Tíminn - 21.04.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.04.1931, Blaðsíða 2
100 TlMINN Lárus H. Bjamason, Stjómlaga- fræði, 1913, bls. 190, segir svo um þetta atriði: „Reglulegt Alþingi á hinsvegar heimtingu á að sitja 8 vikur þannig að konungur get- ur ekki slitið því innan þess tíma, sbr. 3. gr. stj.skl. 1903, nema hann rjúfi það þá, samkv. heim- ild 8. gr. stj.skr." En þingrofs- heimildin í 8. gr. var samhljóða og í 20. gr. núgildandi stj.skr., að öðru en því, að hinu nýkjöma Alþingi þurfti ekki að stefna saman fyr en á næsta ári á eftir. I 19. gr. dönsku grundvallar- laganna frá 1866, var samskonar ákvæði sem í 5. gr. stj.skr. vorr- ar frá 1874 og 3. gr. stj.skl. 1903, en réttur ríkisþingsins til setu var ákveðinn 2 mánuðir. Stjórnlagafræðingar Dana skýrðu ákvæði 19. gr. grdvl. á sömu lund og L. H. B. skýrði 5. gr. stjskr. frá 1874 og 3. gr. stj.skl. 1903, að hið reglulega ríkisþing ætti stjórnskipulega heimtingu á að vera saman í 2 mánuði, því mætit eigi slíta innan þess tíma. Hins- vegar væri heimilt að rjúfa það innan sama tíma, með því að í greininni um þingrofsheimildina væri ekki orðuð nein takmörkun á þeim rétti hvenær henni mætti beita; sbr. H. Matzen, Den danske Statsforfatningsret, II. 1897, bls. 307 og 315. Eftirmað- ur H. Matzen, próf. K. Beriin, er heldur ekki í neinum vafa um, að ríkisþingið má rjúfa hvenær sem er án tillits til ákvæðisins um þingslit, vegna þess að i 22. gr. grundvallarlaganna er engin orð- uð takmörkun — „positiv Ind- skrænkning“ — á réttinum til þingrofs. Sbr. stjórnlagafræði hans, útg. 1916, I. bls. 426. — í hverju var nú sú breyting fólgin á 3. gr. stj.skl. frá 1903, sem gerð var með 18. gr. gildandi stjómarskrár? Það var rýmkað um rétt þingsins til setu. Iiinn fastákveðni ,timi, sem reynslan hafði sýnt, að var of stuttur, var afnuminn en hinsvegar sett það óákveðna tímamark, að þinginu mætti ekki slíta fyr en það hefði innt af hendi ákveðið starf, sem sé að afgreiða, samþykkja, fjár- lög. Ég hefi áður vikið að hver hugsun hafi ráðið þessu ákvæði. Hver sá, sem heldur því fram, að með þessari breytingu hafi einnig þingrofsheimildin í 20. gr. verið takmörkuð, hann verður að bera fram eitthvert gran af lík- um fyrir því, að það hafi verið tilætlunin og að það hafi verið gert, þrátt fyrir það þótt sú hugsun væri aldrei orðuð á þing- unum 1919 og 1920. Það er ekki nóg að slá því fram eins og hr. E. A. gerði í fyrnefndri Morgunblaðsgrein og endurtók í sama blaði 18. þ. m., að það sé gagnstætt heilbrigðri skynsemi og venjulegum lögskýr- ingarreglum að halda því fram, að ákvæðin um þingslit í 18. gr. takmarki ekki þingrofsheimildina í 20. gr. Þótt honum þætti þessi sönnunaraðferð fulboðleg gagn- vart því, sem „einhver hefir sagt“, þá finnst mér það heldur djarft að halda þessu fram gágn- vart öllum þeim höfundum, sem ég hefi nefnt að framan, og ekki eru í vafa um, að þurft hefði að taka það fram berum orðum, ef þingrofsheimildin skyldi takmark- ast af ákvæðunum um þingslit. En hr. E. A. segir, og dregur dæmi til, að þetta sé álíka heil- brigður skilningur sem að halda því fram, að konungur gæti á eindæmi ^itt framkvæmt vissar stjórnamthafnir án tillits til á- kvæða 1., 10. og 15. gr. stjómar- skrárinnar. Gagnvart þessu dæmi skal það að eins sagt: Þetta er ofrausn. Stjórnlagafræðingur má ekki smyrja svona þykkt, ekki brytja svona stórt. í 18., 19. og 20. gr. stj.skr., svo þær séu aðeins taldar, eru á- kvæði um rétt konungs gagnvart Alþingi. I hverri þessari grein er almenn regla" og í hverri grein um óskyld hugtök að ræða. I 18. grein eru m. a. greint skilyrðið fyrir því hvenær reglulegu