Tíminn - 10.08.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.08.1931, Blaðsíða 1
^Rjgteifcsía Címans er i Écefjargötu 6 a. • (Dpin oagIega>fl. 9—6 Sírili 2353 ^u&aöíað ©jaíbfecl og afarei&slumaður Cítníns et Kannpeig £>ors teinsöóttir, Cœfjargötu 6 a. 2?evfjaDÍf. II. árg. Reykjavík, í ágúst 1931. , blað. Starfssemi útvarpsins Utvarpserindi 12. og 14. maí 1931. Eftir formann útvarpsráðs, Helga Hjörvar Útvarpsstöðin hefir nú starfað reglulega, þó að á reynshistigi sé, í nær því 5 mánuði. Þar sem sum- arið fer nú í hönd og dagskrá út- varpsstöðvarinnar mun bráðlega breytast og styttast um annatím- ann, þá þykir nú hlýða að gera nokkra grein fyrir starfi útvarps- ins í vetur og víkja jafnframt að nokkrum helztu athugasemdum, sem fram hafa komið um starf- semi þess. Það, sem hér verður tekið fram, mun þó einkum snerta sjálft dagskrárefni út- varpsins, val þess og meðferð og níðurskipun. Því að ég tala hér fyrst og fremst fyrir hönd út- varpsráðsins, sem ábyrgð hefir á þessum hlutum, en ég mun að mestu leiða hjá mér hina verk- fræðilegu hlið málsins og fjár- hagshlið, þar á meðal það, sem snertir tækin sjálf og sölu þeirra. Ég skal þó geta þess þegar, að kvartanir um útvarpstruflanir í kaupstöðum og kauptúnum eru svo margar og svo háværar, og því miður á rökum byggðar, að * allir, sem að útvarpinu standa, munu gera sitt til, að nokkur bót megi verða á þessu ráðin. En þetta er miklu erfiðara mál en flesta grunar, og víða um lönd gengur seint að sigrast á þessu vandræði. Skal þá víkja að höfuðefni þessa máls: sjálfri dagskrá út- varpsins. Það var í upphafi ljóst, að bæði vegna fjárhagsins og margra staðhátta, þá var ekki um það að ræða, að íslenzka stöðin gæti starfað eins lengi dags og flestar útlendar stöðvar gera. En líka frá menningarlegu sjónarmiði einu saman var það mikið álitamál, hvort rétt væri að hafa dagleg- an starfstíma svo langan, sem fjárhagur þó kynni að leyfa. Segja má, að útvarpsráðið ætti og eigi enn um tvær leiðir að velja í þessu: 1. að hafa dagskrána eins langa hvern dag og fjárhagur frek- ast leyfir. 2. að hafa dagskrána stutta, en hagnýta tímann sem bezt. Hinu fyrra fylgir það, að þá verður enn tilfinnanlegri sá ágall- inn, sem mestur er hér á landi á því, að geta rekið útvarp með verulegum blóma, en það er mannfæðin. Því að þeir menn, sem verulega eftirsóknarverðir þykja í útvarp, geta ekki verið æði margir með svo fámennri þjóð, eða öllu heldur í svo fá- mennum bæ sem Reykjavík er, og flest gott efni mundi fljótt ganga til þurðar, ef stöðin starf- aði lengi dags. Mundi og því fylgja óumflýjanlega því meiri leiði á útvarpsefni, sem það af þessum ástæðum yrði hversdags- legra og endurtekningarnar meiri. Enn er eitt, sem ekki má gera of lítið úr, að það gæti vanið marga, ekki sízt unglinga, á hangs og iðjuleysi yfir útvarp- inu, ef stöðin gengi mjög í sífellu, og þykir þessi ágalli mjög at- hugaverður erlendis, nema þeim þá leiddist stöðin svo, að vildu ekki hlusta á hana. En þá væri líka allilla farið. Stuttri dagskrá fylgir sá kost- ur fyrst, að hún er ódýrari; hitt er þó meira um vert, að þá er fremur von til, að gott efni hrökkvi til starfstímans, og loks það, sem mest er um vert, að við það venjist fóik meir á að haga verkum sínum eftir föngum í samræmi við útvarpstímann og taki efninu með meiri gleði og eftirvæntingu. — Útvai*psráðið valdi hiklaust þá leiðina, að hafa dagskrána heldur stutta. Þá var að velja sjálft efnið. Það, sem völ var á, má nefna í þremur höfuðliðum: 1. Fréttir og nýjungar. 