Tíminn - 10.10.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.10.1931, Blaðsíða 2
220 TÍMINN orðið stórfeldari framkvæmdir í þá átt að bæta lífsskilyrði þjóðar- innar og auka menningu hennar en nokkru sinni áður á jafn skömmum tíma. Islenzka þjóðin er við lok þessa tímabils auðugri að tækjum í lífs- baráttunni, auðugri að bjartsýni og stórhug, auðugri að trú á gildi sjálfrar sín og landsins en nokkru sinni áður. Það hefir orðið hlutskipti Framsóknarflokksins að hafa for- ystu í málefnum þjóðarinnar á þessu glæsilegasta framfara- og velmegunartímabili í sögu Islands. Þá forystu hefir þjóðin sjálf — nú fyrir nokkrum mánuðum, met- ið á þann hátt, sem flokkurinn má vel una. Nú hefir Framsóknarflokkurinn enn forystuna á tímabili, sem er um margt ólíkt hinu fyrra — og með öðrum verkefnum. Nú á það að sýna sig, hvort Framsóknarflokkurinn er þess umkominn að leysa verkefni kreppuáranna jafn giftusamlega á sinn hátt og honum hefir áður tekizt að leysa verkefni góðær- ana. Forsjál þjóð ætlast ekki til stór- felldra framkvæmda á krepputím- um. Sú krafa, sem á slíkum tím- um, er rétt að gjöra til þeirra, sem með alþjóðarmál fara, er að þeir sjái svo um, að erfiðleikarnir lami ekki til muna þá starfs- krafta, sem beita þarf, þegar góð- ærið kemur aftur. Eins og þjóðin í góðærinu þarf forystu í framkvæmdum, eins þarf hún á krepputímum forystu í sjálfsafneitun. Um það er vitanlega of snemmt að spá, hversu lengi þeir erfiðleik- ar muni vara, sem nú lama fram- kvæmdalíf þjóðarinnar. Ennþá er ekki hægt að sjá það fyrir fylli- lega, hvenær verð framleiðslunn- ar muni færast í viðunnanlegt horf. Um það erum við Islending- ar háðir utan að komandi öflum. Það eitt er víst, að það ástand, sem nú er, stendur ekki nema takmarkaðan tíma, og að þeim tíma liðnum rofar aftur til í ís- lenzku atvinnu- og viðskiptalífi. Á krepputímunum lærum við af erfiðleikunum. Þá — einmitt þá — þegar minna er um athafnir en venjulega, eiga að verða til í hugum þjóðarinnar áformin um hin nýju átök, sem framkvæmd verða í næsta góðæri — þegar aftur rofar til. ----o---- Sænsk blaðaummæll um Jónas Jónsson ráðherra. Jónas Jónsson dómsmálaráð- herra fór nýlega til Stokkhólms, og flutti þar fyrirlestur um Is- land á aðalfundi Sænsk-íslenzka félagsins. Annan fyrirlestur flutti hann í útvarpið í Stokkhólmi um sama leyti. Hefir ráðherranum verið vel fagnað í Stokkhólmi, eftir því sem sænsk blöð skýra frá, og jafnframt hefir íslandi verið mik- ill sómi sýndur. Þegar ráðherrann kom til borgarinnar hafði borgar- stjórnin sýnt þá sérstöku virðingu að draga upp í röð sænska og íslenzka fána fram með járnbrautarstöðinni. Helztu full- trúar þjóðarinnar hafa haldið ráð- herranum veizlur: Krónprinsinn, sem margir hér kannast við frá komu hans hingað í fyrra, for- sætisráðherrann Ekmann, formað- ur sænsk-íslenzka félagsins, pró- fessor Wessen o. fl. Blöðin hafa mikið skrifað um J. J. „Svenska Dagbladet" stærsta og útbreiddasta blað Svía, segir meðal annars um hann: „Jónas, eins og hann blátt áfram kallast á Islandi, ’ er lík- lega sá bezti fulltrúi, sem við hefðum getað fengið fyrir hið nýja Island. Það er hann, sem mest hefir unnið fyrir útbreiðslu samvinnufélagsskaparins meðal bændanna og unnið að því að gera hann traustan og þýðingarmikinn. Það er hann, sem á grundvelli samvinnustefnunnar hefir byggt upp þann framsækna bændaflokk, sem í mörg ár hefir haft