar komast. Sigtunum, 23. apríl 1930. Egili Gr. Thorarensen. M0LLEN KAUPMANNAHOFN mælir með sínu alviðurkennda RÚGMJÖLI og H VIITI. Meiri vörugæði ófáanleg S.I.S. elciftir ©in.g’örxg-UL Y*ið o3ádkr\ir Seljum og mörgum öðrum íslenzkum verzlunum. MILLUR og alt til upphluts. Skúfhólkar, úr gulli og silfri Sent út um land gegn póstkröfu. Kjöttunnur, L. Jacobsen, KÖBENHAVN Sixna,: Coopenig® VAIJT alt til beykiaiðnar, smjörkvartei o. s. frv. frá atærstu beykiaKuiðj- um í Danmörku. Hðfum 1 mörg ár selt tunnur til Sambandnius og marcrra kaupmanna. Jón Sigmundsson, gullsmiður Sími 383. — Laugaveg 8. Hvað er mest áriðandi áður en iarið er i ferð? Að tryggja sig í A N D V Ö K U Sími 1250. Allii' geta tekið góðar myndir xneð Zeiss Ikon myndavélum. Munið það á aiþingishátíðinni i sumai'. Verð frá 15 lcr. Verðlistar sendir ókeypis. Sportvöruhús Reykjavíkur Bankastr. 11. (Box 384). Ritstjóri: Gisli Guðaaundason, Hólatorgi 2. Sími 1845. í Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.