Tíminn - 10.12.1930, Qupperneq 2

Tíminn - 10.12.1930, Qupperneq 2
TlMINN 262 Björgimarskipið „Þór“ Viðtal við Pálma Loftsson forstjóra. Skoðunargjörð frá umboðsmanni Brorson & Overgaard um byggingu og ásigkomulag skipsins. Svör til Gísla Jónssonar frá Pálma Loftssyni forstj. Aðfaranótt 2. des. s. 1. kom Pálmi Loftsson forstjóri hingað með björgunarskipið, sem hann hefir keypt^ í Þýzkalandi fyrir hönd ríkisstjómarinnar. Skipið er togari, byggður til að stunda veiðar norður í Hvítahafi, og hét áður „Senator iScháfer". En ríkisstjómin hefir ákveðið, að það skuli framvegis bera sama nafn og hið gamla björgunar- skip Vestmannaeyja, sem eins og kunnugt er, fórst á Húnaflóa í fyrravetur. I daglegu tali er það nefnt „nýi Þ6r“. Stuttu eftir að „Þór“ kom hing- að, átti ritstjóri Tímans tal við Pálma Loftsson forstjóra Skipa- útgjörðar ríkisins, en Pálmi hefir, eins og áður var getið, annast kaupin fyrir hönd ríkisstjómar- inriar. Fara hér á eftir spurn- ingar blaðsins og svör forstjór- ans: Viðtal við Pálma Loftsson forstjóra. Til hvers er skipið keypt? Fyrst og fremst sem björgun- arskip. Aðallega á það að hafa eftirlit með fiskibátum á vertíð- inni í Vestmannaeyjum og ef til vill víðar. Teljið þér skipið hentugt til björgunarstarfsemi ? Aðalatriðið viðkomanda björg- unarskipi er náttúrlega, að það geti verið úti á sjó í vondum veðrum, en það hefir fyllilega sýnt sig, að Þór þolir vel sjó, því að á leiðinni hingað frá útlönd- um lentum við í einhverju versta veðri, sem komið hefir hér við land, og sakaði skipið ekki á neiim hátt. 'Svo mikill var sjór- inn, að Lyra, sem er stórt far- þegaskip, laskaðist mikið í veðrinu og allir togarar, sem vom á sömu slóðum og Þór um þetta leyti, komu meira og minna skemmdir í höfn. Hefði ekki verið æskilegra að láta byggja skip? Jú, ef ekki væri nóg annað með peningana að gjöra. En nýtt skip af svipaðri stærð og itegund myndi hafa kostað 16—18 þús. pund sterlings, en Þór kostaði tæplega helming þeirrar upphæð- ar eða um 8000 £ hingað kom- inn. Og þá hefðu Vestmannaey- ingar orðið að láta sér nægja vitabátinn Hermóð eina vertíð- ina enn, enda mun það hafa ver- ið þegjanda samkomulag allra hlutaðeigenda, að keypt yrði skip, en ekki biðið eftir bygg- ingu á nýju skipi. Hverjir komu með skipið hing- að? Skipshöfnin var sumpart ís- lenzk og sumpart þýzk. Skip- stjómina annaðist ég sjálfur. Áður en ég fór, auglýsti ég eftir tilboðum í að sigla skipinu hing- að, en skipstjórar fengust ekki fyrir minna en um 2000 mörk, þ. e. á þriðja þúsund krónur ís- lenzkar. Þarf að gjöra miklar breyting- ar á skipinu til þess að það geti starfað sem björgunarskip? Breytingamar eru tiltölulega litlar. Aðalbreytingin er í því fólgin að þilja af herbergi handa yfirmönnum í vara-kolalestinni, og höfum við þegar fengið til- boð í það verk fyrir 3000 krónur. Þá verður byggður pallur undir fallbyssu frammi á skipinu. Ennfremur verða settar bátaugl- ur sitt hvoru megin við