Tíminn - 28.02.1931, Blaðsíða 1
©jaíírferi
o§ afgmoslumaour Cítnans et
Hannpeig þorsteinsoóttir,
Sœfjargötu 6 a. Seyfjarnf.
^fgrcibsía
"ímans er i €cefjar$ötu 6 a.
(Dpin oaglega fl. 9—6
Simi 2353
XV. árg.
Reykjavík, 28. febrúar 1931.
Ihalds-víxlarnir falla
1.
Tíminn, sem er að líða, er fjár-
hagslega erfiður fyrir íslenzku
þjóðina. Atvinnuvegirnir berjast í
bökkum og hjá því verður ekki
komizt, að tekjur ríkissjóðsins
rýrni til mikils muna, því að af-
koma rikissjóðsins fer eftir af-
komu atvinnuveganna. Afleiðing-
ar fjárhagsörðugleikanna hljóta
að verða þær, að atvinnuvegirnir
draga saman seglin. Eftirspurn
eftir vinnu minnkar og hefir
kauplækkun í för með sér. Stjórn
og þing verða að draga úr opin-
berum framkvæmdum, unz betur
lætur í ári.
Orsakir fjárhags og viðskipta-
kreppunnar koma að sumu leyti
utan að, en að sumu Jeyti er þeirra
að leita í landinu sjálfu. Verðfall
á íslenzkum afurðum stafar af
sveiflum á heimsmarkaðinum og
við þær getur íslenzka þjóðin ekki
ráðið. önnur ástæða kreppunnar
eru hinir háu vextir af f é því, sem
bankarnir veita fcil atvinnurekst-
urs. Eina orsök enn verður að
nefna: Afborganir og vextir sem
ríkið (og þar með þjóðin) verður
að greiða af peningum, sem ekki
gefa henni ifcekjur í aðra hönd.
Loks má nefna hina óhóflegu dýr-
tíð í Reykjavík, sem hefir meiri
og minni áhrif í þá átt að rugla
viðskiptalífið í landinu yfirleitt,
en dýrtíðina í Reykjavík ber
einkum að rekja til síhækkanda
lóðaverðs samfara óeðlilegum
gróða einstakra manna í höfuð-
staðnum.
Verðfallið, sem er okkur Islend-
ingum óviðráðanlegt, þýðir ekki
að gjöra hér að umtalsefni. En
hinar þrjár orsakirnar, sem
nefndar hafa verið, og er að finna
í landinu sjálfu, gefa tilefni til
alvarlegrar íhugunar.
Háu bankavextirnir, dýrtíðin í
Reykjavík og mikill hluti ríkia-
skuldanna eru afleiðingar af
óheppilegri fjármálastjórn fyrri
tima.
Islenzka þjóðin var svo rauna*
lega ógæfusöm, að á sama tíma,
sem hún hlaut fullveldi sitt, og
viðurkenningu sem sjálfstætt ríki,
réði skammsýnn og síngjarn
íhaldsflokkur lögum og lofum á
Alþingi. Þessi flokkur virti sjálf-
stæðið að vettugi og lét sig þá
auðvitað htlu máli skipta að
tryggja framtíð þess. Rétt um
sama leyti og fullveldið fékkst,
skolaði styrjaldarrótið hér á land
meiri verðmætum en þjóðin hafði
áður augum litið. En braskararn-
ir í Reykjavík létu greipar sópa
um þessi verðmæti eins og
strandræningjar á næturþeli. Með
aðstoð löggjafarvaldsinsí þar sem
íhaldið var í meirahluta, náðu
þeir yfirráðum yfir bönkunum.
— Fjármálaráðherrar íhaldsins
hlífðu stríðsgróðanum við skatta-
álögum. En braskararnir, innlend-
ir og erlendir, kostuðu útgáfu
Morgunblaðsins, og lögðu til pen-
ingana í kosningasjóð íhaldsins.
