Tíminn - 20.12.1930, Page 3
TlMINN
StŒL
Bestu JólagJafirnar
Mannskaðinn
Kvæðin eftir Dayíð Stefánsson.
Skáldsögurnar eftir Friðrik
Brekkan og Guðmund Hagalín.
Fást hjá ðllum bóksBlum
Gleymið ekki
»Myndonura« hana Ríkarðs
þegar þér veljíð jólagjafirnar
í bókinni eru ljósmyndir af öllum helztu verkum listamannsins.
áfram að taka lán ár eftir ár, og
ef atvinnnuvegimir þola ekki að
útgjaldabyrðin sé lögð í þá, kem-
ur að því, að skera verður niður
framkvæmdimar hjá bæjarfélag-
inu.
Ef framkvæmdirnar hér í bæn-
um verða hinsvegar stöðvaðar nú,
framkvæmdir ríkisins minnka og
framleiðendur við sjávarsíðuna
reyna að bjarga sér með stöðv-
un atvinnureksturs að meira eða
minna leyti, verður afleiðingin
stórfellt atvinnuleysi og sennilega
einhver kauplækkun. Kaupgeta
almennings þverrar. Verzlunar-
fyrirtæki fara á höfuðið hrönnum
saman. Húsaleigan greiðist ekki.
Húseigendur hætta að geta staðið
í skilum. Húsaverðið lækkar. —
Eftir að þessi lækning háspenntr-
ar dýrtíðar hefir átt sér stað og
markað sín djúpu spor alla vega,
koma aftur eðlilegir tímar. Verð-
lagið verður eðlilegt, kaupgjaldið
í samræmi við það, og framleiðsl-
an gengur fyrst um sinn jafnan
og eðlilegan gang.
Það er augljóst mál, að hjá
óþægindum af ki'eppunni, sem nú
virðist fara í hönd, verður ekki
komizt — og spumingin er því
aðeins sú, á hvem hátt afleiðing-
ar hennar geti orðið léttbærastar.
Hér í Reykjavík er húsaleigan
undirstaða og aðalorsök allrar
dýrtíðar — á það ekki sízt við
um leigu verzlunarhúsa. Vitan-
lega liggur öll þessi háa leiga
eins og mara á almenningi og at-
vinnurekendum í þessum bæ. —
Sumir greiða beinlínis háa húsa-
leigu og allir greiða leiguna
óbeint með okurháu vöruverði.
— Mjólkurverðið hér í Reykja-
vík, sem liggur í námunda við
Suðurlandsundirlendið, þar sem
skilyrði til mjólkurframleiðslu
eru betri en nokkursstaðar ann-
ars á landinu, er óeðlilega hátt
eða 20% hærra en á Akureyri.
— Margt fleira er eftir þessu.
Til þess að draga úr erfiðleik-
unum, sem virðast framundan
hér í bænum, og menn munu
sanna að kemur, ef ekkert verður
aðhafst, virðist liggja næst sú
lausn, að bæjarstjóm Reykjavík-
ur með aðstoð Alþíngis, þvingi
beinlinis niður með löggjöf verð-
lag á húsaleigu og öðrum þeim
lífsnauðsynjum, sem eru tilfinn-
anlegasti útgjaldaliður hér í bæn-
um og kleift þykir að lækka. Með
því móti mundi kaupgjald og önn-
ur framleiðsla kostnaðar bæði til
lands og sjávar geta lækkað jafn-
hliða, framleiðslunni yrði að
miklu leyti bjargað og dregið úr
hættulegustu afleiðingum krepp-
unnar.
Jeg skal ekki fjölyrða um, að
svo stöddu, hvemig þetta við-
fangsefni yrði leyst í einstökum
a.triðum. Það er mál, sem þarf
rannsóknar. Hér er bent á þetta
sem leið, er mér virðist að verði
að rannsaka.
Það er staðreynd, að dýrtíðin í
Reykjavík er, eins og fjárhags-
áætlunin sýnir, að verða bænum
og atvinnuvegunum ofurefli.
Við höfum nú um það að velja
að láta skeika að sköpuðu — láta
kreppuna koma og valda því at-
vinnuleysi, hruni og margvíslegu
böli, sem af því leiðir; þeir sterk-
ustu standast þá væntanlega
brotsjóina, en hinir máttarminni
falla í vahnn.
Hin leiðin er sú, að gjöra til-
raunir með opinberum ráðstöfun-
um að draga úr sjálfri dýrtíðinni
og bjarga á þann hátt atvinnu-
vegunum og bæjarfélaginu.
