Tíminn - 25.07.1931, Blaðsíða 1
tE {m a n s er í £œf jargötu 6 a.
(Dpin öa^lega' f L 9—6
Simi 2353
©íaíbfeci
og afgrctðslumaour íímans tt
Kannpeia, p o rs 1 cinsoótttr,
Ccefjaraötu 6 a. .ReYfjaDÍf.
XV. ár.
Reykjavík, 25. júlí 1930.
53. blað.
Eeykjayík og laiidið.
I undanförnum köflum hefir
verið sýnt fram á það með tölum
eftir því sem næst verður kom-
izt, að raunveruleg afkoma land-
búnaðarins í hlutfalli við sjávar-
útveginn er miklu betri en and-
stæðingar landbúnaðarins halda
nú fram í blöðum sínum. Reynsl-
an er líka sú, að enn sem komið
er, lifir nærri helmingur þjóðar-
innar af því að stunda landbún-
að. Þar við má svo bæta þeim
hluta verzlunarstéttarinnar, sem
lifir á því að annast sölu land-
búnaðarafurða og kaup þeirra
lífsnauðsynja, sem sveitafólkið
þarf á að halda, en getur ekki
sjálft framleitt.
Þá hefir því verið haldið fram,
að svo að segja öll opinber gjöld
á Islandi hvíldu á öðrum atvinnu-
vegum en landbúnaðinum. Er
þar eins og fyr mjög hallað réttu
máli. Það er að vísu rétt, að af
hinum beinu sköttum (tekju- og
eignaskatti) ber landbúnaðurinn
mjög lítinn hluta. En ems og
kunnugt er, er ekki nema mjög
lítill hluti af tekjum ríkissjóðs
tekinn í beinum sköttum. Megin-
hlutinn af því fé, sem ríkið ár-
lega notar er tekinn í allskonar
óbeinum sköttum, tollum á vör-
um og með gjöldum almennings
til ríkisstofnana, svo sem síma
og pósts. Um það, hversu mikið
fé landbúnaðurinn greiði inn í
ríkissjóð á þennan hátt, eru eng-
ar tölur fyrirliggjandi.
En þó að þa'ð sé rétt, sem
sjálfsagt er að gjöra ráð fyrir,
að landbúnaðurinn greiði minna
tiltölulega beint í ríkissjóðinn en
ýmsir aðrir atvinnuvegir, þá
dregur það á engan hátt úr þýð-
ingu þess atvinnuvegar fyrir
þjóðfélagið. Það t. d., að beinu
skattarnir af landbunaðinum eru
svo tiltölulega litlir, sem raun er
á, kemur mikið af því, að skift-
ing arðsins er tiltölulega jöfn í
sveitunum. Afraksturinn af vinnu
fólksins hefir þar ekki eins og í
kaupstöðunum, og þá einkum í
Rvík, safnast á fárra manna
hendur. Ennfremur hefir mjög
mikið af verðmæti sveitanna
flutzt til kaupstaðanna, t. d. við
jarðasölu þeirra, sem áður
bjuggu í sveit.
Frá sjónarmiði allra frjáls-
lyndra manna í skattamálum er
það fullkomlega réttmætt og al-
veg sjálfsagt, að þeir atvinnu-
vegir, þar sem arður vinnunnar
skiptist milli fárra manna, séu
skattlagðir mun hærra en þeir
atvinnuvegir, þar sem skipting
arðsins er nokkumveginn jöfn.
Páll heitinn Jónsson í Einars-
nesi ritaði árið 1920 merkilega
grein í þetta blað um skattaálög-
ur á sjávarútveg og landbúnað. I
hugleiðingum sínum, hvort rétt-
látt sé að leggja hærri skatt á
sjávarútveg en landbúnað bendir
hann m. a. á eitt mjög merkilegt
atriði. Hann bendir á þá stað-
reynd, sem einkum hefir orðið til-
finnanleg nú á síðustu árum, að
bændurnir verða að borga of fjár
fyrir afnot landsins. Bónda, sem
er að byrja búskap, nægir ekki að
kaupa búsáhöld og fénað og hús
yfir höfuðið. Hann verður líka að
kaupa eða leigja jarðarafnot.
Hafið við strendur landsins er
hinsvegar sameign allra, og út-
gjörðin þarf ekkert að greiða fyr-
ir afnot þess. Ef útgjörðarmenn-
irnir þyrftu að borga leigu eftir
fiskimiðin eða greiða af þeim
rentur og afborganir ár hvert, er
hætt við að skarða myndi gróð-
ann af aflanum. Og er það þá
ekki réttlátt, að alþjóð njóti að
einhverju leyti þeirra hlunninda,
sem þessi atvinnuvegur hefir
fram yfir landbúnaðinn ?
VI.
