Tíminn - 28.05.1931, Blaðsíða 2
TfMINH
Að gefnu tilefni lýsir
miðstjórn Framsóknar-
flokksins yfir þyí að af
hálfn Framsóknarflokks-
ins liefir ekki yerið stofn-
að til neinna samninga né
nein tilboð gerð til
neinna flokka um breyt-
ingar á nóyerandi kjör
dæmaskipun.
Miðsfjórnin
Enn segir Morgunbi. 6. júlí
s. á.:
(Fyrirsögn): Uppboð og smurt
brauð. „Það var reglulega á-
nægjulegt að heyra til J. M. á
fundinum í gærkvöldi, hve vel
og rækilega hann sannaði mál
Morgunbl., að honum væri gjamt
að halda uppboð á sjálfum sér.
Tveir ræðumenn lögðu fyrir hann
há eindregnu spurningu, hvort
hann ætlaði sér að styðja íhald
eða Tímastjórn, ef hann kæmist
á þing. Jakob þverneitaði að
svara því ... fyrri en hann sæi
hvernig kosningamar færu.
Jakob talaði með dálitlum rosta
um smurt brauð og ofaní-át.
Hann má kalla afstöðu sína til
iandsstj órnarinnar á fundinum í
gær hverju nafni sem hann vill.
En Morgunblaðið nefnir slíkt
slsoðanahringl og tvískinnungs-
hátt, sem hann sýndi berlega,
engu öðru nafni en uppboð.
Söluskilmálar birtir á uppboðs-
staðnum — Alþingi íslendinga“.
8. júlí s. á. skrifar Magnús
Jónsson um Jakob Möller meðal
annars: „30. júní rýkur hann
svo enn upp án minnsta tilefnis
og stefnir að mér persónulega
eitruðustu getsökum, sem hann
nær til, talar um hrossakaup í
kosningum, að ég hafi selt mig
fyrirfram, sett met í bitlingum,
snöru í hengds manns húsi og
annað þvílíkt góðgæti. Ég svara
þessu ekki“.
Loks segir Morgunbl. 9. júlí
1927:
„Á síðasta fundi í barnaskóla-
portinu minntist Jón Óiafsson á
ummæli nokkur, sem alkunn eru
eftir einn flokksmann Jakobs
Möllers. Nýlega var búið að
gera J. M. að bankaeftirlits-
manni, en hann þótti ekki nægi-
lega þægur við Framsókn: „Eg
hefi aldrei fyrri séð neínn svíkja
með beinið í kjaftinum“.“
Svo mörg eru hin blíðu og
mildu orð íhaldsins rétt fyrir
kosningarnar 1927. Jón ólafsson
klykkir út á opinbeinm fundi
með hinni miður vingjarnlegu J
líkingu um beinið!
-----o----
Ólafur Thors.
Böm eru stundum merkilega
fundvís á heppilegar samlíkingar.
Þegar Ól. Th. talaði á húströpp- |
um í Vestmannaeyjum, sem !
frægt er, þá bar þar að mann,
sem leiddi með sér fjögra ára j
dóttur sína. Hann stanzaði í j
þvögunni. Telpan hnippti í hann, j
benti á Ólaf og sagði: „Pabbi,
r.ei sko hanann!“ — H^ninn er
montinn fugl, en heimskur, há-
vær og gefinn fyrir að láta á
sér bera. Sama lýsingin á við
Ólaf, ef skift er um merkingu i ,
„fugl“. Engum hefði dottið hani
í hug til þingsetu, ef hann hefði
ekki ráðið yfir peningum og
þorski.
Skrítinn kostur.
Alþ.bl. telur það meðal kosta
á frambjóðanda jafnaðarmanna
í Barðastrandarsýslu, að „hann
er öreigi í hugsun". Hingað til
hefir ekki þótt spilla, að þing-
menn væru hugsandi menn. En
öðrum en „öreigum í hugsun“
gengur sjálfsagt illa að fylgja
Héðni í sæng með íhaldinu.
