Tíminn - 07.05.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.05.1930, Blaðsíða 2
102 TlMINN hæfasta maims, sem íslenzka þjóðin hefir nokkumtíma átt. Tíminn er að vísu þeirrar skoð- unar, að H. T. beri ekki nema nokkum hluta ábyrgðarinnar á þeim sorgarleik. Þyngst fellur ábyrgðin á herðar þeim stjóm- málaflokki, sem tekið hefir að sér málstað hans. Én þó að kviksetn- ingartilraunin sé ekkert annað en hluti af þeirri pólitísku ofsókn, sem stjórnarandstæðingar halda uppi gegn J. J., hefir það nú fall- ið í hlut H. T. að verða einn þeirra manna, sem aldrei verða afsakaðir, með öðm en því, að þeir þekki ekki æðri siðferðis- hugmyndir en þær, sem fram koma í þeim ummælum H. T. sjálfs, að vinátta eigi að ráða afstöðu manna í opinberum mál- um. Klcppsmálid Inngangur. Jafnskjótt og hljóðbært varð af bréfaskiftum efstu manna á landskjörslistunum, að Jónas Jónsson ráðherra væri ráðinn til brottfarar úr bænum síðastliðið laugardagskvöld, óx Helga Tóm- assyni kjarkur nægiiega til þess að birta næsta dag skýrslu þá, sem hann hefir dylgjað um að hann stæði með yfir höfði ráð- herrans, en aldrei þorað að birta, þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir. Birtist skýrslan í sunnudagsblöð- um Mbl. og V'ísis, samkv. því, er tilkynnt hafði verið daginn áður. Fjandmenn Jónasar ráðherra munu hafa vænt sér mikils af skýrslu þessari. Þess mátti vit- anlega vænta, að „sérfræðingur- inn“ gerði einhverja grein fyrir því óheyrilega og einstæða til- tæki, sem mun um allan aldur binda nafn hans við ógieymanlegt hneyksli í stjórnmálasögu lands- ins. En sú von brást. Skýrslan er ekki annað en einkasamtöl sem hann hefir, s e m 1 æ k n i r, átt við einstaka menn, áður en„bomb- an“sprakk og síðan um framkomu hans sjálfs á heimili ráðherrans og orðaskifti þau, er hann telur, að þar hafi farið fram. Ihalds- menn hljóta því með skýrslu þess ari nýja og verðskuldaða skap- raun frá hendi óhappamannsins, sem þeir hafa gert að kjöltubami sínu, auk þess sem hún gefur ljósa hugmynd um „vísinda- mennsku“ Helga Tómassonar og •drengskaparhugmyndir hans og læknaklíkunnar, sem stóð að baki hans í þessu tilræði við heimiiis- hamingju Jónasar ráðherra. Nú hefir það verið tilætlun nokkurra af nánustu fylgismönn- um og samverkamönnum ráð- herrans að láta ekki fjandmenn hans mælast eina við, að honum fjarverandi, eigi síst, er vaðið væri inn í heimilishelgi hans með þeim hætti, sem hér er orðið. Eg skal því leyfa mér að leggja nokkur orð í belg í eftirfarandi köflum. Yfirlit um árásámm-. Á síðastliðnu sumri birti ég í Tímanum allítarlegt yfirlit um ofsóknirnar gegn Jónasi JOnssvni ráðherra allt frá því, er hann hóf stjómmálastarfsemi og til eitur- brígsla Mbl. Árásir þessar eiga að ytri vöxtum og tilburðum eng- an sinn lika í sögu landsins. Miklu af gjafafé fslandsbanka til einstakra stórbraskara og fjár- svindlara hefir verið varið í sí- vaxanda blaðakost, sem hefir ver- ið fluttur í drápsklyfjum um land- íð inn á hvert heimili. Og efni þessara blaða hefir mestmegnis verið upplognar ófrægingar um Jónas Jónsson. Aðalinntak þessara árása hef- ir frá öndverðu verið það, að Jónas Jónsson væri valdagráðugt varmenni, sem sæti á svikráðum við land og þjóð. En í þessari