Tíminn - 25.07.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 25.07.1931, Blaðsíða 2
178 TÍMINN Alþínáí pingsctning. Alþingi iiið nýkjörna var sett mið- vikud. 15. þ. m. Athöfnin hófst að venju kl. 1 e. h. með guðsþjónustu í dómkirkjunni. Sr. Sveinbj. Högnason alþm. steig í stólinn og lagði út af orðum Páls postula: „þekkingin blais upp, en kœrleikurinn byggir upp“. En ræðan fjallaði um liinar stórkost- legu framfarir nútímans, sem því að- eins kæmu að haldi, að mennirnir temdu sér félagsleg samtök. Með því einu móti megnuðu þær að valda umbótum á lífskjörum þjóðanna. Að lokinni guðsþjónustu söfnuðust þingmenn saman i fundasal neðri deildar. Forsætisráðlierra las upp boðskap konungs og lýsti Alþingi sett. Bað hann þingmenn minnast fósturjarðarinnar og konungs með ferföldu húrra, og tók mestur hluti þingheimsins undir þá áskorun. Kvaddi þá forsætisráðherra aldurs forseta þingsins, Svein Ólafsson 1. þm. Sunmnýiinga til að stjórna fundi, unz kosinn væri foi’seti sam- einaðs Alþingis, en aldursforseti kvaddi til skrifára Halldór Stefáns- son t. þm. Norðmýlinga og Pétur Ottesen þm. Borgfirðinga. þá skiptust þingmenn í kjördeildir, og fór þar fram rannsókn kjörbréfa. Var kosning allra liinna nýkjörnu þingmanna samþykkt með samhljóða atkvæðum, en tveim kosningakærum vísað til kjörbréfanefndar til frekari athugunar. Kosningar innan þings. Forseti sameinaðs Alþingis var kosinn Asgeir Asgeirsson með 23 atkv. Jón þorláksson hlaut 15 atkv. og Jón Baldvinsson 4 atkv. Varaforseti sameinaðs þings var kosinn þorleifur Jónsson með 23 atkv. Magnús Guðmundsson tékk 14 atkv., en 5 seðlar voru auðir. Skrifarar sameinaðs þings voru kjörnir með hlutfallskosningu Ingólt'- ur Bjamarson og Jón A. Jónsson. í kjörbréfanefnd voru kosnir sömu- leiðis með hlutfallskosningu: Bergur Jónsson, Magnús Torfason, Sveinn Ólafsson, Magnús Guðmundsson og Pétur Magnússon. Til efri deildar voru kosnir með hlutbundnum kosningum: Einar Árnason, Guðmundur Ólafsson, Ing- var Pálmason, Magnús Torfason, Páll Herinannsson, Bjarni Snæbjörnsson, Halldór Steinsson og Jakob Möller. Jafnaðarmenn sátu hjá við kosning- una. J>á skiptust þingmenn í deildir. Forseti efri deildar var kjörinn Guðmundur Óiafsson, 1. varaforseti Ingvar Pálmason og 2. varaforseti Páll Hermannsson. Skrifarar deildar- innar: Jón Jónsson og Pétur Magn- ússon. F'orseti neðri deildar var kjörinn Jörundur Brynjólfsson, 1. varaforseti Ingólfur Bjarnarson og 2. varafotseti IJalldór Stefánsson. Skrifarar deild- arinnar: Bernliarð Stefánsson og Magnús Jónsson. Flokkaskiptingin. A Alþingi eiga nú sæti 23 Fram- sóknarmenn, 15 íhaldsmenn og 4 jafnaðarmenn. í neðri deild eiga sæti 16 Fram- sóknarmenn, 9 íhaldsmenn og 3 jafn- aðarmenn. I efri deiid eiga sæti 7 Framsóknar- menn, 6 íhaldsmenn og 1 jafnaðar- maður. Framsóknarflokkurinn er í hrein- um meirahluta í sameinuðu þingi og í neðri deild en liefir helming at- kvæða í efri deild. Fastanefndir. Fastanefndir þingsins eru þnnnig skipaðar: Efri deild: Fjárhagsnefnd. Ingvar Pálmason, Magnús Torfason, Jón þorláksson. Fjárveitinganefnd. Jón Jónsson, Páll Hermannsson, Einar Árnason, Bjarni Snæbjörnsson, Halldór Steins- son. Samgöngumálanefnd. Magnús Torfa- son, Jónas Jónsson, Haildór Steins- son. Landbúnaðarnefnd. Páll