Tíminn - 28.05.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.05.1931, Blaðsíða 1
(ðjaíbfen og <ifgrci&sluma&ur Címnits et- Hannpeig. þorsteins&óttir, Ccvfjargötu 6 a. íJeyfjaDÍf. ÍL í :n a n s er i €ccf jargðtu 6 a. (Dpin oaglega fl. 9—6 Sími 2353 XV.árg. Reykjavík, 28. maí 1931. Aukablað 1. SodíD vlrkjil_ii_rfklsifeyrilir Ihaldiö heimtar að haldið sé leyndum mikilsverðum þáttum málsins þar til eftir kosningar. Jakob Möller, Magnús Jónsson, Einar Arnórsson, og allur flokk- ur Mbl. hefir barist móti Sig- urði Jónassyni, er manna mest hefir þokað virkjun Sogsins á- leiðis. Ólafur Friðriksson upp- lýsti í útvarpsræðu, að íhaldið í bæjarstjórninni hefði 16 sinnum tafið eða drepið virkjunarmál Sogsins í bæjarstjórninni. Loks kom að því að verkfræð- ingar og sementskaupmenn í- haldsins fóru að sjá, að betra væri að athuga Sogið. Gott var að fá þar vinnu fyrir atvinnu- lausa verkfræðinga. Jón Þorláks- son frétti að til mála gæti kom- ið að byggja voldugan sements- garð við Sogið og að í þann garð og ýmsar umbúðir þyrfti 200 þús. kr. virði af steinlími. Virkjun Sogsins fór að hafa ýmsa kosti, líka fyrir leiðtoga í- haldsins. Svo er Jakob Möller sendur til útlanda í haust sem leið til að útvega peninga að láni. Jónas Jónsson var þá nýfarinn utan í lánserindum fyrir landið. Ihaldið hafði ekki beðið vel fyrir því máli. Ihaldið hafði látið biöð sín prédika, að erlendis tryði eng- inn landinu fyrir peningum. Og Jakob Möller tók sig til og skrif- aði í Vísi langar greinir um að Björgvinjarbær í Noregi hefði meira traust en ísland. Það bæj- arfélag fengi lán en ísland ekki. Nú fór svo, að lán það sem Jónas Jónsson undirbjó fékst og það með góðum kjörum. Tveir stórbankar í mesta peningalandi álfunnar voru fúsir að lána ls- landi allstórt ríkislán — til framfara á Islandi. Jónas Jóns- son er eini íslenzkur stjómmála- maður sem hefir sjálfur undir- búið slíka framkvæmd fyrir land sitt. Jón Þoriáksson varð að fá mann í Danmörku til að útvega veðdeildarlán þar, og jafnvel lán- ið í húsið í Pósthússtræti. Eng- inn íslenzkur ráðherra hefir ver- ið vesalli og getulausari að afla fjár erlendis heldur en Jón Þor- láksson, nema ef frá er tekinn Magnús Guðmundsson, sem hafði Pál Torfason og kúlu-Andersen sem trúnaðarmenn landsins 1921. Jakob Möller átti ekki að ganga betur en M. Guðm. og Jóni Þorlákssyni um útvegun láns- fjár. Hann var að vísu snúinn yfir í það að vilja virkja Sbgið. Hann var orðinn einskonar verk- færi hjá Sigurði Jónassyni, leið- toga soeialista í málinu. Nú kemur Jakob út og fer að leit- ast eftir peningum fyrir Reykja- vík. En svörin voru óskemmti- leg. Eftir því sem Jakob segist sjálfum frá, vildi enginn lána Reykjavík peninga. En ef ís- lenzka ríkið vildi ganga í ábyrgð fyrir Reykjavík, þá gat lánið fengist. En vond voru kjörin samt — miklu verri en þau sem landið sjálft gat fengið handa sér. Svo litla trú höfðu nábúa- þjóðirnar á fjármálastjóm í- haldsins. Framsóknarstjórnin og Jónas Jónsson sér í lagi, hafði þannig borið gæfu til að leysa úr láns- þörf landsins. En íhaldið í Rvík og Jakob Möller sér í lagi höfðu beðið hiná mestu hrakför við hina almennu og skilyrðislausu neitun, sem Jakob Möller fékk utanlands í haust. En nú er það á vitorði bæjarstjórnar og alveg sér í lagi á vitorði Möllers, að hægt er að virkjá Sogið án ríkis- ábyrgðar. Það er hægt að fá stórt og voldugt