Hermann Jónasson.
1. desember.
Hönnulegustu afleiðingar óveð-
ursins um síðustu mánaðamót
eru afdi'if togarans „Apríl'‘, sem
farizt hefir í því veðri einhvers-
staðar suxman við land á leið frá
Englandi. Loftskeytasamband við
skipið náðist sunnudagskvöldið
30. nóv. og var það þá statt 80
sjómílur suðaustur af Vest-
mannaeyjum. Sömuleiðis má telja
líklegt, að til þess hafi sést af
björgunarskipinu „Þór“ kl. 10 á
I mánudagsmorguninn 1. des., þá
! um 60 sjómílur suðaustur af eyj-
unum. Hefir það þá sennilega
farizt þann dag, enda sjór þá
verstur.
|
Svo stór skarð sem nú hefir
eigi verið höggvið í hina íslenzku
sjómannastétt síðan „Jón For-
seti“ fórst við Reykjanes á áliðn-
um vetri 1929.
Á Apríl voru 18 manns innan-
borðs.
Skipshöfnin var þessi:
1. Jón Sigurðsson skipstjóri, 29 ára,
ókvæntur.
2. Ólafur Helgi Guðmundsson, 1.
stýrimaður, 27 ára, ókvæntur.
3. Magnús Brynjólfsson, 2. stýri-
maður, 55 ára, lætur eftir sig
konu og 2 böm.
4. Einar Eiríksson, 1. vólstjóri, 32
ára, lætur eftir sig konu, 3 börn
og 1 fósturbam.
5. Jón Ó. Jónsson, 2. vélstjóri, 38
ára lætur eftir sig konu og 5
börn ung.
6. Friðrik Theodor Theodors, loft-
skeytamaður, 27 ára, ókvæntur.
7. þórður Guðjónsson, bryti, 26 ára,
ókvæntur.
8. Einar Sigurbergur Hannesson,
aðstoðarmatsveinn, 17 ára.
9. Kjartan Reynir Pétursson, háseti,
23 ára, lætur eftir sig konu og
bam á 1. ári.
10. Pétur Ásbjömsson, háseti, 26 ára,
lætur eftir sig konu og 3 börn.
11. Einar Axel Guðmundsson, há-
seti, 20 ára, ókvæntur.
12. Páll Kristjánsson, háseti, 24 ára,
ókvæntur.
13. Sigurgísli Jónsson, háseti, 38 ára,
lætur eftir sig konu, 4 börn og
1 fósturbam.
15. Kristján Jónsson, kyndari, 43 ára,
lætur eftir sig konu og 2 börn.
14. Magnús Andrésson, háseti, 34
ára, ókvæntur.
16. Eggert Snorri Ketilbjamarson,
kyndari, 21 árs, ókvæntur.
Auk skipshafnarinnar vom með
„Apríl" tveir farþegar, er aætt hafa
sömu örlögum:
1. Jörgen Pétur Hafstein, lögfræð-
ingur og bæjarfulltrúi i Reykja-
vik, 25 ára, ókvæntur.
2, Ragnar Júlíus Kristjánsson, 25
ára, ókvæntur.
Þrjó sólarhring’a samfleytt
sigldu varðskipin bieði öðinn og
Ægir fram og aftur um það
svæði, þar sem helzt voru líkur
til að leit gæti borið árangur. Auk
þeirra tók bátt í leitinni fjöldi
fiskiskipa, sem leið átti um svæð-
ið. En allt varð það órangurs-
laust.
Hann mun verða mörgum Reyk-
víkingum minnisstæður, þessi
síðasti óveðursdagur, af því að
hann vekur svo margar sárar
endurminningar og hefir búið svo
mörgum heimilum dapra jóla-
hátíð.
Okkur, sem ekki þekkjum af
eigin reynd hina þungu og þrot-
lausu bai’áttu sjómannastéttar-
innai' við óblíð náttúruöflin, mætti
hann minna á þær fómir, er
sú stétt færir, er sækir lífsviður-
væri sitt og annara í skaut hins
hvikula hafs, og hverjar kröfur
hún á til hluttekningar af hólfu
þjóðfélagsins.
——o---
Fréttir
Silfurbrúðkaup eiga í dag skáld-
konan Hulda (Unnur Benediktsdóttir
írá Auðnum) og Sigurður Bjarklind
kaupfólagsstjóri á Húsavík. Tíminn
árnar þeim heilla og langra lífdaga.
