Tíminn - 19.07.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.07.1930, Blaðsíða 1
^ ©taíbfcr! 9$ afgreiðslumaður (Cimans cr HqnnDtlg þ o r * I e t n ♦ 6Ó t fi r, Sambanðsþústita, Srffjapit. 2R.fgretbsía Ciman» cr i Sambanhsífúfinu. 0pin ðaglega 9—(2 |. jf. r fiM XIV. árg. Reykjavík, 19. júU 1930. 42. blaö. laa.ndskjörid Stórkostlegur vðxtur Framsóknarflokksins iitni íslands Ræða Benedikts Sveinssonar, erhann flutti að Lögbergi föstudaginn 27. t. m. Atkvæðin frá Landskosningun- um voru talin á fimmtudaginn var. Vai- byrjað að teija kL 9 f. h. og var unnið af miklu kappi, og öll aðferð við talninguna hin hag- Auk þess voru landskosningar 23. okt. 1926, en þær eru einstak- ar í sinni röð, því þá fóru einn- ig fram kjördæmakosningar í Reykjavák og tveimur öðrum kjördæmum. Stórhríð var á Norðurlandi kjördagixm, og ná- iega ómögulegt að sækja kjörfund í sumum sveitum. Þá var aðeins einn þingmaður kosinn, og tveir listar í kjöri. Annar frá IhaLls- mönnum, en hinn frá Framsókn- armöimum og studdur af Alþýðu- flokknum. Úrslitin urðu þau, að fhaldshstinn fékk 8514 atkv., en Framsóknarlistinn 6,940. Við kosningamar 15. júní í sum- ar voru greidd 24,149 gild at- kvæði, skiptust þau á þessa leið: A-listi fékk 4893 atkv. B-Iisti fékk 7585 atkv. C-listi fékk 11,671 atkv. Kosningar hlutu: Jónas Jónsson ráðherra af B-listanum og Pétur Magnússon og Guðrún Lárusdótt- ir af C-lista. A-listinn kom eng- um að. Það sem merkilegast er við þessar kosningar, er hinn stor- kostlegi vöxtur Framsóknar- flokksins. Við kosningarnar 8. júlí 1922 fékk flokkurinn 3196 at kv. Við kosningarnar 1. júlí 1926 fékk hann 3481 atkv. Nú hefir því at- kvæðamagn flokksins aukist um mikið meira en helming. Er þetta hinn glæsilegasti sigur, ekki sízt þegar þess er gætt, að við þessar kosningar var það aðeins eldra fólkið, er greiddi atkvæði. en Framsóknarflokkurinn á siut traustasta fylgi meðal yngra fólksins í sveitunum. Flokkurinn átti líka erfiðasta aðstöðu með kjörsókn, því í hinum strjál- bygðari sveitum er nálega ómögu- anlegasta, svo full 2000 atkv. voru talin á klukkutíma. Tafla sú er hér fylgir, sýnir hversu lands- kosningar hafa verið sóttar síð- an þær komu til sögunnar. legt fyrir margt gamalt fólk að sækja kjörfund. Jafnaðarmenn fengu 1. júll 1926 3164 atkv. Hefir fylgi þeirra aukizt um rúman þriðjung. Telja má víst, að nálega allir kjósendur flokksins hafi greitt atkvæði, því hann á allt sitt fylgi 1 kaupstöð- um og sjóþorpum. Íhaldsflokkurixm gekk nú óskiptur til kosninga. 1. júlí 1926 var harm þríklofinn og þá féllu atkvæðin þannig, að aðallistinn (Jón Þorláksson) fékk 5501 atkvæði. Listi Sigurðar Eggerz fékk 1312 atkvæði og kvennalisti 489 atkv. Samtals 7302 atkv. Vöxtur íhaldsflokks- ins er því tiltölulega langtum minni en Framsóknarflokksins. Sama kemur einnig í ljós, ef bor- ið er saman við tölurnar frá 23. okt. 1926. Þá fékk Ihaldsflokk- urinn 8,514 atkv., eða 1574 atkv. meira en hinir flokkarnir til sam ans. Við undanfaraar landskosning- ar hafa Ihaldsmenn verið í mem hluta í landinu, en nú eru þeir komnir í miimi hiuta. Er þetta gleðilegt tákn tímanna og sýnir