Tíminn - 10.08.1931, Síða 4

Tíminn - 10.08.1931, Síða 4
4 TlMINN friðað hann, svo sjáanlegt er, hversu umhorfs hefir verið um þessar slóð- ir áður mannshöndin og náttúruöfl- in hófu verk eyðileggingarinnar. Er inn fyrir Galtalœk kemur taka við sandar og örfoka hraun; liggur veg- urinn lijá fornu eyðibýli, sem nefnt er Gamli Merkihvoll. Sjást þarna að- eins óljósar veggjaleifar og nokkur fúin bein, í beru og gróðurlausu tirauninu. Nokkru innar er Nýi Merkihvoll, og er þar einnig að kalla örfoka, sem bærinn hefir staðið, en litlu innar er allstór valllendisgróði'i og birkikjarri. Hafði Steingr. fylgt okkur þangað, við annan mann, og hélt þaðan niður í byggðina, en við héldum áfram til óbyggða. Lá nú leiðin um gróðurlausa mcla liulda svörtum vikri, yfir þá liggur af- réttargirðing milli ytri Rangár og iandnorðurs, og komum að Land- mannahelli eftir 9 stunda fcrð fyrir utan áningar. Sæluhús er þar, sæmi- legt og hagar greiðir. Tjölduðum við á kvíslarbakkanum, en fylgdarmenn- irnir gistu í sæluhúsinu. tJm morg- uninn var komið bezta veður og fjöll öll þokulaus. Kvöddum við þá feðga og árnuðu hvorir öðrum farar- heilla. Héldu þeir heimleiðis með hestana en við hugðumst að ganga á fjöll. Reyndist Jón okkur hinn bezti förunautur, skemmtinn og fróður, og óþreytandi að segja okkur örnefni og annað er okkur mætti að gagni koma. Landmannahellir er sunnan í Hellisfeili er hann svo stór, að nóg rúm ,er þar fyrir um 70 hesta, en hálffullur var hann nú af snjó. þar er miðstöð gangnamanna er leita Landmannaafrétt. Norðan við Hellis- Upptök Markarfljóts. þjórsár. Kindahópur stóð við hliðið og varð frelsinu feginn er það var opnað. Örskarnmt þar fyrir vestan er Tröllkonuhlaup í þjórsá, eru þaö þrír klettar, er standa upp úr ánni, er hún byltist milii þeirra, með feikna atli, kolmórauð og lirikaleg. Sagt var að tröllkonur tvær, systur, hafi kastað klettunum i ána, til að stikla á, er þær fóru að hittast, því önnur átti heima í Búrfelli en hin í Bjólífelli. En stundum létu þær nægja að kallast á (10—15 km.I), svo sem þegar sjóða átti Gissur á Lækj arbotnum. Var nú lengi haldið yfir sömu auðnirnar, eftir allgreinilegum götu- troðningum. Er leiðin mei'kt tölu- settum tréstikum, og talið frá Svarta- Núpi í Skaftártungu, eru þær þar 800 milli byggða. Héitir leið þessi Fjallabaksvegur nyrðri, og mun íyrst hafa verið fundin og farin ná- lægt miðri síðustu öld, Fyrir sunnan oklcur reis Hekla, svipmikil og tign- arleg, fannst okkur hún alitaf vera á lilið við okkur, þó við héldum greitt áfram hvem klukkutímann af öðr- um. Kaldur stormur norðan af ör- æfunum blés um okkur og krapa- Stóra fjall og að nokkru leyti áfastur við það cr Löðmundur*), sem Guðmuna- ur í Múla telur. „konung fjallanna á Landmannaafrétt", fagurt fjall og hátt, um 1100 m. Gengum við þar upp afarbrattar grasbreklcur, sem ná alveg upp á brún. Er útsýni þaðan vítt og svo fagurt að vandfundið var annað eins. í suðvestri rís Hekla, og nokkru vestar Reykjanesfjöllin og fjöllin kringum þingvallasveitina. í norðri blikar sólin á eridilöngum Langjökli og litlu