Tíminn - 14.06.1930, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.06.1930, Blaðsíða 3
TÍMINN 141 amir vilja vinna að sjálfstæði þjóðarinnar allrar. Ihaldsmenn segja, að núverandi eigendur framleiðslutækjanna hafi eignast þau fyrir sitt fé, en það er ekki rétt um þá alla. — Fyrir fé þjóðarinnar hafa fiest stórfyrirtæki burgeisanna verið rekin, og þótt útgerðin hefði verið rekin sem samvinnu- fyrirtæki eða ríkisrekstur, hefði féð komið frá sama aðila, því bankarnir hafa lánað mest af því fé, sem útgerðin hefir verið rekin fyrir og þeir hafa útvegað fé í útlöndum fyrir ábyrgð þjóðarinn- ar, en einstaklingarnir, sem fengu full umráð yfir fénu eins og þeir ættu það sjálfir, hafa hinsvegar notað sér þessa aðstöðu til að eignast féð sjálfir, en bankamir hafa tapað tugum miljóna, en við það hefir þjóðin orðið fátæk en nokkrir einstaklingar orðið fjáð- ir. Athugið þessa öfugu þróun, kjósendur góðir, við kjörborðið á morgun. Indriði Guðmundsson. ---0---- Um kjósendafundinn á miðvikudagiim. Mér varð litið á grein þá i Visi sem segir írá kjósendafundinum í Bamaskólaportinu á miðvikudags- kvöld og þykir mér það undrun sæta, hvað fundaimaður sá, er skriíar grein þá, getur forið ósönnum orð- um um ræðuhöld fundarmannu. 'i'. d. byrjar íundarmaður svo 1 grein sinni: „Kjósendafundurinn var haldinn að tilhlutun Framsóknar- flokksins í Bamaskólagarðinum í gærkvöldi. Jónas Jónsson hóf umræð- ur og óð elginn úr einu i annað. Kvaðst hann hafa tekið við Reykja- vík i rústum og væri hann nú þegar orðinn bjargvættur hennar". Ég vil leiðrétta þessa missögn, ef um missögn er að ræða, en sé það rógburður ihaldsforkólfanna sem her er á ferðinni, vildi ég feginn reyna að greiða sundur blekkinga- og ó- sannindavef þeirra. Ræða dónismála- ráðherra Jónasar Jónssonar var skörulega framflutt; talaði hann um ljárhagsástæður ríkissjóðs á stjórnar- tímabili íhalds og Framsóknar og sýndi fram á hversu ástatt var um ríkissjóðinn um áramótin 1927—19°8. vegna sifelldra tekjuhalla og hversu hagur hans hefir batnað síðan, þrátt fyrir allar þær framkvæmdir, sem núverandi ríkisstjórn hefir iatið gjöra. Hvað Reykjavik snertir, þa hefir dómsmólaráðherra J. J. reist margt úr rúst sem íhaldið hefir fót- umtroðið (þrátt fyrir sífellda eyðslu þess á fjánnálasviðinu) og yrði það of langt mál hér að telja. þá minnt- ist ræðumaður á sveitirnar og mun það óþarft að telja hér upp fram- kvæmdir Jónasar Jónssonar á því sviði, þvi það er margrætt mál áð- ur, og íhaldsmenn viðurkenna þær sjálíir, hvað þá aðrir. „Jakob Möller hélt snjalla ræðu“, segir fundarrnaður. Jó, sú var nú snjöll! Satt var það, að glamrandinn virtist ætla að verða nægur, en til allrar óhamingju voru óp áheyrenda svo mikil, að Möller yfirgnæfði þau ekki, svo ég get því miður ekki bor- ið hans snjöllu ræðu nein meðmæli, þar eð mig vantar svo mikið sam- hengi i hana, en svo mikið er víst, að flestir urðu fegnir þegar Möller hætti glamri sinu. „Haraldur gjörði gælur við fólkið, en litið hafði hann nýtilegt fram að færa“, scgir fundarmaður. Ekki veit ég hvort Magnús Jónsson hefir ver- ið á sama máli og fundarmaður j>ar, eða svo virtist mér þó ekki þá, er Magnús tók til máls á eftir Haraldi. Fórust Magnúsi orð á þá leið, að Haraldur hefði dembt svívirðingum og skömmum á Möller og get ég nú varla kallað það gæluorð, þótt bless- oður „fundarmaðurinn" kalli það þannig; þykir mér hann vera orðinn nokkuð samdauna