Tíminn - 02.05.1931, Blaðsíða 1
Ojaíbferi
09 afgrci&slumaður íímans et
Haunpeig p orsteinsöóttir,
Scefjargötu 6 a. SeyfjaDÍf.
íímans er t £œfjaraötu 6 a.
(Dpin baglega fl. 9—6
Sími 2353
XV. érjí.
Reykjavík, 2. maí 1931.
34. blað.
Kj ördæmaskip unin
Á að aíhenda Reykjavík alræðísvald
í tnáleínutn alþjóðar íslendínga?
I. Leynisamningar um kjördæmaskipnnina
Vandasamt mál.
Að kveða á um það með hverj-
um hætti skuli kjósa fultrúana á
þing þjóðarinnar, er vitanlega
eitt af hinum þýðingarmestu at-
riðum í löggjafarstarfinu.
Kjördæmaskipunin er grund-
völlurinn undir stjórnarfari öllu
og löggjöf.
Að leiða í lög gjörbreytingu
á þeirri kjördæmaskipun sem í
aðalatriðum hefir gilt á Islandi
síðan Alþingi var endurreist, er
svo mikið og alvarlegt mál að
næsta fá þjóðmál mega við það
jafnast. ;
Þessvegna mundi það liggja í
augum uppi að slíku stórmáli á
ekki að ráða til lykta með skyndi-
ráðum, undirbúnings- og umræðu-
lítið, með leynisamningum milli
stjórnmálaflokka mitt í þingönn-
unum.
Löggjöf um nýja kjördæma-
skipun á að vera þrautundirbúið
mál áður en samþykkt er. Málið
á að hafa verið rætt opinberlega
og rækilega. Það á að liggja Ijóst
fyrir þjóðinni á hvern hátt á að
breyta þessum grundvelli undir
löggjöf og stjórnarfari og hverj-
ar afleiðingar muni verða af
breytingunum.
Skyndiráð í þingönnunum.
Foringiar hins íhaldssama
flokks og jafnaðarmanna hafa lit-
ið öðruvísi á þetta mikla mál.
Þegar liðinn var um það bil
mánuður af starfstíma síðasta
Alþingis hófu þeir samninga sín
í milli um gjörbreytingar á nú-
verandi kjördæmaskipun.
Fullvíst mun það, að það voru
hinir íhaldssömu, sem áttu frum-
kvæði að samningunum og buðu
svo góð boð að Jafnaðarmenn
gengu þegar til samninganna.
Á tiltölulega fáum dögum urðu
samningarnir fullgerðir milli
þessara flokka, sem raunverulega
eru hinar mestu andstæður í ís-
lensku þjóðlífi — um fullkomna
byltingu á kjördæmaskipun lands-
ins.
Til þess að opna leiðina fyrir
breytingunum, urðu þessir flokk-
ar ásáttir um breytingar á stjórn-
arskránni og höfðu þegar sam-
eiginlega samþykkt þær í efri
deild.
1 stað þess sem nú er ákvæði
stjórnarskrárinnar um alla kjör-
dæmakjörna þingmenn utan
Reykjavíkur, að þeir skuli kosnir
óhlutbundnum kosningum í ein-
mennings- eða tvímenningskjör-
dæmum, þá átti að heimila hlut-
fallskosningar allsstaðar og þar-
með gjöra mögulega niðurlagning
allra hinna einstöku kjördæma,
annara en Reykjavíkur, stofnun
stórra kjördæma og hlutfalls-
kosningar í þeim öllum.
Stjórnarskrárbreytinguna átti
að samþykkja á þinginu. En
samningunum um kjördæmaskip-
unina í einstökum atriðum átti að
halda leyndum fram yfir kosn-
ingar.
I sögu Alþingis íslendinga eru
slík skyndiráð, slik leyniráð um
hin allra þýðingarmestu mál þjóð-
arinnar, sem betur fer algjörlega
einsdæmi.
Og þess er að vænta, er nú
verða opinber launráðin, að það
komi aldrei fyrir aftur í þing-
sögu íslendinga, að stofnað sé til
slíkra skyndiráða um endanlega
löggjöf, um svo þýðingarmikil
mál fyrir alþjóð.
Síðasta kosning í gömlu
kjördæmunum.