löngu og sögulegu viðureign Jón- asar við eiginhagsmunatregðu sumra stétta þjóðfélagsins, hefir sannast hið fomkveðna, að „aft- ur rennur lýgi þá sönnu mætir“. Vegur Jónasar, traust og fylgi hefir farið sívaxandi gegnum allt moldviðri eitraðrar fjandmennsku þeirra manna, sem hafa til skamms tíma setið yfir hlut aUr- ar aJþýðu, með fjármunaráð þjóðarinnar í hendi sér og mak- að krókinn ósleitilega. Og hvað veldur? — Það veldur, aS hugsjónir Jónasar, fórnfýsi og slitalaus störf hafa vakið fylk- ingar æskumanna í landinu til nýrrar .sóknar, .aukið .þjóðinni kjark, bjartsýni og framkvæmda- þrek. Hann hefir með atbeina Tryggva Þórhallssonar og ann- ara samverkamanna orkað alda- hvörfum í íslenzkum þjóðfram- kvæmdum, menntamálum og skipulagsefnum og lagt grundvöll að uppeJdi betri þjóðar og bættu landi. Hitt er engin furða, að hávær verði emjan eiginhagsmunatregð- unnar, sem á höfuðfulltrúa sína í fésýslumönnum og stórat- vinnurekendum Reykjavíkur, þeg- ar ris og þungi nýrrar félags- hyggju í stjómmálum iandsins sópar burtu eldri formum, rótar upp í huldum meinsemdum fjár-. sukks, óreiðu og óráðvendni og sviftir þá aðstöðunni til þess að leika sér óhindrað með fjármuni þjóðarinnar í áhættutafli frjálsr- ar samkeppni. En við vaxandi ófarir fjand- manna Jónasar Jónssonar ráð- herra hafa góð ráð orðið dýr. Rógurinn um eigingimi J. J. og vai-mennsku hefir ekki gengið í höfuðið á nema tiltölulega litlum hluta af óþroskuðustu lesendum Mbl. Og úr því nú að maðurinn reyndist ósigrandi á opnum víg- veJli í almennri baráttu opinberra mála, er fyrst gripið til þess ráðs, að ljúga upp á hann löstum í einkalífi hans (eiturbrigzlin) og loks er gripið til þess, að leitast við að ljúga af honum vitið og brjóta niður heimili hans. Herbrögð íhaldsins. LæknamáJið yfirleitt og Klepps- málið sérstaklega, feliur eins og þáttur inn í allsherjarbaráttu íhaldsmanna gegn Jónasi Jóns- syni ráðherra. Fylgjast og vel að ósvífni læknaklíkunnar og vam- ir aðalmálgagna Ihaldsflokksins fyrir öllu athæfi hennar og Helga Tómassonar. Og við athugun um herbrögð íhaldsins sést glögglega, að hin andlega morðtilraun er fyrirfram ráðin og hnitmiðuð eft- ir þ.ví sem vitsmunir og innræti forsprakkanna og sjálfs flugu- mannsins hafa hrokkið til. Helgi Tómasson gat þess í vandræða- legu svari sínu í Mbl. og getur þess enn í skýrslu sinni, að lækn- ar, „sem skifti hafa haft við J. J.“, — með öðrum orðum þeir læknar, sem hafa verið að leit- ast við að knésetja veitingar- valdið, hafi alllengi verið að brugga með sér þessi ráð. Nefn- ir hann, auk sjálfs sín, þá iælcn- ana Gunnlaug Einarsson, Þórð Sveinsson, Guðm. Hannesson og Niels Dungal. — „Hinn 15. febr. var samt málinu svo komið, að horfur voru á, að við mundum bráðlega senda Alþingi bréf. þar sem við skýrðum frá grun okk- ar um geðveiki hjá J. J.