Tíminn - 14.06.1930, Blaðsíða 2
140
TÍM2NN
landinu um fjármál þjóðarinnar
og þroskaleysi hans í öllum fé-
lagsmálefnum. Þetta er að verða
alþjóð ljóst, og vaxandi skilning-
ur á félags- og skipulagsmálum
ér bezta trygging peningastofn-
ananna.
Þá segir M. G. að stjómin hafi
talið stofnfé Landsbankans með
skuldum ríkissjóðs og ég sé því
að leiðrétta ,LR.,og gerðir stjórn-
arinnar. Hver maður sér að ég
hefi líka í töflunni talið stofnféð
með ríkisskuldunum, svo þetta
er rangt hjá M. G. En ég hefi
talið það með þeim ríkisskuldum,
sem ekki eru eyðslufé og svara
vöxtum.
Ég er viss um að núverandi
stjórri er mér alveg sammála um
þetta atriði, og ég hefi fulla á-
stæðu til þess að álíta, að stjóm-
in muni ætla að endurbæta form
LR. þannig, að þeir meðal annars
sýni allar ríkisskuldir og enn-
fremur hvaða skuldir það eru,
sém hvíla sem baggi á ríkissjóði
og hvaða skuldir borgi vexti eða
vexti og afborganir. Landsreikn-
ingar nágrannaþjóðanna sýna
þetta nákvæmlega. Þessi breyting
á LR. er mjög aðkallandi, meðal
annars til þess að menn eins og
M. G. geti sparað sér að halda
eldhúsdagsræður um ríkisskuldir
á sama hátt og hann gerði á sið-
asta þingi.
VL
I eldhúsdagsræðu sinni í vetur
sagði M. G. að ríkisskuldimar í
árslok 1929 myndu vera 18,5
milj. kr. Að þessari niðurstöðu
kemst M. G. á þann hátt, að hann
sagði að stjórnin hefði á árinu
1929 tekið 5V2 milj. kr. lán í
Englandi. „Ég geng út frá því,
að um 600 þús. kr. hafi verið af-
borgað af skuldum ríkissjóðs
1929. Skuldaaukning á árinu
1929 tel ég því 4,9 milj. kr. eins
og ég áður taldi“, segir M. G.
Niðurstaða M. G. verður því:
Skuldir í árslok 1928,
skv. LR............13,6 milj.
Lán tekið 1929 5milj.
-r- 600 þús. kr. afb. . 4,9 —
Samtals kr. 18,5 milj.
Fjármálaráðherra upplýsti á
þinginu, að í Englandi hefði ein-
ungis verið fengin 5V& milj. kr.
lánsheimild. Af þeirri lánsheim-
ild hefði einungis verið notað á
árinu 2Vfc milj. kr. og þeim pen-
ingum varið til að borga með
gamlar skuldir, sem taldar væru
með í LR. 1928. Skuldir ríkis-
sjóðs hefðu því ekkert getað auk-
ist við lánsheimildina. t giein
minni í Tímanum liðaði ég ná-
kvæmlega í sundur hvemig þess-
ari 2V2 milj. kr. hefði verið varið
Nýju
bandaskólalögin
„Þar til öðruvísi verður ákveðið,
skuiu vera tveir skólar á landi
hér, er veiti bændaefnum nauð-
synlegra undirbúningsmenntun og
og sérþekking til undirbúnings-
stöðu þeirra. Skal annar skólinn
vera á Hólum í Hjaltadal, en hinn
á Hvanneyri í Borgarfirði. SkóL-
arnir nefnast bændaskólar".
Svo hljóðar fyrsta grein þess-
ara laga.
Á skólajörðunum skulu vera
hæfilega stór fyrirmyndarbu,
rekin á kostnað ríkissjóðs, ef
hentara þykir. Við hvom skóla
skulu vera 4 fastir kennarar, og
er einn þeirra skólastjóri. bú-
fræðideild með tveimur bekkjum
og bændadeild, sem aðeins er einn
bekkur. Skólaárið er frá 15. okt.
til 30. apríl í búfræðideild, en í
bændadeild frá 15. okt. til 15.
maí.