Afturköllun framboða
Tvö framboð til þingmennsku
hafa verið afturkölluð: Einar
Jónsson á Geldingalæk afturkall-
aði framboð sitt fyrir íhaldið í
Rangárvallasýslu, óg Pétur Lár-
usson jafnaðarmaður tók aftur
framboð í Suður-Múlasýslu.
í gær flutti Morgunbl. og önn-
ur bæjarblöð eftir því þá fregn,
að séra Brynjólfur Magnússon
hefði afturkallað framboð sitt af
Iiálfu Framsóknar í Gullbringu-
og Kjósarsýslu. Þessi fi'egn er ó-
sönn með öllu. Séra Biynjólfur
var töluvert lasinn síðustu daga
og lét þess getið á fundi í Kjós,
að hann mundi líklega ekki geta
mætt á öllum framboðsfundum,
svo sem hann ella hefði gert.
Hann var þó á fundi á Brúar-
landi í gær. Úr þessum ummæl-
um hefir Mbl. gert afturköllun
framboðs.
Það er ekki einsdæmi, að menn
hindrist frá að sækja framboðs-
fundi vegna lasleika. Svo er nú
t. d. um Jón Ólafsson, frambjóð-
anda íhaldsins í Rangárvalla-
sýslu. Við þetta er ekkert at-
hugavert.
Jakob Möller hefir nú um
nokkra stund skrifað daglega á-
deilugreinar um Framsóknar-
flokkinn í blaðið Vísi, og ekki
all-ósjaldan hafa ádeilur þessar
beinst að mér. Er svo að sjá,
sem hann álíti mig í baráttusæti
listans í Reykjavík, að Helgi
Briem sé viss, og líkur til, að
ég verði annar maður, en ekki
Einar Arnórsson eða Héðinn
Valdimarsson.
Ég get þakkað þetta traust
Möllers. Það mun áreiðanlega
styrkja sigurvonir Framsóknar-
manna í Reykjavík.
En þar sem Möller virðist ekki
skilja af hverju það stafar, að
hann gerir ráð fyrir, að ég hafi
töluvert fylgi í Reykjavík, mun
þykja standa mér næst, að skýra
það fyrir honum og öðrum í-
haldsmönnum, einkum þar sem
Möller lætur í aðra röndina í
veðri vaka, að ég hafi sem þing-
maður unnið svo lítið fyrir höf-
uðstaðinn, að framboð mitt sé
eiginlega ofrausn gagnvart Reyk-
javík.
Ég hefi í útvarpsræðu og ann-
arsstaðar bent á, að Reykjavík
hafi a. m. k. 8 þingmenn fyrir
sig, auk hinna 12, sem þar eru
búsettir. Ég hefi leitt rök að
því, að sanngjam hlutur Reykja-
víkur hefir aldrei verið fyrir
borð borinn á Alþingi fyrir það,
að mál bæjarins hafi ekki átt þar
nægilega marga. Mér hefir fund-
ist, að þar sem Rvík átti fyrst
og frernst sína 4 þingmenn og
auk þess sérstaklega alla lands-
kjömu fulltrúa íhaldsins og soc-
ialista, sem eru beinlínis með
meginfylgi sitt og áhuga tengd-
ir við Rvík, þá væri ekki meðan
svo stæði ástæða til að kenna í
brjósti um borgara Reykjavíkur,
að þeir væru afskiftir með áhrif
á þingmál.
En þegar ég talaði um hina 4
landkjörnu, sem væru beint þing-
menn Reykjavíkur, þá taldi ég
mig ekki með, af því að ég hefi
unnið með hagsmuni alls lands-
ins fyrir augum, og þar með ekki
ósjaldan fyrir Rvík, sem líka er
eðlilegt, þar sem hér býr fjórði
hluti landsmanna. En úr því
Möller og fleiri íhaldsmenn eru í
þeirri trú, að ég hafi sem land-
kjörinn þingmaður gleymt þörf-
um Rvíkur, vil ég nefna nokkur
dæmi. Ég vona að þar sem Möller
er töluvert la'öfuharður um að
En hvers vegna vílar Mbl. ekki
fyrir sér að fara með svona raka-
laus ósannindi?
Það er auðskilið máj. Ihaldinu
og ólafi Thors stendur veruleg-
ur stuggur af séra Brynjólfi.