2. Fi-æðsla: fyrirlestrar, upp- lestur og kennsla. 3. Skemmtiatriði: söngur, hljóð- færaleikur o. fl., sem þar undir fellur. Um 1. liðinn þarf ekki að fjöl- yrða. Fréttastarfsemi hlýtur, eft- ir hlutarins eðli, að verða eitt aðalstarf hverrar útvarpsstöðvar, sem rekin er fyrir almenning, þessa helzt í strjálbýli eins og hér. Hafa, eins og kunnugt er, tveir fastráðnir menn starfað að fréttum fyrir útvarpið í vetur. Um 2. lið, fræðslustarfsemina, var í höfuðdráttum mörkuð þessi leið: Vera skyldi eitt erindi hvert kvöld, fræðanda og skemmtanda, auk þess stuttur upplestur eða þvíumlíkt eða saga fyrir börn, og enn stutt kennslustund í erlendri tungu, ensku eða þýzku. Tungumálakennslari var mjög sem tilraun að þessu sinni. Kennsla fyrir skóla, sem ráðgerð var að morgninum, komst ekki í fram- kvæmd, vegna þess hve lengi hef- ir dregist, að stöðin yrði fullbúin. Smámsaman var bamasögum' fækkað, en upplestur úr bók- menntum skyldi koma í staðinn. I rauninni fór þo svo, að mörg kvöld hafa verið flutt tvö erindi, vegna þess, að menn komu oft með venjuleg erindi í stað upp- lesturs og óskuðu að mega það. Virtist mun hægara að fá menn til .að* flytja sjálfstæða fyrir- lestra, heldur en til að lesa upp úr bókmenntum með skýringum og athugasemdum, og hafa þó margir útvarpsnotendur óskað, að meira yrði gert að slíkum upp- lestrum. Kennsla í öðru en erlend- um tungumálum hefir ekki verið reynd að þessu, hvað sem verða kann síðar. Nokkur tilmæli og bendingar hafa borizt útvarpsráð- inu um það, að taka upp kennslu í íslenzkri tungu í útvarpið, og svo í fleiri efnum. Um 3. liðinn, skemmtiatriðin, er það að segja, að samið var frá upphafi við Hljómsveit Reykja- víkur um tvo fasta hljómleika vikulega, á þriðjudögum og föstu- dögum, og skyldi stundum leika allt að 20 manna flokkur, en stundum færri. Auk þess voru ráðnir tveir fastir hljóðfæraleik- arar, fiðluleikari og píanóleikari, til þess að leika að meira og minna leyti hvert kvöld. Þar að auki var að sjálfsögðu gert ráð fyrir, að fá einstaka hljóðfæra- menn kvöld og kvöld, og svo að nota grammófón til ígripa. Orgel- hljómleikar hafa verið flest sunnudagskvöld, og 'vík ég seinna að flestu þessu. Þá er söngurinn. Ætlast var til, að söngvarar væru ráðnir kvötd og kvöld til að syngja einsöng, og svo söngflokkar til að syngja sem hægt er að taka nokkurt mark á, eru alls um 60 að tölu. 1 þessum bréfum og blaðagrein- um telst svo til, að samtals fel- ist 136 athugasemdir og bending- ar um dagskrárefni útvarpsins, þær hliðar þess, sem hér verður um talað. Mörg bréfin fela ekki í sér neina kvörtun eða athuga- semd, heldur eingöngu yfirlýs- ingu um þakklæti fyrir starf út- varpsins. Æðimargt af athuga- semdunum er