Tíminn - 01.12.1930, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.12.1930, Blaðsíða 1
(Sjaíbfen og afgrci5sluma5ur ÍT í m a n s er 2? a n n p c i .g p o r s t e i n s 6 ó 11 i r, £cpfjargötu 6 a. ^eyfjaDÍf. JluAaöíað ^ýgreifcsía Címans er í Cœfjargötu 6 a. ©pirt 6aglega fl. 9—6 5imi 2353 I. ár. Reykjavík í desember 1930. 9. blað. I. Einn hinn ágætasti útlending- ur, sem gist hefir Island á hin- um síðari mannsöldrum var Dufferin lávarður. Hann ritaði bók um ferð sína, og lýsti þar m. a. ítarlega fegurð Þingvalla. Hann komst svo að orði, að ferðamað- urinn gæti farið um hálfan hnöttinn, án þess að finna slíkan stað. Þingvellir höfðu verið hinn sanni höfuðstaður Islands, meðan landið var alfrjálst og lýðveldi. Og Þingvöllur hélt áfram að vera skuggi af höfuðstað, efti-r að landið komst undir stjórn norskra og danskra konunga. Eftir móðuharðindin seinast á 18. öld fluttust síðustu leyfar Al- þingins þaðan á burtu. Staðurinn var að mestu í eyði og vanrækt- ur, þai' til nú á allra síðustu missirum. En jafnvel á þessari mestu vanræksluöld Þingvalla dró fegurð staðarins og hinar mörgu glæsilegu minningar þangað marga pílagríma árlega, bæði inn- lenda menn og útlenda. Endurreisn íslenzkrar menn- ingar byrjar fyrir alvöru 1830 með starfi Fjölnismanna. Vernd- un Þingvalla var mikill þáttur í dagskrá þeirra. Um Þingvelli orti frægasti Fjölnismaðurinn tvö hin fegurstu kvæði, sem til eru á íslenzku. Aldrei hefir aðdáun og skilningur á Þingvöllum verið dýpri og næmari en hjá „lista- skáldinu góða“. Allt sem unnt er að gera til að vernda og fegra Þingvelli er gert í anda hans. Meðan sjálfstæðisbaráttan stóð undir forustu Jóns Sigurðssonar og Benedikts Sveinssonar var Þingvöllur notaður aftur eins og helgistaður þjóðarinnar til að festa hin dýrustu heit í frelsis- baráttunni. Hvað eftir annað leit- uðu beztu menn þjóðarinnar til Þingvalla, þegar þjóðin þurfti að safna orku til nýrrar sóknar fyr- ir land og þjóð. En þegar innlend stjóm var fengin var eins og dofnaði yfir Þingvallahelginni. Að vísu var þar haldinn einn fundur eftir það, um sjálfstæðismálið. En um sama leyti var byrjað að óprýða stað- inn með timburskálum í hinni fomu þinghelgi, þar sem engin hús voru til foma og engin hús máttu vera, nema til mikilla lýta. Auk þess var umgengni mjög áfátt, bæði við þessi hús og víð- ar á Þingvöllum. Þannig, að með- ferð staðarins varð með ári hverju til meiri og meiri minnk- unnar fyrir þjóðarmetnað smekk- vísra manna. Á söguöldinni höíðu miklir skógar hulið dalinn allan frá vatninu og norður til fjalla. Enn er þetta svæði kallað Bláskógar, því að hitablámi vorsins hafði einkennt þetta hérað, þegar gest- ir voru þar flestir, meðan þar var þinghald og dómstóll. Framan af var byggð mikil í þessum skógi, og lifði búpeningurinn af útigangi í skóginum. En smátt og smátt eyddist skógurinn, af beit og kolagerð, og um leið íækkaði býlunum og byggðin færðist saman og nú um alda- mót var svo komið að ekki var eftir auk prestssetursins nema tvö býli í Þmgvallahrauni, smá- býlin Hrauntún og Skógarkot. Engi og tún var lítið á öllum þessum bæjum, og sauðfénaðm- inn, sem stundum mun hafa ver- ið um 6—7 hundnið lifði að lang- mestu leyti á skóginum. Búsmali þessara þriggja jarða var þannig á góðri leið með að eyða síðustu leyfum hinna fornfrægu, bláu skóga. Þá kom ný þjóðarvakning, með ungmennafélögunum. Fyrir æsk- unni í landinu var Þingvöllur einn hinn glæsilegasti helgistaður. — Fyrir æskunni var það sjálfsagt atriði að vemda Bláskóga og margir þingmenn, er tekið höfðu þátt í starfi ungmennafélaganna, og áttu æskuheit að efna. í flokki jafnaðarmanna var auk þess velvild til Þingvalla og einn af þingmönnum þess flokks, Héð- inn Valdimarsson, hafði opinber- lega komið fram með þá tillögu að gjöra Þingvallakirkjugarð að nokkurskonar