Tíminn - 16.05.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.05.1931, Blaðsíða 1
©jalbferi pg afgrei&sluma&ur fimans et Kannpeia, £>orsteins&óttir. 'iÆfjaroötu 6 a. Reytiavít. C í m a n s er í £œf jaraötu 6 a. (Dpin 6ao,lea,a íl. 9—6 Simt 2353 XV. árg. Reykjavík 16. maí 1931. 41. blað. Konungsveldið og stjórnarandstöðuflokkarnir. I blöðum íhaldsmanna og jafn- aðarmanna hefir því verið haldið fram, að Framsóknarflokkurinn hafi beitt konungsvaldinu til þess að rjúfa Alþingi og koma í veg fyrir, að til framkvæmda kæmu samningar stjórnarandstöðu- flokkanna um breytingu á kjör- dæmaskipuninni. Það liggur í augum uppi, að þetta skraf um konungsvald í sambandi við þingrofið er eins og hvert annað barnahjal. Hlut- deild konungs í þingrofinu er al- veg samskonar og hlutdeild hans í íslenzkri lagasetningu yfirleitt. íslenzk lög taka ekki gildi fyr en þau hafa verið undirrituð af konungi. En í raun og veru hefir konungur engin áhrif á íslenzka löggjöf. Staðfesting konungs er aðeins formsatriði. Það er talið alveg sjálfsagt mál, að konungur staðfesti með ; undirskrift sinni þau lög, sem samþykkt hafa ver- ið á Alþingi, og borin eru fram til undirskriftar af forsætisráð- herra íslenzka ríkisins. Undirskrift konungs undir þingrofstilkynninguna, er vitan- lega alveg á sama hátt, eingöngu formsatriði. Þó að það sé að formi til konungurinn, sem sam- kvæmt stjórnarskránni hefír rétt til að rjúfa þingið, þá er það í raun og veru stjórnin, sem hefir þennan rétt. Það er stjórnin, sem hefir rofið þingið, en til þess, að þingrofið tæki gildi, varð hún að fá undirskrift konungs. Það er ekkert konungsvald, sem stendur á bak við þingrofið. Það er vald íslenzku ríkisstjórn- arinnar. Það er vald þess þing- meirahluta, sem á sínum tíma skipaði þessa ríMsstjórn. Það er vald meira hiuta íslenzkra kjós- enda við kosningarnar 9. júlí 1927. Þetta vald er það, sem fellt hefir niður umboð þing- mannanna og heimtað þjóðardóm um hina nýju afstöðu milli þing- flokkanna innbyrðis. En svo augljóst sem það er, að þingrofið er konungsvaldinu algjörlega óviðkomanda, þá er hitt jafn augljóst, að reynt hefir verið að fá konungsvaldið til að hafa áhrif á deilu þá, sem út af þingrof inu reis. Eftir að þingið hefir verið rof- ið á löglegan hátt og umboð þing- mannanna niður fallin, snúa for- ingjar stjórnarandstöðuflokk- anna sér beint til konungs og vilja fá hann til.þess að ómerkja gjörðir íslenzkrar þingræðis- stjórnar. Þeir heimta að verða settir aftur inn í umboð sín með konungsvaldi. 14 þingmenn úr í- haldsflokknum og 4 úr jafnað- armannaflokknum ætla með kon- ungsúrskurði að taka sér það vald í hendur, sem kjósendurnir einir geta veitt. Ef konungur hefði orðið við áðurnefndum áskorunum, þá hefði hann freklega misbeitt valdi sínu gagnvart íslenzkri þingræðisstjórn og íslenzkum kjósendum. Konungur misbeitti ekki valdi sínu. En sú staðreynd verður ekkj brott numin úr íslenzkri stjórn- málasögu, að nokkrir menn úr [ Kafli úr grein eftir Jón ÞoiiákssOn, miveranda íhaldsmann, í vikublaðmu „Lógrétta", 1908: „------------Og nafnið á þeirri stefnu er ekki torfundið, því að hún á sér marga