Hann er þrautþekktur í héraðinu
sem drengskapar- og atorkumað-
ur, gætinn, fastur fyrir og hverj-
um manni vinsælli. Og hann er
glæsilega mælskur og ágætur
fundamaður. Ól. Th. finnur van-
mátt sinn gegn honum í drengi-
legri baráttu. Þess vegna er
reynt að beita öðrum vopnum.
Það á að reyna að telja kjósend-
um trú um það, að séra Bryn-
jólfur hafi tekið aftur framboð
sitt — sé ekki í kjöri. Sögunni
um þetta á að læða út, vísa til
Mbl. sem heimildar og vitna í
það, að sr. Brynjólfur hafi ekki
mætt á einhverjum fundi. Slíkur
er drengskapur íhaldsins, að það
reynir að nota lasleika andstæð-
inganna til þess að níðast á þeim.
Þetta vopn á að snúast í hönd-
um íhaldsins og verða séra Bryn-
jólfi til aukins fylgis.
„verkin tali“ fyrir mig sem þing-
mann Reykvíkinga, þá sýni hann
þá sanngirni, að benda á nokkuð
mörg dæmi um hvað hann sjálf-
ur, Einar Amórsson og Magnús
guðfræðingakennari hafa gert
fyrir bæinn. Möller verður að
vera harður í kröfum við sig og
sína, ekki síður en aði'a.
Ég minnist þá hér á nokkur
menningai-mál Rvíkur, sem ég
hefi haft nokkur skifti af:
1. Sundhöllin. Ég flutti fyrstu
ræðu mína á þingi um það mál
1923. Ihaldið eyddi því þá og
tafði það síðar. 1928 undirbjó ég
stjómarfrv. um sama efni, sem
var samþykkt. Gert ráð fyrir að
100 þús. kr. kæmu til verksins
úr ríkissjóði. Mbl. og margir í-
haldsmenn notuðu þetta mál sem
stöðugt rógsefni gegn mér út á
landi. Iþróttamenn bæjarins
studdu þetta mál, og að lokum
varð íhaldið í bænum að sætta
sig við að sundhöllin yrði bygð.
Án þessarar þrálátu forgöngu frá
1923—29 myndi enginn steinn
hafa verið hreyfður í Rvík fyrir
sundhallarbyggingu.
2. Landsspítalinn. Ég átti þátt
í að stöðva 3 miljóna plan Guðm.
Hannessonar á þingi 1923. Benti
þá á, að sjálfsagt væri að byggja
við hóf, og hita húsið með vatni
úr laugunum. Næsta ár gengu
þessar tillögur mínar í gegn í
þingsályktunartillögu og litlu
síðar var byrjað að byggja
húsið. Ég átti persónulega þátt í
að útvega nálega eina miljón
króna að láni í húsið, réði þang-
að 6 lækna, án allrar aðstoðar
Læknafélagsins og opnaði spítal-
ann laust fyrir síðustu áramót,
til afnota fyrir alla, en ekki
síst fyrir Reykjavíkurbúa, sem í
verki nota hann sem bæjarspít-
ala, sér til stórkostlegs sparnað-
ar.
3. Barnakennsla Rvíkur hefir
verið í meira lagi vanrækt af
íhaldinu. Ég átti þátt í að velja
mikinn fjölda ágætra kennara að
nýja barnaskólanum, þannig, að
þar eru nú að hefjast áður ó-
þekktar umbætur í uppeldismál-
um bæjarins.
4. Bærinn eða landið höfðu hér
engan almennan unglingaskóla,
þegar íhaldið lét af völdum. Á
þingi 1928 bar ég fram frv. um
gagnfræðaskóla fyrir bæinn. 1-
haldið beitti sér yfirleitt móti
málinu og stórskemmdi frv. Þó
gekk það fram, og skólinn byrj-
aði þá um haustið. Á þingi 1930
bar ég fram ■ frv. um gagnfræða-
skóla handa kaupstöðunum yfir-
leitt. Það var samþykkt, og nú
er það ekki þingi og stjóm að
kenna ef almenningur í bænum
notar ekki hina stórmiklu menn-
ingarmöguleika, sem gagnfræða-
skólinn hefir að bjóða.
