Tíminn - 27.06.1931, Page 2
162
TlMINN
Dómur þjóðarinnar.
Atkvæðaaukning Framsóknarflokksins 4209 eða 44 %
----- íhaldsflokksins . . . . 1696 eða 10 %
----- jafnaðarmanna .... 100 eða 1 Vi %
Yinnuhjúaskildagar
hjá íhaldinu.
Sigurður Kristjánsson: Mbl. er skrifað fyrir greindara
hluta kjósendanna!
Gustav Sveinsson: Þeir (foringjarnir) ættu að leita að
snöggu blettunum á sjálfum sér.
Fjöldi útlendra bæja eiga voldugan
sparisjóð og íara sjálfir meS fé sitt.
Vér höfum fleygt því öllu í bankana,
borgum þeim okurrentur og svo lána
þeir féð út um hvippinn og hvapp-
inn, kaupfélögunum og hver veit
hverjum*). Ef Reykjavík héldi vel á
sínu, gæti hún eignast stóreflis bæjar-
banka áður langt um liði.
Það tekur því ekki fyrir
lieykjavíkurvaldið, að minnast á
það, að peningarnir sem bankarn-
ir hafa fengið að láni til að koma
upp Kveldúlfi og „hámenning-
unni“ sé fengið inn í landið á
ábyrgð bændanna. Það tekur því
heldur ekki að þakka það, þó að
bændurnir biðu með það í 20 ár
að stækka túnin og byggja yfir
bömin sín — á meðan Reykja-
víkurvaldið var að verða til fyrir
peninga þjóðarinnar. Slíkt og
þvílíkt eru smámunir á degi
hefndarinnar!
E. t. v. kæmi það líka í ljós við
athugun, að sumt af því fólki, sem
flutzt hefir til Reykjavíkur hafi
ekki komið alveg tómhent á möl-
ina. Vel mætti íhaldið gefa gaum
að því, hve mikið af andvirði
seldra jarða hefir farið í húsa-
byggingar í Reykjavík, og hvað
fólk utan af landi hefir átt hér
inni í bönkum og fyrirtækjum.
y n
IV.
Það er enginn vafi á því að
þessarar kveðju frá „Reykjavík-
urvaldinu“ verður lengi minnst í
sveitum landsins. Svo stórfelld
ráðagerð um kosningakúgun hefir
aldiæi áður þekkst hér á landi. Úr
því að sveitimar leyfa sér að eiga
sjálfar flokk, sem er í meirahluta
á Alþingi, þá hefir nú „Reykja-
víkurvaldið“ í hótunum, að hefja
viðskiptastríð við bænduma!
Sjálfdæmdir eru þeir menn,
sem gjöra sig bera að svo fávís-
legum ofstopa.
En eins ber að minnast: Það er
ekki alþýðan í Reykjavík, sem
stendur á bak við þessa hótun
Kveldúlfs. Mennirnir, sem nú
ógna bændum með viðskiptastríði
eru sömu mennirnir, sem áður
ætluðu að kúga verkafólkið hér
með ríkislögreglu. Bændumir
mótmæltu þá. Nú er það reyk-
vískrar alþýðu að mótmæla.
-----o----
*) Flestar leturbr. gjörðar hér.
Vegurínn
um Hellísheiðí.
Slitlag úr jámbentri steinsteypu.
[Höf. þessarar greinar er ungur
maður, sem dvalið heíir erlendis, i
Noregi og Bandarikjunum, við vega-
vinnu og vegagerðarnám, undanfarin
9 ár. Hefir hann lokið prófi í vega-
verkfræði við háskóla i Bandaríkjun-
um. Hann dvelur hér núj.
Einstöku sinnum heyrist, að
þörf sé á járnbraut, frá
Reykjavík austur að Ölíusá, og
jafnvel sumir þingmenn halda
þessu fram, en mikill meiri hluti
rf fólki hefir samt skapað sér
aðra skoðun á þessu máli, svo
það þarf varla að vera að mót-
mæla því.