formælendur í öllum þingstjórnarlöndum, þótt enginn hafi viljað við hanakannast hér tilþessa. Þeir, sem þessari stefnu fylgja í öðrum löndum, kalla sjálfa sig í h a 1 d s m e n n, en eru löngum nefndir af mótstöðumönnum sínum afturhaldsmenn. Það eru venjulega hinir efnaðri borgarar í hverju þjóðfélagi, sem fylla íhaldsflokkinn. Þeir eru ánægðir með sinn hag, og finna þess vegna ekki að þörf sé breytinga eða bóta á hag þjóðarinnar ¦ og vilja ekki láta heimta af sér skatta í því skyni. Framfara- og umbótaflokkana skipa aftur þeir efnalitlu, sem finna að þjóðfélagið þarf að gera margt og mikið til þess að bæta Iífsskil- yrði alþýðunnar; sömu stefnu fylgja og þeir meðal efnaðri .manna, .sem einblína ekki á sína eigin pyngju, .heldur hafa hag þjóðarinnav í heild sinni fyrir augum. íhaldsmenn semja í öllum löndum stefnuskrár sínar þannig, að þær gangi sem bezt í augu almennings, því að á því veltur fylgið. Þess vegna segja þeir ekki: Við viljum enga nýja vegi, ekki talsíma, ekki járnbrautir, ekki hafnir, kærum okkur ekki um alþýðuskóla o. s. frv.; ef þeir segðu þetta, fengju þeir sem sé lítið fylgi. Þeir segja aðeins sem svo: Við viljum fara sparlega með landsfé, við viljum styðja gætilega f jár- málastefnu, við viljum ekki hleypa okkur í skuldir. Þeir vita það ofurvel, að ef þeir geta passað að þjóðin konúst ekki í landssjóðinn, þá fær þjóðin hvorki alþýðuskóla, járnbrautir, hafn- ir eða annað slíkt, sem hún telur sig þurfa, eri þeir, íhaldsmennirnir, halda, að hún geti án verið. Þetta er eyrnamark reglulegs afturhaldsflokks, hverju nafni sem hann kýs að nefna sig, vantrú á landinu, að það svari arði, ef synir þess vilja kosta upp á að hlynna að því og vantrú á þjóðinni, aS hún sé fær um að nota sér þær lyftistengur á leiðinni til hagsældar og sjálfstæðis, sem aflmestar hafa reynst annarsstaðar.------------" stjórnarandstöðuflokkunum hafa gjört stórfellda og alvarlega til- raun tii þess, að beita konungs- valdinu gegn kjósendunum og knýja fram á þann hátt þjóð- hættuleg mál, að þjóðinni forn- spurðri. Ef Alþingi hefði aftur komið saman fyrir kosningar, þá hefði þar verið um konungkjörið þing að ræða en ekki þjóðkjörið. ' Ef framhald þingstarfanna hefði haft í för með sér byltingu á kjördæmaskipuninni, þá hefði sú breyting verið konungsráð- stöfun en ekki þjóðarráðstöfun. Ef ábyrgðin vegna Sogsvirkj- unarinnar hefði verið samþykkt á slíku þingi, þá hefði það verið ábyrgð konungsvaldsins, en ekki þjóðarábyrgð, sem veitt var fyrir þessum 7 miljónum. Og ef íhaldsmönnum ogjafn- aðarmönnum hefði á þennan hátt tekizt að sameinast um að mynda nýtt ráðuneyti, þá hefði það verið konungkjörin landsstjórn. Þetta allt eiga kjósendurnir að muna 12. júní næstkomanda, þegar þeir biðja þá um atkvæðin, fulltrúarnir fyrverandi, sem ætl- uðu sér að verða konungkjörnir. Ur bréfi frá íslendingi erlendis. Húspostillan. Héðinn er orðinn einskonar húspostilla á íhaldsheimilihu og vitna hinar einföldu íhaldssálir í hann í blöðum sínum eins og sahntrúaðar manneskjur í Vída- línspostillu. Seinast núna í vikr unni var sjö sinnum vitnað í hvað Héðinn hefði sagt í tveggja dálka grein í Vísi. Allt