Tíminn - 23.05.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.05.1931, Blaðsíða 2
142 TIMINN mestan hluta æfinnai’ hefir hann stundað bú sitt í Hólum. Er hann fimmti maður ættaviimar, sem jörðina situr. Árið 1908 var Þorleifur kosinn á þing í fyrsta sinn og hefir verið þingmaður Austur-Skaft- fellinga óslitið síðan, stundum sjálfkjörinn. Á hann lengsta þingsetu að baki allra þeirra rnanna, sem nú eru í framboði. Á Alþingi hefir hann notið trausts og virðingar jafnan, sem sjá má af trúnaðarstörfum þeim, er hon- um liafa verið falin. Hefir hann hvað eftir annað verið kjörinn í i'jáirveitinganefnd og 1. varafor- seti neðri deildar og nú síðast 1. varaforseti sameinaðs þings. For- maður Framsóknarfiokksins var hann um langt skeið. Heima í héraði hafa Þorleifi verið falin ýms trúnaðarstörí, svo sem hreppstjórn, sem hann nu hefir gegnt rúml. fjóra ára- tugi og í sýslunefnd hefir hann átt sæti nál. 30 ár. Mun það enn koma í ljós við þessar kosningar, að Austur-Skaptfellingar bera til hans sama traust nú sem fyr. Þorleifur er kvæntur Sigur- borgu Sigurðardóttur bónda í Krossbæ j ar ger ði. Þórir Steinþórsson bóndi á Litlustrðnd. Þórir er Þingeyingur að ætt og uppeldi. Voru foreldrar hans Steinþór Bjömsson á Litluströnd | í Mývatnssveit og Sigrún Jóns- dóttir skálds Hinrikssonar. Að Þóri standa glæsileiki og karl- mennska í báðar ættir, samfara ágætri greind, og ber maðurinn það með sér, að hann hefir ekki farið varhluta af þessum eigin- leikum feðra sinna, því að hann er vel að sér ger. Yíirbragð og i framganga Þóris Steinþórssonar Tiðhorfið um kosningarnar. Um leið og Tíminn nú birtir myndir af frambjóðendum Fram- sóknarfl. við kosningarnar 12. júní n. k., þykir hlýða að fara nokkrum orðum um ýms atriði sem mjög koma til athugunar á þessum tímamótum og gjöra grein fyrir, að hverju leyti hin pólitíska af- staða hefir breyzt síðan almenn- ar kosningar fóru fram fyrir fjórum árum. Framsóknarflokkurinn hefir nú farið með völdin í landinu eitt kjörtímabil. Tvö af þessum ár- um, 1928 og 1929, voru góðæri. Árið 1930 var aftur á móti slæmt ár fyrir atvinnuvegina. Fjárhags- leg niðurstaða ríkisbúskaparins er sú, að tekjuafgangur hefir orðið öll árin nema 1927, og hafa tekjurnar yfirleitt farið talsvert fram úr áætlun. Þeim tekjum sem inn hafa komið fram yfir dagleg rekstursútg j öld, hefir stjómin, samkvæmt heimildum þingsins, varið til framkvæmda í landinu. Það er vitanlegt öllum, sem athugað hafa, enda ekki mót- mælt af andstæðingum Fram- sóknarflokksins, að á þessu kjör- tímabili hafa orðið miklu meiri framfarir í landinu af hálfu hins minnir á hina fomu víkinga, er voru ótrauðir til mannrauna og djarfmæltir við höfðingja. Eigi hefir Þórir notið skóla- menntunar lengur en einn vetur, en þá vann hann það þrekvirki, er enginn annai' hefir leikið. Tók hann báða efri bekki Gagnfræða- skólans á Akureyri á einum vetri og varð efstur um vorið. Virðist sem slíkum námsmanni myndi leiðin greið í hinar eftirsóttari stöður