um það sama, sum- ar til lofs, aðrar til aðfinnslu, margt er óskir eða bendingar um nýtt efni, sem taka ætti upp á dagskrána, eða þá um að auka eitt efni, en draga úr öðru, eða Útvarpsráð otj útvarpsstjóri. Fr. Hallgrímsson, Páll ísólfsson, Guðj. Gnðjónsson, Aloxander Jóliannesson, Helgi Hjörvar, Jónas porbergsson. kórsöng, þegar því yrði við kom- ið og eftir því sem fjárhagur leyfði. Og varð framkvæmd á öllu þessu, líkt og ráðgert var. Ekki verða glögg mörk dregin milli 2. og 3. flokks, fræðslu og skemmt- unar. Sumur upplestur t. d. heyr- ir meir til skemmtunar, en sumur til fróðleiks o. s. frv. Svo er og um fréttir, þó að taldar séu hér sér í flokki, að þær heyra mjög undir almenna fræðslu sumar. Hvernig hefir nú þessi fyrir- hugaða starfsemi útvarpsins tek- izt í reyndinni, það sem af er, og hvað má læra af þeirri reynslu, sem fengin er? Þessari spurningu mun að vísu ekki verða svarað samróma á einn veg; sjónarmiðin eru mörg, og margir hafa atkvæði um dóminn. Útvarpsráðið mæltist til þess í upphafi, að hlustendur létu í ljósi skriflega athugasemdir sín- ar um starfsemi útvarpsins, og þá einkum um það, sem þeim þætti betur mega fara. Sem svar við þessum tilmælum, hafa útvarps- ráðinu borizt til þessa nær 40 bréf frá útvarpsnotendum, og felast í þeim ýmsar bendingar og athuga- semdir, mismunandi mikilsverðar, um starfsemi útvarpsins. Nokkur af þessum bréfum eru nafnlaus, en tekið hefir verið mark á þeim einnig, ef ljóst var, að þau væru skrifuð í alvöru og einlægni, en önnur nafnlaus bréf hafa veriö að engu höfð. Þá hafa og, sem kunnugt er, verið skrifaðar all-margar blaða- greimr um útvarpið, og verður hér tekið tillit til þeirra eftir sömu reglu og um bréfin. Þeim skrifum, sem augsýnilega eru runnin af illum hug einum sam- an og vísvitandi rangsleitni, verð- ur enginn gaumur gefinn. Bréfin og þær blaðagreinar, þá að breyta röð á dagskránni o. s. frv. I þessum bréfum felast og margar bendingar persónulegs eðlis um þá menn, sem flutt hafa eitthvert efni í útvarpið, einkum um rödd og framburð og hve vel þeir heyrist, og er því öllu sleppt í þessu máli, svo og öllum þeim atriðum, sem snerta verkfræðileg efni, sölu tækja, árgjöld og ann- að það, sem ekki kemur sjálfri dagskránni við, eins og áður er tekið fram. Utvarpstæki þau, sem nú eru í notkun í landinu, eru orðin að minnsta kosti 3500, og má ætla, að á hvert tæki komi að jafnaði 4—5 fulltíða hlustendur, svo að 15—20 þúsund manna hlýði að meira og minna leyti á útvarps- efni. Þegar þessa er gætt, mega athugasemdirnar, sem borizt hafa, heita ótrúlega fáar. Laus- lega áætlað svai'ar til, að 1 mað- ur af hverjum 200 hlustendum hafi komið fram með einhverja umkvörtun, sem svo má kalla. Þetta má efalaust telja góðs vita, því að almennt má líta svo á, að þeir séu ekki óánægðir að neinu marki, sem ekki kvarta, þar sern svo hægt er um hönd að berá fram kvartanir sínar. Eins og vænta má, eru bréf þau, sem borist hafa, æði mis- jöfn að gildi, og eru sum, sem leggja mætti móti mörgum öðr- um. Öllum þessum athugasemd- um má í höfuðatriðum skifta í þrennt: 1. Þær athugasemdir, seni bygðar eru á rækilegri hugsun og skilningi á málinu og bornar fram af velvilja. 