Tíminn - 01.08.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.08.1930, Blaðsíða 1
^0 ©|a£bf£t! öfaMÍ66lumaí>ur QTimans rr Hannottg p o r s 11 i n » öó ttir, 3aínbanÖsij<t5inu, Srffjocft. ^tfgre&ðfo Clmans er I Samban6»l}4Sinu. (Dptn 6a$le$a 9— (21. ^ - fibtú $9$. XIV. érg. Reykjavík, 1. ágúst 1930. 44. blað. Utan ár heimi. v Austurlönd. 1 blöðunum sjást við og við fréttir um óeirðir og uppþot í löndum þeim í Asíu, er Norður- álfumenn ráða fyrir. Menn veita þessum fréttum kannske litla eftirtekt, en þó eru þama að ger- ast miklir viðburðir. — Austur- lönd eru að rísa upp gegn yfir- drottnun Norðurálfunnar. Enska skáldið Kipling segir i einu kvæði sínu: „East is East and West is West, and never the twain shall meet“. Þetta mun vera rétt að sumu leyti, en þó hugsunarháttur Austurlandaþjóða sé harðla ólíkur Evrópumanna, þá hafa þær þó getað lært af drottnurum sínum, og aukin menntun gerir þær hættulegri fyrir valdhafana. Nú ber þess að gæta, að lítil líkindi eru til þess að veruleg samvinna takizt með hinum und- irokuðu þjóðum í austurvegi. Til þess eru þær of ólíkar að þjóð- erni og trúarbrögðum. Kínverjar eru til dæmis eins frábrugðnir Aröbum og Englendingum, en báðar þjóðimar eiga sameiginlegt í því að vilja losna við enska yfir- drotnun. Evrópumenn hafa reynt að stjórna Austurlöndum á svipaðan hátt og þeir voru vanir heima, en það hefir mistekizt, því þeir hafa ekki skilið hugsunarhátt þeirra þjóða er réðu fyrir. I augum Evrópumanna er nauð- synlegt að lög og reglur setji þjóðfélagið í fastar skorður. Líf borgaranna, allt frá vöggu til grafar, er háð allskonar lögum og tilskipunum. Þeir hafa að vísu pólitiskt frelsi, atkvæðisréttinn, en hið persónulega frelsi er lítið, og fer sífellt minnkandi vegna alls- konar bannlega, sem hinar „frjálsu þjóðir“ keppast um að koma á. Hugsunarháttur austrænna þjóða ar allt öðruvísi. Þær kæra sig flestar lítið um lög og reglur. Þingstjómarhugmyndin hefir hvergi fengið þar fastar rætur. Þjóðirnar skilja bezt einveldið og tigna voldugan þjóðhöfðingja. Þessvegna var harðstjóm Rússa- keisara vinsælli hjá Asíuþjóðun- um en hin frjálslynda stjómar- aðferð Englendinga. Mikilmennum er miklu greiðara starfssvið í Asiu en í Evrópu, eins og bezt má sjá af verkum Mustafa Kem- als í Tyrklandi eða Riza Shah í Persíu. Slíkir einvaldsdrottnar væru óhugsandi í Vesturlöndum. Þótt austrænar þjóðir hirði lítt um pólitískt frelsi, þá dýrka þær þeim mun meira hið persónulega frelsi. Það eitt er frelsi í þeirra augum. Asíumaðurinn vill fá að lifa sínu daglega lífi, án þess að vera alltaf ónáðaður af lögum og reglugerðum. Hann vill vinna á þeim tímum dags, og eins lengi og honum þóknast, hann vill mega setja verzlunarskúrinn sinn þar sem hann vill á götunni, þó umferðin truflist við það, hann vill mega standa utan á járn- brautai’vögnum meðan lestin ekur, ef hann dettur niður og háls- brotnar, þá kemur það engum við nema honum sjálfum. Hann vil yfirleitt mega lifa eftir sínu höfði án þess að þurfa að taka tillit til þjóðfélagsins. Evrópumenn hafa gert mikið til þess að bæta atvinnuvegi í Aust- urlöndum, en ekki hafa þeir áunn- ið sér hylli þjóðanna með því. I Mesópótamíu eru Englendingar nú að vinna stórvirki. Þeir eru með vatnsveitingum að breyta eyði- mörkum í frjósöm akurlendi, en þó er það víst, að bændumir þar myndu heldur kjósa harð- stjórn Tyrkja en hina góðu stjórnartilhögun Englendinga. Og 1 sama má segja um fleiri þjóðir. 