Tíminn - 11.10.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.10.1930, Blaðsíða 2
210 TlMINN efalaust, að vissu marki, megum við eHki halda, að Norðmenn og aðrar fiskútflytjandi þjóðir, muni lengi ganga duldar þessa sannleikH, og ekki rumska, nema íslendingar sljaki við þeim. Slikt vœri hinn mesti mis- skilningur og þarf ekki í þeim efn- um að byggja á getgátum. Hver og einn, sem lítur i norsk sjávarútvegs- hlöð mun sjá, að um alllanga hrið er ekki um annað frekar ritað en nauðsyn Norðmanna á að koma fiski sínum sem nýmeti til neyzluland- anna, frystum eða kœldum, — einnig til Spánar og Italíu. Sú alda geng- ur nú um allan heiminn, að kjósa nýmetí heldur en saltmeti, svo að fullvíst mó telja, að allar fiskfrarn- leiðsluþjóðir leggi fyrr en varir inn á þá braut, að frysta fiskinn. Og einmitt af því að vér íslendingar höfum ekkert „einkaleyfi ó frystiað- ferðum" og enga sérstöðu urnfram aðra, þá er oss brýn nauðsyn ó að skapa hana, með því að hefjast fyrst- ir handa og vera búnir að afla fiski vorum álits og vinsœlda, áöur en keppinautarnir ranka við sér. því gjöra mó róð fyrir, að hœgra verði að halda þeim markaði, er vér hefð- um unnið á undan keppinautunum, en að ryðjast inn á þann völl, sem þeir hefðu orðið fyrri til að liasla sér. Hr. P. M. mun sjálfsagt, að at- huguðu máli, samsinna því, að þótt ég nú yrði við ósk hans og reyndi að ryðja frystum fiski braut á þýzka- landi, í því skyni að forðast, að frystur fiskur keppti við saltfisk í Suðurlöndum, þá verður að teljast vafalaust, að aðrir menn, bæði inn- lendir og erlendir, notfærðu sér reynzlu þeirra tilrauna, til að freista að vinna nýja fiskinum land á Spáni og Ítalíu. það er því hvorki ó mínu færi né annara, að halda „yfirburð- um nýmetisins" leyndum fyrir Spán- verjum og ítölum, enda hygg ég, að íslendingum sé annað þarfara og sæmra, en að stritast ó móti þeim nýjungum í meðferð framleiðsluvör- unnar, sem í raun og sannleika eru mesta ef ekki eina bjargráð þjóðar- innar, —- svo fáþætt sem atvinnulíf hennar er. Með þessu viidi ég benda á, að ef ó annað borð þær vonir rætast, að liægt sé að gjöra frystan fisk að markaðsvöru í Evrópu, þó verður þeirri samkeppni á Spáni og Italiu við ísl. saltfiskinn, sem hr. P. M. óttast, ekki afstýrt. pað getur því í sjálfu sér ekki verið saknæmt, þótt tilraunin sé gerð í þessum löndum, jafnvel þó að engar sérstakar ástæð- ur knýðu til að velja einmitt þessi lönd til tilrauna. En auk þess er hægt að sýna fram á, að slíkar á- stæður eru fyrir hendi og jafnframt, að það er mesti misskilningur hjá hr. P. M„ að ef tilraunin sé gjörð t. d. í þýzkalandi, „þó eigum við allt að vinna en engu að tapa“, og er sá misskilningur sennilega sprottinn af þvi, að hr. P. M. er ekki nógu kunnugur þessu máli. Eins og óður er getið, tel ég það mjög mikilsvert fyrir Islendinga, að geta selt sem mest af fiskinum frystum. Ef til vill má segja, að i ná- inni framtíð velti heili sjóvarútvegs- ins á því, hvort þetta tekst. Tilraun- ir á þessu sviði eru dýrar og svo ör- lagaþrungnar, að ef þær misheppn- ast, getur vel farið svo, að nokkur bið verði á því, að þær verði endur- teknar, og það. er jafnframt gagns- laust að leggja út á þessa braut, ef ekki stendur að baki sterkur viíji og geta til að berjast gegn