Tíminn - 12.07.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.07.1930, Blaðsíða 1
<£5}aíbferi 09 afgrei&sluma&ur Ctmans er Hannoeig þorsteinsbóltir, Sambanbsljúsinu, HeYfjapíf. * JAfgreibsía ÍT i m a n s er t Sambanösíjúsinu. (Dpin öaglega 9—12 f. I}. Sfmi 496. XIV. ár. Reykjavík, 12. júlí 1930. 41. bla». R æ ð a Tryggva Þórhallssonar forsætisráðherra við lok Alþingishátldarinnar Við komum saman til þess að segja slitið þessari 1000 ára há- tíð Alþingis. Sennilega hefir enginn okkar gert sjer það í hugarlund fyrir fram hversu stórfeld hún myndi verða — á okkar mælikvarða. Hjer hafa komið fleiri, hjer hefir verið meira um að vera en nokkur gerði sjer fyllilega grein fyrir fyrirfram. Og nú komum við samán hress í huga. Þúsund ára hátíðin hefir farið fram íslandi til sóma, og okkur öllum til ánægju. Við hlutum að bera mikinn kvíðboga fyrir veðrinu á iiátíð, sem að mestu er háð úti, norður undir heimskautsbaug, Við ' feng- um einnig kulda og regn og sáum snjóa í fjöllin — eins og til þess að minna gestina á, að við búum í norðlægu landi, þar sem hörð lífsbarátta er háð. En altaf þegar mest reið á, þegar þýðingarmestu atriði há- tíðahaldanna áttu að fara fram, þá sviftí blessuð sumarsólin skýj- unum burtu, og gaf okkur þano. ytri varma og birtu, sem var í fullu samræmi við það, hve okk- ur var varmt inni fyrir vegna helgi staðar og tíma og áhrifa- magns enduiTninninganna. Og í allri sinni dýrð hefír nátt- úrufegurðin blasað við gestum og heimamönnum. Við .hlutum að bera kvíðboga fyrir því, hversu okkur tækist að fagna eins og við vildum, hin- um ágætu og fjölda mörgu er- lendu gestum, sem sóttu okkur ur heim. Mörg þeirra þæginda, sem hin stóru útlönd veita, hafa gestir okkar alveg orðið að fara á mis við hjér hjá okkur, og um margt höfum við ekki getað búið að þeim eins og við hefðum viljað vera láta. En hamingjan hefir verið með okkur. Því að við höf- um átt þeim gestum að fagna, sem hafa auk þess að rækja það starf, að bera okkur kveðju og árnaðaróskir þjóðlanda, fylkja, stofnana, eða frá eigin brjósti, hafa einnig umborið okkur allt, virt á hinn bezta veg og með þátt- töku sinni og alúð allri margfald- að okkur hátíðagleðina. Svo góðir gestir eru vinir. — Við vissum ekki fyr en nú, hve marga vini ísland á og er að eign- ast. Þá vináttu viljum við rækja lengi og vel. Fyrir það munum við þakka þegar við kveðjum þá endanlega. landi sínu þarft verk. Þeir verð- skulda allir þakklæti aiþjóðar. Aðalforstöðumanninum, Magn- úsi Kjaran, og hátíðanefndinni færi jeg sjerstakar þakkir í þjoð- arinnar nafni. Svo sem lög stóðu til til forna hafa öil sverð verið í slíðrum í þinghelginni. Er það vel, að ekki berist eingöngu hersöngur af Is- landi. Mætti það jafnan vera svo. að jafnvel hinni hörðustu orra- hríð létti þegar, þá er heiður og sómi þjóðar liggur við. Þá hefir alþjóð, heimamennim- ir, hvaðanæfa að af landinu sett sinn mikla svip á hátíðina. Meg- um við vel við una hvað séð hafa hin glöggu augu gestanna í framkomu ísienzkrar alþýðu. Er sem fest hafi verið í hvers manns hjarta, að honum bæri að minnast sæmilega hinna sam- eiginlegu forfeðra, sem fyrir þús- und árum settu hér lög og rétt. — Og því er það ekki tilviljun ein, að okkur hefir enn verið forðað við öllum slysum. Svo horfir við mér þessi