þjóðfélagsins. En Þórir kaus gróðurilminn og fjallasýn Mývatnssveitar. En þótt skóla- göngu væri lokið, hefir Þórir afl- að sér víðtækrar sjálfsmenntun- ar, eins og títt hefir verið um sýslunga hans, án þess þó að van- rækja bú sitt, því að það hefir hann stundað af kappi, og ekki þekkja Mývetningar fengsælla veiðimann. Jafnframt þessu hefir Þórir gegnt ýmsum störfum fyrir sveitunga sína, og meðal annars verið annai- endurskoðandi Kaup- félags Þingeyinga hin síðari ár. Einkanlega hefir Þórir fylgst vel með öllu því, ei' að landsmál- um lýtur, þótt ekki hafi hann verið í framboði fyr en nú. Hefir hann ekki að ófyrirsynju vaxið upp í móðurhéraði íslenzks sam- vinnufélagsskapar og einni feg- urstu sveit þessa lands. Lífs- skoðun hans er ofin tveimur meg- inþáttum: jafnaðarhugsjón Roeh- dale-vefaranna og bjargfastri trú á viðreisn og gildi íslenzks sveita- lífs og sveitamenning-ar. Er hætt við að Borgfirðingum þyki Ottesen að öllu smáviðris- legri. er þeir bera hann saman við þennan drengilega liðsmann 'ís- lenzkrar bændamenningar. Er þess að vænta, að Þórir Stein- þórsson njóti eigi minní gestrisni hjá borgfirzkum kjósendum en hinir fornu höfðingjar sýndu vík- ingum þeim, er hann sver sig í ættina til. opinbera en dæmi eru til nokkru sinni áður. Akvegakerfið hefir verið auk- ið svo mjög að nú má heita bíl- fært frá Reykjavík austur í Skaftafellssýslu og frá Borgar- nesi norður um land til Húsa- víkur og Mývatns og vestur til Stykkishólms, auk alls þess, sem unnið hefir verið að sýslu- og hreppavegum. Til veganna hefir verið varið alls hátt á fimmtu miljón. Byggðar hafa verið um 80 stórbrýr og 30 smærri. Land- símalínurnar hafa lengst um rúml. 1900 kílómetra. Vi miljón hefir verið varið til hafnarbóta og vitakerfið aukið og endurbætt. Jarðræktin hefir margfaldast og í beinan styrk til hennar verið greitt nokkuð á aðra miljón og bændur auk þess styrktir til á- burðarkaupa. Véla- og verkfæra- notkun hefir stóraukist fyrir at- beina ríkisins. Byggingar í sveit- unurn hafa batnað til muna. Risið hafa upp í byggðum landsins ný- ir alþýðuskólar, sem geta veitt viðtöku um 400 nemendum. Verðmætar eignir ríkisins hafa stóraukist. Má þar nefna skrif- stofubygginguna nýju, símastöð- ina, sem nú er langt komin, land- smiðjuna, ríkisprentsmiðjuna, strandferðaskip o. fl. Þá hefir þjóðin eignast út- varpsstöð, sem er með þeim sterkustu og fulkomnustu í Norð- urálfu,' til ómetanlegs menningar- auka, gagns og ánægju. Landhelgisgæzlan hefir verið bætt og aukin. Byggt hefir verið strandvamaskip af fullkomnustu gerð með vönduðum björgunar- tækjum. Afskipti Framsóknarfiokksins af peningamálum landsins, hafa aðallega verið þrennskonar: Að halda genginu föstu og tryggja þannig atvinnuvegi og viðskipti fyrir tjóni af ófyrirsjáanlegum vei’ðsveiflum peninga, að færa í lag þá ógætilegu útlánastarfsemi, sem um langt skeið hafði verið rekin á ábyi’gð þjóðarinnar og dreifa veltufénu til bænda og annai’a smáatvinnurekenda út um byggðii’ landsins. í því skyni hefir verið komið á fót sérstaki’i lánsstofnun fyrir landbúnaðinn. Stjórnin hefir haft öfluga við- leitni í þá átt að tryggja réttar- fai’ið í landinu og samvizkusama ráðsmennsku hjá starfsmönnum j ríkisins. Hún hefir komið á full- komnu eftirliti um innheimtu tolla á aðalhöfnum landsins og í íöggsamlegi' i og réttlálri skatt- heimtu. Þessar aðgjórðir hafa gefið ríkissjóði tekjuauka, sem er margfaldur á við þann útgjalda- auka, sem þæi' hafa haft í för I með sér. ! Þegar Framsóknarflokkurinn myndaði stjói'n í ágúst 1927 iiafði hann til þess hlutleysi i jafnaðarmanna á Alþingi, 5 að tölu, og eins utanflokkamaims. Þessir þingmenn veittu stjórn- , inni hlutleysi þangað til undir þinglok sl. vetur. Af aðaland- I stöðuflokki stjórnarinnar var j henni legið mjög á hálsi fyrir að þiggja þetta hlutleysi. Hinsvegar taldi Framsóknarflokkurinn ó- > verjanda að neita þessu hlut- leysi, sem var eina úrræðið, sem j hann hafði til að koma fram á- j hugamálum þess hluta þjóðarinn- j ar, sem hafði trúað honum fyrir umboði og gjöri hann að sterk- I asta flokki þingsins. Framsókn- I arflokkurinn ne.vtti þessa hlut- ! leysis, svo lengi sem það varði, til að hrinda í framkvæmd þeim j stórfelldu framkvæmdum fyrir byggðir landsins, sem raun ber vitni um. Fyrir það telur hann sig eigi ásökunarverðan. Nú er viðhorfið breytt. Ný samtök hafa myndast milli flokk- anna. Jafnaðarmenn eru ekki j lengur hlutlausir gagnvart Fram- sóknarflokknum. Þeir hafa kos- ið bandalag við íhaldsmennina og þeir tveir flokkar ganga nú til kosninganna í andstöðu við Framsóknarflokkinn. Málið, sem þessir tveir flokkar, íhaldsmenn og jafnaðarmenn, hafa sameinast um, er fyrst og fremst bylting á kjördæmaskipun landsins, sem fer í þá átt að draga löggjafar- valdið úr höndum byggðanna og flytja til Reykjavíkur, ennfremur hin mikla ábyrgð þjóðarinnar fyrir Reykjavíkurbæ, til virkjun- ar Sogsins. Það sýnist vera augljóst mál, að þeir af kjósendum landsins, sem eigi gátu aðhyllst þá stefnu Framsóknarflokksins, að þiggja hlutleysi af jafnaðarmönnum, geti eigi fremur aðhyllst nú það bandalag og þá kosningasam- vinnu, sem nú er á milli íhalds- manna og jafnaðarmanna. íbúar hinna dreifðu byggða geta því síður aðhyllst hana, sem hún miðar beinlínis að því að di-aga valdið yfir málum þjóðar- innar úr höndum þeírra. Um leið og hin nýju samtök voru gjörð og sýnt var um frarn- gang áðumefndra mála á Alþingi, rauf stjórnin þingið og efndi til nýrra kosninga. Stjórnin, og Framsóknarflokkurinn allur, töldu þetta skyldu sína við þá kjósend- ur, sem höfðu trúað henni fyrir umboðinu. Framsóknarflokkurinn vildi láta þjóðina sjálfa ráða úrslitum þessara mála. Og úrskurði kjós- endanna verða allir flokkar að hlíta, hvemig sem hann verður. --o-- Meirihlutinn Kosningabaráttan stendur nú sem hæst. Um það er nú deilt manna milli hvort Framsóknarflokkurinn muni fá hreinan meirahluta á Alþingi eftir kosningamar. Engum manni, sem nokkuð þekkir til í landinu, ekki einu