Hermanns- son, Jón Jón,sson, Pétur Magnússon. Sjávarútvegsnefnd. Ingvar Páima- son, Jónas Jónsson, Jakob Möller. Menntamálanefnd. Jónas Jónsson, Jón Jónsson, Guðrún Lárusdóttir. Allsherjarnefnd. Magnús Torfason, Einar Arnason, Pétur Magnússon. Neðri delld. Fjárhagsnefnd. Halldór Stefánsson, Bernharð Stefánsson, Steingrímur Steinþórsson, Ólafur Thors, Magnús Guðmundsson. Fjárveitinganefnd: Ingólfur Bjarnar- son, JJorleifur Jónsson, Hannes Jóns- son, Björn Kristjánsson, Jónas JJor- bergsson, Pétur Ottesen, Magnús Jóns- son. Samgöngumálanefnd. Sveinn Ólafs- son, Bergur Jónsson, Sveinbjörn Högnason, Jón A. Jónsson, Jóhann þ. Jósefsson. Landbúnaðarnefnd. Lárus Helgason, Bjarni Asgeirsson, Steingrímur Stein- þói'sson, Magnús Guðmundsson, Pétur Ottesen. Sjávarútvegsnefnd. Sveinn Ólafsson, Asgeir Ásgeirsson, Bjarni Ásgeirsson, Jóhann þ. Jósefsson, Guðbrandur ís- berg. Menntamálanefnd. Asgeir Ásgeirs- son, Bernharð Stefánsson, Halldór Stefánsson, Guðbrandur ísberg, Einar Arnórsson. Allsherjamefnd. Lárus Helgason, Bergur Jónsson, Sveinbjöm Högnason, Einar Arnórsson, Jón Ólafsson. Sameinað þing. Utanríkismálanefnd. Ásgeir Ásgeirs- son, Bjarni Ásgeirsson, Magnús Torfason, Jónas þorbergsson, Jón þorláksson, Ólafur Thors, Einar Arn- órsson. Reglur um útvarp frá Alþingi, settar af forsetum í samráði við þingflokka. 1. gr. Útvarpa skal þingsetning og þing- lausnum. þá skal og útvarpa framsöguræðu fjármálaráðherra um frv. til fjárlaga og, ef óskað er, hálfrar stundar ræð- um af hálfu annara þingflokka, enda hefir fjármálaráðherra þá og rétt til stundarfjórungs svdrræðu. 2. gr. þegar útvarpað er umræðum um þingmál, skulu þingflokkai' hafa rétt til jafnlangs ræðutíma og forsetar gefa þingmönnum færi á að taka til máls þannig, að flokkarnir skiptast á. 3. gr. Við framhald fymtu umræðu fjár- laga í neðri deild og fyrstu umræðu í efri deild mega ræður í fyrstu um- ferð vara eina stund, en síðan hálfa stund þrjár umferðir og enn aðrar þrjár stundarfjórðung. Skal þá út- varpi umræðna um fjárlög að fullu lokið. Sama gildir um útvarp um- ræðu um vantraust. það er umferð, þegar fulltrúar allra þingflokka hafa tekið til máls. 4. gr. þegar útvarpað er umræðum um önnur mál en fjárlög, skal hverjum þingflokki heimill hálfrar stundar ræðutími í fyrstu umferð, en úr því stundarfjórðungs. Ekki slcal útvarpað lengur en þrjár stundir við hverja umræðu, nema samþykki allra þingflokka komi til. 5. gr. Nú óskar þingflokkur, að umræðu verði útvarpað, og snýr þá formaður flokksins tilmælum sínum til forseta. Skal forseti þegar tilkynna það for- mönnum annara þingflokka, en þeir leita samþykkis flokks síns svo fljótt sem auðið er. Útvarpa skal umræðu þegar samþykki allra flokka kemur til. 6. gr. Nú næst ekki samkomulag milli þingflokka um útvarp umræðu, og skal forseti þá tilkynna það þeim, sem kröfuna átti. Ef þingflokkur ítrekar kröfu sína, skal umræðunni útvarpað. Réttur til útvarps án sam- þykkis annara þingflokka nær þó ekki lengra en til tveggja umræðna umfram þann flokk, sem sjaldnast hefir neytt þessa réttar. 