Tíminn - 20.06.1931, Side 2
158
TlMINN
hafa unnið eitt nýtt þingsæti en
tapað tveimur, — í Reykjavík og
á Akureyri.
Fi'amsóknarflokkurinn hefir nú
eftir kosningarnar í fyrsta sinn,
hreinan meirahluta á Alþingi.
En aukninguna á atkvæðamagni
flokksins geta menn auðveldlega
fundið með því að leggja saman
atkvæðatölumar í einstökum kjör-
dæmum 1927 og 1931.
Skammstafanir: F: Framsókn-
arflokkurinn. I: Ihaldsflokkurinn
1927, sem nú kallar sig Sjálf-
stæðisflokk. J: Jafnaðarmanna-
eða Alþýðuflokkurinn. K: Kom-
múnistaflokkurinn. Fl.: Frjáls-
lyndiflokkurinn (1927).
----o---
Hver er ástæðan?
Ihaldsmenn og leiðtogar socia-
iista spyrja nú eðlilega þeirrar
spurningar: Hver er ástæðan til
]æss að Framsókn hefir stríðs-
gæfuna með sér nú í kosningun-
um, en hinir ekki nema að tak-
mörkuðu leyti ?
Ekki er það að kenna blaða-
kostinum. Ihaldið mun hafa 12
eða 13 blöð, socialistar hafa 6
eða 7 blöð. Framsókn hefir aðeins
þrjú vikublöð.
Ekki er það að kenna óvináttu
nrilli hinna flokkanna. Socialistar
og íhald voru í nánu bandalagi
innbyrðis, eingöngu í því skyni
að skaða Framsókn. Laufey
Valdimarsdóttir og Steinþór Guð-
mundsson játa hvar sem er, að
þau hafi „bjargað“ Magnúsi Guð-
mundssyni, en því miður ekki
getað „bjargað“ Jóni. Framsókn
stóð ein á móti þessum tveim
flokkum.
Ekki er það að skipulagsleysi
íhaldsmanna og socialista. Eftir
þingrofið dundu mótmæli að frá
fjölmörgum félögum íhaldsmanna
og socialista úr kaupstöðum og
kauptúnum. Fylgismenn Fram-
sóknar bjuggu í dreifbýlinu. Þeir
hugsuðu rnálin, en sendu fáar
áskoranir. En þeir gleymdu eklci
kjördegjnum 12. júní.
Ekki var ástæðan sú, að íhaldið
vantaði áhuga. Eyðslustéttin í
kauptúnunum og kaupstöðunum
hamaðist að vinna. Aldrei hefir
nokkur flokkur barizt með meiri
ákefð fyrir sigri við kosningar
heldur en íhaldið nú.
íhaldið sagðist ætla að koma
inn í þingið með 24—27 þing-
menn. En þeir verða líklega ekki
nema 15. Og eitt af þeim sætum,
í Hafnarfirði, er tilviljunarsigur
yfir socialistum. Og Steinsen og
Krossanes-Magnús hanga á mjög
mjóurn þræði.
Menn spyrja eðlilega: Hvemig
stendur á því að „hundar“ íhalds-
ins verða ekki að „matedórum“
eins og Árni Pálsson sagði svo
heppilega út af framboði og falli
Jóhanns í Sveinatungu 1927?
Ástæðan til þess að stríðsgæf-
an hefir nú skorið úr Framsókn í
vil er sú, að þjóðin vill, að stjórn-
málamenn standi við loforð sín.
Þjóðin vill láta verkin tala.
Sigurður Eggerz sagði Dala-
mönnum 1926 og 1927, að hann
væri höfuðandstæðingur Jóns
Þorlákssonar og hans fylgifiska.
Dalamönnum fannst þetta vel
mælt og réttilega. Þeir vildu hafa
þingmann, sem væri móti Jóni
Þorl. og Mbl.
En vorið 1929 kemur Sig. Egg-
erz vestur í Dali. Hann er þá
kominn í flokk með Jóni Þorl. og
Mbl. Þá urðu Dalamenn fálátir.
Þá klöppuðu þeir lof í lófa Jóni
Baldvinssyni er hann spottaði
Sigurði Eggerz fyrir skoðana—
og flokksskiptin. Síðan hefir Sig-
urður ekki borið sitt bar í Dölum.
Hann hafði brugðist tiltrú kjós-
enda sinna. Þessvegna hættu þeii'
að sýna honum tiltrú.