Tííðarfarið (vikuna 14. —20 des.).
Upp úr síðustu helgi gekk til S-átt-
ar og hláku um allt land. Hélst su
veðrátta, þvi nær óslitiu til fimmtu-
dagskvölds, að áttin varð veatlægari
og fór að ganga á með slydduéljum
og gerði loks snjóföl vestan lands á
laugardagsnóttina. Á mánud. og mið-
vikud. var hvöss S-átt viða um land,
en annars hefir ekki verið stórviðra-
samt eftir því sem gengur og gerist
um þetta leyti árs. Snjór var all-
mikill um síðustu helgi, hjarnsnjór
nyrðra en nýfallinn suðvestanlands.
Mun nú vera því nær örísa í lág-
sveitum, hvar sem er á landinu. í
Reykjavík varð hitinn mestur 6 st.
en lægstur -í- 1. Úrkoma 25 mm.
Jóhannes Sfgfússon yfirkennari við
menntaskólann í Rvík andaðist 18.
þ. m.
Frá Búnaðarbankannm. Verðlaun
fyrir uppdrætti af sveitabæjum hafa
hlotið: Halldór Halldórsson bygg-
ingafulltrúi Akureyri, önnur verð-
laun í öðrum flokki, og Ágúst Páls-
son tvenn önnur verðlaun í sama
flokki, Verðlaun í fyrsta og þriðja
flokki, þ. e. fyrir smábýli og stór-
býli, voru ekki veitt, en teikningar
af stórbýli, eftir hr. þorlák ófeigsson
byggingameistara í Rvík hlutu lof-
samleg ummæli og viðurkenningu.
í dómnefndinni áttu sœti: Bjarni Ás-
geirsson bankastjóri, form., Guðm.
Hannesson prófessor, Jónas Jónsson
ráðherra, Jóhann Kristjánsson bygg-
ingaráðunautur og Sigurður Guð-
mundsson byggingameistari. Til
samkeppninnar voru sendir 14 upp-
drættir gjörðir af áttamönnum. Ágúst
Pálsson, sem hlotið hefir tvenn verð-
laun í þessari samkeppni, er sá sami
sem i fyrra gjörði verðlaunaupp-
dráttinn að dómkirkju í Reykjavík.
Nýjar bækur. Eftir Jón Trausta
kemur út ný bók í dag. Heitir lnin
„Ferðasögur" og hefir inni að halda
frásagnir af ferðum höf. um íslnnd.
Hafa flestar ferðasögurnar birzt í
blöðum og tímaritum. Prýdd er bók-
tn teikningum eftir höf. sjálfan. Aðal-
steinn Sigmundsson geíur bókina út.
— Jón Trausti er svo kunnur og vin
sæll, að líklegt er, að þéssari síð-
ustu bók, er frá honum birtist, verði
vel fagnað. — þá er að koma út
önnur ný bók: „Örlög“, eftir Indriða
Indriðason á Fjalli. Er það fyrsta
bók höf., sex smásögur.
Landspítalinn er tekinn til afnota í
dag.
Viðurkeuningu fyrir fyrirmyndar-
uppdrætti að verkamannabústöðum
hafa hlotið Ágúst Pálsson Rvík, Hall-
dór Halldórsson Akureyri, Niels Fin-
sen Rvík og þórir Baldvinsson frá
Granastöðum í þingeyjarsýslu. í
nefnd þeirri sem uppdrættina dæmdi
áttu sæti Guðjón Samúelsson húsa-
meistari ríkisins, Georg Ólafsson
bankastjóri og Vilmundur Jónsson
læknir á ísafirði.
Frumvarp um afnám bannlaganna
hefir verið fellt í finnska þinginu.
KartöRuræktin á vinnuhælinu á
Litla-Hrauni lánast vel síðastl. sum-
ar. Uppskeran í haust var 146 tn.
Var það "S^-föld uppskera. Hælið
hefir selt Laugarvatnsskólanum S5
tn. og Skipaútgerð ríkisins 25 tn.
Nokkrir menn hér í Reykjavik hafa
einnig fengið kartöflur frá hæliuu.
