Tíminn - 22.11.1930, Side 1

Tíminn - 22.11.1930, Side 1
(S>)aíbfeti og afgrctí>sluma&ur límans er K a ri n p e i g p o r s t e i u s i> ó 11 i r, íccfjar^ötu 6 a. JíeYfjautf. ^fgteifcsía Clmans er t íatfjargötu 6 a. ®ptn öaglega fl. 9—6 Stmi 2353 XIV. ár. Reykjavík, 22. nóvember 1930. 66. blaS. Landbúnaðarlánið og skrípaleikur íhaldsflokksins 1. Skrif Morgunblaðsins og fram- koma ráðandi manna íhalds- flokksins í sambandi við land- búnaðarlántökuna, eru eitthvert ljótasta hneykslið í íslenzkri stjórnmálasögu síðan í fjármála- ráðherratíð Magmúsar Guðmunds- sonar. En sú framkoma á sér langan aðdraganda, þ. e. ára- langa, þráláta baráttu flokksins gegn viðunandi lánsstofnun handa landbúnaðinum. Hér í blaðinu hafa áður verið rifjuð upp aðal- atriði þeirrar minnisverðu bar- áttu, andstaða Jóns Þoriákssonar gegn Byggingar- og landnáms- sjóði og tilraun hans til að hafa ríkissj óðsframlagið af Ræktunar- sjóði, blaðagreinar Áma frá Múla um áburðarstyrkinn, þar sem hann hæddist að tilraunum Fram- sóknai’flokksins til þess að gjöra bændum mögulega notkun tilbúins áburðar., sem ómótmælanlega er beint skilyrði þess, að nokkrar verul egar j ai'ðræktarframkvœmd- ir geti átt sér stað, og síðast en ekki sízt atkvæðagreiðsla Magn- úsar Jónssonar, sem á þinginu 1928 opinberlega og í viðurvist alls þingheims, lýsti yfir and- stöðu gegn lögunum um Búnaðar- bankann. En skrípaleikurinn um íhalds- flokkinn og landbúnaðariánið er í stuttu máli á þessa leið: Árið 1929 greiðir flokkurinn óskiftur á Alþingi atkvæði með því að stjóminni sé heimiluð 12 milj. kr. lántaka, og er tilgreint, til hvers lánið skuli notað. Og ekki nóg með það. Rétt áður en lán- tökuheimildin var lögð fyrir þingið, hafði Jón Þorláksson haft orð á því í ræðu í efri deild, að sér þætti stjómin sein á sér að leita heimildarinnar, og að hann fyrir sitt leyti óskaði eftir því, að tillaga um slíka lánsheimild yrði lögð fyrir þingið. Á þinginu 1930 samþykkti íhaldsflokkurinn aftur sömu lántökuheimildina mótspymulaust. Var þá ekki ann- að sýnilegt en að flokknum væri mjög annt um, að lánið yrði tekið. Svo mjög var íhaldsþingmönnun- - nt- um þá áfram um, að lánið feng- ist, að þeir gengu frá heimildinni á þá leið, að stjóminni var í sjálfs vald sett, til hvers lánið yrði notað, en frá stjórnarinnar hálfu var vitanlega aldrei til ann- ars ætlast en að því yrði varið til að fullnægja ákvæðum laga frá síðustu þingum og þá fyrst og fremst til að sjá Búnaðarbank- anum fyrir starfsfé. Allt fram á vor 1930 heyrðist aldxei neitt um það í íhaldsblöð- unum, að neitt væri athugavert við þessa lántöku. Er þó vitan- legt, að hefði flokkurinn séð sig um hönd 0g iðrast eftir atkvæða- greiðsluna í þinginu, þá átti hann að reyna að koma í veg fyrir lántökuna, áður en stjórnin hóf samningaumleitanir erlendis. Ónot M. G. út af bráðabirgðalán- inu hjá Barckley’s Bank gat eng- inn tekið alvarlega, því að rétt um sama leyti og M. G. stóð í „eldhúsinu“ greiddi flokkurinn allur, þar á meðal M. G. sjálfur, atkvæði með lántökunni í annað En um það leyti sem forsætis- ráðherra var erlendis á síðast- liðnu vori og fréttir tóku að ber- j ast hingað heim um það, að samningaumleitanir væru í þann veginn að hefjast, snýst íhalds- flokkurinn skyndilega á móti stjöminni í lántökumálinu. Þá var að vísu ekkert sagt um það bein- línis, að flokkurinn væri andstæð- ur því, að lánið væri tekið. Þvert á móti taldi Mbl. það þá firnum sæta, að ekki væri búið að taka lánið. Það var eins og blaðið vildi koma í veg fyrir, að jafn- vel hinn minnsti grunur gæti leikið á því, að íhaldsflokkurinn