Tíminn - 01.12.1930, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.12.1930, Blaðsíða 2
2 TÍMINN gráir og úfnir eins og' hrauníð í kring, og dökkgrænt torfþak of- an á bárujárninu. Þótti flestum gestum, innlendum og útlendum, hinn nýi sveitabær sóma sér prýðilega. — Kirkjan er gömul og- nokkuð fátækleg. Hún var samræmd bænum að lit og varð ekki betur ráðið fram úr því efni eins og á stóð. III. Þúsund ára hátíðin hefir skilað Þingvöllum í nýrri mynd. Þing- vellir bnigðust heldur ekki há- tíðargestunum. Ég hefi lesið nokkur hundruð frásagnir um hátíðina. Flestar eru lofsamleg- ar, og þannig munu vera mirin- ingar gestanna yfirleitt. En um Þingvelli eru allir sammála, bæði hina unaðslegu fegurð staðarins og þá ekki sízt hinn breytilega ljóma, sem staðurinn birtist í iiátíðardagana fjóra. Menn úr Eeykjavík og nágrenninu, sem eft höfðu komið til Þingvalla, sögðu eftir þriggja eða fjögra daga dvöl um hátíðina, að þá hefði aldrei getað dreymt um slíka fjölbreytni í fegurð, í lit- um og línum, eins og þeir kynnt- ust þá. Það er vandi að fara með slík- an dýrgrip, þó að það sé mikil gæfa fyrir fátæka þjóð að eiga þvílíkan helgistað, þar sem sögu- frægð, söguminningar og fegurð náttúrunnar sameinast í hiuni mestu fullkomnun. Þjóðin hefir í sambandi við hina miklu hátíð sína, eins og nú hefir verið lýst, lagt grund- völl hins nýja viðhorfs til Þing- valla. Héreftir þarf fyrst um sinn litlu til að kosta. Hraunið hefir verið girt í sumar. Öll sauðfjár- beit hættir að skaða skóginn frá byrjun næsta vors. Skógurinn Ijyrj ar að dafna við friðunina, eins og á Vöglum og Hallorms- stað. Vellimir eru sléttir og prýðilegt tún. Þeim yrði bezt haldið við með tilbúnum áburði og að vera slegnir snemma sum- ars, um leið og túnið sjálft. Og á íslandi mun góð taða lengst af hafa örugt verðgildi. Sauðbeitin frá Þingvallabænum hefir gjör- eyðilagt skóginn næst bænum og við vellina. Þar er verkefni fyrir umsjónarmanninn, Guðm. Da- víðsson, að græða nýjan skóg, og mun hann nú þegar hafa byrjað með skynsamlegum undirbúningi. Það þarf að klæða nakta hraun- ið við hina grænu velli og djúpu gjár með því tærasta og kald- asta vatni, sem til er á íslandi. Verndun Þingvalla er í því fólgiin, að leyfa náttúrunni að njóta sín, og breyta ekki svip staðarins með mannvirkjum, sem eru í ósamræmi við Almanna- gjá, vellina og hraunið. Hin nýju hús hafa veríð sett á fagran stað, en þó í hlé og utan við þinghelgina. Á Þingvöllum sjálf- um hefir verið lágur sveitabær í 1000 ár. Hann er nú endurreistur og þykir fara vel. Við hlið hans hefir staðið kirkja í meir en 900 ár. Hana þarf að endurreisa, í látlausum, en sviphreinum stíl. Væntanlega verður það gert inn- an skamms og mætti þá vel fara á, að þar væri geymd brunaaska þeirra manna, er þjóðin vildi sína sérstakan sóma. En fleiri hús eiga ekki og mega ekki vera á sjálfum þingstaðn- um, en sveitabær og kirkja, grænt tún, grænir vellir, Al- mannagjá, fossinn, vatnið, og skógur og blóm hvar sem fót- festa er í öllu Þingvallahrauni. Þannig verður væntanlega sum- arsvipur Þingvalla eftir 70 ár, þegar kristnin lá íslandi heldur sitt 1000 ára afmæli. Menn höfðu spáð ýmsum mið- ur vingjarnlegum spám í sam- bandi við friðunina. Það var sagt, að