Westminster Ab- bey, grafreit fyrir merka Islend- inga. Alþingi samþykkti nú lög um friðun Þingvalla og skyldi sú breyting verða 1930, á hátíðaár- inu sjálfu. Var þar að mestu mjög mikið bar á húsum þess- um, þar sem þau voni áður, ber nú lítið á þeim, og má segja, að þau prýði fremui’ en lýti, þar sem þau nú eru. Má smátt og smátt bæta við nokkrum sumar- húsum á þeim stað, án þess að r'ýtt svipmót komi á Þingvelli. Þriðja verk nefndarinnar, sem mikla þýðingu hefir, er vega- gjörð vegna hátíðahaldanna. Var há fyrst lagður góður akvegur norður á Leirur, þar sem tjald- borgin stóð, og síðan ruddur veg- ur norður með Ármannsfelli og vfir Kaldadal. Samhliða þessu var vegur lagður syðst yfir Þing- vallatúnið, falleg steinbrú reist yfir ána og vegur gjörður að A'alhöil, konungshúsinu og suð- ur að vatni, þar sem Þingvalla- báturinn, Grímur geitskör, ligg- ur við bryggju. Vegna þessara vegabóta geta gestir, er til Þing- valla koma, auðveldlega kynnst staðnum miklu meir, alla leið meðfram Almannagjá og norður að Áimannsfelli. Það má segja með öðrum orðum, að talsvert mikið af fegurð Þingvalla, sem áður var lokuð flestum gestum, sé nú eins og opin bók fyrir öll- um er þar koma. Hin fjórða og dýrasta af fram- kvæmdum hátíðamefndarinnar, er vegurinn yfir Mosfellsdal. Sá vegur hafði verið áætlaður áður, en fluttist með þessum hætti fram um nokkur ár. Vegur þessi liefir verið bílfær í vetur, þrátt fyrir mikla umhleypingatíð, og má því segja, að hans vegna séu Þingvellir komnir í beint og nokkumveginn örugt samband við Reykjavík, nálega allt árið. Vegna hátíðarhaldaxma var eigandi Valhallar studdur bæði beint og óbeint, til að gjöra gistihúsið viðunanlegt fyrir þann stað, þar sem það starfar. Var því gjörbreytt við flutningiim og bætt á margan hátt. Gildaskáli mikill var byggður áfastur því og geta meir en 200 manns setið þar til borðs í einu. Er nú þess- vegna hægt að halda fundi mikla á Þingvöllum framvegis, að húsakostur er þar nú miðað- ur við miklar gestakomur. Há- tiðarnefndin fékk í Þýzkalandi tækifæriskaup á yfirbyggðum vélbát, sem rúmar um 40—50 menn. Var hann keyptur, flutt- ur á Þingvallavatn og skírður Grímur geitskör. Meðan stóð á hátíðarhöldunum, var hann not- aður minna en við var búizt, en til frambúðar er hann einkar hentugur við vatnið. Fram aó þessu hafa fáir Þingvellagestir kynnst vatninu nema með því að renna augum yfir það úr nokkurri fjarlægð. Nú geta hóp- ar ferðamanna leigt bátinn og á 2—3 stundum kyxmst fegurð vatnsins, sem er litlu miimi en fegurð hraunsins. Þingvallabærixm var samsafn fjölmargra óreglulegi’a timbur- skúi’a, frá þeim miUibilstíma ís- lenzkrar byggingarlistar, þegar hætt var við torfbæi, en stein- hús óþekkt. Kviðu margir þjóð- i-æknir meim fyrir, ef hús þetta yrði uppistandandi á hátíðinni, og bærist á vængjum ljósmynda- listarinnar út um allan heim. Fór svo, að það var rifið og reist í staðinn vandað steinhús, með þrem bustum. Veggimir voru ó £. Hátíð allra hátíða! Drottins dýrðar']ól! í daganna keðjn, sem hnattkerfi sól. Hjá norðurheims fornþjóðum fagnaðar-minning um fiarandi myrkur og hækkandi sól. Hin austræna guðstrú með valdboð og vinning )big vígði þeim lávarð, sem Guðsmóðir ól. Hátíð allra hátíða! Drottins dýrðar-jól. Þú daganna perla. Vor himneska sól! Ljóma þínum stafar á leiðir hvers manns, Ijósanna hátíð! Sem guðlegur kranz þú berð af þeim fegurstu fagnaðarstundum hins fjálga og hrífnæma, djúpúðga manns. Og barnið, þitt sólskin í sakleysis mundum sækir og ber til hins lokaða ranns. Ljósanna hátíð! svo lengi endist fjör, Ijóma þínum stafar á jarðbúans för. Dýrð sé guði’ í upphæðum. Friður um fold! Frelsarinn oss leysir af dróma þínum mold. Vor jarðlægi andi á vængum vona sinna sér vindur nú hátt yfir duptsins lægð og neyð. I heilögu umhverfi hjörtu vor finna, þá hjálp, sem oss