jafnaðarmönnum, þótt íhaldsmaður sé. Enda var ræða Haraldar prýðilega framflutt og gott hljóð meðan hann var á pallinum. Mér er ókunnugt um ræðu Gísia Guðmundssonar, hvort hún hefir komið fram fyrir Reykvíkinga áður eða ekki, þar eð ég var fjarverandi ó annan í hvítasunnu, en flestum mun ræða Gísla hafa verið hugþekk. „Magnús Jónsson talaði vel og skörulega um stefnu jafnaðarmanna og sjólfstæðismanna í atvinnumál- um“, segir „lundarmaður“. það sem ég get frætt ykkur um Magnús Jóns- son af fundi þessum, er það, að ég held að hann hafi gleymt stöðu sinni að nokkru leyti (sá mæti mað- ur); að minnsta kosti nefndi hann djöfulinn einu sinni og andskotann í annað sinn. þætti mér gaman að vita, hvort Magnús Jónsson hafi orð- ið dósent i guðfræði með þessi orð á vörum. Ekki veit ég hvað „fundarmaður" meinar með þvi, að Héðinn Valdi- marsson hafi verið að biðla til Fram- sóknar um atkvæði, býst ég við, að hann meini, að Héðinn hafi beðið Framsóknarmenn að kjósa A-listann. Heyrði ég Héðinn aldrei nefna það við fundarmenn. „Thor Thors hélt snjalla ræðu um fjármálasukkið, misnotkun varðskip- anna og fimtardómsfrumvarpið", seg- ir „fundarmaður". Ójú, sú var nú snjöll, ræðan hans Thors. Óföngu- legri mann liefi ég ekki séð ó kosn- ingafundi og gæti sú hugsun komi;:t inn hjá manni, að þessi maður hefði töluverða vöntun ó sálarheilbrigði, miklum mun frekar ,en dómsmála- ráðherrann okkar, sem alstaðar kemur prúðmannlega fram. En sann- leikann í þessum málum sem Thor Thors fór með getum við fundið í „fjólum" Morgunblaðsins, sem altaf eru sjálfu sér líkar. „Fundarmaður" segir, að Ólafur Friðriksson hafi lésið upp útgöngu- versið og sprungið á því. Veit ég ekki hvað fundarmaður á þarna við, þar eð ég heyrði Ólaf aldrei lesa upp neitt verz, ekki einu sinni „Varðarsálminn", sem þó hefði átt vel við á þessum stað. 1». H. P. ----O--- Á víöavangí. ís'ýr kjötmarkaður. I utanfór sinui í vor fór Tryggvi Þórhallsson forsœtisráð- herra til Svíþjóðar, ásamt Oddi Rafnar frainkvæmdastjóra Samb. ísl. samvinnufél. í Köfn, m. a. til þess að athuga möguleika á út- ílutningi á kældu og frosnu kjöti héðan til Svíþjóðar. Eru horfur á, að för þeirra muni bera þann. árangur, að slíkur útflutningur geti tekizt, áður langt líður, en hingað til hefir hann verið álit- inn koma í bága við gildandi lagafyrirmæli í Svíþjóð. Sviar flytja inn árl. mikið af frosnu og kældu kjöti frá útlöndum, og er því sennilegt, að hér sé um tals- vert þýðingarmikið atriði að ræða viðvíkjandi íslenzkri kjötsölu. „Tröllasaga“ Mbl. Mbl. hefir nýlega birt eina af sínum politisku tröllasögum af landsmálafundunum viðvíkjandi ummælum, sem J. J. átti að hafa látið falla um andlega umkomulít- inn íhaldsmann á Siglufirði, Jón Gíslason að nafni. Það er í fyrsta iagi ósatt hjá blaðinu, að J. J. liafi sagt að Jón þessi væri „menntaður fyrir stolið fé úr Is- landsbanka1. En vel er það í frá- sögur færanda í þessu sambandi, að ritstj. siglfirzka íhaldsblaðsins sem Mbl. notar sem heimild, hafði orð á því í „prívat“-viðtali, að sér fyndizt „grátlegt“, að J. G. skyldi láta sjá sig á ræðupalli. Virðist ritstjóri þessi, eftir fram- komu sinni að dæma, vera eitt- hvað svipað innrættur og „colleg- ar“ hans við Mbl. En Tímanum er maður sá að öðru leyti ókunn- ur, nema hvað heyrst hefir, að hann hafi verið annar þeirra tveggja, sem aðgöngumiða keyptu að fyrirlestri Kolka á Siglufirði. Úr Dölum. Nýlega eru heim komnir úr