girðingin yrði stór og ókleif fyrir kostnaðarsakir. Svo fór, að þrír menn girtu hraunið á parti úr sumri, og girðingin er styttri heldur en mannvirki af sama tægi, sem einstakir bændur hafa lagt í fyrir eina jörð. Því var spáð, að girðingin myndi ekki standa. En hún er byggð á hrauni og sléttlendi og fæst ekki betri undirstaða. Menn sögðu, að það væri fjandskapur við landbúnaðinn, að hætta sauðfjárbúskap á tveim smájörðum í hx-auninu. Af sömu ástæðu hafði verið hætt við sauðfjáreign á Vöglum og Hall- ormsstað og enginn skaði skeð, nema eí það er tjón að skógui- inn hefir kastað ellibelgnum á báðum þeim stöðum. Á sama tíma hefir bóndinn á Amarfelli í Þingvallasveit verið efldur með hjálp til girðinga og arrnara um- bóta, svo að hann getur haldið áfrarn sauðfjárbúskap þar, sem áður var vafasamt. Auk þess hefir eyðijörðin Svartagil, norð- an við Brúsastaði, verið byggð upp að nýju og mun tæplega fara í eyði. Og þó að sauðfjárbúskap- ur hætti á tveim jörðum í sveit- inni, þá vei-ður búið þar engu að síður. Þannig x-eyndist það líka aðeins illur draumur bölsýnna manna, að Þingvallasveit leggist í eyði við friðunina. Þvert á móti mun sveitin blómgast við ræktun og vernd. En án slíkrar verndar var mikil hætta á að síð- ustu skógarbýlin færu í auðn á eftir hinum, sem hafa horfið um leið og skógurinn breyttist í auðn og mosaþembur. Lögin mæla svo fyrir, að Þing- völlur skuli framvegis vera helgistaður íslendinga. Þangað iriunu í framtíðinni koma ennþá fleiri gestir, erlendir og innlend- ir, heldur en hingað rtil. Þeir eiga xni kost á að sjá alla fegurð Þingvalla og vatnsins, á tiltölu- lega skömmum tíma. Þeir geta líka dvalið til lengdar í hinu myndarlega gistihúsi og séð í hrauninu og við gjárnar nýja fegurð á hverjum degi. Fleifí stígar og brautir munu smátt og smátt koma um hraunið austan- vert frá Vellankötlu norður í gegnum skóginn þar sem hann er nú minnst skemmdur. Þar opnast ferðamönnunum nýr og fagur heimur. Vegurinn til Þingvalla og húsakyiinin þar gjöra auðvelt að halda þar fundi félaga og sam- banda, er ná yfir landið allt. Sumir tala um að 5. hvex*t vor færi vel á að hafa hátíð fyrir æsku landsins, á Þingvöllum, kappmót í margskonar íþróttum, andlegum og líkamlegum. Með því móti væxi hvexri kynslóð gef- ið tækifæri til að opna hug og hjarta fyrir áhrifum hinnar dul- arfullu fegurðar Þingvalla. Umsjónarmaður Þingvalla býr nú í nokkrum hluta hins nýreista bæjai’. En auk þess eru þar nokkur herbergi, sem standa með fullum húsbúnaði, eins og þau voru í vor, er gestir landsins hui'fu þaðan. Það hefir liomið til mála að láta þau vera þaxmig jafnan reiðubúin til risnu fyrir landið. Forsætisráðhei'ra Breta hefir slíkan stað utanbæjar, þar sem hann tekur á móti góðum gestum. Hér gæti hið sama átt við. Til háskólans, bankanna, íil dómenda í endurreistum fimmt- ardómi lýðveldisins munu koma gestir, sem. myndi þykja það mikil sæmd að vera einn eða tvo daga með íslenzkum stéttar- bx-æðrum í hinurn snotru húsa- kynnum í bænum á Þingvöllum. Næsta sumar kenxur til íslands eitt af frægustu skáldum álfunn- ar, sem full vissa er fyrir, að telur dvöl i ríkisbústaðnum á Þingvöllum bæði gleði og sæmd. Síðustu 10 árin hefir vegur Þingvalla verið að vaxa. Þjóðin hefir