Socialistar höfðu sagt, að þeir
væru móti íhaldinu, að þeir væru
aðalandstæðingur íhaldsins. Héðinn
Valdimarsson hafði haft mörg og
stór orð um Ólaf Thors og vonsku
Kveldúlfs í garð þeirra fátæku.
En Héðni Valdimarssyni varð
það sarna á og Sig. Eggerz. Hann
fór að semja við íhaldið. Hann
fór að trúa því að vissu leyti. En
um leið hættu verkamenn að trúa
honum. Þeir vildu láta verkin
tala. Þeir vildu að foringi þeirra
væri harðsnúinn andstæðingur
íhaldsins, ekki bara stundum,
heldiu' alltaf. Og svo varð niður-
staðan hin sama fyrir Héðni og
Sigurði Eggerz. Um leið og hann
hætti að vera andstæðingur
íhaldsins vildu verkamennimir
ekki fylgja honum nema með
hangandi hendi.
Ihaldsmenn sögðu að Framsókn
hefði búið til í Hafnarfirði
kjördæmi handa socialistum.
Hvað sem því líðui* er svo mikið
víst, að socialistar létu eins og
þeir væru vissir um að vinna
kjördæmið. Socialistar höfðu þar í
boði einn af sínum helztu mönn-
um. Fyrir íhaldið var svo lítil-
fjöi-legur maður, að hann treyst-
ist ekki til að koma fram nema
á einum fundi. Samt sigrar íhald-
ið. Af hverju? Af því einu að
socialistarnir höfðu í bili yfirgef-
ið stefnu sína að vera móti íhald-
inu.
Loks kom íhaldið sjálft. Það
hafði lýst yfir, að það væri vernd-
ari þjóðskipulagsins. í skjóli þess
væru líf og eignir óhultar. Það
væri aðalvörn móti brotsjó bylt-
inganna. Og af öllum andstæðing-
um væru socialistar langsamlega
hatramlegastir. Ihaldið sagði,
að eiginlega væru ekki til nema
tvær stefnur og tveir flokkar:
íhald og socialismi. En milli
þeirra væri óbrúandi gjá.
Og íhaldið sagði meira. Að í
hópi socialista væri einn maður
sérstaklega mótstæðilegur. Það
væri Héðinn Valdimarsson. Hann
væri erkióvinurinn. Þegar Jón
Þorláksson kvaddi einn af smöl-
um íhaldsins við skipsfjöl 1923
voru það síðustu orð hans: Látið
þið ekki Héðinn komast inn í
þingið.
En íhaldið brást líka sinni
stefnu, og sínurn heitum. Það
hætti að hugsa um líf, eignir og'
þjóðsk'ipulagið. Það fór að tala
um byltingu. Og það gerði banda-
lag við Héðinn Valdimarsson
og socialistana. Héðinn fór með
Pétri Magnússyni og Ottesen
norður í land og þótti tala bezt
þeirra allra fyrir bandalagið, móti
Framsókn. Og' Mbl. vitnaði í Héð-
inn eins og væri hann uppspretta
allrar stjórnmálavizku.
En íhaldsmennirnir sögðu hið
sama um pólitíska brigðmælgi
eins og fyr hafði hent Dalamenn
og fylgismenn Héðins. Ihaldsmenn
sögðust nú vera sviknir af liðlóga
sínum, Ólafi Thors. íhaldið sagð-
ist ekki vilja byltingu, ekki setja
í hættu líf og eignir. Og íhaldið
sagðist vilja íjandskap við Iléð-
inn, Jón Baldvinsson og Stefán
Jóhann. Af þeim ástæðum yfir-
gáfu margir íhaldsmenn flokk
sinn og kusu frambjóðendur
Framsóknar.
Framsókn er eini flokkurinn,
sem hefir staðið við loforð sín og
heldur meira en það. Framsókn
heíir viljað rétta landbúnaðinum
hjálparhönd. Og bændurnir viður-
kenna að það hafi verið gei"t.
Framsókn liefir munað eftir þeim,
sem voru þrælkaðir á togurunum
eða kúgaðir af shdarspekúlöntum
norður í landi. Verkin hafa talað
í þeim efnum líka. Þessvegna
hafa svo margir í hinum dreifðu
byggðum og í kauptúnunum stutt
son I. með 1352 atkv. og Ólafur
Thors I. með 1342 atkv. Stefán
Jóh. Stefánsson J. fékk 715 at-
kvæði, Pétur G. Guðmundsson J.