þingi megi slíta, um aukaþing eru eng- in skilyrði sett fyrir þingslitum. I 19. gr. eru greind takmörk og skilyrði fyrir að fresta fundum Alþingis. I 20. grein hin almenna regla um að rjúfa Alþingi, en í 76. gr. er aftur sérregla um rof Alþingis, er stjórnarskrárbreyt- ing hefir verið samþykkt. Það er að berja höfðinu við steininn að halda því fram, að reglan um þingslit í 18. gr. tak- marki hina almennu reglu um þingrof í 20. gr. þannig, að þing- slit verði að fara á undan þing- rofi, þegar 23. gr. sýnir augljós- lega, að stjómarskrárgjafinn hef- ir gert ráð fyrir að átt gæti sér stað, að þingið hætti störfum fyr- ir fullt og allt án þess að skilyrð- ið fyrir löglegum þingslitum sé fyrir hendi. Ég held því fast við þau orð, sem ég lét hafa eftir mér í útvarpið: „Þingrofsréttur- inn getur ekki takmarkast af á- kvæði 18. greinar, ef svo væri, þá væri því jafnframt bætt inn í 20. gr., að reglulegt þing, sem ekki samþykkir eða fæst ekki til að afgreiða fjárlög, mætti ekki rjúfa. Slíkt getur ekki staðizt“. Það vill nú svo til, að hr. E. A. hefir lýst yfir samþykki sínu á þessari skoðun, bæði í fyrri grein sinni 16. apríl og í svari við fyrirspum „Tímans“ 18. þ. m. Hann segir á fyrri staðnum: „Sú nauðsýn getur verið fyrir hendi, (að gefa út bráðabirgða- fjárlög) ef svo skyldi fara, að þingið gerði ekki skyldu sína um afgreiðslu fjárlaga“ og á seinni staðnum segir hann: „En ef þingið skyldi fella fjár- lagafrumvarp, þá hefir stjómin gert skyldu sína um að veita þinginu kost á afgreiðslu fjárlaga ... og þá þarf þingrof ekki að brjóta bág við 18. gr. stjskr.“ Með þessu hefir hr. E. A. ljós- lega játað þá skoðun rétta, að regla 18. gr. um undangengna samþykkt eða afgreiðslu fjár- laga, sem er skilyrði fyriv stjóm- skipulega löglegum þingslitum, sé ekki skilyrði fyrir þingrofi. Þingslit þurfa ekki að fara fram á undan þingrofi og geta ekki farið fram þegar fjárlaga- þing afgreiðir ekki fjárlög. Rof þings meðan það á setu útilokar hinsvegai' þingslit, þar sem hin stjórnskipulega þingsamkoma glatar tilveru sinni með ógilding umboða þingmanna. Verkamenn • ílialdsmenn Þeim, sem verið hafa sjónai'- og heyrnaivottar þeirra atburða, sem fram hafa farið hér í bæn- um nú síðustu dagana, verður hugsað til fyrri tíma, þegar noiíkur ókyrrð hefir hvílt yfir bænum — til manna og atvika fyr og nú. Þá sjaldan það hefir komið fyr- ið, að óspektir eða götuuppþot — ef nefna má slíku nafni - - liafa orðið hingað til, hafa þær orðið — undantekningarlítið — í sam- bandi við vinnudeilur. Þá eru þaö verkamennimir, sem hafa safnast saman til þess að koma í veg fyrir, að fólki utan verka- mannasamtakanna héldist uppi að vinna fyrir lægra kaup, en krafizt var. Við slík tækifæri hafa stundum orðið nokkrar hnypp- ingar, og einstaka sinnum nokk- urt tjón á eignum. En slys munu eigi hafa átt sér stað í sambandi við vinnudeilur. í hvert sinn, sem slík deila hefir staðið yfir og eitthvað skorizt í odda með verkamönnum og vinnuveitendum hafa dagblöð íhaldsflokksins, Morgunblaðið og Vísir, risið upp öndverð, og hellt úr skálum reiði siimar yfir verka- mennina. Á skrifum hinna „gáf- uðu“ og orðprúðu íhaldsritstjóra hefir þá helzt mátt skilja, að reykvísku daglaunamennirnir og sjómennirnir væru siðlaus lýður, sem stæði langt neðan við lög og rétt og að ekki væri hægt að færa fósturjörðinni aðra gjöf dýrmæt- ari en ríkislögreglu, gráa fyrir járnum frá hvirfli til ilja, til að berja niður hina siðlausu verka- menn. Tíminn hefir yfirleitt ekki blandað sér inn í deilur þær, sem átt hafa sér stað hér í bænum milli verkamanna og vinnuveit- anda. Slíkar deilur hafa foringjar