I Bandaríkjunum hafa bílarnir
tekið mesta hlutann af öllum
fólksflutningi frá járnbrautunum
og einnig mikinn hluta alls vöru-
flutnings, þegar um stuttar vega-
lengdir er að ræða. Samkvæmt
reynslu Bandaríkjanna, einmitt
þess lands, sem gerir mest og
stendur fremst í verklegum fram-
kvæmdum, þá væri það hið mesta
glapræði að leggja jámbraut frá
Reykjavík til Suðurláglendisins,
nema ef þar skyldi koma upp mik-
ill stóriðnaður í náinni framtíð,
en það er nú ekki fyrirsjáanlegt.
Á síðustu árum hafa Banda-
ríkjamenn eytt árlega um 2 bill-
jónum dollara til vegagerðar og
vegaviðhalds. Vegina nota um 25
miljónir bíla, sem ennþá halda ár-
lega áfram að fjölga. En á síð-
ustu 15 árum hefir járnbrautar-
Síðustu úrslit kosninganna urðu
kunn laugardaginn 20. þ. m. Þann
dag fór fram talning atkvæða í
Eyjafjarðarsýslu. Þar voru eins
og vitanlegt var fyrirfram, kosn-
ir Framsóknarmennirnir báðir:
Bernharð Stefánsson með 1309
atkv. og Einar Árnason með 1297
atkv. Garðar Þorsteinsson 1. fékk
552 atkv., Einar Jónasson I 529
atkv., Guðmundur Skarphéðinsson
J. 307 atkv., Halldór Friðjónsson
J. 202 atkv., Elísabet Eiríksdóttir
K. 149 atkv. og Steingrímur Að-
alsteinsson K. 129 atkv.*).
1927 voru kosnir Einar Árna-
son með 1031 atkv. og Bernharð
Stefánsson með 1030 atkv. Stein-
grímur Jónsson í. fékk 644 atkv.,
Sigurjón Jónsson í. 554 atkv.,
Steinþór Guðmundsson J. 206 atk.
og Halldór Friðjónsson J. 185 at-
kvæði.
Nú þegar fyrir liggja atkvæða-
tölur úr öllum kjördæmum lands-
ins, er auðvelt að gjöra saman-
burð á fylgi flokkanna nú og 1927
Af þeim samanburði sézt, hvort
atkvæðagreiðsla hvers flokks hef-
ir vaxið eða minnkað á kjörtíma-
bilinu — í hlutfalli vð tölu
greiddra atkvæða.
Atkvæðaaukning — eða at
kvæðarýrnun — flokkanna er hinn
eiginlegi dómur þjóðarinnar. Hún
er dómur þeirra manna, sem fyrst
og fremst meta stjórnir og flokka
eftir verkum þeirra. Hún er að
jafnaði dómur þeirra manna, sem
með mestu hlutleysi líta á mál-
efnin og minnst eru háðir flokks-
böndunum.
Engan undrar það t. d. þó að
íhaldsflokkurinn sé eftir sem áð-
ur sá flokkur, sem flest fær at-
kvæðin, þegar Reykjavík er með
*) Hérmeð leiðréttist atkvæðatala
Stefáns Jóh. Stefánssonar í Hafnar-
firði, sem birt var 1 síðasta tbl. St.
J. St fékk C79 atkv. en ekki 649 eins
og í blaðinu stóð.
kerfi Bandaríkjanna stytzt svo
þúsundum km. skiptir. Og inn-
tektir járnbrautanna hafa stórum
minnkað.
Það eru sumir, sem halda því
fram, að járnbraut eigi betur við
en bílvegur hér á landi, vegna
fannþyngsla á veturna. Það, sem
gerir léttara að halda járnbraut
en bílveg opnum, þegar fennir
mikið, er eingöngu það, að eim-
reiðin er kraftmeiri en bíll til
að plægja snjóinn í burtu.
Canada og Bandaríkin þurfa að
berjast við snjóinn, en þar tekst
að halda vegunum opnum með
því að nota timburveggi meðfram
vegunum og góða snjóplóga. I
janúar síðastliðinn vetur var
snjórinn í ríkinu Vennont sum-
staðar 6 m. hár meðfram vegun-
um, en þeim var samt haldið opn-
um allan veturinn.