Sjálfum sér byggðu þeir veglegar
halhr og héldu stórveizlur að sið
erlendra aðalsmanna. Einn meira-
háttar íhaldsmaður í Reykjavík
kom sér þá upp „stássstofu", sem
að víðáttu og lofthæð minnir á
meiraháttar riddarasal á kross-
13. blað.
ferðatímunum. Kaupsýslumaður á
Austfjörðum hafði þann sið að
bjóða meirahluta farþega af
strandferðaskipunum til vöifagn-
aðar, og var sú „gestrisni" róm-
uð um land allt, sem vonlegt var.
En einn góðan veðurdag vakn-
aði þjóðin við vondan draum.
Braskararnir höfðu eytt bæði
bankalánunum og stríðsgróðanum.
Fjármálaálit landsins hafði beðið
varanlegan hnekki út á við og hið
unga sjálfstæði var í hættu.
Gengi íslenzku krónunnar var
fallið og Magnús Guðmundsson
var búinn að veðsetja meirahlut-
ann af tekjum ríkisins í 30 ár.
Eyðsluskuldir ríkissjóðs, sem
braskararnir hefðu átt að borga
af stríðsgróðanum, voru komnar
upp í I8V2 miljón króna.
Þetta var í árslok 1921. En í-
haldið, sem svona hafði farið að
xáði sínu, var þó í mörg ár enn
sterkara en hið unga íslenzka
sjálfstæði. I sex ár enn hafði það
meirahlutaaðstöðu í löggjafar-
þinginu, yfirráðin í bönkunum,
og einnig í ríkissjóðnum, svo að
segja óslitið allan þann tíma.
n.
Niú er íhaldið komið í minna-
hluta í landinu. Braskararnir eða
bræður þeirra ráða ekki lengur
yfir bönkum landsins eða ríkis-
sjóðnum. En afleiðingarnar af
fjármálastjórn íhaldsmannanna
eru nú sem óðast að skella yfir
þjóðina.
íhalds-víxlarnir eru að falla.
Samkvæmt opinberri skýrslu
fjármálaráðherrans fyrir fáum
dögum, nema töp bankanna
tveggja, Landsbankans og þrota-
bús íslandsbanka, alls þrjátíu og
þrem miljónum króna.
íhaklsmennirnir sem stjórnuðu
landinu í 10 ár, eru búnir að
eyða þessum peningum og geta
ekki borgað þá. Sumt af pening-
unum hefir farið í óheppilegt
verzlunarbrazk gróðahneigðra en
fákunnandi manna, sumt hefir
farið í persónulega óhófseyðslu,
sumt í blaðaútgáfu og kosninga-
starfsemi ihaldsflokksins, sem á-
byrgðina bar á ráðstöfun pen-
inganna.
Þessi stóri víxill, þrjátíu og
þrjár miljónir króna, er falUnn,
og það er íslenzka þjóðin, sem
verður að borga.
Þessi stóri, fallni víxill íhalds-
ins, er þyngsta fjárhagsbyrðin,
sem fallið hefir á íslenzku þjóð-
ina fram á þennan dag.
Hann samsvarar árskaupi 1000
reykvíkskra verkamanna í 10 ár.
Hann samsvarar andvirði allra
útfluttra landbúnaðarafurða af
íslandi í 5—6 ár.
Þjóðin stendur á tvennan hátt
straum af hinum geisilegu töp-
um bankanna: Með háum banka-
vöxtum og beinum framlögum úr
rlkissjóði. Á meðan verið er að
vinna upp bankatöpin, er óhjá-
kvæmilegt, að vextirnir séu háir.
Viðvíkjanda landbúnaðinum, sem
er að breyta um framleiðslu-
aðferðir og með engu móti þolir
háu vextina, verður að gjöra sér-
stakar ráðstafanir, eins og þær,
sem Framsóknarflokkurinn hefir
gjört með stofnun búnaðarveð-
deildar og Byggingar- og land-
námssjóðs.
En háu vextirnir einir nægja
enganveginn til að greiða þennan
stóra víxil íhaldsins.Sjálfur ríkis-
sjóðurinn kom til aðstoðar með
ensku lántökunni 1921, þegar
6,2* milj. voru lagðar í Islands-
banka og 1,9 milj. í Landsbank-
ann. 1 fyrstu áttu þessi fram-
lög að heita lán til bahkanna, þó
að fyrirfram væri vitað, að slíkt
kom ekki til mála viðkomanda Is-
landsbanka. Er bankinn varð
gjaldþrota í ársbyrjun 1930 og
ríkið varð að leggja fram 4J/a
milj. til tjtvegsbankans sem með-
gjöf með dánarbúinu, sannaðist
sú spá.