há- tíð. Fyrir þúsund árum fluttu út hingað margir af hinu göfga og gáfaða kyni Hrafnistumanna. Þeir áttu þá ættarfylgju, að þeir höfðu jafnan byr þangað sem leið þeirra lá. Vér höfum notið giftu Hrafn- ustumanna um þessi hátíðahöld. Um margt urðum við að tefla í tvísýnu, um margt úrðum við að leggja á tæpasta vaðið. Gifta Hrafnistumanna hefir fylgt okkur á hátíðinni. Byr — blásandi byr, fengum við jafnan, er mest á reið. Jeg hygg, að þetta eigi við á enn víðtækara sviði fyrir Island, en um þúsund ára hátíðina. Ég hygg, að gifta Hrafnistu- manna sé að verða mikil meðai hinna mörgu afkomenda þeirra, sem nú, þúsund árum' síðar, byggja þetta land. Ég hygg, að ættarfylgja Hrafn- istumanna sé að verða svo mögn- uð meðal Islendinga, að íslenzka þjóðin í heild sigli til hamingju og bjartari framtíðar við byr — blásandi byr. Ég hygg, að erlendum þjóðum sé þetta ljósara en áður eftir þessa hátíð — og við Islendingar munum og finna til meiri máttar í sjálfum okkur, er við nú hefjum nýja þúsund ára sögu Isiands. Ég segi þessari þúsund ára há- tíð Alþingis og íslenzka ríkisins slitið. ----o----- Mikil vinna hefir verið leyst af hendi við þessi hátíðahöld og þeir eru margir, sem að hafa unnið. Island átti mikið undir því, hversu þessi vinna væri af hendi leyst, því að sómi íslands lá við að þessi hátíð færi vel fram. Þeir hinir mörgu, mjög mörgu, sem hafa leyst af hendi ágætt starf við þessa hátíð, hafa unnið Alþingishátíðin. Svo að segja öll stórblöð ná- lægra þjóða hafa flutt greinar um Alþingishátíðina. Verður sagt nokkuð frá þeim hér í blaðinu áður en á löngu líður. I næsta blaði kemur ræða Ben. Sveinson- ar og framhald af hátíðarfrétt- um. ----o----- Utan úr heimi. Finnland. Á Finnlandi hefir lengi verið kalt milli borgaraflokkanna og Kommúnista og nú er svo komið, að fullur fjandskapur hefur brot- ist út með blóðsúthellingum og stjórnlagarofi. Skal hér skýrt nokkuð frá aðdraganda þessara stórviðburða. Frumbyggjar Finnlands eru af mongólsku bergi brotnir, og ná- skyldir Tyrkjum. Á miðöldum tóku Svíar að herja á Finniand, kristnuðu þjóðina, en sölsuðu jafnframt undir sig mikið af jarð- eignum Finna. Um langan aldur voru Finnar gersamlega háðir sænskum aðalsmönnum og kaup- mönnum og sænsk tunga og sænsk menning breiddist út um landið. Áríð 1808 komust Svíar í ófrið við Rússa, sem réðust inn í Finn- land. Eftir drengilega vörn, sem Runeberg hefir víðfrægt í ljóðum sínum, urðu Svíar að yfirgefa landið, og við fríðinn í Fredriks- hamn 1809 fengu Rússar Finn- land, og var það gert að stór- furstadæmi með Rússakeisara sem stórfursta. Fyrst um sinn fengu Finnar, að miklu leyti að halda fomum lögum og landsrétti, en er leið fram 19. öldina tóku Rússar að beita meiri og meiri hai’ðstjórn. Stórveldishrokinn rússneski þoldi ekki, að Finnland hefði neina séi'stöðu í ríkinu, og loks var Finnland að mestu svift sjálfsfor- ræði sínu snemma á þessari öld. Á öldinni, sem leið tók Finnland miklum framförum efnalega, en jafnframt hófust deilur milli Svía í landinu (Svecomana) og Finna (Fennomana), sem vildu gera finnsku að bókmáli og réttarmáli landsins. Kúgun Rússa hélt þó flokkunum saman um stund. Finnland hefir rúmlega 314 miljón íbúa, og þjóðeraisskiftingin er á þá leið, að Svíar eru um 12% af íbúunum, er Finnar