gx-einilega, að stefna Framsóknar- flokksins er að sigra, eins og bezt mun koma í ljós við kjördæma- kosningamar næsta ár. Kosningin hefur engin áhrif á flokkaskiptinguna á Alþingi. Eina breytingin er, að Pétur Magnús- son og Guðrún Lárusdóttir koma í staðinn fyrir Jónas Kristjánsson og Ingibjörgu Bjamason. Skal engum getum um það leitt, hvaða þýðingu þessi mannaskipti innan íhaldsflokksins, kunna að hafa fyrir starfsemi flokksins á Al- þingi. -----o---- Heilir æsir! Heilar ásynjur! Heil sjá in fjölnýta fold! Heilir allir, er hingað sækja, íslenzkir menn og erlendir, konur og karlar, ungir og gamlir! Heilir at Lögbergi ins foma Alþingis Is- lendinga! Land vort Island hafði óbyggt verið örófi vetra áður forfeður vorir kæmi hingað síðara hlut innar 9. aldar. Um upphaf Islands byggðar höfum vér næsta skilmerkilegar frásagnir, sem engi þjóð á slíkar, þar sem er in helga Landnáma- bók, er ritað hefir að grundvelli Ari prestnr inn fróði Þorgilsson og sagt hefir fyrir að nokkrum hluta samtíðar maður hans, Kol- skeggr inn fróði eða vitri í Seyð- isfirði, en aðrir margspakir menn aukið síðan. Kann eg eigi betur orðum að haga heldur en með þeim hætti að flytja formálsorð bókar þess- arar: [þá flutti ræðumaður upphafs-orð Landnámsbókar: „í aldarfarsbók þeiri ... Sigurðr inn ríki jarl at Orkneyjum"]. í þenna tíma, sem nú var frá sagt, var Víkingaöldin 1 algleym- ingi. Höfðu allar Norðurlanda- þjóðir langskip úti, Svíar, Danir og Norðmenn. Herjuðu hverir mest þau lönd, er þeim var hæg- ast heim að sækja. Gekk svo hvert sumai'. „Margir eru mar- líðendr“. Sumir herjuðu vetur með sumri. Hétu þá „vetrliðar“. — Var það hróður þeirra að liggja á sætrjám og sofa eigi „undir sótkum rafti“ árum sam- an. — „Úti vill jól drekka“, segir Hornklofi skáld um Harald lúfu. Fóru víkingar um öll höf með ströndum þeirra landa, er þá vóru kunn, — allt frá Gandvík norður, til stranda Afríku, frá Garðaríki austur, til Hlirareks vestur á Irlandi. Á þessum miklu umbrotatímum byggðist ísland. Hingað sótti nokkur hluti innar norrænu flotna-þjóðar. Dreifðust þá inar sömu ættir um ýmis lönd. Mætti því til dæmis nefna ætt Mærajarla í Noregi. Synir Rögn- valds Mæi’ajarls vóru þeir: 1. Göngu-Hrólfur, er herjað hafði í austurvegi og síðar á Skotland, en vann Normandí 911. Þess var minnst með hátíðahöld- um í Rúðuborg 1911. Af hans ætt eru Rúðujarlar og Englakon- ungar. Kaðlín dóttir Göngu- Hrólfs var móðir Niðbjargar móð- ur Einars skálaglamms og Ösvíf- urs ins spaka. 2. Torf-Einar jarl í Orkneyjum, skáld og afreksmaður. Frá honum eru Orkneyja-jarlar komnir. Dótt- urson hans nam land á Islandi. 3. Þórir jarl þegjandi á Mæri, móðurfaðir Hákonar ins ríka Hlaðajarls. Sonur Þóris var Jör- undr háls landnámsmaður í Vatnsdal, en dóttir Þóris Vigdís kona Ingimundar ins gamla. 