stjórn- ina á hendi, og í sumar vann þann glæsilegasta sigur, sem unnizt hefir í íslenzkum stjórnmálum, síðan Island varð sjálfstætt". Blaðið getur einnig um að Jónaa hafi upphaflega verið fátækur sveitadrengur, en sé nú sá maður, sem mest sé þekktur á Islandi og mest deilt um, og gerir ráð fyrir að nafn hans muni bera hátt, þeg- ar saga þesarar framfaraaldar á íslandi verður skráð. Um J. J. segir blaðið ennfremur: „Hinn sterki vilji hans og óhlífni, hefir skapað honum marga óvini. En það er ekki hark- an og óhlífnin, sem eru aðalein- kenni þessa leiðtoga. Það er trú hans á framtíðina, hugmyndaauð- ur og hæfileikar til að taka á móti nýjum stefnum og hugmyndum og koma þeim í framkvæmd. Þessi sjálfmenntaði Norðlendingur er ekki aðeins lærður maður, held- ur hefir hann, ef til vill betur en nokkur annar Islendingur lifað sig inn í menningu annara Ev- rópuþjóða og viðfangsefni þeirra“. Af skrifum blaðanna sést, að Svíar þekkja furðu mikið til okk- ar fámennu þjóðar og hafa þeir með hinum prýðilegu móttökum dómsmálaráðherrans sýnt honum, landi voru og þjóð sérstaka vin- áttu og heiður. ------- Leikhúsíð. ímyndunarveikin. Eftir Moliére. I leikhúsinu var hvert sœti skipað á fimmtudagskvöldið, þegar Leikfélag Reykjavíkur hafði fyrstu leiksýningu sína á þessu hausti. Hafði það valið franskan gamanleik, ímyndunarveik- ina, eftir Moliére, er hefir áður verið sýndur hér. Efni leikritsins er þetta: Gamall maður ríkur, sem heitir Arg- an heldur að hann gangi með fjölda sjúkdóma og leitar hann margra lækna til þess að fá bót meina sinna. Læknarnir sulla í hann allskonar meðölum, og þykjast þeir gera allt til þess að lækna karl, en gera i rauninni ekkert annað en að ala upp í honum ímyndunina um að hann sé veikur, en nota sér hann aðeins til þess að græða á honum. Argan á gjafvaxta dóttur, sem hann vill að giftist lækni, til þess að geta alltaf haft lækni við hendina. En læknirinn er heimskur og ógeðslegur og unga stúlkan neitar að giftast hon- um. Karl verður þá reiður og hótar að setja dóttur sína í klaustur. En vinnukonan, sem er gáfuð og hefir ráð undir hverju rifi afstýrir þessu og kemur því til leiðar, að dóttirin fær þann mann, sem henni þykir vænt um. Á undan leiknum var sýndur stutt- ur listdansleikur, „Draumur greifa- frúarinnar", sem ungfrú Rigmor Hanson stjórnaði. þetta er í fyrsta sinn, sem listdansleikur hefir verið sýndur hér, svo ekki var að búast við öðru en að ýmsu væri ábótavant. Leiksviðið virtist vera of lítið. Dans- endurnir voru stirðir, höfðu auðsýni- lega ekki nægilega æfingu og altof mikið upp á fyrirskipanir stjómand- ans komnir. Argan, aðalpersónu gamanleilcsins, lék Friðfinnur Guðjónsson, prýðilega. Friðfinnur er svo kunnur hér, að óþarfi er að fjölyrða um ieik hans. I-Iitt aðalhlutverkið, vinnukonunnar Toinette, lék Amdís Björnsdóttir ágætlega og með bezta samræmi frá upphafi til enda. Var hún mjög eðli- leg og örugg, og lék fjörlega og skemmtilega. Minnir hún mjög mikið á norsku leikkonuna Liilebil Ibsen, sem nú er ein vinsælasta ieikkona einingaima segir til um hið eðli- lega gengi. En þegar mismunur verður á framboði og eftirspurn tiltekins gjaldeyris getur orðið svo mikil frávikning frá hinu eðlilega gengi, að það borgi sig betur að fá seðlum sínum skift fyrir gull, flytja það út og kaupa erlendis gjaldeyri fyrir gullið. Slíka gullflutninga annast þá venjulega seðlabankarnir, og jafna þannig