Almenning í landinu rekur
kannske minni til þess, að á þing-
inu 1927, rétt í'yrir kosningarnar,
var íhaldsstjórnin búin að útvega
sér þingheimild til 9 miljóna lán-
töku í Ameríku, og það var vitan-
legt, að "þessir peningar áttu að
fara í Islandsbanka.
Úrslit kosninganna komu í veg
fyrir, að það áform yrði fram-
kvæmt. Fall íhaldsstjórnarinnar
bar svo bráðan að, að henni
vannst ekki tími til að taka nema
eina miljón, en sú miljón stóð inni
í íslandsbanka, þegar hann gafst
upp í fyrra.
Framsóknarflokkurinn hefir
reynt að efla fjárhagslegt sjálf-
stæði þjóðarinnar á tvennan hátt:
Með því að koma nýrri, skipun á
bankamálin og með því að bæta
framleiðslumöguleika í landinu og
skapa skilyrði til að auka með
breyttu uppeldi og lífsskilyrðum
viðnámsþrótt þjóðarinnar. íhalds-
víxillinn varð ekki greiddur nema
með breyttum möguleikum til
framleiðslu.
Þessvegna verður nú stórum
hluta af nýja láninu varið til
þess að rækta landið og byggja
upp hin dreifðu sveitabýli, til að
auka samgöngurnar við strendur
landsins, til að bjarga síldarút-
veginum úr klóm útlendra fjár-
plógsmanna. Og hinum mikla
tekjuafgangi síðustu ára hefir
verið varið í sama skyni, til að
styrkja bændur til túnauka, til
mjólkurbúa, vega, brúa, síma og
hafnargerða. Allt þetta á að létta
landsfólkinu baráttunna við verð-
fallið og íhaldsvíxlana.
Þrjár miljónir af nýja láninu
fara til Landsbankans. Áður
(1913) hafði bankinn fengið 1,7
milj. stofnfé frá ríkinu. Það fé
fór í braskarana. Alls hefir ríkis-
sjóðurinn lagt fram 9,2 milj. til
bankanna tveggja, Landsbankans
og Útvegsbankans. Það er hluti
hins opinbera af íhaldsvíxlinum,
sem greiða varð að fullu, um leið
og réttindi hins erlenda hluta-
banka voru afhent þjóðbankan-
um.
Af því, sem ritað er hér að
framan má sjá að orsök núver-
andi kreppu hér á landi er tví-
þætt. Annarsvegar er verðfallið,
óviðráðanleg afleiðing heims-
aflanna. Hinsvegar eru afleiðing-
arnar af fjármálastjórn ríkisins
og bankanna á fyrri árum, sem
nú fyrst leggjast á þjóðina með
fullum þunga. Vafalaust á hin
utanaðkomandi orsök kreppunnar
fyrir sér að falla úr sögunni inn-
an skamms tíma. En hversu
langan tíma tekur að borga
m
Alþingí
* Reiknað meÖ núv. gcngi.
Fastanefndir deildanna eru svo
skipaðar:
Efri de ld:
Fjárhagsnefnd: Ingvar Pálmason,
Jón Baldvinsson, Jón þorláksson.
Fjárveitinganefnd: Jón Jónsson,
Páll Hermannsson, Erlingur Frið-
jónsson, Halldór Steinsson, Jóhannes
Jóhannesson.
Samgöngumálanefnd: Páll Her-
mannsson, Jón Jónsson, Björn Krist-
jánsson.
LandbúnaSarnefnd: Páll Hermanns-
son, Jón Baldvinsson, Pétur Magnús-
son.
Menntamálanefnd: Guðrún LArus-
dóttir, Jón Jónsson, Erlingur Frið-
jónsson.
Allsherjarnefnd: Ingvar Pálmason,
Erlingur Friðjónsson, Pétur Magnús-
son.