eru þetta ómengaðar skammir um Fram- sóknarflokkinn, sem íhaldið sæk- ir í þessa nýju húspostillu sína. Islenzkir bændur! Aldrei hefir verið háð svo hörð kosningabarátta á Islandi og sú, sem nú fer í hönd. Auðvalds- og embættismannavaldið í Reykja- vík hefir tekið höndum saman móti sveitum landsins, og berst nú með þeim auðvirðilegustu vopnum sem finnast, móti stjórn Framsóknarflokksins. — Engra bragða er látið ófreistað, til þess að sverta ríkisstjórnina í augum almennings og Alþýðuflokkurinn hleypur í hælana á íhaldinu og syngur sömu vísuna. Enginn hafði ibúizt við því, að samvinn- an væri órjúfanleg milli Alþýðu- flokksins og Framsóknarmanna, en hitt hafði víst fæstum komið til hugar, að Alþýðuflokkurinn gengi í bandalag með fjandmönn- um alþýðu, — þeim, sem sogiö hafa úr henni merg og bein. Þetta sýnir aðeins skammsýni for- ingja Alþýðuflokksins, og mun að sjálfsögðu hefna sín. Svo langt gengur íhaldið í skrumi fyrir alþýðu, að það telur sig til lýðveldissinna, beitir því á sinn annars bera öngul. Það ræðst á dönsku þjóðina bregður henni um afskipti á innanlands- málum Islendinga, enda þótt danska þjóðin láti slík mál af- skiptalaus, eins og sjálfsagt er. Það bregður konungi um einræði og hlutdrægni í afskiptum hans af málum Islands, — allt móti betri vitund, til þess eins, að slá ryki í augu almennings, — reyna að koma inn hjá mönnum þeirri trú, að rikisstjórnin hafi framið K osningaskrif stof a Fram sókn arf lokksins er tekin til starfa í Sambandshúsinu. — Opin fyrst um sinn kl. 10—12 árd. og kl. 1—7 síðd. — Sími. 1121. Framsóknarmenn, sem staddir eru hér í bænum, en eiga heimili annarsstaðar, og ekki gjöra róð fyrir að geta neytt þar atkvæðis- réttar á kjördegi, eru beðnir að mæta til viðtals á skrifstofunni kl. 9—12 á morgun og mánudag. Áríðanda er, vegna póstferða, að þeir, sem þurfa að greiða at- kvæði utan kjörstaðar, gjöri það nú þegar. Flokksatjórnin, ofbeldi og landráð móti íslenzku þjóðinni. Hverjum þeim manni er getur lesið, er það ljóst, að hér hefir ekkert það farið fram, af hálfu ríkisstjómarinnar, sem ekki var fullkomlega löglegt, í fullu sam- ræmi við lög landsins og þing- ræðislegar venjur í öðrum lönd- um. Ekkert farið fram annað en það, að ríkisstjórnin óskaði dóms þjóðarinnar um það, hverjir fara skyldi með völd í þessu landi, eins og nú var komið málum. Slíkt mundi sennilega hver önnur stjórn hafa gert, er beitt var þeim brögðum, er íhaldsflokkur- inn og Alþýðuflokkurinn beittu stjórn Framsóknarflokksins. Og hvaðan stafar þetta hatur til stjórnarinnar ? Það á uppruna sinn í gerðum þeirra manna, sem fremstir hafa staðið og standa ennþá, í flokki Framsóknar- manna, og þá fyrst og fremst í gerðum Jónasar Jónssonar. Hann hefir aldrei hlíft fjárglæframönn- um og bröskurum. Og meðan hann var ráðherra, hristi hann upp í óreglu og fjármálaóhirðu embættismanna; hann lét ekki kúgast af læknafélaginu, hann setti slagbrand fyrir brennivíns- reseptin, hann leysti marga hnúta í skóla- og kennslu- málum og hefir verið brautryðj- andi á óteljandi sviðum. Og önn- ur ástæðan til ofstækisins er sú, að bændaflokkurinn eykst stöð- ugt, er að