Enginn skyldi halda, að sú
kreppa, sem nú er ríkjandi í ís-
lenzkum landbúnaði, sé einsdæmi
í heiminum. Sannleikurinn er sá,
að um gjörvalla veröldina berst
landbúnaðurinn í bökkUm. Reikn-
ingslega er afkoma hans í flestum
löndum verri en annara atvinnu-
vega. Blaðið Vísir hefir áfellt
Framsóknarflokkinn fyrir þá reg-
inheimsku, að þess dómi, að vilja
láta stunda landbúnað í „versta
landi veraldarinnar". En í Banda-
ríkjum Norður-Ameríku, einu af
beztu löndum veraldarinnar, geta
bændurnir nú ekki látið búin bera
sig með því að rækta hveiti og
flykkjast hópum saman til borg-
anna — þar tekur raunar ekkert
við nema hungrið —. Og þó dett-
ur engum í hug, að Bandaríkja-
þjóðin eigi að hætta að stunda-
landbúnað. 1 Danmörku hefir
svínakjötið fallið meir en um
helming síðan fyrir ári síðan. En
enginn heldur því fram, að danska
þjóðin eigi að leggja sveitirnar
í eyði. I Ástralíu er ullin verðlaus
og ríkisgjaldþrot yfirvofanda, að
sumra dómi. Ef fara ætti eftir
reikningsútkomunni einni saman,
myndu menn með sama hugsunar-
hætti og íhaldsflokkurinn hér í
Reykjavík álykta sem svo, að
réttast væriað leggja niður allan
landbúnað í heiminum. En þetta
dettur engum manni í hug. Að
leggja niður landbúnaðinn væri
sama sem að leggja mannkynið í
gröfina, því að það er einmitt
landbúnaðurinn, sem framleiðir
þær vörur, sem eru frumskilyrði
mannlífsins á jorðinni. Mennirnir
geta verið án véla og verkfæra, og
jafnvel klæðnaðar og húsnæðis,
þar sem vel viðrar, en ekki þess,
sem jörðin sjálf framleiðir. Þó
að allir atvinnuvegir mannanna
aðrir en landbúnaðurinn legðist
niður, myndi mannkynið samt
hjara. Eríiðleikar landbúnaðarins
stafa eingöngu af skipulagsleys-
inu í heiminum, skipulagsleysinu,
sem er þeim mönnum fyrst og
fremst að kenna, sem í fávizku
sinni ímynda sér, að „auðugur"
maður, sem gengur í skrautklæð-
um og býr í veglegri höll, geti
lifað á loftinu.
VII.
Þó að skylt sé að hrinda þeim
ómaklegu og vanhugsuðu árásum,
sem íhaldsblöðin í Reykjavík hafa
gjört á landbúnaðinn, væri hitt
þó jafn fávíslegt, að halda því
fram, að landbúnaðurinn einn eigi
tilverurétt í landinu. Það er skylt
að viðurkenna, að sjávarútvegur-
inn hefir reynst Islendingum
mjög arðsamur atvinnuvegur.
Eins og það ber vott um skiln-
ingsskort og forsjárleysi að
hvetja alla Islendinga til að búa
á mölinni, væri það líka heimsku-
legt að ætlast til þess að Islend-
ingar hættu að stunda sjóinn.
En árásirnar á landbúnaðinn,
sem birtar hafa verið í íhalds-
blöðunum, enda flestar á einn
veg. Niðurstaða þessara ritsmíða
hefir fjallað um samanburð á
Reykjavík og landinu. Ályktunin
af hugleiðingunum um eymdar-
ástand landbúnaðarins hefir verið
sú, að þjóðinni mætti skipta í tvo
hluta, þar sem annar væri gef-
andi og hinn þiggjandi. Reykja-
vík væri gefandi. Þaðan kæmu
peningarnir í framkvæmdir á öðr-
um landshlutum, og frá Reykja-
vík kæmu peningarnir, til að
jafna tekjuhallann á búskap
þeirra 3/4 hluta landsmanna,
sem annarsstaðar ibúa. Og loka-
niðurstaðan af öllum þessum
ályktunum hefir svo orðið sú, að
heppilegast væri fyrir höfuðstað-
inn að vera ríki út af fyrir sig
til að losna við að fæða hina 3A
þjóðarinnar að meira eða- minna
leyti. Landið utan Reykjavíkur
yrði þá væntanlega að koma sér
upp öðrum höfuðstað.
Ihaldsblöðin hafa hagað skrif-
um sínum rétt eins og allar þær
miklu tekjur, sem þjóðin hefir
af sjávarútvegi kæmu frá Reykja-
vík. Allir ættu þó að vita, að
drjúgur hluti útgerðarinnar er
utan Reykjavíkur, og það einmitt
sá hlutinn sem notadrýgstur hef-
ir orðið fyrir fólkið sjálft, sem að
honum hefir unnið, nl. smábáta-
útvegurinn.
