Tíminn - 06.09.1930, Side 2

Tíminn - 06.09.1930, Side 2
186 TlMINN samanburð á sér og nafna sínum, að hann sjálfur væri dvergur en nafni sinn risi. Myndi það þá of- mælt, að J. J. sé jafnoki tíu Morgunblaðsritstjóra eða annara óbreyttra íhaldsmanna, sem minni eru fyrir sér en garpurinn á Sauðárkróki ? Valtýr í vígahug. Ekki er annað sýnna en Valtýr „fjólupabbi" ætli sér að skora Stauning forsætisráðherra Dana á hólm út af því að Stauning vildi ekki skjóta skjólshúsi yfir Helga Tómasson í geðveikrahælinu í Or- inge. Morgunblaðið er eins og all- ir vita, alið upp á sveit í Dan- mörku. Sjaldan launa kálfar of- eldi. M. G. og jarðræktarlögin. Síðan j arðræktarlögin náðu al- j þjóðarhylli og komið hefir í ljós | sú stórfellda auking ræktimarinn- ar, sem þau hafa í för með sér, hafa íhaldsmenn streitst við að eigna sér þau að meira eða minna leyti. En sannleikurinn um upp- haf jarðræktarlaganna er sá, að þau voru undirbúin og frv. samið af stjóm Búnaðarfélags Islands, en Búnaðarfélagið neytti áhrifa sinna til að koma því fram á Al- þingi og hafði til þess stuðning Framsóknarflokksins. Stjóm Bun- aðarfélagsins, sem bjó jarð- ræktarlögin í hendur þinginu, var skipuð þrem mönnum, þeim Hall- grími heitnum Kristinssyni, Sig- urði Sigurðssyni búnaðarmála- stjóra og Magnúsi Guðmundssyni. Þannig voru í stjóminni tveir Framsóknarmenn og einn íhalds- maðm'. Það eina atriði, sem M. G. beitti sér fyrir í stjóminni, var það að koma inn í lögin hinu ill- ræmda frádráttarákvæði. Vildi M. G. láta draga frá jarðabótum hvers bónda ákveðna dagsverka- tölu, sem enginn styrkur yrði greiddur fyrir. En slíkt ákvæði hlaut auðvitað að verða til þess miklar framkvæmdir í einu, öllum jarðabótastyrk. Um þessa hlut- deild M. G. í undirbúningi frum- varpsins gaf Sigurður Sigurðsson opinberlega yfirlýsingu á Bún- aðarþinginu 1927. Mikils þurfa þeir við, íhaldsmenn, þegar Mbl. grípur til þess að kalla M. G. „höfund jarðræktarlaganna"! „Margt er skrítið í harmonium“! 1 dagblaðinu Vísi birtist 8. ágúst síðastliðinn eftirfarandi greinarstúfur: „... Ekkert er hættulegra heldur en trúin á sérfræðinga. það er nú svo, að þeir skipa fyrir um allt á fræðisviði sínu, og ef almenn skyn- semi ætlar að láta til sín heyra, er munni hennar fljótt lokað með því, að segja henni, að hún hafi ekkert vit á þessu. Sannleikurinn er reynd- ar sá, að sérfræðingar eru orðnir svo gjörblindaðir fyrir öllu nema því, sem þeir fást við, að þeim finnst þeirra svið vera veraldamafli, sem allt skuli snúast um, og tekst því aldrei að koma því í rétt samfœmi eða hlutfall við umheiminn og skilja aldrei að allt á að þjóna öllu, en elcki allt einu. það verður því að fara var- lega i að hafa þá í ráðum. það má nota þá sem orðabækur til þess að slá upp i, en almenn skynsemi vcrður síðan að felia endanlegan og sjálf- stæðan dóm um hvað gera skuli, annars fer allt óhönduglega . . Er það margra maima mál, að hér hafi Vísi óvart ratast satt á munn. Eru þessi ummæli verðug- ur eftirmáli eftir skrif 3?