651 atkv., Jónas Björnsson F.
102 atkv. og Björn Bimir F. 87
atkv.
Hafnarf jarðarkaupstaður:
Kosningu hlaut Bjarni Snæ-
björnsson I. með 741 atkv. Stef-
án Jóh. Stefánsson J. fékk 649
atkv.
1927 var Hafnarfjörður ekki
sérstakt kjördæmi.
I Reykjavík
eru kosningaúrslitin á þessa leið:
A-listi (J.) hlaut 2628 atkv.
B-listi (K.) — 251 —
C-listi (F.) — 1234 —
D-listi (í.) — 5576 —
Kosnír vora: Héðinn Valdi-
marsson af A-lista, Jakob Möller,
Einar Amórsson og Magnús Jóns-
son af D-lista.
1927 voru kosningaúrslitin á
þessa leið:
A-listi (J.) hlaut 2494 atkv.
B-listi (I.) — 3559 —
C-listi (Fl.) — 1158 —
Kosnir voru: Héðinn Valdi-
marsson og Sigurjón Ólafsson
af A-lista og Magnús Jónsson og
Jón Ólafsson af B-lista.
Er þá frétt um úrslit í öllum
kjördæmum nema Eyjafjarðar-
sýslu. Þar fer fram atkvæða-
talning í dag. En báðir frambjóð-
endur Framsóknarflokksins eiga
þar vísa kosningu.
Flokkaskiptingin á hinu ný-
kjörna Aiþingi verður þá sem
hér segir:
Framsóknarmenn..........23
íhaldsmenn..............15
Jafnaðarmenn............ 4
Eftir kosningarnar 1927 var
flokkaskiptingin þessi:
Framsóknarmenn..........19
íhaldsmenn...............17*)
Jafnaðarmenn............ 5
Utan flokka............. 1
Framsóknarflokkurinn hefir
unnið 4 ný þingsæti (í Dalasýslu,
Barðastrandarsýslu, Skagafj arð-
arsýslu og' Rangárvallasýslu) og
haldið öllum þeim, sem hann
hafði áður. íhaldsflokkurinn hef-
ir unnið tvö ný þingsæti (á
Akureyri og í Rvík) en tapað
fimm, fjórum til Framsóknar-
flokksins og einu (á Seyðisfirði)
tíl Jafnaðarmanna. Jafnaðannenn
’) Að Sig. Eggerz meðtöldum, sem
taldist í Frjálslynda flokknum við
kosningai'nar 1927.
Fyrirspurnir
til Jakobs Möllers
Fram að þessu hafa íslendingar
verið sammála um, að þeir vildu
ekki byltingu, heldur lögbundna
þróun þjóðfélagsins. íhaldsflokk-
urinn með Mbl. og Vísi sem máls-
svara, hefir talið sig sérstaklega
rnálsvara þjóðskipulagsins móti
byltingum. Þeii' hafa reynt að
telja hinum efnameiri borgurum
trú um, að eignir þeirra væru
hvergi jafn óhultar eins og undir
vernd þjóðskipulagsins.
En það hefir orðið breyting á
þessu upp á síðkastið. Ihaldið
þoldi ekki að komast í minnahluta
Það vildi hafa Einar Jónasson
sem sýslumann, Hálfdán og Egg-
ert í Hnífsdal maktarmenn í fé-
lag'smálum, Áma frá Múla í
Brunabótafélaginu, og Jóh. Jóh.
sem dómara og vemdara ómynd-
ugra fjár. Þeir vildu hafa Cop-
land, Sæmund Halldórsson og
Stefán Th. Jónsson til að eyða fé
bankana og menn eins og Claes-
sen, Eyjólf ljósmyndara og Magn-
ús Thorsteinsson til að lána þessu
fólki peninga.
Meðan íhaldið hafði pólitískan
meirahluta voru þessir menn
undir sérstakri vemd „þjóðskipu-
lagsins“ og „þjóðskipulagið“ var
þá eins og eignarrétturinn heilagt
tákn í augum íhaldsmanna.
