Tíminn - 09.06.1931, Síða 1
^ýgteifcsía
íímans cc t Scefjargötu 6 a.
©piu öaglega fl. 9—6
Sttnt 2353
©faíbfcri
og aferci&slumaímr Ctmans cr
Kannuci^ £>orsteins&óttir,
íœfjargötu 6 a. íJcYfjaDÍf.
XV. árg. I
Dýrtíðin í ReykjaYÍk!
Niðurl.
Húsnæðismálið hér er að kom-
ast í samskonar kreppu og verzl-
unin í Reykjavík.
Verzlunin togar til sín langtum
fleira fólk en ætti að fást við
vöruúthlutun í ekki stærri bæ.
Þegar menn eru lentir út á þess-
ari braut, geta þeir ekki snúið til
baka; þeir hafa fest fé í verzlun-
inni og halda áfram meðan þeir
geta. Tapið lendir á lánardrottn-
unum.
Menn brjótast í að byggja yfir
sig og stundum yfir aðra fjöl-
skyldu til að leigja út. Leigu-
íbúðir eru venjulega af sömu
stærð 0g húseigandans. Það er
betur stæða fólkið, sem byggir
yfir menn af sinni stétt.
Þetta hefir þýtt það undanfar-
ið að of mikið hefir verið bjrggt
af stórum húsum, sem fáir geta
búið í, en of lítið af húsum með
íbúðum við hæfi alþýðu. Þessi
stóru hús reynast næsta verðlíti!,
ef þarf að selja þau og hafa ver-
ið seld fyrir helming kostnaðar-
verðs í nokkmm tilfellum.
Síðastliðið ár voru byggð hér
123 íbúðar- og verzlunarhús með
227 íbúðum og 27 geymsluhús.
Alls kostuðu þessi hús um sex
miljónir kr. Kostar því hvert hús
að meðaltali 40 þús. kr.,
Það þarf því ekki að orðlengja
um það, að við megum bíða til
eilífðar eftir að húsaleigan verði
lækkuð, ef við ættum að treysta
á framtak einstaklingsins, til að
lækka þann stóra lið í dýrtíð-
inni hér.
Við manntalið síðasta var
leigumáli manna athugaður nokk-
uð. Að fyrirlagi atvinnumálaráð-
herra var síðan unnið úr þessum
skýrslum til þess að hægt væri
að gjöra sér grein fyrir því hvort
ósanngjarnt mundi að setja lög
um hámarksleigu og hvernig
þau mundu koma niður.
Greinargerð um rannsókn
þessa hefir verið prentuð með
frumvai’pi Jörundar Brynjólfs-
sonar um húsnæði í Reykjavík,
sem flutt var í samráði við
landsstjórnina (þingskjal 388).
Með því að fáir bæjarbúar
munu hafa séð greinargerð
þessa, en hún er mjög merkileg,
verða teknar upp nokkrar af
niðurstöðum hennar.
I Reykjavík eru 2398 hús. í
1360 af þeim búa eigendur þeirra
að mestu leyti eða öllu, en í 985
búa leigjendur að mestu leyti eða
öllu og urðu þau rannsóknarefn-
ið. 53 húsum varð að sleppa úr
rannsókninni af ýmsum ástæðum.
1 þessum 985 húsum t)úa 2684
leigjendur, en þeir eru alls 3907
svo rannsökuð hafa verið leigu-
kjör hjá 2/3 af leigjendum í
bænum.
Ársleiga sú, sem þssir leigj-
endur greiða er 4.566.671 kr. Má
gjöra ráð fyrir, að sá þriðjungur
leigenda, sem ekki er talinn að
greiði upp og niður jafnmikið og'
hinir tveir þriðjungarnir og verð-
ur því leigan sem þessir menn
borga um 7 miljónir króna á ári.
Fyrir leiguhúsnæði, sem var
notað til atvinnurekstrar, aðal-
lega verzlunar, voru greiddar 2
miljónir króna.
Það eru því um 9 miljónir sem
árlega renna frá leigjendum hér
í bænum til húseigenda.
Með því að leggja saman fast-
eignámat á lóðum og brunabóta-
virðingu húsana var fundið út
sannvirði húsanna og talið að
húseigendur þyrftu að fá 10%
á ári af sannvirði. Kom þá í ljós
að um 2 af þeim níu miljónum
sem skifta urn hendur í bænum
áiiega, eru umfram það sem
nemur 10% af sannvirði.
Með því að leigjendur greiddu
10% af sannvirði húseigna í
bænum, mætti því spara bæjar-
búum um tvær miljónir á ári
og létta af dýrtíðinni um jafn
mikla upphæð.