éturs Benediktssonar um Klepps- hneykslið í vor. „Kynlegir kvistir“. I danska blaðinu „Jjdlands- I>osten“ stendur þessi skemmti- lega klausa, rituð af einhverjum Dana, sem sýnilega hefir dvalið um tíma hér á landi: „Stundum er maður svo óheppinn hér (þ. e. á íslandi) að rekast á upp- skafninga, sem koma ónotalega við tilfinningar okkar Dana: Menn, sem fæddir eru af dönskum foreldrum, en bólgnir af fávíslegum þjóðei-nis- rembingi og brennheitir „Islending- ar“.“ Sjálfsagt kannast margir við lýsinguna. Þessir „kynlegu kvist- ir“ af danskri rót, í íslenaku stjórnmálalífi koma ekki síður óþægilega við tilfinningar Islend- inga en Dana. En hvað ætli aum- ingja ólafur Thors segi um þessa kveðju frá föðurlandinu ? Banamenn íslandsbanka. Tvær vesælar afsökunargreinar hafa birtst í Mbl. þessa viku. Kemur íhaldsflokknum sýnilega ÍJla, að flett hefir verið ofan af runu siui v aavwua ixcuiueuu jiíiuö gagnvart ríkinu, og tilraunum til lánstraustspjalla og eyðileggingar á peningastofnun bændanna. I vórn sinni talar Mbl. mest um „manninn með sveðjuna“, sem sálgað hafi Islandsbanka. En vel vita þeir það, ritstjórar Mbl., hverjir eru hinir einu sönnu bana- menn íslandsbanka. Fyrsti bana- maðurinn er Tofte, sá nafntogaði, útlendi bankastjóri, sem stjórnaði bankanum álíka vel og Magnús Guðmundsson stjórnaði fjár- málum landsins um sama leyti. Annar banamaðurinn er Jón Þor- láksson, sem hafði af bankanum margar miljónir með gengisbraski sínu. En þriðji og síðasti bana- maðurinn er „sjálfstæðishetjan“, Sigurður Eggerz, sem með fávís- legum fjandskap gegn Dönum, eyðilagði síðustu tiltrú bankans í Danmörku, þar sem aðalviðskipta- sambönd hans voru. Þessir menn eru það, sem mest hafa gengið fram í því að murka lífið úr Is- landsbanka, hver með sína „sveðj- una“. Hark nokkurt gerðu hinir öfgafyllri úr hóp sósíalista á Siglufirði út af kaupi símavinnumanna þar. Hótuðu jafnvel í símskeyti til atvinnu- málaráðhen'a að stöðva vinnu í síldarbræðslu ríkisins þegar, ef ríkisstjómin léti ekki þegar hækka kaupið. Engu var breytt um kaupgreiðsluna, en hinir gætn- ari menn innan verkamannafé- lagsskaparins hindruðu flan hinna öfgafullu og varð ekkert úr til- raununum að stöðva verksmiðj- una. Austfirðingar eiga von á góðri sendingu inn- an stundar. Árni Ameríkufari, sem hefir nú fyrir alllöngu verið látinn hætta ritstjóm Morgun- blaðsins með þeim ósköpum, að ekki einu sinni er sagt frá því í blaðinu þegar nafn hans sem rit- stjóra er strikað út. — Þessi sami Árni er nú að búa ferð sína aust- ur á Seyðisfjörð til nýiTar blað- útgáfu þar. Er látið mikið af hve reykvískir kaupmenn hafi lofað Árna miklum auglýsingum til styrktar þessu fyrirtæki og til samskota hefir verið stofnað hér í bæ meðal hinna æstustu íhalds- manna, enda er búist við því, ekki að ástæðulausu, að þessi út- gerð Árna, eins og sumar aðrar, verði nokkuð kostnaðarmikil. Ríf- legur skerfur er talið að hafi komið frá þeim þingmanni íhalds- ins, sem haft hefir drjúgar tekjur cLL uctnaujuuiii uy emi er tcinu au ekki muni sumir fyi*verandi við- skiftamenn Islandsbanka á Seyð- isfirði láta hjá líða að miðla hinu nýja blaði nokkru af því, sem þeim hefir láðst að borga upp í miljónaskuldimar við út- búið. Fullar fréttir eru ekki komnar af því hvort Ámi muni eiga að taka við Hænunni hans Sigurðar Arngrímssonar, eða