Tíminn - 06.09.1930, Qupperneq 1

Tíminn - 06.09.1930, Qupperneq 1
^ ^taíbfcti 04 afgt«5sluma6ur C (m an« cr Hannotlg £>orsicin»6ótHr, SamíxuiösljástaM, HrffjauiL S^fgretbsía Clmans er í Sambon&sfyúsinu. <Ðptn öagiefta 9—\2 - &BÚ <©$. XIV. ftrff. Reykjavík, 6. september 1930. 51. blað. Tvenn góðæri 1. Nýlega eru út komnar frá hag- stofunni verzlunarskýrslur fyrir árið 1928. Með skýrslum þess árs hefir hagstofan látið prenta yfir- lit um innfluttar og útfluttar vör- ur síðustu 28 ára, þ. e. síðan um aldamót. Skýrslur þessar fela í sér vísindalega sönnum ýmsra merkilegra staðreynda og eru því harla eftirtektarverðar. Gefa þær ríkulegt tilefni til ýmsra athugana og ályktana viðvíkjandi þjóðar- búskapnum síðustu árin. Hagskýrslurnar sýna, að síðan ófriðnum lauk, hafa tvö ár verið atvinnuvegunum langsamlega hag- stæðust, árið 1924 og árið 1928. Árið 1924 voru fluttar út: hafa verið stórauknir að húsa- kynnum og viðunanleg skilyrði sköpuð fyrir verklega fræðslu bændaefnanna. Á þessu sumri hefir starfræksla verið hafin í nýbyggðri síldarverksmiðju ríkis- ins á Siglufirði, sem á að forða síldai’útveginum frá okurkjörum útlendra fjárgróðamanna og sjá bændum landsins fyrir fóðui'bæti með viðunanda verði. En jafnhliða þessari stórfelldu aukningu á varanlegum verðmæt- um hins opinbera hefir atvinnu- vegunum sjálfum tekizt að leggja grundvöll að betri framtíðarskil- yrðum en áður. Einkum hefir að- staða landbúnaðarins stórbatnað á síðasta kjörtímabili. Jarðabætur í sveitum landsins voru sjö sinnum meiri á árinu 1928 en á árinu 1924. Frystihús hafa verið byggð á öllum aðal kjötútflutningshöfn- Sjávarafurðir fyrir.......................71 milj. 960 þús. kr. Landafurðir fyrir........................ 13 milj. 195 þús. — Afurðir af hlunnindum og veiðiskap fyrir.......... 585 þús. ___ Iðnaðarvörur fyrir.................................50 þús. Ýmislegt fyrir.................................... 520 þús. — Útfluttar vörur alls 86 milj. 310 þús. kr. Árið 1928 voru útfluttar: Sjávarafurðir fyrir.........................70 milj. 634 þús. kr. Landaíurðir fyrir............................8 milj. 599 þús. — Afurðir af hlunnindum og veiðiskap fyrir.............448 bús _____ lonaoai>vorur‘ fynr ............- Ýmislegt fyrir.......................................313 þús. — Útfluttar vörur alls 80 milj. 6 þús. kr. Árið 1924 námu innfluttar vör- ur 63 milj. 781 þús. kr. og árið 1928 64 milj. 394 þús. kr. Mismunurinn á verði útfluttra og innfluttra vara er því: Árið 1924 kr. 22 milj. 529 þús. — 1928 kr. 15 milj. 612 þús. n. Það er eftirtektarvert um- hugsunarefni, hver afleiðingin hefir orðið fyrir þjóðarbúskapinn af þessum tveim óvenjulegu velti- árum, árinu 1924 og árinu 1928. Það er sérstaklega eftirtektar- vert af því, að árin eru sitt á hvoru kjörtímabili. Það kom í hlut íhaldsstjómarinnar að ráða afleiðingunum af góðærinu 1924. En eftir góðærið 1928 hefir Fram- sóknarflokkurinn farið með völdin í landinu. Og það er sannarlega enginn vandi að gjöra samanburð á árangri þessara tveggja góðæra. Góðærið 1298 hefir látið eftir sig varanleg merki í íslenzka þj óðarbúskapnum. Þjóðin öll hefir notið ávaxtanna af arðsömu starfi. Aldrei hefir verið eins mikið um opinberar framkvæmdir í