“,*) segir H. T. í skýrslunni. Og enn segir hann: „Á þriðjudag gengum við fjórir læknar frá bréfi til Al- þingis, en töldum þó rétt að bíða enn með að senda bréfið og sjá hverju fram yndi“. Um þær mundir, sem þessir ’) Sbr. Mbl. 4. maí alöastl. atburðir gerðust, var svo ástatt, að landsstjórnin hafði fengið upp í hendurnar mesta vandamál þingsins, Islandsbankamálið. I annan stað var það vitanlegt, að Jónas ráðherra lá rúmfastur 1 kvefi og hálsbólgu. Þessi tími var því, frá sjónarmiði fjandmanna J. J. og þar á meðal læknaklíkunnar einkar vel valinn, til þess að kasta „bombu“ á Alþingi og á heimili í’áðherrans. Sérstaklegir örðugleikar í stjórnmálunum voru Jíklegii- til þess að lama samtök flokksins, er þannig reyndi sér- staklega á. Hitt var og líklegt, að „drengskapurinn" er samkvæmt skýringum G. H. og H. T. sjálfs, knúði hann til þess að heimsækja þau ráðherrahjónin í þessum ný- stárlegu erindum, hefði helzt æski legar verkanir ef fregnin um bi-jálsemi ráðherrans væri færð honum og þeim hjónum, meðan hann lá sjúkur. Og þó móttökur þeirra hjóna yrðu með nokkuð öðrum hætti og verkanir „dreng- skaparins“ allt aðrar, en klíku- bræðurnir, sem biðu úrslitanna,*) höfðu búist við, þá breytir það í engu afstöðu læknanna eða við- leitni þeirra, að notfæra sér hentugasta tíma til hermdarverk- anna. Og Ihaldsforsprakkamir í bæn- um biðu óþreyjufullir eftir verk- ununum. Þegar Jónas ráðherra birti svar sitt, breiddu þeir út þá lýgi, að hann væri eigi sjálf- ur höfundur svarsins. Margir þeirra hafa eflaust glaðst í sínu fróma hjarta yfir því, að nú mundi upp runnin sú þráða stund, að Jónas Jónsson ráðherra væri kvikur grafinn og horfinn af víg- velli stjómmálanna. Og eigi lét þingflokkur Ihalds- ins sitt eftir liggja, að haga víg- brögðum í samræmi við „dreng- skapai‘“-brögðin utan j'ings. Að tilhlutun flokksins var eldhúsdag- urinn dreginn frá 1. umr. fjárl. til hinnar 3., auðsæilega með það fyrir augum, að bíða eftir ráð- herranum, ef ske kynni að hann léti sjá sig aftur í þinginu. Og er ráðherrann kom, staðinn upp úr legu, héldu þeir uppi 9 daga eldhúsdagsumræðum. Eru engin dæmi til jafngálauslegrar með- ferðar á tíma þingsins og mun þingflokkurinn hafa ætlað að þrautreyna verkanimar af „drengskapar“bragði þeirra Helga Tómassonar, Guðm. Hannessonar og þeirra félaga. Þessa dagana er að koma út safn af eldhúsdagsræðum Jón- asar Jónssonar ráðherra. Gefst al- menningi þar kostur á, að kynna sér andlegt heilsufar ráðherrans. Munu íhaldsþingmenn hafa geng- ið frá þeim hildarleik samifærðir um andlega heilbrigði hans og öf- ugar verkanir þess, sem með i'éttu mætti nefna „Helgadreng- skap“. Þegar hér var komið sögunni var rekið ginkefli í munn Ihalds- blaðanna. Ihaldsmenn sáu þegar að málið var tapað, hið andlega morðvopn snúið í höndum þeirra sjálfra og að það gein með eitr- uðum eggjum yfir höfðum þeirra. Jafnframt runnu læknarnir með fyrirætlun sína og stungu sínu eigin bréfi undir stól, þegar það kom berlega fram að ráðherrann lét sér alls ekki segjast um að vera brjálaður og veitti andstæð- ingum sínum á þingi hverja ráðn- inguna annari meiri, með óbifan- legu rólyndi, fyndni, rökfimi og mælsku, sem lengi mun í minn- um höfð. En með tiltæki sínu höfðu læknamir safnað glóðum elds að höfði sér, unnið stétt *) Læknirinn skýrir svo frá: Efl- ir þetta (þ. e. heimsóknina til ráð- herrans) fór ég heim til Guðmundar Hannessonar prófessors og sagði hon- um og Níels Dungal dósent, sem þar var staddur, hvað gerst hafði“. Samsærismennirnir biðu úrslitanna meðan tilræðismaðurinn freistar þess að koma fram andlegri morðtilraun sinni. J. p. sinni og