Þessi eru skilyrði fyrir inntöku
í hvora deild:
a. Að umsækjandi í búfræði-
deild sé að minnsta kosti 17 ára,
en í bændadeild 18 ára.
til þess að borga með gamlar
skuldir og að lokum spuvði ég
M. G.: „Hvernig getur M. G. talið
að skuldir ríkisins vaxi við lán-
töku, sem varið er til að greiða
gamlar ríkisskuldir jafnháar lán-
inu, sem tekið er? En þetta gerir
hann, þegar hann í skýrslu sinni
áætlar upphæð ríkisskuldanna
fyrir árið 1929“.
1 svari sínu gengur M. G. alveg
fram hjá þessari spurningu.
Hann reynir ekki að réttlæta
þennan reikning sinn. En í stað
þess eru birtar myndir í blaði
hans, Morgunblaðinu, af nkis-
skuldunum og í árslok 1929 eru
þær sýndar þar 18,5 milj.i
Sannleikurinn er sá, að þar sent
allar fastar og umsamdar afborg-
anir hafa verið greiddar af skuld-
um ríkissjóðs árið 1929 og þar
sem áætlaður tekjuafgangur á ár-
inu er 1,7 milj., þá hljóta skuldir
ríkissjóðs að lækka 1929. Enda
lýsti fjármálaráðherra því yfir á
þinginu í vetur, að skuldir ríkis-
sjóðs hefðu lækkað á síðastliðnu
ári.
VII.
Eins og kunnugt er, fékk
stjómin heimild þingsins í vetur
til þess að taka 12 milj. kr. lán.
Hefir M. G. og aðrir íhaldsmenn
löngum fengizt við að leggja
þessa lánslieimild við ríkisskuld-
irnar, þótt hún hafi enn ekki ver-
ið notuð og þótt allir íhaldsmenn
á þingi hafi greitt atkvæði með
henni. I svari sínu heldur M. G.
því fram, að lán þetta, ef tekið
verður, eigi að teljast með ríkis-
skuldunum, það er að segja
eyðsluskuldum áranna 1917—
1923, þar sem ríkið verði senni-
lega að greiða afborganir af lán-
inu.
Láninu á að verja þaxmig:
1. Stofnfé Landsbankans. Þrjár
miljónir króna á að greiða af
láninu (Landsb. 1,5 milj. og 1,5
milj. af bráðabirgðarláninu
enska). Ég hefi hér að framan
sýnt fram á, að lánið er varanleg
eign, sem gefur 6% ársarð. En
ekki ósennilegt að fé þetta verði
ein af lyftistöngum bankans,
þannig, að bankinn geti grætt fé
engu síður en fyrir kreppuna
1920. En gróði bankans er gróði
ríkisins.
2. Landbúnaðarbankinn á að fá
6—7 milj. kr. af láninu. Fé þetta
er eign, sem svarar vöxtum, en
sennilega verður ríkissjóður að
greiða afborganir af láninu, því
að öðrum kosti mundi veltufé
bankans smátt og smátt hverfa.
Auðvitað má greiða afb. með nýj-
um lánum, skuldir ríkissjóð3
aukast ekkert við það. M. G. seg-
b. Að hann sé ekki haldinn
neinum smitandi sjúkdómi.
c. Að hann fullnægi um þelck-
ing þeim skilyrðum fyrir inntöku,
sem sett verða í reglugjörð.
I búfræðideild skal bóklega
kenna þessar násgreinar: Is-
lenzku, stærðfræði 0g reiknings-
hald, þjóðfélagsfræði, búnaðar-
hagfræði, búnaðarsögu og land-
búnaðarlöggjöf, landafræði, grasa-
fræði, eðlisfræði, efnafræði, jarð-
fræði, líffæra- og lífeðlisfræði bú-
fjár, jarðræktarfræði, búfjár-
fræði, mjólkurfræði, arfgengis-
fræði, verkfærafræði, land- og
hallamælingar.
í bændadeild skal kennslan vera
mun yfirgripsminni og leggja að-
aláherzluna á kennslu í jai*ð-
ræktarfræði og búfjárfræði og
annað það, sem mestu má að
gagni koma bændum í daglegu
starfi þeirra.
I báðum deildum skal ennfrem-
ur kenna: Búsmíðar, landmæling-
ar, steinsteypugjörð, söng, leik-
fimi og íþróttir, og auk þess í
búfræðideild dráttlist og korta-
gjörð.