En þegar Framsókn fékk meira-
hlutaaðstöðu, þá urðu gæðingar
íhaldsins að láta sér lynda að til
þeirra væru gerðar sömu kröfur
og til annara. I fyrsta sinn í
minni elztu manna voru menn,
sem skulduðu án tryggingai' í
bönkum, og menn, sem stóðu illa
í stöðu sinni, jafnir fyrir lögunum
eins og umkomulausir smælingjar.
Ihaldið þoldi þetta ekki. Það
vildi hafa lögin, dómstólana og
fangahúsin fyrir hina umkomu-
lausu misgerðamenn. íhaldinu
hafði aldrei dottið í hug annað en
þjóðskipulagið ætti að vernda á
allan hátt alla vini íhaldsins, þá
sem hefðu einhverja verulega
þýðingu fyrir flokkinn.
Og íhaldinu fór ekki að lítast á
þjóðskipulag, þar sem þess mönn-
um var ekki alltaf tryggður meiri
hluti. Og efsti maður á lista
ihaldsins í Reykjavík, Jakob
Möller hefir túlkað þetta sérstak-
lega nú um kosningamar. Hann
hefir hótað byltingu frá hálfu
síns flokks, ef þjóðin vildi ekki
gefa Mbl.-mönnum þinglegan
meirahluta á löglegan hátt.
íhaldsflokkurinn er þannig að
verða byltingarflokkur eins og
Kommúnistar, og af sömu ástæðu
eins og þeir. Báðir vilja „taka
rétt sinn“ eins og Sigurður Jóns-
son barnaskólastjóri predikar nú
fyrir íhaldsæskuna, ef rétturinn
fæst ekki að lögum. Hið sama
hefir Jakob Möller sagt í blaði
sínu, bæði beint og óbeint. Hann
hefir að því er virðist unnið að
því að æsa flokksmenn sína upp
til að brjóta niður hið íslenzka
ríki með ofbeldi og byltingu til
þess að flókkur hans fengi þar
aðstöðu til stjórnar og yfirráða.
Kommúnistamir tala um sína
byltingu alveg opinskátt. Þeir
segjast verða að gera byltingu, aí
þvíað þeir geti ekki náð „þjóð-
skipulaginu“ á sitt vald á frið-
samlegan hátt Og þeir segjast
ætla að ráðast með ot'beldi á þá
ríku, taka af þeim „luxus-villum-
ar“, taka af þeim framleiðslu-
tækin, taka innstæður þeirra í
bönkunum. Manni skilst jafnvel,
að ef eigendur eða umboðsmenn
fjármagnsins veiti mótstöðu, þá
geti það kostað þá og þeirra nán-
ustu sumpart lífið, eða frelsið eða
landvist.
Kommúnistamir hafa sýnt lítil-
fjörlega viðleitni í þessa átt hér
á landi, með árás sinni á bæjar-
stjórn Reykjavíkur í vetur. Er-
lendis eru þeir alltaf að undirbúa
uppreist móti þjóðskipuiaginu,
hafa í hótunum um að taka allt
af efnamönnunum, um að láta
„blóð fljóta“ o. s. frv.
Úr því íhaldið er alvarlega að
hugsa um byltingu eins og kom-
múnistar, og er að dylgja um það
í blöðum sínum og á mannfund-
um, virðist einsætt að það geti
líka, eins og samherjar þess
kommúnistarnir gert grein fyrir
máli sínu. Þess vegna vildi ég
mælast til að hinn nýkosni aðal-
forkólfur íhaldsins í Reykjavík,
Jakob Möller, vildi fræða okkur,
sem erum svo gamaldags að vilja
vernda þjóðskipulagið, um nokkur
atriði viðvíkjandi byltingu þeirri,
er hann boðar. Úr því hann er
vikum saman með hugann fullan
af byltingarráðagerðum, eins og
virðist framganga af blaði hans,
þá hlýtur honum að vera létt um
að svara.
1. Hugsar íhaldið sér að það
sé nægilegt tilefni til uppreistar
gegn þjóðskipulaginu, að flokk-
ur þess virðist ætla að verða um
stund í minnahluta á Alþingi?
2. Má álíta að hver minnihluti
hafi í'étt til uppreistar og að um-
bylta þjóðskipulaginu með valdi,
ef hann getur ekki að lögum náð
forustuvaldi í þjóðfélaginu?
3. Væi'i bændum landsins heim-
iit á. sama hátt og eyðslustétt
Reykjavíkur, að gera uppreist og
„taka rétt“ sinn í hvert skipti og
þeir tapa kosningum, eða er bylt-
ingarrétturinn eingöngu bundinn
við íhald og kommúnista?
