Tíminn - 03.06.1930, Side 1
(öjaíbfeti
og afgrei&slumaímr Címans er
Sannueig þorsteinsöóttir,
Sambanbsljúsinu, "ííe^f jarrif.
• 2^.fgtti5sía
ttímans er i Sambanbsíjúsinu.
©pin bagle^a 9—12 f. tj.
Stmi 496.
XIV. ár.
Reykjavík, 3. jtiní 1930.
Nú er sunraiið komið, og menu
íara að taka ullina af fé sinu,
og búa hana út sem vöru, —
þvo hana og þurka, og flytja
hana til kaupstaðar. — Mikið
vantar enn á það, að ullin nkkar
sé orðin það að gseðum, sem hún
gseti verið; og hvað verkunina
snertir, er í mörgu mjög svo á-
bótavant, en út í fæst af því
verður farið hér. Þó skal eg geta
þess, að eg hefi í smíðum allstór-
an greinaflokk um þetta efni, en
sem vegna ýmsra orsaka eigi get-
ur birtzt fyr en síðar á þessu
sumri.
Nú er það vinsamleg áminning
mín til bænda, sem ull framleiða,
og flytja á út úr landinu, að
taka til athugunar þrjú atriði, er
snerta verkun ullarinnar.
1 fyrsta lagi: að aðskilja nýja
ull og gamla, nefnilega tvíreyf-
inga, sem ekki hafa verið rúnir
síðastliðið haust, og sloppið í
fyrra vor í ullu. Slíka ull er ó-
gerningur að verka svo vel sé,
án þess að reyfin séu aðskilin.
I öðru lagi: að þvo ullina vel,
því að óhrein ull er aldrei falleg
ull, og getur því aldrei talist 1.
flokks vai'a. — Síðar mun eg
1‘jölyrða allmikið um þetta efni,
en nú vil eg gefa bændum 4 —
fjórar — bendingar.
a. Tvíþvoið ullina (sérstaklega
ef þvag er notað).
b. Notið ekki of sterka sóda-
blöndu (aldrei meir en 3—5%).
c. Hitið þvottabaðið ekki of
mikið (aldrei heitara en 50—60
gráður Celsius, helzt 40).
d. Skolið ullina vel, — ull er
aldrei of vel skoluð.
Vona eg að bændur notfæri
sér bendingar þessar, nú þegar á
þessu sumri.
I þriðja lagi: að þurka ullina
vel. Síðasthðið sumar var frem-
ur hagstæð tíð hvað þurka
snerti, en samt vantaði mikið á,
að stöku bændur þurkuðu ull sína
nægilega vel, en það er skilyrði
fyrir því, að ullin geti verið góð
vara, að hún sé vel þur, því að
ella tapar hún blænum, skemmist
i umbúðunum og léttist í vigt.
Slæm þurkun á ullinni eru svik,
sem ekki mega eiga sér stað.
Þurkið vel ullina áður en hún
er sekkjuð.
Að síðustu vil eg minna ullar-
matsmennina á, að vanda vel ull-
airnatið, -fara eftir flokkunar-
reglunum, og fá sem mest og
bezt samræmi í ullargæðin á sem
flestum ullartökustöðum. Leið-
beina bændum hvað ullarverkun
snertir, og yfirleitt hafa forgöngu
í því, að ullin geti ár frá ári
tekið framförum í því, að verða
verðmæt vara, bæði á innlendum
og útlendum markaði.
Ullarmatsmenn i Suðurlands
umdæmi, verið í nánu sambandi
og samvinnu við mig. Sparið ekki
að skrifa eða hafa tal af mér,
vanti ykkur upplýsingar, eða ann-
að er að starfi ykkar lýtur.
Virðingarfyllst.
Þorvaldur Ámason,
(yf irullarmatsmaður).
Á vídavangi
Lr Pétur Tímamaður?