Hversvegna töldu foringjar hins
^haldssama flokks og Jafnaðar-
manna nauðsyn bera til þess að
afgreiða slíkt stórmál sem gjör-
breyting kjördæmaskipunarinnEvi*
með slíkum skyndiráðum ög við
svo mikla leynd?
Því svara þeir að vísu bezt
sjálfir, en á hitt skal þó bent, að
góð málefni og réttvísleg er aldrei
•talið nauðsynlegt að berja fram
umræðu- og undirbúningslaust, og
fara með þau með fyllstu leynd.
En framkvæmd málsins átti að
vera sú,að flokkarnir tveir beindu
saman bökum við kosningarnar,
með því einkum að gjöra báðir
Framsóknarflokknum sem örðug-
„ast fyrir í öllum kjördæmum.
Samþykkja síðan sámhliða á
næsta þingi stjórnarskrárbreyt-
inguna og hina nýju kjördæma-
skipun, sem þjóðinni átti ekki að
hafa gefizt kostur á að sjá fyrir
kosningarnar.
Síðan átti að rjúfa þing og
nýjar kosningar að fara aftur
fram þegar, samkvæmt nýju
kjördæmaskipuninni. Höfðu hinir
sameinuðu þegar sett ákvæði um
það inn í stjórnarskrána, við aðra
umræðu um hana í efri deild.
Svo mjög átti með öðrum orð-
um að fara á bak við kjósendur
landsins og alþjóð, að án þess að
nokkuð væri frá því skýrt opin-
berlega átti nú í vor að kjósa í
síðasta sinni í hinum núverandi
kjördæmum landsins sem sjálf-
stæðum kjördæmum — öllum
nema Reykjavík.
öll héröð landsins, önnur en
Reykjavík, átti að svifta því
sjálfstæði, sem þau hafa átt síð-
an Alþingi var endurreist, að eiga
sérstakan eða sérstaka þingmenn.
Þessar síðari kosningar áttu að
fara fram einhverntíma seint á
hausti eða snemma vetrar í ár —
og hefðu þá ýmsum samnings-
aðiljanna verið ósárt um þótt
hríðar og ill færð hefði hindrað
þátttöku sveitafólksins.
Hið nýja stjórnarfar, á grund-
velli nýju kjördæmaskipunarinn-
ar, átti svo að hefjast í árslokin,
eða í febrúar næsta ár — gullold
hinna sameinuðu flokka íhalds-
og Jafnaðarmanna.
Allar þessar ráðagerðir hrundu
í rústir með þingrofinu. Þarf
engan að undra þótt hart yrði
hrokkið við af þeim er sáu svo
skjótt hrynja þá loftkastala er
þeir töldu víst að yrðu von bráð-
ar að veruleika. Qg aðköst þau er
veitt voru af hálfu Reykvíkinga,
er þeir sáu færast nokkuð undan
einræði Reykjavíkurvaldsins,
mega vera öllum skiljanleg.
Því að vegna þingrofsins þarf
tvennar kosningar til þess að
koma fram vilja hinna samein-
uðu.
Og í annan stað er þingrefið
öruggasti votturinn um það, að
hinum sameinuðu hefir ekki tek-
ist að halda leyndum samningun-
um, og þeim mun ekk: takast að
svifta hjeröðin út um landið því
valdi sem þau hafa og leggja það
óskorað í hendur Reykjavíkur --
án þess að bændur og kauptúna-
og kaupstaðamenn út um landið
hafi fulla hugmynd um hvað er
að gerast.-****
Leynisamningarnir gerðir
opinberir.
„Þjóð veit þá þrír vita", segir
máltækið. Og þó að hinn allra
ríkasti varnaður hafi verið lagður
á af frumkvöðlum samninganna í
herbúðum beggja, að halda sem
stranglegast leyndum samnings-
atriðunum, þá hefir þó sannast í
]>etta sinn hið forna máltæki.
Er þá og þess að minnast hve
óheyrilegt það er að ætla að
reyna að halda leyndum um lang-
an tíma og yfir kosningar, samn-
ingum um endanlega lausn um
svo- þýðingarmikið mál sem kjör-
dæmaskipun landsins er.
