Tíminn - 01.08.1930, Blaðsíða 3
TlMINN
161
Auéiýsíné
um einkasölu á útvarpstækum
Samkvæmt II. kafla útvarpslag-a nr. 62, 19. maí 1930, hefir ríkis-
stjómin ákveðið að einkasala skuli vera á útvarpstækjum. Er þá eng-
um öðrum en ríkissstjóminni eða þeim, sem hún felur það, heimilt að
flytja inn í landið útvarpstæki né verzla með þau.
Reglugerð um nánara fyrirkomulag einkasölunnar, þar á meðal,
hversu fara skuli um þau útvarpstæki, sem óseld kunna að vera hjá
tækjasölum, verður gefin út innan skamms.
í sambandi við þetta skal tækjasölum bent á, að heppilegt mundi
að þeir gefi útvarpsstjóranum sem allra fyrst nákvæma skýrslu um
það, hver útvarpstæki (sbr. 13. gr. téðra laga) þeir hafa í vörzlum sín-
um, svo og hvort þau eru eign þeirra eða þeir hafa þau í umboðssölu
fyrir erlendi a menn eða firmu.
Þetta birtist hérmeð til leiðbeiningar öllum þeim, sem hlut eiga
að máli.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 31. júlí 1980.
F. h. r.
Vigfús Einarsson
Yerkamannabústaðir
Með skírskotun til laga um verkamannabústaði er hérmeð óskað
eftir og heitið eftirfarandi verðlaunum fyrir fyrirmyndaruppdrætti að
verkamannabústöðum, bæði séi'byggingum og sambyggingum, ásamt
kostnaðaráætlun, til afnota fyrir byggingarfélög.
Húsin séu gerð úr varanlegu efni með tveggja og þriggja her-
bergja íbúðum auk eldhúss og geymslu, með venjulegum nútímaþæg-
indum og sérstökum bletti handa hverri íbúð.
1 dómnefnd hafa verið skipaðir: Georg Ólafsson bankastjóri, Guð-
jón Samúelsson húsameistari og Vilmundur Jónsson læknir.
Uppdráttunum ásamt kostnaðaráætlunum skal vera skilað til
iiúsameistara ríkisins fyrir 15. nóv. næstkomandi.
Þrenn verðlaun verða veitt:
Fyrstu verðlaun 1500 kr.
Önnur verðlaun 1000 —■
Þriðju verðlaun 500 —
Uppdrættir þeir, sem hljóta verðlaun, verða eign ríkisins. Enn-
fremur er áskilinn réttur til að kaupa þá uppdrætti sem ekki hljóta
verðlaun fyrir 100—200 kr.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá húsameistara ríkisins.
Reykjavík, 31. júlí 1930.
Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið
Landspífalinn
Þvottaráðskona getur fengið atvinnu við Landsspítalann 1.
nóv. í haust. '• ,--1
Umsóknir sendist til skrifstofu starfsrækslunefndarinnar í
Landspítalanum fyrir 15. sept. næstk.
Starfrækslunefndin.
T. W. Buch
(Iiitasmidja Bnchs)
Tietgensgade 64. Köbenhavn B.
LITIR TIL HEIMALITUNAR:
Demantssorti, hrafnsvart, kastorsorti, ParísarBorti og
allir litir, fallegir og sterkir.
Mælum með Nuralin-lit, á ull, baðmull og silki.
TIL HEIMANOTKUNAR:
Gerduft „Fermenta", eggjaduft, ávaxtadropar, soya,
matarlitir, „Sun“-skósvertan, „ökonom“-skósvertan,
sjálfvinnandi þvottaefnið „Persil“, „Henko“-blæsódinn,
„Dixin“-sápuduftið, „Ata“-skúriduftið, kryddvörur, blómi,
skilvinduolía o. fl.
Brúnspónn.
LITAVÖRUR:
Anilinlitir Catechu, blásteinn, brúnspónalitir.
GLJÁLAKK:
„Unicum“ á gólf og húsgögn. Þomar vel. Ágæt togund.
HOLLENSKT EXPORT KAFFI-SURROGAT:
Bezta tegund, hreint kaffibragð og ilmur.
Fæst alstaðar á, íslandl.
og hann ætlaði að plægja og herfa
þangað til að hann þyrfti að fara
að slá seinni sláttinn. Ræktaða
vélslæga landið er á leiðinni.