ná rótfestu í þjóðinni, stendur einmitt nú á þröskuldin- um til þess að vera langöflugasti flokkurinn í landinu. Og stjórn Framsóknarflokksins hefir verið sú bezta í garð landbúnaðarins, sem enn fara sögur af á Islandi. Islenzkir bændur! Þegar einhver hætta hefir verið á ferðum fyrir íslenzku þjóðina, þá hafa það alltaf verið bændurn- ir, sem hafa borið hana yfir boð- ana, og siglt byrðingnum í höfn. Nú kemur ennþá til ykkar kasta að bjarga henni úr klóm embætt- is- og auðvaldsklíkunnai' í Reykja- vík, ættliða hinnar sömu klíku, sem ávalt ásótti Jón Sigurðsson með rógi og lygum. Látið ekki blekkjast af öskrinu í Reykjavík, með Jón Þorláksson sem kallara, og Jón Baldvinsson í tagli hans. Það skröltir ávalt mest í tómu vögnunum. Standið nú sem einn maður ut- an um þá menn, sem síðan 1916 hafa borið erfiði og þunga dags- ins, — þá menn, sem þá hvöttu bændur til kosningafélagsskapar og til baráttu fyrir bættum kjör- um landbúnaðar. Standið nú um þá menn og þann flokk, sem síð- an 1927 hefir stýrt þjóðarskút- unni, — stýrt henni svo vel, að hún hefir aldrei allan þann tíma farið af réttri leið, og alltaf stað- izt brotsjóina. íslenzkir bændur! Norðurlandaþjóðirnar bíða kosn- ingaúrslitanna 12. júní með óþreyju. Þær vita vel ,að það eruð þið, sem verðið þyngstir á metunum. Allt veltur nú á því, hvar þið leggið lóðið. Þessar kosn- ingar eru þær alvörumestu, sem ennþá hafa farið fram á Islandi. Stjórn Framsóknarflokksins hefir siglt þjóðarbyrðíngnum síð- ar 1927, og stýrt vel. Og nú er það ykkar að sigla honum í höfn. Vel mættir 12. júní! Þór. Ólafur Thors og 300 þúsund krónurnai'. Það lítur út f yrir að lán og ó- lán Ólafs Thors leiM oft á töl- unni 300 þúsundir. Hann hefir orðið að sætta sig við að þjóðin viti, að hann átti þátt í að skip i6 Borg hækkaði um 300 þús. kr., og að hið sparsama firma Ólafs fékk hagnað þennan en hið fá- tæka íoðurland útgjöldin. Næst var Óiafur svo óheppinn að selja tii útlanda í sumar sem leið fisk sem tveir bankar höfðu veð í, iyrir ca. 300 þús. kr. — Eftir lögum áttu bankarnir veðið. En Ólaf ur neitar að borga nema með málssókn, og nú eru báðir bank- arnir í máli við hann út af þess- ari fjárfúlgu. Ólafur þolir illa að minnst sé á þetta níál, og heldur að hann geti þaggað niður umræður um hneyksli þetta með hótunum um meiðyrðamál. En Ólafi skjátlast þar mikið, því að mál þetta verð- ur reifað innan skamrns hér í blaðinu. Almenningi kemur það mjög við, hvort bankar, sem landið á, missa 300 þus. kr. af því Ólafur Thors sér ekki nægi- legan hagnað í að skila bönkun- um umtölulaust því fé, sem sam- svarar veðgildi fiskjar þess, sem bankarnir áttu, Að lokum var ólafur Thors svo óheppinn að skrökva því upp í útvarpsræjðu á Kaupfélag Eyfirð- inga, að það hefði fengið 300 þús. kr. að láni úr Búnaðarbank- anum. Eftirfarandi vottorð sýna hve lítið má leggja trúnað á það sem ólaf ur segir. Mega það heita stórlygar sem hér eru leiðréttar. „Út af útvarpsræðu hr. ólafs Thors í gær, þar sem hann tók það fram, að Búnaðarbankinn hefði láfiað Kaupfélagi Eyfirð- inga> Akureyri, 300000 kr., skal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.