Má það telja til hinna verstu
verka, og brot á móti hinum allra
helgustu lögum að ætla að halda
leyndum fyrir þjóðinni slíkum
samningum.
Mér hefir tekist að fá vitneskju
um leynisamningana. Og þó að ég
megi ekki tilgreina heimildar-
menn, þá hika ég ekki við að
gjöra það alþjóðu kunnugt, sem
ég hefi fengið að vita.
Með fullri vissu get ég sagt frá
því hver voru grundvallaratriðin,
sem hin nýja kjördæmaskipun
átti að hvíla á.
Grundvallaratriðin voru þrjú:
1. Landinu átti að skipta í mjög
fá, stór, kjördæmi.
2. Þingmannatala hvers hinna
stóru kjördæma átti að ákveð-
ast einvörðungu af höfðatölu
kjósendanna.'
3. f öllum kjördæmunum átti að
hafa hlutfallskosningu.
Um þaðt sem hér verður sagt á
eftirum samningana í einstökum
atriðum, get ég ekki fullyrt með
eins óyggjandi vissu. En eftir
mjög góðum heimildum eru þær
fregnir fluttar.
Kjördæmin áttu að vera sex.
Tala kjördæmakosinna þingmanna
hin sama og nú, 36. Ég hygg að
landkjörið hafi átt að leggjast
niður.
Hin einstöku kjördæmi og
þingmannafjöldi þeirra átti að
vera sem hér segir:
Fyrsta kjördæmið: Borgar-
fjarðar-^ Mýra-, Snæfells- og
Hnappadals- og Dalasýslur.. Kjör-
dæmið átti að hafa þrjá þing-
menn . ^5
Annað kjördæmið: Barðastrand-
ar-, Vestur- og Norður-lsafjarð-
arsýslur og Isafjarðarkaupstaður.
Kjördæmið átti að hafa fjóra
þingmenn.
Þriðja kjbrdæmið: Stranda-,
Vestur- og Austur-Húnavatns-,
Skagafjarðar-, ^fcyjafjarðar- og
Suður-Þingeyjarsýslur og Akur-
eyrarkaupstaður. Kjördæmið átti
að hafa átta þingmenn.
Fjórða kjördæmið: Norður-
Þingeyjar-, Norður- og Suður-
Múla- og Austur-Skaftafellssýslur
og Seyðisfjarðarkaupstaður. Kjör-
dæmið átti að hafa fjóra þing-
menn.
Fimmta kjördæmið: Vestur-
Skaftafells-, Rangárvalla-, Arnes-,
Vestmannaeyja- og Gullbringu-
og Kjósarsýslur og Hafnarfjarð-
arkaupstaður. Kjördæmið átti að
hafa átta þingmenn.
Sjötta kjördæmið: Reykjavík
ein og hún átti að fá níu þing-
menn.
Ef saman er dregið • þá átti
Vesturland að missa einn þlmj-
wann, Norðurland átti að missa
einn þingmann og Austurland átti
að missa þrjá þingmenn og allir
þessir fimm þingmenn, sem tekn-
ir eru af héröðunum út um land-
ið áttu að bætast við Reykjavík.
II. Gagnrýni leynisamninganna
Skyndiráðin sjálfdæmd?
Að vísu mætti svo segja að
það atriði eitt að stofnað- hefir
verið til þessara samninga af svo
mikilli skyndingu væri nægilegt'
til þess að dæma fánýt slík ráð
um svo alvarleg þjóðmál.
Þá er það ennfremur bætist við
að ráðin eru ráðin við svo mikla
leynd og tilætlunin að halda þeim
áfram með svo mikilli leynd, af
ótta við afleiðingarnar ef hið
sanna kæmi fram — þá mætti svo
virðast sem það einnig myndi ær-
ið nóg til þess að ráða ósigri
þessara mála.
Eigi að síður þykir hlýða a&
láta hér fara á eftir nokkra gagn-
rýni á leynisamningum þessum
um kjördæmaskipunina, einkum
vegna þess, sem síðar verður
náhar að vikið, að það er orðið
nauðsynjamál að taka kjördæma-
skipunina til endurskoðunar. Og
eru því umræður um málið þegar
af þeirri ástæðu gagnlegar.