En enn eru þeir þó ofmargir
sem slá lélegu engjarnar. Enn era
þeir ofmargir, sem ekki eru bún-
ir að átta sig á breytingunni sem
er að verða og verður að verða.
En þeir verða að átta sig. Ann-
ars gengur hjól tímans yfir þá,
og skilur þá eftir sem lík —
kremur þá undir sér.
En mönnum er dálítil vorkun
þó þeir enn séu að höggva í þúf-
unum. Þeir þekkja veturinn og
vita að hann gefur ekki grið. Og
ræktaða landið er ekki komið —
það er bara á leiðinni.
Eitt af okkar gömlu máltækj-
um, sem til hefir orðið í ein-
hverjum harðleikna vetrinum,
segir að allt sé matur sem í mag-
ann komist. Þó þessi málsháttur
sé ramskakkur, og að því leyti til
undantekning frá því sem al-
mennt má segja um okkar máls-
hætti, þá er fleira matur handa
búfénu okkar en hey, en á því
hefir almenningur trauðla áttað
sig enn.
Hér á landi hefir búfénu verið
gefið hey. Þegar þrot hafa verið
á því hefir verið keyptur manna-
matur, og hann gefinn. Venju-
lega hefir það verið dregið í allra
lengstu lög, og hann því orðið
dýr og notast illa. Að fóðra fén-
að á kjarnfóðri hefir ekki tíðk-
ast, og fjöldinn heldur að það sé
allt of dýi*t. Það geti aldrei borg-
að sig. En þetta er áreiðanlega
byggt á miklum misskilningi. Það
er vafalaust að kjarnfóður gjöf
borgar sig mjög oft, og miklu
oftar en menn grunar.
Og þegar heyjaöflunin er orðin
eins dýr og raun ber vitni um, er
alveg sjálfsagt fyrir menn að at-
huga, og athuga vel hvort ekkí
borgi sig að gefa fóðurbætir. Sér-
staklega ber þá að athuga hvort
ekki borgi sig að gefa sauðfé
urbætir með beit. Til að varpa
ljósi yfir það, hafa að tilhlutun
Búnaðarfélags Islands verið gerð-
ar fóðurtilraunir með sauðfé. Þær
hafa verið gerðar veturna 1927—
29, og nú er nýlega birt skýrsla
um niðurstöður tilraunanna. Er
það 2. skýrsla Búnaðarfélags Is-
lands, og samin af Þóri Guð-
mundssyni, sem séð hefir um til-
raunirnar.
Tilraunirnar hafa verið gerðar
í Borgarfirði, á Grund, Deildar-
tungu og Hrafnkellsstöðum.
Allsstaðar hafa verið valdar
sem líkastar ær, bæði að aldri og
þyngd. Þeir hefir svo verið gefið
tómt hey með beit, og þær vegn-
ar vikulega. Síðan hefir þeim
verið skift í flokka og fóðrað
fyrst eins allar á heyi, en síðan
sumar á heyi, aðrar á meiru eða
minna af fóðurbæti.
Tímabilið áður en farið er að
breyta um á fóðrinu er kailað
undirbúningsskeið, er hefir í þess-
um tilfellum verið látið vera mán-
uður. Það á að sýna hvort með-
alærnar í flokkunum eru eins. I
þessum tilraunum virðist svo
hafa verið. Reyndir hafa verið
misstórir skamtar af síldarmjöli
og rúgmjöli, bæði með heygjöf
og beit og með beit eingöngu.
Síldarmjöhð hefir reynst ágæt-
lega, og hefir það sýnt sig að
með 1 kg. af síldarmjöli mátfi
með beit spara 8 kg. og jafnvel
meira af heyi. Kg. af síldarmjöli
kostar um 30 aura.
Við byrjun Hrafnkellsstaðatil-
raunanna viktuðu æmar 44,6
kg. Þeim var fyrst gefið hey með
beitinni og fengu ð,4 kg. hey
hver. Með þeirri heygjöf smá-
léttust þær í mann mánuð sem
undirbúningsskeiðið stóð yfir nið-
ur 1 43,4 kg. eða um 1,2 kg. til
jafnaðar. Allar æmar léttust og
yfirleitt mjög jafnt i báðum
flokkum.
Nú var breytt til, annar flokk-
urinn fékk áfram hey, en hinn
fékk eingöngu síldannjöl með
beitinni, og fékk hver ær 0,47
kg. eða það voru hafðar 21 ær
um kg. Á næsta mánuði þyngd-
ust síldarmjöls-ærnar og kom'ust
upp í 45 kg. meðalþyngd en hin-
ar stóðu þá nokkuð í stað.