styður á fallgjarnri leið. Dýrð sé Guði’ í upphæðum! Færi hann oss frið. Fögnum íjóssins hátíð í nýjum sið. Sigurðuv Jónsson á Arnarvatni þincpefftr ^>eígistafeur <3síenbtnga Þingvellir, nýi bærinn og kirkjan. græða nýjan skóg á Þingvöllum. Einn af sérkennilegustu mönnum ungmennafélaganna var Guðm. Davíðsson, hinn mesti umhyggju- maðui' um náttúrufriðun, sem uppi hefir verið hér á landi. Hann tók nú forustuna um friðun Þing- valla, ritaði um það hverja greinina af annari, hélt um það fyrirlestra, og gerði það að þýð- ingarmiklu þjóðmáli. Hugmynd Guðm. Davíðssonar var sú, að friða með girðingum sléttlendið milli Almannagjár og Hrafnagjár, frá Þingvallavatni og norður að Ármannsfelli, og hlífa þannig þeim gróðri, sem þar er nú, og rækta síðan skóg að nýju þar sem trjágróðrinum hafði ver- ið eytt. I þessu friðlýsta svæði skyldu öll dýr eiga griðastað, en er til kom þóttu sum dýr óverð- ug að lifa í þeirri Paradís. Jörundur Brynjólfsson bar þetta friðarmál fyrst fram á Al- þingi 1919, og síðan hefir það aldrei gleymst með öllu, en oft átt -erfitt uppdráttai’. Það má segja, að á árunum 1920 til 1930 j hafi verið háð í þjóðlífinu glíma j um líf og framtíð Þingvalla. Ann- ars vegar voru eftirmenn og skoð- anabræður Jónasar skálds Hall- grímssonar. Þeir vildu halda Þingvelli í sinni fomu dýrð, vernda náttúruna, græða aftur hinn eydda skóg, halda í heiðri frægð og ljóma staðarins, undir nútíma kringinnstæðum. Hins- vegar voru menn, sem í hæsta lagi vildu friða vellina, þótti Val- höll til prýði, eins og hún var, töldu sjálfsagt, að herja áfram á skóginn í hrauninu, höfðu enga tilfiningu fyrir niðumíðslu prestssetursins og hefðu talið til bóta að fylla hraunið með sum- ai’bústöðum, sviplíkum þeim, er reistur var í Fögrubrekku. Með þessu móti hefði Þingvöllur orð- ið einskonar vanskapað Skild- inganes, niðurnídd hjáleiga frá höfuðstaðnum. H. Með kosningasigri Framsóknar 1927 voru forlög Þingvalla ráð- in. 1 þeim flokki voru þá all- byggt á tillögum Guðm. Davíðs- sonar og samherja hans. Hinn forni þingstaður skyldi lagður undir yfirráð Alþingis sjálfs. Þriggja manna nefnd, kosin í byrjun hvers kjörtímabils, skyldi fara með umráð staðarins fyrir Alþingi. Hraunið milli gjánna átti að friða með girðingu fyrir ágangi búfjár, en bæta bændun- um í Hrauntúni og Skógarkoti eftir mati skaða þann er þeir biðu við að hætta sauðfjárbú- skap. I fyrsta sinn voru kosnir í nefndina Jón Baldvinsson fyrir jafnaðaimenn, Magnús Guð- mundsson fyrir íhaldsmenn og sá sem þetta ritai’ fyrir Framsókn- arflokkinn. Hefir það fallið í skaut okkar þremenninganna að koma skipulagi á þetta friðunar- mál. Svo kom afmælishátíðin og ýtti Þingvallamálinu langt áleiðis. Ég var sá eini, sem átti sæti í báðurn nefndunum, Þingvalla- nefndinni og hátíðarnefndinni, og féll það því í minn hlut, að reyna að miðla svo málum, að semmest af því, sem gjört yrði til prýðis fyrir Þingvelli vegna afmælishá- tíðarinnar, gæti líka orðið varan- legt fyrir Þingvöll sem helgistað íslendinga. Eitt hið fyrsta, sem hátíða- nefndin lét framkvæma af því tægi, var að slétta vellina. Upp- runalega hafa vellimir vitanlega verið sléttir, eins og nafnið bend- ir til, myndaðir af leirframburði Öxarár. Á hnig-nunaröldunum voru vellir þessir úr sér gengnir, orðnir sundurtroðnir af vatns- greftri og reiðstígum. Mátti segja, að hinir fomu vellir væru lítt hæfir til að mikill mann- fjöldi gæti um þá farið. Það mun hafa kostað um 20 þús. kr., að slétta vellina, en héðan af geta þeir verið grænir og sléttir eins og Hólmurinn í Skagafirði. Annað meiraháttar verk, sem hátíðamefndin lét framkvæma, var að færa timburskálana tvo, Valhöll og konungshúsið, úr sjálfri þinghelginni, og suður fyrir ána, í hlé við eystra barm Almannagjár. I stað þess að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.