1 Margt af menningartækjum Norð- 1 urálfumanna er blátt áfram þyrn- ir í augum austrænna þjóða. En þróunin verður ekki stöðv- uð til lengdar. Vélamenningin og stóriðnaðurinn er líka þrátt fyrir mikla mótspymu, farinn að breið- ast út í Austurlöndum, og nú kemur nýtt atriði til sögunnar, fjárhagslegt atriði. Um langan aldur hafa iðnaðar- !| þjóðir Evrópu, einkum Englend- íj ingar, haft afarmikinn markað fyrir vörur sínar í Austurlöndum, en nú vilja hinar austrænu þjóðir sjálfar framleiða sínar vörur og útiloka vörur frá Norðurálfunni. Þetta er afarmikilvægt atriði, því sumar iðnaðargreinar Evrópu, eins og til dæmis bómullarvefn- aður, lifa mest á austrænum markaði. Hér er því kominn nýr þáttur í baráttu austurlandaþjóð- anna gegn Norðurálfumönnum. Yfirráð Norðurálfumanna í Austurlöndum hafa að nokkru leyti hvílt á siðferðislegum grundvelli. Þeir voru menntaðri, duglegri og réttlátari en frum- byggjar landanna. 1 augum margra Indverja vom Englend- ingar um langt skeið einskonar æðri verur. En nú er þessi Ijómi að fara af Evrópumönnum, og er það mest að kenna framferði þeirra í heimsstyrjöldinni. Þá kepptust menntuðustu þjóðir Norðurálfunnar um að eyðileggja hver aðra, og þeir tóku Austur- landabúa sér til aðstoðar í tor- tímingarverkinu. Allur svikavefur og illvirki styrjaldarinnar hlaut að veikja álit Evrópumaima meðal nýlenduþjóðanna. Svo komu frið- arsamningamir, og kenning Wil- sons forseta um sjálfsákvörð- unarrétt þjóðanna, og þá voru austrænu þjóðirnar ekki seinar á sér, með að koma fram með kröf- ur sínar um fullkomið sjálfstæði, og þá var erfiðari aðstaðan fyrir Evrópumenn að berjast gegn þeim kröfum. Með tillögum Wil- sons er heimsforræði Evrópu- manna og hinna hvítu þjóðflokka veitt banasárið. Hér hefir áður verið sagt nokk- uð frá baráttu Indverja og Egifta, en auk þess er mjög öflug mót- staða gegn Evrópumönnum að koma fram í Mesópótaníu, Sýr- landi, Gyðingalandi, Arabíu, Annam og fleiri nýlendum eða „verndarlöndum“ í Austurlöndum, og svo bætist við fullur fjand- skapur Kínverja, og einnig Jap- ana þó minna beri á. Völd Ev- rópumanna eru í hættu, og ef þeir eiga ekki að missa þau að fulíu, eru aðeins til tvær leiðir, sem hægt er að fara. Annaðhvort er að þeir beiti hervaldi og hafi völdum sínum við á þann hátt, eða að þeir fara samningaleiðina, og reyna með skynsamlegum til- slökunum og góðri stjóm að ávinna sér hylli þjóðanna. Þetta mun vera erfitt verk, en mikið er undir því komið fyrir heims- menninguna, að friðsamleg sam- vinna haldist milli austrænna og vestrænna þjóða. En flestar aust- rænar þjóðir eru enn á því menn- ingarstigi, að þeim mundi vera það til tjóns, ef þær fengju full- komið sjálfstæði. Þeim er enn um hríð nauðsynlegt að hlíta fori’æði Evrópumanna, ef þeim á að vegna vel. Ihaldið og landskjörid I. Þær eru margar einkennilegar greinar Morgunblaðsins frá sál- fræðilegu sjónarmiði skoðað. Einna skýrasti spegill af sálar- ástandi Ihaldsflokksins um þess- ar mundir, er grein, sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Fyrirsögn- in og byrjun greinarinnar eru uppgerðar mannalæti, byggð á fölskum grundvelli. Greinin er tvíþætt. Annar þátturinn gleið- gosaleg yfirlýsing um sigur flokksins, hinn þátturinn ákafur reiðilestur yfir stjóminni og stuðn ingsmönnum hennar. Þetta, að gleðjast og reiðast í sömu and- ránni, mnu vera mjög sjaldgæft sálfræðilegt fyrirbrigði. Væri reynandi fyrir atvinnuleysingjann frá Kleppi að láta ljós vísindanna skína á það. Hví kemur Morgunblaðið með þennan reiðilestur, einmitt um leið og það gleðst yfir „glæsi- legum sigri“. Á gleðinnar stund láta menn allar væringar