þann mun, sem verður á framboði og eftirspurn eftir gjaldeyri. Meðan nóg er til af gullinu, er gengið öruggt, en verði þrot á gulli og gullinnlausn seðla upphafin, þá hverfur um leið tryggingin fyrir því að geng- ið fari eftir hinum lögboðna gull- þunga mynteiningarinnar. I flest- um tilfellum er þá verðfall gjald- eyrisins óhjákvæmi'legt. Það er þetta sem varð á Englandi fyrir hálfum mánuði síðan. Þegar svo er komið eru seðlarnir orðnir pappírsgjaldeyrir, og fer gildi hans eftir því einu hve mikið af iífsgæðum er hægt að kaupa fyr- ir hann. Innlent vöruverð er þá komið í stað gullsins. Verðlagið segir til um verðgildið. Þetta hefir verið með nokkuð öðrum hætti hér á landi undan- farið. Og í ýmsu tilliti höfum við sérstöðu um gengisskráning og gjaldeyrisverzlun. En þar með er Norðmanna. Arndís skemmtir von- anda Reykvíkingum sem oftast með leik sínum. Emilia Borg lék konu Argans allvel. Angelíku dóttur Argans lék Sig- rún Magnúsdóttir. Var leikur hennar tilgerðarlegur og tilbreytingalaus, og er Sigrún yfirleitt leiðinleg á leik- sviði. Viðar Pétursson. sem lék unn- usta hennar, lék sízt betur, enda er hann byrjandi. En mest minnti hann á fermingardreng, sem að þylja ritn- ingargreinar úr kverinu fyrir prest- inum. Leikur hans var slæmur og gerði hann líklega bezt í því að leggja eitthvað annað frekar fyrir sig en leiklist. Valdemar Helgason lék Kamferíus lækni og var sérkennilegur og hlægi- legur. Er ekki ólildegt, að hann geti seinna tekið við af Friðfinni, ef hann heldur ófram að starfa í leikfélag- inu, þótt of snemmt sé sjálfsagt að spá nokkuru um það. Indriði Waage lék son Kamferiusar, Tómas, biðil Angeliku, prýðisvel. Var liann svo kjánalegur og hjákátlegur, að bjálfa- legri er varla auðið að vera. það er eins og Indriði sé skapaður í þetta hlutverk. Haraldur Björnsson lék lögfræðing- inn og gerði það samvizkusamlega, en meir virtist leikur hans í þetta sinn bera vott um lærdóm og vand- virkni, sem hvorttveggja er auðvitað gott og nauðsynlegt, en um mikla leikarahæfileika. En Dóra litla, dótt- ir hans, sem leikur yngri systurina, var svo eðlilega bamaleg, að veruleg ánægja var að sjá hana á leiksviðinu. Tjöldin liefir Freymóður Jóhannes- son málað, eru þau vel gerð. Gebr. -----O----- Veðrið vikuna 3.—10. okt, þessa viku hefir tíð verið mjög umhleyp- ingasöm hér á landi. Hafa þrjár lægðir, allar djúpar, farið norðaustur eða aústur yfir landið og haft í för með sér mikla úrkomu um land allt, einkum þó á S.- og A-landi. Nyrðra hefir vindur jafnan verið norðaust- an, en syðra ýmist sunnan eða norð- an, og oft hefir verið hvasst. Hiti hefir flesta daga vikunnar verið 4—8 st. kl. 8 að morgni. í Rvík varð mestur hiti llst. sunnudaginn þ. 4. og miðvikudaginn þ. 7., en kaldast var aðfaranótt sunnudags 1.5 st. — í morgun var ný og djúp lægð yfir Faxaflóa; virðist svo sem hún muni hreyfast hratt norðaustur yfir land- ið i dag og valda N-átt um alit land á morgun. Guðgeir Jóhaunsson kennari hefir látið af starfi sínu við Kennaraskól- ann og er tekinn aftur við sínu fyrra starfi við héraðsskólann á Eið- um. Munu Austfirðingar fagna aft- urkomu Guðgeirs að Eiðaskóla, því að hann var þar hvers manns hug- ljúfi. um stórborganna, þó seðlabank- arnir raunar hafi mesta íhlutun um skráninguna. Er það vafa- laust kostur, eins og á stendur, að við erum einráðir um skrán- ingu íslenzku krónunnar, og sú skráning, sem