væri á móti lántökunni undir niðri. Þá —: fyrir tæpum 6 mánuð- um síðan, virtist Mbl. ekki eiga í eigu sinni eitt einasta ásökunar- orð út af því, að stjórnin væri að leitast fyrir um lán. En ef lánið yrði ekki tekið — þá var stjórn- in óalandi og óferjandi, að dómi Mbl. — og síðan eru tæpir 6 mán- uðir! En gamanið gránaði fljótlega. Þá kom það í ljós svo ótvíræð- lega, að ekki var um villst, að blaðið ætlaði að gjöra það, sem í þess valdi stóð, til þess að hindra lántökuna. En aðferðin var ó- venjuleg og ódrengilegri en bú- ast mátti við, jafnvel úr þeirri átt, því að meðalið, sem átti að hrífa, til að hleypa samningaum- leitunum í strand, var það, að breiða út róg, ósannar frásagnir, um fjárhag íslenzka ríkisins. Þessi meðmæli (!) með hinu unga íslenzka ríki, hlutu að ná eyrum erlendra fjármálamanna, að dómi Mbl., úr því að þau voru borin fram í einu stærsta blaði lands- ins. Hvernig gátu þeir erlendu fjármálamenn trúað íslenzku stjóminni fyrir peningum, þegar annar stærsti stjórnmálaflokkur landsins stóð í samábyrgð fyrir þeirri yfirlýsingu, að hér byggi „félaus þjóð“, sem „gengi fyrir hvers manns kné og fengi hvergi lán“ (sbr. Mbl.)! Og meðmælin (!) um fjárhags- legt sjálfstæði Islands, gefin út af íslenzkum „sjálfstæðisflokki“, náðu eyrum erlendra fjánnála- manna. Danska fjármálaritið, „Finanstidende“, sem útbreitt er um öll Norðurlönd, varð til þess að tilkynna frændum vorum í Danmörku, Svíþjóð og Noregi hina fjárhagslegu niðurlægingu íslendinga, samlívæmt skýrslu Mbl. („ifölge Morgenbladet")! En „íslands óhamingju“ urðu ekki landráðagreinar Mbl. að vopni i þetta sinn. Lánið var tek- ið, að vísu ekki á Norðurlöndum, heldur í Englandi. Og það er eins og forsjónin sjálf hafi verið að skaprauna föðurlandssvikurun- um við Mbl. með því að leggja íslenzku þjóðinni upp í hendum- ar lán einmitt í Hambro’s Bank, sem Mbl. ávalt hafði talið hafa á- stæðu til að vera Islandi sérstak- lega óvinveittan út af lausn Is- landsbankamálsins. II. Það fer vel á því, enda sjálf- sagt engin tilviljun, að sá sem nú gengur fram fyrir skjöldu í í- haldsflokknum, til að úthúða stjórninni fyrir landbúnaðarlán- tökuna, skuli einmitt vera sami maðúrinn, sem greiddi atkvæði gegn Búnaðarbankalögunum á Al- þingi árið 1928. Ekki ber þessi ummæli svo að skilja, að Magnús Jónsson sé öðrum mönnum betur fallinn til að rita um fjármál yfirleitt. Það er alkunna, enda skjallega sann- anlegt, ef þörf krefur, að M. J. er ein af meiraháttar eyðsluklóm ihaldsflokksins á þingi og flest- um þingmönnum örari á bitlinga við sjálfan sig og og aðra. Hafa fáir verið ágengari en hann í við- skiftum við hið opinbera, sbr. t. d. málsókn hans gegn ríkinu út af bankáráðslaununum, sem M. J. varð af, er hann féll við kosn- ingu í bankaráð Landsbankans árið 1928. Hefir M. J. þar að auki nauðalitla þekkingu og þó minni ábyrgðartilfinningu í fjáimálum. Getuleysi þessa manns til að vera leiðtogi í fjármálum kemur greinilega í ljós, þegar hann virð- ist ekki skilja, að lánstími hafi á- hrif á útreikning raunverulegra (effektivra) vaxta (sbr. Mbl. 20. þ. m.). Samanburður M. J. á vaxtakjörum Islands og annara ríkja, sýnir glögglega, að hann hefir algjörlega vanrækt að afla sér upplýsinga um lán sem tekin hafa verið erlendis á þessu ári eða falið þau að öðrum kosti. Hér í blaðinu hefir hinsvegar verið gjörður allítarlegur samanburður í þessu efni. Af þeim samanburði ; er ljóst, að ísland nýtur svipaðra kjara og Noregur (en hinsvegar lakari kjara en Danmöi'k, enda engin furða, þar sem Danir eru einhver bezt stæða þjóð í heimi), en betri kjara en