liggja niðri! En það er eins og gleði Morgunbláðsins sé ekki einlæg eða eðlileg, heldur einungis láta- læti. Morgunblaðið virðist vera sér þess ofur vel meðvitandi, að úrslit kosninganna eru allt annað en sigur fyrir flokkinn. En með villandi staðhæfingum og blekk- ingum er reynt að láta úrslitin líta öðru vísi út. Þetta tekst þó ekki betur en svo, að gremjan yfir útkomunni brýst undan yfir- borðinu og setur svip sinn á greinina. Við undanfarnar kosningar hef- ir Mbl. verið blaða fljótast til að reikna út atkvæðamagn flokkanna „prósentvis“. Sýna stækkun síns eigin flokks. Hví gerir blaðið ekki slíkan samanburð nú? Greinileg- ast og ábyggilegast væri fyrir les- endur blaðsins að geta séð þessa „stórfelldu“ niðurstöðu, sem blað- ið gumar af, reiknaða út í hlut- fallstölum. Morgunbl. segir, að það sé „í fyrsta sinn, síðan kosnir hafa verið þrír landskjörsþingmenn í senn, að tveir þingmenn h afi komist að af sama lista“. Og ennfremur: „Það er einsdæmi, sem yeii; er að festa hugann við —“. Já, við skulum einmitt festa hugann dálítið við þetta atriði. Mbl. gleymir því, að nákvæmlega það sama hefði átt sér stað 1. júlí 1926, ef íhaldsmenn og frjáls- lyndir hefðu þá verið eixm og og sami flokkur eins og nú. Þeir hefðu þá komið tveim inn, en Jafnaðarmenn engum. 1. júlí 1926 voru listarnir 5. Tveir af þessum listum voru sprengilistar úr íhaldsfl., — frjálslyndi listinn og kvennalist- inn, sem óhætt má eigna þeim líka, þar sem þeir þóttust nú við þessar kosningar hafa einkarétt á öllum kvenkjósendum, af því þeir höfðu kvenmann í öðru sæti á listanum. Á þessum kvennalista 1926 var Guðrún Lárusdóttir í öðru sæti eins og á íhaldslistan- um nú, og sama fólkið hefir vafa- laust kosið hana þá og nú. Þessir tveir sprengilistar (1926) jöfnuðu atkvæðatölu hinna þriggja list- anna þannig, að einn komst að af hvorum. Þetta er nú allt „einsdæmið“, sem Morgunbl. álítur að gefi „skýrar bendingar til alþjóðar“l! „Sigur Sjálfstæðisflokksins er glæsilegur“, segir Morgunbl. Það er ekki úr vegi að athuga það nánar. Um 70% fleiri atkvæði eru greidd nú við landskjörið en 1. júlí 1926. Ef bandalagið, íhald og frjálslyndir, hefði haldið velli, ætti atkvæðamagn þeirra, einnig að hafa aukist um 70%, frá at- kvæðamagni þeirra 1. júlí 1926, en svo er ekki. Aukning íhaldsat- kvæðanna er aðeins ca. 55%. Framsóknarflokkurinn hefir aftur á móti aukið atkvæðamagn sitt yfir 115%. Hjá hverjum er þá glæsilegri sigurinn? Framsókn er eini flokkurinn, sem heldur velli við þessar kosningar, og langt fram yfir það. Við landskjörið 1. júlí 1926 áttu íhaldsmenn og co. 51% af öllum greiddum atkvæðum, nú eiga þeir aðeins 48,3%, þó hafa þeir áreiðanlega, fyrir nafn frú Guðrúnar Lárusdóttur, fengið mörg atkvæði, sem annars myndu ekki hafa lent á þann flokk. — Þetta huggar Morgunbl. sig við, að sé glæsilegur sigur!! Eg vil kalla það glæsilegan ósigur. II. í áðumefndri grein segir Mbl. að núverandi landsstjóm hafi „eyðilagt hvert þjóðnytjamálið öðru meira“, og nefnir þar til „rekstrarlán“ og „rafmagnsmál“. Þegar íhaldsflokkurinn komst í minnihluta við kjördæmakosning- arnar 1927, mun það, meðal ann- ars, hafa verið fyrir það, að alla þá tíð, sem flokkurinn sat við völd, hafði hann látið sig vel- ferðarmál sveitanna og þjóðar- innar í heild sinni htlu skifta. öll starfsemi flokksins snerist um það, að tryggja sem bezt þjóðfé- lagsaðstöðu stóreignamanna í kaupstöðum. Þau ein hagsmuna- mál, til handa sveitunum, náðu fram að ganga, í stjómartíð í haldsins, sem vom beint eða ó- beint knúin fram