fundaleiðangri um Dali og aust- anverða Barðastrandarsýslu þeir Jónas Þorbergsson útvarpsstj. og Sig. Eggerz alþm. Voru fundir haldnir í Berufirði, Saurbænum, Búðardal og Nesodda í Miðdöl- um. Fundirnir voru vel sóttir. Þó hamlaði veðurvonzka nokkuð fundarsókn í Búðardal og stóð fundur skemur en orðið hefði í góðu veðri, því fundurinn var haldinn í eigi fokheldu slátrun- arhúsi. — Á Berufjarðarfundin- um tóku til máls af innanhéraðs- mönnum þeir Hjörtur kennari í Miðhúsum og Þorsteinn bóndi í Reykhólum og mæltu báðir ein- dregið með Framsókn. I Saurbæn- um tóku til máls Markús bóndi Torfason og Þórólfur Guðjónsson báðir með Framsókn. Fund- ir voru langir og fjörugir, um- ræður kurteislegar en allsnarpar, einkum af hálfu fulltráa Fram- sóknarflokksins. Sig. Eggerz leit- aðist við að leiða athygli manna frá höfuðdagskrármálunum með langlokurausi sínu um íslands- bankamálið og frásögnum um gamla sjálfstæðissögu þjóðarinn- ar. Hinsvegar varð hann að játa með þögn og undanhaldi, að fyr- verandi stjórnir og eigi sízt sjálf- ur hann, hefðu verið hugkvæmda- lausar og athafnalausar og að 1- haldsmenn ættu engin frambæri- leg áhugamál. Fékk erindi Sig. Eggerz tiltakanlega lítinn byr og er risin í Dölum. megn andúðar- alda gegn Eggerz fyrir óheilindi hans við síðasta framboð, brigð hans við málstað fyrra flokks hans og við kjósendur hans og smánarleg faðmlög hans við stór- kaupmenn, auðborgara og dansk- lundaða oddborgara í Reykjavík. Hlaut Sig. Eggerz hvergi samúð- arvott hjá kjósendum sínum, en allstaðar megna andúð. a. Hafnarfjarðarfundurinn sem Jafnaðarmenn boðuðu til í gærkvöldi var fjölsóttur. Af hálfu Jafnaðarm. mættu þar Har- aldur Guðmundsson og St. Jóh. Stefánsson, af hálfu Framsóknar Hannes Jónsson og Jónas Þor- bergsson og af hálfu íhaldsins Magnús Jónsson og ólafur Thors. Auk þessara manna töluðu nokkr- ir innanbæjarmenn, einkum Bjarni læknir Snæbjörnsson í stað Magnúsar Jónssonar, sem hvarf snemma af fundinum. Átti íhaldið lítinn byr á fundinum og fór þó minkandi og þar kom að fulltrúar þess fengu ónot ein að undirtektum frá áheyrendum, enda hurfu íhaldsfylgjendur smámsaman af fundinum, er þeir sáu að óheilindagaspur og götu- stráksmálæði ól. Thors og ósann- indafleipur M. Jónssonar mætti andúð og fyrirlitningu alls þorra tilheyrenda. Fundurinn endaði kl. 11/2 o- m. með gersamlegum ósigri íhaldsmanna. b. „Grandvarleiki“ Guðrúnar. Athygli vakti það eigi alllitla, er Jón Þorláksson fór um landið fyrir fám dögum og hafði með sér Pál Kolka og drenghnokka úr Heimdalli. Þótti mönnum fö.r Jóns með þessu föruneyti minna mjpg á sjónhverfingamenn, sem ferðast um með hyski sitt og „hafurtask" og leika listir sínar fyrir lítið menntað fólk. — Nú hefir Guðrún Lárusdóttir farið að dæmi J. Þ. og tekið ólaf Thors með sér á fund á Álftanesi, sem hún boðaði þar síðastliðinn fimmtudag með mikilli leynd, til að forðast „hættulega menn“. Var hlutverkum þannig skipt á fundinum, að frúin talaði um „kristindóm og mannúðarmál“ en ólafur annaðist ljótan munnsöfn- uð um andstæðinga íhaldsflokks- ins, sem hvergi voru nærstaddir. I gleði sinni yfir því að vera ó- hulfcur, fór ólafur að segja fund- armönnum frá því, hvemig það hefði atvikast, að frú Guðrún komst á lista íhaldsflokksins. t upphafi höfðu flestir íhaldsmenn álitið, að frú G. L. væri „allt of alvarleg, prúð og grandvör kona“, til þess að leyfa að setja nafn sitt á lista fiokksins. En ein- hverjir, sem