gjört mikið til að þessi fagri og frægi staður fái að njóta sín. Vonandi heldur sú stefna áfx-am, svo að minnsta, írjálsa menningarþjóðin í heim- inum sannreyni það um langa framtíð, að þar sé bergkastaii frelsis hennar. J. J. 5x*á úfr>arpmu 'gJtðfoí' riið góna& úfrarpööfjóra Um síðastliðna helgi hóf út- varpsstöðin nýja reglubundna starfsemi, og hefir varpað út síð- an á hverjum degi, samkvæmt dagskrá, sem auglýst er fyrir- l'ram í dagblöðum í Reykjavík og auk þess tilkynnt frá stöðinni sjálfri. Á laugardagskvöld fluttu þeir Jónas Jónsson ráðherra og Guðm. Bjömson landlæknir ræð- xir í útvaxrpið í tilefni af opnun landspítalans þann dag\ Á sunnu- ciag var útvarpað guðsþjónustum og |iá um kvöldið flutti próf. Sig- urður Nordal ei’indi um „útvarpið og bækurnar". I gærkveldi flutti próf. Einar Arnórsson erindi — Þ * ■ ■" ’ ~~ .’ ^ Jónas porbergsson, útvarpsstjóri. ir borizt bréf frá loftskeyta- manninum á togax’anum „Agli Skallagrímssyni“, þar sem hann tjáir mér, að hann hafi heyrt ágætlega til stöðvarinnar og var hann staddixr í Norðursjó, hundr- að mílur sunnan við Pentlands- fjörð. Og þetta var meðan stöð- in sendi nxeð hálfri orku sinni. Skeyti hafa og borizt frá Eng- landi til verkfi’æðinganna, sem vinna að uppsetningu stöðvarinn- ar, um að stöðin hafi heyrst í Lundúnum. — Hvað er gjört ráð fyrir löngum í’eynslutíma? — Reynslutíminn verður að minnsta kosti einn mánuður. Yfirmaoui’inn við uppsetningu senditækjanna, Mr. Oliver, hefir gefið mér góðar vonir um, að stöðin verði fullbúin og full- reynd í lok janúarmánaðar. -— Verður endurvai’pað frá er- lendum útvaxpsstöðvum ? Fullnaðarákvörðun hefir Utvarpsstöðin á Vatnsenda. Stengui’nar, hvor um sig, eru 150 metra háar. það fyrsta af fjórum — um þjóðabandalagið. Auk erinda þessara hefir verið varpað út söng, hljóðfæraslætti, upplestri, fréttum, veðurskeytum, barnasög- um o. fl. Enn er starfsemi stöðv- arinnar þó talin á tilraunastigi. Ritstjóri Tímans hefir haft tal af Jónasi Þorbergssyni útvarps- stjóra, viðvíkjandi starfsenxi og framtíð útvarpsins: — Hvernig heyrist til stöðvax- innar ? — Þeirri spurningu getur ekki orðið fullsvai’að að svo stöddu nxeð því að sending stöðvarinnar er enn á tilraunaskeiði. En reynsla sú, sem þegar er fengin, bendir til, að ágætlega muni heyr- ast til stöðvarinnar um mestan hluta landsins og að hún muni skila hljómleikum og tali svo hreinu og skýru sem bezt verður á kosið. — Mér hefir borizt fjöldi símskeyta frá hrifnum og þakklátum hlustendum í landinu. Lakast heyi’ist til stöðvarinnar á Austfjöi’ðum, enda sitja Austfirð- ingar nxest fyrir truflunum fi’á stöðvum í Noregx, sem senda með mikilli orku og eru hvimleiðar út- varpsnotendum, eigi sízt í Dan- mörku. — Langdi’ægi stöðvarinn- ar er ekki fullprófað. En mér hef- ekki verið tekin um það efni. Móttökustöð til fullkomins endur- útvarps myndi, samkvæmt áætl- un útvarpsverkfræðingsins, kosta um 20—25 þús. kr. Mun atvinnu- niálaráðheri’ann hafa ákveðið að skjóta þeirri framkvæmd nokkuð á frest. Ef endurútvarpa ætti frá erlendum stöðvum að verulegum mun, yrði að lengja starfstíma stöðvai’innar frá því sem nú er á- kveðið. En slíkt kemur í bág við skynsamlega sparsemi, eins og nú horfir og væri auk þess ófram- kvæmanlegt