Austurríkis- menn og Finnar, sem eru 40—50 sinnum stærri þjóðir en íslend- ingar, og betri kjai’a en stórveld- in Þýzkaland og Japan*). Nú eftir að lánið er fengið, er af hálfu íhaldsmanna, haldið á- fram sama skn'paleiknum, sem hafinn var í sambandi við upphaf lánsumleitananna á síðastliðnu vori. Skrif Mbl. nú um lánskjörin eru alveg sama eðlis og rógui’inn um lánstraustið og aukning ríkis- skuldanna. Mbl. og íhaldsflokkur- inn hafa í raun og veru ekkert við það að athuga, þó að lán séu tekin, þó að ei’lendu fé sé veitt inn í landið á ábyrgð rikisins. Það sýnir „braskai’alánið“ 1921. Það sýna veðdeildarlánin 1926 og 1927. Það sýnir heimildin til lán- töku í Ameríku handa Islands- banka, sem íhaldið barði fram í þinginu 1927, að ógleymdri 35 milj. króna ábyrgðinni fyrir þetta sarna gjaldþrotafyrirtæki, sem *) Ummæli M. J. um bágar ástæð- ur (!) hjá þessum tveim stórveldum ertt i meira lagi broslegar. Veit M. J ekki, að þýzkaland er eitt aí aðal- framleiðslulöndum veraldarinnar og skæðustu keppinautum á heimsmark- nðinum? Og heldur M. J. að japanska stórveldið, sem um þessar mundir ei svo voldugt, að það ægir sjálfum Bandaríkjunum, þurfi að sækja fjár- málavit til Morgunblaðsmanna í Reykjavik! Jafn undarlegt er hitt, að guðfræðikennarinn, sem lifir á því að kenna prestaefnum vorum, að allir menn séu bræður, skuli fara í manngreinarAlit eftir hörundslit (sbr. Mbl. 20. þ. m.). Og illa sæmir fylgi- fiskum þess stjórnmálaflokks, sem bezt gengur fram í því að traðktt rétti lítilmagnanna, að vekja athygli á sjálfum sér í hópi hvítra manna. Utan úr heimi. Do. 10. Stæi’sta flugvél heimsins er ný- hlaupin af stokkunum í Þýzka- landi. Er hún smíðuð í Fried- richshafen við Bodenvatnið, á sama stað og „Zeppelin greifi“, og einkenni hennar er Do. 10. Hún er 73 metra löng (álíka og ,,Dettifoss“) og 53 metra breið, að vængjunum meðtöldum. Skips- höfnin er 14 manns, en alls get- ur flugvélin rúmað 150 manns, en svefnklefa hefir hún fyrir 70 farþega, og er gjört ráð fyrir þeim farþegafjölda á langferðum, en svo er til ætlast, að hún annist reglubundnar ferðir yfir Atlantz- hafið. Gjört er ráð fyrir, að hún fljúgi yfir Frakkland, Pyrenea- skaga og Azoreyjar, en leiðin þaðan yfir opið haf, til Vestui’- India, er um 3000 km. Flugvélin er knúin áfram af 12 mótorum 0g hafa þeir samtals rúmlega 7000 hestöfl. Olíu- og benzin- geymarnir taka hátt á 18. þúsund lítra, og mun það vera talinn hæfilegur fox-ði á leiðinni yfir haf- io. Farþegarýmið er búið hvers- konar þægindum á borð við þau, sem tíðkast á hinum stóru, vönd- uðu Atlantzhafsskipum. Fullhlað- in vegur flugvélin 52 smálestir. I Bandaríkjunum eru nú í smið- um 4 flugvélar, sem eiga að verða ennþá stærri en Do. 10, og í’úma 180 manns hver. Trúin á framtíð loftferðanna virðist því á engan hátt þverra við hin miklu og tíðu flugslys, sem orðið hafa er undanfarið, enda er það margra manna mál, að loft- ferðir séu enganveginn hættulegri en ferðir með skipum eða jám- bi’autariestum, þó að flugslysin veki meiri athygli en skiptapar eða járnbi’autai’slys. Frá finnska þinginu. Fyrsti sýnilegi árangurinn af kosningunum í Finnlandi er nú fi-am kominn með samþykkt þingsins um ráðstafanir til að útiloka Kommúnista frá opinbei’i’i þjóðmálastarfsemi. Voru ráðstaf- anir þessar samþykktar í tveim lagafrumvörpum. önnur sam- þykktin er um það, að gefa ríkis- forsetanum heimild til að taka sér alræðisvald „þegar ríkið er í hættu og lögum og rétti verður eigi uppi haldið á venjulegan hátt“. Hin er um kjörgengi til ríkisþingsins og sviftir alla þá kjörgengi, sem „uppvísir eru að því að vilja kollvai’pa ríkjanda þjóðskipulagi“. Jafnaðarmenn ein- ir greiddu atkvæði móti ráðstöf- unum þessum, og stóð í jámum, að samþykkt næðist, með því að til hennar þUrfti 2/3 atkvæða. Mbl.