yfir 87%. Nálega allir landsmenn eru Lútherstrúar. Þegar keisaradæmið rússneska leið undir lok, gerðu Finnar upp- reisn og 6. des. 1917 lýsti finnska þingið því yfir að landið væri sjálfstætt ríki, en sumir lands- menn vildu hafa samband við Sovjetríkið og nú hófst ógurleg borgarastyrjöld, sem háð var af hinni mestu grimmd af báðum flokkum. Loks sigraði borgara- stéttin með hjálp Þjóðverja, og finnska lýðveldið var stofnað. Árið 1920 sömdu Finnar svo frið við Rússa í Dorpat og viður- kenndu Rússar þá sjálfstæði Finnlands. Frjálsleg stjóraarskrá var sam- in, en ekki varð þó friðsamt í landinu. Femskonar deilur hafa geysað milli íbúanna. Deilur milli þingflokkanna, en þeir hafa verið sex eða sjö, þjóðemisdeilur milli Svía og Finna, atvinnudeilur milli verkamanna og vinnuveitenda og loks pólitískar deilur milli Kom- múnista og borgaraflokkanna. Þessi barátta, sem nú hefir brotist út virðist vera sambland úr öllum þessum deilum. 1 flokki Kommúnista eru mestmegnis menn af finnsku bergi brotnir. Flestir þeirra eru verkamenn, en þó er nokkur hluti þeirra úr stétt borgara og mentamanna. Sumir foringjarnir eru sænskir. Eftir því sem Kommúnistar fóru að láta meira á sér bera, tóku borgaraflokkarnir að skipa sér saman til varaar. Æsingin varð svo mikil í landinu, að stjórain fékk ekki við neitt ráðið. Hún hrökklaðist úr völdum fyrir nokkrum dögum, en í staðinn kom samsteypustjóm borgaraflokk- anna undii- forustu Svinhufvuds, sem er einn af þekktustu stjórn- málamönnum Finnlands. Hann var einn af helstu forvígismönnunum í frelsisbaráttu Finna gegn rúss • nesku keisarastjórninni, var rek- inn í útlegð til Síberíu og kvalinn þar um langt skeið. Síðan hann komst heim aftur, hefir hann ver- ið einn hinn harðasti mótstöðu- maður Rússa í Finnlandi, og ekki síður Sovjetríkisins, en keisara- dæmisins foraa. Þingið var kallað saman fyrir skömmu til þess að ræða um vandræðaástand landsins. Stjórn- arskránni var frestað um stund og prentfrelsi og fundafrelsi af- numið. Ráðuneytið tók sér í raun og veru fullkomið einveldi, og beitir nú mikiili hörku við and- stæðinga sína. Einn þingmaður Kommúnista var myrtur nýlega og tveir þingmenn þeirra voru teknir af fundi í sjálfum þing- sainum og fluttir burt af ein- hverjum dulbúnum mönnum. Loks lét stjórnin taka höndum alla helstu foringja Kommúnista, bæði þingmenn og aðra og hneppa þá í varðhald, og yfirleitt hefir hún beitt hinni mestu hörku við andstæðinga sína. Stjórnin hefir lýst því yfir, að hún ætli að bæla kommúnismann niður hvað sem það kosti. Hún er knúin áfram af hinum svonefnda Lappóflokk, sem er íhaldssamur bændaflokkur, og ákaflega and- vígur Kommúnistum. Þeir Lappó- menn hafa haldið fundi til þess að mótmæla baráttu Kommúnista og hvetja stjórnina til þess að beita hörðu. Má segja svo, að nú sé mestur hluti Finna kominn í tvo flokka, sem vilja berjast, þángað til annarhvor hefir unnið fullan sigur. Þessa dagana hefir verið róstu- samt 1 Finnlandi, sífeldir smábar- dagar og manndráp tíð, borgara- leg lög afnumin, og versta mið- aldaeinveldi komið í staðinn. Sennilega mun stjómin bera hæn-i hlut ef aðrar þjóðir skei-ast ekki í leikinn, en þess má ef til vill vænta, að Finnar verði ekki einir í leiknum. Frá höfuðborg Finnlands er ör- skammt til landamæra Rússlands, og