í skammdeginu, með því að rafveita Reykjavíkur verð- ur að afskamta þann tíma dags- ins, er hún getur látið stöðinni í té fulla orku. — Hinsvegar nxunu gei’ðar tilraunir að endui’- varpa með ódýrum tækjum og mun reynzlaix skera úr hversu það gefst. — Ilve lengi verður útvarpað daglega ? — Þegar stöðin er komin í fullt lag, cr fyrirhugað að skóla- kennsla hefjist á morgnaha um leið og skólar landsins byrja starf sitt á morgnana. Veðux*- fregnunx verður útvarpað fjór- um sinnum á dag og veðurskeyti send til útlanda þrisvar sinnum daglega. Þá vinnur stöðin eins og loftskeytastöð og sendir með tvö- faldi’i útvaxpsorku eða um 32 kw. Aðal starfstími stöðvarinnar verður á kvöldin eftir kl. 19.25. Alls mun stöðin, að óbreyttum dagski’ártíma, starfa um 4—5 stundir daglega. — Hvaða stai’fskröftum hefir útvarpið á að skipa? — Utvarpið hefir ráðið bráða- .birgðarráðningu í þjónustu sína 1 fi’éttamann, Ásgeir Magnússon, og 2 hljómlistarmenn þá Emil Thoroddsen og Þórarirm Guð- mundsson. Það hefir gjört fast- an samning við Hljómsveit Reykjavíkur um tvo hljómleika á viku, til næsta vors. Að öðra leyti eru starfskraftar útvarps- ins óákveðnir og ei’u jafnhraðan gjöi’ðir samningar við þá meim, senx á hverjum tíma stai’fa fyrir útvarpið. Þulur útvarpsins er ungfrú Sigrún Ögmundsdóttir. Þá er og ungfrú Guðrún Reyk- holt starfskona á skrifstofu út- varpsins. — Auk verkfræðings útvarpsins, hei’ra Gunnlaugs Briem, sem hefir umsjón með Gunnlaugur Briem, verkfræðingur, sem eftirlit annaðist með srtuði stöðvarinnax’. verkfræðilegri hlið útvarpsins, eru ráðnir tveir vélgæzlumenn við stöðina, þeir Sveinbjönx Eg- ilsson og Dagfixmur Sveinbjörns- son og tveir menn í magnara- salinn, þeii’ Friðrik Jónsson og Davíð Ámason. — Hvenær hefst tungumála- kennslan ? — Tungumálakennslan hefst þegar eftir nýár. — Hve margir útvarpsnotend- ur eru nú í landinu? — Þessari spurningu getur ekki orðið fullsvarað. Alls munu allt að 2000 hlustendur hafa til- kynnt itæki sín. Um áramótin /fáum við skýrslur frá útsölu- mönnum Viðtækjaverzlunarinnar um þá, sem keypt hafa tæki síð- an vei’zlunin tók til starfa. Tel ég óhætt að fullyrða, að útvarps- hlustendur séu nú þegar nokkuð á 3. þúsund. — Er hugsanlegt, að komizt verði af með ódýrari tæki en gjört var ráð fyrir í upphafi? — Reynslan, það sem af er, bendir á, að um mestan hluta landsins verði unnt að hlusta á stöðina með 2-lampa Philips og þriggja-lampa Telefunken, sem eru svipuð að verði og styrkleik og munu kosta upp komin ná- lægt 200 kr. Yrði sú niðurstaða svipuð því, sem gjört var ráð fyrir og þó ekki lakari. — Hvaða fréttasambönd hefir útvárpsstöðin ? — Útvarpsstöðin hefir gjört samning við fréttastofu Blaða- mannafélagsins um notkun þeirra frétta, er henni berast. Auk þess hefir hún ráðið frétta- ritara í öllum héruðum og kaup- stöðum landsins. — Verður varpað út umræðum á Alþingi? — Forsetar þingsins og þing- ið sjálft mun á sínum tíma taka ákvörðun um það. Islendmgar munu, því betur, síður vera haldnir af ótta við málfrelsi í útvarpið, ef jafnréttis er gætt, heldur en títt er í nágrannalönd- unum. Ég hefi gjört ráðstafanir itil þess að leiðslur verði lagðar í Alþingishúsið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.