En þegar tekið er tillit til þess
hve stuttur tími er til kosning-
anna og þar af leiðandi lítið svig-
rúm fyrir almenning að átta sig
á málunum, en hinsvegar verður
fylgt á eftir með hinum mesta
þunga að koma þessari kjör-
dæmaskipun fram, þá verður ekki
komist hjá nokkurri almennri
gagnrýningu.
Fólksf jölgunin í Reykjavík.
Raddir þær, sem undanfarið
hafa heyrzt um breytingar á
kjördæmaskipuninni hafa lang-
samlega flestar komið úr Reykja-
vík. J
Þeir menn, sem fremstir stóðu
nú í hinum íhaldssama og jafnað-
armannaflokkinum um að koma
á samningunum um kjördæma-
skipunina, eru báðir Reykvíking-
ar, harðsnúnir menn, sem hver á
sínu sviði draga mjög fram hags-
muni Reykvíkinga. Eins og kunn-
ugt er, eru það þeir Héðinn Valdi-
marsson og Ólafur Thórs.
Vegna Reykjavikur eru samn-
ingarnir gjörðir fyrst og fremst,
eins og þeir sjálfir bezt bera
vitni um.
Og það atriði, sem fyrst og
fremst er borið fram til stuðn-
ings breytingunni er hin gífur-
lega fólksfjölgun, sem hefir átt
sér stað í Reykjavík og tilsvar-
andi fækkun fólks tiltölulega ann-
arsstaðar á landinu, einkum í
sveitunum.
Hér verður nú aðeins lauslega
á það minnst, að þessi gífurlegi
vöxtur Reykjavíkur, á kostnað
alls landsins, samhliða því óþol-
andi dýrtíðarástandi, sem skapast
hefir í bænum, verður að teljast
þjóðinni í heild sinni hættulegur
og fyrir margra hluta saMr er
það hin mesta áhætta að afkoma
landsheildarinnar verði svo mjög
undir komin hinum svipula sjáv-
arafla, og enn meir svipúla verð-
lagi sjávaraflans.
Á hitt verður hér aðallega
bent, hver er höfuðorsök þessara
íslenzku fólksflutninga.
Höfuðorsök fólksfækkunarinnar
•í sveitum landsins, og fjölgunar
fólksins við sjóinn og þá alveg
sérstaklega í Reykjavík, er það
hversu stjórnað hefir verið fjár-
málum landsins og þá sérstaklega
bönkunum hinn síðasta manns-
áldur.
Nálega öllu fjármagni því, sem
landið hefir átt yfir að ráða
sjálft og því, sem náð hefir verið
til landsins, hefir verið þangað til
nú á hinum allra síðustu árum
beint nálega einhliða til útgerðar-
innar og kaupstaðaverzlunar og
þá allra helzt til Reykjavíkur.
Þar sem peningarnir eru, þar
er atvinnan, þangað leitar fólkið,
þar er vaxtarbroddur atvinnulífs-
ins þá.
Ný fólksfjölgun í hinum dreiíðu
héröðum.
En nú er hafin ný stefna og
nýjar kringumstæður að skapast.
Hinn gífurlegi- dýrleiki í Reyk-
javík á öllum sviðum gjörir það
að verkum, að aðstaða bæði til
iðnaðar og sömuleiðis til hvers-
konar framleiðslu við sjóinn er
líklegri til að geta borið sig miklu
betur víða annarsstaðar á land-
inu en í Reykjavík. Og þessvegna
hlýtur að hefjast ný útlánastefna,
sem meir beinist að sjávarpláss-
unum út um landið, til útgerðar
og öðrum kaupstöðum til iðnaðar.
Og ÞcL er enn meir áberandi
orðin hin nýja aðstaða landbún-
aðarins.
Hafin er alhliða sókn bænd-
anna um nýjar, fjölbreyttari og
miklu hagsýnilegri framleiðslu-
aðferðir.
Á öllum sviðum blasa við nýir
moguleikar um bætt lífskjör og
lífsafkomu fyrir sveitafólkið.
Enginn getur neitað því, að nú
liggur betur í augum uppi en
nokkru sinni áður, hvílíkir fram-
faramöguleikar eru bundnir við
hinn íslenzka jarðveg, hin íslenzku
grös og búpening Islendiuga,