Pétur Magnússon, efsti maður
íhaidslistans hefir ekkert skipt
sér af landsmálum svo heitið geti
og er því, aí íhaldsmanni að vera,
nokkurnveginn óklandraður af
ávirðingum ilokks síns. Af því
að Pétur er óþekktur íhaldsmaður
var haim settur í efsta sæti, því
l'Jokksstjórnin sá það réttilega,
aö þjóðin hafði svo megna óbeit
„heiztu“ stjórnmálamönnum
íhaldsflokksins, að tilgangslaust
var að haía nokkmn þeirra efst-
an. Hér í Reykjavík, í aðalhreiðri
íhaldsins, er því haldið fast fram
í „agitationinni“ að Pétur sé
ihaldsmaður og hafi ætíð greitt
atkvæði með línud og félögum
hans í bæjarstjóminni. En út um
sveitir landsins er því haldið
fram af smölum íhaidsins, að Pét-
ur sé Tímamaður. Hvort er sann-
ara? X.
Er Jón Þorláksson geðbilaður?
Jón Þorláksson er landskunnur
verkfræðingur. Hann steypti einu
sinni bryggjustólpa fyrir Kveld-
úlf, og ætlaði að flytja hann út á
höfn — en „búkkinn“ sökk á miðri
leið!
Jón Þorláksson er góður reikn-
ingsmaður. Hann fóru einu sinni
aö margfalda 19 með 5 fékk út
85.
Jón Þorláksson er reglumaður
um vín og bragðar aldrei wisky.
Hann varð þó uppvís að wisky-
smyglun og varð að borga sekt.
Jón Þorláksson hefir orðið upp-
vís að því, að hafa setið í „ráð-
herrastólnum", í miðjum af-
greiðslutíma í stjómarráðinu, og
verið að lesa „Manninn frá Suður-
Ameríku“.
Vill ekki „Morgunblaðið" láta
Helga eða einhvem annan „sér-
íræðing“ athuga andlegt heilsu-
fara mannsins? Það minnsta, sem
heimtað verður af Morgunblaðinu
er að það fái hingað erlenda „sér-
íræðinga" til að saima:
að Kveldúlfsbúkkinn hafi sokk-
ið af eðlilegum ástæðum.
að 5 sinnum 19 sé 85.
að heilbrigt sé fyrir háttsettr
ann stjórnmálamann, sem aldrei
drekkur wisky, að smygla wisky.
að „Maðurinn frá Suður-Amer-
íku“ sé viðeigandi „lesning:“ fyr-
ir fjármálaráðherra í miðjum af-
greiðslutíma í stjórnarráðinu.
Verði hægt að sanna þetta allt
er Jón óvitlaus. X.
Borgarstjóramálið.
Mbl. hefir skýrt frá því og
gjört mikið veður út af, að saka
málsramisókn hafi verið fyrir-
skipuð gegn borgarstjóranum í
Reykjavík. Þetta er misskilningur
hjá blaðinu. Hér er aðeins um
undirbúningsrannsókn að ræða,
og þvá aðeins, að sú rannsókn
leiði í Jj'ós sakarefni, getur komið
til sakamálshöfðunar gegn borg-
arstjóranum. Þess skal getið í
þessu sambandi, að inn það leyti
sem rannsóknin var fyrirskipuð,
hafði borgai'stjórinn legið meira
en tvo mánuði á álitsgjörð Helga
P. Briem fyrv. skattstjóra, sem
atvinnumálaráðuneytið hafði sent
honum til umsagnar.
Ráðherrann og vitavörðurinn.
Mbl. telur það dauðasynd, að
manni, sem falin hefir verið vita-
gæsla, skyldi verða það á í ó-
gáti fyrir mörgum árum að búa til
til nokkrar flöskur af öli, sem
var lítið eitt sterkara en lög
heimila. En sama árið, sem þessi
„höfuðglæpur“ var drýgður, setti
íhaldsflokkurinn í ráðherrastól
mann sem sannur var að sök um
að hafa smyglað ólöglegu áfengi
inn í landið. Úr því að Jón Þor-
láksson gat orðið forsætisráð-
herra átölulaust frá Mbl., þó að
hann væri áður staðinn að vín-
smyglun, virðist siðferðiskröfum
blaðsins hafa farið mjög fram
siðan það komst í minnahlutaað-
stöðu í landinu.
