Tíminn - 19.05.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.05.1930, Blaðsíða 3
TÍMINN ttTTTUI i | ' III | I □D □D □D m m Húsgagnaverzl, við Dómkírkjuna selur ódýrast allskonar Ibúðarhús á Gríshóli i Snæfellsnessýslu. I húsgögn. Matborö, með svenski'i „patent“-stækkun. Borðstofustólar, marg-ar gerðir, ódýrastir í bænum. Smáborð allskonar. ■■■ IHl ■■■ lii III ■■■ ■■■ III IIÉ ! !■■■ ■II !■■■ !■«■■] !■■■! !■■■] (■!■■] ifi mmmi Tvíbýlishús á Gljúfrárholti i Olfusi. (Suðurhlið). legri húsakynnum en tíðkast í öðrum löndum og þó tiltölulega dýrari. Með Byggingar- og land- námssjóði eru, að tilhlutun J. J. fyrst og fremst skapaðir mögu- leikar til að gjörbreyta lífskjör- um sveitafólksins og milda þá örðugléika lífsins, sem fastast hafa knúið áfram fólksstrauminn til kaupstaðanna. Á myndinni hér að neðan er íbúðarhúsið syðst, þá skemma, hlaða, hesthús, fjós og áburðar- hús nyrst. Útlitið minnir á gömlu bæina, og þessvegna fýsir marga þjóðrækna bændur að eignast svona bæ. Stýllinn er lagaður í samræmi við byggingarefnið (steinsteypuna) og verður ekki dýrari en gerist og gengur um hús, sem gefa svipað rúm. Kjall- arinn er lágur, gerður fyrir geymslu o. fl. Á aðalhæð rúmast stór baðstofa, svefnherbergi hjóna, hvorttveggja með stórum giuggum móti suðri, gestastofa og eldhús sem skifta má í tvennt (eldhús og borðstofu). Á lofti eru fjögur rúmgóð svefnherbergi en fimm sé kvistur á suðurhlið. Loftið rúmar álíka vel og heil hæð, og öll hafa herbergin bað- stofulag, sem nýtur sín ágætlega, einkum þar sem lokrekkjum er komið fyrir. Milli herbergjanna fást skápar og koma að góðu liði. Hvað útihúsin snertir hafa þau það til síns ágætis, að hent- ugt er að byggja eitt og eitt í einu. Síðastliðið ár voru reist íbúð- arhús eftir þessum uppdrætti á þessum jörðum: Einarsnesi í [ Mýrasýslu, Sveinsstöðum og Björnólfsstöðum í Húnavatns- sýslu, og nú í sumar er ákveðið að byggður verði samskonar bær í Víðikeri í S.-Þingeyjarsýslu. Húsin sem gerð voru í fyrra eru að stærð 8.75X10.00 m. (14X 16 al.) og hafa kostað 16—18 þús. kr., en lán til þeirra úr Byggingar- og landnámssjóði hef- ir numið 10—12 þús. kr. Útvegg- ir gerðir tvöfaldir af steinsteypu og mó-tróð milli veggja, gólf yf- ir kjallara stevpt og ofan á því amerísk harðviðarborð (kvista- laus fura). Öll eru þau hituð frá miðstöð. Körfustólar, margar gerðir. Barnarúm og strávöggur. Svefnherbergishúsgögn og borðstofuhúsgögn alltaf stórt úrval fyrirliggjandí Vörur sendar um allt land með póstkröfu. ■■ ii ■■ 553 Tvíbýlishúsið á Gljúfrárholti. (Vesturgafl). Þetta hús er með þeim stærstu sem byggð hafa verið með að- stoð Byggingar- og landnáms- sjóðs. Myndir af nokkrum minnstu bæjunum verða birtar hér í blaðinu innan skamms. Sveitabær (framhlið móti austri). r A víðavangi. Óviljandi gaf Kolka læknir þá játningu í Nýja Bíó að samvinnan milli J. J. og Helga Tómassonar „virð- ist hafa verið ágæt þangað til (eins og P. K. komst að orði) ráðherrann hóf árásir sínar á læknafélagið“. Þessi ummæli béra vott um, að H. T. sá ekkert á móti því að vera undirmaður J. J. fyr en fór að skerast í odda með ráðherranum og læknunum. Eftirtektaiverð er þessi játningúr slíkum stað, þó að ekkert sé þar sagt annað en það sem allir hafa vitað frá upphafi. Kosningafundir standa nú yfir á Austfjörðum. í Vestmannaeyjum var fundur á fimtudag, og sóttu hann um 700. Hélt Ólafur Thors götusamlcomu í Eyjum framan af degi, en lagði síðan af stað áleiðis til Seyðis- fjarðar. Reglulegur fundur hófst klukkan að ganga þrjú um dag- inn, og var J. J. ráðhérra máls- hefjandi. Mbl. er þessa dagana að fræða lesendur sína um það, að J. J. hafi eigi .