2. Þær, sem byggðar eru á mis- skilningi að einhverju leyti eða miðaðar við lægri menningarkröf- ur en útvarpið vill gera. 3. Þær, sem sprottnar eru af of mikilli tilætlunarsemi þess, sem athugasemdina gerir, eða dutlungum, án tillits til þess, að útvarpið verður að vera jafnt fyrir alla, svo sem verða má. Margar athugasemdir voru um það, sem útvarpsráðið hafði séð að betur mátti fara og breytt til um, áður en athugasemdin barst því. ISkal ég þá rekja nokkuð helztu athugasemdirnar og tek þá fyrst: Niðurskipun á dagskránni .og tímalengd. Ég hefi áður minnst á, hvað mæli með að hafa stutta dagskrá og hvað langa. Komið hefir fram að minnsta kosti ein rödd um það, að hafa dagskrána mun lengri, og það fundið til helzt, að lítið sé í aðra hönd annars fyrir notendur, gegn svo háu árgjaldi, og var þá óskað eftir meiri hljóð- færaslætti, einkum frá kaffihús- um í Reykjavík. Líka hafa komið fram raddir um hitt, að hafa dagskrána enri styttri en nú, alls ekki yfir 2 klukkutíma. En flestir virðast ánægðir með lengd úifc- varpstímans, eins og hann hefir verið í vetur. Líkur eru til, að dagskráin verði, t. d. næsta vet- ur, álíka löng og í vetur var, eða þó heldur lengri. Þá hafa sumir kvartað um það, að dagskráin hefjist of snenuna kvöldsins, og eru það einkum Reykvíkingar og kaupstaðabúar. Var t. d. kvartað yfir því sérstaklega, og það jafn- vel úr sveitum, líka, að þingfréttir væru of snemina í vetur, en þær voru kl. 19.05, eða kl. rúmlega 7. En miklu almennari hefir þó ver- ið hin kvörtunin, að dagskráin byrji of seint, eða sé of seint úti, og er þá átt við fréttirnar, sem eru kl. 21 eða kl. 9. Langalmenn- asta athugasemd við röð á dag- skránni er þaÖ, að þetta sé of seint, og koma þessar kvartanir eingöngu úr sveitum, meira úr einu héraði en öðru. T. d. hafa eyfirskir bændur kvartað um þetta, segjast . þurfa að hátta snemma og vakna snemma (kl. 5) til þess að koma mjólk- inni að heiman í tæka tíð. Svip- að mun mega segja um nágrenni Reykjavíkur. Það virðist hafa komið í ljós, að eim' hentugi tíminn fyrir alla hlustendur, er tíminn fxá 20 —21, þ. e. frá 8—9. En hér mun verða, sem fyr, bágt að gera marga mágana að einni dóttur- inni, og koma öllu fyrir á þessum eina klukkutíma. En það efni, sem allir virðast vilja hlusta á, eða hafa tækifæri til að hlusta á, er þetta: veðurfregnir, fréttir og erindi. Það mun því fara svo, að næsta vetur verði þessi efni sett á tímann 20—21 (8—9), en önnur efni þoki þáðan, t. d. hljóm- leikar aftur fyrir þann tíma. Tungumálakennslu minnist ég á síðar, en öðrum smærri athuga- semdum við röð á dagskránm verður sleppt. Fréttir. Þær raddir, sem fram hafa komið um fréttirnar, eru mjög sitt á hvað. Sumir kvarta um of miklar fréttir, sumir vilja fá meira. Sumum þykja frétta- bréfin úr héruðunum úrelt og Iítt skemmtileg yfirleitt, en aftur er það kunnugt, að þau eiga víða vinsældum að fagna og þykja við alþýðuhæfi. En um fréttir yfir- leitt á það við, að fyrir utan helztu nýjungar og athyglisverð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.