Auk þessa skal kenna nemend-
um búfræðideildar öll venjuleg
jarðabótastörf með nýtísku að-
ferðum, meðferð og notkun hesta
ir að þetta lán sé ekki sambæri-
legt við veðdeildarlánin. Það er
rétt, að veðdeildin greiðir bæði
vexti og afborganir, en hún bætir
líka stöðugt við nýjum flokkum,
þannig, að skuldir hennar við
ríkissjóð fara síhækkandi og nú
er mikið talað um að ríkissjóður
þurfi að útvega veðdeildinni fé að
nýju. I báðum tilfellum festist
féð í lánsstofnununum og hver er
þá munurinn? Raunverulega eng-
inn.
3. Síldarverksmiðjan á Siglu-
firði fær 1 milj. kr. Vissar pró-
sentur af allri síld, sem verk-
smiðjan tekur til vinnslu, ganga
til þess, að greiða vexti og af-
borganir af láni þessu. Hafa
íhaldsmenn talið að prósentur
þessur þessar væru áætlaðar allt
of háar, svo M. G. ætti ekki að
efast um að verksmiðjan getur
fullkomlega staðið straum af lán-
inu.
Símastöðin og útvarpsstöðin.
Félög þau, sem tekið hafa að sér
byggingu þessara stöðva lána að
nokkuru leyti fé til þessara fram-
kvæmda, samtals nokkuð á aðra
milj. króna. Landsíminn sér um
vexti og afborganir af skuld
þessai’i, enda engum vafa bundið,
að tekjur símans aukast mjög við
framkvæmdir þessar. M. G. vill
nú láta telja lán þessi með ríkis-
skuld í LR. af því að símalán
„hafi jafnan verið færð í LR.“.
Sver M. G. sig með þessum rök-
um mjög í íhaldsættina. Er hann
mjög ánægður yfir því að vextir
og afborganir þessara lána hafa
færðir með útgjöldum símans í
13. gr. fjárlaganna. Sýnir M. G.
með þessu, að hann er eins og
vænta mátti mjög á móti öllum
umbótum á formi LR., þannig að
sjá megi hvemig fé ríkissjóðs er
varið og hvaða verðmæti og arð-
ur skapast.
VIII.
I framanrituðum köflum hefi
ég sýnt fram á:
1. Að þær skuldir, sem ríkis-
sjóður sjálfur þarf að standa
straum af, eru í árslok 1928 kr.
10 milj. 582 þús. og að þær eru
leyfar tekjuhalla eða eyðslu-
skuldanna frá 1917—1923.
2. A, síðan 1928 hafa engin ný
lán verið tekin eða verða tekin,
sem ríkissjóður þarf að standa
straum af.
3. Að allt tal M. G. um lán þau,
sem áformað er að ríkissjóður
taki, eigi að leggjast við eyðslu-
skuldirnar frá 1917—1923, er al-
veg gripið úr lausu lofti.
4. Að sjálfsagt er að allar
skuldir ríkissjóðs séu talar í LR.
og að það sjáist glöggt til hvers
/ -------------------------------
og hestaverkfæra, svo og dráttar-
vélar og annara jarðyrkjuverk-
færa. Nemendur mega velja um,
hvort þeir stunda verklega nám-
ið í 6—8 vikur, hvort árið eftir
að skóla er lokið, eða allt sumarið
á milli námsvetranna. Skulu þeir
þá einnig vinna við heyskap og
önnur heimilisstörf, allt eftir
ákveðnum reglugjörðar.
Fyrir nemendur bændaskóla
skal kennslan standa yfir í 6—8
vikur sumarið eftir námsveturinn
og skulu þeir á þeim tíma ein-
göngu vinna að jarðabótum.
Nemendur fá kaup fyrir vinnu
sína eftir ákvæðum reglugjörðar.
Árspróf og burtfararpróf skal
halda við skólann í lok skólaárs
í þeim námsgreinum, sem kennd-
ra eru í ársdeildunum. Utanskóla-
nemendum er heimilt að ganga
undir ársprófin.
Að loknu verklegu námi hvorr-
ar deildar skal fara fram verklegt
próf, og fær enginn burtfarar-
prófskírteini frá skólanum, nema
hann hafi staðist1 burtfararpróf í
jarðyrkju.
