Tíminn - 13.01.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.01.1931, Blaðsíða 2
6 TlKXVIff »b> mSt» «Xi <0U «&> <i<i <^<> <^> <X« <^ <4^> « ***SRíR»**JRíyi*^ÍR*^»^**J Tryggld adeins hjá íslenaku fjelagi. Póathólf: 718 Símnefnl: Incurnnoe BRUNATRY GGINGAR (húa, innbú, vörur o.fl.). Sími *64 SJÓVATRYGGINGAR (skip, vörur, annar flutningur o.fl.). Síml 6é8 % Fr&mkTæmdastjöri: Sími 809 Snúið yður til Sjóvátryggínáafjelags Islands h.f. EimskipafjelagshÚBÍnu, Reykjavík hér haldið það vera tæringargöt, sem er gamalt lúgu- og loftrörs- op. Dylst mér ekki, að skipið er upphaflega vel og vandlega byggt og síðan sérlega vel við haldið. Ekki veit ég til að verið sé að framkvæma neinar þær breyting- ar eða viðgerðir á skipinu, sem ekki hefðu verið óhjákvæmilegar á hverju öðru fiskiskipi, sem keypt hefði verið í sama augna- miði sem „Þór“. Hr. G. J. telur að það hefði verið heppilegra fyrir ríkisstjóm- ina að kaupa togarann Sindra heldur en hið margumrædda skip og bendir í því sambandi á mun verðs og gæða. Þótt ég ekki ætll að lýsa togaranum Sindra hér í grein minni, vil ég geta þess, að gaman þætti mér að sjá Þór og Sindra saman í slipp eða þurkví. Myndi þá ég og hver annar, sem ekki kæmi þangað með lokuðum augum, eigi verða lengi að kom- ast að raun um yfirburði þá, sem Þór hefir fram yfir Sindra, jafn- vel þótt ekki sæi nema utan á skrokkana. Æskilegt væri að hr. G. J. hætti nú að skrifa um hlutina að crannsökuðu máli. Vélstjóri. ----o---- Úr bréfum af Austurlandi Blað Ameríkufarans. Fregnir hafa borizt um það, að Jón á Hvanná langi nú mjög til að komast á þing, og að hann, sér til framdráttar, hafi verið að sýna bréf á Seyðisfirði og víðar, sem Magnús Guðmundsson hafi skrif- að í sumar um Áma frá Múla. Gefur Magnús þar Árna 'hinn versta vitnisburð. Telur haxm Árna óviðbjarganda drykkjuræfil, fiokknum til stórvandræða, skaða og skaminar. Þess vegna var Ámi sendur austur á Seyðis- fjörð af Magnúsi og Morgunbl., að þeir þorðu ekki lengur að hafa hann viðriðinn blaða- mennsku í Reykjavík, en aftur á móti telja hann fuligóðan fyrir Austfirðinga. En svo er að sjá sem nokkrir menn á Seyðisfirði hafi verið Magnúsi og Morgun- blaðinu samdóma í þessu efnL Hafa þeir Jón í Firði og Sveinn Árnason yfirfiskimatsmaður skrif að umburðarbréf, þar sem Árni frá Múla og blaðamennska hans er mjög lofuð. Er þar harmað mjög að blað Sigurðar Amgríms- sonar, „Hænir“, skuli hafa orðið að hætta vegna fjárhagsörðug- leika. En ekki meta bréfritaram- ir meira þjónustu S. A. en svo, að þeir fela hann og blöð hans gleymskunni og gröfinni, en skora á menn að skjóta saman til útgáfu Austfirðings. Bréf þetta var sent þessum mönnum, og á þá skorað að léggja fram fé til Austfirðings og Áma. Jón Jónsson, Firði. Sveinn Árnason. Gisli Jónsson. Gísli H. Gislason. Gísli Lárusson. Gestur Jóhannsson. Eyjólfur Jónsson. Stefán Böðvarsson. porsteinn Gíslason. N. P. Ö. Nielsen.