Tíminn - 10.06.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.06.1931, Blaðsíða 2
f ÍMINV taka orðrétt nokkrar tilvitnanir hjá Einari. „1. gr. Inngangur. (Bang & Larsen III 222—227, Schwei- gaard III 1—8, Deuntzer 1—6, Hagerup II 447—449). 3. gr. Hverjir framkvæma skuli kyri'setningu. (Hr. Bang & Lar- sen III 227—229, Schweigaard in 49, Deuntzer 6—8). 4. gr. Skilyrði kyrrsetningar. (Bang & Larsen III 229 o. s. frv., Schweigaaid III 8 o. s. frv., Deuntzer 8 o. s. frv., Hagerup II 451 o. s. frv.)“. Já, Einar gengur svo langt í að nota danska höfunda, að hann ritar í bókum sínum setningar eins og þessa. „Ef fógeti er ekki við (,,tilstede“), þá má og láta 2 valinkunna menn („danne- mænd“) framkvæma kyrrsetn- ingargjörð“. Hér eru íslenzk orð skýrð með dönskum orðum innan sviga. — Sjá fymefnt rit bls. 7. Þannig heldur hann áfram bók- ina út. Einari Arnórssyni hefir ekki fundizt það ósamboðið sér sem ríthöfundi í íslenzkri lögfræði að nota danska höfunda hér né annarsstaðar. Þeim, sem til þekkja er þessvegna óskiljanlegt, að hann skuli meta svo lítils heið- ur sinn sem vísindamaður eins og skríf hans um þingslit og þing- rof bera merki um. Hann veit það, maðurinn, að þeir útlendir rithöfundar, er skýi’t hafa þessi atriði í stjómarskrám síns lands, hafa ómögulega getað látið stjórnast þar af kala til Is- lands, þó ekki væri af annari ástæðu en þeirri, að þeir gátu ekki vitað að þeir hefðu með því nokkur áhrif á íslenzk mál. Og þó leyfir hann sér að kalla viður- kenndar lagaskýringar útlendings „Danska málstaðihn" af því þær sýna, að þeir, er hann þykist eiga gjalda „lambið gráa“ hafi farið rétt að ráði sínu og breytt í sam- ræmi við lög landsins. Nei, Einar Amórsson, í vísind- um er ekki til danskur og íslenzk- ur málstaður, heldui' sá eini mál- staður að leita að því, sem er rétt og satt. * ——-o------ Kosningahugleiðing Eftir alþýðumann. Ég liefi uiidaiifarið verið að iiugsa um það, viö og við, livernig ég ætti að kjósa 12. júní n. k. og með þvi að ég er nú kominn að ákveðinni niðurstöðu um það, vil ég iáta í ijós rökin fyrir þeirri niðurstöðu sem ég liefi komist að. Kram að þessum tíma hefi ég staðið nærri jafnaðarmönnum í skoðunum, enda kosið lista með þeim tvisvar sinn- j um, og í einu iiefi ég verið jafn | ákvcðinn og þeir róttækustu meðal j þeirra hafa látist vera, að vera í á- |i kveðinni andstöðu við ihaldið og al- jj veg eins þó það hafi skreitt sig með . Sjálfstæðisnafninu. það er kunnugra } en frá þurfi að segja, að kosninga- j fyrirkomulagið i Reykjavík er hlut- fallskosning, og er því nokkurnveg- in víst fyrirfram um kosningu þriggja þingmanna fyrir kjördæmið, i. og 2. mann af D-lista og 1. mann af A-lista. þetta er þvi miður staðreynd, sem naumast getur haggast, sökum hinna harðsnúnu flokka er að þess- um íistum standa, og kosningafyr- irkomulagsins, en liklega verða ekki allir í þessum flokkum allskostar á- nægðir með þetta. Harðsnúnir „Sjálf- stæðis“-íhaldsmenn myndu vilja sinn lista kosinn í öll fjögur þingsætin, og núverandi bandamenn þeirra, sósíalistar, myndu viija alla sína menn kosna, en tvímælalaust eru þeir æði margir, sem engan vilja af þessum þremur, sem ég tel afgjört að kosnir verði, og kemur þá að því, hver verður 