Tíminn - 20.06.1931, Side 3
TlMINN
159
Sumargistihús
verður opnad á L&ugarvatni 1. júlí næstkomanda.
Ungfrú Anna Jónsdóttir Laugarvatni
gefur upplýsingar.
Höfum íil:
Handsláttuvélar
til þess að slá með grasbletti í görðum
og kringum hús,
Samband ísl. samvinnufélaga.
ððiiffisilyliiiliiiii i llmtorg
starfar eins og að undanförnu á næstkomanda vetri, frá 1.
okt. til 30. apríl. — Umsóknir um skólavist sendist fyrir
1. sept. ti: undirritaðs skólastjóra, eða formanns skólanefnd-
ar, Emils Jónssona.i bæjarstjóra. Umsókn fylgi skírnarvott-
orð, heilbrigðisvottorð og vottorð um, að umsækjandi hafi
lokið fullnaðarprófi barnafræðslunnar.
Hafnarfiiði 25. maí 1931.
Sveinbjörn Högnasjn
Mennirnir
»
með »mosann
í skeggínu«
haia svarað
fyrir sig!
Áratug'um saman hafa foring-j-
ar íhaldsflokksins í Reykjavík
leikið tvennskonar hlutverk gagn-
vart bændum landsins.
Á kjósendafundum og yfirreið-
um um sveitimar hafa foringjar
íhaldsmanna verið tungumjúkir
gagnvart bændunum. 1 blöðum
sínum og í opinberum umræðurn
hafa þeir lofað landbúnaðinn og
sveitamenninguna og reynt að
láta líta svo út sem þeir væru
sjálfboðnir stuðningsmenn nauð-
synjamála landbúnaðarins.
En í sinn hóp hefir þeim, for-
ingjum íhaldsflokksins legið
nokkuð á annan veg orð til bænd-
anna. Ölmusulýður hafa bænd-
urnir heitið á máli Mbl.mann-
anna í Reykjavík. í þeim hópi
hefir verið séð blóðugum augun-
um eftir hverri krónu, sem farið
hefir frá hinu opinbera til þess
að styðja sveitafólkið í því göf-
uga verki, sem á að verða undir-
staða almennrar yelmegunar og
andlegrar heilbrigði komandi kyn-
slóða, sem landið byggja.
En úlfshárin rísa, eitt og eitt,
og gægjast út í dálkum hinna
seinheimskulegu íhaldsblaða.
Einkum hefir það verið þegar
samtökum bændanna vegnaði vel
á einhverá hátt, að skapsmunir
Mbl.manna brutust út í bjána-
legum fáryrðum í garð bænd-
anna.
Síðasta glögga dæmið um inn-
ræti íhaldsins til bændanna er
níðgreinin fræga, um flokksþing
Framsóknarmanna, sem birtist á
páskadaginn í vetur.
Og nú eru þeir hingað komnir
„úr myrkrinu og kuldanum", seg-
ir Mbl., „beygðir eins og skulda-
fangar. — Þeir koma hver með
sinn mal, bognir og hlýðnir ...
þeir strjúka fiðrið af tötrunum
og mosann úr skegginu“. „... Það
eru magrir menn og svangir ... “
— og þegar þeir koma til höfuð-
staðarins „þvo þeir sér úr sápu“ í
fyrsta sinn!
Rúrr\um tveim mánuðum eftii'
að Mbl. birti þessa góðgjarnlegu
sóknar. En getui’ hann gert sér
í hugarlund, að sá straumur muni
hætta að renna, ef Framsókn
verður aðalvörn þjóðskipulagsins,
laga og réttar, lífs og gæða í
landinu?