þykja þær mjög góðar, og getur hæl-
ið nú ekki • fullnægt eftirspurninni i
þetta sinn, en ætlunin er að auka
kartöfluræktina að miklum mun í
framtíðinni. þykja kartöflur frá Eyr-
arbakka og Stokkseyri yfirleitt ágæt-
ar.
margar og fjölbreyttar. Ég sá
þar stundaða prentiðn, skraut-
ritun, teikningu til iðnaðar,
smíði, vefnað, sauma, smíði
ferðakofforta, leturiðju og hús-
gagnagerð. Ég spurði yfirlækn-
inn, er hann sýndi mér hús-
gagnagerðina, hvort fólk væri
ekki hrætt við að kaupa djúpa,
mjúka fjaðrastóla og sófa af
verkstæði hans. Hann hló, og
kvað hættuna enga og hluti þessa
eftirsótta. Ég þagði og hugsaði
heim til sumra góðkunnugra
lækna á ísiandi, sem höfðu reynt
að fæla menn frá að kaupa geril-
sneydda mjólk frá búinu í öflusi,-
af því að landsstjóniin ætlaði að
bafa hressingarhæli í kílómetra-
fjarlægð hinumegin við Varmá.
Yfirlæknirinn í Papworth dró
engar dulur á, hvílík stefnu-
breyting væri að gerast í Eng-
landi í berklamálunum. 1 stað
iðjuleysis kæmi iðja. Þar sem
sjúklingarnir hefðu áður verið
geymdir í dvalakenndri ró, væri
nú látin koma vinna, eftir kunn-
áttu og þoli hvers manns.
III.
Þegar ég byrjaði að beita mér
fyrir kaupum á Reykjaeigninni
hafði ég fyrst og fremst í huga
óhjákvæmilegabreytingu í berkla-
miálunum. Þingið hafði 1921 tek-
ið trúanlegar hinar grunnfæru og
fávíslegu tillögur Sigurðui' Magn-
ússonar og Magnúsar Pétursson-
ar um að bezta lausn berkla-
málsins væri sú, að koma kostn-
aðinum við nálega alla hina
sjúku á landið. Þá myndi smátt
og smátt verða unnt að útrýma
hvíta dauðanum. Þingið tók á
þjóðina byrðina. Um nokkur ár
óx byrði ríkissjóðs um 100 þús.
kr. árlega. Auk þess fjölgaði
sjúkhngunum árlega, og áhrifin
af langvaranda iðjuleysi þeirra
varð enn meira áberanda. Ríkis-
sjóður var á góðri leið með að
sligast undir gjöldum, við fram-
kvæmdir, sem að vísu drógu úr
neyð margra berklasjúklinga, en
læknuðu ekki þetta mikla vanda-
mál þjóðarinnar. Hinum sjúku
var hrúgað saman í sjúkraskýli
inn í helztu kaupstöðunum, einu
stöðunum á Islandi, þar sem loft-
ið var ekki gott, og á þeim stöð-
um, þar sem dýrtíðin var allra
mest. Geymslustaðirnir voru yfir-
leitt valdir þannig að sem minnst
batavon væri fyrir sjúklingana,
mestur möguleiki að þeir smituðu
heilbrigða og dýrast fyrir ríkið
eða vandamenn að standa straum
af dvöl þeirra. En þessi ráðstöf-
un jók atvinnu í bæunum, og ekki
síst fyrir læknana, sem fengu
meiri aukatekjur af þessum mjög
misheppnuðu framkvæmdum.
Mér var ljóst, að í berklamál-
unum var mjög lítið að leggja
upp úr sérþekkingu læknanna um
almennar aðgerðir. Hitt var ann-
að mál, að sumir þeirra eru
nauðsynlegir handverksmenn við
að stunda einstöku sjúklinga. Af
undangenginni reynslu var auð-
séð, að straumhvörf hlutu að
verða í berklamálinu. Landið reis
tekki undir að hafa sívaxandi
fjölda sjúklinga á alþjóðar kostn-
að, þar sem dýrtíðin var mest.
Og þjóðin gat ekki heldur þolað,
að félagslega ómenntaðir menn
eins og Sigurður Magnússon eða
Jónas Kristjánsson bættu böli
langvarandi kennslu í iðjuleysi
ofan á hönnungar sjálfrar berkla-
veikinnai’. Alveg eins og leik-
mexm höfðu orðið að taka fang-
elsismálin úr höndum löglærðra
fávita í þeim efnum, og leysa
þau mál samkvæmt boðum heil-
brigðrar skynsemi, þannig varð
líka að taka berklamálið úr um-
sjá manna, sem að vísu höfðu
nokkra þekkingu á eðli einstakra
sjúkdóma, en sem voru blindir
fyrir böli eins og því, að geyma
tugi sjúklinga ár eftir ár á rík-
isins kostnað í gömlum hjálpræð-
isherkastala í einum af kaup-
stöðum landsins.