Það er því ekki ástæða til þess
að óttast snjóinn á Hellisheiði, ef
vegurinn er lagður þar sem
minnstir skaflar koma, og síðan
byggðir veggir meðfram veginum
á einstöku stað þar sem með
þarf, til þess að hindra að vindur
blási snjó inn á veginn. Síðan
þarf að nota góða plóga til að
plægja í burtu þá fönn, sem á
veginn kemur. Og plógarnir verða
að moka snjóinn, á meðan á
hríðinni stendur, en ekki eftir að
birtir upp og skaflar eru komnir,
sem þeir geta ekki ráðið við.
Það sem íslenzka þjóðin þarfn-
ast mest, hvað samgöngur snert-
ir, er góður bílvegur á milli
Reykjavíkur og Ölfusár, þar er
og mun verða meiri umferð en á
talin. Enginn hafði við öðru bú-
izt.
Það var líka fyrirfram vitan-
legt, að Kommúnistaflokkurinn
myndi fá fæst atkvæðin og jafn-
aðarmenn næst fæst. Um það
þurfti ekki að spyrja fyrir kosn-
ingar.
En um það var spurt sem meg-
inatriði, hver flokkurínn myndi
vaxa — eða minnka — mest hlut-
fallslega.
Og útkoman er þessi:
Jafnaðarmannaflokkurinn hefir
bætt við sig samtals 100 atkvæð-
um og vaxið um 1V2%.
íhaldsflokkurinn*) hefir bætt
við sig' 1696 atkvæðum og vaxið
um 10%.
Framsóknarflokkurinn hefir
bætt við sig 4209 atkvæðum og
vaxið um 44%.
í hlutfalli við tölu greiddra at-
kvæða nú og 1927 hafa tveir
flokkarnir, íhaldsflokkurinn og
jafnaðarmannaflokkurinn, tapað
fylgi á kjörtímabilinu. íhaldsmenn
fá 3,3% og Jafnaðarmenn 3,1%
minna af kjósendatölunni en þeir
fengu 1927. Framsóknarflokkur-
inn fær hinsvegar 6,2% meira af
kjósendatölunni en hann fékk
1927.
Framsóknarflokknum einum
hefir aukizt atkvæðamagn, hlut-
fallslega, á kjörtímabilinu.
I kosningunum 1927 fékk Fram-
sóknarflokkurinn 9533 atkvæði á
öllu landinu og átti 19 sæti á Al-
þingi.
Þann 12. júní s.l. hefir hann
fengið 13842 atkvæði og ræður
yfir 23 sætum á Alþingi.
Þannig er dómur þjóðarinnar.
**) Til þess að fá réttan saman-
burð á atkvæðatölum íhaldsflokks-
ins verður að leggja saman atkvæði
hans og Frjálslynda flokksins 1927
og bera saman við atkvæðatölu í-
haldsflokksins nú, því að þessir tveir
flokkar voru sameinaðir á kjörtíma-
bilinu.
nokkrum öðrum þjóðvegi íslands.
Núverandi ástand þessa vegar er
alveg óþolandi. Islendingum
finnst, ef til vill, ekki mikið
ábótavant við veginn, eins og
hann er nú, af því að þeir eru
ekki vanir við betra.
Það ei* líklega ekki þjóðinni
ljóst, að hún tapar stórfé, með
því að leggja ekki góða bílvegi þar
sem umferðin er mikil.
Nokkur hluti núverandi vegai’
á milli Reykjavíkur og ölfusár
var „púkkaður“ fyrir nokkrum
árum síðan og mun það hafa kost-
að stórfé,’ en nú er það verk
næstum allt eyðilagt. Það lá
frumvarp fyrir síðasta Alþingi,
um að endurleggja mikmn hluta
þessa vegar og er vafaiaust þörf
á því vegna fannkomu á vetuma.
En hvar sem vegurinn liggur, er
samt eftir að ákveða hvemig eigi
að ganga frá honum að ofan.
Reynsla síðustu ára hefr sýnt,
að „púkkaðir" vegir (Water-
bound Macadam“) eru mjög lé-
legir fyrir bílaumferð. „Macadam"
vegir geta veríð dágóðir, ef þeir
eru malbikaðir, en þá verða þeir
næstum eins dýrir og steyptir
vegir ,en þeir endast styttra, þeir
þurfa meira viðhald og flutnings-
kostnaður eftir þeim er mikið
hærri en eftir steyptum vegum.