margvisleg- um örðugleikum. Með öðrum hætti verður tæplega skorið úr um t'ram- tíðarhorfumar. Vegna þessa, getur hver maður skilið, að allt verður að vera sem bezt tryggt, svo að árang- urinn náist. En eitt hö^pðskilyrði þess er, að tilraunin sé gjörð á réttum stað. Við val staðarins veltur mjög á þessu tvennu: að mótspyrnan í neyzlulandinu verði sem minnst og að hægt sé að taka i íslenzka þjón- ustu skipulagsbundna sölustarfsemi til að útbreiða þekkingu á vörunni, afla henni vinsælda og selja hana. Og það er þá einmitt aí þessum á- stæðum, að við höfum valið Suður- lónd, en ekki t,. d. þýzkaland. Frá pýzkalandi er rekin miklu meiri út- gerð, en frá Spáni og Ítalíu. í pýzka- landi munu þvi margfalt fleiri af landsbúum telja spón tekinn úr aski sinum, ef frystur fiskur frá íslandi tæki að keppa við hinn nýja og ís- aða fisk landsmanna sjálfra, enda herma nú síðustu fregnir um stór- vægileg samtök þýzkra útgerðar- manna til að láta lögbanna innflutn- ing á allskonar nýjum fiski, frosn- fslanzka ölið hefir hlottS edirróma krf attra neytenda Fnet í ðttum veaultm- uro og rettiníahúsum i\ dlgerdia Egill Skallagrimsson um eða kældum, sem veiddur ,er á erlendum skipum, jafnframt sem þeir ráðgjöra, að gjöra út flota skipa, sem liraðfrystu fiskinn á skipsfjöl. í Suðurlöndum hefir Kveldúlfur, vegna margra ára viðskifta svo að segja um allan Spán og Ítalíu, fjöl- mennan hóp viðskiftavina, og það einmitt meðal matvörukaupmanna, til að vinna að framgangi frysts fiskjar. Hvort við náum því marki, sem við höfum sett okkur, er óvíst. Hitt er hinsvegar alveg víst, að án slíkra sambanda væri tilraunin dauðadæmd. Ég vænti, að það sé nú augljóst, að val okkai' hlaut að falla á Span og Ítalíu. í pýzkalandi höfðum við ekki svipað því eins góða aðstöðu til að befja tilraunirnar. Ef við samt hefð- um byrjað þar, t. d. af því, að við hofðum alið í brjósti álíka ástæðu- lausan ótta og hr. P. M. virðist gjöra, við að spilla saltfisksmarkaðinum, með því að gjöra tilraunina ó Spáni og Ítalíu, þó tel ég vist, að hún hefði mistekist, og hefði þó verið þar miklti að .tapa. Pcningar hefðu tapast. Tækifæri hefði tapast yfir i hendur keppinauta, og trúin — okkar, og sennilega fleiri fslendinga — á þetta þjóðþrifamál hefði tapast, án þess þó að reynt hefði verið til hlítar þar, sem aðstaðan er bezt. pessar athugasemdii' hefi ég talið rétt að gjöra við grein lir. P. M, Ætl- un mín er þó ekki, að standa í blaðadeilum um þetta efni. Ég hygg að meiri na.uðsyn sé að sinna öðrum hliðum þessa máls. Við munum hvort eð er fata okkar fram um frekari tilraunir, meðan erfiðleikarnir yfir- huga okkur ekki, í fullu trausii þess, að með þeim hætti lánist okkur eða öðrum íslendingum, fyr eða síðar, að ráða bót á mestu vandræðum sjávarútvegsins, sem sé því verðfalli afurðanna, sem um hríð hefir fram farið og óhjókvæmilega heldur á- fram, ef framleiðsluaukanum verður ekki fundinn nýr markaður. Richard Thors. --- O---- Hbrmulegt árferði bæjarstjórnarinnar í Vestmanna- eyjum. Miklar hörmungar eru byrjaðar í hæjarstjórn Vestmannaeyja síðan Kolka iæknir tók þar við forseta- tign, og segir gjör af þvi í blaði Eyjaskeggja „Víði“, sem út kom 27. sept. Meiri hluti bæjarstjórnar hefir ráð- ið fastan spítalalækni þar, en sökum liörmulegs árferðis, eins