Þeir einir, sem lokið hafa fulln-
aðarprófi frá búfræðideild, eða
hliðstæðum skólum erlendis, hafa
rétt til að bera nafnið búfræð-
ingur.
fénu hafi verið varið og hverjir
greiði vexti og afborganir.
5. Að jafnvel þótt ríkissjóður í
bih yrði að standa straum af
vöxtum og afborgunum á hluta-
fé sínu í Útvegsbankanum, þá er
hér að mestu að ræða um þann
hluta af enska iáninu, sem M. G.
lánaði íslandsbanka á sínum tíma,
en sem aldrei hefir verið talið
með ríkisskuldimum í LR.
IX.
lVIagnús Guðmundsson hefir
oft, og það með réttu, verið
nefndui- skuldakóngur Islands. OU
hans starfsemi í íslenzkum stjóm-
málum hefir verið órjúfanlega
tengd við skuldir. I stjómartíð
sinni safnaði hann á hei’ðar ís-
lenzku þjóðinni meiri skuldum en
dæmi eru til um nokkum annan
ráðherra. Og nú síðan honum,
sem betur fór, var fyrirmunað að
safna sjálfur skuldum, lifir hann
í ímynduðum grillum um skulda-
söfnun eftirmanna sinna. Eldhús-
dagsræður hans á Alþingi og
greinamar í Morgunblaðinu bera
þess ljósastan vott.
Hannes Jónsson.
——o----
Ordsend.ing’
til Guðrúnar Lárusdóttur.
Það er „einsdæmi í júní“, að
segjast vera trúuð,kristin kona og
vilja vinna að mannúðaimálum,
en vera þó liðsmaður auðvalds-
flokksins. Annaðhvort er eftir
þessu, að lconan gjörir sig seka
í þessu eða er ekki eins gáfuð
eins og hún vill sýnast vera eða
þá að hún er ekki nógu einlæg,
því að þessi flokkur hefir aldrei
komið fram sem málsvari fátækl-
inga og stefna auðvaldsins er svo
þveröfug sem mest má vera við
stefnu hins rétta kristindóms.
Ég hefi séð að frú Guðrún
segist vera fuHtrúi kvenna. Er
hér ekki líka eitthvað bogið við
einlægni frúarinnar eða skilning.
Hún býður sig fram á Hsta í-
haldsflokksins; ef hún verður
kosin, er hún vitanlega fuHtriii
þess flokks á þingi, en ekki
kvenna, hún mundi verða áhrifa-
lítil og engu geta komið fram af
sínum áhugamálum, þó þau væru
einhver, fyrir ofríki forkólfa
flokks síns. '
Þér konur kjósið því ekki C-
listann í þeim tilgangi, að þið
séuð að kjósa fulltrúa kvenfólks-
ins, heldur eins og hvem annan
íhaldsfulltrúa.
Indriði Guðmundsson.
—:—o-----
Heimilt er að hafa undirbún-
ingsdeild við skólana, ef húsrúm
leyfir.
Búnaðarráðunautar og dýra-
læknar í opinberri þjónustu eru
skyldir til að aðstoða við kennslu
í bændaskólunum.
Nemendur eiga að geta fengið
ódýra þjónustu og sameiginlegt
mötuneyti á skólastaðnum.
Aðalbreytingin frá því, sem
verið hefir er sú, að verklega
námið hefir verið aukið að mun,
og er nú gert að beinni skyldu,
til þess að ná fullnaðarprófi með
búfræðingsnafnbót. Er vonandi að
þess verði ekki langt að bíða, að
mörgum góðum dreng þykir engu
minni sæmd að bera nafnið bú-
fræðingur, heldm* en t. d. lög-
fræðingur, guðfræðingur, eða
hvert annað veglegt starfsheiti,
sem borið er með sæmd í þjóð-
félaginu.
Þá hefir bændadeildinni verið
bætt við. Er það gert vegna hinna
mörgu, sem óhægt eiga með að
vera lengi að heiman, en ætla sér
þó að verða bændur. Með þessum
lögum er sem flestum gefiim
kostur á því, að reyna að afla
sér nauðsynlegrar sérmenntunar
undir æfistarfið, bóndastarfið, og
þeim mönnum er að fjölga smátt
Fáein orð
til kjósenda.