7. gr. Dag og stund útvarpsumræðu skal tilkynna í útvarpi og á þingfundi svo fljótt sem unnt er. • 8. gr. Umræðum skal útvarpa í sömu röð og kröfur um útvarp bárust for- seta, enda sé að öðru leyti fuilnægt ákvæðum þingskapa. Forseti getur þó vikið frá þessari röð, ef sérstakar ástæður liggja til. 9. gr. Formenn þingflokka eru réttir aðil- ar gagnvart forseta og þingmönnum flokksins urn allt það, er að útvarpi umræðna lýtur. 10. gr. Forseti sker úr ágreiningi, sem verður um skilning á reglum þessum eða framkvæmd þeirra. Stjórnarfrumvörpin eru þessi: Frv. til fjárlaga fyrir árið 1932. Frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1930. Frv. um samþykkt á landsreikn- ingnum fyrir árið 1929. Frv. um brúargerðir. Frv. um ríkisbókhald og endur- skoðun. Frv. um búfjárrækt. Frv. um framlengingu á gildi laga um verðtoll. Frv. um samgöngubætur og fyrir- hleðslu á vatnasvæði JJverár og Markarfljóts. Frv. um að heimila ríkisstjórninni að flytja inn sauðfé til sláturfjár- bóta. Frv. um nýjan veg frá Lækjarbotn- um austur í Ölfus. Öll þessi frv. lágu fyrir þinginu í vetur og höfðu þá verið athuguð í nefndum. Rikisstjórnin flytur ennfremur till. um heimild til að ábyrgjast andvirði síldar, allt að 600 þús. d. kr., sem seld var til Rússlands sl. sumar og' till. viðvíkjandi dýrtíðaruppbót á laun embættis- og starfsmanna rík- isins. Ríkisstjórnin ber fram í efri deild svohljóðandi tillögu til þingsályktun- ar: „Alþingi álvktar að kjósa fjóra menn í milliþinganefnd, með hlut- fallskosningu í sameinuðu þingi, til þess að endurskoða löggjöfina um skipun Alþingis og kjördæmaskipun- ina og bera fram tillögur um. Ríkis- stjórnin skipar fimmta mann i nefnd- ina. Kostnaður við nefndina greiðist úr ríkissjóði". Jón Baldvinsson flytur breytlngar- tillögu við tillögu stjórnarinnar. Breyting sú, er J. B. fer fram á, er þessi: „I nefndinni skulu sitja 1 maður tilnefndur af stjórn Alþýðusambands Islands, 2 af miðstjórn Framsóknar- flokksins og 2 af miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins. JJað sé höfuðverk nefndarinnar að gera rökstuddar til- lögur um, hvernig bezt verði trvggt, að þingmannatala hinna ýmsu flokka á Alþingi sé jafnan í sem fyllstu samræmi við kjósendafjölda þeirra, og jafnframt um þá skipun Alþingis, að girt sé fyrir, að minni hlutinn geti borið meira hlutann of- urliði um úrslit mála eða á annan hátt óeðlilega liindrað þingstarfsemi hans. Nefndin hafi lokið störfum og skilað þeim af sér fyrir næsta reglu- legt Alþingi". Frumvörp, tillögur og íyrirspurnir irá einstökum þingmönnum og nefndum. Till. til þál. um nýjan holdsveikra- spítala og stofnun hælis handa fávit- um. Flm.: Guðrún Lárusdóttir. Frv. um br. á 1. nr. 47, 19. maí 1930, um fiskiveiðasjóðsgjald. Flm.: Bergur Jónsson. Frv. um húsnæði í Reykjavík. Flm.: Jörundur Brynjólfsson. Frv. um br. á 1. nr. 61, 14. júní 1929, um einkasölu á síld. Flm.: Vil- mundur Jónsson, Haraldur Guð- mundsson. Till. til þál. um lenging á starf- rækslutíma landsímans i kaupstöðum. Flm.: Jóh. Jj. Jósefsson, Guðbr. ís- berg, Vilm. Jónsson, Jón A. Jónsson, Har. Guðmundsson, Bernh. Stefáns- son. Frv. um br. á 1. nr. 16, 20. júní 1923 um varnir gegn kynsjúkdómum. Flm.: Halldór Steinsson og Pétur Magnússon. Till. til þál. um útvarp símskeyta. Flm.: Jón A. Jónsson. Frv. um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í sainningi milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um innheimtu meðlaga. Flutt af allshn. í