erlent firma til að virkja Sogið. Það er hægt að tryggja Reykjavík og Hafnar- firði verð rafmagns miklu Iægra en það er nú. Það er hægt að tryggja þessum bæjum rétt til að kaupa allt fyrirtækið með sannvirði hvenær sem er. Það er hægt að tryggja Reykjavík hlut- deild í þeim gróða, sem fyrir- tækið kann að hafa, jafnvel með- an fyrirtækið er einkaeign. Allt þetta getur fengist án þess að Jakob Möller eða Jón Þorláksson hafi svo mikið sem rétt út fingur til að ýta málinu áfram. Ihaldið hefir sofið, eins og vant er — beðið eftir að aðrir gerðu eitthvað, sem það gæti grætt á. Og nú er hægt að virkja Sogið, með hagstæðum kjörum fyrir Reykjavík. Og frumkvæði ein- staklingsins getur þar notið sín. Skyldu Vísir og Mbl. nú bila? Skyldu þau nú svíkja sinn eiginn málstað og heimta að socialistisk- ur bæjar- og ríkisrekstur verði á Soginu ? Við skulum nú sjá hvað setur! Framsókn og „hinir" Sjálfstæðisskraf íhaldsins. Eitt helzta vígorð íhaldsmanna i kosningabardaga þeim, sem nú er háður, er á þessa leið: Við erum sjálfstæðismenn, en Fram- sókn fylgir dönsku valdi. Gam- anblaðið „Spegillinn" sýnir þetta kosningaglamur íhaldsins með því, að sýna mynd af' foringj- um flokkanna gangandi til kosn- inga, og lætur blaðið Jón Þorl. ganga undir íslenzkum fána, en Tr. Þ. undir dönskum. Hefir „Speglinum" tekizt að koma hér með greipilegasta öfugmæli, sem fundizt hefir hér á landi, og segi menn svo, að það sé aldrei fyndið! Nú veit alþjóð, að ekkert, nema ef vera skyldi fjármála- skraf, fer íhaldinu jafnilla og það að hæla sér af sjálfstæðishug og þjóðrækni. íhaldsmenn hafa lam- að fjárhagslegt sjálfstæði þjóð- ar vorrar, með gálausri meðferð fjármuna. Höfuðmálgagn íhalds- ins heitir manna á meðal „danski Moggi" og gengur á dönskum „krukkum", um málfæri og hugs- un. Foringjar „Sjálfstæðisflokks- ins" á gásalöppum eru allir meira og minna bendlaðir við danskt blóð og danska og erlenda hags- muni. Og- því nær allir danskir menn á landi hér fylgja íhaldinu að málum. Eitt, og aðeins eitt, „sjálf- stæði" styður íhaldið, og það af hjarta: Sjálfstæði Kveldúlfs og annarra stóratvinnurekenda gagn- vart ríkinu. Lengi vel voru þrír flokkar hér á landi, sem töldu sig andstæð- inga íhaldsins. Jakob Möller og Sig. Eggerz stýrðu einum flokkn- um, en Héðinn Valdimarsson öðr- um. Fi'amsókn var hinn þriðji. Lengi vel var kjörorð allra þessara flokka, að íhaldið væri óhafandi í stjórn bæjar og lands- mála. Sig. Eggerz reyndi í því skyni að fella Knút sem borgar- stjóra. Jakob Möller tókst að fella Jón Magnússon sem þingmann hér í bænum. Og socialistamir hafa jafnan haft stór orð um að þeir væru á móti íhaldinu. Og mikill hluti verkamanna og sjð- manna hafa trúað að svo vœri. Framsókn hefir játað í orði en einkum í verki að hún væri á móti íhaldinu. Með kaapfélögun- um var reistur múr móti of háu smásöluverði. Með Sambandinu var ofurveldi heildsalanna brotið. í bankamálunum hefir Framsókn opnað almenningi aðgang að veltufé. I heilbrigðismálunum hef- ir Framsókn rekið á flótta upp- reisnarher læknanna. Annars ætl- aði félag læknanna að kúga al- menning undir ranglæti siifct. 