VIII.
En þessir talsmenn „Reykja-
víkurvaldsins" hafa verið furðan-
lega gleymnir á mörg atriði, sem
ekki skipta litlu mláli,- þegar gjöra
skal upp milli „Reykjavíkur og
landsins".
Þeir gleyma því, að þjóðin ÖU
hefir gengið í ábyrgð fyrir því
fé, sem fengið hefir verið inn í
landið til að koma upp og reka
hina reykvísku stórútgerð, og að
hún stendur ennþá í ábyrgð fyrir
miklum hluta af þessu fé.
Þeir gleyma því, að þjóðin hef-
ir líka gengið í ábyrgð fyrir þeim
peningum, sem varið hefir verið
úr bönkunum til að koma upp ný-
byggingum í Reykjavík.
Þeir gleyma því, að allveruleg-
ur hluti kaupmannastéttarinnar í
Reykjavík lifir á því að kaupa og
selja vörur fyrir menn, sem hafa
bústaði sína og lífsframfæri utan
Reykjavíkur.
Þeir gleyma því, að þjóðin hefir
byggt mikmn hluta af mennta-
stofnunum sínum í Reykjavík, og
á þann hátt létt skólagöngu reyk-
vískrar æsku, að landið borg-
ar af þeirri ástæðu of fjár til
Reykjavíkur í meðgjöf með náms-
fólki, sem þangað sækir árlega
hundruðum saman og hjálpar
bænum til að bera uppi hina til-
finnanlegu dýrtíð.
Þeir gleyma því, að landið, hver
einasta sveit og smáþorp, hefir
um undanfarna áratugi, borið
þungar byrðar af því að annast
uppeldið á þúsundum manna, sem
nú eru orðnir reykvískir borgarar
og nú er ætlast til, að gangi inn
í fylkingu „Reykjavíkurvaldsins"
til að heimta „rétt" sinn af land-
inu.
Þeir gleyma því, að meginhlut-
ann af velgengni sinni, það sem
hún nær, á Reykjavík einmitt því
að þakka, að hún hefir verið höf-
uðstaður Islands, að ríkisstjórn
og þing hafa haft þar aðsetur
sitt, að lánsstofnanir landsins
hafa verið settar niður þar, að
mikill hluti af umboðsstarfi hins
opinbera er unnið þar.
IX.
En aðrar þjóðir eru minnugar
á ýmsa þessa hluti, sem „Reykja-
víkurvaldið" hefir gleymt.
í öðrum löndum flestum er það
viðurkennt, að þau hlunnindi, sem
höfuðborgirnar njóta vegna að-
stöðu, sem þeim er veitt af þjóð-
arheildinni, séu svo mikils virði,
að íbúar þessara borga þurfi ekki
að hafa fullkomlega eins mikla
hlutdeild í löggjöfinni og aðrir
landsmenn, og þó sé nægilega
fyrir því séð, að þeir beri þann
hlut frá borði í þjóðfélaginu, sem
þeir framast eiga kröfu til.
Aðrar þjóðir hafa lært það af
aldalangri reynslu, hversu hætt
er við, að höfuðborgirnar misnoti
þetta vald, sjálfum sér og öðrum
til tjóns, að þær noti það til að
draga fólkið inn í þéttbýlið, inn
í atvinnuleysið og neyðina. Og
þrátt fyrir alla kosti þéttbýlisins
í borgunum, og þess félagslega
samstarfs, sem auðveldast ætti að
vera, þar sem mennirnir búa hver
nálægt öðrum, hefir útkoman al-
staðar orðið hin sama. örbirgðin
er ávalt meiri í fjölbýlinu. Döpr-
ustu mynd mannfélagsins, þar
sem hungurvofan rekur lest-
ina, er að fínna í borgunum. Þann
sannleika mættu þeir menn at-
huga, sem nú halda uppi hörð-
ustum árásum á hinar dreifðu
byggðir á Islandi.
-—^------
Framsöguræða
Jónasar Þorbergssonar alþm. við
fyrstu umræðu um frumv. tjl laga
um tekju- og eignaskatt til
atvmnubóta.
Þetta frv. er borið fram vegna
þess óvenjulega ástands, sem nú
ríkir í landinu. Heimskreppan hef-
ir þegar gert allmikið vart við
sig í atvinnulífi þjóðarinnar, svo
að mjög hefir dregið úr fram-
kvæmdum, bæði hins opinbera og
einstaklinga.
Nú vinna færri menn en áður
í þágu ríkisins við húsagerð,
vegagerð og aðrar slíkar fram-
kvæmdir. En einkanlega er mun-
urinn mikill, ef miðað er við síð-
astliðið ár, enda höfðu menn þá
með höndum allan undirbúning
Alþingishátíðarinnar og vegagerð
þá, sem af henni leiddi.