Varla mun vera ástæða til að
meta sannvirði húsaleigunnar
lægra, enda þótt Fasteignaeig-
endafélagi Reykjavíkur hafi
þótt ég meta mönnum leigu af
sjálfsíbúð allt of hátt, er ég
miðaði við 10% af brunabóta-
mati húsanna lóðarlausra, er
meta skvldi not húsa til skatts,
í ársbyrjun 1929.
Samþykkti þetta virðulega fé-
lag mótmæli í mörgum liðum
gegn svo háu 1 eigumati, svo
þeirra vegna má sjálfsagt lækka
leiguna mikið meira, en engu
að síðui hygg ég að réttara væri
að lækka leiguna ekki meira en
sem nemur þessum 2 miljónum,
til að byrja með, þó Fasteigna-
eigendafélagið telji þá leigu of
háa. Ég er ennþá á þeirri skoð-
un, að mat mitt fyrir tveimur
árum hafi ekki verið ósann-
gjamt.
í frumvarpi því, sem lagt var
íram á síðasta þingi, vai- gert
ráð fyrir húsnæðisnefnd, er
virti húsaleiguna og mundi því
úrslitaframkvæmd laganna hvíla
á þeirri nefnd. Mun hún því eiga
von á öflugum stuðningi Fast-
eignaeigendafélagsins, sem mun
ganga sterklega eftir því, að
leigan verði ekki ákveðin of há,
enda þótt framkvæmdir þess fé-
lags til að lækka leiguna hafí
enn orðið htlar, énda hefir það
ekki haft nógan stuðning hins
opinbera til að geta starfað að
þessu áhugamáli sínu.
Að þessu öllu athuguðu býst
ég við að flestir verði mér sam-
mála um það, að dýrtíðin í Rvík
verði ekki lækkuð með hinni svo-
kölluðu frjálsu samkeppni.
Hún fjölgar kaupmönnum -
fram úr hófi, en lækkar ekki 1!
vöruverð. ■"
Hún fjölgar stórbyggingum !l
fram úr hófi, en eykur ekki
framboð á ódýrum íbúðum.
Í!
Foringjar verkalýðsins hafa
eingöngu aðstoðað sjálfsbjargar- ■
viðleitni hans í þá átt, að hækka i,
kaupið. Við því er ekkert að '1
segja, vegna þess að mennimir «
eru að því leyti eins og vélar, að \
þeir vinna þess harðar, sem þeir »
fá meira viðurværi. Þetta er
gróði þjóðarinar eins og það, að
eiga duglega og heilsuhrausta
syni. Hefir það og verið sjald-
gæft til sveita, að menn græddu
á því að svelta vinnufólk sitt.
En eins og ég hefi bent á það
að með hækkun á kaupi hefir
vöruálagning hækkað 0g verzlun-
um fjölgað. Hækkunin hefir því
lent hjá milliliðunum, og verka-
Reykjavík, 9. júní 1931.
lýðurinn stendur jafn slyppur
eftir sem áður.
Fyrir atvinnulífið, sem á að
keppa við atvinnulíf annara
þjóða, verður róðurinn aftur á
móti til muna þyngri, og at-
vinnuleysi eykst.
Því verður kauphækkunin vit-
leysa ög til þyngsla, ef menn fá
ekkert meira af lífsnauðsynjum
sínum en áður. Vellíðan manna
miðast við það, að fá sem flest
af lífsins gæðum, en ekki við
það hvort þeir fái fleiri krónur
eða færri.
Vegna þess, að ég álít það
æðsta takmark hverrar stjómar,
að sjá um að þjóðinni líði sem
bezt og taki sem beztum fram-
förum, notaði jeg tækifæri það,
er' mér bauðst til að tala um
þetta mál fyrir þúsundir manna
er voru samankomnar Ȓ barna-
skólaportinu þann 31. maí.
Andstæðingablöðin hafa atyrt
mig fyrir að tala ekki um þing-
rofið og kjördæmaskiptinguna og
slík mál.
Þess hefir nú verið getið í
þeim sömu blöðum, að ég hafi
talað um þingrofið, meðan ein-
hverjir menn voru í vafa um að
það væri skylda stjórnarinnar
að rjúfa þing.
Um kjördæmaskipunina er mér
engin launung á, að ég mun
fylgja þeirri kjördæmaskipun,
sem ég tel þjóðinni fyrir beztu,
þannig að hún fái sem mest afl
til að brjótast áfram á vegi til
hagsældar, menningar, frelsis og
frama.