Ilér verður ekki farið út í nán-
ari samanburð á „Asphalt-Maca-
dam“ vegum og steyptum vegum,
heldur sýnt fram á, hvort rétt
sé, frá fjárhagslegu sjónarmiði,
að setja á veginn á milli Reykja-
víkur og ölfusár slitlag úr jám-
bentri steinsteypu, eða úr möl.
íhaldsfélagið Vörður boðaði til
fundar í fyrrakvöld. Voru aug-
lýstar umræður um kosningaúr-
slitin, en tilgangur fundarins var
í raun og veru sá, að gjöra upp
við miðstjórn flokksins fyrir
frammistöðu hennar í kosninga-
baráttunni. Eftir því sem Tím-
inn hefir frétt. átti mðstjórnin
illa æfi á fundinum. Þykir nú
þeim mönnum, sem skarðan hlut
hafa borið í mannvirðingum í
flokknum, tími til kominn að
skipta um í hinum æðstu sætum.
Meðal ræðumanna, sem fastast
deildu á miðstjórnina, voru Gust-
av Sveinsson lögfræðingur, Luth-
er nokkur dyi-avörður í barnaskól-
anum og Garðar Þorsteinsson,
frambjóðandi íhaldsins í Eyja-
fjarðarsýslu. Töldu þeir miðstjóm
ina hafa unnið verk sín seint og
illa og blekkt flokksmenn sína
með upplýsingum um ímyndað
fylgi í byggðum landsins. Auk
miðstjórnarinnar var Morgunblað-
ið mjög haft að bitbeini á fundi
þessum. Varð Garðari tíðrætt um
„mosa“-greinina frægu og kvað
hana hafa mælst illa fyrir í Eyja-
firði. Sigurður ísfirzki hélt uppi
svörum fyrir sig og Valtý og
sagði, að Mbl. hefði hingað til
verið skrifað fyrir greindara
hluta kjósenda, en nú mundi um
skipt og framvegis skrifað fyrir
þá ógi'eindu! Rann flestum kalt
vatn milli skinns og hörunds við
þetta fyrirheit.
Yfirleitt kom það fram í
umræðunum, að íhaldinu myndi
naumast lífs auðið framvegis,
nema það tæki Framsóknai*flokk-
inn til fyrirmyndar. Jón Þorláks-
son, Magnús Jónsson og Magnús
Guðmundsson héldu uppi svörum
og áttu hendur sínar að verja.
Gerðu Heimdellingar hróp að Jóni.
Luther kvartaði um yfirlæti
flokksforingjanna, og kvað þá
sýna óbreyttum liðsmönnum lítil
vinahót. Gæti hann fyrir sitt leyti
borið það í auðmýkt af tryggð
við flokkinn, en bændum myndi
lítt geðjast slíkur stórbokkaskap-
ur lítilsigldra manna. Tók þá 01-
afur Thors fram í og sagði, að
ekki væri gustuk að rýra álit
þeirra fáu þingmanna, sem eftir
væru í flokknum. Gustav komst
m. a. þannig að orði um foringj-
ana, að þeir „ættu að leita að
snöggu blettunum á sjálfum sér“,
áður en þeir hættu sér í návígi
-~við andstæðingana, og þótti mörg
um hann hafa vel mælt. Fundin-
um lauk laust eftir miðnætti og
voru þá fáar hræður eftir í saln-
um.
----o----
Httfnin í Reykjavfk.
Reykjavík hefir að mörgu leyti
góð skilyrði til að geta verið
verzlunarborg. Hingað koma skip
frá útlöndum nálega vikulega og
næstum jafntíðar ei*u ferðir héð-
an út um land. Svo í fljótu bragði
lítur út fyrir, að auðvelt sé fyrir
hinar smærri hafnir, þai* sem
milliferðaskipin eru of stór og dýr
til að hafa viðkomu á, að koma
afurðum til útlanda og fá þaðan
aftur nauðsynjar sínar með um-
hleðslu hér í Reykjavík. En það
fer fjarri, að það' sé eins aðgengi-
legt og sýnist, og er það vegna
þess, að umhleðsla hér er svo dýr,
að allra bragða er beitt til að
losna við hana, en lagt allt
kapp á að fá milliferðaskipin til
að koma við á höfnum, oft með
örfáar smálestir til stórskaða fyr-
ir skipin, burt séð frá þeirri
ringulreið," sem slíkar aukavið-
komur gera á áætlun skipanna.