hitt þykir sigurstranglegra að stofna nýtt blað með nýju nafni. Nafna- skifti eru ekki ókunn á þeim bæ. En vissulega mun Sigurður Arn- grímsson fá lausn í náð frá rit- Þakkarávarp Alúðar þakkir til allra, er sýndu okkur samúð við fráfall og jarðarför Páls Rósenkranssonar. Skúlína H. Stefánsdóttir og börn stjórn Hænunnar. Gera íhalds- rnenn sér beztu vonir um að Árni, með sína glæsilegu fortíð, vinni stóra sigra fyrir íhaldið á Austurlandi. Telur Tíminn að vel fari hér saman málefni og maður og ekki bregða íhaldsmenn vana sínum um val á merkisber- unum. Góð samKking! Morgunblaðið segir frá lántöku hjá Norðmönnum, sem nýlega hefir faiið fram og vill bera hana saman við hina væntanlegu lán- töku íslenzka ríkisins. Segir blað- ið, að Norðmenn hafi nú fengið þau lánskjör að greiða 5% í vexti á ári og getur þess jafnframt, að um líkt leyti og Magnús Guð- mundsson tók enska lánið, hafi Norðmenn fengið þau lánskjör að borga 6% ársvexti. Og svo ætlar blaðið lesöndunum að bera saman við lántöku íslands. Liggur sá samanburður harla nærri. Raun- verulegu vextirnir af enska láni Magnúsar Guðmundssonar voru rúmlega 9,8%. Hlutfallsleg lækk- un vaxta á við vaxtalækkunina við lántöku Noi’ðmanna þá og nú, væri sú að við þyrftum nú að borga nokkru meira en 8% í vexti á ári og væntanlega auk þess að veðsetja það af tekjum ríkisins, sem M. G. ekki komst yfir að veðsetja þegar hann tók enska lánið. — Það eru bein land- ! ráð að skrifa slíkar greinar sem | þessa Morgunblaðsgrein. Má vel | gera ráð fyrir, að einhverjir hinna ófyrirleitnustu íhaldsmanna muni láta þau tíðindi berast til væntan- legra lánveitenda íslands, að helzta blað stjómarandstæðinga beri það í munni sér, að íslenzka j ciO ICíLci txO olíKuiii <x£- | arkostum. — Vitanlega dettur ; núverandi landsstjórn ekki í hug að taka ríkislán með slíkum af- arkostum, og þó allra síst að láta veðsetningu ríkistekna í nokkurri mynd fara fram, að dæmi M. G. En söm er gerð Morgunblaðsins. Skrif þess út af hinni væntan- legu lántöku nú munu í margar kynslóðir í minnum höfð, því að þau eru hin verstu landráða- skrif sem enn hafa birst á prenti á íslandi á þessari öld. Um þurkví í Reykjavík Menn eru orðnir því svo vanir, að sjá fjörumar hjá „steinbryggj- unni“ í Rvík þaktar skipum, að flestir fara þar framhjá án þess að veita þeim neina verulega at- hygli. Aðeins fáir stanza drykk- langa stund og virða fyrir sér þá mörgu skipsskrokka, stóra og smáa, sem þama liggja, og menn- ina sullandi í sjónum í kringum þá við eftirlit og viðgerðir.Fæstir liugsa út í það, hversu aðstaðan er afar slæm, að vinna að vanda- sömum viðgerðum undir þvílikum kringumstæðum, viðgerðum, sem geta kostað fjölda manns lífið, ef ekki eru vel af hendi leystar. Miklar og lofsverðar endurbæt- ur hafa nýlega verið gjörðar á kiöíunum um útbúnað skipa, og sérfróðir menn skipaðir til að hafa eftirlit með þeim og gefa skipum haffærisskírteini. Virðist þar þó vera tii of mikils ætlast, að þvi leyti sem viðkemur skip- um, sem þeir ekki geta skoöað botninn á, öðruvísi en þama í fjörunni, enda er skipaskoðun hér eKkt tekin giid erlendis, að því er viokemur iarþegaskipum, og er þao ut af fyrir