Þann mánuð fengu hey-æmar
252 kg. hey en síldarmjöls-æmar
31,6 kg. síldarmjöl. Með 80 aura
verði á kg. hefir síldarmjölið
kostað 9,38 en heyið sem hey-
ærnar fengu, sé kg. út úr tóft
reiknað á 5 aura, 12,60. Muninn
sjá allir, og þó voru síldarmjöls-
ærnar mikið betur fóðraðar, og
má sannarlega taka það með í
reikninginn.
Það yrði alt of langt mál, í
stuttri blaðagrein, að fara að
skýra frá hverri tilraun fyrir sig,
en menn ættu að fá sér skýrsluna
og lesa hana vel. Ekki eins og
sagt er að sá vondi lesi biblíuna,
eða sumir þeir sem heitastir eru
innvortis lesi andstæðingablöðin,
heldur með eftirtekt og gát.
Þá munu þeir sannfærast um
það, að það er hyggileg breytni
hjá bóndanum, að kaupa heldur
síldarmjöl fyrir kaupamanns-
kaupið, en taka kaupamann til
að berja ónytj ar engjaberjur, þau
árin, sem hann þarf að bíða eftir
ræktuninni, sem vitanlega er á
leiðinni.
Eða er hún ekki komin af stað
hjá þér sem þetta les?
Sé svo ekki, er mál komið að
fara að leggja á.
Páll Zophoniasson.
-----o----
Raf magnsef ti r I i t
ríkisins
Atvinnumálaráðherra hefir þ.
18. júní sett bráðabirgðareglu-
gjörð um eftirlit með raforku-
virkjun og er samkvæmt henni
skylt að tilkynna atvinnumála-
ráðuneytinu öll raforkuver og
raforkuveitur, sem framleiða og
flytja raforku með hærri spennu
en 20 voltum til heimilisþarfa,
iðnaðar og annarar notkunar. Um
tilkynningarskyldu segir nánar í
4., 6. og 7. grein:
4. grein (Um samveitur).
Sá, sem hefir forstöðu eða
f ramkvæmdarstj órn raf orkuvers
og rafveitu skal tilkynna þau
samkv. 1. gr., en eigandi eða
eigendur bera ábyrgð á, að til-
kynnt sé.
6. grein (Um einkastöðvar)
Nu kemur einstakur maður eða
einstakir menn sér upp raforku-
veri og raforkuvirkjum og noffá
innan takmarka húseigna sinna
og jarðeigna, og skal þá þeim
raforkuvirkjara, sem ábyrgð hef-
ir og yfirumsjón með uppsetn-
ingu þeirra, skylt að tilkynna þau
samkvæmt 1. grein jafnskjótt og
þau eru fullgjörð eða tekin í
notkun.
7. grein.
Raforkuver og raforkuvirki,
sem ræðir um í 6. gr. og til eru
þegar reglúgjörð þessi gengur í
gildi, skal eigandi eða eigendur
þeirra tilkynna samkv. 1. grein.
Sektir allt að þúsund krónum
liggja við broti á reglugjörðinni.
Samkvæmt augl. í Lögbirtinga-
blaðinu hefir atvinnumálaráðu-
neytið jafnramt falið Jakobi
Gíslasyni, verkfræðing, Þing-
holtsstræti 28, eftirlit með raf-
orkuvirkjun um land allt. Til-
kynningar um raforkuver og
rafveitur bera að senda til hans,
og fást hjá honum eyðublöð und-
ir þær.
-----o----
Fertugsaímæli á í dag Jón þóröar-
son prentari í Acta, er hann í öllu
prýði sinnar stéttar. Hæfur verk-
inaður, samvizkusamur og maður,
sem ekki vill vanam sitt vita. þeir
sem liafa haft samvinnu við hann i
prentsmiðjunni óska lionum langra
lífdaga og allra heilla.
-----o----
Tapast hefir
rauðblesóttur hestur, 7—8 vetra,
fremur lítill, mark heilrifað bæði.
Var til fóðurs í Sigtúnum. Horfið
þaðan seint í maímánuði. Hver
sem hefir orðið, eða verður var
hestsins, er beðinn að gjöra að-
vart í síma nr. 33 eða 1280 í
Reykjavík.
Hverjir sigruðu?