Það mun vera nálægt lagi, að
Undirbygging vegarins verður
auðvitað að vera fulltraust, frá
verkfræðislegu sjónarmiði, áður
en dýrt slitlag er sett á hana, svo
henni þurfi ekki síðar að breyta,
eða leggja hana um aftui*. Því
kák við vegagerð, sem við ann-
að, er allt of dýrt fyrir íslend-
inga. Vegurinn þarf því að vera
lagður svo beiim og sléttur sem
unnt er, vel þurkaður og 5,5 m.
breiður.
Engar ábyggilegar skýrslur eru
til, um hve miklir flutningar eru
á milli Ölfusár og Reykjavíkur.
Verð ég því að gera áætlanir með
tilliti til rannsókna hr. Sv. Möl-
lers*), sem hann gerði um hina
fyrirhuguðu jámbrautarlagningu,
fyrir nokkrum árum síðan.
Nú munu vera flutt árlega um
10000 tonn af vörum á milli
Reykjavíkur og Ölfusár. Það kost-
ar 16 krónur pr. tonn að flytja
vörur á milli þessara staða, ef
flutningur fæst báðar leiðir, eftir
núverandi verðlagi hjá vöruflutn-
ingabílastöðvum Reykjavíkur, en
nú má gera ráð fyrir að 50% af
öllum vöruflutningabílum fari
tómir aðra leiðina, þessvegna er
árlegur kostnaður við þennan
vöruflutning um 240 þúsund
krónur.
Ef gert er ráð fyrir, að 85 þús-
*) Áætlanir hr. Sv. Möllers:
Á 2. rekstursári brautarinnar:
8000 tonn (vörur).
17000 manns, 3 ferðir hver.
Á 10. rekstursári brautarinnar:
12600 tonn (vörur).
19000 manns, 5 ferðir hver.
und manns fari árlega á milli
Reykjavíkur og Ölfusár, þá kost-
ar það ferðalag eftir núgildandi
verðlagi um 425 þúsund krónur.
Árlegur kostnaður við fólks- og
vöruflutning er því 665 þúsund
krónur.
Áætlanir mínar, um hve flutn-
ingar eru miklir, eru mjög lágar
samanborið við áætlanir hr. Sv.
Möllers. Því bæði er þetta nokkr-
um árum seinna en þegar átti að
byrja að starfrækja jámbrautina,
og margt hefii* síðan tekið breyt-
ingum,- sem aukið hefir flutnings-
þörfina meira en þá var fyrir-
sjáanlegt, og svo er alltaf mikil
umferð um þjóðvegi, þó járn-
braut sé notuð, og hana gat hr.
Sv. Möllers ekki talið með.
Víðtækar rannsóknir hafa leitt
það í ljós, að kostnaðurinn við
flutninga eftir vegi, sem hefir vel
viðhaldið slitlag úr möl, er um
27%*) hærri en kostnaðurinn við
sömu flutninga og með sömu bíl-
um, ef vegurinn er með slitlagi
úr jánbentri steinsteypu.
Ef vegurinn frá Reykjavík
austur að ölfusá væri með slit-
lagi úr járnbentri steinsteypu í
staðinn fyrir að vera malborinn,
þá væri hægt að spara árlega á
*) þetta er tekið hér sem mjög
lág tala og á aðeins við ef malarveg-
i'num er vei viðhaldið. Flutnings-
kostnaður eftir lélegum maiarvegum
og leirvegum er 38% hærri en eftir
steinsteypuvegum. Sbr. Bulletin No.
91 Towa State College and „Highway
F.conomics11 by Sigvaid Johannesson
\ Engineer of Design, New Jersey State
Highway Department.