Tíminn - 20.06.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.06.1931, Blaðsíða 1
•Afateifcsía C Itu a n s ec t €œf jargötu 6 a. ©ptn öagleaafl. 9—6 Sími 2353 ©jaíbfcti 09 afgretóslumaímr limans et HantiDetg £>orstetns&ótttr, £œfjara.ötu 6 a. KeyPjaDÍf. XV. árg. Reykjavík, 20. júní 1931. 48. blað. Kosningasigur Framsóknarflokksins \ Kosningar eru nú afstaðnar og úrslit kunn eða fyrirfram vitanleg í öllum kjördæmum. Kosningabaráttan að þessu sinni og úrslit hennar eru eftir- tektarverð á margan hátt. Viðureignin hefir verið harðari en nokkru sinni áður. Barátta stjórnarandstæðinga gegn Framsóknarflokknum var háð með meira ofurkappi en dæmi eru til. Þjóðin gekk til kosninganna á krepputíma, en fyrir stjórnar- flokk er-það jafnan talið hættu- legt, að ganga út í kosningabar-. áttu, þegar svo stendur á. En úrslitin eru þessi: Framsóknarflokkurinn — flokk- urinn, sem haft hefir á hendi ríkisstjórnina undanfarið kjör- tímabil — gengur út úr barátt- unni með hreinan meirahluta á Alþingi. Síðan 1914 hefir enginn ís- lenzkur stjórnmálaflokkur verið eins sterkur og Framsóknarflokk- urinn nú eftir kosningarnar. Síðan 1914 hefir enginn einn flokkur haft hreinan meirahluta á Alþingi fyr en Framsóknarflokk- urinn nú. Þetta er í fyrsta sinn á íslandi sem stjómarflokkur sigrar í kosn- ingabaráttu. n. Framsóknarflokkurinn hefir unnið 4 ný þingsæti í kosningun- um: Hann hefir unnið Dalasýslu og Barðastrandarsýslu, fyrra þingsætið í Skagafirði og annað þingsætið í Rangárvallasýslu. En þó að kosningasigur. Fram- sóknarflokksins sé mikill nú, þá er hitt þó meir um vert, að at- kvæðatölurnar nú benda fram til fleiri sigra og stærri síðar. 1 Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu, sem hingað til hefir verið eitt allra öruggasta vígi íhalds- ílokksins, vantaði ekki nema 18 atkvæði til þess, að frambjóð- andi Framsóknarflokksins yrði kosinn. 1 Skagafjarðarsýslu munaði ekki nema 15 atkvæðum, að Magnús Guðmundsson félli fyrir Brynleifi Tobíassyni. Bæði þessi kjördæmi hljóta að vinnast að fullu innan fárra ára. Úrslit kosninganna bera ,líka vott um það, að einnig í kaup- stöðunum mætif umbótastarf- semi Framsóknarflokksins velvild og skilningi hjá fjölda manns. í Akureyrarkaupstað fær fram- bjóðandi Framsóknarflokksins rúml. fjórða hluta allra greiddra atkvæða, hehningi meira en hinn gamli foringi verkamannanna, Erlingur Friðjónsson. í sjálfri Reykjavík, þar sem öll hugsanleg ráð hafa verið reynd af hálfu andstæðinga, til að æsa fólk til óvildar gegn Framsóknarflokkn- um og núverandi ríkisstjórn, fær listi Framsóknarmanna 1234 eða 12—13% allra greiddra at- kvæða. Yfirleitt benda kosningaúrslitin nú, með samanburði við úrslit eldri kosninga, ótvírætt í þá átt, að sveitakjördæmin muni nú á næstu árum svo að segja einhuga hníga til fylgis við Framsóknar- flokkinn. Jafnframt virðist þátt- taka flokksins í málefnum bæj- anna vera á góðum vegi með að útrýma þeim hrapai-legá mis- skilningi, sem breiddur er út einkum af hálfu