stjórnmálaflokki ógleym- anlega smán og væntanlega bund- ið uppreistarbrölti sínu þá helskö, er duga munu. Heimilishelgin. Frásögn Helga Tómassonar urn viðtal þeirra ráðherrans og hans sjálfs, ber í öllum aðalatriðum saman við frásögn ráðherrans í „Opnu bréfi“ hans til H. T. Enda voru bæði ráðherrahjónin þar til vitnis. Orðaskifti þeirra eru mjög eftirtektai'verð og verða áreiðan- lega „historiskt" tákn um þann atburð, er aðalgeðveikralæknir landsins gerir sér ferð inn á heim- ili veiks manns, til þess að til- kynna honum að hann sé brjál- aður. Og einkum verða þau sögu- lega fræg, þegar á það er litið, að maðurinn sem á í hlut, er merkastur hugsjóna- og fram- kvæmdamaður samtíðar sinuai- og að læknaklíkan og pólitiskir and- stæðmgar ráðherrans standa á öndinni af eftirvæntingu með þá von í brjósti, að takast megi að ryðja honum úr vegi. Eftir að ráðherrann er búinn að uppgötva erindi H. T. og bú- iim að segja honum að fyrra bragði, að hann sé „sendur“ sem geðveikralæknir“ og Helgi Tóm- asson búinn að vefja erindi sitt í loðin vinsemdarummæli hræsn- innai-, segir ráðherraxm: „Eg skoða þetta aðeins sem eina læknaósvífnina fitin — eg hefi þó 37,4° hita og kvef — dettur ekki í hug að tala um þetta við yður. Þér fáið mig aldrei á Klepp“ og síðan réttir hann H. T. hendina til kveðju. Og er H. T. var að tygja sig til brottfarar, segir ráðherrann að lokum: „Baidaginn heldur áfram, hvort sem eg verð ráðherra eða ekki. — Sá sterkari skal sigra. —Berj- ist þið með ykkar vopnum og vottorðum. Við lifum máske báð- ir eftir 5 ár og skulum þá líta yfir vígvöllinn“. Flestir munu líta svo á, að sá maðm-, sem kemur með slíkt er- indi inn á heimili sjúks manns, ber það upp að konu hans áheyr- andi og hagar sér á allan hátt svo sem kunnugt er um H. T. í þessari för, sé síður sjálfráður gerða sinna, heldur en sá mað- ur, er veitir slík svör þvílíkum gesti. Dómsmálaráðherrann hefir sent símleiðis og óskað eftir að birt yrðu eftirfarandi ummæli út af frásögn H. T. um heimsóknina: „Auðséð er, að læknirinn veigr- ar sér við að skrökva miklu um samtal mitt við hann, af því að við hjónin vorum þar bæði til vitnis. En sleppir sér með álygai’ á konu mína, er hún fylgdi hon- um fram göngin. Hann gekk á undan inn á skrifstofuna, hann kveikti ekki, hann greip hand leggi hennai’ og kvað þar upp geðveikisdóminn yfir mér. Hún stillti sig, en fannst eins og mar- tröð leggjast yfir sisr. Hún þótt- ist sjá, að hér væri um andlega morðtilraun að ræða. Hún svaf nálega ekkert næstu nætur á eft- ir. — Við Helga lækni talaði hún ekkert um bændur flokks- ins, sem eru allir nánir, persónu- legir kunningjar okkar beggja. En út af árás hans á mig, sem þá lá sjúkur, sagði hún það eitt, að það væri ekki drengilegt af honum, að vera að reyna að gera mig veikan, þar sem starfs- bróðir minn, Tryggvi, hefði leg- ið fyrir dauðanum og væri ekkl búinn að ná heilsu sinni til fulls aftur. Rétt eftir að læknirinn var farinn sagði konan mín Sigurði Kristinssyni frá heimsókn hans og samtalinu og daginn eftlr Helga Briem, sem símaði til H. Tómassonar og fór hörðum orð- um um framkomu hans. — Níð- ingsheimsókn Helga Tómassonar er kórónuð með álygum hans á konu mína“. Framkoma H. T. gagnvart Guð- rúnu