austar Hofsjökull eins og risavaxinn skjöldur á hvolfi, þá Tungnafellsjökull og Hágöngur, og Vatnajökull fyrir öllu norðaustri eins og óendanleg hvít eyðimörk. j^aðan austan kemur Tungnaá og liðast vestur yfir svört hraun og eyðisanda eins og silfurband á dökku klæði. Norðan við liana blika Fiski- vötnin og litlu vestar sér í þóris- vatn furðulega víðáttumikið. Er við höfðum vcrið nokkra hríð uppi á fjallinu tók að draga fyrir sól, og stafa niðui' krapaskúrum hér og þar. Héldum við því að tjaldinu aftur og rigndi allmikið um kvöldið. Næsta morgun var aftur komið bezta veð- ur, glaða sólskin og heitt mjög. Fór- hreitingurinn, sem fylgdi honum rak okkur í hlífðarfötin. Eftir alllanga ferð komum við í Sölvahraun (Sal- vararhraun). í þvi er jarðvegur mik- ill, þakinn kyrkingslegum valllendis'- gróðri, en hraunstrýtur standa upp úr hér og þar. Fyrir tiltölulega skömmu hafði það verið alþakið skógi, sem var högginn ,svo miskunnarlaust að nú sést þar engin hrísla. Austan til er Sölvahraun bert og uppblásið fjárbyrgi, er gangnamenn nota á haustin. Áðum við þar, því ágætis- hagi er í botni þeirra, er vaxið hefir upp af sauðataðinu. þaðan liggur vegurinn meira til austurs, og er mjög ógreiðfær allt austur að Vala- hnúkum. Eru það háir móbergstind- ar, sundurgrafnir af vatni og vind- um. Sunnan að þeim liggur Nýja- hraun, sem rann 1878 er Krakatind- ur gaus. Úfið er það og svipljótt, en ' þó er kominn í það dálítill mosa- | gróður. Riðum við þar milli hrauns og hliða og austur að Helliskvísl, þar sem hún hefir brotið sér farveg gegnum Lambafitarhraun er rann 1913. Fórum við yfir hana sunnan við Sauðleysur og upp með henni til um við þá vestur í Lambafitjahraun til að skoða gosstöðvarnar frá 1913. Héldum við fyrir noröan Sauöleysur, einkennilega falleg fjögur grasigróin fjöll og hyldjúpt vatn á milli þeirra. Gengum við 10 tíma þann dag. Snemma næsta morgun vöknuðum við við mannamál. Voru þá komnir þrír piltar sunnan úr Iloltum. Voru þeir að reka fé á fjall og höfðu verið á ferð aila nóttina. Höfðu þeir heyrt af ferð okkar og lögðu lykkju á leið sína til þess að vita hvernig okkur liði. — Jlann dag bjuggumst við til ferðar austur í Laugar. Liggur veg- urinn þangað í miklum boga norð- ur á við, og hafði okkur verið sagf, að komast mætti nærri beint gang- andi. Kusum við það heldur og lögð- um af stað á áliðnum degi með far- angur okkar allan á bakinu. Fórum við yfir Helliskvísl og upp giiskorn- ing með snjó i botninum norðan undir Mógilshöfða. Var það mjög *) I ferðalýs'ingum og á iandabréf- um er hann nefndur Loðmundur, en málvenja austur þar er Löðmundur og held ég mig við það. H. B. á fótinn og sigu pokarnir drjúgum i. Er upp úr gilinu kom, tóku við hæðadrög og mjög sandorpið lipar- ithraun. Stóðu víða tindar upp úr sandinum með fögrum og einkenni- legum hrafntinnumyndunum. Austan við hraunið var allt sundurskorið af giljum og hinn versti vegur. Lent- um við þar í hálfgerðum ógöngum og sóttist seint ferðin. Gei'ðist loft þá þungbúið og dró að lágnætti. Loks sáum við þó grænan blett, og liverareyki undir jaðrinum