5. Kennaraskólinn hafði verið
algerlega vanræktur af þingum
og stjómum, þar til ég átti þátt
í að lóðin var girt og prýdd og
húsið skinnað allt upp, svo að
það er nú miklu betra, en þeg-
ar það var nýtt.
6. Menntaskólinn, eina mennta-
stofnunin sem íhaldið lét sem sér
þætti vænt um, var svo vanrækt,
að þegar Jón Ófeigsson sigldi og
heimsótti 25 menntaskóla, var
ekki nema einn, að hans dómi,
lakar útbúinn en menntaskóli
okkar, en 24 betri. Að sögn
skólalæknis, Guðm. Björnsonar,
koma venjulega fram berltlar í
20—25 nemendum á ári. Skólinn
mun langsamlega mest vera not-
aður af unglingum frá íhalds-
heimilum. Á síðasta kjörtímabili,
hefir skólinn fengið höfuðvið-
gerð, þannig, að hann er nú viða
hið innra óþekkjanlegur frá því
sem var. Bókasafnshúsið var
gert nothæft fyrir nemendur og
kennara. Heimavist fyrir 20—25
nemendur hefir verið undirbúin
í skólanum, og áhöld og kennslu-
tæki keypt meir en nokkru sinni
fyr og skólanum séð fyrir aukn-
um, góðum kennslukröftum. Síð-
ari hluta vetrar fara nu oft um
40—50 piltar í bíl, sem skólanum
var útvegaður, til kappróðra á
bátum skólans inn í Kleppsvík.
Berklasýkla hefir ekki orðið vart
með óeðlilegum hætti, síðan gert
var við húsið.
7. Háskólinn er húslaus að kalla
má, og mátti slíkt heita minnkun
fyrir bæ og land. Á þingi 1930
flutti ég frv. um byggingu og
nýtt skipulag háskólanum til
handa. Ég flutti ræðu um þetta
efni á Alþingi fyrst eftir að ég
stóð upp úr þriggja vikna legu í
hálsbólgu, sem nokkrir af starfs-
mönnum háskólans kölluðu brjál-
semi, og sem Vísir birti um marg-
ar mjög frumlegar dylgj ugreinar
frá hálfu ritstjórnarinnar. Frv.
þetta náði samþykki allra flokka
í Ed., bæði þá og nú í vetur, og
er talið víst, nema ef íhaldið
bregður fæti fyrir málið, að það
gangi fram á næsta þingi, og á
þann hátt að séð verði fyrir
vaxtarþörf háskólans í margar
aldir.
8. Reykjavík vantaði gistihús,
og svo mjög kvað að því að jafn-
vel íhaldsmenn viðurkenndu, að
þeir yrðu stundum að letja er-
lenda merkismenn að koma hér,
af því að ekki væri unnt að sjá
þeim fyrir sómasamlegri gist-
ingu. Nú hefir Hótel Borg verið
reist með ábyrgð bæjar og lands-
ins, og leysir vel þennan vanda
bæjarbúa. Mun mega fullyrða að
fullkomnara gistihús gæti varla
verið um að ræða í ekki stærri
bæ. Áreiðanlegt er að ef íhalds-
stjóm hefði setið að völdum 1927
—1931 myndi engin umbót hafa
orðið á hótelmálum bæjarins. Ég
átti talsverðan þátt í að koma
þessu máli í höfn, bæði sem þing-
maður, fulltrúi í stjóm landsins
og í undirbúningsnefnd Alþingis-
hátíðar. Þegar lán til fyrirtækis-
ins var á leið með að stranda, var
til mín leitað og tókst mér að
greiða úr því.
9. Fyrir almenning í Reykjavík,
og ekki sízt fyrir marga starfs-
menn landsins, er Amarhvoll
veruleg umbót, auk þess sem það
er mál manna, sem dómbærir eru,
að það hús sé í einu bæjarprýði
og til nokkurrar eftirbreytni sem
skrifstofubygging. Mætti Reykja-
víkurbær þakka fyrir, ef hann
ætti slíkt hús fyrir skrifstofur
bæjarins. Svo sem kunnugt er,
gerði íhaldið og blöð þess allt það
í Sambandshúsinu
(Samvinnuskólanum)
er opln allan daginn.