1 réttarfarsmálunum hefir Fram- sókn gert alla jafna fyrir lögun- um. Stóru fjársvikararnir verða nú eins og litlir sauðaþjófar að láta dóm ganga um afbrot sín, og þola dóm eftir verðleikum. Ihaldið hefir staðið með kyr- stöðunni og spillingunni í öllum myndum. Það vildi láta reka bankana þannig, að Stefán Th., Copland, Loftur í Sandgerði og Sæmundur Halldórsson gætu leik- ið sér með miljónir af veltufé landsmanna. Það vildi láta um- gangast gjaldþrotamenn og fjár- prettara eins og Jóhannes Jó- hannesson lýsir í bréfi sínu til Jóns Magnússonar. Það veitti Einari Jónassyni Barðastrandar- sýslu. Það eyddi 300 þús. kr. að óþörfu í berklakostnað á ári, aðal- lega til að þóknast vissum mönn- um í læknastétt. Ihaldið útþrælk- aði sjómenn á togurunum með of langri vinnu og of litlum svefni, unz Framsókn lagði hönd að því að frelsa erfiðismennina úr klóm þeirra. Á sjúkrahúsunum var ástatt hjá íhaldinu ei.ns og kunn- ugt er frá Vífilstöðum, þar sem tímunum saman lá við uppreisn út af matnum, en Fjóla var látin sitja og kaup hennar hækkað. Á holdsveikraspítalanum voru sjúk- lingarnir látnir borða við „email- eraðan" blikkborðbúnað, og af hinum margháttuðu skellum og blettum, og sprungum sem við margra ára notkun kom í þennan þriflega borðbúnað, þekkti þjón- ustufólkið sundur hvaða dallhver sjúklingur átti. Maturinn, sem sjúklingarnir fengu var eins og fangaviðurværi á miðöldunum. Sjúklingar, sem dvalið hafa um 30 ár á Lauganesi hafa ekki fengið nema smjörlíki ofan á brauð, og víst aldrei eða sama sem aldrei fengið kjöt, ost eða kæfu með brauðinu og smjörlík- inu. Framsóknarstjórnin keypti í vor borðbúnað frá Þingvallahá- tíðinni handa hinum vanræktu sjúklingum á Laugamesi, og mælti svo fyrir að þeir skyldu hafa sama mat og hjúkrunar- fólkið. Hefir sjúklingunum fund- ist eins og veeru þeir fluttir úr fangelsi í hvíldarheimili við þessar og margar aðrar umbæt- ur, sem Framsókn lét gera á að- stöðu Laugarnesbúa. Aðferð Framsóknar og íhalds við sjúklingana í Laugarnesi bregður ljósi yfir stefnu og vinnubragðamun flokkanna. I- haldið kúgar þá sem eru minni máttar. Framsókn verndar smæl- ingjana, hvort sem þeir eru sjúkhngar í spítala, umkomu- lausir fangar, eða ekkjur og munaðarleysingjar, sem eiga fé sitt geymt í umsjá seinheppi- legra skiftaráðenda. Allur almenningur finnur að í- haldið er samábyrgð sérhags- munamanna móti almennum hagsmunum. Þess vegna eru allir hugsandi menn á móti íhaldinu. Fyrst var þessi andstaða í þrom flokkum. Hinir frjálslyndu, Al- þýðuflokkurinn og Framsókn. I- haldið sótti á. Og það gleypti fyrst hina frjálslyndu. Jakob- Möller og ISig. Eggerz voru „her- teknir" og eru nú fangar hjá í- haldinu, og vinna um leið skyldu- verk fyrir hina nýju húsbændur. Ihaldið sótti enn fram. Og því tókst að sigra leiðtoga socialist- anna, Héðinn Valdimarsson. Hann var líka hnepptur í fang- elsi og ánauð eins og Jakob Möller. Hann var sýndur í „böndum" hinnar nýju áþjánar á svölum Alþingishússins. ólafur Thors, óstýrilátasti og ósvífnasti andstæðingur fátæklinganna í landinu, lýsti innlimun Héðins með því að lýsa yfir, að nú væru þeir í „einum flokki". Ihaldið gat sigrað Héðinn og fáeina af leiðtogum verkamanna. En það gat ekki vilt verkamönn- unum sýn. Þeir vildu ekki fara á eftir Möller, Eggerz og Héðni inn í þrældómsbás íhaldsins. Verkamennirnir vissu, að frá í- haldinuN áttu þeir einkis nema ills að vænta. Þess vegna vilja þeir ekki vinna með íhaldinu og ekkeit með það hafa. Framsókn stendur ein eftir sem málsvari almepnings gagn- vart íhaldinu. Jakob Möller, Eggerz og Héðinn hafa verið teknir til fanga. Og Framsókn mun aldrei