Neðri deild:
Fjárhagsnefnd: Halldór Steíánsson,
Ásgeir Ásgeirsson, Héðinn Valdemars-
son, Ólafur Thors, Sig. Eggerz.
Fjárveitinganefnd: Ingólfur Bjarn-
arson, þorleifur Jónsson, Hannes
Jónsson, Haraldur Guðmundsson,
Pétur Ottesen, Jón Sigurðsson, Magn-
ús Jónsson.
Samgöngumálanefnd: Magnús
Torfason, Benedikt Sveinsson, Gunn-
ar Sigurðsson, Hákon Kristófersson,
Jón A. Jónsson.
LandbúnaSarnefnd: Lárus Helga-
son, Bernharð Stefánsson, Bjarni Ás-
geirsson, Einar Jónsson, Jón Sigurðs-
son.
Sjávarútvegsnefnd: Sveinn Ólafs-
son, Benedikt Sveinsson, Sigurjón A.
Ólafsson, Jóhann Jósefsson, Hákon
Kristófersson.
XSenntamálanefnd: Ásgeir Ásgeirs-
son, Gunnar Sigurðsson, Sigurjón Á.
Ólafsson, Jón A. Jónsson, Jón Ólafs-
son.
Allsherjarnefnd: Magnús Torfason,
Lárus Helgason, Héðinn Valdemars-
son, Jón Ólafsson, Magnús Guð-
mundsson.
Frv. og þál.till.
Frv. um byggingu fyrir Háskóla ís-
lands, flutt af ríkisstjórninni, sam-
hljóða frv., sem stjórnin bar fram á
síðasta þingi, og þá samþykkt í efri
deild. Ríkisstjórninni skal heimilt að
láta reisa aðalbyggingu háskólans a
árunum 1934—1940 og verja til þess
allt að 600 þús. kr., gegn þvi að
Reykjavíkurbœr leggi háskólanum til
land til eignar, 8—10 hektara, og
laugavatn til upphitunar með kostn-
aðarvcrði. — Áður var í ráði, að há-
skólinn og stúdentagarðurinn yrðu
reistir í Skólavörðuholtinu suðaustan-
verðu og var búið að grafa þar fyrir
grunni stúdentagarðsins. En nú er
fré því ráði horfið, og œtlar bœrinn
að leggja háskólanum til lanu suð-
vestanvert við tjörnina við væntan-
legan skemmtigarð. Er sá staður
stórum álitlegri.
Frá milliþinganefndinni í landbún-
aðarmálum eru tvö frv. fram komin
í neðri deild, frv. til ábúSarlaga og
frv. um ágang búfjár. Nefndarmenn-
irnir tveir, sem sœti eiga á þingi,
Bernharð Stefánsson og Jörundur
Brynjólfsson flytja frv. þessi. Sam-
hljóða frv. fluttu þeir á þingum 1929
og 1930 og hefir áður verið skýrt
nokkuð frá efni þeirra. Er hér um
stórmerk nýmœli að rœða í íslenzkri
landbúnaðarlöggjöf.
Haraldur Guðmúndsson endurflyt-
ur tvö frv. um breytingar A skatta-
íhaldsvíxlana? Það er komið und-
ir árangrinum af framkvæmdum
síðustu ára, og baráttunni við
dýrtíðina í Reykjavík.
löggjöfinni: Um tekju- og eignaskatt
! og um fasteignaskatt, ennfremur frv.
I, um breyting á tolllögunum. Efni frv.
er i aðalatriðum þetta: Skattur af
lágum tekjum lœkki eða falli niður
með öllu. Gjörir flm. ráð fyrir að
7000 manns eða 36% af þeim, sem
nú greiða tekjuskatt, losni við hann,
samkv. frv. Skattur á hátekjum og
stóreignum hækki aftur á móti til
mikilla muna, og ætlast flm. til, að
tekjur ríkissjóðs af tekju- og eigna- .
skattinum í heild sinni hækki um
70—75%. En frv. hans (og brtt við
frv. meirahluta milliþingan.) fer
fram á að lækka tolla á nauðsynja-
vörum að sama skapi, t. d. kaffitoll-
inn úr 60—80 aurum á kg. niður í
40—50 aura, og sykurtollinn úr 20
aurum niður í 10 aura á kg. — pá
fer flm. fram á nokkura hækkun á
fasteignaskattinum, og áætlar harm
tekjuauka af þeirri hækkun 600 þúa,
kr., enda komi þá samsvarandi í-
vilnun í tollum á nauðsynjavörum.