fjöldi finnskra flóttamanna og pólitískra útlaga 'hefir leitað skjóls hjá Rússum og fengið þar góðar viðtökur. Þessir menn róa að því öllum árum, að stjóm Rússlands láti mál Finnlands til sín taka, og búast má við að rúss- neskir Kommúnistar vilji gjam- an hjálpa flokksbræðrum sínum í Finnlandi. Ef Svinhufvud og ráð- herrar hans beita mikilli grimmd við finnska Kommúnista, eins og allt útlit er fyrir, að þeir muna gera, — þá er ekki ólíklegt, að Sovjetstjórnin blandi sér í ’málið og rússneskur her ráðist yfir landamærin, en hvað tekur þá við? Sennilega mundu stórveldi Vestur-Evrópu ekki láta málið af- skiftalaust, og gæti þá veli farið svo, að ný heimsstyrjöld byrjaði. Þess vegna hafa viðburðimir í Finnlandi svo mikla þýðingu fyrir Norðurálfuna. Harmsaga Finn- lands er svört og sorg'leg, en hörmulegast af öllu væri þó, ef úr þessum neista kviknaði nýr ófrið- ur milli stórþjóðanna, en slíkt er ekki óhugsandi. ----o---- Landskjörið Nú er nær mánuður síðan lands kosningarnar fóru fram, en lítió hefir verið á þær minnst 1 blöð- unum. Alþingishátíðin hefir dreg- ið að sér athygli landsmanna, eins og við var að búast, en þó eru þessar kosningar hinar merk- ustu, sem farið hafa fram hér á landi um langt skeið, — því nú var kosið eftir hreinum lín- um. Við hinar fyrri landskosningar hafa verið mai’gir listar og marg- ir flokkar, en í þetta sinn voru að eins listar frá hinum þremur stóru stjómmálaflokkum landsins. Hin mikla þátttaka í kosning- unum sýnir, að allur þorri þjóð- arinnár telur sig eiga heima í einhverjum þessara þriggja flokka. Sprengilistar og smáflokkar eru úr sögunni. Það eru enn nokkurir dagar þangað til atkvæði verða talin, og meðan enginn veit með vissu hver úrslitin verða, er einmitt tími fyrir nokkrar athugasemd- ir. Fyrst er að minnast á kosn- ingaþátttökuna. Hún er svo miklu meiri en fyr, að undrum sætir. Þó ekki séu enn fengnar fullkom- lega réttar tölur úr öllum kjör- dæmum, má telja víst að full 70% kjósenda hafi neytt atkvæðisrétt- ar síns. Við hinar fyrri landskosningar var þátttakan á þessa leið: 1916................24% 1922 ............. 41% 1926 júlí..........45% 1926 okt...........50% Þátttakan var mjög misjöfn í héruðunum. Eins og vænta mátti var hún bezt í kaupstöðum. Er varla hægt að búast við því, að fleiri muni nokkru sinni kjósa, en nú. I sveitunum var sumstaðar mjög vel kosið. Til dæmis í Norður-Þingeyjarsýslu, sumum hreppum Rangárvallasýslu og Eyjafjarðarsýslu, í Strandasýslu og í Mýrasýslu. Á öðrum stöðum var kosningin aftur á móti lak- lega sótt. Til dæmis í Svarfaðar- dal (50%) og í sumum hrepp- um Árnessýslu. En yfirleitt var ágætlega kosið, enda var veður gott, og talið er víst, að kosning- in hafi verið betur sótt, af því hún var á sunnudegi. Orsökin til þessarar miklu þátt- töku í kosningunum er fyrst og fremst sú, að kosið var í raun og veru um einn mann, Jónas Jóns- son ráðherra. Um hann stendur mestur styr nú sem stendur.Hann á öruggasta fylgismenn og harð- asta andstæðinga. Er slíkt mikið lof fyrir flokksforingja. 1 kosn- ingabaráttunni beindu íhaldsmenn öllum sínum vopnum að Jónasi, en virtust ekki koma auga á frambjóðendur Alþýðuflokksins. Var það vafalaust hyggileg póli- tík frá þeirra hálfu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.