íhaldsmanna, að flokkurinn sé kaupstöðunum fjandsamlegur. Og þess er að vænta, að Framsóknarflokkurinn beri gæfu til að sýna Reykvíking- um það í verki á komandi árum, að hann sé eigi ómaklegur þeirr- ar tiltrúar sem verulegur hluti reykvískra kjósenda hefir borið til hans nú í kosningunum. III. Fyrir hinu nýkjörna Alþingi liggja mörg verkefni og erfið úr- lausnar. Eitt höfuðverkefnið fyrst um sinn hlýtur óhjákvæmi- lega að verða það að stýra at- vinnuvegum þjóðarinnar, svo farsællega sem verða má út úr yfirstandandi heimskreppu. Um það ber öllum flokkum að standa saman án tillits til innbyrðis deilumála. Um úrlausn þeirra málefna, sem aðallega ollu ágreiningi á síðasta Alþingi, verður að svo stöddu fáu spáð. Viðvíkjandi virkjun Sogsins eru nú horfur á að fleiri möguleikar séu fyrir hendi til úrlausnar en áður voru. Um stærsta kosningamálið, kjör- dæmaskipunina, hafa kjósendurn- ir í hinum dreifðu byggðum landsins nú sagt sinn hug við- víkjandi þeim atríðum, sem fyrir lágu. Kjósendúrnir úti um byggð- irnar hafa við kjörborðin ein- dregið mótmælt þeim aðferðum, sem andstöðuflokkar stjórnar- innar ætluðu að beita í tilfærslu áhrifanna á löggjöf landsins. Þeir hafa eindregið mótmælt því, að framkvæmd yrði fyrirvaralaust gjörbylting kjördæmaskipunar- innar að lítt rannsökuðu máli og að þjóðinni fornspurðri. Sveita- kjördæmin hafa mótmælt því að frá þeim yrði tekin aðstaðan til þess að geta gætt sérhagsmuna sinna á Alþingi. Úrslit kosning- anna ættu nú að hafa vakið þá menn, er geistast fóru í þessu máli, til meðvitundar um það, að óverjandi ,- er að gjöra neinar verulegar breytingar á undir- stöðu löggjafarinnar án þess að það efní sé áður þaulrannsakað og þrautrætt opinberlega. Fram- sóknarflokkurinn mun að sjálf- sögðu ekki setja sig á móti þeim umbótum á kjördæmaskipunihni, sem með sanngirni má heimta og ekki ganga um of á rétt þeirra, sem versta hafa aðstöðuna í lífs- baráttunni. Með tilliti til þess rækilega undirbúnings, sem ýms- um miklu minna varðandi málum hefir verið veittur fyr og síðar, er það í rauninni alveg fráleitt að neitt verulegt sé aðhafst í þessu mikla máli án þess að áður hafi verið vel að unnið og sem ítarlegastur samanburður gjörð- ur á innlendri og erlendri reynslu sem fyrir hendi er. Kosningaúrslitin Frétt er nú um kosningaúrslit í flestum kjördæmum. Þau eru á þessa leið: Borgarf jarðarsýsla: Kosningu hlaut Pétur Ottesen I. með 603 atkv.. Þórir Stein- þórsson F. fékk 428 atkv. og Sveinbjörn Oddsson J. 32 atkv. 1927 var Pétur Ottesen kosinn með 566 atkv. Björn Þórðarson U. fékk 367 atkv. Mýrasýsla: Kosningu hlaut Bjarni Ás- geirsson F. með 449 atkv. Torfi Hjartarson í. fékk 349 atkv. 1927 var Bjarni Ásgeirsson kosinn með 422 atkv. Jóhann Eyjólfsson í. fékk 349 atkv. Snæfellsness- og Hnappadalss.: Kosningu hlaut Halldór Steins- son I. með 492 atkv. Hannes Jónsson F. fékk 475 atkv. og Jén Baldvinsson J. 246 atkv. 1927 var Halldór Steinsson kos- inn með 632 atkv. Hannes Jóns- son fékk 259 atkv. og