landinu og nú á allra síðustu ár- um. Aldrei hafa verið lagðir eins miklir vegir, aldrei jafn margar brýr byggðar og á þessu kjör- tímabili. Á tveim árum er orðinn akfær vegur frá Reykjavík alla leið norður í Þingeyjarsýslu. Sunnlendingar hafa eignast fyrir- myndar alþýðuskóla, og aðrir tveir eru reistir í sumar í Borg- arfirði og í Húnavatnssýslu. Rík- ið hefir eignast vandað skip til landhelgisgæzlu og annað til strandferða. Stórhýsi hefir verið reist yfir opinberar skrifstofur í höfuðstaðnum. Búnaðarskólamir um norðanlands og austan. Þrjú nýtízku mjólkurbú hafa verið byggð, eitt norðanlands og tvö á suðurláglendinu. — Endurreisn sveitabæjanna úr varanlegu efni er hafin í stórum stíl í öllum hér- öðum landsins. Nýtízkuverkfær- um og vélum til jarðræktar og heyvixmu fjölgar óðfluga og með hagkvæmu fyrirkomulagi og að- stoð hins opinbera hefir bændum verið gjörð möguleg notkun til- búins áburðar, með þeim glæsi- lega árangri, að áburðamotkunin þrefaldast á einu ári. Og loks hafa bændumir á þessu síðasta kjör- tímabili, fengið sína sérstöku lánsstofnun, Búnaðarbankann, fyrir atbeina Framsóknarflokks- ins. Þrátt fyrir hinar stórfelldu op- inberu framkvæmdir var tekjuaf- gangur ríkissjóðs 700 þús. kr. ár- ið 1928 og hátt á aðra miljón ár- ið 1929. Slíkur er árangur síðara góðær- isins fyrir íslenzku þjóðina. in. En árangur hins fyrra góðæris- ins varð allur annar. Veltiárið 1924 skapaði ekki verðmæti í landinu svo að neinu verulegu nemi. Og ekki nóg með það. Góð- ærið breyttist í illæri, sem endaði með stórfelldri kreppu atvinnu- vegana og miljóna tekjuhalla á árunum 1926 og 1927. Eftirtektarverður er hann, þessi samanburður. Af hverju gat ekki góðærið 1924 borið &- vöxt í höndum íhaldsstjómarinn- ar eins og hið síðara góðærið hefir gjört nú undir forsjá Fram- sóknarflokksins. Ekki af því, að hið síðara góð- ærið bæri af hinu fyrra. Þvert á móti. Árið 1924 var verðmunur- inn á útfluttri og innfluttri fram- leiðslu ca. 221/2 milj.; árið 1928 var hann ca. 15i/2 milj, eftir því sem hagskýrslumar segja. Nei, það var af því að íhalds- stjómin notaði afrakstur góðær- isins til þess að reka þá mestu fjárglæfrapólitík, sem nokkum- tíma hefir þekkst á íslandi. Hún notaði gróða ríkissjóðs og at- vinnuveganna til þess að gjör- breyta verðgildi íslenzkra pen- inga. Ilún notaði það til þess að hækka gildi íslenzku krónunnar úr 57 aurum upp í 82 aura. Jón Þorláksson, hinn nafntogaði heili heilanna, á heiðurinn af því að hafa dregið 25 aura af hverri einustu krónu, sem bóndixm fékk fyrir kjötið og sjómaðurinn fyrir fiskinn í góðærinu 1924 og að hafa bætt 25 aurum við hverja krónu, sem þeir hinir sömu at- vinnurekendur skulduðu, þegar náttúran gaf þeim þetta dæma- lausa góðæri. IV. Það vom kosningamar 7. júlí 1927, sem úrslitunum réðu um hinn stórfellda mismun á árangri góðæranna 1924 og 1928. Ef íhaldsmenn hefðu uixnið síð- ustu kosningar, myndi gengis- hækkunarstefna Jóns Þorláksson- ar hafa ráðið áfram í landinu. Það er enginn vafi á því, að í- haldsflokkurinn hefði notað góð- ærið 1928 til þess að hækka krónuna úr 82 aurum upp í gull- w i l .3 • Það er alveg vafalaust, að Jón Þorláksson hefði neytt hins hag- stæða verzlunarjöfnuðar í síðara góðærinu, til þess, að