Eg skrifa þessar línui' til að
skora á kjósendur að kjósa ekki
ihaidsiistann.
Að vísu eru fremstu fram-
bjóðendur á þeim Hsta Htið bún-
ir að íora sig út á því að starfa
fyrir íhaldið, en þeir hafa moð
því að setja sig á lista þess
gengizt undn- að starfa með þeim
liokki, er vinnur að þvl að láta
öll verðmæti landsins lenda í
höndum fáemna manna og með
því stefnir þjóðinni á helveg at-
vinnuleysis og örbyrgðar á meðan
nokkrir einstaklingar geta lifað í
svaUi og íburðareyðslu, en haft
liina fyrir íórnardýr tH að bera
uppi sína svoköHuðu hærri menn-
mgu, en sem í rauninni er hin
versta ómenning.
Farsæld, sjálfstæði og menning
þjóðarinnar er bezt borgið með
því aö auður þjóðarinnar og
framleiðslutæki séu eign allrar
þjóðarmnar, og fyrirtæki, er
sérstök átök þarf tH, rekin í fé-
lagi af þeim er að þeim vinna.'
Það er öfug þróun, að liagur-
inn af upptoku véla og nýrra hug-
vitssmíða lendi hjá einum eða fá-
um einstaklingum, en gjöri aðra
fátækari og örbyrgari en áður,
slíkar framfarir eiga að efla hag
allrar þjóðarinnar. Vélai'nar eiga
að létta þjóðinni vixmuna, fram-
leiða með nrinna erfiði þarfir
hennar, en ekki einungis að
vera möguleiki til auðöflunar
fyrir Ölaf Thors og hans nóta.
Undir óhamingju þess skipli-
lags, sem stefnir auðnum í hend-
ur íárra einstaklinga stynja flest
menningarlönd í heimmum. Mitt
í auðugustu löndunum ríkir hung-
ursneyð meðal hundruð þúsunda
atvinnuleusra manna. Innan nm
íburðareyðslu auðborgara í stór-
borgum farast menn úr hungri í
hverfum hinna sömu borga. Við
dyr auðmannsins ferst fátækHng-
urinn úr himgri. Þetta er það
ástand, sem forkólfar íhalds-
flokksins vHja stefna þjóðinni í
og blinda hana með blekkingum
til að fylgja, og þeim, sem lána
sig tH að vera upprétt hönd í
atkvæðaliði íhaldsflokksins, eru
hættulegir menn fyrir framtíðar-
heill þjóðarinnar.
„Sjálfstæðisflokkurinn“, er svo
kallar sig, segist ætla að vinna
fyrir sjálfstæði einstaklinganna,
en það er ekki sjálfstæði allra ein-
staklinga í landinu, sem þeir ætla
að vinna fyrir, heldm* sjálfstæði
örfárra manna, en umbóthaflokk-
og smátt, sem skilja það, að það
er megnasta heimska og ábyrgð-
arleysi gagnvart sjálfum sér og
hróplegt ranglæti gagnvart þjóð-
íélaginu að taka að sér starfð
sem mann hafa lítið eða ekkert
vit á og hafa ekki einusinni gjört
tilraun til að kynna sér.
Það er Utlu betra en að setja
vanmeta skepnur á Guð og gadd-
inn.
Bændur og bændaefni!
Búnaðarhættir eru óðum að
breytast. Kröfurnar vaxa óð-
fluga og samkeppnin með. Hinir
ómenntuðu og lítHsigldu dragast
meir og meir aftur úr. Það þarf
því aukna menntun og andlegan
þroska til þess að komast áfram.
Ný störf — hesta- og vélavinna,
nýrækt o. fl. — áður lítt þekkt
hér á landi, eru að verða og
þurfa- að verða sem allra fyrst að
daglegum höfuðstörfum. Þessi
störf eru mörg svo vandasöm, að
þau heimta fullan skilning og
þekkingu, ef vel á að fara. Þeim
fylgir oft mikill kostnaður, sem
legst þungt á, ef ekki koma bráð-
lega góðir vextir. Þessi störf þarf
því að læra, og það getið þið
fengið á bændaskólunum.
HaUdór Vilhjálmsson.
------o---