Framsóknarflokksins í ríkis- stjórninni reynt að leysa með samkomulagi, oftar en einu sinni með árangri. En einmitt nú, eftir það sem gjörst hefir síðustu dagana, þyk- ir rétt að rifja upp það, sem stað- ið hefir í Mbl. og Vísi út af kaup- deilunum fyrrum. Það eru ekki daglaunamenn- irnir eða sjómennimir, sem valda því ástandi, sem undanfama daga hefir ríkt hér í bænum. Og þó hafa hér orðið þeir at- burðir síðustu dagana, sem meiri athygli mættu vekja en þó að stöðvaður sé fiskbíll í pakkhús- dyrum eða stafprik brotið fyrir framkvæmdarstjóra í útgjörðar- félagi. 22 alþingismenn hafa neitað a.ð hlýða stjómarskránni, sem þeir sjálfir hafa unnið eið að. Foringjar þessara sömu manna hafa flutt æsingaræður af svöl- um Alþingishússins, þessum sömu þingsvölum, sem jafnaðarmanna- flokknum fyrir nokkrum árum var neitað um til ræðuhalda 1. maí, af því að þá var af flestum svo á litið, að ekki mætti nota þann stað ákveðinni þjóðmála- stefnu eða flokki til hagsmuna. Þúsundum manna hefir verið safnað saman úti fyrir mannfá- um heimilum ráðherranna að næt- urþeli, sýnilega í þeim einum til- gangi að ógna ráðherrunum til að hætta við að leggja deilumálin undir dóm þjóðarinnar. Hjá einum af þingmönnum Framsóknarflokksins fyrv., for- seta sameinaðs þings, er í gær- kvöldi gjörð heimsókn mörg hundruð manna. Ein stúlka var heima ásamt bömum hjónanna, elzta bamið á 13. ári! I hinu nýbyggða vörugeymslu- húsi (Sambands ísl. samvinnufé- laga niður við höfnina, hefir ver- ið mölbrotinn svo að segja hver einasti gluggi á heilli hæð. Ráðist er heim að bústað sendi- herra erlends ríkis, sömuleiðis að næturþeli, og honum sýnd alvar- leg móðgun, sem í ýmsum tilfell- um hefði getað haft aivarlegar afleiðingar fyrir hið íslenzka ríki. Sömu nóttina eru brotnir gluggar í vínverzlun ríkisins, að viðstöddum hinum sama hóp manna. í gærkvöldi, er manni, sem var svo djarfur að greiða atkvæði móti götusamþykkt Jakobs Möil- ers misþyrmt, svo að stórlega sér á honum, og er það mál nú fydr rétti. Annar maður, sem ekki vildi greiða atkvæði fékk í hefnd- arskyni hrákaslettur í andlitið. Á þessum atburðum, sem nú er lýst, bera daglaunamennirnir og sjómennimir ekki ábyrgð. Þeir hafa haldið sér algjörlega utan við götuæsingamar. Verkamenn- irnir, sem hingað til hafa fylgt Alþýðuflokknum, hafa beyg af aðgerðum foringja sinna, sem gjört hafa bandalagið við íhaldið. Reykvískir verkamenn bera enga ábyrgð á æsingum síðustu daga. — Fyrir það eiga þeir heiður skilið. Frimsikiirtélas Reykjaaikar Vegna fjölda inntökubeiðna, sem mönnum í stjóm félagsins hafa borizt undanfarið, em þeir, sem æskja inntöku í félagið beðnir að gefa sig fram áskrifstofu Tímans, Lækjai’götu 6 A og rita nöfn sín á lista, er þar liggur frammi. Félagsstjórnin. —--------------------- Mynda- og rammaverzlunin Freyjugötu 11. - Siguröur Þorsteinsson - Sími 2105 hefir sérstaklega fjölbreytt úrval af veggmyndum, íslenzk mál- verk, afar ódýr, ljósmyndir af Hannesi Hafstein og Har. Níels- syni. — Sporöskjurammar af flestum stærðum. Verðið sanngjarnt. Það eru aðrir menn, sem bera ábyrgðina. Ihaldsmennimir, þeir sem harð- ast hafa tekið á framkomu verka- fólksins í deilunum undanfarið — þeir bera ábyrgðina fyrst og fremst. Það era þeir, sem með ábyrgðarlausu æsingaskrafi og at- höfnum í sama stíl hafa svikist að vamarlausum bæ í varnarlausu landi. Nú talar Mbl. og Vísir ekki framar um virðing fyrir lögunum, friðhelgi heimilanna eða vopnaða ríkislögreglu til að halda uppi friði í bænum. En þessir menn mega vera viss- ir um það, að verk þeirra gleym- ast ekki. Jón Þorláksson, Ölafur Thors og Magnús guðfræðiskenn- ari, geta glatt