8. Hefir Jakob Möller hugsað
sér, að „þjóðskipulagið“ myndi
gefast upp mótstöðulaust ? Man
hann að íhaldið dró saman og
vopnaði nokkur hundruð menn út
af meintu lögreglubroti eins so-
cialista, sem bað ekki um neitt
nema að mega hafa fósturbam
sitt'hjá sér, og vera í friði fyrir
yfirlýsingum lækna sem gáfu
rangar yfirlýsingar um að barn
eitt væri með ólæknanda sjúkdóm,
þó að veiki þess væri læknuð á
12 vikum í næsta landi? Getur
Jakob ekki hugsað sér, að ef
„þjóðskipulagið“ sjálft væri í
hættu, að þá yrðu löghlýðnir
borgarar kvaddir til vamai’ því
og óróaseggimir látnir hlýða lög-
um landsins? Og ef þjóðskipulag-
ið sigraði bæði í kosningum og í
öðrum átökum, hver myndi þá
verða aðstaða þeirra, sem hefðu
prédikað einhverjum auðnuleys-
ingjum, að þeir skyldu „taka rétt
sinn“?
Vitaskuld er efnið ekki tæmt
með þessum spurningum, jafnvel
þótt glöggt væri svarað. En bak
við allar slíkar spmningar og svör
liggur eitt höfuðmál. Framtíð ls-
lýsingu af bændum landsins urðu
íhaldsmennirnir sjálfir að hefja
nýja yfirreið um landið til að
biðja bændurna um atkvæði.
Þeirri bón hafa nú bændurnir
svarað á viðeiganda hátt.
Þeir hafa gefið íhaldinu það
fyllilega í skyn við kjörborðin,
að eftirleiðis skuli það leita sér
fylgis hjá „fína fólkinu" í Reykja-
vík, sem ekki þarf að „strjúka
fiðrið af tötrunum eða mosann
úr skegginu“.
Bændurair hafa komið sinum
málum fram hingað til án áðstoð-
ar íhaldsins og þeii’ ætla að gjöra
það eftirleiðis með því að gjöra
sinn eigin flokk nægilega sterkan
í þinginu.
íhaldið verður að sætta sig
við það hér eftir að komast af
án bændaatkvæðanna.
Greindur íhaldsmaður lét svo
ummælt nýlega í kosningabarátt-
unni, að sér þætti vel sloppið,
ef íhaldið tapaði ekki tveim
kjördæmum á „páskaguðspjall-
inu“ í Morgunblaðinu!
Ihaldið hefir tapað meira. Það
hefir tapað fjói’um jnngsætum á
hugsunarhættinum, sem kemur
fram í „páskaguðspjallinu“.
Mennirnir með „mosann í
skegginu“ hafa svarað fyrir sig
— við kjörborðin.
----0----
Kjörskrárnar
í Reykjavík.
Tímanum hafa borizt ýmsar
fregnir um það, að kjörskránum,
sem í gildi eru til 1. júlí n. k. og
notaðai' vora hér í bænum við
kosningarnar 12. þ. m. hafi verið
mjög áfátt og það svo- að furðu
hafi vakið.
Eftir þeim upplýsingum, sem
blaðið hefir fengið, er samning
kjörskrárinnar þann veg háttað,
að sanngjamt mætti þykja, að
þar yrði eitthvað breytt um
vinnuaðferð.
Framsóknannenn, sem telja sig
hafa verið óréttilega svifta ltosn-
jngarrétti að þessu sinni vegna
ófullkominnar kjörskrá, eða vita
dæmi þess, að einhverjir hafi
fengið að kjósa án þess að þeim
bæri kosningarréttur lögum sam-
kvæmt, eru beðnir að koma til
viðtals á skrifstofu Tímans, Lækj-
argötu 6 A næstu daga.
(mssmtsmn-*
lendinga. á Islandi. Minnsta þjóð-
in í heiminum er að reyna að
gera það furðuverk að vera menn-
ingarþjóð, frjáls og sjálfstæð í
þessu stóra og erfiða landi. Þrátt
fyrir allar hrakspár hefir þessu
verki þokað áfram, og íslenzka
þjóðin hefir verið að vinna sér
traust og álit grannþjóða og
frændþjóða. Það kraftaverk, að
hin litla þjóð geti verið frjáls
menningarþjóð og lifað ham-
ingjusöm í erfðalandi sínu virð-
ist vera að verða að veruleika.