4. Hrollaugur landnámsmaður í Hornafirði, langafi Ilalls af Síðu. 5. Hallaður, er úr jarlsdómi \eltist í Orkneyjum og tók hölds- rétt í Noregi, faðir Þóris föður Þátttaka í landskosningunum 1916—1930. Kjördæmi Reykjavík Guiibringu- og Kjósarsýsla Borgarf j arðarsýsla Mýrasýsla Snæfeilsnessýsla Dalasýsia Barðarstrandarsýsla V estur-isaíjarðarsýsla lsafjörður N oröur-ísafj arðarsýsla títrandasýsla Húnavatnssýslur tíkagaf j ar ðai'sýsla Eyj af j arðarsýsla Akureyri tíuður-Þingeyjarsýsla N oröur-Þingey j arsýsla N orðux'-Múlasýsla Seyðisfjörður Suður-Múlasýsla Austur-Skaftafellssýsla V estur-Skaftaf ellssýsla V estmannaeyj ar Rangárvallasýsla Árnessýsla Samtals 5. ág. 8. júlí 1. júlí 15. júni 1916 1922 1926 1930 830 3033 3712 6148 373 736 1033 1890 250 281 364 644 187 253 330 520 188 371 349 775 152 213 172 363 190 333 249 652 126 329 312 510 167 332 444 592 170 327 320 657 125 177 166 367 216 355 534 890 190 391 503 1004 292 608 736 1524 167 461 749 915 303 626 749 1096 78 264 226 420 225 367 401 616 41 164 179 267 296 708 676 1253 122 179 196 314 190 175 227 392 115 251 537 745 357 403 406 796 523 624 593 1014 .,873 11,962 14,113 24,314 Þuríðar húsfreyju Kolls í Djúpar firði, er Sturlungar eru frá komn- ir langfeðgum að telja. Má hér og sjá dæmi þess, hve kynbornir Islendingar vóru. Hver eru þá helztu afrek þjóð- ar vorrar á þúsund ára æviferli? Þar til nefnum vér fyrst: Stofnun Alþingis 930, þar með grundvallan ins íslenzka lýðveldis og' lagasetning vora ina fomu, sem ágætust er laga allra ger- manskra fomþjóða. Alþingi var sett á þessum helga og svipmAkla stað, er nú stöndum vér, „at ráði Úlfljóts ok allra landsmanna“. Hér var lýðveldið reist í vernd inna fornu goð- magna og vemdarvætta landsins. Forfeður vorir trúðu því, að „vera mundu bönd í löndum“. Var það því upphaf inna heiðnu laga, að bannað var að sigla að landi „með gapandi höfðum eða gínandi trjónu svo að landvættir fældist við“. Hér blasir og Ármannsfell við sjónum alls þingheims, en þar hefir búið ái*maður þingstaðarins. þ. e. hollvættur hans eða vemdar- vættur. (Á „Ánnannssögu" svo- nefndri er ekki mark takandi, því að hún er tilbúningur einn, lík- lega frá 18. öld). Annað höfuðafrek Islendinga vóru inir miklu landafundir. Ei- ríkur inn rauði Þorvaldsson frá Dröngum, Ásvaldssonar, öxna- Þórissonar vann það mikla frama- verk að leggja vestur um Atlants- haf í landaleitan á opnu skipi. Með fundi Grænlands er brautin rudd til Vesturheims. Eiríkur gaf nafn landinu, kannaði það á þrem árum áður hann héldi aftur til Is- lands til þess að safna mönnum til landnáms vestur þar (982— 986). Risu þar síðan undir for- ustu hans blómlegar byggðir und- ir íslenzkum lögum. Stóð sú byggð nærfelt um fimm aldir. En erlendir konungar létu niður falla siglingar til þessarar merkilegu nýlendu Islendinga á 14. öld, svo að landið týndist og þjóðin glat- aðist. Er það harmsaga mikil. Eiríkur rauði má sannlega kall- ast einhver stórráðasti og harð- fengasti siglingamaður og land- könnuður heimsins, svo sem merkir menn eru núi teknir að viðurkenna. Leifui' inn heppni, sonur Eiríks, fann síðan Vínland ið góða, Mark- land og Helluland árið 1000. Verður nú eigi lengur dregin fjöð- ur yfir þann sannleik. Þorfinnur Karlsefni, Skagfirð- ingur, ætlaði fyrstur að nema land í Vínlandi. Fór hami þangað með búslóð sína og margt manna. En ekki fekk hann haldizt þar við sakir ófriðar þeirrar þjóðar, er fyrir var í landinu. Þar, í Vín- landi, fæddist