4. maðurinn, eða öllu helzt, hver hann ætti a8 vera. það er með öllu útilokað að af A- listanum komist að nema 1. maður, og eru mörg ákveðin rök fyrir því, sem ég ekki hirði að nefna og þá kemur að því, að baráttan verður um 3ja mann D-listans og 1. mann C-listans, og skal það nú athugað livor þeirra væri líklegri til að eiga erindi á þing, og hvor þeirra fullnægði betur hinni sjálfsögðu réttarkröfu þeirra mörgu, sem eru ihaldsandstæðingar eða engan vildu kjósa af þeim þremur, sem ég tel sama sem sjálfkjörna, og skal það afdráttarlaust sagt að það á að vera og væntanlega verður 1. maður C- listans, Helgi Briem bankastjóri. — Hann er ungur maður og ekki þekki, ég hann nema að afspurn. Menntun hans er í bezta lagi, og einmitt í þeirri fræðigrein, sem hagnýtasta mun mega telja fyrir stjómmála- mann og staða hans er sú, að hann hefir góða aðstöðu til að þekkja at- vinnulíí bæjarbúa og þjóðarinnar i heild, hann er talinn frjálslyndur og framsækinn í félagsmálum. Gam- alt máltœki segir, að „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni". Helgi er sonui' Páls heitins Briem fyrrum amtmanns, og hefi ég góðar heim- ildir fyrir því, frá fjölda af skilrik- um mönnuin, að Páll Briem hafi, fyrir margra fduta sakir, verið með- al hinna mikilhæfustu og beztu ís- lendinga, sem uppi voru á síðustu árum 19. aldarinnar, og ekki er það ólíklegt, að þessi souur lians hafi eittlivað af kostum föðursins, sem ;i þessum tímum gœtu orðið arðber- andi fyrir þjóðina. Magnús Jónsson var fyrst kosinn á þing 1921 og var þá óþekktur, liann var kosinn fyrir atbeina Jak- obs Möller, sem þá hafði hér liarð- snúið fylgi, mörgum þótti Magnús þá fremui' álitiegt þingmannseíni, hami þótti tölugur og ýmsir trúðu þvi, að starí hans, guði'ræðiskennsl- an, væri trygging fyrir prúðmann- legri framkomu, og afskiítum hans ai þjóðmálunum. Sjálfur mælti hann auðvitað vel með sér, og þar á ineðal sagði hann um sjálían sig með orðum skáldsins þorsteins Er- lingssonar: „Mig langar að sá enga lygi þar finni, sem iokar aö siðustu bókinni minni". Margir trúðu þvi að þetta væri af heilinduni mælt, og að fastur ásetningur guðíræði- kennarans væri, að ekki kæmi nokkurt ósatt orð al' hans munni i stjórnmálastaríinu. Um efndirnar .i þessu, ætla ég ekki að segja margt, en vildi benda mönnum á, að kynna sér það sjálfir og gætu þeir meðal annars fengið einhverja liugmynd þar um, með þvi að lesa greinar nokkrar, sem stóðu i „Visir" voriö 1927 og skriíaðar voru aí Jakob Möller, sem var þá vel kunnugur stjórnmálastarfsemi lians, og ekki er mér grunlaust um, að ef menn kymitu sér vel stjórnmálabók Magn- úsar, myndu þeir reka sig á ýmis- legt þar í einhverjum dálkum henn- ar, sem ekki væri bókstaflega satt, og álykta af því, að nokkrum sinn- uin liefði samkvæmt gamaili trú komið „svaitur blettur'' á tunguna á hans pólitíska Iífsferii, en bókinni þeirri verður nú væntanlega lokað 12. júní næstkomandi. Til viðhótar þessu orkar það ekki tvímælis, að íyrir alþýðu manna i þessum bæ hefir Magnús reynst vægast sagt gagnslítill þingmaður og meira að segja beitt sér á móti sumu þvi, sem almenningi hefir verið áhugamál að fram kæmist. Af framangreindum á- stæðum hefi ég ákveðið það, með sjálfum mér, að kjósa C-listann 12. júní, og