sig óviðunanda íyrn þjóðina. En á því vsröur exiki ráðin bót, fyr en hægt er að sKoöa skipin á þuri'u. Fyr verðum vió fslendingar ekki álitnir færir í augurn utiendinga að dæma um, hvort skip er sjófært eða ekki og erum það heldur ekki. Meðan siikt ástand helzt verðum við að lialda áfram gamla sleifarlaginu, aö senda skipin til útlanda til eftirlits og aðgerðar. Það þarf ekki að fjölyrða um þann geisi- íc^o, koetnað, eem af slíkum ferð- um stafar, sérstaklega þegar skip- in hafa ekki annað erindi. Þá er og allt það fé, sem fer út úr land- inu á þexman hátt fyrir aðgerðir, sem annars væri hægt að fram- kvæma hér heima, ef skilyrði væru til að gjöra við skipin á þurru. Smiðjur eru hér nógar og snxiðir góðir, sem eru færir um að taka að sér flestar eða jafn- vel allar aðgerðir skipa og véla. Þá má einnig í þessu sambandi minnast á þá hlið málsins, er að vátryggingarfélögunum veit. Þeim er auðvitað kurmugt um það, að Ummæli erlendra blaða um íslenzka stjórnmálabaráttu. [Greinarkaflar þeir, er hér fara á eftir, eru þýddir úr norskum og dönskum blöðum, og fjalla um ýms atx-iði í pólitísku baráttunni hér lieima á þessu ári. Hefir sú barátta sýnilega vakið talsverða athygli er- lendis, einkum á Norðurlöndum. Er oss íslendingum holit að hugleiða ályktanir hlutlausra útlendinga, sem betur standa að vígi til að felia hlut- lausa dóma en vér sjálfir, sem aðtiar erum í baráttunni]. „Stavanger Aftenblad“ laugardaginn 26. júlí. Fyrir nokknxm dögum vitnað- ist um úrslit hins íslenzka lands- kjörs, er var háð snemma í sum- ar, og það kom í ljós, að Jónas Jónsson dómsmálaráðheira var endurkosinn með mikilli aukningu atkvæða frá síðustu kosningum. Kosningaúrslitin minna mann á hina hörðu pólitísku rimmu, er háð var á Islandi nú í vor og náði hámarki sínu, þegar að emn andstæðinganna lýsti því yfir, að dómsmálaráðherrann væri brjál- aður. Jónas var svo niðumíddur per- sónulega og lagður í einelti, að slíks eru engin dæmi hér á landi. Vér segjum Jónas, því að ástæðu- laust er að nefna „mesta mann íslands“ („Islands sterke marm“) öðruvísi, þar sem öllum, háum sem lágum, er x’aðað í símabók- inni í stafrófsröð eftir skímar- nöfnum. Andstæður þær hinar miklu, er kornu í ljós í kosningahríðinni, geta, í fljótu bragði séð, virzt einkennilegar í jafn-litlu landi, cn alt verður miklu skiljanlegra, þegar tekið er tillit til þeirra póli- tísku öi’ðugleika, sem þjóðin enn á við að stiíða. Þingræðið er að vísu tiltölulega gamalt á Islandi, enda þótt hið gamla Alþingi sé ekki tekið með í reikninginn; sá tími, þegar goðarnir, en ekki all- ur almenningur, fóm með völdin. En þjóðin hefir átt erfitt með það að losna við þann „bama- sjúkdóm þingræðisins", að „lærðu mennirnir“ skuli einir öllu ráða. I raun og veru réðu hinar meiri háttar kaupmannaættir í Reykja- vík um langt skeið öllu, bæði í stjómmálum og atvixmumálum. Þessir menn útbýttu embættum og stöðum ríkisins — auðvitað oftastnær til vina og vandamanna, og uppskánx ríkulegan ávöxt. Þetta einveldi „heldrí mann- anna“ í kaupstöðunum varð fyrir fyi’sta alvarlega áfallinu, þegar íhaldsstjórninni var steypt af stóli 1927 og bændm'nir, Fram- sóknax'flokkurinn, tóku