fyrir áhrif Framsóknar. Við ósigurinn 1927, var eins og íhaldsflokkurinn vaknaði við vondan draum. Haim var kom- inn í minnihluta og nú varð að finna upp á einhverju sem hægt væri að „slá sér upp á“, (eins og það er kallað á braskara-máli). Eftir miklar bollaleggingar út- ungaði þingflokkur íhaldsins þess- um tveim „stórmálum“, sem hann kallar, rékstrarlán og raf- magnsmál. Eins og framkom strax við umræðumar á þingi, um þéssi mál, voru þau stórum illa undirbúin frá hendi íhalds- manna og meingölluð. Frumvörp- in voru ekkert annað en „ner- vöst“ fálm, til að slá ryki í augu kjósendanna. Framsóknarflokkurinn hefir nú séð fyrir lánsþörf útvegsbanka á mikið heppilegri hátt en íhalds- menn höfðu hugsað sér. Samræmd heildarlöggjöf um raforkuveitur mun einnig koma frá Framsókn- arflokknum áðúr en langt um líð- ur. Verk Framsóknarflokksins, síð- an hann tók við stjóm landsins, sýna það bezt, að sá flokkur stendur ekki í vegi fyrir þjóð- nytjamálum. Við einu munu þó Framsókn- armennirnir í landinu reyna að spoma. Er það við framgangi íhaldsstefnunnar með þjóðinni. Þeir eru þegar á góðri leið með þetta viðnám, hvað sem feitu fyrirsagnirnar í Morgunbl. segja. 19. júlí 1930. Á. Kr. Tveir merkisprestar látnir ______ * I. Fyrir nokkru barst sú fregn hingað, að sr. Luðvig Knudsen á Breiðabólsstað í Vesturhópi væri iátinn. Sú fregn kom að vísu ekki á óvart þeim, sem vissu, að sr. Ludvig hafði á síðustu missirum þjáðst af hættulegum sjúkdómi, sem sjaldan tekst að lækna. Mér er fyrir bamsminni koma þeirra hjóna, sr. Luðvigs og frú Sigurlaugar Árnadóttur frá Höfn- um í Húnaþingi, er hann byrjaði prestskap að Þóroddsstað í Þing- eyjarsýslu. Aðkoman var nokkuð erfið, ekki síst fyrir mann eins og Knudsen, sem var alinn upp í bæ, og þekkti lítið til sveitalífs- ins. Þóroddsstaður er í sjálfu sér gæðajörð, en húsakynni voru gömui og léleg, túnið ógirt karga- þýfi og lítil aðstaða til að nota svo sem nú er hægt hinar miklu og góðu sléttu engjar. En ungu prestshjónin sættu sig við þessa erfiðleika. Þau voru full af fjöri og rómantik. Sr. Lúðvig var mað- ur fremur lítill vexti, dökkur á brún og brá, augun dökk og hvöss. Allar hreyfingar hans voru kvikar og mjúkar. Hann var fjör- maður hinn mesti, kátur, fyndinn og töluvert stríðinn, en um leið mildur og góðhjartaður og vildi leysa hvers manns vandræði. Sr. Luðvig og frú Sigurlaug fluttu með sér sumar og sólskin inn í gamla torfbæinn á> Þórodds- son og inn í afskekkta sveit, sem lítið hafði séð af rómantik og lífs- kæti. Þau voru þar nokkur ár, fluttust síðan í átthaga frú Sigur- laugar, þar sem sr. Lúðvig var prestur á tveim stöðum til dauða- dags. Eg sá sr. Luðvig aftur eftir meir en 30 ár, er hann hafði tek- ið sjúkdóm þann, er leiddi hann til bana. Hár og yfirskegg var orðið hvítt, en augun voru leiftr- andi af fjöri. Enn talaði hann með hrifningu og áhuga eins og þegar hann kom sem ungur prestur úr höfuðborginni upp í afskekta sveit. Aldur og veikindi höfðu gert hár hans hvítt, en hinn innri eldur rómantiskrar Tundar sloknaði aldrei meðan hann lifði. í endurminningu samvistarmanna lifir sr. Ludvig sem hinn ungi, æskuprúði maður. J. J. II. Séra Stefán M. Jónsson á Auð- kúlu andaðist þann 17. f. m., er þar til moldar hniginn einn af merkustu og vinsælustu prestum landsins. Séra Stefán var fæddur í Reykjavík 18. jan. 1852. Harni lauk guðfræðisprófi 1875 og vígð- ist árið eftir til Bergstaða í Svart- árdal, 1886 fékk hann Auðkúlu og sat þar til dauðadags, enda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.