sérstaklega vildi ég benda alþýðumönnum yfirieitt á það, að ef A-listinn fær atkvæði að ráði lram yfir þá tölu, sem þarf lianda Héðni íhaldsfóstbróður, þá eru þau óbeinlínis greidd íhaldsmanninum Magnúsi Jónssyni. Allir alþýðumenn, sem ekki eru þrælbundnir á klafa í- haldsins eða bitlingaflokkanna, ættu því að fjölmenna til kosningar 12. júní og kjósa C-listann. Eftir að þetta er skrifað hefir ver- ið haldinn einn svonefndur þjóð- málafundur í skólaportinu, og gekk liann eins og venjulega, mest til þess að ræðumennirnir flestir hlóðu lofinu á sjálfa sig og sinn flokk, og heltu úr sorpskálum sínum yfir andstæðingana, og sumir gjörðu það allt annað en prúðmannlega, og meðferðinni á sannleikanum oft mjög ábótavant, meðal annars held ég að aukist hafi dálítið í verri dálkana, í bókinni hans Magnúsar. Helgi Briem talaði fremur en aðrir um þau mál, sem hagnýt eru og mjög áríðandi fyrir Reykjavikurbæ, auðheyrt var, að þar voru staddir nokkrir menn, eldri og yngri, sem ekki vildu heyra um þau rætt, og helzt alveg varna Helga máls. Sú íramkoma er óafsakanleg og sýnir betur en nokkuð annað, að andstæð- ingar C-listans trúa ekki á rólegar umræður um málin, en öllu fremur á blekkingar og æsingar þeirra, sem hæst glamra. Ákvörðun mín um kosninguna hefir ekki breyzt neitt við þennan fund, síður en svo, og ég ætla, að þeir séu fleiri en ég, sem fóru þaðan sannfærðir um að Helgi Briem eigi meira erindi á þing held- ur en leikari sá, sem væntanlega verður keppinautur hans um kosn- inguna. ---O—— Graalandsflugið og íhaldið. Ihaldsmeim héldu lengi vel, og sumir þeirra halda það enn, að þeh’ séu vel fallnir til að hafa mannaforráð. En reynslan bend- ir á hið gagnstæða. Þrjátíu og þrjár miljónir í bankatöpum sem nálega allt er eyðsla íhaldsmanna, er gott sýnishorn. Annað sýnishom af hæíileikum íhaldsmanna til að stjórna er Grænlandsflugið. Því réði dr. Alexander Jóhannesson. Hann er tahnn í heldri röð íhalds- manna. Hefir m. a. sýnt áhuga á flugmálum, þótt fyrirhyggjan hafi verið minni. Alexander er þess vegpa gott dæmi um íhalds- mann. Og ferð hans til Græn- lands er dæmi um stjórnhæfi- leika íhaldsins. Grænlandsflugið er eitt sam- fellt hneykslismál, en má þó skifta því í nokkra kafla. Fyrsti þáttur er það, að Alex- ander segist vera beðinn að gera tilraun að bjarga mannslífum á Grænlandsjöklum, og að frá Eng- landi sé fengin trygging fyrir fé sem skifti tugum þúsunda handa ílugíélaginu, ef það fari ferð þessa. I áframhaldi af þessu biður svo Alexander landsstjóm- ina um varðskip vestur að ís- röndinni og skyldi það liggja þar meðan flugið stæði yfir. Mbl. talaði hér ekki um snattferð, en biiti stóra mynd af Alexander, áður en hann fór, eins og væri hér um sigurvegara að ræða. Annar þáttur er það að skipið fæst ekki vátryggt við ísixm. Al- exander er bent á hvílíkt hættu- spil það sé að lána skipið til þessarar ferðar. En hann situr fastur við sinn keip og telur för- ina nauðsynlega vegna sóma landsins, þar sem mannslíf séu í veði. Þriðji þáttur byrjar er Alex- ander kemur að ísröndinni. Þá kemur upp deila um það hvort meira eigi að meta, að hafa loftskeytatæki í vélinni og loft- skeytamann, eða doktorinn. — Flugmennirnir vildu hafa loft- skeytin, en Alexander