hér er gerð, gildir meðan þjóðbankinn hefir til um- ráða erlendan gjaldeyri til að selja með hinu skráða gengi. En bresti það, þá höfum við mist tökin, og þá ráða gyðingar og víxlarar viðskiptalandanna örlög- um íslenzkrar krónu til ábata fyrir sig en okkur til skaða og skapraunar. Þá er eitt, að vegna fjarlægðar og ókunnugleika annara á okkur, er okkar gjaldeyri ekki eins mik- il hætta búin og öðrum af gjald- eyrisspákaupmennsku og því lausa fjármagni sem streymir milli 1 andanna í leit að háum vöxtum og eftir því hvort traust eða vantraust á fjármálum þjóð- anna er ríkjandi. Inneignir er- lendra manna, sem kræfar eru með stuttum fyrirvara, er ein af hinum stærstu hættum gjaldeyris- verzlunarinnar. Dæmi Englands sýnir það, að jafnvel auðug þjóð og voldug stendur ekki af sér flemtur og óðagot erlendra fjár- sýslumanna, sem ráða yfir stórum innstæðum. En gott til þess að vita, að vera óhultur fyrir slíkum Fréttir Jónas Jónsson ráðherra er væntan- legur heim úr utanför á morgun. Standmynd Thorvaldsens er nú búið að taka burt af Austurvelli og verður hún flutt í lystigarðinn við Tjörnina. í stað Thorvaldsensmynd- arinnar verður mynd Jóns Sigurðs- sonar, sem nú stendur framan við stjórnarráðshúsið, flutt á Austurvöll, en mynd af Hannesi Hafstein verð- ur reist þar sem mynd forsetans er nú við lilið Kristjáns konungs IX. — Búið er að byggja fótstallinn undir standmynd þá hina miklu af Leifi heppna, sem Bandaríkin gáfu íslandi á 1000 ára afmæli Alþingis. Stendur fótstallurinn rétt hjá Skóla- vörðunni og mun hún verða rifin mjög bráðlega, enda lítil bæjarprýði. Fótstallurinn, sem er úr rauðum granit, er eftirlíking af skipsstafni. — Amerískur maður kom hingað og setti saman fótstallinn, en sjálf standmyndin kemur næsta vor. „Fóstra“ heitir tímarit, sem Barna- vinafélagið Sumargjöf gefur út handa börnum og foreldrum i Reykjavík og hefur göngu sína í dag. Er hér um nokkra nýjung að ræða í samstarfi skóla og heimila. Hvert barn fær eitt hefti af ritinu heim með sér til sýnis, og geta aðstand- cndur barnanna, að loknum lestri þess, ráðið hvort þeir vilja kaupa það eða skila að öðrum kosti. þetta er efni I. heftis: Ávarp eftir Stein- grím Arason kennara, Heilsuvarð- veizla eftir sama, Nokkrar leiðbein- ingar til mæðra eftir þorbjörgu Árnadóttur hjúkrunarkonu, Stund- vísi eftir Hallgrím Jónsson kennara, Stundahlé í skólum eftir Arngrím Kristjánsson lcennara, Heilsufar og hreinlæti skólabama eftir Gunnlaug Claessen lækni, Heim og að heiman eftir Arngr. Kristjánsson, Barnið, kennarinn, heimilið eftir Sigurð Thorlacius skólastjóra og Háttprýði eftir ísak Jónsson kennara. Rússnesk-íslenzkt verzlunarfélag var stofnað hér á landi í síðastl. mánuði. í stjórn félagsins eru: Einar Oigeirs- son fyrv. frkvstj., þórður Eyjólfsson lögfr., Guðbrandur Magnússon for- stjóri, Vilhjálmur þór kaupfélags- stjóri og Böðvar Bjarkan lögmaður. Heybruni varð í Austurhlið við Ileykjavík aðfaranótt þriðjudags 0. þ. m. í hlöðunni voru 800—900 hest- ar af heyi og mun bruninn hafa orsakast af hita í heyinu sjálfu. Slökkvilið var kallað á vettvang, og tókst að slökkva eldinn, en skemmd- ir urðu þó mjög miklar. Heyið var eign Guðmundar Ólafssonar í Aust- urhlíð, en hlöðuna átti Carl Olsen stórkaupmaður. 