---0--
Bardagaaðferð
Páls Kolka.
Árið 1925 átti Páll Kolka í rit-
deilu við maxm í Vestmannaeyj-
um, þá ritaði Kolka í Mbl.
greinarkafla þann, er hér fer á
eftir, og er greinarkafli þessi í
mjög augljósu samræmi við
framkomu P. K. í vissu máh nú í
vetur. En gi-einarkaflinn hljóðar
svo:
„N. N. talai' iun trúaroísa minn og
trúarbelging og skal i þvi sambandi
gjorð grein fyrir annari geðveilu hjá
mamiinum. Á fyririestra mína
lilýddu um 1000 manns, sem geta
vottað það, að eg blandaði trúmálum
ekkert inn í mál mitt, — enda eru
það tvö óskyld mál, — að öðru leyti
ej) þau áhrif, sem trúin getur haft
á líkamlega líðan manna. Skýringin
á því, að N. N.* *) las trúarofsa út úr
íyrirlestri mínum, liggur hjá honum
sjálfum. það er algengt, að menn,
einkum þeir, sem eitthvað eru bilað-
ir á geðsmunum, vœna aðra um
samskonar hvatir og þeir búa sjálfir
yfir. þetta er á læknamáli kallað
projection. Nú er N. N. sjálfur frá-
inunalega ofstækisfullur og öfgagjarn
andatrúarmaður. Auðvitað vinnur
hann þvi skoðanabræðrum sínum
ógagn, eins og slíkir menn eru ávalt
vanir. Hann hefir einu sinni bitið sig
fastan í, að þessi móðursýkisfyrir-
brigði hér i Vestmannaeyjum stöfuðu
frá öndum framliðinna manna, og
það er orðið honum heilagt áhuga-
mál að berjast fyrir þessa trú sína.
Honum vitrari, fróðari og reyndari
spiritistar eru ekki svo einfaldir, að
þeir vilji draga spíritismann inn i
þetta lækningakák. Sálarrannsóknar-
félag íslands virðir það jafnvel ekki
svo mikils, að það fáist til að beita
sér fyrir læknisskoðun á konunni,
sem hér hefir verið að verki, en með
því væri skrumi N. N. um bata henn-
ar bezt hnekkt. Honum hefir verið
leyft að birta þessi ómerkilegu vott-
orð sín í Morgni, þó með þeim var-
nagla, að ritstjórinn vill enga ábyrgð
á þeim bera né skýringum hans.
Ég hefi nú gefið sálfræðilega skýr-
ingu á þeim hvötum, sem N. N. hefir
fylgt í rnáli þessu. Ef þær hefðu ver-
ið talsvert magnaðri, hefði læknis
fræðileg skyring komið til greina.
Gorgeirsfullur sjálfbyrgingsháttur á
sem sé skylt við þá tegund sálsýki,
sem kölluð er mikilmennskuæði eða
hefðarbrjál (megalomania), og hams
laust trúarofstæki getur lént út í
reglulegt brjálæði. Dæmi upp á það
má taka af hinum svonefndu „der-
vishum" í Asíu og Afríku. Trúar-
ofstæki þeirra hleypur svo með þá i
gönur, að þeir dansa með ópum og
óliljóðum, þangað til þeir falla til
jarðar, froðufellandi og uppgefnir.
Af ofanrituðu er auðséð, að það er
ekki rétt að álasa N. N. harðlega fyr-
*) Kemur í stað upphafsstafa í
nafni viðkomanda maxnis.
37. blað.
Öllum þeim, er sýnt hafa okkur samúð og hluttekningu vlð
andlát og útför síra Ludvigs Kundscn, vottum við okkar beztu þakkir.