sinni þeim stj órnaiandstæðingum, sem bjartsýnastir eru á útlitið frá sínu sjónarmiði, kemur til hugar, að þingmönnum Framsóknar- flokksins muni fækka frá ’því sem nú er. Andstæðingarnir óttast að þingmönnum Framsóknarflokks- íns muni fjölga — svo mikið, að þeir verði í hreinum meirahluta. Til þess þarf ekki nema þrjá þingmenn í viðbót við þá, sem fyr- ir voru. Og Framsóknarflokkurimi er eini flokkurinn, sem getur orðið í meirahluta eftir kosningarnar. Ihaldsflokkurinn getur ekki orð- ið í mtirahluta. Það er enginn vafi á því, að þingmönnum þess flokks fækkar frá því sem nú er. Meðal leiðandi manna flokksins ríkir hið megnasta ósamkomulag sérstaklega út af framboðunum í Reykjavík. Ýmsir háttstandandi menn í flokknum sem vildu vera í kjöri og' lögðu á það mikla áherzlu, hafa orðið að sitja heima. Þeir styðja flokkinn með liangandi hendi við kosningarnar. Auk þess veldui' sambandið við jafnaðar- mannaforingjana mikilli óánægju meðal fyrverandi stuðningsmanna íhaldsflokksins úti um land. Það er sömuleiðis alveg útilok- að, að j af naðarmannaflokkurinn aukizt að þingmannatölu. Verka- mennirnir eru klofnir og margir óánægðir með aðgjörðir foringja sinna. Hitt væri hugsanlegt, að íhalds- menn og jafnaðarmenn sameinað- ir fengju meirahluta og gætu myndað stjórn á næsta þingi. Frambjóðendur íhalds- og jafn- aðarmanna taka nú höndum sam- an um allt land til að reyna að fella Framsóknarmennina frá kosningu. Ádeilum þeirra á kjós- endafundum er svo að segja ein- göngu beint að Framsóknarmönn- unum. En í stutttu máli eru horfum- ar þessar: Enginn einn flokkur getnr náð hreinum meirahluta nema Framsóknarflokkurinn. Og líkurnar til að sá meirihluti náist eru miklar, að dómi sjálfra and- stæðinganna. Kjósendur landsins hafa ennþá þrjár vikur til að íhuga, hvort þeir vilja heldur Framsóknarflokks- stjórn með hreinan meirahluta að baki sér, eða sambræðslustjórn íhalds- og jafnaðarmanna, þar sem Ólafur Thors, Héðinn Valdemars- son, Ólafur Friðriksson og Magn- ús Jónsson eiga vonina í ráðherra- stólunum. -----o---- Umhyggja Mbl. fyrir hinum pólitíska sam- ferðamanni íhaldsins í kosningun- um fer dagvaxandi. Nú hreyfir Héðinn sig varla út fyrir húsdyr án þess að g-etið sé um það í Mbl. Frásagnir um ferðalög hans út um landið til að spilla fyrir Framsókn- arflokknum, eru prentaðar í Mbl. næst á eftir veðurfregnum. S. 1. þriðjudag skýrði blaðið frá því, að Héðinn hefði farið með flugvélinni vestur á Patreksfjörð, en minntisí ekki einu orði á, að Ólafur Thors og Sig. Eggerz komu með sömu flugvél í sömu ferð af fundi vestan úr Stykkishólmi. Mikil er nú dýrð Héðins, þegar Mbl. sér ekki sólina fyrir honum og ekki sína eigin ^ menn! Or RnMayiKurannal hinum nýja. Anno 1931. Á því ári báru við hin mestu tíðindi og furðulegustu. Stofnað var í Reykjavík hluta- félag með takmarkaðri ábyrgð. Tílgangur félagsins: Að draga allt pólitískt vald til Reykjavíkur, að styðja hin ýmsu pólitísku og viðskiptalegu fjáraflaplön félags- mannanna. Helztu