• Engin hætta sýnist steðja að
framtíð þjóðarinnar nema ef það
yrði frá henni sjálfri. Þjóðin
þekkir slíka hættu úr sögp fyrri
alda. ísland hafði verið fullvalda
ríki í nærri fjórar aldii’. Þá kom
allt í einu kynslóð, sem prédikaði
eins og’ kommúnistar og sumir
ihaldsmenn, að þeir óánæg’ðu ættu
að taka rétt sinn, ef þeir fengju
hann ekki að lögum. Þessir menn
eyðilögðu þjóðskipulagið. Um leið
kom sterkur nábúi og hrifsaði
þjóðina undir sig. Ofsamennimir,
sem höfðu brotið niður þjóðskipu-
lagið, lögðu á sig sjálfa og niðja
sína þunga eymd og áþján.
Skyldi íslenzka þjóðin nú ætla
að endurfæða stjórnmálastefnu
Órækju Snorrasonar og feðganna
úr Vatnsfirði? J. J.
----o-----
Ölfiis
Á Kambabrún, í góðviðri, blas-
ir alt Suðurlandsundirlendið við
auganu, alt frá Reykjanesfjall-
garði austur undir Eyjafjöll. 1
baksýn er fjallahringurinn og
Vestmannaeyjar. Þetta er mjög
tilkomumikið útsýni. Næst ligg-
ur Ölfusið, sem myndar óreglu-
lega hvelfing inn í fjöllin, sem
blasir á á móti suðri. Ræktunar-
skilyrði eru ágæt í ölfusinu, en
það sem sérstaklega einkennir þá
sveit er hinn víðáttumikli jarð-
hiti, sem þar er, og hinar ein-
kennilegu jarðmyndanir í sam-
bandi við það.
Frá landnámstíð til þessa dags
hefir jarðhitinn að litlu verið
notaður í ölfusinu. Að vísu eru
þar laugar, sem að litlu hafa ver-
ið notaðar, sem þvottalaugar, og
margir Ölfusingar hafa bakað
brauð við laugamar. Eitt sinn
vóru reistar tóvinnuvélar við
Reykjafoss, en það fyrirtæki fór
út um þúfur, þó skilyrði séu þar
ágæt. Fyrir nokkrum árum reistu
nokkrir Reykvíkingar sér sumar-
bústaði við hverina á Reykjum.
En fyrsta verulega sporið til að
færa sér í nyt jarðhitann, gerðu
ölfusingar sjálfir þegar þeir
1929 stofnuðu mjólkurbúsfélag
og byggðu mjólkurbú. Mjólkurbú-
ið á um 60 ha. stóra landspildu,
með miklum jarðhita (hverum
og laugum). Það er einkennileg-
asta mjólkurbú, eigi aðeins á Is-
landi heldur þó leitað sé um
lieim allan — þá á það eigi sinn
líka. Mjólkurbúið hefir engan
skorstein, notar ekkert venjulegt
eldsneyti, en í stað þess kemur
hveragufa, eða sjóðandi hvera-
vatn, og til afls og ljósa er notað,
rafmagn sem framleitt er úr lít-
illi aflstöð við Varmá, rétt hjá
húsinu. Við liveragufuna er mys-
an soðin niður og búinn til ágæt-
ur mysuostur, við laugavatnið er
mjólkin gerilsneydd, sem einnig
heppnast piýðilega. Mj ólkurbúið
býr til allar mjólkurafurðir, svo
sem smjör, osta, skyr o. fl. Sér-
stakur í sinni röð er mysuostm’-
inn og—heilsumjólkin svonefnda,
eftirlíking af búlgörsku mjólk-
inni, sem gerir Búlgara langlífa.