- Sigurður þ. Guðmundsson. Sigurbj. Stefánsson. Jóhann Helgason. Egill Jónsson. Bened. Jónasson. Jón E. Waage. Jörgen porsteinsson. St. Th. Jónsson. Theodór Blöndal. Einar Blandon. Elias Halldórsson, bankastj. Ari Amalds, sýslum. ,T. A. Juul. Sigurður Arngrímsson. pórarinn Benediktsson. Sig. í. Guðmundsson. Jentoft Kristjansen. Halldór Jónsson. Brynjólfur Sigurðsson. ; Jón G. Jónasson. Vonandi geta Austfirðingar metið hvað athæfi þetta er óskammfeilið og svívirðilegt. Áma, sem talinn er með öllu óhæfur til blaðamennsku í Rvík telja Sv. Á. og Jón í Firði ágætan ritstjóra fyrir Austfirð- inga og skora á menn að styrkja hann með fjárframlögum. Gaman væri líka að vita, hvaðan íhaldið ætlar Stefáni Th. sem vantaði eitthvað á*aðra miljón til aið geta borgað skuldir sínar, að fá fé í þessa blaðaútgáfu! Ekki er nú vakurt þótt riðið sé. Sagt er að Jón í Firði sé að safna undirskriftum undir traustsyfirlýsingar til Jóhannes- ar fyrveranda bæjarfógeta, sem allir kannast við. En haft er eftir Jóni, að hann telji ómögulegt að fá nema 100 af rúmum 200, sem kusu Jóhannes síðast til þess að skrifa undir skjalið. Er hvort- tveggja, að Jón er vondaufur um árangur, þar sem hann býst ekki við að geta einusinni fengið helm- inginn af kjósendum Jóhannesar undir traustsyfii’lýsingu, enda er verkið illt. Nýr vandræðafundur. Nýjan vandræðafund héldu íhaldsmenn fyrir skemmstu á Sevðisfirði. Var Árni frá Múla aðalmaðurinn. Ýmsar fréttir hafa borizt af þingi þessu meðal ann- ars að íhaldið ætlaði að verja nálega V2 miljón til kosninga þeirra, sem í hönd fara, því að nú yrði það að sigra hvað sem það kostaði. Bera þeir sig aum- lega yfir því að vera búnir að missa einveldið yfir bönkunum, svo ekki sé nú hægt að styrkja slíka menn sem Stefán Th., Sæ- mund Halldói'sson, Gísla John- sen o. fl. o. fl. Ef þeir ynnu kosn- ingarnar, á það að vera fyrsta verk að hreinsa til í böhkunum. Magnús Sigurðsson og fleiri eiga að fá „reisupassa“ og greiðvikn- ari bankastjórar að koma í stað- inn. Til þess að tryggja þessar framkvæmdir á að stofna til j varalögreglu úr hópi imgra 1 íhaldsmanna. Rejma á að tryggja f sem bezt aðstöðu kommúnista við kosningaraar og nota þá til upp- þota- og ójafnaðar eins og fram- ast er unnt. Þykjast íhaldsmenn önxggir um fylgi kommúnista. Þar sem þeim er kunnugt um, að kommúnistar telja íhaldsmenn miklu betur fallna til þess að skapa hinn rétta jarðveg fyi'ir byltingu heldur en aðra flokka. En svo þegar íhaldið er komið í meirahluta ætlar það að jafna um þessa nýju flokksbræður með varalögregluimi. Það er kommún- ístum kunnugt, en þykjast hvergi smeykir því að þá muni fjölga í flokk þeirra og þeir fá tækifæri til þess að gjöra byltingu og nota handaflið. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Ásvallagötu 27. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta. Xi e i ðr ét t ing *) í 273. tbl. Morgunblaðsins er ritstjórnargrein með fyrirsögn- inni: „Óafsakanlegt hirðuleysi“. Þar stendur m. a.: „Þegar bændur fréttu það, að þeim stæði til boða síldarmjöl við kostnaðarverði, hjá Síldar- verksmiðju ríkisins, ætluðu þeir að gi'ípa gæsina glóðvolga og senda pantanir norður. En þegar til kom, var allt mjölið selt út úr landinu. „Bændavinurinn“ mai'gauglýsti, forsætisráðherr- ann, hafði gleymt skjólstæðing- um ‘sínum — rétt einu sinni“. Og síðar stendur: „Bændur gátu almennt ekki vitað um þetta heimskulega á- kvæði í lögunum“, nl. að þeir ættu kost á mjölinu við kostnaðarverði. ófyrirgefanlegur ókunnugleiki eða rangar upplýsingar munu valda því, að Morgunblaðið fer hér rangt með, og þykist ég vita, að ritstj. Mbl. muni fúslega ljá rúm í blaðinu fyrir leiðréttingu