og i yfirlýs- ingunni stendur, sem undirskrifuð er af meiri hlutanum, sér hún sér ekki íært að greiða honum meir en eitt þúsund krónur i laun. Era. nú tveir iæknar við spitalann, héráðslæknir og þriðji læknirinn fær þar aögang, sem þangað er nú fluttur, svo vel er séð fyrir líkamslieill þeirra Eyjabúa. Kolka vantai’ festu við spítalann og mun hann eiga að verða spítala- læknir. Til að spara bænum útgjöld, sem er víst alveg á heljarþröm, þrátt fyrir stjórn þessa mikla Ivolka og annara mikilmerma í hans liði, hefir einkum hann, þvi hann er fjármálagarpui' og svo þeir fieiri garpar, fundið það þjóðráð að einoka alla aðkomiia sjúklinga í hendur spíalalroknis (sem á að verða sjólfur Kolka). Hvílík dásamleg tilhögun i „aukn- ing tekjustofna" í fjárþröng og vand- ræðum eins bæjarfélags, hvílík fjár- málasnilli kemur ekki þarna fram. Svona eiga miklir menn að vera! Héraðslæknir vitjar eins og honum ber skylda til, aðkominna sjúklinga í erlendum skipum, er hafnar leita, og hefir til þessa veitt þeim nauðsyn- lega læknishjálp bæði á sjó og landi. llér eftir á hann að standa bænum, þ. e. spítalalækni, væntanlega Kolka sjálfum, skii ó sjúklingunum við spítaladyi', má ekki veita þeim nauð- synlegustu læknishjálp, eftir að þar er komið. pað er landfleygt, að jafn- an hefir verið fátt um vinarþel milli Kolka og héraðslæknisins, enda hefir I hann áður sýnt honum ágengni og yíirgang. Ætlaði hann að heimta sótt- varnarstörf (skoðun aðkomuskipa) i sínar h.endur, þegar héraðslæknir tók við héraðinu, en stjórnarráðið lagði þá hömlur á ofsa hans og frekju. í þessu neyðarástandi öllu hugsar þessi fræga bæjarstjórn sér að neyða liéruðslækninn til að afhenda sjúkl- inga úr aðkomuskipum í hendur þess | læknis, sem honum samkvæmt óður- greindri framkomu hans ekki getur verið vel til. Fyr má nú vera hörmu- legt ástand þar út í Eyjum, úr því grípa þarf til svona vandræða nauð- ungarróðstafana, til að fá sjúklinga handa þessum spítalalækni. Getur bæjarsjórn hugsað sér að neyða héraðslækni, trúnaðaraiann þess opinbera, til að afhenda skjól- stæðinga í hendur þeim lækni, sem hann getur vart treyst? Er það „hörmulega árferði" svo búið að eyði- leggja sálir þessa blessaða meirihluta og þar á meðal Kolka sál svo gjör- samlega, að hún ekki geti séð tiversu fjarstætt allri skynsemi það er að fara svona að þessu? Getur það skeð, að nauðleitarmenn séu ekki lengur í friði þar í Eyjum, vegna fjórgræðgi og frekju þeirra íiskispekulanta, sem komnir eru sjólfir í fjárþröng? Vonandi er að hörmungarsátandið sé þar ekki enn svona skelfilegt. Lítil athugasemd 1 ísaf. 33. tölubl. 13. ágúst, er grein sem hefir að fyrirsögn: Strandferðirnar og Homafjörður. Grein þessi byrjar samt á land- ferðalagi, segir að sr. ól. Step- hensen hafi aðeins verið 5 daga á leiðinni til Rvíkur og segir það fljótustu ferð, sem farin hefir verið þessa leið. En úr því ísaf. fer að ræða um landferðir 1 þess- ari grein, þá skal þess getið að Valdimar Stefánsson bóndi í Am- arnesi kvað hafa farið þessa sömu leið á 3 sólarhringum á leið til alþingishátíðarinnar. Og er þá staðhæfing ísaf. um þetta ekki rétt. En svo koma nú strandferðirn- ar. ísaf. segir svo frá að „frá 22. júlí til 8. sept. kemur ekkert skip á Homafjörð. Þetta er alveg ó- satt, þótt það sé