taka 18 aura af hverri krónu, sem íslenzkir framleiðendur fengu fyrir afurð- ir sínar árið 1928 og hækka skuldir atvinuvegaima um jafn- max-ga aura, hverja einustu krónu. Fyrir það fé, sem forgörðum fór til þess að framkvæma geng- ishækkunarfávizku Jóns Þorláks- sonar, hefði mátt byggja marga tugi stórbrúa og leggja hundruð kilómetra af akfærum vegum um byggðir landsins. V. Við eigum því að venjast, ls- lendingar, að góðæri og illæri skiptist á. Og það er ekki síður áríðandi, að landinu sé vel stjóm- að í góðæri en illæri. Því að það eru einmitt góðu árin, sem eiga að leggja grundvöllinn undir efna- legri og menningarlegri afkomu og allri framtíð þjóðarinnar. I lok hvers góðæris er ástæða til að spyrja, hver muni verða á- rangurixm af næsta góðæri. En spurningin um það er alveg sama og spumingin um, hverjir þá muni fara með völdin í land- inu. Verða það mexm, sem hafa vit og dug til að nota gróða veltiár- anna til að auka eignir ríkisins og gjöra landið betra og byggi- legra? Eða verða það menn, sem halda áfram hinni ömurlegu fjárglæfra- pólitík frá stjórnarárum íhalds- flokksins? -----e---- Einai’ Árnason fjármálaráð- herra kom heim í gærkveldi land- veg norðan úr Eyjafirði, þar sem hann hefir dvalið um hálfs mán- aðar tíma. TJtan ár heimi. Verzlmtarfloti nútímans. Við upphaf ófriðarins mikla voru vöruflutninga- og farþega- skip, sem þá voru til í heiminum talin samtals um 49 milj. brúttó- smálesta að stærð. Enski flotinn var þá langstærstur, en auk þess smíðuðu Englendingar aragrúa skipa fyrir aðrar þjóðir. Á árun- um 1911—13 voru 3/5 hlutar allra nýrra skipa smíðaðir í Englandi. En kafbátarnir og tundurduflin hjuggu stórt skarð í verzlunar- flota flestra landa. Samanlagt burðarmagn skipa, sem fórust af völdum styrjaldarinnar er talin 14,8 milj. brúttósmálesta, eða langt til þriðjungur þeirra skipa, sem til voru fyrir stríð. Ófriðar- þjóðiraar, sem mikið þurftu á flutningum að halda, lögðu hart á sig til að bæta tjónið jafnharð- an með því að byggja ný skip í skarðið. Lang mest var skipa- smíðin í Bandaríkjunum, einkum eftir að þau lentu í ófriðnum, því að mikils þurfti við til að flytja herinn yfir Atlantshaf. En eyði- leggingin var þó stórum örari en viðbótin. Eftir stríðið kom það í ljós, að mjög mikið af nýsmíðuðu skip- unum var ónothæft til frambúð- ar. Skipunum hafði verið hroðað af í.flýti til að bæta úr brýnustu geisaði upp á líf og dauða. Banda- ríkin létu m. a. byggja 2 milj. smál. tréskipa, sem enginn lítur við nú, og aldrei verða sett á flot framar. Næstu árin eftir ófriðinn var tekið til óspiltra málanna, að bæta upp það, sem eyðilagst hafði. Englendingar urðu þá fljótlega aftur mikilvirkastir í skipasmíði. Um Bandaríkin gegndi öðru máli. Þar var byggður li/2 milj. smál. skipastóll árin 1916—18 og 2l/2 milj. smál. árin 1919—21. En árin 1922—24 var viðbótin ekki nema 144 þús. smál. En á sama tíma (1922—24) byggðu Englendingar rúml. 1 milj. smálesta. Við athugun kemur það í ljós, að verzlunarflotamir hafa vaxið of ört eftir stríðið í hlutfalli við flutningaþörfina. Einkum átti þetta sér stað fyrstu árin eftir að ófriðnum lauk, enda var fram- leiðsla lömuð og viðskifti milli landa lengi að færast í það horf, sem verið hafði 1914. AJlur