stofnendur: H.f. Kveldúlfur, meiri hluti stjórnai' Alþýðusambandsins, félags botnvörpuskipaeigenda, formaður Sjómannafélags Reyk- javíkur, Garðar Gíslason, for- maður Dagsbrúnar, H.f. Shell, Olíuverzlun íslands og H. f. Jón Þorláksson. Stjórn: Ólafur Thors fiskkaupmaður, Héðinn Valdi- marsson olíu- og tóbakskaupmað- ur, Jón Þorláksson sementskaup- maður, Ólafur Friðriksson hljóð- færakaupmaður og Páll Stefáns- son bílakaupmaður. Heiðursfélag- ar kjörnir á stofnfundi: Ólafur Thors og Héðinn VaJdimarsson. Þá var send bænaskrá til kon- ungs undirrituð af þrem þing- mönnum og 19 kjósendum, flest- um úr Reykjavík. En aðalefni bænaskrárinnar var það, að kon- ungur vildi skipa þessa 19 kjós- enduv til að vera konungkjörnir þingmenn og að þeir mættu heyja Alþingi Islendinga ásamt binum þrem þjóðkjövnu þing- mönnum. Þá lýsti Jón Þorláksson yfir því, að hann og allur íhalds- flokkurinn væri reiðubúinn til þess að gjöra byltingu á íslandi og rjúfa samninga við erlend ríki, en þar eð Gunnar á Selalæk vildi ekki vera með í byltingunni og saniningsrofunum, þá yrði að hætta við allt saman. Þá stóðu þeir hlið við hlið á svölum Alþingishússins ólafur Thórs og Héðinn Valdimarsson, börðu sér á ístru og sögðu: „Við erum einn flokkur“ — hlýddu verkamenn á og létu margir sér þetta vel skiljast. Þá efndi félag ungra íhalds- manna í Reykjavík, Heimdallur, til mikillar verðlaunasamkeppni. Var heitið háum verðlaunum þeim manni, sem beint og óbeint styddi ötullegast að kosningu í- haldsmanna við kosningamar. — Dómnefndin úrskurðaði einum rómi, og félagsfundur samþykkti með lófataki, að verðlaunin skyldu veitast Héðni Valdimarssyni Dagsbr únarformanni. Þá vitnaði Morgunblaðið dag- lega í Héðinn Valdimarsson eins og hann væri óskeikull páfi og gat um flakk hans um landið í þarfir hinna sameinuðu, eins fjálglega og í hlut ætti Jón Þor- láksson. Jón Krukkur. -----o----- Aðalfundur Framsóknarfél. Heykja- víkur var haldinn þriðjud. 19. þ. m., í Sambandshúsinu og hói'st kl. 9 e. h. Stjórnin lagði fram slcýrslu um starfsemi félagsins á síðasta ári ásamt reikningum þess. Félögum hefir fjölgað um lielming á starfs- árinu, og á aðalfundi sóttu 7 um inn- töku. Á fundinum kom fram mikill og almennur áhugi fyrir aukinni út- Jjreiðslustarfsemi, og var kosin sér- stök nefnd til að annast framkvæmd- ir í þvi efni. í stjórn félagsins voru endurkosnir: Hermann Jónasson lög- reglustjóri (formaður), Hann.es Jóns- son dýralæknir (gjaldkeri) og Gisli Guðmundsson ritstjóri (ritari) og í yarastjórn: Svafar Guðmundsson hankaráðsmaður, Páll Zoplioniasson ráðunautur og Guðhrandui Maguús- son forstjóri. Á fundinum var rnætt- ui’ Björn hóndi Sigfússou á Kornsá og flutti iiann fundinum kveð.ju frá Fratnsóknarfélögum i Húnavatns- sýslu og þakkaði samstarfið yfirleit.t við flokksíélögin i sveitunum. Majlt- ist honum vel og skörulega. Rltatjóri: Gífifli Guðmmidsson. Ásvallagbtu 27. Sími 1245. Prerrtamiðjan Acta .

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.