ed. Frv. um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til að láta öðlast gildi alþjóðleg einkamálaréttarákvæði í samningi milli íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um hjúskap, ættleiðingu og lögráð. Flutt af allshn. í ed. Frv. um prestalcallasjóð. Flm.: Magnús Jónsson. Frv. um br. á 1. nr. 44, 10. nóv. 1913, um forðagæzlu. Flutt af landbn. nd. Till. til þál. um leyfi (lianda Art- hur Gook) til að reka útvarpsstöð. Flm.: Pétur Magnússon. Byltíng i orði og bylting í verki Ilr. Jakob Möller og fleiri af trúnaðarmönnum íhaldsins hafa nú um stund boðað byltingu á núveranda þjóðskipulagi. 0 g margir af forkólfum ílokksins hafa viljað ógnað fólki í öðrum landshlutum með því að ofbeldi skyldi framið, ef ekki yrði látið eftir óskum braskstéttarinnar f Reykjavík. Nú er tími tii kominn að gera yfirlit, í sem stytztu máli um kenningar íhaldsins og verk þess í byltingarátt. Ihaldsmenn eru hliðstæðir kom- múnistum. Kommúnistar tala sí- I felt um, að þeir ætli að brjóta niður þjóðskipulagið, láta blóð fljóta o. s. frv. Byltingartilraunir kommúnista í vestrænum löndum hafa verið álíka vesælar, eins og ■ orðin hafa verið stór og þjóðskipu laginu hvergi mein að. Sama hefir | orðið raunin á fyrir íhaldsmönn- ’ um. Þeir eru nú í þrjá' mánuði j búnir að boða ofbeldi. I fyrstu ; predikaði Jakob Möller, Valdimar | Hersir, dr. Guðbr. frá Greifs- j wald, Árni Pálsson og fleiri sams- ' konar þjóðskörungar um bylting- ■ una ýmist frá svölum íhaldshúss- j ins eða frá þinghúsinu. Upp úr því kom liðsdrátturinn að ráð- herrabústaðnum kvöld eftir kvöld, þegar dimmt vai' orðið. Eftir eina slíka heimsókn kom Jón Þorláks- son brosandi inn til fyrverandi þingmanna íhalds og socialista, sem voru þá á tveim fundum í þinghúsinu, og tilkynnti hvorum fundi fyrir sig, að ef æsingunum og ofbeldislátunum yrði haJdið áfram nokkuð enn myndi nægilega þjakað að heimilinu, til þess að ekki yrði þar verandi. Litlu síðar kom Jón Baldvinsson til sinna manna og gaf gagnstæða skýrslu. Kvað engar líkur til að ógnanir og liðsdráttur íhaldsins hefði nein áhrif í þá átt, að fram gengu stjómarskipti. Má vera að nokk- ur drengskapur og vitsmuna-mun- ur hafi verið og sé á þessum tveim Jónum. En hitt skipti líka máli, að íhaldið vildi gera bylt- ingu, ef það hefði von um sigur. En alþýðan hafði strax á fundi 14. apríl ákveðið að eiga engan þátt í skrílsupphlaupum eða hermdarverkum, sem þá var boð- in þátttaka í. Skrílsuppþot og skrílsleiðangrar þeir, sem íhaldsmenn stóðu fyrir fyrstu vikuna eftir þingrofið voru það ítrasta, sem íhaldsmenn héldu sér hag í að gera á því stigi máls- ins. Þeir voru frá upphafi lamað- ir vegna þess að ekki „kviknaði" í verkamannastéttinni. Verka- mennimir álitu það eithvað skylt því „að vinna með fjandanum‘% eins og Jón Baldvinsson hafði heppilega sagt á Skeggjastaða- fundinum, ef þeir færu að hjálpa Ólafi Thors og Vald. Hersi til þess að fá nokkurt aukið vald í þjóð- félaginu. Auk þess voru efnamenn íhaldsins alla vikuna dauðhræddir við fordæmið, sem forkólfar þeirra voru að gefa komúnistun- um, í viðleitni þeirra að skipta arði hinna ríku. Annar þáttur byltingarstarfs- ins var draugaþingið. Þar sátu umboðslausir menn og ætluðu að leika þing, þótt þeir væru ekki þingmenn. Seinast lutu