Tíminn - 08.11.1930, Qupperneq 2
228
TlMINN
Athugasemd
Hr. ritstjóril
þegar ég kom til Reykjavíkur úr
ferðalagi mínu, veitti ég því eftirtekt,
að tvisvar eða þrisvar höfðu verið
skrifaðar í „Morgunblaðið“ nokkrar
línur, sem til þess voru fallnar, að
spilla fyrir blaðamennskustarfi mínu
hér, og þar eð sum íslenzk blöð hafa
þá miður kurteislegu venju, að neita
þeim, sem ráðizt er á um rúm til
andsvara, bið ég yður að ljá þessari
grein rúm í blaði yðar.
Eftir því, sem Morgunblaðið segir,
á dómsmálaráðherrann að hafa feng-
ið mig, „útlendan blaðasnáp" til þess
að síma út um víða veröld ósannar
sögur um dr. Helga Tómasson. Hver
hugsandi maður getur séð, ef hann
vill, hve mikil fjarstœða þetta er og
það vita líka ritstjórar Morgunblaðs-
ins. þeir vita, að ég yrði þá að vera
blaðakóngur í enskri eða ameriskri
stærð, ef skeyti þau, sem ég sendi til
ýmissa blaða væru ætíð tekin til birt-
ingar. En slíkur blaðakóngur er ég
þvi miður ekki. Blöðin taka aðeins
upp skeyti frá fréttastofunum og sín-
um eigin blaðamönnum. Ég ,er frétta-
ritari blaðs í Osló, og á því hálfa
þriðja ári, sem óg hefi dvalið hér á
landi, hefi ég aðeins sent skeyti þessu
eina blaði, að undanteknum tveimur
skeytum, er ég í vor sendi Noregs
Handels- og Sjöfartstidende, um há-
tíðahöldin á þingvöllum. þetta mun
mega fá staðfest hér á símastöðinni.
— Skeyti þau, sem ég eða aðrir blaða-
menn senda eru heldur ekki tekin án
þess að vera athuguð af ritstjóra
þeim, sem annast utanlandsmálin, og
það er skoðun hans, en ekki frétta-
ritaranna, sem ræður hverju haldið
er fram um þau í blaðinu.
í sambandi við það mál, sem hér
um ræðir, vil ég geta þess, að ég hefi
verið ásakaður — þó ekki af Morgun-
blaðinu — um að hafa flutt fregnir
af málinu til annara landa. það hefir
verið sagt, að því hefði átt að halda
innan landhelginnar á íslandi. Hér er
því til að svara, að þegar málinu
hefir verið hreyft í íslenzkum blöð-
um, og það kröftuglega, þá er auðsætt
að ómögulegt er að halda því leyndu
fyrir umheiminum á meðan íslenzk
tunga er lesin og töluð. íslenzk blöð
fara víða og eru lesin og skilin er-
lendis. Sá maður hlyti líka að vera
gersneyddur öllum blaðamennsku-
liæfileikum, sem gengi alveg framhjá
því að geta um jafn óvenjulegt og
eftirtektarvert mál sem þetta. þó ég
ætti á hættu að verða á eftir með
skeytasendingu mína — sem ég og
varð — beið ég þó þá 2 daga, sem
liðu þar til svar dr. Helga Tómas-
sonar kom í Morgunblaðinu, gegn
grein Jónasar Jónssonar: Stóra bomb-
öllum þeim sem á einn eða annan hátt heiðruðu 50 ára minn-
ingarbrúðkaup okkar þann 29. þ. m., sendum við hérmeð hugheil-
ar þakkir og hjartanlega kveðju.
Vogatungu 30. okt. 1980.
Halla Ámadóttir. Böðvar Sigurðsson.
an. „Politiken" varð einum degi á
undan mér með fréttimar um gerðir
Helga Tómassonar, og allir viðburðir
málsins höfðu verið símaðir út til
tveggja eða þriggja erlendra blaða án
minnar vitundar.
Morgunblaðið sakar mig um að
vera of leiðitaman — eða jafnvel
citthvað verra — í þessari einkenni-
legu deilu. Ég vil því gefa dálítið
nánari skýringar: þegar í upphafi
átti ég tal í síma bæði við dómsmála-
ráðherrann og dr. Helga og fékk leyfi
til þess að hitta báða að máli til þess
að leita upplýsinga. Átti ég fyrst tal
við ráðherrann, því málið snerti hann
sérstaklega og tók hann á móti mér,
þótt hann lægi þá rúmfastur. Síðan
talaði ég við dr. Helga Tómasson.