Sími 1121
sem þau gátu til að spilla fyrir
framkvæmd þess máls.
10. Þegar íhaldið skildi við, var
Amarhólstúnið í hinni mestu
vanrækslu, girðingin niðurfallin,
„draugur" í hliðinu upp að
myndastyttu landnámsmannsins,
og sóðaskapurinn keyrði fram úr
hófi. Ég átti þátt í að girða tún-
ið og friða, og nú er það hinn
vinsælasti leikvöllur barna í
Reykjavík bæði í snjó á vetrum
og sól á sumrum. Var því fremur
þörf að muna eftir börnum Reyk-
víkinga, þar sem leiðtogum
íhaldsins hefir hætt til að gleyma
þörfum þeirra.
11. í Reykjavík er ekkert lista-
safn. Ég hefi átt nokkurn þátt í
að flýta fyrir því máli, með frv.
um menningarsjóð, sem Alþingi
samþykkti. Samkvæmt því renn-
ur þriðji hluti andvirðis fyrir
upptækt áfengi til þess að kaupa
fyrir listavei’k íslenzkra lista-
manna ríkinu til handa. Hin síð-
ari ár hefir verið keypt margfalt
meira af listaverkum en áður, og
er nú í ráði að nota útvarpssal-
inn fyrst um sinn jafnframt sem
safn til bráðabirgða, þar sem al-
menningur eigi kost á að kynnast
listaþróuninni, eins og hún er að
gerast hér á landi.
Ég læt mér nægja að benda á
þátttöku mína í þessum 11 menn-
ingarmálum, er öll snerta höfuð-
staðinn mjög mikið, til að rök-
styðja þá skoðun, að framboð
mitt sem annar maður á lrsta
Framsóknarflokksins sé ráðstöfun
í mjög viðunanlegu samræmi við
hagsmunaþarfir kjósenda í Rvík.
Út frá meðferð þessara mála
munu kjósendur geta áttað sig á,
að Framsóknarflokkurinn muni
hafa verið og geti orðið Reykja-
vík liðtækur við lausn fleiri við-
fangsefna en svokallaðra menn-
ingarmála.
Þrátt fyrir þátttöku mína í
framangreindum málum hefi ég
verið svo yfirlætislaus, að líta á
mig sem fulltrúa landsins alls, en
ekki Reykjavíkur sérstaklega. En
þar sem Jakob Möller og Magnús
Jónsson hafa lengi verið þing-
menn Reykjavíkur, og Einar Arn-
órsson og Möller átt sæti í bæjar-
stjórn auk þess, þá verður að
telja mjög sennilegt, að þeir geti
nefnt fjölmörg og stór umbóta-
mál, almenningi til handa, sem
þeir hafi beitt sér fyrir og leitt
til lykta. Mér finnst að hinar
yfirgripsmiklu kröfur, sem Möll-
er gerir til mín í þessu efni, fyr-
ir það eitt að vera frambjóðandi
í Reykjavík, séu skýr sönnun
þess, að hann og félagar hans
geti djarflega úr flokki talað.
Ég vil þess vegna beina þeirri
áskorun til Jakobs Möllers, að
hann gefi í blaði sínu nú þegar
allítarlega skrá yfir framkvæmd-
ir sínar og áðurnefndra lags-
bræðra hans, í þágu Reykjavík-
ur, bæði sem þingmanna og bæj-
arfulltrúa. Af vei’kunum má á-
lykta um starfhæfni þeirra. Kjós-
endur hafa gott af að heyra
hvernig verk íhaldsins tala.
J. J.
----o----
Kjósendur,
sem fara úr bænum fyrir kosn-
ingar, þurfa að muna eftir að
kjósa C-listann áður en þeir fara.
Listi Framsóknar er C-listi.
Ritstjóri: Gísll Guðnundasen,
Ásvallagötu 27. Sönai 1245.
PrentemUgan Acte.
Kröfuharður yið aðra
Ef til yill kröfulítill við sjálfan sig og sína?