á þessum ummælum. Sannleikurinn í málinu er sá, að forsætisráðherrann minntist á það við mig — fyrstur manna — snemma í júlímánuði s. 1., þegar við eitt sinn áttum tal saman um ríkisbræðsluna, að nú mætt- um við ekki gleyma ákvæðinu um mjölið til bændanna, og ekki selja meira fyiirfram til útlanda en svo, að bændur fengju eins mikið af mjölinu og þeir óskuðu og þyrftu, og lét í ljósi ósk um, að verksmiðjustjórnin aðvaraði bændur í tíma með auglýsingu, sem líka var sjálfsagt, ef þess hefði þurft. — En Samb. ísl. samvinnufél. var einnig á verði fyrir bændur í þessu efni og forstj. Sambandsins, ásamt kaup- félagsstj. á Akureyri pöntuðu í tæka tíð hjá verksmiðjunni um 230 tonn af síldarmjöli. Einnig pöntuðu fleiri innlend félög mjöl ög endirinn varð sá, að Síldar- verksmiðja ríkisins seldi Sam- bandinu, kaupfélögum, hreppafé- iögum og mjólkurfélögum rúm 350 tonn af síldarmjöli við kostn- aðarverði, eða næstum V8 af í síldarm jölsf ramleiðslu verksmiðj - unnar á árinu. Ef ritstj. Mbl. vilja rengja þetta — sem ég læt mér nú alls ekki detta í hug — er hægurinn hjá, að láta þeim í té staðfest vottorð um þetta úr bókum rík- isverksmið j unnar. Mjölið fór því alls ekki „allt út úr landinu", áður en bændur vissu um þetta „heimskulega“ á- kvæði. — Bændur vissu einmitt almennt strax um þetta ágæta ákvæði í lögunum, að þeir sætu fyrir kaupum á mjölinu innan viss tíma. Og forsætisráðherr- ann tilkynnti þeim þetta í tíma. Forstjórar Sambandsins til- kynntu þeim það og kaupfélags- *) Leiðrétting þessi var upphaflega send Mbl. til birtingar, en ekki hefir bólað á henni þar ennþá. Ritstj. stjórar kringum landið tilkynntu þeim það. Enginn þessara aðila gleymdi bændunum, enda fengu þeir síld- armjöl frá verksmiðjunni sam- kvæmt ósk og þörfum. Leiðréttingu þessa óska ég að þér, hr. ritstj., birtið straks eftir móttöku, í heiðruðu blaði yðar. P.t. Montebello 8. des. ’30. Þormóður Eyjólfsson, (st j ómarf ormaður Síldaiverksm. ríkisins). -----0---- Þrjú hundssklnn Ég var nýbúinn að lesa greinar Gísla Jónssonar í Morgunblaðinu, og gekk því niður að höfninni til þess að sjá sltipið og heyra hvað aðrir segðu nm það. þór lá við bæjap- bryggjuna og þótti mér skipið furðu myndarlegt, plöturnar í skrokknum sýniiega þykkar, og hvergi sá ég ryðið, sem G. J. er að tala um. Smiðirnir sögðu mér að skipið vær: sem nýtt og óvenju vandað. „En kostar þá ekki 60 þúsund kr. að breyta því og setja það í stand eins og Gísli segir?" „Og það er nú ekki eins og guð segi það, sem Gísli segir", var svarið. Siðan fer ég upp í Landssmiðju og hitti þar yfirsmiðinn að máli. „Er þór ekki lélegt skip?“ „Nei, öðru nær. þór er alveg sér- staklega vandað skip, blokksterkt og sem nýtt, og sést hvergi slit eða ryð á skipi eða vélum". „En er hægt að sjá, hvort skipið er ryðgað undir klæðningu?" „Jú, því nokkuð af innþiljum hefir verið tekið í burtoi og reynast plöt- urnar alveg óryðgaðar undir, enda sérstaklega ve.l búið um' að ekki komist væta að járninu. Fyrst er þiljað með þuml. plönkum, þar næst kemur vatnsþéttur pappi og þá næst 2 þm. korklag og svo vatns- þéttur pappír og að lokum 2 þuml. þykk klæðning innst, og alveg sömu lög eru undir öllu þilfarinu. Er þetta miklu vandaðri og betri umbúnaður en þekkist á nokkrum íslenzkum tog- ara“. Um