Snorri sonur hans, langfyrst allra hvítra manna, svo að vitað sé. Snorri bjó seinna á Reynistað í Skagafirði. Er mikil ætt af honum komin. Þá vil eg drepa á skáldskap og sagnafræði íslendinga. Skáldskap- ur hefir einatt blómgast í land- inu, allt frá inu mikla höfuðskáldi Agli Skallagrímssyni til þessa dags. Landnámsmenn fluttu vora dýru og ljóðtömu tungu Háva- mála með sér austan um haf. Egill mat skáldskapargáfuna svo mikils, að hann, svo harðlyndur og heiftrækinn víkingur, telur Óðinn hafa veitt sér „bölya-bætr“ eftir missi sona sinna: „Gáfumk íþrótt Úlfs of bági, vígi vanr, vammi firrða —“ Þótt hann saki „geirs dróttin“ að öðru leyti fyrir vinslit við sig. Skáldskapur Islendinga í fom- öld var þeim mjög til frama og frægðar ekki síður með stórhöfð- ingjum erlendis heldur en heima fyrir. Þá hafa sagnameistarar vorir heldur en ekki gert garðinn fræg- an. Nægir að nefna Sæmund inn fróða Sigfússon (1055—1133), er reit um Noregskonunga á latn- eska tungu; Ara inn fróða Þor- gilsson (1067—1148), er fyrstur ritaði á vora tungu „fræði bæði forna og nýja“; og þá ekki sízt inn fræga snilling Snorra Sturlu- son. In mikla saga Noregskon- unga, „Heimskringla“, mun aldrei fyrnast og hefir ómetanlegt gildi fyrir allar norrænar þjóðir. Edda Snoma er skáldskaparfræði og hefir hún verið Islendingum enn- þá dýr-mætari, en öll rit önnur. Engin bók hefir verið svo kunn og þrautlesin í landinu á öllum tímum, af henni hafa öll skáld Is- lendinga numið bragfræði og rímlist og háð sér orðafjölda. Hún hefii' varðveitt þekking ins forna skáldskapar og tungu vora fremur öllu öðru. Þeirri bók og höfundi hennar eigum vér að þakka, að öll ljóðasmíð er óslitin á voru máh frá dögum Braga ins gamla Boddasonar allt til þessa dags. Enn eru öll ljóð íslendinga bundin ljóðstöfum, svo sem að fornu var með öllum germönskum þjóðum. Köllum vér „leirburð“ ef af er brugðið. En þessari list hafa aliar aðrar þjóðir nú fyrir löngu gleymt og glatað. 1 þessum kolum kveðskapar og sagni lifði allan hinn kalda og dimma fimbulvetur miðaldánna, svo sem skáldið segir: „Sturla kvað yíir styrjar hjarli, Snorri sjálfr á feigðar þorra; ljóð frá auði lyfti Lofti, Lilja spratt í villukyljum. Arason mót exi sneri andans hvassa vigabrandi; Hallgrímr kvað í heljar nauðum heilaga glóð í freðnar þjóðir'*. Eg vil sem fæstum orðum fara um hnignun þjóðlífs vors eftir það, er þjóðin gekk undir erlent vald. Er það skemmst að segja, að frelsi og sjálfsforræði Islend- inga hefir jafnan fylgt farsæld, þróun, blóma-öld, en ófrelsi og er- lendri stjóm hverskyns hnignun og óáran, „fátækt, mein og dauða‘.‘ Út yfir tók einokun erlendra konunga, er lá sem martröð yfir þjóð vorri allt frá því um 1600 til þess 1854, að ísland fekk verzl- unarfrelsi. Engi plága Islands kemst þar til jafns. Viðreisn Islands á 19. og 20. öld hefir orðið stórum mikiL Er hún fyrst að þakka þjóðmæring- um vorum, er hvöttu þjóðina til dáða, undir forustu Baldváns Ein- arssonar, Jónasar skálds Hall- grímssonar og þeirra „Fjölnis- manna“, en þó allra mest Jóns Sigurðssonar og inna mörgu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.