Aðstandendur.
ir ritliátt hans né aðra framkomu í
n;ssu máli. Hún á rót sína að rekja
til þeirra veilna í sálarástandi
mannsins, sem nú hefir verið lýst, og
er honum það sennilega ekki alls-
kostar sjáfrátt. Vildi ég, að það gæti
orðið honum til nokkurrar afsökunar,
iví að mér hálfleiðist það, að ég
skyldi verða, — þótt ekki sé nema
óbeinlínis, — orsök þess, að hann
varð sér til skammar.
Vestmannaeyjum, 27. ágúst 1925.
P. V. G. Kolka".
Þess skal getið, að ritstjóri
„Morguns“, skáldið Einar H.
Kvaran, fór í ritinu mjög lofsam-
legum orðum um mann þann, sem
hér er um að ræða, og skrifað
hafði í Morgun um fyrirbrigðin í
V estmannaey j um.
----0.---
Frouir
Framsóknarfélag Kjósarsýslu held-
ur almennan landsmalaíund á Brú-
ariandi i Mosfellssv.eit laugardaginn
7. júm n. k. kl. 1 e. h. og á Reyui-
völlum 1 líjós máuudaginii 9. júm
n. k. ki. 3 e. h. Umræðueini: Lauds-
iíjörið. Eiambjóðendum við lands-
kjörið og þingmönnum Gullbringu-
og Kjósarsýslu er sérstaklega boðið
að mæta á fundum þessum.
Mjólkurbu Flóamanna. Blaðamönii-
um úi Rvik var íyrra fimmtudag
boðið austur að Ölfusá til að skoða
Mjólkurbú b’lóamanna. Mmi mjólk-
urbúunum austanfjalls, starfsemi
þeirra og möguleikum, rækil,ega lýst
hér í biaðinu áður langt líður.
Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum,
hin heimsfræga bók Remarques um
ófriðinn mikla, er nýkomin út i ís-
lenzkri þýðingu eftir Björn Franz-
son, ungan, gáfaðan stúdent, sem um
þessar mundir stundar nám i Mún-
chen á þýzkalandi. Er ánægjulegt
að liafa svo fljótt eignast íslenzka
þýðingu af þessari merkilegu bók, þó
að eigi hal'i tekizt svo sem æskileg-
ast væri, að ná hinum einkennilega
og fagra stíl hennar á frummálinu.
En óliætt er að segja, að íslenzka
þýðingin standi a. m. k. jafnfætis
þeirri þýðingu, sem Danir eignuðust
af „Im Westen nichts neues“ síðast-
liðið sumar.
Breskt flugfélag eitt sem ætlar að
gjöra tilraun til að koma a föstum
ílugferðum á milli London og
Winnipeg, yfir ísland og Grænland,
sendir mann til Grænlands í sumar.
Á hann að vera þar árlangt til þess
uð athuga veðurlag og lendingar-
skilyrði.
Franskur „amatör“-ljósmyndari,
l’lissen, er væntanlegur á Alþingis-
hátiðina, til þess að taka hér ljós-
myndir til birtingar i þekktum
frönskum tímaritum.
Varðskipið Ægir tók tvö skip í
landhelgi í fyrri viku, og kom
með þau til Vestmannaeyja. Var ann-
að danskur vélbátur, sem stundar
dragnótaveiðar, en hitt enskur botn-
vörpungur.
Hermálaráðuneytið norska hefir
lagt það til, að Stórþingið lækki
hernaðarútgjöldin fyrir næsta ár, úr
46 milj. kr., sem veitt er á þessu ári,
niður i 32 milj. kr. í tillögum her-
málaráðuneytisins er tekið fram, að
hægt sé að draga úr útgjöldum til
hernaðar, þar sem engar líkur séu
til þess, að Norðmenn einir lendi
nokkumtima í ófrið við arinað riki.
ftminn
kemur út einu sinni í viku að
minnsta kosti og stundum tvö
blöð í einu. Meðaltal síðustu ára
60—70 tbl. Árgangurinn kostar
10 krónur. Gjalddagi er í júní.