ráðherrafrú verður áreiðan- lega talið met í íslenskum ódieng- skap síðan á Sturlungaöld. Hann læzt koma sem vinur, en kemur með það erindi, sem nægja mundi til þess, að gera hverja konu, með meðalþreki, stui’laða aí skelfingu, ef því væii trúað. iáíðan lýgur hann í opinberuin blöðum til um viðtal þeirra, eft- ir því sem hann hyggur, að unt sé að fá almenning til að trúa, að hún hafi sagt í geðshræringu og lienni sé til ófrægðar. Flestir múnu fremur leggja trúnað á frásögn frú Guðrúnar um við- talið, sem kom strax fram, held- ur en H. Tómassonar, sem kem- ur nú löngu eftir dúk og disk og eigi síst, þar sem nú gefast fleiri vottai- um sannsögli H. T. í frásögnum hans af einkasam- tölum. Heimilishelgin er ekki einungis viðurkennd aí stjórnarskránni, lieldur og af velsænús- og réttar- meðvitund almennings. Heimilið er vé einstaklingsins, sem ekki verður rofið án ósæmilegrai’ yf- irtroðslu eða aulalegrar var- mennsku. Engum manni er heim- ilið dýrmætai'a, heldur en stjórn- málamönnum, sem standa í mikl- um styr og eru hlaðnir þungum störfum hverja vinnufæra stund. Heimilið er þeim vígi, sem ekki má brotna niður og sem á að vera þeim óhultur griðastaður eftir slitvimiu dagsins. Hlutverk eigin- kvenna slíkra manna er að taka á móti mönnum sínum dauð- þreyttum á hverju kvöldi, veita þeim hjúkrun, hvíld og aukið þrek til starfanna næsta dag. Heimili þeirra er einskonar al- menningur, þar sem naumast gefst stundai’friðui’. . Slíkt er heimili þeirra ráðheirahjóna, sem heíir orðið fyrir þessari einstöku árás. Guðrún ráðherrafrú er ein af ágætiskonum þessa lands, sem hefir öðlast það veglega hlut- verk, að standa við hlið manns síns í framfarabaráttu, sem á engan sinn líka í sögu landsins. Móðgunin, sem hún hefir hlotið, nær því ekki einungis til hennar, heldur og til allra samherja þeirra hjóna og eigi sízt til allra landsins kvenna, Hitt er eigi með öllu óvænt niðurstaða af takmarkalausum ofsa fjandmanna Jónasar ráð- herra, að þeir leiti hinna hinztu og hæpnustu úrræða, að leitast við að leggja heimili hans' í rúst- ir. Fyrir löngu er það sýnt, að hann er ósigrandi í sjálfri bar- áttu stjórnmálanna. Sjálfur er hann og nægilega styrkur til þess að afgreiða flugumenn með svipuðum hætti og tíðkaðist til forna. Hitt verður ekki dyggð H. T., ofsóknarklíku læknafélags- ins eða forsprökkum andstæð- inga ráðherrans yfirleitt að þakka, ef Guðrún ráðherrafrú rís óbuguð gegn þeirri dæmalausu árás, sem gerð hefir verið á heimili heimar, heldur verður það að þakka þreki hennar sjálfr- ar og gæfu landsins. En sá maður, sem ekki hikar við að fremja andlegt morð á einni af ágætustu konum lands- ins, til þess að koma fram of- sóknarráðum læknaklíkunnar gegn veitingavaldinu, ætti að víkja úr landi. J. Þ. ---o--- Fyrirspum til Vísis I tilefni af þeim ummælum, sem vikið er að ritstjóra Tímans í dagblaðinu Vísi síðastl. mánu- dag vill Tíminn nota tækifærið til að bera fram fyrirspum um, hvort það sé rétt, sem haldið hefir verið fram af ýmsum mönn- um og í einu bæjarblaðanna hér, að Pétur Benediktsson lögfræð- ingur hafi ritað eina eða fleiri af þeim nafnlausu greinum, sem Vísir hefir birt um „geðveikis- málið“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.