margundirstrik- að af ísaf., eins og nú skal sýnt. Súðin kom h. 31. júlí. Esja 9. á- gúst og aftur 16. s. m. Það vom því 3 strandferðaviðkomur á Hornafjörð á þeim tíma sem ísaf. segir að ekkert skip hafi komið. „Fáir ljúga meira en helmingn- um“. Þá segir ísaf.: Þorleifur í Hól- um lofaði tíðum og góðum strand- ferðum við Hornafjörð, þegar nýja skipið væri komið“. — Þær eru líka skárri en áður, þótt þær hefðu getað verið betri, ef Esja hefði ekki verið sett í hraðferð- ir, sem líklega verður ekki gjört aftur, því sannarlega veitir ekki af 2 skipum til að annast strand- ferðir hér við land. Síðan segir ísaf. að Súðin kom- ist ekki nema rétt inn fyrir ósinn, eins og Esja. Þetta er heldur ekki rétt. I tvö síðustu skiftin hefir Súðin siglt lengra inn í fjörðinn, þar sem er miklu straum-minna og hægari aðstaða en úti í Ós. Auk þessa má geta þess að hafn- sögumaður hér, telur ekki tor- merki á því að fara%með Súðina alveg inn á innri legu á háflóði, og má vona, að það verði gert, þegar um mikla afgreiðslu er að ræða. Um skipakomur hingað í sumar skal þess getið, að nú þegar er búið að afgreiða skip hér 12 sinn- um á síðastl. vori og í sumar. Allt sem Isaf. segir um þetta er bara bull og blekkingar, eins og flest annað sem hún skrifar um Hornafjarðarmál. Það er orðið svo venjulegt, að hún fari með staðlausa stafi um menn og mál- efni hér. — En þótt hún tárist nú yfir vondum samgöngum hér, þá virtist um eitt skeið, eitt af stóru númerum íhaldsins, að berj- ast móti ærlegum samgöngum við Ilornafjörð. En þegar urnbótin verður landskunn og viðurkennd, þá er Isaf. handviss með að hrópa: Þetta er verk íhaldsflokks- ins, fyrir þessu barðist hann af alefli! Hornfirðingur. -----o---- Svar til „Stúdents“ Ég verð að biðja yðui', herra rit- stjóri, að ljá mér rúm í heiðruðu blaði yðar fyrir svar til „Stúdents'* út af grein hans með fyrirsögninni: P. P„ er birtist í „Tímanum" 16. þ. m. þoss liefði mátt vænta, eftir því sem á undan var komið, að „Stúdent" hefði í þessu svari sínu til mín, leit- ast við að færa rök að því, „að Al- þingisháiíðarljóðin væru einn veik- asti þáttur hátíðarinnar“. En hann gjörir þar enga tilraun til að sýna, að þau ummæli séu réttmæt. Eftir því áliti, er „Stúdent" virðist hafa á þess- um ljóðum, hefði þó að líkindum eigi þurft að grafa djúpt í námu ljóð- anna, þar til bólað hefði á leirnum. — Annars kennir nokkurs ósamræm- is í þessari grein „Stúdents". T. d. telur hann grein mína, — þar sem lagður var dómur ó hátíðarljóðin —, „magnþrungna". Og hann tekur upp nokkrar iínur úr henni, er liann seg- ir að séu „gullvæg orð“. Ég held, að „Stúdent" hrósi hér um of því sem lítið er, nema ef orð lians eiga að skiijast svo, að sannleikurinn sé jafn- an „magnþrunginn" og sönn orð „gullvæg'*. Jafnhliða lofi því, er „Stúdent" vill hlaða á mig, ávítar hann mig þó fyr- ir að halda fram annari eins fjar- stæðu og þeirri, „að létt Ijóð og hvers- dagslegar vísur íljóti olan á og nái mestri hylli hjá alþýðu, en eðlis- þyngri ljóð leiti til djúpsins“. „Stúd- ent“ viil brjóta þessa staðhæfing niður. Bendir liann á, að Passíu- sáimarnir hafi hlotið meiri lýðhylli en nokkurt annað íslenzkt skáldrit. Og kvæði Bjarna Thorarensens segir liann að höfð séu í meiri metum af íslenzkri alþýðu en t. d. rímur