minna voru trúaðir á „grandvarleik“ frúarinnar dubb- uðu upp Jón Þorláksson „færðu hann í ný föt, þvoðu honum og greiddu“ (sagði ólafur) og sendu Framsóknarfélag ReykjaYíkur boðar til flokksfundar í góðtemplarahúsinu við Brattagötu (þar sem áður var Gamla Bio) kl. 8l/2 í kvöld. Umræðuefni: Kosningin í Reykjavík á morgun og undirbún- ingur hennar. Allir fylgismenn B-listans velkomnir. i Félagsstjómin. Kosningaskrifstofa B-lístans er í Búnaðarfélagshúsinu við Lækjargötu. Þegar hringt er til skrifstofunnar á morgun nægir að biðja um B-listann. hann síðan heim til Guðrúnar. J. Þ. kom svo aftur með þau tíð- indi, að frúin hefði hvorki reynst of „alvarleg“, of „prúð“ eða of „grandvör“, og þess vegna er hún nú á lista íhaldsflokksins. Ingólfur kemur út í fyrramálið. ----o.--- Fpéítir Tíðin (vikuna 8.—14. júní). Yfirleitt stirð tíð, kalt og úrfellasamt. Um helgina var lœgð yfir miðju landi og NV-átt með yotviðri vestra en S-átt og góðviðri á Austurlandi. A þriðjudag var lægðin komin austur fyrir landið og gekk þá í norðangarð um alt land með kulda og hriðar- veðri í útsveitum á Vestfj. og Norðurl. Fregnir frá Siglufirði segja mikla snjókomu alveg niður að sjó. Á Suð- urlandi. hélzt N-átt og þurviðri þang- að til á fimmtudag, en þá brá til SA-áttar og liefir haldist því nær ó- slitin rigning síðan. Á N. og A-landi hefir hinsvegar verið úrkomulaust að mestu og góð hlýindi síðustu dag- ana. í Reykjavík varð úrkoman 16 mm. þessa viku, 13 st. þegar hlýj- ast var og hálft stig þegar kaldast var. Franisóknarfélag Rvíkur boðar flokksfund kl. 8V2 í kvöld í templ- arahúsinu við Brattagötu (þar sem áður var Gamla Bíó). Sjá auglýsingu! Tryggvi pórhallsson forsætisráð- herra og frú hans komu heim úr utanför á sunnudaginn var. Helgi P. Briem bankastjóri og frú bans komu hingað úr Englandsför síðastl. miðvikudag. Magnús Sigurðsson bankastjóri er fimmtugur í dag. Um 200 Vestur-íslendingar og aðrir hátíðargestir frá Ameríku komu hingað í gærkvöldi með skipinu „Antonia", sem er eign Cunard-lín- unnar og um 14 þús. smál. að stærð. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman niðri við höfnina til að taka á móti hinum kærkomnu gestum. Hér er þó eigi að ræða um nema nokkum hluta þeirra Vestur-íslendinga, sem hátíðina sækja. peir, sem eftir eru, koma hingað á skipi, sem þjóðrækn- isfélag Vestur-ísiendinga hefir fengið til íslandsferðar og er væntanlegt eftir vikutíma. Ólík er veðráttan þessa dagana norðanlands og sunnan. Á Siglufirði var öklasnjór fyrir tveim dögum, en í Reykjavík er túnasláttur í þann veginn að byrja. En mjög hefir verið votviðrasamt hér undanfarið, og veit- ir ekki af að „biðja guð um gott veður", til að þurka veginn fyrir þingvallahátíðina. Súðin kom úr hringferð að vestan með marga farþega siðastl. þriðju- dag, lítið eitt á undan áætlun. M. a. hafði hún meðferðis 10 smálestir af nýju kjöti í kælirúmi og 18 naut- gripi utan af landi. Á milli hafna hefir hún í þessari f.erð flutt 47 stórgripi alls. Er þetta eftirtektar- verð nýjung, af þvi að Esja heíir hvorki getað flutt kælt kjöt eða lif- andi fé. 11 mótorbáta flutti Súðin milli hafna í síðustu hringferð. Hjónaband. Gefin voru saman í hjónaband laugardaginn 7. júní, ung- frú María Finnbjörnsdóttir og Sigur- hjartur Guðmundsson. Flugfrimerkl. Undirbúningsnefnd Al- þingishátíðarinnar hefir látið gefa út fimm tegundir af flugfrímerkjum, 15, 30, 35, 50 og 100 aura, og