ketil- reisnina, og akkerisvindan, sem kemur með Selfossi sett niður. Felst hún í áðurnefrdu kaup- verði skipsins. Sömuleiðis verður þiljað af baðherbergi undir 'stjómpallinum til afnota fyrir skipshöfnina. Að þessu loknu er skipið fullbúið til björgunar- starfsemi. Samkvæmt lauslegi’i á- ætlun sérfræðinga, fara þessar breytingar samanlagðar ekki fram úr 12 þús. krónum. Vai- hægt að fá ódýrara skip? Já, mjög mörg. 1 höfnum er- lendis liggur fjöldi skipa, sem ekki eru talin nothæf til fisk- veiða, hvað þá björgunarstarfs, en ganga kaupum og sölum milli skipabraskara. Þessi skip er hægt að fá mjög vægu verði, allt nið- ur að 1000 £, en slíku skipi datt mér auðvitað ekki í hug að líta við, enda myndi Vestmannaey- ingum lítill greiði gjörður með því að fá þeim björgunarskip, sem ekki væri einu sinni sjálf- bjarga. Hvað getið þér sagt um rekst- urskostnað skipsins? Stærsti liðurinn í reksturs- kostnaðinum eru kolin. Ég valdi einmitt þetta skip mikið af þeirri ástæðu, að kolaeyðsla þess er til- tölulega mjög lítil, 5—5Vá smál. á sólarhring með 10 mílna hraða á vöku. Til samanburðar skal ég geta þess, að Óðinn eyðir allt að 14 smál. á sólarhring og gamii Þór, sem hafði 100 hestöflum kraftminni vél en nýi Þór, eyddi ekki undir 8 smál. Eftir því ætti nýi Þór að verða mun ódýraii í rekstri en gamli Þór, þótt stærii sé og fullkomnari. óskið þér að taka fram fleira viðvíkjanda skipinu? Það væri kannske rétt að geta þess, að skip, sem byggt var á sama tíma, eftir sömu teikningu og í sömu skipasmiðju og Þór, var selt til Ameríku nokkrum dögum eftir að ég undirskrifaði samninginn og átti að nota þar til hvalveiða. Það skip var selt fyrir 9000 £ eða rúml. 20 þús. kr. meira en Þór. Lýsing Þórs eftir skoðunaimann frá firmanu Brorson & Overgaard. „Skoðunargjörð fyrir togarann „Senator Schafer“. Samkvæmt beiðni herra for- stjóra Pálma Loftssonar fyrir hönd íslenzku ríkisstjómai’innar fór ég undirritaður hinn 6. nóv- ember 1930 til Hamborgar til þess að skoða ofannefnt skip; 7. nóvember var ferðinni haldið á- fram til Cuxhaven, en þangað var skipið komið. Ég skoðaði skipið lauslega sama dag og ná- kvæmar daginn eftir þegar búið vai’ að opna ketilinn og taka vél- ina o. fl. í sundur og skipið hafði verið sett í slip í Cuxhaven. „Senator Scháfer1' er byggt úr stáli hjá Caesar Wollheims skipasmíðastöð í Kratzwick ná- lægt Stettin árið 1922 samkvæmt hæsta flokki Germanischer Lloyd og styrkt vegna íss, með þessu flokksmerki: 100 A (E), og er flokkunin endumýjuð í október 1930 að undangenginni sérstakri skoðun nr. 2, er fram fór í maí 1930. Stærð skipsins er: Lengd................ 39,07 m. Breidd................ 7,37 — Dýpt.................. 2,75 — Dýpt skipsins í borði. . 