Skilvísir kaupendur fá ókeypis
aukablað Tímans, sem kemur út
einu sinni í mánuði. Aukablaðið
flytur myndir, ritgjörðir og fróð-
leik ýmiskonar, innlendan og er-
lendan.
Forsetinn i Boliviu i Suður-Amer-
jku hefir beðist iausuar vegua ágrein-
iugs iiinan stjórnarinnar. Nýjar kosn-
ingai' lii þingsins fara fram 29. júní,
en Sileo-stjórnin núverandi mun ann-
ast stjórn landsins tii þess tíma.
Riiser-Larsen, norski landkönnuð-
urinn, hefir nylega haldið fyrirlestur
í norska landfræðifélaginu i Ósló og
skýrt frá tveimur nýfundnum lönd-
um. Heita þau: „Land Maud drottn-
ingar“ nálægt Enderby land, og
„Land Mörtu krónprinsessu1' norð-
austan til i Weddels hafi.
Ueorg Bretakonungur hefir að und-
anfömu þjáðst af gigtveiki, en er nú
á góðum batavegi.
Dr. Alexander Jóhannesson er ný-
lega kominn heim úr utanför. Hefir
liann samið um kaup á 2 flugvélum
i jfýskalandi fyrir Flugfélag íslands,
og munu þær væntanlegar hingað í
næsta mánuði. Er gert ráð fyrir að
flugferðir liefjist hér fyrir Alþingis-
hátíð.
Danska herskipið „Hvidbjömen"
hefir legið hér undanfarna daga.
Skipið er á leið til Grænlands, þar
sein það hefir á hendi landhelgis-
gæzlu i sumar.
Hótel Borg var fullbúið og opnað
til gistingar um næstsiðustu helgi. Er
allur útbúnaður liótelsins liinn þægi-
iegasti og vandaðasti, svo að af ber
hér á landi. Gestaherbergin eru rúm-
iega 40 og fylgir sérstakt bað mörgum
þeirra. Iiúsgögn öll eru mjög vönd-
uð. smíðuð úr „satin“-viði. — í kjall-
ara hússins eru vélar, sem dæla
hreinu lofti inn í salina á neðstu
liæð, og enn fremur eru þar frysti-
og kæliklefar fyrir matvæli og
drykkjarvörur, sem kæla niður að
vissu marki, þannig að hver tegund
er geymd við það hitastig sem henni
lientar bezt. Jóhannes Jósefsson
glímukappi, eins og hann er nefndur
af alþýðu manna, hefir með því að
koma upp gistihúsi þessu unnið stór-
virki til sóma og prýði Reykjavíkur-
bæ og landinu i heild. Hótel Borg
kostar fullbúið um 1 inilj. og 200
þús. kr.
. Skógum, bær Ólafs . ríkiserfingja
Norðmanna, nálægt Osló, brann til
kaldra kola 20. þ. m. Allmiklu af
innbúi var bjargað, þ. á m. ýmsum
listaverkum. Eignatjónið er talið
nema um hálfri annari milj. króna.
Innfluttar vörur í apríl þ. á. námu
kr. 5.559.226,00, þar af til Reykjavíkur
kr. 3.117.223,00.
„Montcalin", eitt af stærstu skipum
Ganadian Pacific Railway félagsins
er væntanlegt liingað til Rvíkur 21.
júní og verða með þvi, auk þeirra
íslendinga og annara hátíðagesta,
sem eru á vegum pjóðræknisfélags
íslendinga í Vesturheimi, 9 fulltrúar
á Alþingishátíðinni frá Bandaríkjun-
um og Canada, þar á meðal Sena-
tor P. Norbeck form. sendinefndar
Bandaríkjanna, Olger B. Burtness
fulltrúi fulltrúadeildar Bandaríkja-