hjarta sitt með því, að almenningur bæði hér í Reykjavík og annarsstaðar man eftir því, hvemig þeir þessa dag- ana hafa verndað friðinn og kom- ið fram við andstæðinga sína. Að því mun verða hlegið héð- an í frá um endilangt Island, þeg- ar þessir menn í næstu vinnu- deilu, láta trúhræsnara sína hrópa á löghlýðni og frið í drottins nafni. Foringjar íhaldsflokksins hafa sjálfir bragðið upp fyrir verka- mönnum vopnunum, sem þeir eigi að nota í næstu vinnudeilu. Eftir því eiga verkamennimir að gjöra aðsúg að heimilum ólafs Thors og Jóns Ólafssonar að næturþeli, og ofsækja konur þeirra og börn með ópum og hótunum. Þeir eiga að hrækja framan í Valtý Stef- ánsson, þegar hann lætur sjá sig á uppfyllingunni! Þetta eru fordæmin. Það er ekki foringjum íhaldsins að þakka, þó að verkamennimir hafi vit og forsjá til að varast þau, þrátt fyrir hrópyrðin, sem á þeim dynja, frá mönnum, sem ekki ættu að hafa dirfsku til að stíga inn fyrir þröskuld hjá vinnandi fólki án þess að draga skóna af tfótum sér. ---o---- Xieidrétting' Vísir segir svo frá í gær í fréttum frá stúdentafundinum, að þar hafi verið samþykktar tvær tillögur. Önnur þess efnis að víta forsætisráðherra fyrir það, að segja ekki af sér. Þessari tillögu segir Vísir að ég hafi verið sam- þykkur. Þetta er auðvitað hrapa legurmisskilningur því það var hin tillagan, þar sem þess er krafizt, „að íslenzka ríkið verði gert að lýðveldi svo fljótt sem unnt er“, sem ég kvaðst vera samþykkur, ef hún hefði verið öðruvísi rökstudd. — En hún var rökstudd á þann veg, að gefa í skyn, að konungsvaldinu hefði verið misbeitt síðustu daga. Missögnin í fréttunum liggur í því, að farið er tillögu villt, hvort sem þetta er sök sjálfs mín eða annara. Hermann Jónasson. Diplikainialerliilðg 1931 (um Norður- og Austurland) Dvöl á Norðíirði 13.—17. júlí, Seyði8firði 19.—24. júlí, Kópaskeri 26.—29. júlí, Húsavík 31. júlí til 3. ágúst, Hvammstanga 7.—8. ág. Blönduósi 10.—12. ág. Sauðárkróki 14.—17. ág. Siglufirði 19.—22. ág. Helgi Skúlason Lax- og silungsveiðitæki allskonar í mjög fjölbr. og ódýru úrvali. Silungastangir frá kr. 2,00. Laxastangir frá kr. 20,00. Myndavélar, sjónaukar, filmur. — Lægst verð. — Sendum verðskrár þeim sem óska. Sportvörahús Reykjavíkur (Einar Bjömsson) Reykjavík. Box 384. Fyrir peninga. Greindur maður hefir sagt, að Thor Thors kjördæmaskipunar- fræðingur íhaldsins væri bezta dæmið á Islandi um það, hvað hægt sé að læra fyrir peninga. 1 ræðu eða riti hefir enginn orð- ið var við neina áberandi greind hjá Thor. Allt um það stóð hann sig vel í menntaskólanum, og lauk lagaprófi á stuttum tíma og meö prýðilegri einkunn. Síðan Thor kom af skólabekknum hefir har.n komizt í skilning um, að pening- amir í Kveldúlfi eru til ílain hluta nytsamlegir en að búa til lögfræðinga með góðum vitn'.s- burði. Fyrir þá er hægt að halda uppi menningarfyrirtæki eins og Mbl. og líma nafn af dauðum stj órnmálaflokki á hlutafélag, sem rekur stórútgerð og síldai’bræðslu. Það hefir þessum læi’ða manni líka skilist, að fólk með mxkil veraldargæði hefir góða aðstöðu til að afla sér mannaforráða með- al léttlyndra unglinga, sem þykir gaman að skemmtunum. Eu að koma fólki til að trúa því að rit- stjóri Tímans hafi sent mann of- an í Hafnarstræti til að brjóta rúðu í vínverzluninni, af 'pví að hann hafi vantað sakir á ihald- ið(!), það er ekki hægt — ekki einu sinni fyrir peninga! ----o--- Staka Héðinn að krús er fremur fús — faðmaðist við „hina“ —. Iðar hans hús af íhaldslús eftir flatsængina. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson. Ásvallagötu 27. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.