Það er ágætis drykkur, sem tek-
ur fram öli og öllum gosdrykkj-
um. Hana ættu allir að nota dag-
lega, sem vilja verða hraustir og
langlífir.
En ölfusingar létu eigi staðar
numið með mjólkurbúið. Þegar
bygging þess var langt á veg
komin byrjuðu þeir á öðra stór-
hýsi og hafa nú byggt eitt hið
myndarlegasta samkomuhús og.
bamaskóla, sem reist hefir verið
austanfjalls.
í sumar hafa ölfusingar veit-
ingar í samkomuhúsinu, selja
þar skyr og rjóma, nýmjólk og
heilsumjólk, kaffi og pönnukök-
ur, öl og gosdrykki. Þetta fæst
alt í veitingasalnum, en menn
geta auk þess fengið heim með
sér smjör, osta, skyr o. fl., allt
með vægu verði, en það fæst
einnig í smásölunum í Reykjavík.
Þessi framtakssemi ölfusinga
er til mikilla þæginda fyrir
ferðafólk, sem kemur að skoða
Ölfusið. Menn geta hvílt sig í
veitingasalnum, borðað þar nesti
sitt og fengið einliverja hress-
ingu að auki. Þar er einnig hægt
að fá upplýsingar um hvenær
Grýla gýs o. fl.
í Ölfusinu ber margt nýstár-
legt fyrir augu. Það er eigi að-
eins Grýla sem flestir stefna að.
Jarðspi'ungur skammt 'frá mjólk-
urbúinu, með sínum mörgu hyl-
djúpu sjóðandi pollum, eru engu
ómerkari. Frá mjólkurbúinu blasa
jarðeignir ríkisins (Reykir) við,
með hinum mörgu rjúkandi hver-
um, hinum nýja spítala og mörgu
gróðurhúsum.
Rétt fyrir neðan mjólkui’búið
er gai’ðyrkjustöð Ingimars Sig-
urðssonar", og í nánd við búið eru
nú að rísa upp sumarbústaðir.
Búið er að mæla upp og kort-
leggja land mjólkurbúsins. Þar
er gerð áætlun um að upp geti
risið þorp af sumarbústöðum.
Menn geta fengið þar leigðar
iandspildur, þar sem aðstaða er
til að hita upp húsin með jarð-
hita.
Byrjunin er hafin hjá ölfus-
ingum að notfæra sér þau þæg-
indi og auð, sem liggur í jarðhit-
anum. Vonandi á þetta mikla
framtíð fyrir höndurn.
S. Sigurðsson,
búnaðarmálastj óri.
---o---
Áskorun
Kjartan Ólafsson augnlæknir xátar
grein í Morgunblaðið 5. þ. m., er
hann nefnir: „Sjúkdómar og sund-
laugar". í þessai'i grein minnist
læknirinn mjög óvildarlega á sund-
laugar skólanna á Laugum og Laug-
arvatni. Geri ég ráð fyrix-, að með
sundpollunum, sem hann talar um,
sé átt við sundlaugar þæi’, sem þess-
ir skólar hafa komið sér upp innan-
'hnss. Hafið þér, hr. Kjartan Ólafs-
son, minnstu hugmynd um hvaða
þrifnaðarráðstafanir við geruih í
samhandi við sundlaugarnar okk-
ar? Skora ég á yður að sanna eixt.
dæmi um það, að smitun að húð-
sjúkdómi, liafi átt sér stað í sund-
lauginni lxér á Laugarvatni. Enginn
hefir leyíi til að synda í lauginni
hér án þess að baða allan kroppinn
fyrst úr volgu vatni og sápu. Sama
gildir um nemendur og aðra, sem
hér búa, þó þeir syndi daglega.