3,78 — Burðarmagn: 221 smál. brúttó 85 — nettó Skipið er byggt með 5,5 metra löngum hvalbak að framan og 20,5 metra löngu hálfdekki, og auk vatnsgeymis í stafni og ann- ars í skut, er í skipinu miðju, undir kolarúminu, 7,7 metra langur vatnsgeymir (botnhylki), þessir geymir er notaður undir vatn fyrir ketilinn. Drykkjar- vatnsgeymir er frammi í forða- búrinu. Vélin er smíðuð hjá Caesar Wollheim í Breslau árið 1922. Þríþennsluvél og er þvermál strokkanna 310—500—800. Slag- lengdin er 600 mm. Sýnd hestöfl h. u. b. 450 með 110 snúningum á mínútu. Utankula-eimsvali með eim-miðflóttadælu. Loftdæla og veiti- og austurdælur, sem knúð- ar eru af lágþrýsti-strokk. Skrúfu-ásinn er með olíuþétti- hylki að aftan og hefir olíudælu til að dæla olíu inn í stefnispíp- una. Skrúfan er úr steypujámi. Ketillinn er smíðaður hjá Caesar Wollheim í Breslau árið 1922. Venjulegur skipsketill, þar sem súgurinn fer aftur og fram, 2 bylgjttmynduð glóðhol og Schmidts yfirhitari. Ketilþrýst- ingur 13,5 kg. pr. cm2. Hita- flötur 132,0 m2. Aukavélar: Eimrafall, 3 K.W. og 115 volt. 2 eimdælur, Otto Schwades ketildælur með nýjum bronze- strokkum. Eimvatnshreinsari. Eimvatnsforketill. Eim-gangskiftivél fyrir aðal- vélina. Botnvörpuvinda. Handstýrisvél með snígilás. Loftskeyta-móttökutæki í stjórnklefanum. Vélar og ketill var í maí 1930 skoðað til flokkunar af Germani- scher Lloyd og var gefið flokks- merki MC til 4 ára frá október 1930. Skipið var skoðað innanborðs og utan og reyndist það sérlega vel og sterklega byggt og vel við haldið að öllu leyti. Nokkrar dældir á hvalbaknum, skjólborði og skúta verða lagfærðar af selj- endum áður en afhending fer fram. Botn, stýri og stuðnings- kjölur (veltikjölur) var skoðað þegar skipið var í slip og var það í góðu lagi. Botninn var málaður með botnfarfa í október árið 1930. Þver-kolarúmið var á þessu ári hreinsað og málað með menju, hiiðarkolarúmið árið áður, í þeim er dálítið ryð á hliðunum og þyríti því bráðlega að hreinsa þær og mála eða bera á þær olíu. Vélin var að nokkru leyti tekin sundur, strokkur, legur ásar, eim- svali og dælur voru skoðaðar, og allt var í góðu lagi. Eimvatns- hreinsarinn var tekinn niður til viðgerðar, en seljandinn er skyld- ur til að setja hann upp aftur að viðgerð lokinni áður en afhend- ing fer fram. Ketillinn var skoðaður ná- kvæmlega, bæði eldhol og vatns- í’úm og var hann allstaðar í mjög góðu standi og vel haldið við. Allar lokur ketilsins og önnur áfesta var i góðu standi. Eim- kerfinu er þannig komið fyrir, að veita má eimi beint frá katlinum til vélarinnar ef yfirhitarinn kynni að bila. Mér er sagt að ketilrörin hafi verið endumýjuð fyrir tveim árum og yfirhitara- rörin við flokkunina í maí þ. á. Sumar rafleiðslurnar, sérstak- lega á þilfari og frammí, þarfn- ast bráðlega viðgerðar. Kolaeyðsla er talin hér um bil 5 smálestir á sólarhring, og hraði skipsins 10 mílur i kyrrum sjó. Skipið virðist vera gott sjóskip. Það hefir undanfarin ár verið notað til fiskiveiða í Hvítahafinu og var gert út frá Cuxhaven. Við samninga um kaup á sldp- inu var því lofað: Að botnvörpu- víramir á vindunni (Currlineme) yrðu kyrrir um borð. Að öll kol, sem í skipinu voru, ca. 