Guðmundur Jónsson J. 131 atkv. Dalasýsla: Kosningu hlaut Jónas Þor- bergsson F. með 385 atkv. Sig- urður Eggerz 1. fékk 310 atkv. 1927 var Sigurður Eggerz kos- inn með 305 atkv. Sr. Jón Guðna- son F. fékk 267 atkv. og sr. Ás- geir Ásgeirsson í Hvammi í. 105 atkv. ¦ Barðastrandarsýsla: Kosningu hlaut Bergur Jónsson F. með 747 atkv. Hákon Kristó- fersson í .fékk 332 atkv. og Árni Ágústsson J. 61 atkv. 1927 var .Hakon Kristófersson kosinn með 340 atkv. Sr. Sig- urður Einarsson F. fékk 289 atkv., Pétur Ólafsson U. 201 atkv. og Andrés J. Straumland J. 148 atkv. Vestur-ísaf jarðarsýsla: Kosningu hlaut Ásgeir As- geirsson F. með 541 atkv. Thor Thors I. fékk 233 atkv. og sr. Sigurður Einarsson J. 35 atkv. 1927 var Ásgeir Ásgeirsson kosinn með 558 atkv. Böðvar Bjarnason 1. fékk 137 atkv. f saf jarðarkaupstaður: Kosningu hlaut Vilmundur Jónsson J. með 526 atkv. Sigúrð- ur Kristjánsson 1. fékk 339 atkv. 1927 var Haraldur Guðmunds- son J. kosiim með 510 atkv. Sig- urgeir Sigurðsson I. fékk 360 atkv. Norður-Isaf jarðarsýsla: Kosningu hlaut Jón A. Jónsson f. með 587 atkv. Finnur Jónsson J. fékk 293 atkv. og Björn H. Jónsson F. 165 atkv. 1927 var Jón A. Jónsson kosinn með 641 atkv. Finnur Jópsson J. fékk 392 atkv. Strandasýsla: Kosningu hlaut Tryggyj Þór- hallsson F. með 433 atkv. Maggi Júl. Magnús 1. fékk 143 atkv. 1927 var Tryggvi Þórhallsson kosinn með 416 atkv. Björn Magnússon í. fékk 198 atkv. Vestur-Húnavatnssýsla: Kosningu hlaut Hannes Jóns- son F. með 345 atkv. Pétur Magnússon í. fékk 275 atk.v. og Sigurður Grímsson J. 21. atkv. 1927 var Hannes Jónsson kos- inn með 315 atkv. Eggert Levy í. fékk 295 atkv. Austur-Húnavatnssýsla: Kosningu hlaut Guðmundur ólafsson F. með 513 atkv. Þór- arinn Jónsson I. fékk 417 atkv. 1927 var Guðmundur ólafsson kosinn með 460 atkv. Þórarinn Jónsson fékk 372 atkv. Skagaf jarðarsýsla: Kosningu hlutu Steingrímur Steinþórsson F. með 813 atkv. og Magnús Guðmundsson 1. með 793 atkv. Brynleifur Tobíasson F. fékk 778 atkv., Jón Sigurðsson 1. 776 atkv., Steinþór Guðmundsson J. 47 atkv. og Laufey Valdimars- dóttir J. 37 atkv. 1927 voru kosnir Magnús Guð- mundsson í. með 740 akv. og Jón Sigurðsson í. með 687 atkv. Brynleifur Tobíasson F. fékk 610 atkv. og Sigurður Þórðarson F. 513 atkv. Suður-Þingey jarsýsla: Kosningu hlaut Ingólfur Bjarn- arson F. með 1034 atkv. Björn Jóhannsson I. fékk 217 atkv. og Aðálbjöm Pétursson K. 121 atkv. 1927 var Ingólfur Bjamarson kosinn með 931 atkv. Sigurjón Friðjónsson I. fékk 211 atkv. Norður-Þingey jarsýsla: Kosningu hlaut Björn Krist- jánsson F. með 344 atkv. Bene- dikt Sveinsson F. fékk 254 atkv. Frambjóðandi íhaldsflokksins, Jón Guðmundsson, tók aftur framboð sitt daginn fyrir kjör- dag. 1927 var Benedikt Sveinsson' kosinn með 433 atkv. Pétur Zop- honíasson 1. fékk 62 atkv. . Akureyrarkaupstaður: Kosningu hlaut Guðbrandur Is- berg 1. með 598 atkv. Einar 01- geirsson K. fékk 434 atkv., Krist- inn Guðmundsson F. 305 atkv. og Erlingur Friðjónsson J. 158 atkv. 1927 var Erlingur Friðjónsson kosinn með 670 atkv. Björn Lín- dal I. fékk 569 atkv. Norður-Múlasýsla: Kosningu hlutu HaUdór Stef- ánsson F. með 619 atkv. og Páll Hermannsson F. með 611 atkv. Árni Jónsson I. fékk 313 atkv. og Ámi Vilhjálmsson í. 307. 