foringjar íhaldsins til hins eina utan- flokksmanns í þinginu, Gunnars á Selalæk og báðu hann um hjálp. Ef hann liðsinnti ílialdinu ætluðu þeir að halda áfram þinginu. Gunnar á Selalæk lifði þá í veru- leikanum um draum Jósefs, sem sól og stjömur beygðu sig fyrir. Kveldúlfur, Alliance og sements- hjarta Jóns Þorlákssonar beygði sig í auðmýkt fyrir Gunnari og sögðu: Hjálpa þú oss af náð þinni, Gunnar. Gjör vort ólöglega þing löglegt. Gerðu heimskuóra okkar að lögum. Veit oss af náð þinni, að við megum taka 14 miljónir að láni til að halda við eyðslu vorri. Gunnar á Selalæk bænheyrði ekki. Hann virtist sem lögfræð- ingui og stjórnmálamaður hafa litið með réttmætri fyrirlitningu á hina heimskulegu bæn íhalds- ins. Hann sá hvað var lög og réttur hreint og skírt, þegar Jóh. Jóh., Einar Arnórsson og Pétur Magnússon voru eins og böm í lögum. Aldrei hefir nokkurt kommún- ista upþot endað með jafngreini- legri vesöld og eymd eins og þessi þáttur íhaldsbyltingarinnai’, nema ef vera skyldi sjálfur síðasti þátt- urinn, lýðveldisbröltið. Jón Þorláksson, Jakob Möller og lið þeirra sneri um stund reiði sinni á konung landsins, fyrir það eitt, að hann gerði beina skyldu sína. I hinni frægu ritgerð í skóla Ágústs Bjamasonar er konungur- inn nefndur „Stjáni tíkall“. Og það orð mun aðeins sýna brot af því orðbragði, sem fulloi-ðna fólkið á íhaldsheimilunum hafði í þá dag, einmitt sama fólkið, sem hefir reitt sig inn að skyrtu til að skreyta sig og híbýli sín í hvert skipti, sem þessi sami kon- ungur heimsótti landið. Þegar svo hér er komið sög- unni voru leiðtogar verkamanna búnir að sjá, eins og verkamenn sjálfir sáu strax, að þeir myndu aldrei græða neitt á félagsvinnu með „sjálfum fjandanum". Þeir vildu reyna að þvo af sér blettinn fyrir samstarf einnar viku. Leið- togar socialista bjóða nú íhaldinu upp á hreina byltingu, að reka konunginn frá völdum, stofna lýð- veldi, slíta samningnum við Dani með fullkomnu ofbeldi byltingar- innar. Menn búast við að ekki hafi mjög mikil alvara fylgt þessu tilboði. En Jón Baldvinsson vissi við hverja hann átti, að í íhaldsflokknum voru nálega allir Danir í Reykjavík og að þar var hver einasti innlimunarseggur, sem til var í bænum, allir þeir, sem, eins og Jón Þorláksson, höfðu barizt með fullkominni heift móti því að landið fengi sinn eigin fána. Jón Baldvinsson vissi, að það var óhætt að treysta mikið á þýlyndið gagnvart Danmörku, sem er ríkjandi til- finning íhaldsins í þeim efnum. Og Jóni varð að trú sinni. Hann hefir líklega ekki vitað, að ihaldið hafði látið Matthías Þórðarson fornmenjavörð skrifa konungi bak við forsætisráðherra, sendiherra og konungsritara. Enginn þessara manna fékk að vita um bréfið. En þar er konungur beðinn að koma hið snarasta heim, reka stjórn Tr. Þórhallssonar frá völd- um, viðurkenna draugaþingið, og setja íhaldsmenn í ráðuneytí. Matthías hefir ekki svarað þvi hvort hann hafi fengið bréf aftur frá Kristjáni konungi. En kon- ungur kom ekki, og neitaði þann- ið bæn íhaldsins í verki. Og Jón Þorláksson og Jakob Möller og allur þeirra fríði og frelsiselsk- andi skari neitaði boði Jóns Bald- vinssonar um samstarf að upp- reist, að setja konung frá og stofna lýðveldi. Eftir kenningum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.