á svörtu hrauni. Alitum við að þar mundu Laugai' vera, og reyndist það rétt. öðum við Námskvísl í mörgum kvíslurn og komurn í Laugar kl. 1 um nóttina. Tjölduðum við á volgum grasivöxnum lækjarbakka og urðutn fegin hvildinni. Hverjum sem kontið hefir í Laugar hlýtur að veröa það Mun þar liggja mikið verkefni til rannsóknar fyrir jarðfræðinga. — í Laugum héldum við til í sex daga. Nóg var að skoða. Miðvikudaginn 15. júlí fórum við alfarin úr Laugum og héldum suður Laugahraun, austan við Brenni- steinsöldu og upp lijá Háuhverum. Voru nú birgðamar rnjög farnar að léttast og sóttist okkur vel ferðin úr því lialla tók undan fæti. Við Háuhveri eru upptök Markarfljóts, íyrst ofurlítil lækjarsitra, en vex þvi meit’ er neðar dregur. Rennur það lengi í vestur í gegnum Reykja- dali, en norðan uridir Hrafntinnu- hrauni. Sagt er að í Reykjadölum séu hverir óteljandi, en hvort sem það er rétt eða ekki, er þar hver gufustrókurinn við annan. Héldum við niður með fljótinu að norðan að Fiská. Skoðuðum við þar bæjar- tóftir fornar, er heitir á Hrapps- stöðum, og er álit fróðra manna, að þar liafi Svika-Hrappur búið, er getið er um í Njálu. Fórum við svo suður á þríhymingaháls og tjöld- uðum lijá gömlum fjárréttarrústum austan undir þríhyrningi. Kvað þar vera reimt, strákur með mórauðan hattkúf á höfði og genginn upp að hnjám. Lítið urðum við samt vör við stráksa, líklega farinn að dofna nú á þessari vantrúaröld. þegar við vöknuðum um morgun- inn og sáum fjöllin lauguð i sólskini, gátum við ekki stillt okkur um að ganga á þríhyrning. Fengum við þaðan hið fegursta útsýni og var það góð árétting á allt það er á undan var gengið, svona rétt í lok ferðar- innai'. Seinna um daginn í'órum við Frostastaðavatn. lengi minnisstætt. Fegurð og til- breytni er þar svo mikil að leitun mun á öðru eins. Rennur þar silfur- tær og volgur lækur, er sameinast Námskvísi litlu neðar. Á bökkum hans er mikill gróður, sambland af háfjaliajurtum og töðugresi. Taldi ég þar yfir 30 teg. æðri jurta. Er þar fjöldi heitra uppspretta, flestar um 70° og allur jarðvegur volgur. Vestan yfir bletti þessum gnæfir jaðarinn á Laugahrauni, afar úfinn og ferlegur. Undan því koma iriargir lækir, lieitir og lialdir og sameinast í Laugalæknum. Sæluhús er þar, byggt 1927, og annað mjög litlð, borghlaðið, um 100 ára ganialt, og leifar aí fleíri mannvirkjum. Fjöll öll þar i kring eru úr iiparit, með öllum möguiegum litum. Mest ber þó á ýmsum iitbrigðum i guiu og rauðu. Laugahraun er einnig úr liparit, en svört hrafntinna allt á yfirborðinu, þó óviða alveg hrein. Líkist það mest afarstórum kola- bing, og svo sundurtætt og í'ifið, að illfært er um það. Eru gjóturnar svo djúpar og krappar, að oit sézt ekki nema upp i heiðan himininn, og þegar komið er upp á einhvern kambinn, er það ekki tii annars en að ldöngrast ofan í næstu laut. 1 suður frá Laugum er jökulgil, og rennur jökulgilskvísl eftir þvi, all- mikið vatnsfall, er kemur sunnan úr Torfajökli. í þvi er gróður nokk- ur, það var ekki smalað fyr en fyi'ir nokkrum ái-atugum, af ótta við úti- legumenn, sem i þvi