Bændur
Biftjið verzlanir ykkar um heyhrifur
frá Tréginlðjuunl Fjölnl með aluminium-
tindum og aluminlumstýfuðum haus, en
gætið þess vandlega að kaupa að eins
þær hrifur »em eru með okkar stimpli
bæði á hausnum og skaftinu.
Framsókn í kosningunum. Þeir
trúa flokki, sem er tryggur hug-
sjónum sínum.
En Sigurður Eggerz, Héðinn
Valdimarsson og ólafur Thors
liafa breytt öðruvísi en þeir
höfðu talað, gert óvini sína að
vinum og snúið baki við gömlum
heitum. Kjósendur hafa séð þetta
og gert eftirminnilegar ráðstafan-
ir til að venja þessa menn og aðra,
sem mannaforráð hafa í stjórn-
málum, á þann góða sið, að efna
orð sín og heit. C.
-----o----
Kennaramót í Kaupmannahöfn. Á
fimm áru fresti eru Jialdin norræn
kennai;aþing og verður hið 13. í röð-
inni iiaklið í sumar í Kaupmanna-
höfn dagana 6., 7. og 8. ágúst. þing-
ið munu _sa;kja þúsundir kennara af
öllum Norðurlöndum. — íslenzkir
kennarar, sem sækja þingið, geta
fengið 25%—50% afslátt á fargjöld-
um, og gislingu með morgur.verði
með þingið stendur fyrir þrjár
kr. íslenzkar. Er þess óskað, að þeir
kennarar, sem hafa hug á að sækja
þingið, snúi sér til fræðslumálaskrif-
stofunnar í Arnarlivoli liið íyrsta og
eigi síðar en 20. júní naistk. — þess
má geta, að Jietta kennaraþing átti
raunar að iialda á síðasta ári, en
var þá í'restað vegna Alþingishátíð-
arinnar.
Leiðrétting. Sigrún móðir þeii'ra
Steingríms skólastjóra á Iiólum og
þóris bónda í Álftagerði var dóttir
Jóns Sigurðssonar alþm. á Gautlönd-
um og stjúpdóttir Jóns skálds Hin-
rikssonar, en ekki dóttir hans, eins
og stóð í Tímanum 23. maí s. 1.
Skinfaxi 5. liefti þ. á. er nýkomið
út, fjölbreytt að efni og vandað að
irágangi að venju. í heftunum er m
a. kvæði og lausavísur eítir bænd
urna á Arnarvatni, Sigurð Jónsson
og Jón þorstéinsson, og ritgerðir eftir
lJallgrím Nielsson, Guðm. Davíðsson
og Steingrím Baldvinsson. Skinfaxi
er ódýrasta tímarit landsins.
4. Er það skoðun Jakobs Möll-
ers, að þau lönd séu bezt farin,
þar sem uppreistarrétturinn er
hreinlegast viðurkenndur, eins og
er í sumum lýðveldum Suður-
Ameríku ? Og hefir bankaeftii’-
litsmaðuriim kyxmt sér hvemig
vaxtakjör þau ríki hafa á pen-
ingamarkaði heimsins ?
5. Býst Jakob Möller við að
höfuðstaðurinn og íslenzka ríkið
myndu eiga sérlega auðvelt með
að flytja inn veltufé frá útlönd-
um, ef „þjóðskipulagið“ væri í
stöðugri hættu frá kommúnistum
eða íhaldi, í hvert sinn sem þeir
aðilar fengju ekki rétt sinn nema
með, því að taka hann?
6. Hvemig ætlar Jakob Möller
að réttlæta eign á „luxus-villum“
og óhófseyðslu margra flokks-
bræðra sinna, hvemig eiga þessi
„gæði“ að geta verið varin af
„þjóðskipulaginu“ móti hinum
húslausu og fátæku, sem búa í
kjallaraholum og á hanabjálka-
ioftum, ef eigendur lúxus-hús-
anna prédika jafnhliða kommún-
istum, að bylting sé nauðsynleg
og réttlát fyrir þá, sem tapa í
kosningum ?
7. Jakob Möller hefir væntan-
lega tekið eftir því að verk
flokks hans, að ætla að bylta um
þjóðfélaginu með leynilegum
samningum, hafa flutt mikið af
flokksmönnum hans yfir til Fram-