2. júní 1931.
Helgi P. Briem.
-----0----
Hvað er Reirkjavík
líiir M
n.
Vísir hefir verið að vara menn
við að trúa á kosningaloforðin.
Látum það gott heita, blaðið
hefir fyllstu ástæðu til þess. Ég
man vel eftir því þegar Jakob
Möller var kosinn á þing hér í
Reykjavík, hann barðist þá á
móti Jóni heitnum Magnússyni,
helzta leiðtoga íhaldsins. Þá
svívirti han Jón og íhaldið svo
óskaplega, að ég man ekki dæmi
slíkra svívirðinga. Það var víst
um þetta leyti, að Jón heitinn
Magnússon kallaði Vísir „saur-
blað“ í þingræðu. Jakob heimt-
aði að þingið leyfði sér að höfða
mál á móti Jóni fyrir þessi um-
mæli, Jón mælti með því, en
eftir að Jakob hafði fengið leyfið
hætti hann við að fara í málið.
Svo óskaplegar höfðu svívirðing-
ar Jakobs verið, að hann bjóst
við að dómstólarnir mundu fall-
ast á nafn það, sem Jón hafði
valið blaðinu. Ég man það, að
eftir að talningu atkvæða var
lokið og Jakob var kosinn, fylgdu
nokkrir af einlægustu fylgis-
mönnum hans honum heim. Jak-
ob sneri sér þá við á tröppunum
og sagði rneðal annars: „Ég mun
aldrei svíkja þann málstað sem
ég. hefi barist fyrir, þið skuluð
ekki þurfa að iðrast þess, að þið
kusuð mig á þing“.
Jakob komst inn í þingið og
hið eina, sem menn vita til að
liggi þar eftir hann, var að út-
vega sjálfum sér embætti og
„sveik svo .með beinið í kjaftin-
um“, eins og einn af núverandi
samherjum hans en þáverandi
andstæðingum komst svo kurt-
eislega að orði um hann. — Enn
reyndi Jakob að komast inn í
þingið og inn í bæjarstjórn, sem
andstæðingur íhaldsins. Skrifin
um íhaldið í Vísi kring um þess-
ar kosningar eru góður leiðar-
vísir fýrir þá sem vilja kynnast
heilindum Jakobs Möller. Hann
ber íhaldinu þar á brýn allar
hugsanlegar vammir og skammir,
talar um að borgarstjórinn og
Morgunblaðsklíkan haldi sér við
völd hér í bænum á mútum 0. s.
frv. — En Jakob féll í bæði
skiftin, fékk lítið fylgi, menn
höfðu fengið reynslu af honum
í þinginu og trúðu honum. ekki.
Eftir að talin höfðu verið at-
kvæðin við síðustu kosningar,
hafði einn maður viðstaddur orð
á því hve lítið fylgi Jakob hefði.
„Það er nóg handa því svíni“,
svaraði einn hæstmetni íhalds-
maðurinn í þessum bæ, þá fjand-
maður Jakobs, nú samherji hans.
En hvernig stendur þá á því
að Jakob hefir nú snúist með í-
haldinu, þeim mönnum, sem hann
befir áður baidst mest á móti,
svívirt mest og taldi landi og
þjóð til allra mestu bölvunar. Sú
gáta er auðleyst. Jakob féll
tvisvar, er hann reyndi að fá sig
kosin með því að berjast á móti
íhaldinu. Þegar hann hafði sann-
reynt að þetta var ekki leiðin til
þess að komast inn í þingið, þá
dó sannfæringin. En til þess að
hin gamla sannfæring Jakobs um
það að íhaldið væri „landi og
þjóð til bölvunar" gæti dáið og
gagnstæð sannfæring öðlast líf
— var ekki nægilegt að íhaldið
tæki við honum, heldur vai-ð það
að lofa því að hafa hann efstan
á lista við þessar kosningar. En
um leið og Jakob sá þennan veg
opinn inn í þingið, fæddist ný
sannfæring í brjósti mannsins:
íhaldið var gott. —
Ég vil nú spyrja kjósendur í
þessum bæ í allri einlægni:
Hvemig er hægt að treysta
svona manni, hvemig getur
nokkur kjósandi léð þessum
manni atkvæði sitt?