Hafði ég skrifað upp nokkrar spum-
ingar og bað um svar við þeim. Einn-
ig lét ég honum í té blaðaúrklippu
með því, sem ég hafði símað til út-
landa um málið. Lofaði dr. Helgi
Tómasson að senda mér skriflegt svar
eftir nokkra daga, þ. e. viðtal, skrif-
að af honum sjálfum. En ég lofaði
honum aftur að ég skyldi sýna hon-
um það, sem ég kynni að skrifa með
til hins erlenda blaðs. En þetta svar
dr. H. T. kom aldrei til mín, þrátt
fyrir loforð hans, heldur sendi hann
beint til blaðsins þau svör, sem hann
vildi gefa við spumingum mínum.
það var 15—20 bls., en var aldrei birt
í blaðinu. Hvað viðvíkur ásökunum
um það að framkoma mín hafi ekki
verið heiðarleg, þá vil ég geta þess,
að allar helztu ritgerðimar um þetta
mál, bæði ráðherrans og læknisins,
sendi ég til blaðsins, bæði klipptar
úr ísl. blöðunum og þýddar af einum
þekktasta þýðanda bæjarins.
það er augljóst — og ef til vill af-
sakanlegt frá pólitisku sjónarmiði —
að leitast er við að fá menn til þess
að trúa því að skoðun manna er-
lendis í málinu J.J.—H.T. sé byggð
á röngum frásögnum, einungis á
ósönnum fregnum, sem ráðherrann
hafi fengið útlending til þess að sima
til útlanda og gefið þannig erlendum
þjóðum ranga mynd af því, sem hér
gjörðist — þetta er skiljanlegt, en
hitt er vafasamara, hvort það getur
talizt heiðarlegt, jafnvel þótt útlend-
ingur eigi hlut að málL
Per Bjðmson Soot.
FréítlP
Tíðarfarið. Síðustu viku hefir yfii-
leitt verið kalt og snjóasamt. Um sið-
ustu helgi var veður stillt og Ljnrt,
en frostið víða yfir 10 st. Síðan hafa
gengið umhleypingar og sett niður
allmikinn snjó, en ekki verið eins
frosthart. — í Reykjavik hefir frostið
orðið 7,5 st. þegar kaldast var eu hiti
komist upp í 2.5 st. Úrkoman he.fi r
orðið rúmir 24 mm. yfir vikuna —
allt snjór eða slydda — og snjódýpUn
er milli 20 og 30 cm. á sléttlendi. —
Fréttst hefir að haglítið sé orðið víða
um sveitir og skepnur orðnar þungar
ú heyjum.
.. Framsóknarfélag Reykjavfkur held
ur fund í Sambandshúsinu næsta
fimmtudag kl. 8% síðdegis. — Fjár-
málaráðherrann hefur umræður.
Aðalfundur Félags ungra Framsókn-
armanna í Reykjavík verður haldinn
í Sambandshúsinu á þriðjudagskvöld
og hefst kl. 8V2.
Friðrik Á. Brekkan rithöfundur
hefir verið ráðinn kennari við Gagn-
fræðaskóla Reykjavíkur og hefir jafn-
framt látið af ritsjórn Dags á Akur-
eyri. Annast Ingimar Eydal nú einn
ritstjórn blaðsins.
Sakamálarannsóknin gegn þórfti
Flygenring í Hafnarfirði er nú kom-
inn nokkuð áleiðis. Alls hafði kœrði
veðsett bönkunum 7000 skp. af fiski,
en aflað alls um 5000 og af því voru
aðeins 700 óseld, er bankamir komusf
að raun um hina óleyfilegu sölu.
Sennilega höfða bankamir máj gegn
kaupendum fiskjarins, h.f. Kveldúili
o. fl., og krefjast endurgreiðslu and-
virðisins. Samkvæmt upplýsingum,
sem Tíminn hefir fengið hjá rann-
sóknardómaranum um athugun á
bókum kærða, vantar 70—80 þús. kr.,
sem samkv. bókum kærða áttu að
vera í sjóði hjá lionum. þórður Flyg-
enring hefir nú verið látinn laus úr
gæzluvarðhaldinu um stundarsakir
gegn tryggingu.
Sauðnautin, sem ríkisstjómin
keypti af Norðmönnum komu hingað
í þessari viku og voru flutt austur
að Gunnarsholti.
Útflutningssíldin frá síðastliðnu
að hlíta leiðréttingum og taka
orð sín aftur, verður að neyta
annara ráða, til þess að taka af
opinberlega öll tvímæli í þessu
efni.