þorað að koma í land af ótta við Ólaf! og haldið sig á skipsfjöl af þeim ástæðum. Hefir þetta rabb blaðsins vákið góðlátlega glaðværð hér í bænum. Ilitt hefir Tíminn sannfrétt, að 01, Th. skoraði fast á flokks- menn sína að fylgja sér af fundi, en einir 5 urðu við þeirri áskor- un. Ber sú fregn eigi vott um, að mikil ógn hafi af Ólafi staðið þar um slóðir. — Næsti fundur var á Hornafirði og sóttu hann um 400 manns. Enginn mælti þar íhaldinu bót. Brennuvargar. Jafnvel í hinum grimmasta hernaði hefir það æfinlega þótt sjálfsögð skylda að þyraia kon- um og börnum. Það er ekki nema á verstu tímum siðleysis og ó- drengskapar, að sú regla sé brot- in. Á Sturlungaöldinni var hún rofin, þessi helgasta regla drengi- legrai’ baráttu. Á þeim tíma — ægilegasta siðleysistímabili, sem yfir Island hefir gengið —, voru til brennu- vargar, sem vörnuðu konum og börnum útgöngu. Brennuvargar þeir voru vargar í véum siðmenningar hvítra manna. Svo þungan dóm hefir sagan kveðið upp yfir slíkum mönnum, að ætla mætti, að slíkt kæmi aldrei aftur fyrir. En nú á sjálfri tuttugustu öld- inni hefir stjómmálabaráttan ís- lenzka eignast brennuvarga, sem ekki leyfa konum útgöngu. Hlífðarlaust snúa brenuuvarg- arnir nú á tímum vopnum sínum gegn varnarlausum konum og börnum. Heimilishelgii ,i vir 'a þeir að vettugi. Konu eins af foringju n Fram- sóknarflokksins hafa brer ’.uvarg- ar íhaldsins ofsótt innan vébanda heimilishelginnar og nú síða.-t op- inberliega í sínu stærsta og víð- lesnasta blaði — í þeim tilgangi einum, að vega að andstæðingi sínum þar, sem honum er við- kvæmast. En fyrir öll níðingsverk koma málagjöld og einnig fyrh' þetta. I einu héraði vestanlands hafa konurnai’ látið þau boð berast hingað til Rvíkur, að þær ætl- uðu sér, þann 15. júní í sumar, að hefna þeirrar framkomu, sem átt hefir sér stað nú í vetur gagn- vart konu Jónasar Jónssonar dómsmálai’áðherra. Rétt um leið og þetta blað er að fara í prentun hefir það heyrst að nokkrar konur í Reykjavik séu í þann veginn að rita bréf og senda inn á hvert einasta heimili í land- inu, til þess að biðja brennuvörg- unum griða. 1 þessu bréfi er kvenþjóðin ís- enzka beðin að kjósa lista íhalds- flokksins, kjósa konuna, sem átti smekkvísi til þess að ganga fram fyrir skjöldu þeiraa manna, sem stóðu á bak við atburðina í Sam- andshúsinu 19. febr. sl., kjósa Guðrúnu Lárusdóttur. En Guðrún Lárusdóttir kemst ekki á þing í þetta sinn. Það vita allir. Og íslenzkar konur styðja ekki málstað brennumanna. Misskilningui’ Er það hjá Mbl. , áð Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri hafi ritað skýringarnar með myndun- um í síðasta blaði Tímans. Spak- mælið „Verkin tala“ er eftir Jón Þorláksson fyrv. formann íhalds- flokksins, og rætist sumum mönn- um stundum satt á munni. -----o---- Fyrir 20 áríim taldi prófessor Guðmundur Hannesson það bezta ráðið, ef menn skyldu vilja skygn- ast inn í framtíð Islands, að koma á fund íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn. Nú er ekki í þetta hús að venda — sem betur fer. Og það er orðið all-langt síðan að breytingin varð. Og það stendur ékki einungis í sambandi við það, að íslendingar eignuðust sinn eigin háskóla. Or- sökin var