áttu að búa. Sagt var um Torfa i lílofa, að hann hafi flúið pláguna seinrii og farið upp i Torfajökul, og hafst þar við i stórum og frjósömum dal. Gekk liann upp á jökulinn og sá bláa móðu upp í miðjar hlíðar á byggða- íjöllum, var það veikin (!) Er nióð- an var horfin hélt hann til hygða, og var plágunni þá aflétt. Mun það vera Jökulgil, sem munnmælin gerðu að fi'jósömum dal. Liilu fyrir vestan Jökulgil er Litla og Stóra Brands- gil, er sameinast i Brandsgilskjaft. í þeim eru tindar margir og kletta- strýtur hinar furðulegustu. Suðvest- ur af Laugum er Brennisteinsalda, kollótt fjall, allt sundursoðið af hverum. Brýst guía viða út úr fjalls- hliðunurn með blástri og ólátum og kringum suma hverana er alit þakið brennisteini. Austan til i íjallinu hef- ir Laugahraun ollið upp og runnið mest norður, en dálítil lcvisi til suð- urs. Nokkuð iangt suður af Brenni- steinsöidu eru Háuhverir við norð- vesturliorn Torfajökuls. Ryðst gufa þar út úr jörðinni með býsna krafti yfir gróðurlausar meiöldur, þaktar Svörtum vikri, og sundurskornar al' giljadrögum; sást að mób.erg var al- staðar undir vikurlaginu. Um kvöid- ið tjölduðum við á eyrum \ ið fljótið skammt norðan við Biautukvisl, eftir 10 tíma göngu. Orlitlir mosateigingar voru þar, en annars allt bert og liulið vikri. Næsta dag heldum við áfram, yfir Blautukvísl, sem var vatnslítil en með sandbleytum og suður skarö- ið vestan við Laupafell. Vorum við þá komin á Rangárvallaafrjett. Opn- aðist þar fyrir okkur mikill dalur. Sáum við sumiarlega í iionuin glitta í vatn, eru þai' Rangárbotnar. Héld- um við suður dalinn og gerðist nú ákaflega lieitt, þvi logn var og glaða sólskin. Ekki sózt þar stinganda strá, allt hulið vikri en hraun undir. Var þungt að ganga í vikursandinum og urðum við fegin er við komum i Rangárbotna að fá vatn. Gróðui' dá- lítiil e-r þar með ánni, cn mjög kyrkingslegur efst. Er niður úr daln- um kom dreií yfir þoku með súld, og gerðist veðui’ kalt og hrásiagá- legt. Eftir skamma stund komum við á Fjallabaksveg syðra, og liéld- um honum suður. Er hann sæmilega niður að Teigi í Fljótshlið og tjöld uðum þar við bæinn. Fóru félagar mínir þá um kvöldið austur að Múla- koti og var þar mætavel tekið af Túbal bónda og fólki hai.~ Var ég um kyrt i tjaldinu á meðan. Næsta dag, sem var sunnudagur, 19. júlí, fórum við með bíl til Reyk- javikur. þar með var ferð þessi á enda. Höfðum við verið 16 daga að heiman og. verða þeir okkur öllum minnisstæðir. Félagar mínir reynd- ust öll hinir beztu förunautar í alla staði. Sérstaklega má geta þess hversu stúlkurnar voru duglegar, þrautseigar og ódeigar, þó yfir klung- ur og torfærur væri að fara. Gera þær mörgum karlmanninum skömm til, sem óai' við að ganga lengd sína á óruddum vegi. Margir munu halda að ferðalag sem þetta, sé afarerfitt og jafnvel hættulegt. Eh svo er ekki. Við fórum alt af hægt, ætluðum okkur nægan tíma, fórum varlega þar sem nokk- ur hætta gat verið, tólcum aldrei •nærri okkur og vöknuðum alt af ó- þreytt að morgni. Farangur okkar allur fyrir utan vistir var 55 kg., en þær voru 60 kg., er