1927 vbru kosnir Halldór Stef- ánsson með 579 atkv. og Páll Hermannsson með 427 atkv. Ámi Jónsson I. fékk 370 atkv., Gísli Helgason I. 207 atkv., Jón Sveinsson U. 147 atkv. og Jón Jónsson U. 66 atkv. Suður-Múlasýsla: Kosningu hlutu Sveinn Olafs- son F. með 854 atkv. og Ingvar Pálmason F. með 845 atkv. Magn- ús Gíslason í. fékk 675 atkv., Arni Pálsson I. 618 atkv., Jónas Guðmundsson J. 455 atkv. og Arnfinnur Jónsson J. 421 atkv. 1927 voru kosnir Sveinn Ólafs- son með 839 atkv. og Ingvar Pálmason með 817 atkv. Jón- as Guðmundsson J. fékk' 416 at- kvæði, Þorsteinn Stefánsson I. 325 atkv., Sigurður Arngrímsson 1. 306 atkv. og Amfinnur Jóns- son J. 274 atkv. Seyðisf jaiðarkaupstaður: Kosningu hlaut Haraldur Guð- mundsson J. með 274 atkv. Sveinn Árnason I. fékk 145 atkv. 1927 var Jóhannes Jóhannes- son I. kosinn með 234 atkv. Karl Finnbogason J. fékk 165 atkv. Austur-Skaftafeiissýsla: Kosningu hlaut Þorleifur Jóns- son F. með 317 atkv. Sigurður Sigurðsson I. fékk 138 atkv. og Einar Eiríksson á Hvalnesi I. 9 atkv. 1927 var Þorleifur Jónsson kos- inn með 307 atkv. Páll Sveinsson í. fékk 187 atkv. Vestur-Skaf taf ellssýsla: Kosningu hlaut Lárus Helgason F. með 390 atkv. Gísli Sveinsson I. fékk 377 atkv. 1927 var Lárus Helgason kos- inn með 379 atkv. Jón Kjartans- son I. fékk 344 atkv. Vestmannaey jar: Kosningu hlaut Jóhann Jósefs- son 1 með 753 atkv., .Þorsteinn Víglundsson J. fékk 235 atkv., Is- leifur Högnason K. 220 atkv. og Hallgrímur Jónasson F. 34 atkv. 1927 var Jóhann Jósefsson kos- inn með 848 atkv. Bjöm Blöndal J. fékk 218 atkv. Rangárvallasýsla: Kosningu hlutu Jón Ólafsson 1. með 761 atkv. og sr. Sveinbjöm Högnason F. með 603 atkv. Skúli Thorarensen í. fékk 581 atkv., PáU Zophoníasson F. 557 atkv. og Giinnar Sigurðsson U. 237 atkv. 1927 voru kosnir Einar J'óns- son í. með 669 atkv. og Gunnar Sigurðsson U. með 520 atkv. Skúli Thorarensen I. fékk 461 atkv., Klemens Jónsson F. 384 atkv., Sigurður Sigurðsson U. 99 atkv. og Bjórgvin Vigfússon U. 81 atkv. Árnessýsla: Kosningu hlutu Jörundur Brynjólfsson F. með 974 atkv. og Magnús Torfason F. með 904 atkv. Eiríkur Einarsson U. fékk 642 atkv., Lúðvík Nordal 1. 546 atkv., Einar Magnússon J. 211 atkv. og Felix Guðmundsson J. 137 atkv. 1927 voru kosnir Jörundur Brynjólfsson, með 916 atkv. og Magnús Torfason með 884 atkv. Einar Araórsson I. fékk 442 at- kvæði, sr. Ingimar Jónsson J. 353 atkv., Valdemar Bjamason í. 289 atkv. og Sigurður Heiðdal U. 126 atkv. Gullbringu- og Kjósarsýsla: Kosningu hlaut Ólafur Thors í. með 1039 atkv. Sr. Brynjólf- ur Magnússon F. fékk 368 atkv. og Guðbrandur Jónsson J. 101 atkv. 1927 var sýslan, asamt Hafn- arfirði, tvímenningskjördæmi. Kosnir voru þá Björn Kristjáns-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.