Að sama skapi hefir dregið úr
framkvæmdum einstaklinga. Enn-
fremur búa atvinnuvegir vorirvið
svo þröngan markað og svo slæm-
ar horfur, að það hefir kippt úr
öllum framkvæmdum.
Af öllu þessu leiðir, að atvinnu-
I leysi er meira nú en áður. Til
! samanburðar má geta þess, að at-
; vinnuleysisksýrslur frá síðastl.
! ári, sem gerðar voru 1. febr.,
j sýna, að þá voru skráðir 68 at-
| vinnulausir menn í landinu, en 1.
| febr. á yfirstandandi ári voru
þeir 1026. Hefir þá tala atvinnu-
lausra manna 15-faldast á þessu
eina ári.
Þessi stórkostlegi vöxtur hefir
ekki numið staðar, heldur fer
hann hraðvaxandi, og má því til
glöggvunar nefna, að við skrá-
setningu 1. ág. í fyrra létu þrír
menn skrá sig sem atvinnulausa.
Nú hefir engin slík athugun verið
ger. En um miðjan júlí síðastlið-
inn létu verkamannafélagið Dags-
brún og Sjómannafélag Reykja-
víkur fara fram slíka skráningu,
og komust að þeirri niðurstöðu,
að 268 menn væru nú atvinnu-
lausir í Reykjavík einni saman og
þar af margir fjölskyldumenn.
Ef miðað er við atvinnuleysis-
skráningu fyrra árs, má gera ráð
fyrir, að í landinu sé tala at-
vinnulausra tvöföld tala þeirra
manna, sem atvinnulausir eru hér
í Reykjavík, eða á 6. hundrað.
Ennfremur má búast við því, að
margir komi ekki til skráningar,
sökum þess, að þeir menn, sem
hafa nokkura atvinnu, láta ekki
skrá sig, og aðrir líta svo á, að
skrásetningin hafi enga verulega
þýðingu, og muni ekki leiða til
neinna atvinnubóta.
Það mun einsdæmi, að svona
margir menn gangi atvinnulausir
um hábjargræðistímann, enda má
gera ráð fyrir því, að þegar
haustar að verði þeir enn fleiri,
og margir muni þá búa við veru-
legan skort eða jafnvel fulla neyð.
Það virðist því fullkomin ástæða
til að ráða bót á þessu óefni, með
því að gera þær ráðstafanir, sem
tiltækilegar mættu þykja.
, Það er alkunn reynsla, að hvert
það fyrirtæki, sem stjórnað er
með forsjá og hyggindum, leggur
kapp á að afla sér varasjóða og
tryggingarfjár. En á bak við at-
vinnuvegi landsmanna standa eng-
ir slíkir sjóðir, og þessvegna er
það, að þegar á bjátar, kemst allt
í uppnám og horfir til fullra
vandræða, og þeir sjóðir, sem ýms
atvinnufyrirtæki afla sér, ganga
fljótt til þurðar. Skortir mikið
til, að þau orki því, að bera at-
vinnuvegina yfir örðugleika
kreppuáranna.
Ég hefi áður, við opinberar um-
ræður um landsmál, minnst á þá
nauðsyn, að stofnaður yrði vara-
sjóður atvinnuveganna. Þessi
sjóður ætti að fá tekjur sínar í
góðærum, sem atvinnu- og gróða-
skatt. Og hlutverk hans yrði hið
sama og fleygihjóls í aflvél, sem
ber hreyfiarma hennar yfir dauða
punkta.
Meðan engin slík trygging er
fyrir hendi, virðist það vera sann-
girnismál, að þeir, sem hlotið
hafa afgangseyri í góðærunum,
láti eitthvað af hendi rakna við
þá menn, sem hafa ekkert borið
úr býtum nema nauðþurftir sín-
ar, og eiga í vændum skort og
jafnvel hungursneyð, þegar vetr-
ar að. Allur þorri hinna stritandi
manna til sjávar og til sveita
ber út býtum aðeins nauðþurftir
sínar, en eru engu síður fullgild-
ur og mikilsverður aðili í atvinnu-
lífi landsins en hinir, sem við
betri kjör eiga að búa.
Ég þykist vita, að þau svör
muni koma við þessu frv., að það
sé mjög ískyggilegt að íþyngja
atvinnuvegum vorum á þessum
tímum, en þá er því til að svara,
að í Reykjavík einni eru um 60
milj. kr. í skattskyldum eignum
einstakra manna og félaga, sam-
kvæmt framtali þessa árs. I'ess-
ar eigmr hafa smámsaman mynd-
ast við það, að sá afgangseyrir,
sem orðið hefir á rekstri atvim^u-
veganna hefir safhast í eigu til-
Frh. á 4. síðu.