verzl- Á víðavangi. Ótti íhaldsins. Það er sýnilegt á öllum sólar- merkjum, að íhaldsmenn íReykja- vík eru orðnir ónotalega hræddir um, að árásir Mbl. á lánstraust landsins séu farnar að vekja meiri athygli hjá almenningi en hollt muni vera fyrir framtíð flokksins. Hefir sá ótti mjög magnast, er einum af bæjarfull- trúum íhaldsins varð það á, að dylgja um einhverjar miður hag- stæðar „upplýsingar“, sem erlend- um fjármáJamönnum hefðu verið gefnar héðan úr Reykjavík um fjárhag landsins. ókvæðisorð Mbl. um Hermann lögreglustjóra gefa bendingu um, að íhaldinu finnist, að það hafi leikið sér fullmikið að eldinum og gómarnir muni unarfloti heimsins er nú um 68 milj. smái. eða þriðjungi stærri en hann var fyrir stríðið. Hins- vegar gjörir lítið betur en að heimsverzlunin hafi náð þeim vexti, sem hún hafði á þeim tíma. Þannig er auðsætt ósam- ræmi. En hin öra skipasmíði hefir átt sér stað af tveim orsökum að- allega. Of mikilli bjartsýni á aukning framleiðslu og viðskifta og nýbreytni í útbúnaði skipa, sem gjörir það að verkum, að eldri skipin verða aftur úr í sam- keppninni. Mótorvélar ryðja sér til rúms með sívaxanda hraða. Meira en helmingur allra skipa, sem nú eru byggð í heiminum, eru mótorskip, þar á meðal flest þau, sem notuð eru til að flytja olíu. Fyrir stríð stóðu Þjóðverjar Englendingum næst í skipasmíði. En í stríðslokin var ailur þýzki verzlunarflotinn upptækur gjörr og afhentur bandamönnum, sem endurgjald fyrir það tjón, sem kafbátahemaður Þjóðverja hafði valdið. Þýzka ríkið greiddi eig- endum sldpanna skaðabætur fyrir missi skipanna, og tóku þeir þá til óspilltra málanna að koma sér upp nýjum skipum. Er þýzki verzlunarflotinn nú svo að segja jafn stór og hann var fyrir stríð og í Þýzkalandi eru nú aftur flest skip smíðuð, næst Englandi. Til að gefa hugmynd um hvar flest skip eru smíðuð, er eftir- ingu eftir íöndum árið 1929: England...... 1523 þús. smál. Þýzkaland .. . . 249 — — Holland....... 187 — — Japan........ 164 — — Bandaríkin .. .. 126 — — Danmörk...... 111 — — Svíþjóð .. .... 107 — — Frakkland .... 82 — — Ítalía........ 71 — — önnur lönd .. .. 173 — — Samtals 2793 þús. smál. Til samanburðar við heildar- smálestatölur skipaflotanna má geta þess, að stærstu farþega- skipin hér við land eru um 2000 smál., ameríska ferðamannaskip- ið Montcalm, sem Vestur-lslend- ingar komu á í vor, er 17 þús. smál., enska herskipið Rodney 35 þús. smál. og þýzka skipið Eu- ropa, sem er stærsta skip heims- ins, 75 þús. smál. brenna við næstu kosningar. En fróðlegt er að vita, hvað þeir herrar Jón Þorláksson og Knud Zimsen, sem báðir fóru utan með Drottningunni, nú láta hafa eftir sér í erlendum blöðum. Tíu manna maki. Mbl. nær ekki upp í nefið á sér af vonzku út af því, að danskt blað skuli hafa eftir Kaaber bankastjóra þau ummæli, að Jón- as Jónsson ráðherra sé tíu manna jafnoki til vinnu. Þó er þetta ekk- ert annað en íhaldsmenn sjálfir hafa þrástagast á árum saman. Hér skal nefnt eitt dæmi. Ihalds- flokkurinn hefir talið Jónas lækni á Sauðárkróki einn sinn mesta afreksmann, settu hann t. d. í 1. sæti á landslista haustið 1926. En þessi höfuðberserkur íhaldsins gjörði fyrir nokkrum árum þann

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.