25 smá- lestir, og 100 smálestir af kolum að auki, fylgi með*). Að skipið verði hreinsað og málað utan- borðs, á þilfari og íveruherbergi. Að gert verði við ýmsar dældir á hvalbaknum, skjólborði og skúta. Að gert verði við eim- vatnshreinsarann og hann settur upp aftur. Ennfremur að lýsis- bræðsluáhöld, sem eru í skipinu, verði tekin burtu, og að fyllt verði upp i öll þarafleiðandi op í skilrúmum og þilfari. Allt á kostnað seljanda áður en afhending skipsins fer fram. Með tilliti til þess, hve skipið er í góðu standi, og með tilliti til ofannefndra ívilnana verður að telja verðið: 8000 £ mjög hag- kvæmt fyrir kaupendur. Kaupmannahöfn, 12. nóv. 1930. A. Chr. Brorson — H. Overgaard (sign.) J. Hensch“. Að framanritað' sé rétt og ná- kvæm þýðing af mér sýndu frum- riti á dönsku, vottast hérmeð. Reykjavík, 9. desember 1930. Inga Magnúsdóttir löggiltur skjalþýðandi í dönsku og ensku. Svör til Gísla Jónssonar frá Pálma Loftssyni forstjóra. Strax eftir að skipið kom hing- að hóf Mbl. árásir á ríkisstjóm- ina út af kaupunum. Birti blaðið máli sínu til stuðnings, umsögn um skipið frá Gísla nokkrum Jónssyni, sem einu sinni var vél- stjóri á Esju en nú er starfs- maður hjá Kveldúlfi og fleiri tog- araútgjörðarfélögum í Reykjavík. Forstjóri skipaútgjörðarinnar svaraði jafnskjótt í Mbl. og Vísi og hrakti umsögn G. J. og sýndi það sig, að umsögnin var yfir- leitt röng í öllum aðalatriðum. Síðan hefir G. J. ritað aðra grein í Mbl. og forstjórinn svarað á ný, en ekki hefir það svar enn fengist birt í Mbl. Fara hér á eftir bæði svör forstjórans: I. 1. G. J. talar um að sMpið sé byggt á þeim tíma þegar „skipa- smíðar Þjóðverja voru mjög af vanefnum gerðar“. Um þessa staðhæfingu skal ég ekki fjölyrða, en mun gefa kunn- ugum mönnum í Þýzkalandi tækifæri til að segja sitt álit um hana innan skamms. 2. G. J. segir í Morgunblaðinu: „T. d. er hvergi harðviður í íbúð- um skipsins, heldur aðeins fura“. Hér skjátlast G. J. ihrapallega. Þiljurnar í bústöðúm yfirmanna (káetunni) eru úr eik. 3. G. J. segir í Mbl.: „Flestar pípur í vélinni, sem venjulega eru úr kopar, eru hér úr stáli og því miklum mun endingarminni en venja er til‘. Einnig hér fer G. J. rangt með, því að nær allar pípur, sem mega vera úr kopar, eru það. Ólíklegt er að fræða þurfi G. J. um að yfirhitunarpíp- ur mega ekM viera úr kopar. 4. G. J. segir í Morgunblaðinu: „Ketilreisn skipsins er ekki ein- *) Eftir að skoðunin fór fretm tókst umboðsmanni stjómarinnar að fá seljendur til að bæta við 25 smál. af kolum, án þess að verð skipsins hækkaði. þannig voru alls 150 smál. með í kaupverðinu, eins og forstjór- inn hefir tekið fram í viðtali við blaðið. Ritstj. asta mjög veikbyggð frá upphafi, heldur eru og plötumar í henni mjög bættar“. Ketilreisnin er eins og allt annað í skipinu byggð eftir reglum Geimanische Lloyd, 1. flokks, eins og auðvit- að er, þar sem skipið var byggt til að stunda fiskíveiðar norður í Hvítahafi. „Bæturnar“, sem G. J. talar um, eru ekki aðrar en þær, að „lúga“ hefir verið flutt til á ket- ilreisninni og plata sett yfir op- ið, þetta kallar G. J. að ketii- reisnin sé „margbætt". 