Tíminn skorar því á Magnús
Guðmundsson og Morgunblaðið að
birta opinberlega og án tafar
glögg skilríki, ef til eru, fyrir
því, að ríkisstjómin hafi stofnað
5 >/2 milj. kr. skuld í Englandi á
árinu 1929 og að ríkisskuldirnar
hafi verið 18 V2 milj. kr. í árslok
1929.
Verði slík skilríki ekki birt í
Mbl. og ísafold innan viku frá
úlkomu þessa blaðs, neyðist Tím-
inn til þess að lýsa ritstjóra Mbl.,
Valtý Stefánsson og Jón Kjart-
ansson, ennfremur Magnús Guð-
mundsson alþingismann, opinbera
ósannindamenn að tveim framan-
greindum staðhæfingum um aukn-
ing ríkisskuldanna á árinu 1929.
Tíminn væntir þess ennfremur
fastlega, að höfundar áður-
nefndra staðhæfinga um fjárhag
ríkisins, hliðri sér ekki hjá að
sækja blaðið til sektar út af
framangreindum ummælum í
þeirra garð, svo framarlega, sem
þeir treysta sér til að sanna ó-
réttmæti þeirra.
---o----
HilmselÉoonm
Allir kannast við niðursetning-
ana, þessi olnbogaböm tilverunn-
ar, sem vegna óhlífisamlegra ör-
laga, vitsmunaskorts eða vanmátt-
ar var kjálkað niður á heimilin
til framfærslu. Oftast hefir það
því betur reynst svo, að þeir nið-
ursetningar, sem bjuggu yfir
hæfiieikum og manntaki, hafa
unnið sig með sæmd upp úr
ómagamennskunni og orðið nýtir
borgarar í þjóðfélaginu.
Hitt mun sjaldgæfara, að þeir
menn, sem engum hrakningum
hafa mætt 1 æsku, heldur notið
samfélags og umhyggju góðra
foreldra, verði fyrir eigin til-
verknað niðursetningar á fullorð-
insámm eins ogteljamá,að Valtýr
Stefánsson sé orðinn, sem nú er
ekki annað en aumlegur niður-
setningur eða andleg niðurseta í
sínu eigin heimkynni, Morgun-
blaðsskrifstofunum.
Þessi furðulega ófremd Valtýs
er sjálfskaparvíti. Hann hlaut
Þingstðrfin
á Alþingishátíðinni
Jón Þorláksson fyrv. forsætis-
ráðherra hefir flutt fyrirlestur
um ofangreint efni og látið birta
útdrátt úr honum í Mbl. 26. okt.
kemur ýmislegt fyam í þeim út-
drætti, sem ekki er rétt að þegja
við. J. Þ., Haraldur Guðmundsson
og undirritaður voru tilnefndir af
flokkum þingsins í nefnd, sem
átti að athuga hvaða mál skyldi
taka til meðferðar á Þingvöllum.
Kveðst J. Þ. hafa borið upp tvær
mikilsverðar tillögur í nefndinni,
aðra um rýmkun landhelginnar
og hina um raforkuveitur til al-
menningsþarfa, „sem drepist
hefðu fyrir andstöðu eða sinnu-
leysi samnefndarmanna hans“.
Fyrri tillagan um rýmkun land-
helginnar í 4 sjómílur hefir áður
verið samþykkt á Alþingi í
stjórnartíð J. Þ. og vannst hon-
um þó ekki á, svo vitað sé. Núver-
andi stjóm hafði og í marzmán-
uði síðastliðnum sent Svein
Björnsson, með samþykki utan-
rikismálanefndar á alþjóðafund,
sem haldinn var í Haag, að til-
hlutun Þjóðabandalagsins m. a.
til umræðu um alþjóðasamninga
um landhelgi. Við atkvæðagreiðslu
á fundinum kom í Ijós, að öll
stórveldin, Þýzkaland, Bandarík-
in, Stórabretland, Frakkland og
uppeldi, til þess að stunda rækt-
unarstörf og var styrktur til þess
af almannafé. En er hann skyldi
taka til ræktunarstarfanna, reyna-
ist hann brátt, sökum drýldni og
fúllyndis, óhæfilegur til þess að
ferðast og dvelja meðal óbrotins
sveitafólks. Varð og skammt þess
að bíða, að hann sviki og svívirti
allt, sem hann áður þóttist bera
fyrir brjósti og gengi á mála hjá
dönskum eigendum Mbl. til þess
að ofsækja samvinnustefnuna og
umbótaflokkana í landinu.