völdin með aðstoð jafnaðarmanna. Uppfrá þessu hefir staðið lát- laus og illvíg barátta, annai’s- vegar milh yfirstéttar, sem álítur þá, er með völdin fara, ránsmenn og hálfgerða „óbótamexm“ og bændastéttarinnar hinsvegar, sem telur sig vera meginkjarna þjóð- arixmar. Spilling (,,Korrupsjon“) er orðið sem óhjákvæmilegt er að nota um hin ýmislegu atvik og ástand það, sem gamla stjórnin lét róleg við- gangast og lézt ekki sjá. Jónas gekk ótrauðlega til verks. Jónas Jónsson er dóms- og kirkjumála- ráðherra og stjóxnar ennfremur mennta- og heilbrigðismálum; ýmsar framkvæmdir hans í þeim efnum hafa vissulega komið ó- notalega við stundum. Sérstaklega kom þetta í koll læknunum, sem höfðu hætt sér feti of framanlega, vegna valda sinna, metoi'ða og aðstöðu allrar. Sumir þeirra voru sviftir störf- um, allir mistu þeir spón úr askinum sínum. Hin stjómlausa útgáfa áfengislyfseðlanna var hindrað. Framkoma di'. Helga Tómasson- ar verður að skoðast sem afleið- ing af gegndarlausri bræði lækn- anna yfir fx-amannefndum ráð- stöfunum. H. T. var nýkominn frá útlöndum og hafði því ekki tekið þátt í pólitískum deilum, og það var einmitt Jónas, sem hafði gjöi’t hann að yfirlækni á Kleppi. Dr. Helga er lýst sem duglegum, en sjálfbyrgingslegum og veikluðum mamii; hann er mjög skapbráður, og kemur stundum svo fyrir, sem væri hann ekki með öllum mjalla. Þetta er maðurixm, sem einn góðan veðurdag gjörir almenning á Islandi mállausan af undrun með því að lýsa því yfir, skýrt og skorinort, að eftir öllum líkum að dæma hljóti Jónas að vera geð- veikur. Síðan hefir ekki verið um annað meira rætt eða ritað. Reykvíkingar eru allmargir á bandi læknanna. Bændumir veita að sjálfsögðu foringja sínum fylgi. Fjöldi sagna gengur um Jónas og séreinkenni hans, og margan manninn hefi ég séð verða svo reiðan, við það að heyra Jónas nefndan á nafn, að erfitt reyndist að fá samræðumar aftur í nokkumveginn hlutlaust horf. — En hvað sem þessu líður, fær óviðkomandi maður þó að lokum þá hugmynd, að Jónas sé and- lega -heilbrigðari en læknirirm. Kosningin sýnir greinilega álit þjóðarinnar. Dómsmálaráðherrann var efstur á lista Framsóknar- floldtsins, og um harm stóð allur styrinn. Enda þótt talning at- kvæða færi ekki fram fyr en tveim mánuðum eftir kosninguna, þá vissu menn fljótt nokkumveg- inn um úrslitin. Og skeytið, sem kom á laugardaginn var, staðfest- ir aðeins það, sem við mátti bú- ast, að atkvæðamagn Framsóknar- flokksins hefir aukizt mjög mikið. Síðast var atkvæðatala Jónasar rúmlega 3000 atkvæði, en nú er Jxann kosinn með 7585 atkvæð- um. Yfirlýsing Ilelga Tómassonar Ixefir því ekki komið að tilætluð- um notum, frekar en fjölda margt annað, sem íhaldið hefir komið í kring, til þess að reyna að brjóta á bak aftur hættulegasta and- stæðing sinn. „Kristeligt Dagblad“ 24. júlí (danskt). Út af ummælum dr. H. Tómas- sonar verður að geta þess, að Jónas Jónsson dómsmálaráðherra nýtur mjög mikils álits á íslandi. Hann er sjálfmenntaður en ó- venju gáfaður og viljasterkur maður. H. Tómasson læknir, sem nú á næstunni tekur við starfi sínu á Oringe geðveikrahæli hefir með

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.