við lögðum og liávaða, svo kallast verður á til Tjaldstaður í Laugum, að heyra hver til annars. Eru guíu- mekkirnir svo stórir og þéttir, að þeir fela alla sýn til þeirrar áttar ei þá leggur. Fer þar mikil orka til ónýtis eins og víðar á landi hér, sem jarðhiti er. Norðan við Laugar er liátt fjall er Suður-Námur heitii', og norðan undir því Frostastaða- vatn. Austanvert . úr fjallinu hefir ollið upp liparithraun og rúnnið öðrumegin niður að Jökulgilskvísl, en liinumegin út í vatnið og myndað þar fjöida skerja og hólma. Gengum við upp á Námur og fengum gott útsýni norður og austur um öræfin. Fórum svo norður af fjallinu að Frostastaðavatni. Jiar er yndislega fagurt, enda var þá blæjalogn og sólskin. Veiðibjöllur sátu í hólmun- um en himbrimar sveimuðu um vatnið liljóðir og athugulir. í flæð- armálinu var mikið af dauðum hom- silum og stórum vatnabobbum, en mikill sægur af stórri toppílugu sveimaði í loftinu og settist á föt okkar og gerði þau grá. Liklega ei' umhverfi Lauga merkilegast fyrir líparíthraunin. Eru þau hvergi til á jörðinni nema á íslandi, og livergi á íslandi nema á þessum slóðum. varðaður en götur óglöggar, sem þó skýrast eftir þvi er nær dregur byggð. Óðum við Blesá, í mörgum kvíslum; kemui’ liún úr Tindafjallajökli og *■ feliur í Rangá, sem þar breytir litn- um, því áður var hún silfurtær. Tjölduðum við litiu sunnar á mjúk- um valllendisbakka í svokölluðum Dalöldum. Höíðum við geugið þann dag í'úmlega 10 tíma og styttist nú óðum leiðin til byggða. Snemma næsta morgun vorum við valtin af jódyn og inannamáli. Var riðið mikinn fram lijá tjaldinu og okkur send miður kurteis kveðja um leið og þeyst var í burtu. Seinna fréttum við að þetta hefðu verið upprekstrarmenn af Rangái'völlum. Er þeir voru íramhjá riðnir, fórum við að búast til ferðar. þoku var þá alli'i létt af láglendinu, cn grúfði á fjallatindum. Héldum við veginn suður, óðum Valaá — jökulvatn, er fellur úr Tindíjallajökli — og kom- um að Rauðnefsstöðum, efsta bæ á i Rangárvöllum að austan, um hádegi. ] Var okkur tekið þar rneð virktum og veittur ágætur beini. þaðan héld- um við niður hjá Jiorlcifsstöðum og af stað að heiman. Ilafði okkur heppnast vel allur útbúningur, að- eins voi'u sumir skómir farnir að bila, síðustu dagana, en þó ekki svo, að til vandræða horfði. Geta má þess, að ferðalag þetta var mjög ódýrt tiltölulega, og vil ég ráðleggja öllum er ekki hafa ráð á miklu fé til að skemmta sér fyrir, að ferðast gangandi um óbyggðir. Hér hefir verið farið iljóít yfir sögu, og ekki nema hálfsögð sagan. Ilin hliðin er sú, er að okkur snýr, félagsskap okkar og heimilislífi, æf- intýrum, skáldskap og matartilbún- ingi. Við liana eru margar ánægju- legustu minningarnar bundnar; cf farið er inn á þá braut, væri ferða- sagan enn ekki hálfnuð. Við kom- um heim aftur sólbrend og svört og auðugri en nokkru sinni fyr af heilbrigði og lífsgleði. Hjörtur Björnsson frá Skálabrekku. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Ásvallagötu 27 Sími 1245 Prentsmiðjan Acta 1931

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.