vildi koma sér með, þar sem hann var fuil- viss um að ávinna sér þannig ó- dauðlega frægð. Haxm var for- maður flugfélagsins og í notum þess lætur hann rífa loftskeytin úr véhnni og ætlar. að fara sjálf- ur í þeirra stað. Fjórði þátturinn hefst með því að Alexander tilkynnh komu sína til Grænlands, en þá fær hann svar frá aðstandendum þeirra, sem taldir voru í hættu. Er hon- um þar tilkynnt, að þeir hafi aldrei beðið um neina hjálp frá Alexander, að í þess stað hafi verið samið við sænskan flug- mann og hann sé á leiðinni. 1 Grænlandi sé ekkert að gera með Alexander og flugvél hans, nema ef hann vildi flytja dálítið af hundamat upp á jöklana. En það verði hann að gera á eigin á- byrgð. Fimmti þátturinn er yfirklórið. Hann er hliðstæður við ræðu Jóns Þorl. á þinghúss\ölunum, Kjósendafundur C-listans \ verður í K. R. húsinu annað kvöld, fimmtudag 11. júní, og hefst kl. 8 síðdegis. Allir fylgjendur C4istans velkomnir meðan húsrúm leyfir. er hann endaði byltinguna og drap lýðveldið, af því Gunnar vildi ekki setjast á þingbekkinn. Alexander hafði engan Gunnar á Selalæk til að flýja bak við. I þess stað kenndi hann vélinni og bensíni frá Sheh um ólán sitt. Vélin fór stuttan spöl með Alex- ander upp í loftið,. en þá rynd- ist véhn ekki hafa nógan snún- ingshraða, og bensínið ekki nógu gott. I stuttu máh: Afsökun var fengin og hægt að snúa heim, án þess að flytja hundamatinn, og án þess að bjarga mönnum, sem ekki vildu láta bjarga sér. Sjötti þáttur er það, að líf- vörður íhaldsins, Heimdallur, íyitist heilagri gremju við Alex- ander íyrir að hafa ekki unihð glæsilegan íhaldssigur, og rétt- lætt myndina og stóru oröin í Mbi. Var tahð, að ef Óðinn hefði komið degi fyr en hann gerði, meðan hin heilaga íhaldsreiði brann, þá sé óvíst hvort Alex- ander hefði getað haldið fleiri fyrirlestra í gotnesku. En eftir því sem iengur leið sjatnaði grernja íhaldsæskunnar, og þegar Óðinn kom, þurfti Alexander ekki annars með en að lenda inni hjá Kleppi, og koma þaðan í bíl, til að sieppa með heiia húð inn í höíuðborgina. Þannig endaði hinn mikii hjálpai’leiðangur til Grænlands, þar sem íhaldið ætlaði að sýna kænsku sina að stjórna og ná mikiiii frægð. Allt sem Alexand- er segir og gerii* í þessu máii virðist hafa verið tóm endileysa. Hann virðist aldi'ei hafa verið beðinn aö fara af neinum sem kom það við. Fuhyrðingar hans urn að hann hefði tugi þúsunda sem tryggingu reyndust heila- spuni Enginn erlendur aðih hefir borgað einn eyri fyrir leiðangur- inn. Skipið til Grænlands fær liann eingöngu með því að fuh- yrða, að hann sé að bjarga mannslífum og hafi nægar tryggingar fyrir öhu. Hæst kemst þó íhaldseinkennið við al- mennar framkvæmdir, þegar Al- exander metur sig meira en loft- skeytin, lætur taka úr véhnni aðalöryggi flugmannanna th að geta verið með sjálfui’. Öðruvísi fer þeim skipstjóra, sem bjarg- ar öðrum fyrst, en sekkur sjálf- ur með skipinu. Grænlandsleiðangur Alexand- ers og heimskugreinar Valtýs Stefánssonar um máhð, sýna hinn dæmalausa vanmátt íhalds- ins. Þeir geta ekki stjómað. Aht þeirra vit og kraftur gengur í að hver otar sínum tota. Ósigur Alexijnders stafar af sömu or- sökum og ósigur Jóhannesar bæjarfógeta, Einars Jónassonar, Jóns Þorlákssonar í