-menn heimtuðu af þing’- inu í. fyrra. Braskaraflokkur- inn, sem gefur út Morgunblaðið, hefir æfinlega verið fús til að láta ríkið ganga í ábyrgðir. Skil- yrðið frá hans hálfu hefir verið og er aðeins eitt: Að hann fái sjálfur að ráðstafa þeim pening- um, sem fengnir eru inn 1 landið á ábyrgð ríkisins. Til þess að fylla hina botnlausu eyðsluhít braskaranna em engin lán of dýr, engin fóm of þung, að dómi mannanna, sem gefa út Mbl. En lán, sem á að verja til Þingkosningar í nóvember. Tvennar þingkosningar hafa farið fram í þessum mánuði, í Bandaríkjunum 5. nóvember og í Austui’ríki 9. nóvember, 1 Banda- í’íkjxmum unnu Demokratar (st j órnarandstæðingar) mikinn sigur, og eru nú aðalflokkamir tveir, svo að segja jafnsterkir í þinginu. Atkvæðatala jafnaðar- manna tvöfaldaðist, en þó gætir áhrifa þeiri’a ekki, svo að telj- anda sé. Þótt kosningar fæi’u fram nú, situr gamla þingið, lög- um samkvæmt, fram í marzmán- uð. 1932 eiga að fara fram for- setakosningar, og er spáð sigri Demoki’ata, en úr þeirra flokki hefir ekki verið kosinn foi’seti 3 síðustu kjöi’tímabilin, þ. e. síðan Wilson sat að völdum. Republik- anar hafa lagt háa verndartolla á innfluttar vömr, en Demoki’at- ar hneigjast meir að frjálsri vei’zlun, en báðir eru flokkarmr undir áhrifum hinna voldugu auð- hringa og þjóðmálaáhugi lítill hjá almenningi. Kosningaþátttakan nú um 60%, og er það lítið í landi, sem býr við beztu sam- göngur í heimi.*). Þrátt fyrir vei’ndartollana, eiga atvinnuveg- irnir mjög örðugt uppdráttar og atvinnulausa verkamenn fær eng- inn með vissum tölum talið. Telja sumii’, að þeir séu allt að 10 milj- ónir og er ástandið þá veri’a en nokkui’sstaðar í Evrópu. Þýzka- land, sem er einna verst statt Norðurálfulanda í þessu efni, tel- ur á 4. milj. atvinnulausra ínanna og íbúar þar eru sem svarar lielm- ingi af Bandaríkjaþjóðinni. I Austuníki var kosningaþátt- takan geisimikil, allt að 90%, enda mikið í húfi, því að Fas- cistai’ bei’jast þar til valda og hóta byltingu. Eru miklar viðsjár þar í landi og leynilegur vígbún- aður. Úrslit kosninganna urðu þau, að Fascistaflokkurirm sjálf- ur hlaut nauða lítið fylgl en Jafnaðarmenn mest, en sökum ringulreiðar í flokkaskipun, er þingið sem stendur óstarfhæft. Rétt fyrir kjördag lét innanríkis- ráðhen’aim, sem er úr flokki Fas- cista, með aðstoð lögreglu og rik- ishers, gjöra húsrannsóknir hjá jafnaðarmönnum um land allt að næturlagi, til að ieita að vopna- birgðum. En stjóm flokksins ltafði borizt njósn af fyrrætlan þessari og bar leitin lítinn árang- ur, en engin mótstaða var veitt, og fór allt fram vandræðalaust. Rétt á eftir þóttist eitt af Wien- arblöðunum hafa komizt að stór- kostlegum byltingaráformum af hálfu Fascista, og væri ætlunin sú að koma á einræði í landinu, leysa upp þingflokkana og nema prentfrelsi úr lögum. Var blaðið þegar gjört upptækt, að tilhlutun Fascista, en til stórtíðinda hefir ekki dregið enn sem komið er. þess að gjöra landið betra og byggilegra fyrir hinar vinnandi stéttir, eru ávalt of dýr, jafnvel þótt þau séu tekin með betri kjörum en voldugustu ríki ver- aldarinnar eiga kost á. Sú tiltölu- lega fámenna en ógæfusama eyðslustétt, sem engar fómir fær- ir en allai’ þiggur, starir sljóum augum inn í framtíðina, nú eins og æfinlega áður. *) Kosningaþátttakan liér á landi við landskjörið í vor var um 70%. sinn.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.