vakning þjóðarinnar sjálfrar. Það er æði athyglisvert, að stjórnmálaflokkur sá, sem reynst hefir hvað umsvifamestur á seinni árum, hefir ekki sótt nema tiltölulega lítinn styrk í hóp hinna langskólagengnu manna, til stúdentanna. Hefði maður viljað skygnast í framtíð Islands fyrir tæpum 20 árum, hefði maður þurft að koma á fundi ungmennafélag- anna og samvinnumannanna í landinu. En nú er eitthvað óeðlilegt að þetta skuli vera svona. Það er ekki heilbrigt að í hópi þeirra manna, sem þjóðin kostar mest til uppeldis á, finnist ekki for- ingjar. Og mundi ekki skýringin að nokkru fólgin 1 því, að það ólag hefir verið á um vinnubrögð og stjórn menntaskólans um æði- langt skeið, sem valdið hefir því, að menn hafa komið þaðan „kaln- ir á hjai-ta“ — og það einmitt að dómi þessa sama prófessors. Niðurníðsla Menntaskólans virð- ist ekki hafa verið minni í and- legum efnum en t. d. á umgengn- inni og aðbúðimii, sem húsakynn- in sjálf veittu. Smekkurinn sem kemst í ker, keiminn lengi eftir ber. Fjögur, fimm ár í skóla hins „gamla tíma“ hafa skiljanlega sömu áhrif nú sem fyr. En á hvtrjum sex árum skiftir um fólk 1 menntaskólanum. Og litið íitvik bendii’ til þess að breytingin komi furðufljótt. Mér fannst votta fyrir nýjum blæ, þegai’ ég á dögunum gekk niöuv Hveríisgötuna með J. J. ker nsiumálaráðherra. Á. móti okkm’ kom yfirbyggður flutningsbíll, hlaðiim ungu fólki. Og þegar fai'þegainii’ komu auga á ráðherrami, þá teygðu sig margar hendur út um gluggana og kveðju og gleðióp gullu við. Þaraa voru nemendur Mennta- skólans á ferð inn í sundlaugar á uppgjafabíl frá einu sjúkrahús- inu, sem skólanum hafði verið af- hentui- til afnota. Spá mín er sú, að það verði ekki skólans sök ef þetta fólk kelur á hjarta, og ekki þætti manni vonlaust um að á þess fund þyrfti að sækja á sínum tíma, vildu menn skygnast í framtíð íslands. Ég hefi samglaðst J. J. yfir mörgum sigrinum, sem hann hef- ir unnið í þarfir lands og þjóðar, en ég held sjaldan eins og í þetta sinn.. Allri niðurníðslu verri er sú, sem mæðir á því ungviðinu, sem þjóðin kostar of fjár til þess að ala upp til þess að hafa hin vandasömustu trúnaðarstörf með höndum, og til langframa hefii’ engin þjóð bolmagn til þess að 1 veita fullt viðnám afvegaleiddum og spilltum embættismannalýð. Hreiðar. -----o---- TíSin. Hlý og hagstæð vorveðrátta hélzt alla síðastliðna viku um allt Jand að lieita má. Vikan b yrjaði með liægri NA-átt og hráslagaveðri norðaustanlands, en góðviðri syðra. — Á þriðjudagskvöldið hvessti á SA með rigningu á Suður- og Aust- urlandi. Hélzt svo fram á fimmtu- dag og hlýnaði þá norðaustanlands. A föstudag gerði aftur hæga NA- átt og kólnaði á Norður- og Austur- landi mcð þokusúld og 2—4 st. hita í útsveitum. í Reykjavík varð hiti mestur 13 st. þessa viku en lægstur 3 st. að næturlagi. í Hvitárbakkaskólanum voru 54 nemendur siðastliðinn vetur. Af þeim gengu 50 undir próf. Dvalarkostnað- ur (húsnæði, ljós, fæði og þjónusta) varð kr. 300,60 (kr. 1,67 á dag) fyrir pilta og kr. 241,20 (kr. 1,34 á dag) fyrir stúlkur. í tilefni af 25 ára af- mæli skólans verður félag gamalla nemenda stofnað á þingvöllum í sumar 26.—29. júní. Alþýðuskólarnir. Samkvæmt sam- þykkt fundar, er skólastjórar alþýðu- skólánna höfðu með sér s. 1. vor, verður í suinar stofnað félag kennara og skólastj. ísl. alþýðuskóla. Stofn- fundur verður í Rvík 20.—22. júní.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.