gengismál- inu, Islandsbankastjóranna gagn- vart Stefáni Th. og Sæmundi Halldórssyni o. s. frv. Aht sem íhaldið reynir, sein félagsátök, verður nokkurskonar leiðangur með hundamat upp á Grænlands- jökla. B. P. -------o----- MAGNÚS BROSIR. (Ort í bamaskólaportinu). Mikið brosir Magnús dósent, maðurinn er víst eðlisglaður, þótt hann sjái íhalds-eyjar allar sökkva vart hann klökknai’. Ekki berst hann eða verst hann undir merkjum góðra klerka. — Honum betur list sú lætur að leika „klovn“ fyrir íhaldsflónum. Bragi. Er „skríll“ í Reykjavík? Menn hafa deht um þetta, en nú fer að verða erfitt að neita að svo sé. Menn vita um æsingar þær, sem Magnús Jónsson dócent og félagar hans komu af stað út af þingrofinu. Þá safnaðist úr heimilum ihaldsmanna nokkur hundruð af börnum og unghng- um, sem kvöld eftir kvöld léku barnaleiki villimanna kring um hús forsætisráðherra. Næsta stigið er þegar sama æska heimsótti sendiherra Dana, hrópaði hann niður og bað ætt- landi hans óbæna. Slíkt ódæði gagnvart framandi þjóð hafði aldrei komið fyrir áður. Og að lokum kemur svo þriðja tilfellið. Á öllum þrem kjósenda- fundunum í Reykjavík hefir ræðumönnum eins flokksins ver- ið sýndur ruddaskapur, sem ekki þekkist hjá sómasamlegu fólki. Á síðasta fundinum bar mest á ranglæti fundarstjórans og æs- ingi nokkurs hluta fundarmanna. Höfðu íhaldsmenn þar samtök urn að hafa svo mikinn hávaða og óhljóð, að ekki heyrðust ræð- ur Framsóknannanna. Og af ó- gætilegum orðum Sigurðar Jóns- sonar skólastjóra kom í ljós, að bak við þessa auðvirðilegu fram- komu var ótti við rök Framsókn- armanna. Það varð að deyfa orð Framsóknannanna með ópi og ó- hljóðum, til þess að röksemdir þeirra yrðu ekki hættulegar í- haldsmálstaðnum í bænum. I mannþrönginni var mikil óá- nægja yfir framkomu þessa skríls. Og margir hinir eldri menn sögðu hver við annan: Það er von að það sé sagt, að í Rvík sé skrfll, þeir sanna það bezt sjálfir, sem hrópa hæst, og hafa ljótast orðbragðið. Reykvíkingar telja það að von- um mikið mál að fá ódýrt raf- magn í bæinn. Aðrir finna, að það verður að lækka dýrtíðina í bænum. Og atburðir síðustu tíma sýna, að eitt hið stærsta vanda- mál bæjarins er að gera skríl þann, sem er að myndast í bæn- um, að siðuðum mönnum. F. A. ----0---- Hræðsla íhaldsins. íhaldið er dauðhrætt við ferðalög Frainsóknarmanna út um. landið. En einna verst hefir þeim þótt ferð Jónasar Jónssonar norður í Húna- þing og Dali. Hafa Mbl. og Magnús docent sagt um þá ferð mörg ósann- indi. Eitt af því tægi er það, að J. J. hafi komist með óleyfilegu móti með Suðurlandi upp á Akranes. Með skipinu voru hátt á 3. humfrað far- þega. J. J. var gestur skipstjóra og átti enginn annar aí farþegunum svo góðra kosta val. En til þess að gera Mbl.-mönnum, sem hlut kynnu að eiga í skipinu, léttara í lund, sendi liann afgreiðslu og eigendum skips- ins hina lögmæltu upphæð fyrir ferð til Akraness, til þess að þeir liefðu ekki yfir neinu að kvarta. En íhaldið í Dölum og Vestur-Húna- vatnssýslu hefir ef til vill moiri á- hyggjur út af ferðalögum Fram- sóknarmanna út um land, heldur en eigendur Suðurlands? Kjósið G-listann ' Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Ásvallagötu 27. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.