byrjaði sala þeirra ásamt hinum hátiðar- frímerkjunum 1. þ. m. á pósthúsun- um. Frímerki þessi eru prentuð í l.ondon eftir uppdráttum Tryggva Magnússonar. Skipstjórinn á hrezka botnvörp- ungnum s.em Ægir kom með til Vestmannaeyja fyrir nokkru, vai- sektaður um 16,000 kr., en skip- stjóriim á danska dragnótabátnum var sektaður um 6000 kr. Afli og veiðarfæri voru gerð upptæk hjá háðum. Skipstjórarnir áfrýjuðu báðir til hæstaréttar. Minnispeningar Alþingishátíðar- innar eru komnir. Gilda þeir 2, 5 og 10 kr. og fást i skiftum fyrir sómu upphæð hjá báðum bönkun- um, rikisféhirði, á pósthúsinu og i ymsum verzlunum. Hoover, forseti Bandarikjanna, hef- ir tilkynnt að öldungadeild þjóð- þingsins muni staðfesta Lundúna- ílotamáiasamninginn á yfirstandandi þingi. Fyrsta kafbát Finnlands var hleypt al stokkunum 1. þ. m. Kafbáturinn er 450 smál. að stærð. Finnar eiga nú tvo aðra kafbáta 1 smíðum. Sið- ar í sumar verður hl.eypt af stokkun- um i Helsingfors minnsta kafbát heimsins. Hann verður 95 smálestir að stærð. Skógræktarfélag ísiands var stofn- að á Akureyri 11. f. m. Er ætlazt til þess, að það verði landsfélag með deildum víðsvegar um landið. í stjórn voru kosnir: Jón Rögnvalds- son garðyrkjumaður, Jónas þór iramkvæmdastjóri og Bergsteinn Kol- beinsson bóndi á Leifsstöðum. Mokafli aí fiski er nú á Sigluíirði og hefir þar v.erið stöðugt róið siðan í byrjun maí. Fiskurinn er mjög r.ærri landi og taka bátar oft tvær lileðslur á dag. Hafa sumir bátar þegar aflað eins mikið og á allri vertíðinni i fyrra, sem þótti þó góð. Fólksekla er orðin mikil og saltskort- ur fyrirsjáanlegur, ef aflinn helzt longi. — Sildarafli er einnig tals- verður. Hafa sum skip fengið 50—60 tunnur yfir nóttina, í reknet. Úr EyjalirSi er skrifað: „Ung- mennafélög eru tvö hér í hreppi. I'élög þessi hafa nú tekið höndum saman um að raisa yfirbyggða sund- laug að Hóli á Staðarbyggð. Eru þar á litlum bletti nokkrar smálaugar sem auðvelt er að sameina; gefa þær 60 1. á mín. af 40° heitu vatni, auk þess sem þarf til þess að hita heim- ilið í Hól. Hefir bóndinn þar góðfús- lega selt okkur þessar laugar, svo og land undir sundskála og leikvöll. Sundþróin er 6.25X13 m. og er það ætlað að vera. nóg fyrir Eyjafjörð framan Akureyrar. Með aukabygg- ingu, þar sem eru klæðaklefar, steypuböð o. þ. li. Er kostnaður áætl- a.ður ca. 20 þús. kr. Byggingarmeist- ari Sveinbjörn Jónsson hefir teikn- að, og áætlað kostnað við bygging- una. — Greftri fyrir sundþrónni er nú að verða lokið, er það unnið með frjálsri samskotavinnu ungmennafé- laga eingöngu, og fáist styrkur úr ríkissjóði á þessu ári, verður verkið boðið út í þessum mánuði. Sýslusjóð- ur Eyjafjarðar hefir veitt kr. 500.00 til sundlaugarinnar á þessu ári og Kaupfélag Eyfirðinga samþykkti á nýafstöðnum aðalfundi að veita kr. 2000.00 af arði af viðskiftum við utan- félagsmenn til fyrirtækis þessa“. Nemendasamband Flensborgarskól- ans heldur 1. allsherjarfund sinn í skólahúsinu í Flensborg þriðjudaginn 1. júlí n. k. kl. 7 e. h. Verður þar tekin ákvörðun um ýms áhugamál sambandsins, svo sem undirbúning undir afmælishátíð skólans, samin reglugerð um sjóð sambandsins o. fl. Gamlir Flensborgarar, utan af landi, rettu að fjölmenna, því að eflaust verða margir á ferð um þetta leyti, og því sérstakt tækifæri til að hitta kunningja frá skólaárunum og rifja upp gamlar endurminningar. -----O-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.