En nú hafa helztu menn íhalds-
flokksins fyrir löngu séð, að mað-
urinn, sökum lítilla vitsmuna og
framhleypni, dugði enn ver, tii
þess að rökræða, heldur en til
þess að ferðast um landið í áveitu-
erindum. Þessvegna hafa þeir
hvað eftir annað gert kátlegar til-
raunir að venja hann undir aðra
menn í liði sínu, sem þeir hafa
treyst betur. Heflr það verið
hlutverk þessara manna, að setja
Valtý litla á kné sé>- og stýra
penna hans, eins og gert er við
óvita. Fyrst var til féngmn Magn-
ús Stormsritstjóri, sem er penna-
færastur maður í liði þeirra
íhaldsmanna. En Valtýr var svo
baldinn við hann, að Magnús gafst
fljótt upp við tilraunimar. Næst-
ur var fenginn Ámi frá Múla.
Mun uppeldisstarf hans hafa verið
slitrótt og misfallasamt og end-
aði með því, að íhaldsmenn settu
Árna um borð í skip, sem þeir
töldu ósjófært og sannnefr.dan
manndrápsbolla og sendu hann í
annan landsfjórðung. Þarf ekki
nema meðalímyndunarafl, til þess
að geta sér þess til, að slík ráð-
stöfun mun varla hafa verið gerð
af umhyggjusemi fyrir Árna.
Enda hefir hann nýlega sjálfur
lýst hræðslu sinni með átakanleg-
um orðum.
Nú er á ný hafin enn ein tilraunin
að stýra hendinni á Valtý Stef-
ánssyni. Hefir nú verið ráðinn til
starfsins Sigurður Kristjánsson
Vesturlandsritstjóri. Hefir hann
orð á sér fyrir ófyrirleitni og er
þess helzt vsénst, að niðursetning-
urinn muni tolla á knjám hans
fram yfir næstu kosningar og
með þessari ráðstöfun muni um
stund verða afstýrt þeim pólitísku
sjálfsmorðstilraunum íhaldsins,
sem framdar hafa verið með rit-
mennsku Valtýr Stefánssonar
Sigtýr.
----o-----
Japan, að Italíu einni undanskil-
inni, voru mótfallin rýmkun land-
helginnar úr 3 sjómílum. Veit J.
Þ. fullvel, hvað það þýðir, að stór-
veldin hafa snúizt á móti rýmk-
un landhelgi. Vonirnar eru ekki
miklar um skjótan árangur af
kröfum vorum. En þó er sjálf-
sagt að haida áfram tilraunum í
því efni, og er það vitað, að eng-
inn þingmaður mun skerast úr
leik, þrátt fyrir tilraunir ein-
stakra manna til að láta líta svo
út, að hætta kunni að vera á, að
tillögur um rýmkun landhelginn-
ar fengju „daufar undirtektir eða
yrðu felldar“. En hvað því líður,
að nauðsyn hafi verið á, að sam-
þykkja slíka tillögu á hátíðar-
fundi á Þingvöllum að viðstödd-
um fulltrúum erlendra þjóða, þá
er það víst, að það hefði orðið
oss einungis til vansæmdar. Það
er lítilmannlegt að bjóða öðrum
til mannfagnaðar og hátíðahalds
og nota svo tækifærið til að ræða
hagsmunamál, sem ágreiningur er
um og ekkert eiga skylt við til-
efni hátíðarinnar.
Hin tillaga J. Þ. um „að Al-
þingi álykti að lýsa yfir því, að
það telji raforkuveitur til al-
menningsþarfa vera ómissandi
þátt í ráðstöfunum til viðreisnar
landbúnaðinum og skori á ríkis-
stjómina að hraða svo verklegum
og fjárhagslegum undirbúningi
þess máls“, var óþörf, og sam-
þykkt hennar hefði ekki markað
neitt spor umfram það sem búið
var að gera í því máli, er gæfi
ástæðu til að bera hana upp á Al-
þingishátíðinni. Stjórnin hafði á
síðastliðnu hausti skipað þriggja
manna nefnd, þá Geir Zoéga,
Steingrím Jónsson og Jakob
Gíslason, til að undirbúa rafveitu-
málin. Sú nefnd sendi síðasta
þingi bráðabirgðaálit um málið,
og nú í sumar hefir verið bætt
við þrem mönnum í nefndina,
þeim Jóni Þorlákssyni sjálfum,
Sigurði Kristinssyni og Sigurði
Jónassyni, auk Einars Ámasonar
fjármálaráðherra, sem er formað-
ur nefndarinnar. Þingsályktunin
hefði því ekki verið neitt „mál,
er mundi leiftra á um langt
skeið“. I því efni var búið að
gera allt sem hægt var og þurfti
á þessu stigi málsins.