11 Rússlandsfarar tólcu sér far héðan með Goðafossi áleiðis til út- landa 6. þ. m. Eru þeir boðnir af hættum, og þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum lausaskuldum en þeim, sem standa í beinu sam- bandi við eðlileg viðskipti og at- vinnurekstur. Sést af þessu, að við höfum um margt sérstöðu um gengisskrán- ing og gjaldeyrisverzlun. En til- lit þarf þó að taka, og er allt und- ir því komið að rétt tillit séu tek- in, ef við eigum að hafa sjálfráð og föst tök á genginu. Skráning okkar stenzt því aðeins að við höfum nægilegt út að flytja af af- urðum og með því verði sem framleiðendur þola. Fyrir útflutn- ingsafurðirnar fæst erlendi gjald- eyririnn, og hvökkvi útlendi gjald- eyririnn ekki til, er ekki á annað að treysta til uppbótar en erlent lánsfé. Ekki er gullinu fyrir að fara til jöfnunar á viðskipta- halla. Er bezt að gera sjer Ijóst, að eins og ástandið er nú um alla Norðurálfu, þá liggur erlent láns- fé ekki laust fyrir. Jafnvel Sví- um mun, að því er sagt er, hafa brugðist vonir um franskt stór- lán til varðveizlu á gjaldeyri sín- um. Á útflutingsafurðir og verð- lag þeirra er fyrst og fremst að treysta um það, að halda uppi gjaldeyrisverzluninni, og á ekkert annað þegar til lengdar lætur. Sú leiðin var því sjálfsögð, þegar velja átti milli óbreytts gullgildis {jenoi oo ojalieyrjr. Um gengisskráning og gjald- eyrisverzlun hafa engin stórtíð- indi orðið í þessari viku. Gull- verð íslenzku krónunnar hefir verið þetta 64 til 66 gullaurar og þar um kring. Stafa breyting- arnar frá hreyfingum sterlings- pundsins og verður ekki sagt að þær séu miklar, þegar litið er til þess, að skammt er síðan gull- stoðunum var kippt undan mynt- unum. Aðrar Norðurlandakrónur fylgja pundinu og eru samt nokkuð fyrir ofan. Bendir það til, að þar sé gert ráð fyrir að pund- 1 ið staðfestist í heldur hærra gildi, en það nú hefir. Má nefna það til dæmis um mátt sterlings- pundsins í viðskifta- og atvinnu- lífi Norðurlanda, að bæði þjóð- bankar og ríkisstjórnir í Dan- mörku og Svíþjóð lýstu í upp- hafi yfír því, að guDgildi krón- anna yrði haldið óbreyttu, en urðu svo að beygja sig innan skamms; mun það þó ekki hafa verið gert með fúsu geði að ganga þannig gegn nýgefnum yf- irlýsingum. Hin óskráðu lögmál viðskiptalífsins reyndust öflugri en gildandi myntlög. Það helzt engin lagasetning í gildi til lengdar nema sú, sem er í sam- ræmi við veruleikann. Það er gamla sagan um guðs lög, sem gilda framar veraldlegum rétti. Hinn heimsfrægi ensld hag- fræðingur, J. M. Keynes, spáir því, að flest lönd munu sogast með Englandi og verðfalli punds- ins önnur en Frakkland og Banda- ríkin. En í þeirra löndum hafa safnast fyrir allt að því þrír fjórðu hlutar alls gullforða heimsins. Við það hefir stórlega spillst sú þjónusta, sem guUinu er ætlað að veita sem alþjóða- gjaldeyri. Er því ekki að undra að raddir heyrast nú um að hverfa til fullnustu frá gullfætinum. Þó er líklegast að svo verði ekki, heldur verði síðar þegar festa er aftur á komin og sam- tök orðin um að festa betur gull- verðið sjálft en raun hefir á orð- ið, horfið aftur að gullinnlausn og þó með lægra gullgildi mynt- eininganna en áður var. Gullið er í rauninni alþjóða- gjaldeyrir þegar seðlar eru inn- leysanlegir og gullflutningur milli landa frjáls og óbundinn. Mestallar greiðslur milli landa fara fram í ávísununl. Ávísanir á erlendan gjaldeyri eru keyptar og seldar með verði sem svarar til hlutfallsins milli gullþunga mynteininganna. Gullþungi mynt-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.