Kjósendum kann að sýnast
það ekki minni ráðgáta, að í-
haldið skyldi taka við Jakob og
gera hann að foringja, eftir all-
ar þær svívirðingar, sem þessi
maður hafði ausið yfir stefnu í-
haldsflokksins og foringjana
sjálfa. Eins og menn líka rekur
minni til frá fyrri kosningum,
hélt Morgunblaðið því fram, að
Jakob væri einhver sú aumasta
persóna; hann var svikull og
Magnús Jónsson — einn með-
frambjóðandi Jakobs — taldi
Jakob svo ósannsögulan og svo
ósvífinn, að ekki væri einu sinni
eigandi orðastaður við hann. Það
má vera dálítið einkennilega
samansettur flokkur — íhalds-
flokkurinn — sem telur líf sitt
undir því komið, að ná einmitt í
svona mann fyrir foringja. En
þannig er það, það er staðreynd,
að á svona mönnum virðist mál-
staður íhaldsins þurfa mest að
halda. Þessir aðiljar virðast hafa
Aukablað 6.
fundið það, að maðurinn hæfði
málstaðnum og málstaðurinn
manninum, en lýsinguna á því
hvernig málsstaðurinn er, geta
menn lesið í Vísi 1927 og hvem-
ig Jakob er í Morgunbl. lýst um
sama leyti. Ég fyrir mitt leyti
læt mér ekki koma til hugar að
fylgj a þeim flokki við þessar
kosningar, sem velur sér í efsta
sæti mann, sem maður hefir orð
helztu manna og málgagna sjálfs
íhaldsflokksins fyrir, að sé svo
ósannsögull og ómerkilegur á
alla lund, að ekki sé einu sinni
eigandi orðastaður við hann.
Ef maður snýr sér að hinu
verklega hjá þessum manni, því
sem hann hefir gert, þá er nið-
urstaðan sú, að hann hefir aldrei
gert neitt. Hann notar þing-
mennskuna til að ná sér í em-
bættið (,,bitana“). Þetta er eitt
af þeim alvarlegustu trúnaðar-
störfum ríkisins. Það er á allra
vitorði hvernig hann hefir rækt
þetta verk — það verð ég að
segja. Þeim manni sem rækir
embætti sitt á þann veg sem
Jakob hefir gert, trúi ég ekki
fyrir þingmennsku — og ég sé
sannast að segja ekki hvemig
* hann getur ætlast til þess. —
Um Einar Amórsson vita
menn, að hann var skattstjóri í
Reykjavík og það var úr höndum
hans sem Helgi Briem tók við
embættinu. Menn vita og hafa á
tilfinningunni hvemig Einar
rækti það embætti og meta einn-
ig Kvernig Helgi Briem gerði
það. Bezta sönnun þess á hvem
hiátt Einar rækti skattstjóraem-
bættið, er það, að stórkaupmenn-
irnir í Reykjavík og stórútgerðin
kaus Einar í niðurjöfnunamefnd-
ina á eftir, til þess að rækja þar
og verja hagsmuni sína gegn
hagsmunum alls almennings í
þessum bæ.
Ég held ekki að það sé Reykja-
vík fyrir beztu að trúa þessum
mönnum fyrir velferð hennar,
fyrir því höfum við næga
reynslu. Stjóm Jakobs og Einars
á málefnum bæjarins, sem nú
er alveg félaus,, verður að
stöðva allar framkvæmdir og fær
hvergi lán, er alvarleg aðvömn
fyrir okkur Reykvíkinga.
Sú reynsla, sem við Reykvík-
ingar höfum af Helga Briem,
efsta manni á lista Framsóknar,
er alveg gagnstæð reynslu þeirri,
sem við höfum af Jakob og Ein-
ari. Þau störf, sem honum hefir
verið trúað fyrir, hefir hann
rækt með dugnaði og prýði. Það
er beinlínis aðdáunarvert hvemig
honum tókst að koma skatta-
framtalinu og skattstjóraem-
bættinu yfirleitt í gott lag á ör-
stuttum tíma, eftir að hann tók
við því úr höndum Einars Am-
órssonar. Núveranda starf veit
ég að hann rækir með hinum
sama dugnaði og áhuga. Það eru
slíkir menn, sem við þurfum að
láta fara með umboð okkar kjós-
endanna. — Greinar þær, sem
Helgi Briem hefir skrifað um
dýrtíðina hér í bænum, hafa
vakið almenna umhugsun í
þessum bæ, það er mér vel kunn-
ugt. Hvemig átti það líka öðm-
vísi að vera? Er það ekki hverj-
um góðum borgara alvarlegt á-
hyggjuefni hvernig komið er í
þessu bæjarfélagi, stynja ekki
flestir undir útsvarsbyrðinni ?
Hafa ekki flestir þyngri byrðar
en þeir geta borið? Þó er bærinn