5. G. J. segir í Mbl.: „Skipið hefir enga akkerisvindu". Um þetta er það að segja, að ný akkerisvinda er með í kaupunum og verður sett í skipið innan skamms. 6. G. J. segir í Mbl.: „Loft- skeytatæki ei'u engin og ékkert rúm, sem þeim er ætlað“. Hér skjátlast sögumanninum enn hrapallega, því að rúm fyrir loftskeytatækin er þegar útmælt í kortaherberginu aftan við stýr- ishúsið og verða sett þar niður í þessum mánuði. 7. Þá segir G. J., að ljósavél skipsins sé ekki nægilega stór til að lýsa skipið og gefa straum til loftskeyta. Einnig hér fer G. J. með rangt mál, ljósavélin framleiðir 3 kw., sem er nægilega mikið fyrir ný- tízku lampastöð, þó skipið vei’ði jafnframt lýst sem bezt má, og furðar mig, að G. J. skuli ekki vita slíkt, ef þessi ummæli eru rétt höfð eftir honum í blaðinu. 8. Þá minnist G. J. á ljóskast- ara, sem nauðsynlegt sé að fá á skipið. Það er vitanlega rétt, að ljóskastari er nauðsynlegur, enda er nú verið að setja í sMpið nýj- an ljóskastara, og er hann einnig með í kaupverðinu. 9. Loks kemur G. J. að kaup- verði skipsins, segir hann, að skipið kosti hingað komið um 200 þús. kr. ísl. Hér fer sögu- maður með rangt mál eins og áð- ur. Skipið kostar rúm 8000 £, eða um 180 þús. kr., ihingað kom- ið, og er innifalið í kaupverðinu: 150 smálestir af kolum. Akkerisvinda ný. Ljóskastari nýr. Og auk þess ýmislegur kostn- aður við útbúnað til ferðarinnar, sem G. J. virðir sjálfur 20 þús. kr. 10. Þá segir G. J. að stjóm- inni hafi staðið til boða hér á landi skip, sem að mörgu leyti sé hentugra en það sem keypt var, og að það hafi átt að kosta 120 þús. kr. Hér mun átt við togarann Sindra, sem byggður er í Þýzkalandi á stríðsárunum (1915), sem stendur til flokkun- ar (Classering) nú í ár, sem út- lit er fyrir, að muni hafa mjög mikinn kostnað í för með sér. T. d. mun þurfa að endumýja þilfar skipsins að mestu eða öllu leyti. Jeg hefi gizkað á að full- lcomin flokkun þess skips myndi kosta allt að 60 þús. kr., og legg ég það óhræddur undir dóm þeirra, er til þekkja, hvort þar hafi verið um kostakaup að ræða. Loks vil ég benda G. J. á það að viðvíkjandi „Þór“ liggur fyrir ýtarleg álitsgjörð frá erlendum sjerfræðingi, sem er viðurkennd- ur um Norðurlönd fyrir samvizku- semi, en það er Skibsinspekt- ör Hensch frá firmanu Brorson & Overgaard, en það firma hefir m. a. haft á hendi eftirlit bygginga og viðgjörða á skipum Eimskipa- félagsins, og hefir að sjálfsögðu miklu meiri reynslu á öllu er að skipaútbúnaði lýtur en G. J., að honum ólöstuðum. II. Ég hefi nú loks með miklum eftirgangsmunum fengið Morg- unblaðið til að birta athuga- semdir mínai’ við umsögn hr. vélstjóra Gísla Jónssonar um nýja Þór. Virðist svo sem nefnd- ur vélfræðingur blaðsins hafi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.