Allir flokkarnir þykjast hafa
unnið við landskjörið, og er það
gott, að menn séu ánægðir. En
sannleikurinn er sagna beztur.
Við kosningarnar 23. okt. 1926
fengu íhaldsmenn 1574 atkvæðum
meira en Framsóknarmenn og
Jafnaðarmenn til samans, en við
kosningarnar 15. júní í sumar
fékk Ihaldsflokkurinn 807 atkv.
minna en stjómarflokkarnir. Frá
því að hafa öruggan meiri hluta
1926 eru íhaldsmenn nú komnir
í greinilegan minni hluta, og þó
er það aðeins eldra fólkið, sem
kaus, og þar á íhaldið sinn aðal-
styrk. Allir geta séð hvert
straumurinn stefnir. Hann er í
áttina til Framsóknar. Við næstu
kjördæmakosningar tapa Ihalds-
menn að minnsta kosti þremur
þingsætum. Landskosningamar í
sumar voru líkhringing yfir
íhaldinu. Náklukkan hringir það
til grafar, og rís aldrei að eilífu
upp aftur. S.
----o-----
Fréttir
Tryggvi pórhallsson forsætisráö-
herra er nýfarinn til Norðurlands.
Ætlar hann meðal annars að vígja
nýju brúna á Skjálfandafljóti.
Jarðarför Klemensar Jónssonar og
Guðrúnar svstur hans, fór fram sið-
astliðinn þriðjudag, að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Hjónaband. í fyrrakvöld voru gefin
saman í hjónahand norður á Akur-
eyri ungfrú Maria Skúladóttir Thor-
oddsen og Ilaraldur Jónsson (Ibsen)
læknir á Breiðumýri.
Dánarfregn. — Um mánaðamótin
april og maí s. 1. andaðist í Shan-
navon í Canada Sigurvin Sigurðsson
frá Hálsi í Köldukinn, háaldraður
maður. Hann var sonarsonur Krist-
jáns Jónssonar á Illugastöðum í
Fnjóskadal, sem mörgum er kunnur.
Sigurvin hafði dvalið þar vestra í
meir en 40 ár. Hann hafði ákveðið
að hverfa aítur lieim til íslands á
þessu vori, og var farinn að búa sig
til heimferðar. Heilsuveill liafði hann
verið tvö síðustu ár æfi sinnar og
fýsti því að komast heim, er hann
sá að hverju dró, en varð nú frem-
ur siðbúinn. Sigurvin var greindur
vel og athuguli, en jafnan dulur í
skapi og lét þvi lítt á sér bera. Eins
og títt er, um eldri menn þar vestra
bar hann ætið hlýjan hug til lands
síns; getur varla hreinni og fölskva-
minni ættjarðarástar en býr í brjóst-
um margra þeirra, þó vonin um að
sjá landið sitt aftur bregðist oft á
svipaðan hátt og hér varð. Leiði
þeirra eru dreifð um sléttur og skóga !
Vesturálfunnar, — flest gleymd og ,
týnd, en víst er það að duglegri og í
drengilegri menn hafa sjaldan starf- *
að i nýju álfunni vestan við At-
lantzhaf.
Söngkennslubók. Á síðastliðnu ári
kom út að tilhlutun fræðslumála-
stjórnar I. hefti söngkennslubókar
fyrir barna- og alþýðuskóla. Vinna
að samningu bókarinnar þeir Aðal-
steinn Eiríksson, Friðrik Bjai’nason,
Páll ísólfsson og þórður Kristleifsson.
Nú er i prentun II. hefti þessarar
bókar, allmiklu þyngra en hið I., og
eru í því 50 skólasöngvar. Hefti þetta
verður komið út fyrir næsta skólnár
og er nauðsynlegt að gera pantanir
í tíma.
----O------
Glámsrímur eftir Sigfús Sig-
fússon frá Eyvindará hafa Tím-
anum borizt til umsagnar. Rím-
urnar eru ortar 1912, en gefnar
út 1930 og eru því 18 ára gamlar,
er höf lætur þær koma fyrir al-
menningssj ónir. Á þeim tíma hef-
ir höf. unnið mjög merkilegt starf
með því að safna og bjarga frá
glötun eigi litlum hluta af þjóð-
sagnaauði íslenszku þjóðarinnar,
en rímumar hefir hann sjálfsagt
fremur ort sér til dægrastyttingar
en í þeirri trú, að þær hefðu bók-
menntalegt gildi.