Það er því augljóst, að „and-
staða eða sinnuleysi samnefndar-
manna“ hefir engu spillt eða
seinkað um þau mál, er J. Þ. tel-
ur sig einan hafa borið fyrir
brjósti. „Andstaða eða sinnu-
leysi“ hans sjálfs átti sinn þátt í
að stöðva tillögu frá mér um
sjóðstofnun til verðlauna fyrir af-
rek íslenzkra manna í íþróttum,
atvinnurekstri, listum, vísindum
og bókmenntum og tillögu H. G.
um sjóðstofnun eða ályktun í
sambandi við alþýðutryggingar.
Þá tillögu, sem J. Þ. lagði fram
nokkrum dögum fyrir Alþingishá-
tíð „um yfirlæknisstöðuna við
geðveikrahælið á Kleppi“ skal ég
ekki fjölyrða um, en get lýst á
hendur mér sem forseta því vígi,
að hafa bannað útbýting tillög-
unnar á Alþingishátíðarfundi á
Þingvöllum og þá jafnframt
hindrað umræður um hana í við-
urvist innlendra og erlendra há-
tíðargesta. Ég mun rólegur taka
afleiðingunum af því, að hafa
þannig „þverbrotið lög um þing-
sköp Alþingis, 29. grein“, að því
er J. Þ. telur.
Úrslitin um þingstörf á Al-
þingishátíðinni voru þau, að sam-
þykkt var tillaga til þingsálykt-
unar um gerðardómssamninga
milli Islands og annara ríkja á
Norðurlöndum og samningarnir
undirritaðir á Þingvöllum. Var
það m. a. mikilsverð athöfn
vegna þess, að það eru fyrstu
milliríkjasamningamir, sem ís-
lenzka ríkið hefir gert, án nokk-
urrar erlendrar milligöngu, frá
því er lögrétta samdi við Ölaf
Haraldsson Noregskonung um
gagnkvæman rétt þegnanna. En
sú samþykkt, sem flestir innan-
lands og utan munu hafa búist
við að gerð yrði á Þingvöllum,
um að Island óskaði upptöku í
Þjóðabandalagið, fórst fyrir, aðal-
iega fyrir tilverknað J. Þ.. Sú
þingsályktun hafði verið imdirbú-
in af utanríkismálanefnd, ríkis-
stjórn og sendiherra, en J. Þ. reis
öndverður gegn því, að hún yrði
gerð, og tókum við H. G. og
flokkar okkar það tillit til and-
stöðu hans, að málið var látið
niður falla. Fylgdum við þeirri
sjálfsögðu reglu, að ekkert á-
greiningsmál yrði rætt á Alþing-
ishátíðinni, án tillits til mála-
vaxta að okkar dómi. En þess skal
getið, fyrst J. Þ. hefir hafið máls
á þeim hlutum, sem engar flokks-
deiiur hefðu átt að standa um
frekar en annað, er hátíðina
snertir, að mér og mörgum fleir-
um féll það þungt, að ekki skyldi
geta af því orðið, að óskað væri
upptöku fyrir Island í Þjóða-
bandalagið á Alþingishátíðinni.
Þar var um að ræða athöfn sam-
boðna hátíðinni, að ganga sem
frjálst og fullgilt ríki í bandalag
þjóðanna og votta um leið sam-
þykki vort og fylgi við þá við-
leitni, sem þar ríkir, til friðsam-
legra úrlausna í viðskiftum þjóða
jafnt og einstaklinga. J. Þ. telur
tvenn vandkvæði á því, að þá
hafi verið unnt að leita upptök-
unnar. Það fyrst, „að ýmsir örð-
ugleikar mundu á því, að landið
gæti haldið áfram að vera alger-
lega hlutlaust í ófriði'. Sendi-
herra hafði rannsakað ítarlega
þá hlið málsins, og var það bert,
að Island mundi geta haldið hlut-
leysi sínu á sama hátt og Sviss
og Luxembourg, sem bæði hafa
gengið í Þjóðabandalagið, og þó
varðveitt hlutleysi sitt. Virðist
þetta atriði raunar ekki vera
þungt á metaskálunum í augum
J. Þ., því ekki verður annað séð,
en að hann sé því fylgjandi, að
ísland gangi í Þjóðabandalagið
eigi síðar en 1943, ef sambandinu