Komi það fyrir að gleymist að af-
loka sundlauginni, hefir átt sér stað
að ferðafólk hafi stolist í laugina,
vitanlega í hugsunarleysi. Vatnið her
slíks fljótt merki og er þá tafarlaust
skift um vatn.
I þessu samhandi skal þess getið,
að sundlaugin er ekki til afnota fyrir
aðra en heimilisfólk og fasta gesti.
Eg tel það mjög ómerkilegt af lækni
að viðhafa slík ummæli eins ,og K.
Ól. gerir í sambandi við sundlaugar
þessara tveggja skóla, nema hann
geti nefnt sannanleg dærni máli sínu
til styrktar.
Laugai’vatni 5. júní 1931.
Bjarni Bjamason.
-----0-----
Jónas porbergsson alþm. fór héð-
án í gær áleiðis til Akureyrar og átt-
haga sinna i þingeyjarsýslu og dvel-
ur nyrði'a fram undir mánaðamótin.
Kaupi sæusk ríkisskuldabréf
frá 1921 (præmieobligationer) fyrir
49 krónur. Sendið mér skuldabréf-
ið í pósti og eg mun senda yður
greiðslu urn hæl. Kaupi einnig
ríkisskuldabréf frá 1923, 1889 og
1893.
Magnús Stefánsson
Spítalstíg 1, Reykjavik
Hugheilar þakkir flytjum við fillum
þeim, sera á einn eður annan hátt
sýntlu samúð og hluttekningu i bana-
legu elskaðar konu og móður, Hall-
dóru Ásmundsdóttur, er andaðist á
Vífilstaðahæli 1. nóv. f. ár. Ennfrem-
ur þfikkum við öllum er með nær-
veru sinni heiðruðu jarðarför henn-
ar í Reykjavik 15. s. m.
Borgargarði við Djúpavog, 15. maí 1931.
Þórunn Guðjónsdóttir
Guðjón Brynjólfsson
Ragnheiður Guðjónsdóttir
Stefán Á. Guðjónsson.
Mbl. og landhelgisgæzlan.
Ánægjuefni má það vera fyrir
Einai- skipstjóra á Ægi að verða
fyrir hnútukásti hjá Mbl., eins og
þar kom fram í gær. Hefir það
verið segin saga, að því meiri úlf-
uð, sem Einar hefir mætt hjá
Mbl. og útgerðarmönnum, sem
viðkvæmir eru fyrir landhelgis-
gæzlunni, því meir hefir vegur
hans vaxið hjá fiskimannastétt-
inni almennt. Því betri sem land-
helgisgæzlan er, því óánægðari
eru blöð Kveldúlfs.
*
Eini bóndinn,
sem sæti á á hinu nýkjörna AI-
þingi og ekki er í Framsóknar-
flokknum, er Pétur Ottesen þing-
maður Borgfirðinga. P. 0. verður
vonandi síðasti íslenzki þingbónd-
inn, sem gengur á mála Kveldúlfi
og íhaldinu, og væntanlega lýkur
hans pólitísku þjáningum við
næstu kosningar.
Á Laugarvatni hafa nú undanfarið
eftir að skóla lauk, staðið yfir tvö
námskeið, kennaranámskeið og hús-
mæðranámskeið. Dvöldu þar um 120
manns í sambandi við námskeiðin.
Eftir námskeiðin hófst. kennaraþing,
og lýkur því í dag. Á mánudag hefst
Jmr prestafundur, en að honum lokn-
um verður þar samkoma listamanna.
Um mánaðamótin verður bvrjað að
taka móti ferðafólki í skólanum. Er
þar um að í-æða stærsta gististað á
landinu og jafnframt hinn ánægju-
legasta. Náttúrufegurðin á Laugar-
vatni er ein liin mesta á landinu og
hvergi annarsstaðar slíkt tækifæri til
að njóta sumarhvildar við aðlaðandi
skilyrði.