Till. til þál. um ábyrgS ríkisssjóðs
fyrir viSskiptum viö Rússland, flutt
af Erlingi Friðjónssyni og Jóni Bald-
vinssyni. Síld hefir verið seld tvisvar
sinnum héðan til Rússlands, sumarið
1927 (25 þús. tunnur) og sumarið
1930 (30 þús. tunnur), og vænta ýms-
ir þar íramtiðarmarkaðar fyrir síld
og jafnvel íleiri sjávarafurðir. En
þau vandkvæði eru á sölu til Rúss-
lands, að ríkisstjórnin þar, sem öll
innkaup annast, áskilur sér allt að
árs gjaldfresti. Aðrar þjóðir, sem selt
hafa til Rússlands, hafa tekið til þess
ráðs, sem fram kemur í till. að láta
ríkið ábyrgjast seljendum greiðslu
gegn þvr að rússneska rikissjórnin
samþykki víxla fyrir andvirði var-
anna. Hefir norska ríkisstjórnin t. d.
ábyrgst á þennan hátt allt að 20 milj.
s. 1. ár. Ógreitt andvirði þeirrar síld-
ar, sem seld var s. 1. sumar er um
600 þús. kr., en tillögumenn vilja
veita .heimild til allt að 5 milj. kr.
ábyrgðar á árinu 1931, ef takast
mætti að fá Rússa til að kaupa eitt-
hvað af þeim miklu saltfisksbirgðum,
sem nú eru fyrirliggjandi í landinu.
Hefir, að tilhlutun bankanna og ríkís-
stjómarinnar verið gjörður ut mað-
ur til að athuga möguleika á slikri
sölu.
Frv. um rekstrarlánafélBg fyrir
bátaútveg og smáiðju. Flm.: Jóh. Jós.,
Ó. Th, J. ÓL, H. Kr., J. S, P. O. og
J. A. J. (neðri deild). „Til þess að
tfyggja rekstrarlánafélðgum sam-
kvæmt lögum þessum starfsfé, skal
rikisstjórnin ábyrgjast allt að ?. milj.
kr. reikningslán frá ári til árs, og
skal þessi rekstrarlánastarfsemi vera
sérstök deild í Fiskiveiðasjóði íslands
og lúta sömu yfirstjórn og sa sjóður
hefur" (8. gr.). SamábyrgÖ sé í fé-
lögunum. Lán til einstakra félags-
manna allt að 8 þús. kr.
Frv. um forkaupsrétt kaupstaða og
kauptúna á haínarmannvirkjum 0. íl
Flm.: Erlingur Friðjónsson og Jón
Baldvinsson.
Frv. um haínargerð á Dalvik. Flm.:
Bernharð Stefánsson.
Frv. um br. á L nr. 50 1927, um
gjald af innlendum tollvörutegund-
um. Flm.: Ásgeir Ásgeirsson. Frv. er
um ívilnun á gjaldi iðnfyrirtækja,
sem stofnuð eru eftir 1927, en eldri
fyrirtæki njóta hennar nú.
Till. til. þál. um lækkun vazta.
Flm.: Magnús Torfason, Jörundur
Brynjólfsson, porleifur Jónsson, Lár-
us Helgason og Hákon Kristófersson.
Till. til þál. um lyfjaverzlun. Flm.:
„ Jafnaöarmenn í neðri deild. í till.
felst áskorun til ríkisstjórnarinnar
um að „láta athuga gildandi lyfja-
taxta, gæði lyfja og fyrirkomulag
lyfjaverzlunarinnar yfir höfuð og
leggja árangur þeirra athugana og
tillö'gur til umbóta fyrir næsta Al-
þingi".
Frv. um hafnargerS á Sauðárkróki.
Flm.: Magnús Guðmundsson og Jón
SigurSsson.
\