Sig- urðai' Breiðfjöi'ð. Nú ,er það að at- liuga, er ég sagði i fyrri grein minni, „að sumar dýrmætustu perlumar í íslenzkri ljóðagerð, liafi ekki náð þeirri eftirsóttu hylli að komast á varir almennings". Átti ég þar eink- um við háfleyg ljóð, forn og ný. — Ef ég væri spurður að því„ hvað skapað hafi Passiusálmunum almenn- ar vinsældir, heid ég að ég svaraði þvi svo, að það væri hinn óumræði- legi trúarþungi, sem i þeim er. þótt sólmarnir séu þrótt'miklir, þá eiga þeir að þvi leyti sammerkt við ýms önnur trúarljóð, að auðvelt er fyrir hvern alþýðumann að skilja þá. þá kemur að dæminu um Bjarna og Breiðfjörð. — Allir vita, að rímur Sigurðar Breiðfjörðs náðu stórkost- legu áliti hjá almenningi, meðan rím- ur voru hér í hávegum liafðar og kveðnar næstum því á hverju heimili. Sigurður Breiðfjörð var bezta rímna- skáldið, og mjög dáður af íslenzkri alþýðu. — Kvæði B. Tli. eru aftur á móti háfleygari skáldskapur én rím- ur S. B. Munurinn sá, að rímurnar náðu betur til skilnings og ljóða- smekks alþýðu. Mig langar til að auka hér nokkru við, til frekari áréttingar. Hver vill t. d. neita því, að Völuspá, Hávamál og Lilja séu perlur meðal forn- íslenzkra ljóða. En varla munu þessi hafa verið á vörum fjöldans, cða verið almennt höfð á hraðbergi meðal alþýðufólks. Og sennilegast þykit' mér að margir nútíðar íslend- ingar muni lítið þekkja þau. — Hér cru þó snildarljóð, sem ekki hafa náð þeirri hylli að komast á varir almennings. — Og hið sarria' má vist segja um sum frægustu ljóðin er liggja nær okkar tima. T. d. hafa Svuntuspennur og svuntuhnappar Sent út um land gegn póstkröfu. Jón Sigmundsson, guttsmlBur Sími 383 — Laugaveg 8. M A U S E R - fjárbyssur, fjárskot, liaglabyssur, riflar, skotfæri alsk. HEYGKÍMUR. Sportvöruhús Reykjavíkur (Einnr Björnsson) Símu : Sportvöruhús. Box 384. flest kvæði Gríms Thomsens veriö lít- ið höfð á takteinum hjá alþýðu. Ekki skortir þó kraftinn í kvæði Gríms. Ljóð þeirra Stephans G. og Guðm. Friðjónssonai’ eru engin þurrasina, og þó mun fæst af þeim liggja á vör- um alþýðu. Og er ekki svipað að segja um sumar ljóðperlur Einars Benediktssonar. Ég hefi jafnvel gjört mér dálítið far um að vita hvort einn og annar, þeirra er «'g þekki, kynnu nokkuð úr kvæðunum- „Hvarí séra Odds frá Miklabæ", „Snjór“, „Noröur- ljós“ o. fi. En fæstir hafa fundh'' afliö og eldinn, sem í kvæðum þessum liýr — sumir alls ekki ip^ið bau. Ég geri ráð fyrir, að ailir íslend- ingar, sem fullorðnir eru kunni: „Ó, guð vors lands“. En ég o.r ekki alveg viss um, að þeir hinir sömu þekki og kunni að meta önnur veigameiri kvæði Matthíasar, svo sem t. d. „Söng-töfra“, „1 Hróarskeldu dóm- kirkju", Fljótshlíð og þórsmiiik og önnur þvílík, ódauðleg snildarverk lárviðarskáldsins. — Svo læt ég út- talað um þetta efni. Eins og öllum er kunnugt, er lesið hafa grein mína í Vísi 9. þ. m., er hún laus við allar persónulegar ádeil- ádeilur, og ekkert tilefni gefið til niðs eða njóðs. Skeyti þau er „Stúd- ent“ sendir mér í grein sinni, ná eigi því marki, sem þeim er beint að, og ineiða mig ekki. — Rinsvegar gætu þau verið nokkurt sýnishom af þeirri göfugmennsku, sem undir hans gráa stakki býr. P. P. Ritstjóri: Gísli Guðmondsson. Ásvallagötu 27. Sími 1246. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.