ýmislegt fleira spurði ég yfir- smiðinn viðvilcjanda þór og lét hann hið bezta af skipinu. Ég átti nú von á öðru en þessu, en þegar jeg gekk frá yfirsmiðnum, minntist ég atviks, sem kom fyrir á Aðalvík, er Gísli var vélstjóri. Keypti hann þar þrjú tófuskinn, en þegar til Reykjavíkur kom reyndust það vera þrjú hundsskinn. Máske er Gisli ekki gleggri á skip cn skinnavöru. Ég er enn að hugsa um hundsskinn- in og Gísla er ég mæti manni á Laugaveginum. „Hvernig stendur á því að Gísli vélstjóri nefnir síðustu grein sína í Morgunblaðinu „þrjá skálka", spurði ég. „það skal ég segja þér“, sagði mað- urinn. Mogginn prentaði fyrstu skrök- sögu Gísla án þess að hann vissi um það, og koma honum því jafn- an í hug þrír skálkar, er hann minn- ist ritstjóranna þriggja". Og er ég fór að hyggja að hvernig orðrómur manna var um Gísla og ritsmíðar /hans, minntist ég þess að hann endar tvær greinar sínar á um- tali um hesta, meri Bólu-Hjálmars, unga fola og gamla hesta. Fannst mér þetta vel viðeiganda, þvi nú er það orðið öllum ljóst, að Gísli er alveg „í merinni" með öll sín skrif. Vcstfirzkur bóndi. ----6----- íhaldið í Bolungarvík hefir skipað sér í pólitískan flokk er nefnist „félag ungra sjálfstæðismanna“ í Bolungarvík, og látið skírast „Þjóðólfur". Það stofnaði til hátíðahalds mikils þann 30. nóv. s. 1. til minn- ingar um 1000 ára byggð Bolung- arvíkur og 12 ára fullveldis Is- lands. Á þessarí hátíð var að vísu minnst á að bolvísk byggð hafi lengi verið til, en alveg gleymdist að minnast einu orði á íslenzka fullveldið. Aftur á móti var hinu ekki gleymt í hátíðar- ræðu, að kasta skætingi og hörð- um dómum að núverandi stjórn landsins og syngja „sjálfstæðis- flokknum" íslenzka lof og dýrð. Daginn eftir, 1. des., fullveldis- daginn sjálfan, var ekki einn ein- asti fáni dreginn á stöng í allri Bolungarvík — en bolvíska í- haldið á þar yfir öllum íslenzkiun fánum að ráða — en í stað þess var víða hlaupið til að baða sauðfé. „Sjá hér hve illan enda ...“. Það var hæðni örlaganna. Bolvíkingur. Kaupa-héðinn. Ólafur Thors stingur upp á að stjómin selji Þór og biðji hann að kaupa skip í staðinn. Enginn veit til, að Ólafur Thors hafi neitt vit á skipum, og fráleitt hefði hann stýrt nokkru skipi heilu í höfn frá Hamborg til Reykjavíkur í mannskaðaveðr- inu. Iíelzt er að sjá að einhverjir .dátar í braskarahðinu hér hafl ætlað að reyna að fá landsstjórn- ina til að kaupa af þeim ein- hvern lélegan skrokk, sem eng- inn annar vildi nýta.Ólafur Thors hefir áður keypt skip handa landinu, gamla Þór, á 80 þús., en í því ástandi að á næstu tveim árum varð að eyða í skipið ná- lega 100 þús. kr. Slík er bú- mennska hans. Annars er það furða, að Ól- afur Thors skuli þora að minna á sig, og allra helzt í sambandi við verzlun. Víst mun piltur sá vita að mikil fyrirlitning hefir lagst á verzlunarmáta hans nú um stund. Einsdæmin eru verst. Ólafur hefir keypt af manni í Hafnarfirði fisk sem bankamir áttu. En þegar allt kemst upp og Ólafur veit, að bankamir eiga fiskinn, harðneitar hann að skila andvirðinu nema eftir dómi. Heldur . þessi piltur, að Fram- sóknarmenn sendi haxm til út- landa 1 mikilvægum verzlunarer- indum, sem ekki kann betur verzlunarsiðgæði í sínu eigin landi. X. ----0-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.