takast í hendur við Ólaf Thors á þinghússvölunum og lýsa yfir að þar sé um eina hjörð og einn hirði að ræða. Fyrir almenning í Reykjavík sem hingað til hefir haft óbeit á íhaldinu, er ekki nema um einn flokk að ræða sem unt er að styðja. Það er Framsókn. Hún mun aldrei styðja íhaldið, aldrei íhaldsstjóm, aldrei bráðabirgðar- stjórn með íhaldinu. Þeir kjós- endur, sem vilja láta atkvæði sitt verða til að lama íhaldið, og til að halda niðri stjómarstefnu þess, hafa nú orðið ekki nema einn griðastað. Og sá griðastað- ur er Framsóknarflokkurinn. Reykvíkingur. ------o------ Framsóknarfélag Reykjavíkur hélt fund s. 1. þriðjudagskvöld. Jónas Jónsson flutti þar snjallt erindi um afstöðu flokksins til Rvíkur. Jakob Möller og Morgunblaðið Tíminn álítur rétt að minna stuðningsmenn Vísis og Mbl. á það hvaða álit Mbl. og lið þess hafði á Jakob Möller fyr á ár- um. Nú verður Jakob að^ fá ná- lega allt fylgi sitt frá íhaldinu, sem hann hefir sjálfur lýst með hæðilegum orðum, og sem sann- arlega sýndi honum ekki meira traust. Hér fara á eftir nokkrar tilvitnanir í Mbl., sem sýna hvaða álit blaðið hefir haft á Jakob Möller. Sú skoðun getur ekki hafa breyzt á eðlilegan hátt á skömmum tíma. Jakob Möller er án efa að gáfum, þekk- ingu og mannkostum mjög líkur því sem hann var 1927. Ef hann var þá uppboðsvara og verðið auglýst á sölustað, nánar tiltekið Alþingi, þá hlýtur hið sama að gilda um Jakob ennþá. Hér fylgja þá nokkur velvahn um- mæli Mbl. um Jakob, sem sýna hve mikið traust íhaldið hafði á drengskap og manndóm Jakobs 1927: Um framboð Jakobs Möllers 1927 segir Morgunbl. 12. júní það ár: „Framboð Sig. Eggerz manna er á þá leið, að eigi þarf að búast við, að sá flokkur eigi annað eftir en útgönguversið. ... Framboðslisti J. M. er hinn spaugilegasti. Hann hefir auð- sjáanlega ekki ætlað að brenna sig á því soðinu að leita fylgis um of utanhúss ... um skeið var Jakob all aðsúgs- og áhrifa- mikill hér í höfuðstaðnum. Nú hefir hann ekki öðru til að dreifa en heimafólki Vísis. „Grunntónn tilverunnar er mein- laust grín", segir Þorbergur". 29. júní s. á. segir Mbl.: „Ef J. M. ætlar sér í raun og veru að komast á þing og fram- boð hans er annað en þráanudd við kjósendur, sem, vitanlega eru honum afhuga, væri honum nær að láta þess getið í blaði sínu hver stefnumál hans eru og hvaða erindi hann þykist eiga inn í þingið, í staðinn fyrir að pexa eins og hann gerir nú dag- lega um það, hverskonar hrossa- kaup hann hafi haft í frammi við undanfamar kosningar. Með- an frjálslyndi hans lýsir sér að- allega í hinni „frjálsu aðferð" hans, hvernig hann snýr sinni pólitísku snældu til þess að fala sér þeirra bitlinga sem í boði eru — meðan hann í augum al- mennings er ekki annað en af- dankað pólitískt uppboðsgóss er erfitt && skilja að hann, jafn- vel hann sjálfiir, geti séð annan tilgang með vafstri sínu en að þvælast fyrir ..." 2. júlí s. á. segir Mbl.: „Frjálslyndistal Jakobs í-barna- skólaportinu og annarsstaðar er ekkert annað en glamur út í loftið. Við þá stefnu hans eru engin áhugamál tengd nema þetta, að koma sjálfum sér á þing og núverandi landsstjóm f rá völdum ... Þegar litið er á flokkaskiptinguna eins og húii er nú, er ómögulegt annað að segja en Jakob M. misbjóði þol- inmæði reykvískra kjósenda með því að ætlast til þess að iþeir kjósi hann nú'.'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.