Síðastliðinn vetur bar ég fram
tillögu á Alþingi um að stjómin
mætti verja allt að 50 þús. kr. til
að reisa hressingarhæli fyrir
berklaveika menn að Reykjum í
ölfusi. Þessi tillaga var studd af
Framsóknarmönnum og jafnað-
armönnum í deildinni og sætti
fremur litlum mótmælum frá í-
haldsmönnum*). Afráðið var að
*) Rétt er að geta þess, að J. þorl.
og B. Kr. greiddu báðir atkvæði með
tillögunni. Eftir atkvæðagreiðsluna
sagði B. Kr. við mig: „Hversvegna
talið þér aðeins um Reyki í sam-
bandi við berklaveiki en minnist
ekki á gigt?“ Ég svaraði að ég von-
aði að síðar yrði þar stundaðar
byggja með allt öðrum hsetti en
venjulega spítala. Hafa húsin
eina hæð, lágt þak, og engan
kjallara, og byggja úr timbri og
járni, en ekki úr steini. Þar sem
hitinn er nægur, þarf ekki á
sama hátt að útiloka kuldann,
eins og þar sem hita verður við
dýr kol úr fjarlægu landL I
venjulegum sjúkrahúsum, sem
eiga að standa lengi, kostar
hveit sjúkrarúm um 10 þús. kr.
Á Reykjum er þess vænst að
stofnkostnaður fyrir hvern maxm
fari ekki fram úr 1500 krónum.
Kemur sá sparnaður sér vel í
íj ármagnslitlu landi. Þó er þess
vænst, að ennþá meira muni
mega spara á sjálfri starfræksl-
unni. Svo sem kuxmugt er kostar
veran fyrir berklasjúkling á
venjulegum sjúkrahúsum í kaup-
stöðunum 6—6 krónur á dag.
Fyrir skólafólk í Rvík kostar
vetrardvöbn fyrir hvem ungling
minnst frá 1000—1200 kr. 1
heimavistarskólum, sem reistir
hafa verið á hverastöðum, er
kostnaðurixm fyrir hvem dag
helmingi minni en fyrir náms-
fólkið í Rvík. Á Laugaxwatns-
skólanum, sem hefir nú um 120
nemendur, spara aðstandendur
og þjóðin a. m. k. 60 þús. kr.
érlega á því að mennta fólkið á
svo ódýmm stað, en ekki í
Reykjavík.
Reynslan hefir sannað að dvöl-
lækningar á miklu fleiri sjúkdómum
en berklaveiki, en þar myndi þó
byrjað. 1 <*•
in fyrir námsmenn er hálfu 6-
dýrari á Laugum og Laugar-
vatni, heldur en í höfuðstaðnum,
og í dýrtíð kaupstaðamia yfir-
leitt. Þá hlýtur að vakna sú
spurning: Hvei'svegna látum við
vera að spara kostnað við berkla-
sjúklinga eins og námsfólk?
Hressingarhælið sem nú er ver-
ið að reisa að Reykjum í Ölfusi
er tilraun í þessa átt. Það er til-
raun um algjörða stefnubreyt-
ingu í berklamálinu, að koma
upp góðum hýsum fyrir þá sjúku
með miklu minni stofnkostnaði
en áður, að hafa reksturskostn-
aðinn miklu minni en áður, og að
lokum að gefa sjúklingunum færi
á að viima sér til gleði og
heilsubótar, og síðar meir þeim
til ávinnings og undirbúnings
fyrir framtíð þeirra.
Eftir Alþingishátíðina átti
landið töluvert af timbri á Þing-
völlum. Nokkuð af því var flutt
að Reykjum, og hefir nú verið
byggt úr því fyrsta húsið þar fyr-
ir berklaveika menn. Það er ein-
lyft, klætt með bárujámi og
engin skrautbygging tilsýndar.
En það er í skjóli á miðju tún-
inu á Reykjum, í skjóli við hæðir
og hlíðar, sem verja móti norð-
aimæðingum. Framundan brosir
blómleg sveit. örakammt fyrir
ofan húsið koma upp tvær lindir
og eru svo sem 100 metrar á
milli. Ur annar lindinni koma á
hverri sekúndu nokkrir lítrar af
sjóðanda vatni, og mikið af gufu.
Úr hinni lindixmi kemur kalt og
tært uppsprettuvatn. Ekki þarf